Dagur - 05.06.1963, Blaðsíða 7

Dagur - 05.06.1963, Blaðsíða 7
f Óþarff neyðarkall Magnúsar (Framhald af blaðsíðu 8) að lögum. Landkjörnir þingmenn hafa á Alþingi allan sama rétt og kjördæmakjörnir þingmenn. — Menn úr þeirra hópi hafa orðið alþingisforsetar og ráðherrar, sbr. Þorstein Þorsteinsson, Guð- mund I. Guðmundsson, Hanni- bal Valdimarsson, Friðjón Skarp- héðinsson o. m. fl. Það kemur vissulega úr hörð- ustu átt frá fulltrúum þeirra flokka, sem á sínum tíma stóðu að því, að lögfesta uppbótarsæt- in í stjórnarskránni og töldu það þjóðarnauðsyn, ef þeir ætla nú að fara að halda því fram, að það sé persónulegt vantraust á einn eða annan að tryggja hon- um slík-t þingsæti. Ef Magnús Jónsson hlýtur ekki það þingsæti, sem hann nú hefur, sem kjördæmiskosinn þingmaður hér, er það ekki aðal- ástæðan, að kjósendum hér sé sérstaklega áfram um að láta í ljós vantraust á honum persónu- lega, heldur hitt, að hann hefur skipað sér í stjórnmálaflokk, sem mörgum þykir hafa reynzt þannig, að þeir vilja draga úr á- hrifum þess flokks á Alþingi. Ef Magnús fellur í kjördæminu, fellur hann á verkum Sjálfstæð- isflokksins og núverandi ríkis- stjórnar, fyrst og fremst og af því að hann verður að bera ábyrgð á þeim að sínum hluta. Sjálfur er M. J. af mörgum vel metinn vegna starfhæfni og lipur- mennsku, og.sjálfsagt vilja marg- ir fremur fá hann, sem uppbótar- mann inn á Alþingi en einhvern annan úr hans flokki. Trúlega færi það nú einmitt þannig, ef M. J. félli hér, að þá tæki hann uppbótarsæti, sem ella félli í hlut Sjólfstæðismanns, sem gæti reynst Norðurlandi óþarfur á Al- þingi. Hitt verður samt að segja hreinskilnislega, þótt ýmislegt sé vel um M. J. persónulega, að sumt af því, sem hann lét fram koma í útvarpinu, sem sína skoðun, hlýtur að hafa fallið mörgum illa í geð hér um slóðir. Var það og auðheyrt á ræðum hans, að hann er orðinn mjög nátengdur forystuliði Sjálfstæð- isflokksins x Reykjavík, svo og málflutningi þess og hinna stóru flokksblaða þar, Morgunblaðsins og Visis. Mál það, sem hér er um að ræða, skýrist nú betur og betur með degi hverjum. Það er ótví- ræður ávinningur fyrir þetta kjördæmi, að fá mann eins og Hjört E. Þórarinsson kosinn á þing, ungan, vaskan og áhuga- saman, búsettan í kjördæminu, háskólamenntaðan mann, sem jafnframt er ötull og farsæll bóndi á föðurleifð sinni, mann, sem hefur unnið hörðum hönd- um fyrir sér og sínum og að um- bótum á jörð sinni og er því raunverulega eini „verkamaður- inn“, sem hér hefur líkur fyrir þingsæti. Hins vegar mundi fall Magnúsar Jónssonar, ef til kæmi, ekki hafa í för með sér brottför hans af Alþingi, en hann kæmi þar sennilega sem uppbótarmað- ur í stað annars Sjálfstæðis- manns úr öðrum landshluta. Það út af fyrir sig gætu verið góð skipti fyrir Norðurland, og hér gæti þá verið um tvöfaldan á- vinning að ræða. Um Bjartmar Guðmundsson þarf ekki að ræða í þessu sam- bandi. Áhugi fyrir þingsetu hans er varla mikill hér um slóðir, eins og sakir standa. Sæti hans á D-listanum hefur fengið og fær það lága atkvæðatölu, að það er í raun og veru hreint happdrætti, hvort hann getur komið til greina sem uppbótarmaður, þótt Magn- ús yrði kjörinn hér og raunar fremur ólíklegt, þótt tilviljun réði því, að svo fór haustið 1959. Bílsjórabeltin eru góð ÞA-Ð er stutt síðan farið var að tala um svokölluð bílstjórabelti og nú fást þau hér í bænum. Þau eru úr sterku leðri, mjög bi-eið og þykja, að því er blaðið hefur fregnað, draga úr þreytu þeirri í baki, sem þjakar marga bifreiða- og jarðýtustjóra. Belti þessi framleiðir ungur maður í Ljósavatnsskarði, Bald- ur Bragason í Birkihlíð, og fást þau í Véla- og búsáhaldadeild KEA á Akureyri og einnig í búð- um nágrannakaupfélaga. □ - Andorra út á land (Framhald af blaðsíðu 4). þá verður farið til Ólafsfjarðar. Þaðan er haldið til Akureyrar og sýnt þar 20,. og 21. júní. Síð- an verður fáfiþ, áfram til norð- urs og svo ti'l Austfjarðanna og sýnt í hinum nýju og glæsilegu félagsheimilum á Austfjörðum. Aðalleikarar, auk Gunnars, eru: Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld, Lárus Pálsson, Ævar Kvaran og Róbert Arnfinnsson. Leikstjóri er Walter Firner frá Vínarborg, en fararstjóri er Kle menz Jónsson. Leikurinn hefur verið sýndur 20 sinnum í Reykjavík við ágæta aðsókn. Hjartans þakkir til allra þeirra er sýndíu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför KRISTJÁNS ÁSMHNÐSSONAR frá Stöng. Sérstakar þakkir til Iækna og hjúkrunarliðs Lyf- Iæknisdeíldar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri fyr- ir ágæta lijúkrun í veikindum hans. Lára Sigurðardóttir, börn, tengdabörn barnabörn. MALFLUTNINGI FRAMSÖKNAR- MANNA BEZT TEKIÐ Blönduósi 4. júní. Blanda byltist fram, kolmórauð og tryllt. Fyrir þessa vatnavexti var byrjað að renna fyrir lax. Veiðileyfið er ekki nema 100 krónur á dag fyr- ir stöngina og þykir ódýrt, mið- að við aðrar laxár í nágrenninu. Sauðburðurinn gekk vel þrátt fyrir óhagstæða veðráttu framan af. Framboðsfundum er lokið. Þeir voru sameiginlegir og all- vel sóttir. Stærstu fundirnir vöru á Blönduósi, Skagaströnd og Hvammstanga. Máli Fram- sóknarmanna var greinilega bezt tekið á þessum fundum og Virðist árangur kosningabarátt- unnar verða hagstæður fyrir Framsóknarmenn. Q FRÁ U.M.S.E. Skógræktarkvöld sambandsins er n.k. föstudag, 7. júní kl. 8.30 e. h. Skorað er á sem flesta félaga að mæta. Gróðursett verður að Miðhóls stöðum í Öxnadal. — Stjórnin. ÞINGEYINGAFÉLAGÍÐ á Ak- ureyri fer skemmtiferð í Vatnsdal sunnud. 16. þ. m. — Þátttaka tilkynnist ferðanefnd eða formanni félagsins fyrir 12. þ. m. í ferðanefnd eru: Ármann Þorgrímsson sími 1190, Þoi-björg Fnnbogadóttir sími 1199, Sigurveig Einars- dóttir sími 2145, Skarphéðinn Guðnason sími 2078, Jón G. Pálsson 2583 og 2258, Páll Ól- afsson og Hermann Vilhjálms- son sími 1821, Marteinn Sig- urðsson sími 1747, sem gefa allar nánari upplýsingar um ferðina. ÞEIR MÓTUÐU STEFNUNA LANDBÚNAÐARNEFNDIN, sem á flokksþinginu í vor gerði tillögur til þingsins um stefnu flokksins í landbúnaðarmálum, var eins og áður var sagt hér í blaðinu skipuð 40 mönnum, og fara nöfn þeirra hér á eftir: Ásgeir Bjarnason, alþm., Ás- garði (formaður), Gunnar Guð- bjartsson, bóndi á Hjarðarfelli (framsögumaður), Ágúst Þor- valdsson, alþm., Brúnastöðum, Aðalsteinn Guðmundsson Lauga bóli, Ágúst Jónsson Sigluvík, Arnaldur Þór Blómvangi, Egg- ert Ólafsson Laxárdal, Elías Þór arinsson Starmýri, Guðbrandur Magnússon Álftá, Engilbert Hannesson Bakka, Guðbrandur Guðbrandss. Dalsmynni, Gunn- ar Eiríksson Karlsstöðum, Gunn ar Jónatansson Stykkishólmi, Gunnar Þórðarson frá Grænu- mýrartungu, Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, Haraldur Kristjánsson Sauðafelli, Haukur Jörundarson fv. búnaðarskóla- kennari, Hinrik ívarsson Merki- nesi, Ingimundur Ásgeirsson Hæli, Ingimundur Ingimundar- son Svanshóli, Jóhannes Davíðs- san.-Hjarðai'dal, Jóhannes Stef- '•ánsson'Kleifum, Jónas Jónsson Hvanneyri, Jón Gíslason (fv. al- Fríður hópur í Hrísey Hrísey 4. júní. Hríseyingar eru um 300 talsins. En í dag er næst um helmingi fleira fólk í eynni. Hingað eru komin fermingai'- börn frá mörgum stöðum hér í nágrenni á fermingarmót, sem að þessu sinni er haldið í Hrís- ey. Leiðsögumenn þessa mikla og fi'íða hóps eru þeir séra Birg ir Snæbjörnssort og Hermann Sigtryggsson. Bátar og skip fluttu ungmenni þessi hingað úr Öllum áttum. Sjómannadagurinn var hinn skemmtilegasti og að því leyti sérstæður, að mikill hluti íbú- anna fór í sjóferð á heimabát- unum kring um eyjuna í hinu mesta blíðskaparveðri. Þótti þetta hin ágætasta skemmtun. Síðar um daginn voru íþróttir og dansleikur um kvöldið. Q þingism.) Norðurhjáleigu, Jón Ólafsson Laugardælum, Jón Jónsson Hofi, Kristján Karlsson erindreki Stéttarsamb. bænda, Lárus Sigui'ðss. Tindum, Magn- ús Kristjánsson Norðtungu, Páll Metúsalemsson Refstað, Sigfús Þorsteinsson Blönduósi, Sigur- jón Pálsson Galtalæk, Sighvatur Davíðsson Brekku, Sigurbjörn Snjólfsson Gilsárteigi, Sverrir Gíslason Hvammi, Tobías Sigur- jónsson Geldingaholti, Tómas Sigurgeirsson Reykhólum, Þór- arinn Eldjárn Tjörn, Þrándur Indriðason Aðalbóli og Þórarinn Sigurjónsson Laugardaelum. Félagsheimilið fær stórgjöf Þórshöfn 4. júní. í gær var sjó- mannadagsins minnzt á Þórs- höfn. Hópsigling hófst kl. 1, guðsþjónusta kl. 2, síðan reiptog og knattspyrna, þá ávarp, skemmtiþáttur og kvikmynda- sýning. Dansað var á eftir. All- ur ágóði rann í Sjóslysasöfnun- ina. Kaupfélag Langnesinga gaf, árið 1962, -eða menningarsjóður þess, sjúkrahúsinu hérna súr- efnistæki og nú gaf sami aðili félagsheimilinu breiðtjald og Cinema Cope-linsu. Eru þetta hinar beztu gjafir. — Aðalbjöm. VATNAVEXTIR HITABYLGJA gekk yfir á hvíta sunnu og komst hitinn upp í 25 stig á annan hvítasunnudag. Þá var snarpur sunnanvindur, asa- hláka til fjallar, ár og lækir í for- áttuvexti og framburður þeirra litaði sjóinn langt út frá ósum. Þennaw heita dag horfði fólk á grasið Vaxa — tré og runna laufgast. Q STÚLKA óskast með hjónaband fyrir augum. Húsnæði og öll þægindi. Uppl. í Aðalstræti 74, Akureyri. DREGIÐ var í innanfélagshapp- dx-ætti Kristniboðsfél. kvenna, Akureyri, 3. júní. Upp komu þessi númer. Veggmynd no. 180. Baðvog no. 239. Peysa no. 116, Púði no. 214. Skjálfandafljót í ofsa- legum vexti Ófeigsstöðum 4. júní. Skjálfanda fljót er óskaplega mikið í dag og rennur víða yfir bakka sína. Er farið að óttast um fé, þar sem flóðið gengur lengst upp á lág- lendið. Hér hefur tvílembum verið gefið allt til þessa, bæði matur og hey. En nú mun því vei'ða hætt og treyst á úthagann. í gær sást mikil framför á gi'óðri og t. d. sprakk viðurinn út vegna hitans. Fermingar eru nú hér um slóð ir. Mikið annríki er á bæjuffi. Byi-jað er að bera tilbúna áburð- inn á tún. Atkvæði berast nú ut an af landi. Framboðsfundum öllum er lokið og bíða menn eft- ir úrslitunum, jafnframt því að leggja þeim málstað lið, sem þeir telja réttastan. Q Eldur laus við Gef juu FYRIR HELGINA kviknaði í rusli milli ketilshúss Gefjunar á Gleráreyrum á Akureyri og skúrbyggingar. Skúrbyggingin brann og tjón varð á varahlut- um og efnisvörum af vatni og reyk. Slökkviliðið réði niðurlög um eldsins áður en verri tíðindi leggja þeim málstað lið, sem þeir telja réttastan. Q Stuðningsmenn Framsóknarfl. eru góðfúslega minntir á söfn unina í kosningasjóð. Skrif- stofan er í Hafnarstræti 95 (Goðafoss). Símar 1443 og 2962. Q NÝORPIN EGG daglega til söhi í símaaf- greiðslu Hótel Akureyrar. Verð kr. 45.00 pr. kg. Fastir kaupendur fá egg- in send heim einu sinni í viku. Hringið í síma 2525 og gerist fastir kaupendur. ALIFIJGLABÚIÐ ÖVERGBÓLL TVÆR STULKUR vanar matreiðslu og eldhússtörfum vantað að Hótel Hveragerði í sumar. Hátt kaup. Upplýsingar í síma 28S6, Akureyri, eða hjá hóta’.lstjóranum sjáifum, sími 31, Hveragerði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.