Dagur


Dagur - 20.06.1963, Qupperneq 2

Dagur - 20.06.1963, Qupperneq 2
2 Hjörtur Gíslason MINNINGAROEÐ ; HVERNIG getur þetta verið i satt, að Hjörtur sé horfinn á ; braut. Maður á miðjum aldri, fullur af lífsfjöri og þrótti og átti svo ótalmargt eftir ógert. En þetta er víst það, sem við verðum að sætta okkur við, fyrr eða síðar, öll, Hjörtur hafði miklu afkastað á sinni tiltölulega skömmu ævi. ]Hann var fæddur í Bolungavík ólst þai' upp, kom unglingur í j Húnavatnssýslu og vann þar jýmis störf um skeið, síðan til jsjós og aftur í Húnavatnssýsl- ‘una, á Blönduós. „Þar sem ég eignaðist það bezta á lífsleið- inni“, eins og hann sagði svo oft, en það var hin ágæta eigin- kona hans, Lilja Sigurðardóttir frá Steiná. Ungu hjónin fluttu svo til Ak ureyrar, þar sem þau settust að. Hér vann Hjörtur fyrst sem langferðabílstjóri hjá B.S.A. og eiga margir góðar endurminn- ingar frá þeim árum, er ferðuð- ust með honum milli Reykjavík ur og Akureyrar, maðurinn var þaulkunnugur leiðinni og fræddi margan farþegann um staðaheiti o. fl., enda kunni hann manna bezt að segja frá. Eftir þetta var hann starfsmað- ur hjá KEA um 12 ára skeið og loks nú síðustu árin hjá Flugmálastjórn, sem umsjónar- maður flugvallarins hér á Ak- ureyri. En þetta voru aðeins skyldu- störfin. Hann átti sér auk þess ,mörg hugðarefni. Hann var söng-, hesta- og 'gleðimaður, hrókur alls fagn- aðar í sínum hópi, hann hafði mikinn áhuga á skógrækt og síðast en ekki sízt var hann gott skáld, bæði á bundið og óbundið mál.'Það sanna bækur hans um Salómon svarta og Garðar og Glóblesa. Fyrsta Glóblesabókin hans kom út s.l. vetur, önnur er í Glerár er fallegur og friðsæll reitur. „Hann kalla ég Lilju- lund, eftir því bezta sem ég á“, sagði Hjörtur. „Og þar ætla ég að vera, lífs og liðinn“, sagði hann ennfremur. Já, Hjörtur var söng- og gleði maður eins og áður segir, og þess naut Karlakórinn Geysir í ríkum mæli. Hjörtur kom í Geysi fyrir rúmum 20 árum og starfaði þar til dauðadags. Þar starfaði hann ekki af neinni hálfvelgju, enda manninum ósýnt um slíktr. Oft leitaði kórinn til hans ef eittbvað þurfti að vinna að fé- lagsmálum og ætíð var hann skjótur til. Hann var vel máli farinn, skýr í hugsun og setti fram skoðanir sínar á skemmti- legan hátt. Hjörtur var höfðingi heim að sækja og lengi mun Geysis- mönnum verða minnisstætt af- mælishófið heima hjá honum er hann varð fertugur, en þang að komu velflestir kórfélagar, glöddust með góðum vini og sungu mikið, lengi nætur. S.l. vetúr er Oddur okkar Kristjánsson varð áttræður kom það í hlut Hjartar að á- varpa Odd f. h. kórfélaga, enda voru þeir raddbræður. Hann sagði þa m. a.: „Hvor okkar jprentun; hann hafði hugsað sér jað skrifa eina til tvær bækur til viðbótar um Garðar og Gló- blesa— þær koma aldrei —. Skógarlundurinn hans vestan sem verður fyrri til yð yfirgefa þennán líeim,' mún státida á ströndinni og bjóða hinn vel- kominn með lagi.“ Nú er það Hjörtur, sem býður hina vel- - Franskur togari (Framhald af bls. 1.) og var ætlunin að veiðiferð sú stæði fram í ágúst. Áhöfn er 56 manns, skipstjórinn heitir Alex- ander Perrier. Togarinn er hvort tveggja í senn veiðiskip og frystihús og er aðeins 5 ára gamall. Á laugardagsmorguninn kom til Akureyrar tengdasonur tog- araeigandans og fulltrúi vá- tryggingafélags. Varð niðurstað an sú, eftir að sýnt þótti að við byrðinginn yrði með engu móti gert, hvorki í fjöru á Akureyri eða annarsstaðar hér á landi að treysta vel stálskilrúmin aftan og framan við hinn skemmda hluta og sigla síðan heim á leið. Þetta var gert og togarinn lét úr höfn á sunnudaginn. □ komna. Það mun hann áreiðan- lega standa við. Brennið þið vitar, því striga- bassar standa, stoltan vörð, um endamanninn sinn.... Þannig kvað Hjörtur til Kára Jóhansea á fimmtugsafmæli hans í fyrra. Geysismenn stóðu nu stoltan vörð um hinn enda- manninn, Hjört, er þeir kvöddu hann hinztu kveðju s.l. föstu- dag. Ef til vill hittumst við allir, gömlu félagarnir, á hundrað ára afmælinu þínu, Hjörtur. — Þá verður mikið sungið. — Ég votta þér, Lilja, mina dýpstu samuð, svo og börnun- um ykkar fimm. 19. júní 1963. Sigmundur Bjömsson. A/VVA/VA/VVVWs^/A/'A^WVVWVVVVA^VA/A/VA/A^//WVVVVAAA/V'/VVs/'^A/VArA/# r Iþróttir og útilíf 17. júní mófið 1963 - BRAUTSKRAÐIR 67 STÚDENTAR (Framhald af blaðsíðu 8) Rafn Kjartansson og Þorvaldur Torfason verðlaun úr sama sjóði. Erlendur Runólfsson og Guðmundur Stefánsson hlutu verðlaun úr sjóði Þorsteins J. Halldórssonar fyrir árangur í bóklegum fræðum og íþróttum. Margt fleira minntist skólameist ari á, sem ekki er rúm að rekja hér. Haukur Þorleifsson banka- gjaldkeri í Reykjavík flutti ræðu og afhenti skólanum að gjöf fi-á 35 ára stúdentum mál- verk af Guðmundi Bárðarsyni, fyrrum kennara MA. Ármann Snævarr háskólarektor kvaddi sér næstur hljóðs, tilkynnti gjöf '25 ára stúdenta, ræðustól, fagr- an grip. Og að síðustu afhenti Hreinn Benediktsson kennari í Ólafsfirði, skólanum með ræðu, tæknifræðiorðabók og peninga- upphæð, hvorttveggj a ætlað les- stofu MA. Skólameistari þakkaði gjafirn- ar og ávarpaði síðan hina nýút- skrifuðu stúdenta með ræðu. Viðstaddir rómuðu mjög ræður þær, sem við þetta tækifæri voru fluttar. □ - VINNUFRIÐUR FYRRI hluti mótsins fór fram laugardaginn 15. júní, en síðari hlutinn á þjóðhátíðardaginn (mánudag) kl. 16.00. Keppt var í handknattleik og 9 greinum frjálsíþrótta. í handknattleikn- um var keppt innan ÍBA eða yngri gegn eldri (nánar 3. fl. gegn 1. fl.). Úi'slit urðu 18:9 fyr- ir eldri flokkinn. Leikurinn var prúður og dæmdi Reynir Karls- son íþróttakennari og dæmdi hann vel. Sennilega hefði leik- urinn orðið skemmtilegri ef lið frá félögunum Þór og KA hefðu keppt. Úrslit í frjálsíþróttum: Laugardagur 15. júní; 200 m hlaup. sek. 1. Reynir Hjartarson Þór 24.3 2. Ingi Árnason KA 24.3 3. Einar Haraldsson KA 26.5 400 m hlaup. sek. 1. Ingi Árnason KA 56.6 2. Vilhj. Björnsson UMSE 57.5 Þéroddur Jóhannss. UMSE 5,29 Stefán Friðgeirss. UMSE 5,20 Oddur Sigurðsson KLA 5,19 Valgarður Sigurðsson KA 5,15 Bezta afrek mótsins, samkv. alþj.l. stigatöflu, vann Reynir Hjartarson Þór fyrir 100 m hl. 11,4 sek. sem gefa 768 stig og hlýtur Reynir bikar sem Olíu- félagið BP gefur. Annað bezta afrekið vann Þóroddur Jóhanns- son fyrir kúluvarp 712 stig og þriðja bezta afrekið vann Sveinn Kristdórsson fyrir hástökk 605 stig. Um framkvæmd mótsins sá Knattspyrnufélag Akureyrar. □ Svo sem: BLÚSSUR BUXUR PEYSUR (Framhald af blaðsíðu 4). sem samið hefur verið um að þessu sinni. Þarna kveður sann arlega við í öðrum tón en fyrr, og er þar með a, m. k. óbeint viðurkennt, að ómakleg hafi ver ið þau svigurmæli er af hálfu þess sama forsætisráðherra og liðsmanna hans, voru látin falla í garð samvinnuhreyfingarinnar fyrir tveim árum. og oft hafa verið endUrtekin síðar. 1 ræðu Ó. Th. felst þá jafnframt óbein viðurkenning á því, að gengis- breytingin 1961 hafi ekki haft við rök að styðjast. □ Kúluvarp. Þóroddur Jóhannss. UMSE 13.42 Björn Sveinsson KA 12.01 Brynjólfur Eiríkss. UMSE 11.73 Síðari dagur, 17. júní: Stangarstökk. Valgarður Sigurðsson KA 3.20 Valgarður Stefánsson KA 2.80 100 m hlaup. Reynir Hjartarson Þór 11.4 Þóroddur Jóhannss. UMSE 11.8 Stefán Friðgeirsson UMSE 12.1 800 m hlaup. - SILDARAFLINN (Framh. af bls. 1). Higlufirði á þriðjudaginn,. fyi'i-r innanlandsmarkað. Þá síld veiddi Árni Þorkelsson, Kefla- vík, 40 sjómílur austur af Gríms ey. Hún var allt að 20% feit. Líklegt er talið, að síldarsöltun geti hafizt eftir nokra daga. Víða vantar enn stúlkur til að salta síldina. □ - FRÉTTABRÉF (Framhald af blaðsíðu 8) Lokið er nú, að heita má, að setja niður kartöflur, en það varð nokkuð með seinna móti vegna þess hvað kiaki var mik- ill í jörðu, af þeim orsökum var ekki hægt að vinna sum garð- löndin fyrr en seint vegna bleytu. Grenjaskytta okkar, Ottó Guðnason, er búinn að vinna eitt greni hér í Vaðlaheiði í vor. Mislingar hafa verið að ganga hér í sveitinni frá í marz s.l. og eru nú búnir að koma í flest heimili. Þeir eru yfirleitt frem- ur vægir S. V. Vilhj. Björnsson UMSE 2:12.6 Sveinn Kristdórsson KA 2:12.6 (sjónarmunur) tEinar Haraldsson KA 2:29.0 Hástökk. Sveinn Kristdórsson KA 1.65 Reynir Hjartarson Þór 1.60 Valgarður Sigurðsson KA 1.50 Kringiukast. Björn Sveinsson KA 37.65 Þóroddur Jóhannss. UMSE 35.58 Kristinn Steinsson Þór 32.97 Langstökk: Ingi Árnason KA 5,76 Björn Sveinsson KA 5,71 - Kaupfél. Svalb-evrar (Framhald af blaðsíðu 8), Guðnason, Hvarfi og Ingi Þór Ingimarsson, Neðri-Dálksstöð- um. Fulltrúi á aðalfund SÍS var kjörinn Skúli Jónasson kaupfé- lagsstjóri. Fastur liður á aðalfundum fé- lagsins hefur um mörg ár verið að „taka lagið“ í byrjun og lok hvers fundar og láta fjúka í kviðlingum í fundarhléum. □ STAKKA fáið þið í MARKAÐINUM Sími 1261 BÍLASALA HÖSKULDAR Taunus 12 M. 1963, skipti hugsanleg á eldri bií’reið Volkswagen 1954—1963 Opcl Rccord 1961 og margt fleira. Hefi kaupendur að ýms- um bílum, svo sem Austin Gipsy, benzín eða diesel, góðum vörubíl og Chevrolet 1941—1946 o. m. fl. BÍLASALA HÖSKULDAR Túngötu 2, sími 1909 TIL SÖLU: Glæsilegur Opel Record (4ra dvra). Árgerð 1960. Sími 1725 og 1786 eftir kJ. 7.30 e. h. DANSLEIKUR verður haldinn að Mdum í Hörgárdal laugardaginn 22. júní kl. 9.30. Hljómsveit Pálma Stefánssonar. Hjalti syngur. U ngmennaf élagið.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.