Dagur - 20.06.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 20.06.1963, Blaðsíða 8
8 \ Nýir og góðir jarðskjálftantæfar komnir til Akureyrar og verða í kjallara nýju lögreglustöðvarinnar, sem er í byggingu SAMIvVÆMT upplýsingum Ragnar St'efánssonar jarð- skjálftafræðings hjá Veðurstof- unni, en blaðið átti stutt samtal við hann í gær, voru um helg- ina sendir til Akureyrar nýir j arðsk j álftamælar. Mælar þessir, sem eru 6 að SORGLEG SLYS HINN 15. júní drukknaði Lárus Gíslason bóndi á Stökkum í Ölfusá 1 höfninni á Suðureyri drukkn uðu sl laugardagskvöld Þórir Gestsson frá ísafirði og Sigurð- ur Guðmundsosn stúdent frá Flateyri. Sá fyrrnefndi var á litlum fleka, er rak frá landi. Hinn síðarnefndi ætlaði að synda til hans. □ tölu. eru gjöf frá stofnun einni í Bandaríkjunum. Vega þeir á þriðja tonn samtals og verða settir upp í kiallara nýju lög- reglustöðvarinnar. Jarðskjálftamælarnir eru mjög vandaðir og að því leyti ekki sambærilegir við þá mæla, ei' notaðir hafa verið hér á landi áður. Niðursetning þeirra hér á landi er liður í alþjóðakerfi og ísland eitt af mörgum löndum, sem líklegt þykir að gefið geti þýðingarmiklar, vísindalegar upplýsingar á þessu sviði. Starfsmenn lögreglustöðvar- innar hér í bæ eiga að lesa af hinum nýju mælum, þegar þeir hafa verið settir upp og varð- veita þá. En hið nýja hús lög- reglunnar er ekki ennþá af grunni risið, þótt byrjunarfram- kvæmdir séu hafnar. Q Stúdínur frá Menntaskólanum á Akureyri. Myndin er tekin í Lystigarðinum 17. júní. (Ljósm.: E. D.) Frá M. A. voru brautskrá Alls voru í skólanum 444 nemendur í vetur HINN 17. júní s.l. voru 67 stú- dentar brautskráðir frá Mennta- skólanum á Akureyri, 42 úr máladeild og 25 úr stærðfræði- Á LAUGARDAGINN var, hinn 15. júní, var aðalfundur Kaup- félags Svalbarðseyrar, hinn 74. í röðinni, haldinn í samkomu- húsi Svalbarðsstrandarhrepps. Skúli Jónasson kaupfélagsstjóri. Fréttamaður blaðsins skrapp þangað til að leita frétta, sem Skúli Jónasson kaupfélagsstjóri veitti fúslega, og í skini milli skúra var farið út og með- fylgjandi myndir teknar. Svalbarðsströnd er þéttbýl, vel hýst og ræktarlöndin víðast orðin samliggjandi. Þar sýnist efnahagur sæmilegui', enda bændur atorkusamir í bezta lagi. Formaður félagsins, Hermann Guðnáson, Hvarfi, setti fundinn og nefndi til fundarstjóra Jón G. Laxdal, Nesi. Fundarritarar Saltaðar nær 138 ])ús. tunnur sunnanlands BIRTAR hafa verið tölur um söltun Suðurlandssíldar s.l. vet- ur. Saltaðar voru 137.740 tunnur — uppsaltaðar, og er það mesta söltun á síldarvertíð syðra. Salá og útflutningur gekk greiðlega og mest af síldinni þeg ar farið. Kaupendur eru frá 13 löndum. Q voru Jón Kr. Kristjánsson, Víði- völlum og Sigurbjörn Benedikts son, Ártúni. Framkvæmdastjóri félagsins, Skúli Jónasson, flutti skýrslu um rekstur og starfsemi félags- ins árið sem leið. Hafin var á árinu bygging nýs verzlunarhúss, sem ráðgert er að taka í notkun á þessu ári. Heildarvörusala varð rúmar 26 milljónir og hafði aukizt um 41/2 milljón. Sjóðir í vörzlu fé- lagsins hækkuðu um tæp 300 þús. Stofnsjóður félagsmanna er tæp 800 þús. og varasjóður um 980 þús. Aðalfundurinn sam- þykkti að verja kr. 25 þús. til nýs vegar til Svalbarðseyrar. Ennfremur var samþykkt að veita úr Menningarsjóði félags- ins: Til útgáfu á sögu Svalbarðs strandar kr. 10 þús., til sumar- búðanna við Vestmannsvatn kr. 10 þús. og til skógræktar kr. 2 þús. Fundinn sátu, auk stjórnar, endurskoðenda og framkvæmda" stjóra, 34 fulltrúar frá 6 félags- deildum. Að þessu sinni átti að ganga úr stjórninni Stefán Tryggvason Hallgilsstöðum. Hann var end- urkjörinn. Auk Stefáns eru í stjórn félagsins þeir Hermann (Framhald á blaðsíðu 2). Hermann Guðnason form. kaupfélagsstjómar. deild. Við þá athöfn var margt manna, bæði aðstandendur ný- stúdentanna, hópar 35-, 25- og 10 ára stúdenta og margir aðrir gestir, samankomnir á Sal. Kom ust þó færri þar en vildu. Hæstu einkunnir úr máladeild hlutu þau Rafn Kjartansson frá Djúpavogi, 9,26 og Hjördís Daní • elsdóttir frá Hvammstanga, 9,13. í stærðfræðideild voru hæstir: Ingvar Árnason frá Skógum undir Eyjafjöllum, 9,24, og Valdi mar Ragnarsson Akureyri, 9,08. Þórárinn Björnsson skóla- meistari minntist í upphafi ræðu sinnar Sigurðar Guðmundsson- ar, sem nýlátinn er af slysförum. Undir landspróf gengu í MA 29 nemendur og stóðust það allir nema einn. 23 hlutu framhalds- einkunn. Hæsta einkunn hlaut Margrét Skúladóttir Akureyri, 8.88. Alls komu í skólann 444 nem- endur síðasta vetur. Skólinn starfaði í 17 deildum. Nemenda- taía er svipuð og veturinn áður. Þó ber þess að geta, að nú var fyrsti bekkur undanskilinn og miðskóladeildin öll mun hverfa úr skólanum vegna vaxandi að- sóknar í efri bekkina. Þriðji hver nemandi í MA er kona. Af nýstúdentum eru stúdínur 18. í heimavist voru 175 og í mötu neyti skólans 250. Fæðiskostnað- ur pilta varð kr. 1400.00 á mán- uði og einum áttunda minni fyr- ir stúlkur. Fastir kennarar voru 14 og 11 stundakennarar. Heilsufar var gott og félagslíf nemenda með mesta móti. Ur Hjaltalínssjóði hlutu verð- laun fyrir góða kunnáttu í ís- lenzku, Rafn Kjartansson, Þóra Olafsdóttir, Hjördís Daníelsdótt ir, Ingibjörg Árnadóttir og Stein unn Filippusdóttir. Fyrir mesta kunnáttu í ensku hlutu þeir (Framh. á bls. 2) Fréttabréf írá Svalbarðsströnd Leifshúsum 18. júní. Vorið var kalt fram að 23. maí. En síðustu viku maímánaðar var hlýtt, þá fór gróðri fyrst að fara vel fram. Það sem af er júní hefur verið góð sprettutíð. Tún hafa ekki kalið hér í vor svo teljandi sé. Fundamienn á a'ðalfundi Kaupfélags Svalbarðseyrar 1963. (Liósmynd: E. D.) Sauðburður gekk yfirleitt vel hér í sveit. Lambadauði, á móts við það, sem var fyrir nokkrum áratugum, þekkist nú ekki hér. Síðustu 15 árin hefur orðið hér tilfinnanlegur kúadauði, þó áramunur hafi verið að því hvað margar kýr hafa drepizt. Heldur hefur þó dregið úr honum allra síðústu árin, þar til nú í vor. En síðan fyrir sumarmál hafa drepizt a. m. k. 10 kýr, þar af 4 hjá einum bónda. (Framh. á bls. 2). TUGIR MANNA SEKTAÐIR f SUÐURHLUTA Brekkugötu á Akureyri hefur verið ákveð- inn einstefnuakstur á verzlunar tíma kl. 9—18 og sétt upp við- eigandi laust umferðarmerki. Lítið er þessi nýbreytni virt og aka markir suður nefnda götu eftir sem áður. Lögreglan hefur nú tekið í taumana og beitt sektum. Tugir manna hafa þegar verið sektað- ir af þessu tilefni. n

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.