Dagur - 20.06.1963, Side 5

Dagur - 20.06.1963, Side 5
4 5 Norðlenzkur yiniiufriður ÞEIM TÍÐINDUM var almennt fagnað, sem bárust út um Iandið s.l. mánudags- morgun, er tekizt liöfðu kjarasanmingar milli stéttarfélaga og viðsemjenda þeirra hér á Akureyri. En með þessari samn- ingsgerð mun mega telja, að afstýrt hafi verið vinnustöðvun og vinnufriður tryggður í landinu á þessu sumri, þ. á. m. friður til síldveiða hér norðanlands og austan. Ýmsum þótti kenna hér nokkuð reyk- víkskra áhrifa um stundarsakir, þegar sum verkalýðsfélögin á Akureyri eða stjómir þeirra réðust í að gefa út verk- fallstilkynningu 1—2 sólarhringum fyrir alþingiskosningarnar, enda óheppilegt, að setja á kjarasamningana þann póli- tiska svip, sem í því fólst. En hvað sem því Kður, sýndi það sig, er til viðræðna kom hjá sáttasemjara, að hinir norð- lenzku aðilar gengu til samninganna með það fyrir augum að leggja sig fram til þess að láta samninga takast. Hefur og þar með enn einu sinni verið rennt stoð- um undir þá skoðun, sem Hjörtur á Tjörn lét i Ijós hér í blaðinu í vor, að norðlenzkum aðilum virtist það betur lagið en reykvíkskum, að ná samkomu- lagi í kjaradeilum. Á þessu er sú skýring nærtæk, að hér um slóðir er samvinnu- hreyfmgin einn helzti viðsemjandi stétt- arfélaganna — og áhrif hennar þyngri á metunum en syðra, enda óháð vinnu- veitendasamtökum einkarekstrarins. En samvinnufélagsskapurinn, sem byggður er upp af almenningi og með almanna- hagsmuni fyrir augum, hefur að sjálf- sögðu áhuga fyrir því, að kjör manna almennt séu eins góð og greiðslugeta þjóðarbúsins og atvinnuveganna geta í té Iátið á hverjum tíma. Hagur almenn- ings er hennar hagur. En nauðsyn ber til, að leiðtogar stéttarfélaga og sam- vinnufélaga geri sér þessa staðreynd sem ljósasta og kappkosti sem bezt og nán- ast samstarf sín á milli. Annarleg sjón- armið — t. d. pólitísk sjónarmið fyrir kosningar — mega ekki verða til þess að spilla sambúð þessara aðila. Sú sam- búð þarf m. a. að vera við það miðuð að ekki komi til ónauðsynlegra árekstra eða misskilnings, sem almenningur get- ur beðið tjón af. Þetta er þriðja árið í röð, sem norð- lenzkir samningsaðilar í kjaramálum hafa forgöngu um lausn þessara mála, sem til þess var fallin að verða fordæmi fyrir landið í heild og tryggja almennan vinnufrið. Það er mjög athyglisvert, hvemig núverandi stjómarvöld landsins hafa snúizt við þessum atburðum að þessu sinni. Árið 1961 var samvinnu- hreyfingunni brigslað um „svik“ fyrir sinn þátt í lausninni og ríkisstjómin gaf út bráðabirgðalög um gengisfellingu. í fyrra sætti ríkisstjórnin sig með nokk- urri tregðu við orðinn hlut og greip ekki til gengisfellingar, enda • hafði hún þá fengið aðvörun í úrslitum bæjarstjómar kosninganna. Nú, þegar samið er í þriðja sinn hér nyrðra, bregður hinsvegar svo yið, að sjálfur forsætisráðherrann fer í þjóðhátíðarræðu sinni lofsorðum um hið norðlenzka samkomulag og minnist ekki á „svik“ í sambandi við þá kauphækkun, (Framh. á bls. 7.) Sigríður Þoríáksdóífir kennari MINNINGARORÐ Fyrirspurn um æffingja ÝMSUM hefur orðið minnisstxð fjölsótt samkoma, sem haldin 'var á Akureyri fyrir allmörgum árum. Af ræðumönnum vakti mesta at- hygli kona ein fönguleg og svip- hrein. Hún talaði blaðalaust, en þó frábærlega skýrt og skipulega, leit aldrei á tilhevrendur, en horfðiyfir höfuð þeirra öll á valdi boðskaparins og hreif alla með sér. Þetta er ein þeirra óglevman- legu endurminninga, sem undir- ritaður á um Sigríði Þorláksdótt- ur, kennara, Gránufélagsgötu 16, Akureyri. Hún andaðist á sl. ári. Ivom þá f Ijós, að hún hafði arfleitt ís- lenzku kristniboðsstöðina í Konsó að öllum eigum sínum. í tilefni af að sú stóra og góða gjöf hefur nýlega verið afhent, er sérstök á- stæða til að geta gefandans, en hennar mun jafnan verða rninnzt í sambandi við göfug hugsjóna- mál. Sigríður Þorláksdóttir var fædd 20. marz 1875 að Þórustöðum í Kaupangssveit. Hún var í báðar ættir af merku fólki komin. Þess skal þó ekki nánar getið hér. — Snemma kom í Ijós hjá lienni heillaríkur ættararfur, svo sem hreinskilni, athyglisgáfa, skýr hugsun, gott minni og mikil at- hafnasemi. Tvitug að aldri var hún send til náms í Kvennaskólann á Lauga- landi. Hún var í þeim ágæta skóla tvo vctur. Ungar stúlkur norðan- lands áttu ekki annars meiri frama völ á þeim tímum. Sigríði notaðist vel að skólavistinni. Og naumast hefur liún fyrr verið komin heim aftur en hún var far- in að miðla öðrum af þekkingu sinni og reynslu nýaflaðri. Ósér- hlífni og löngun til að verða öðr- um að liði var lienni í blóð bor- in. Því var það, að hún fór 1912 í kennaraskóla, til þess að afla sér kennararéttinda. Heimilis- og far- kennari var hún á Svalbarðs- strönd í Suðjtr-Þingeyjarsýslu 1897 til 1520. En það ár fluttist hún til Akureyrar ásamt vinkonu sinni og ævifélaga, Jónínu Jóns- dóttur frá Sveinbjarnargerði á Svalbarðsströnd. Þær giftust hvor- ug og varð heldur ekki séð, að þeini væri neinnar aðstoðar þörf til góðrar afkomu og ánægjulegs hcimilishalds, enda mjög sam- hentar. Þær keyptu í félagi húsið Gránufélagsgötu 16, þegar er þær . fluttust til Akurevrar og bjuggu þar æ síðan. A vetrum kenndi Sigríður börn- um heima hjá sér og þótti gefast vel. Aðra tíma árs gekk hún að al- gengri vinnu fyrir konur, sem heimangengt áttu. Sigríður Þorláksdóttir var gædd sívakandi áhuga fyrir öllu, sem henni þótti til heilla horfa. Kom það fyrst í ljós, meðan hún var enn heima í sveitinni sinni. — Barnafræðsla varð hennar aðal- ævistarf. En margs konar önnur velferðarmál lét hún ávallt til sín taka. Hún var sjálfkjörin formað- ur Bindindisfélags Svalbarðseyrar. Einnig vann hún ótrauð að bind- indismálum á Akureyri, eftir að hún varð búsett þar. Hún var for- stöðukona kvenfélags sveitarinn- ar. Snemma eignaðist hún orgel og var á annan áratug organisti í Svalbarðskirkju. Þeir, sem Sigríði kynntust í fé- lagsstarfi, bera henni það orð, að hún hafi ekki veitt neinu verki eða málefni liðsinni óyfirvegað eða með hálfum hug. I-Iún var einatt sein til svara, þegar nýj- ungar bar á góma, eða taka átti afstöðu til mikilsvarðandi mála. Hún þurfti tíma og næði til um- hugsunar. Þegar hún svo lét frá sér hevra, sagði hún skoðun sína skírt og hreinskilnislega, stundum af svo heitri sannfæringu, að sum- um þótti nóg um. í stjórnmálum fylgdi hún Fram- sóknarflokknum.. Hún var of þjóðrækin og hreinlynd til þess, að hún hcfði ekki ákveðnar skoð- anir í stjórnmálum, þótt hún léti þau ekki mikið til sín taka. Þegar Sigríður varð ein af stofnendum Kristniboðsfélags kvenna á Akureyri 1926, var það ekki í neinu flaustri gert, heldur með ráðnunl hug. Trúin var henni heilagt alvörumál. Og trú án verka fannst hinni einlægu kristnu konu ekkert skilt eiga við kristna trú. Aukin þekking á kristniboði varð henni opinberun augljósustu tjáningar kristinnar trúar í verki. Og í því verki vildi hún eiga hlutdeild. Henni var út- breiðsla og efling ríkis Jesú Krists mál málanna. Því lifði hún. Og það auðgaði líf hennar að bless- un og gleði allt til æviloka. Ólajur Ólajsson. MEÐAL þeirra Vestur-íslend- inga, sem staddir verða á Akur- eyri 25. júní n.k., verða hjónin Gunnlaugur Thorsteinsson og kona hans Ella Magnúsdóttir. Gunlaugur býr stórbúi að Chry- stal Water Beach, Point Roberts, Washington, og er hann sonur Helga Þorsteinssonar og Dag- bjartar Dagbjartsdóttur land- , námshjóna að Point Roberts,og voru þau ættuð úr Mýrdal. Það er Mrs. Ella Thorsteins- son, sem hefur hug á að komast í samband við ættingja sína á Akureyri og í grennd. Faðir hennar var Magnús, sonur Þórð ar alþm. frá Hattardal, en móðir hennar Jóhanna Þorsteinsdóttir frá Stórubrekku í Hörgárdal Snorrasonar. Kona Þorsteins var Sigurveig Jóhannesdóttir frá Laxamýri (systir Sigurjóns). Hún var fyrst gift Agli bónda að Réykjum á Reýkjabraut Hall Frá Grími Sigurðssyni til einnar aldraðrar Sæl og blessuð Margrét mín! — meir’ ég ekki segi. Kveðjuorðin þakka ég þín þau er komu í Degi. Þegar annir eru hér úti og rakna böndin; fæ ég kannske að fylgja þér fram í Edenlöndin. Við guðaveig á grænum kút gott mun þar að búa. Að drottinn reki okkur út ekki skal ég trúa. En fari svo, hvað sízt ég vil; — sem þó miklu varðar: Er að laumast aftur til okkar góðu jarðar. dórssyni prófasts á Melstað Ás- mundssonar en seinna Þorsteini, sem var bróðurson Skáld- Rósu. Snorri á Steðja var bróðurson Þorsteins og mundu afkomend- ur hans vera náskyldir Ellu, svo og það fólk af Laxamýrarætt, sem vera kann á Akureyri. Til dæmis er frú Valgerður, kona Snorra læknis í Kristnesi, sonar sonardóttir Sigurveigar. Ella hefur löngun til að hitta eitthvað af ættfólki sínu hér um slóðir. Benjamín Kristjánsson. LITIL VEIÐISAGA TALIÐ ER, að margir stang- veiðimenn berist mikið á hvað dýr veiðitæki snertir. Tveir veiðimenn keyptu sér veiðileyfi í nafnkenndri lax- veiðiá og höfðu útbúnað mikinn, bæði dýran og góðan. Með þeim var 10 ára strákur og fékk hann til umráða línuspotta og öngul, en enga stöng. Þegar komið var að fyrsta veiðistað, var stráksi fljótastur að útbúa veiðitæki sín, enda voru þau af einföldustu gerð. Setti hann maðk á öngulinn og lét strauminn bera hann niður ána svo langt, sem línan leyfði. Allt í einu renndi 14 punda lax sér á öngulinn, og þegar dreng- urinn varð þess var, lagði hann línuna á öxl sér og dró aflann á land, án þess að hika. Þetta var eini laxinn,- sem á land kom í þessari veiðiférð, og var hann litinn fremur illu auga af hinum fullorðnu. Hinsvegar minnti stráksi á veiði sína nokkr um sinnum og spurði jafnframt þá fullorðnu, hvort þeir yrðu hreint aldrei varir — á nýju stengurnar! Q AÐ GANGA SJÁANDI Á GRÆNNI JÖRÐ. OFT VANTAR mikið á, að menn gangi sjáandi um græna jörð. Jafnvel þeir, sem náttúru unna, þrá sól, sumar, lækjarnið, fuglasöng o. s. frv., líta naumast niður fyrir fætur sér er þeir, eftir langan vetur, ganga úti í guðsgrænni náttúrunni. Undir handleiðslu góðs fræð- ara getur lítil mosaþúfa orðið að forvitnilegum ævintýraheimi, fjörusteinn að hreinni opinber- un. Væri ekki ástæða til þess, t. d. fyrir ferðafélög eða hentugt verkefni fyrir önnur félög, að efna til hópferða — e. t. v. að- eins gönguferða í næsta ná- grenn með grasafræðing til leið sagnar? Eða ganga í fjörur und ir leiðsögn fróðs manns um hið fjölbreytta líf, sem þar er að finna? Það fólk, sem einhver veruleg skil kann á algengum gróðri jarðar, nýtur útilífsins mun bet- ur en aðrir. Og víða eru þeir menn til, sem eiga lykil að ýms- um þeim leyndardómum náttúr- unnar, sem allir hafa gott af að kynnast. í Lystigarði Akureyrar er lif- andi Flóra íslands — öllum op- in —. Of fáir kynna sér hana. Úti á víðavangi hefur náttúru- kynningin þó enn meiri áhrif. Já, hvers vegna ekki að reyna að opna augu manna fyrir töfr- um gróðursins og hins fjöl- breytta lífs, er bar hrærist? □ LISTAMENN OG LODDARAR. Góð var, sem oftast áður, heim sókn Leikfélags Reykjavíkur í síðustu viku, með sjónleikinn „Hart í bak“ eftir Jökul Jakobs- son. Sjónleikurinn „Hart í bak“ er viðburður á sviði leikhúsmála hér á Akureyri og á Norður- landi. Og það er rétt að það komi skýrt fram, að fyrir þessa heimsókn erum við þakklátir. En hinsvegar afbiðjum við ó- merkilega loddara, sem hingað koma stundum undir fána listar innar. „Það er ekki hægt hér, en kannski má nota það úti á landi“, er haft eftir leikhús- manni í Reykjavík, um ómerki- legan „gamanþátt“. Sá þáttur fór út á land og hefur eflaust þjónað sæmilega þeim eina til- gangi að afla fjár. Okkur er nauðsyn á að gera glöggan mun á listamönnum og Gunnar Eyjólfsson og Herdís Þorvaldsdóttir í h utverkum sínum í Andorra. loddurum, góðum sjópleik og skrípilátum. „Hart í bak“ er vissulega af hinu betra í þessu efni— sjón- leikur, sem vert er að sjá Q Björguðu Alþýðu- bandalagskjósendur „viðreisninni“? ÝMISLEGT dettur mönnum í hug við lestur kosningataln- anna. Eitt sunnanblaðið vekur t. d. athygli á því, að rúml. 120 af atkvæðum Hannibals greidd Framsóknarflokknum, hefðu svift stjórnarflokkana starfhæf- um meirihluta á Alþingi. Á sama hátt hefðu trúlega 24% af kjósendum Alþýðubandalags- ins í Norðurlandskjördæmi eystra getað hindrað áframhald „viðreisnarinnar“ og EBE-stefn- unnar með því að greiða B-list- anum atkvæði. (Endurprentað vegna mis- prentunar í síðasta blaði). □ SJÓNLEIKUR í tólf myndum eftir Max Frich. Þýðandí: Þor- valdur Helgason. Leikstjóri: Walter Firner. Sé enginn nógu sterkur og valdamikill mannkostamaður til að taka forustuná í ákveðnú um hverfi, hvort sem það er heim- ili, sveitarfélag, borg eða land, liggur leið fjöldans niður alda- gamalt hjam eigingirni, sjálfs- elsku og kæruleysis gagnvart náunganum. Á þessum nei- kvæðu þáttum mannlegrar til- verU byggir hatrið og síðar grimmdin og miskunnarleysið jafnan sín torsóttu virki. Þessum klassiska sannleika lýsir. svissneski leikritahöfund- urinn, Max Frich, snilldarlega í leikriti sínu Andorra. Andorra er smáríki, þar sem lítil þjóð hefur þróað í fari sínu þá lífsskoðun, að hún hafi flest til síns ágætis, en nágrannarnir séu engir dýrlingar. Kennari nokkur í Andorra eignast dreng með stúlku úr nágrannaríkinu. Vegna almenn- ingsálitsins í Andorra þorir hann ekki að taka drenginn heim með sér sem son sinn, en telur fólkinu trú um, að hann sé tökubarn af gyðingaættum. Drengurinn er sjálfur alinn upp í þeirri trú, að hann sé gyðing- ur og mótar það allt lífsviðhorf hans. Hann verður að sætta sig við að vera talinn öðruvísi en hinir og afléiðingin getur ekki orðið önnur en sú, að hann er öðruvísi. Þar með er hann kom-' inn upp á kant við meðalmennsk una og sannast þar hið forn- kveðna, að enginn má við margnum. Andri á að verzla vegna þess, að hann er gyðingur, það má ekki viðurkenna þá staðreynd, að hann er smiður, sem kann sitt fag vel. Þótt enginn nema kennarinn viti um skyldleika Andra og Barblin dóttur kennarans, sem unnast hugástum, finnst meðal- mennskunni sjálfsagt að sporna við því sambandi og vitanlega getur kennarinn ekki látið pilt- inn kvænast systur sinni. Þegar móðir Andra kemur í heimsókn til Andorra verður hún fyrir barðinu á lýðnum vegna þess, að landsmenn henn- ar aðhyllast stjórnmálaskoðanir, sem eru andstæðar skoðunum Andorramanna. Það skiptir ekki máli fyrir Andorramenn, að kon an er sjálf svipaðs sinnis í stjórnmálum og þeir. Hún er að- komandi og skal gjalda þess. Of langt mál er að rekja alla gagnrýni Max Frich á allt hið lágkúrulega í fari manna. Hver og eínn mun þekkja eitthvað af því fólki, sem hann sýnir okkur á sviðinu, og væntanlega verða flestir að viðurkenna, að sumt af því, sem hreyft er við í leik- rftmu "hafi stundum átt rúm í þeirra eigin huga. Andorra er tvímælalaust mesta sýning ársins í Þjóðleik- húsinu og er Pétur Gautur þá ekki undanskilinn. Er ánægju- legt að sjá hvernig leikhúsið vex með og af verkefnum sínum og nær æ dramatískari áhrifum í vel æfðum leik, þar sem valinn maður er í hverju rúmi. Gunnar Eyjólfsson bætir enn einum leiksikri við glæsilegan leikferil með túlkun sinni á And orra. Kristbjörg Kjeld hefur senni- lega aldrei leikið betur en í loka þætti Andorra, þegar gerðir smábargaranna hafa svipt hana vitinu og hún hvíttar í angist, þar sem enginn heilvita maður myndi reyna að breyta um lit, hann er hvort eð er háður hleypi dómasvartnætti vesælla manna. Valur Gíslason túlkar á sann- færandi hátt sálarstríð kennar- ans, sem alla ævi líður fyrir stundarveikleika og greiðir hug- leysi sitt með fórn lífshamingj- unnar og loks lífi sínu. Herdís Þorvaldsdóttir undir-, strikar méð léik sínum, að Andri á góða móður 'og Guðbjörg Þor- bjarnardóttir dregur ekki úr þýðingu konunnar fyrir heimil- ið, enda er það í samræmi við stöðu konunnar í Sviss. Ævar kvaran er virðulegur kaþólskur prestur, sem engu getur þó bjargað þegar mest á ríður. Bessi Bjarnason, Jón Sigur- björnsson, Róbert Arnfinnsson, Lárus Pálsson og Gísli Arnfinns- son leika allir meðalmennina, sem draga allt niður og valda sálarkvölum og dauða. Mannlegastur í gyðingaskoð- uninni er tvímælalaust Baldvin Halldórsson, er leikur af hóf- semi og glöggum skilningi á manngerðinni. Eins og vera ber er fávitinn, leikinn af Áma Tryggvasyni, óttalaus meðan á hinni ógn- þrungnu gyðingaskoðun stend- ur. Þar með hefur Max Frich bent á, að þeir mestu og þeir sem lægst standa að því er greind snertir eru ólíklegastir til að sameinast múgsálinni. Eng in undur að þessir tveir hópar urðu fórnarlömb nazistanna þýzku, nágranna Max Frich. Hann hefur ekki sótt efni sitt út í bláinn, heldur til ofboðs- legasta veruleika mannkynssög- unnar. Veruleika, sem er undrafjarri hugum íslendinga og flestir vilja losna við að hugsa um. (Handritið stytt til muna). Ólafur Gunnarsson. Sex nýir rafvirkjar á Akureyri HINN 16. þ. m. var 6 nýjum rafvirkjum aflient sveinsbréf á Akur- eyri, og hlutu þeir allir fyrstu einkunn. Sveinsbréfin afhenti Gústaf Berg Jónasson rafvirkjameistari. Prófdómarar voru Ingvi Rafn Jóhannsson og Jón Kr. Vilhjálmsson rafvirkjameistarar. — Nú munu 34 rafvirkjar og rafvélavirkjar starfandi í bænum og hafa næg verkefni, enda rafmagn notað í ríkara mæli með hverju ári. — Hinir nýju sveinar eru: F. v. Reynir Valtýsson, Stefán Benediktsson, Vébjörn Eggerísson, Arnar Danielsson, Jónatan Guðmundsson og Einar Friðrik Malmquist. (Ljósmynd: E. D.) „AÐ VERA ÁBYRGUR, ER AÐ VERA MAÐUR“ í ÁVARPI sínu til brautskráðra stúdenta frá Menntaskólan- um á Akureyri hinn 17. júní sl., vitnaði Þórarinn Björnsson skólameistari m. a. í þessi frönsku ummæli: „Einn þáttur hugrekkiá er í því fólginn, að hafa vald yfir göllum sínum, að þjást af þeim, en láta ekki bugast af þeim og halda áfram leið sinni.“ Hann sagði síðan: IMunið, að það er þýðingarmikið fyrir þá sem veikir eru fyrir, að það er hægt að verða sterkur á því, að ná valdi yfir sínum eigin veikleika Ræðumaður vék síðar í ræðunni að því losi, sem nú væri áberandi hjá mannfólkinu og benti á í því sambandi tækn- ina og hin auknu fjárráð, sem hér hefðu haft áhrif. Nú er, sagði ræðumaður efnislega, með hjálp tækninnar hægt að gera marga liluti, sem áður var ilhnögulegt og jafnvel útilok- að. Með sama liætti má scgja, að með auknum fjárráðum megi gera það, sem óliugsandi var áður. Og hvað verður nú um manninn þegar hlutirnir veita honum ekki lengur það viðnám, sem hann þarf til að neyta orku sinnar? Aður varð að glíma við hina ýmsu hluti. Nú þarf að glíma við manninn sjálfan. f staðinn fyrir hið ytra aðhald, sem áður kom af sjálfu sér, veður nú að koma enn sterkara innra aðhald og hvar fáum við það? Ef til vill dugir hér ekkert minna en trúarleg vakning. Enn er kallað á aukið frelsi. En hið aðhaldslausa frelsi reynist of oft frclsi til að verða ekki neitt. Að síðustu minnti skólameistari á það tvennt, sem væri nauðsynlegt: Að vinna verk sín vel, hver sem þau væru, og að vera ábyrgur. Að vera ábyrgur er að vera maður. Ágóði sjómannadagsins í sjóslysasöfnunina Á LAUGARDAGINN tjáði sjó- mannadagsráðið á Akureyri fréttamönnum, hversu ráðstafað væri þeim fjármunum, sem á sjómannadaginn síðasta söfnuð- ust hér í bæ. Hafði formaðurinn, Þorsteinn Stefánsson, orð fyrir sjómannadagsráðinu. — Hann skýrði svo frá, að fyrirfram hefði verið ákveðið að láta ágóð ann renna til hinnar almennu sjóslysasöfnunar vegna aprílslys anna í vor. Ennfremur, að í ald- arfjórðung hefði ágóðinn af sér- hverjum sjómannadegi runnið til nauðsynlegra hluta, svo sem til björgunarskipsins Alberts, til að kaupa kappróðrarbáta og skýli yfir þá og nú til að rétta sorgmæddum hjálparhönd. — Þessu næst las Eggert Ólafsson upp reikninga síðasta sjómanna- dags og sagði frá gjöfum þeim, ei borizt höfðu. Fjárhagsleg nið- urstaða sjómannadagsins varð sú, að tekjuafgangur varð nær 30 þús. kr. og gjafir þar að auki, bæði frá einstaklingum og félög um, námu nær 35 þús. kr. Séra Birgir Snæbjörnsson sóknar- prestur tók til máls við þetta tækifæri og þakkaði gefendum fyrir hönd þeirra, sem um sárt eiga að binda vegna sjóslysanna og bað sjómannadeginum allrar blessunar. Hér fer á eftir listi yfir þá, sem fé létu af hendi rakna á sjómannadaginn, samkvæmt áð- ursögðu: Jóhannes Jónasson kr. 200.00 Grána h/f — 500.00 B. M. — 300.00 N. N. — 100.00 Bjarni Þorvaldsson — 100.00 Axel Björnsson — 100.00 J. G. — 100.00 Laufey og Skarp- héðinn Ásgeirsson — 3.000.00 Kvenfél. Hlíf, Ak. — 2.000.00 Elín B. Kristjánsd. — 100.00 Kristinn Bjarnason —■ 100.00 Baldvin Ringsted Kristín Jónsdóttir Steingrímur Aðal- steinsson, stýrim. Sigríður Kristín Bjarkadóttir Hjördís Björk Bjarkadóttir N. N. A. J. Brynjólfur Brynj- ólfsson hótelstjóri N. N. 500.00 200.00 300.00 200.00 200.00 100.00 100.00 26.056.45 500.00 Samtals kr. 34.756.45 En auk þessara peningagjafa lögðu ýmsir fram ókeypis vinnu og aðstöðu, sem að sjálfsögðu er einnig mjög mikilvægt. □ Tekið á móti Vestur- fslendingum RÁÐGERÐ er móttaka Veátur- íslenzkra gesta á þriðjudaginn kemur, 25. júní. Hefst hún í Lystigarði Akureyrar kl. 2 e. h. Lúðrasveit Akureyrar spilar. Flutt verða ávörp og garðurinn skoðaður. Síðan verður gengið í Akureyrarkirkju. Að því loknu verður Matthíasarsafnið skoðað og síðan ekið inn í bæ og Nonnasafnið og minjasafnið skoðað. Um kvöldið verða gestirnir í kvöldveizlu í boði Akureyrar- bæjar. íslenzk-ameríska félagið kaus í vor nefnd til að hafa forgöngu í þessu máli og eru í nefndinni sr. Benjamín Kristjánsson, Gísli Ólafsson, J ón Rögnvaldsson, Jónas Thordarson og Árni Bjarnarson. Fólk er beðið að snúa sér til Jónasar Thordarsonar, sjúkra- samlags gjaldkera, um frekari upplýsingar, sími 1934 og 2919. ( Fr éttatilky nning ).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.