Dagur - 03.07.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 03.07.1963, Blaðsíða 5
4 5 „BJARGRÆÐIS- T í MIN N M ENN sem fyrr eru sumarmánuðimir að- al „bjargræðistími“ landsmanna, eins og fyrrum var kallað svo. Og allt frá hvíta- sunnu höfum við notið hins mikla ævin- týris, að sjá allan gróður þjóta upp, jörð- ina grænka til efstu fjallabrúna á ör- skömmum tíma, töðugresið bylgjast í blænum eftir hálfsmánaðar hlýindi. Slátt ur er hafinn í flestum sveitum og margir bændur búnir að hirða fyrstu töðuna í hlöður, væntanlega úrvalsfóður og sáð- gresi í nýræktum er farið að skjóta upp kollinum. Sauðfjárrúningur er að hefj- ast. Önn sveitanna, á hinum 6000 bænda- býlum landsins, er mikil, vinnudagurinn eins langur og orka fólksins leyfir. En þar leiðist engum um þetta leyti árs, og þó hljóta fáir daglaun að kvöldi. Hver vinnandi hönd framleiðir þar um helm- ingi meira en áður vegna aukinnar rækt- unar jarðar og búpenings, og vegna vél- væðingarinnar. En svo undarlega er þó málum skipað í landi okkar, að þótt bændastéttin í heild hafi unnið slíkt þrek virki að auka framleiðsluna um helming, ber hún sjálf ekki meira úr býtum en áður. Laun skulu bændur hafa á borð við verkamenn, segir þjóðfélagið, og þar við situr. Ávinningurinn af öllum framförunum í sveitum landsins er lagður í lófa neyt- endanna. Á meðan svona er að bænda- stéttinni búið, leitar fjármagnið til ann- arra atvinnuvega og stöðnunin setur sú* merki á dreifbýlið, og landið okkar bíður jafn óunnið og áður — bíður aukins skiin ings, nýrra athafna. Sjómenn eru álíka margir og bændur. Árið 1961 var sjávaraflinn um það bil hálft fimmta tonn í hvem íbúa landsins, eða 115 tonn á hvern sjómann, samkv. opinberum skýrslum. Meðalafli fiski- manns í lieiminum er minni en 3 tonn, segir Matvæla- og landbúnaðarstofnunin. í Bandaríkjunum er þetta meðaltal 25 tonn og þykir mjög hátt. Sama' stofnun hefur gefið út það álit, að fslendingar séu fremstir þjóða heims við að reyna og nota ný veiðarfæri og tæki. Og að baki hverjum sjómanni sé 10 þús. dollara fjárfesting í sterkbyggð- asta fiskiflota heims. En þótt þessi umsögn sé ánægjuleg, og gjöful fiskimið og mikil sjósókn, sé, á- samt landbúnaðinum, gmndvöllur þess, að hægt er að lifa menningarlífi í land- inu, er því ekki að leyna, að íslendingar em meiri fiskveiðimenn en fiskiðnaðar- menn. Fiskimiðin em ekki ótæmandi, en í íiskiðnaði em stór viðfangsefni óleyst, sem gætu valdið byltingu í sjávarútveg- inum þótt aflamagnið héldist óbreytt. Ekki má loka augunum fyrir því, að hinir elstu atvinnuvegir þjóðarinnar, landbúnaður og fiskveiðar, em undir- staða velmcgunar í landinu. Sex þúsund bændur og sex þúsund sjómenn byggja gmndvöll annarrar atvinnu í þessu landi. Þessvegna skulu þeir virðir vel, eins og sagt var um bændur áður fyrr, og láta það sjást. Landið bíður lítt unnið dugmik illa handa og í sjávarútvegi þarf iðnað- urinn að vaxa til stórra muna. Á þann hátt er hægt að margfalda útflutnings- verðmæti sjávaraflans, frá því sem nú er. Þessir möguleikar gefa þjóðinni hin stærstu fyrirheit um batnandi hagsæld allra landsins bama. □ Kosningaúrslifin eru stjórnarflokkunum Jón Arngrímsson alvarleg áminning * oaK.k Sj»tUgUr Viðtal við Karl Kristjánsson 1. þingmann Norðurlandskjördæmis eystra DAGUR átti nýlega viðtal við Karl Kristjánsson alþingismann um úrslit alþingiskosninganna o. fl. Hann svaraði á eftirfarandi hátt nokkrum spurningum blaðsins. Hvemig líkuðu þér úrslit al- þingiskosninganna í heild? Að sjálfsögðu tel ég illa far- ið, vegna málefna þjóðfélagsins og almannahags, að ríkjsstjórn- arflokkarnir skyldu halda meiri hluta á Alþingi. Hinsvegar er á það að líta, að stjórnarflokkarnir höfðu stofn- að með ráðstöfunum sínum til svo margháttaðra erfiðleika, sem yfir. hljóta að falla á næst- unni og verða þóðinni þungir í skauti, ef ekki gefst áfram mik ið góðæri, að nærri liggur sú hugsun frá flokkslegu sjónar- miði, að sanngjarnt sé og þeim mátulegt, að þeir beri ábyrgðina og gh'mi við afleiðingarnar. Framsóknarflokkurinn bætti aðstöðu sína á Alþingi einn allra flokkanna. Þeir tveir ungu og efnilegu þingmenn hans, sem við bættust, efla aðstöðu flokks- ins verulega t. d. að því er skip- anir í nefndir snertir. (Hlutföll í ýmsum nefndum og stjórnum, sem Alþingi kýs, breytast). Hyggur þú, að stjórnarflokk- arnir muni halda áfram í sama stíl og áður? Urslitin eru þeim alvarleg á- minning um að gera það ekki, ef skilið er rétt það mál, sem kosningatölurnar tala. ihaldið tapaði manni í Reykja vík, — sínu sterkasta vígi, — þó að það ynni hann aftur í bingói uppbótarinnar. Alþýðuflokkurinn missti einn sinna fáliða að fullu. Annars skiptir ekki miklu máli, hvor þeirra flokka tapaði manninum. Þeir virðast vera eitt. Alþýðuflokkurinn er að deyja inn í Sjálfstæðisflokkinn. Spurningin er, hvort forkólf- um Sjálfstæðisflokksins finnst tiltækilegt að beita þeim meiri- hluta, sem er nú aðeins orðinn eitt atkvæði í hvorri deild Al- þingis til að fara sinna ferða með jafnmikilli óbilgirni og á síðasta kjörtímabili. Viturlegt er það ekki. Lýðræðislegt er það ekki. En um það skal ég engu spá, hvað þeir gera í þessu efni. Var ekki sinnaskiptavottur í ræðu forsætisráðherrans 17. júní, þegar hann tjáði þakkir fyrir lausn vinnudeilunnar? Svo var að heyra, af því að þessi lausn Norðlendinga, sem hann þakkaði fögrum orðum, var sams konar latisn og við Norðlendingar áttum frumkvæði að í vinnudeilunni ’61 og vorum af liðsoddum ríkisstjórnarinnar kallaðir glæpamenn fyrir. Þeim orðum var fylgt eftir af ríkis- stjórninni með hinni illræmdu gengisfellingu 1961 í hefndar- skyni. í þessu sambandi er samt vert að athuga, að formaður Sjálf- Karl Kristjánsson. stæðisflokksins virðist vera ann arrar skoðunar um lausnina en forsætisráðherrann. Kemur það fram í Reykjavíkurbréfi for- mannsins í Morgunbl. næsta sunnudag eftir 17. júni. Logar þar undir í djúpinu sama hugs- unin og 1961. Ekki er því að vita, nema ríkisstjórnin grípi enn til gengisfellingar áður en langt líður. Vonandi fer hún þó varlegar en áður. Hvað álítur þú að stjómin geri í Efnahagsbandalagsmál- inu? í kosningunum hljóta stjóm- arflokkarnir að hafa fundið, að almenningur er því andvígur, að ísland gerist aðili að EBE. Stjórnin ætti því að hverfa frá hugsun sinni um aukaaðild, sem hún — og hennar menn — reyndu líka að fela í kosningun um. Það hlýtur þó að vekja slæm- ar grunsemdir, að forsætisráð- herrann sagði strax að loknum kosningunum við danskan blaða mann, að við þurfum að tengj- ast EBE „saaledes at vi bliver medlem". Enginn frambjóðandi stjórn- arflokkanna mundi hafa þorað að segja þetta fyrir kosningarn- ar, af ótta við að fæla með því atkvæði frá sér. Þetta minnir ískyggilega á af- stöðu stjórnarflokkanna í kosn ingunum 1959 í landhelgismál- inu. Engin tilslökun í umræðum fyrir kosningar talin koma til greina. Undansláttur eigi að síð ur eftir kosningar. Hversvegna kallaðir þú upp- bótarreglumar við úrslit kosn- inganna „bingó“? Uppbótarmennirnir hljóta kosningu eins og bingó-vinning. Að vísu er hver efsti maður listanna í Reykjavík sem fellur, nokkuð viss hjá þrem flokkum, af því að skilyrði þessara flokka til að fá menn kosna í kjördæm unum úti um land, eru svo tak- mörkuð. Aftur á móti er það til- viljun hrein og bein hver kemst að sem uppbótarþingmað ur af lista, sem er í kjöri utan Reykjavíkur. Það fer eftir því, hvernig atkvæði falla á menn og flokka í öðrum landshlutum. Af þessum ástæðum getur maður, sem persónulega hefur lítið fylgi, komist inn á þing. Þess gerast glögg dæmi. Upp- bótin er eins og stærðfræðiregla um dauða hluti. Hún átti að jafna atkvæðisréttinn og er mið að við flokka en ekki einstak- linga. Hinsvegar er reynslan sú, að hún tryggir ekki jöfnuð bet- ur en svo, að t. d. í Norðurlands kjördænii vestra, þar sem eru nálega helmingi færri kjósend- ur en í Norðurlandskjördæmi eystra, komu inn tveir uppbót- arþingmenn í þessum kosning- um, báðir með lága tölu at- kvæða að baki, — og lá við, að þeir yrðu þrír, — af því að svo lítið atkvæðamagn þurfti í hlut fallið, sem gilti. Verða því jafn margir þingmenn nú úr Norður landskjördæmi vestra og hinu eystra, þrátt fyrir um það bil helmingsmun á kjósendafjölda. Hvaða kjördæmaskipan telur þú æskilegasta? Því er fljótsvarað: Einmenn- ingskjördæmaskipun. Bretland og Bandaríkin eru um það fyr- irmyndir. Sú kjördæmaskipun leiðir af sér tveggja flokka kerfi. Og það kerfi álít ég heilbrigðast. (Framh. á bls. 7) HANN er fæddur á Grund í Svarfaðardal 4. júlí 1893. Voru foreldrar hans hjónin Arngrím- ur Jónsson bóndi á Göngustöð- um Sigurðssonar og Ingigerður Sigfúsdóttir bónda á Grund Jónssonar og Anna Bjömsdótt- ir. Voru þau hjón því greinar á traustum svarfdælskum meiði. Þau Arngrímur og Ingigerð- ur voru búsett all víða í Svarf aðardal og um skeið bjuggu þau vestur í Skagafirði. Þau voru bæði frábær að dugnaði og Ingigerður talin bera af í þeim efnum um langa ævi. En Arn- grímur drukknaði af hákarla- skipi 1910 frá mörgum bömum. Varð Jón þá snemma að vinna fyrir sér, var hvarvetna vel tekið sakir röskleik hans, vinnusemi og geðprýði. Hefir hann við margt fengist um dag- ana, bæði til sjós og lands, og jafnan eftirsóttur starfsmaður og annálaður röskleikamaður að hverju sem hann gekk, frá- bær ferðagarpur og jafnan til í tusk við amstur og erfiðleika, glaður og reifur drengskapar- maður. Jón Arngrímsson kvæntist 1917 ágætri konu, Sigurbjörgu Ágústsdóttur og eiga þau 8 börn á h'fi, 7 dætur og 1 son. Eru börnin hin mannvænlegasta og myndarlegasta fólk og sæmdar fólk, eins og þau eiga kyn til. Þau hjónin hafa jafnan búið á Dalvík, þar sem Jón var lengi starfsmaður við útgerð og sjálf- ur útgerðarmaður um skeið. En hin síðari ár hefir hann fengist við mat á síld og öðrum fiski, bæði heima og syðra, og mun varla liggja á liði sínu þar frem ur en annar staðar meðan kraftar endast. Munu margir hugsa hlýtt til Jón Arngrímsson. Jóns Arngrímssonar við þessi vegamót á lífsleið hans, þakka honum góða samfylgd og árna honum og fjölskyldu hans alls góðs. Gamall vinur. BJARNDÝR SKOTIÐ VESTUR Á HORN- STRÖNDUM FYRIR hálfum mán. unnu eggja tekjumenn bjarndýr vestur á Hornströndum. Skutu þeir dýr ið í fjöru af sjó. Nú eru 40 ár liðin síðan bjarn dýr gengu á land á Hornströnd um. Það voru ísfirðingar, sem að unnu í þetta sinn, og í svo- nefndri Hornvík átti bangsi sín síðustu spor. □ ■. ■......................■ VANTAR HANDRIÐ HLUTI handriðs hinna ein- stæðu krikjutrappa á Akureyri ér í brott. Fólk hefur beðið að koma þeirri ósk á framfæri, að handriðin verði tvö í stað eins í miðju eins og nú er. Enn frem- ur, að þau handrið væru af minni vanefnum gerð en áður, á þessum fagra stað. Er þessum óskum hér með komið á fram-. færi. VANTAR PLÁSS FYRIR BÍLANA. Enn sér þar á, hve skammsýn ir Akureyringar eru í skipulags málum sínum. Jafnvel nýleg byggðahverfi bera merki um, að ekki er hugsað fyrir hinni miklu bílamergð, sem sífellt vex og verður plássfrekari. Á síðasta vori fjölgaði bílum gífurlega hér í bæ. Þróunin er sú, að hver fjölskylda eignast bíl. Það er nú þegar orðið vandamál í bænum hvar allir þessir bílar komist fyrir. Bæði vantar bílastæði við íbúðirnar, bílageymslur yfir vet urinn, bílastæði við fjölmarga fjölsótta staði í bænum og síð- ast en ekki sízt: það vantar breiðari götur fyrir hina miklu og vaxandi umferð. □ VINSTRA MEGIN Á VEGI. Kvartanir hafa um það bor- izt, að of margir hestamenn kunni ekki sem bezt umferða- reglurnar á vegum úti, þ. e. þeg- ar þeir eru á hestbaki. Breyting á umferðalögunum mun hafa ruglað ýmsa. Hesta- menn eiga að víkja til vinstri, eins og aðrir, og gagnstætt því, sem lögleitt var um skeið. □ BRAUT REGLURNAR? Fjórtán ára piltur úr brezku konungsfjölskyldunni braut ný- lega reglur skóla síns með því að kaupa áfengi og neyta þess. Þessa unglings hefur ekki áður verið getið í blöðum, nema sem ástæðu fyrir fæðingarhríðum tiginnar og voldugrar móður. Opinberlega var um það rætt í Bretlandi hvernig með brot þetta skildi farið. í skólanum þeim er vöndurinn enn notaður til líkamlegra refsinga fyrir yf- irsjónir nemenda. í þeim frétt- um, sem síðar bárust af máli þessu, var útlit fyrir, að piltur- inn fengi að kenna á hinum gamla skelfi — vendinum. Og hvað er svo gert við alla prinsana okkar, þá, sem undir lögaldri og í skóla, henda sömu slys? □ K APPREIÐ AR ABB. Því miður er ég ókunnugur því, hvernig áhorfendur eiga að hegða sér á kappreiðum, eða hvort það er of frekt að bera fram spurningar eftir á. Þó lang ar mig til að spyrja dómnefnd hestamannafélagsins Léttis: Er það skylda knapa að liggja sam- anhnipraðir á hestinum, og frammi á makka? Þetta er a. m. k. ljót áseta, fram úr hófi, þyng ir um of á framfótum hestsins og knapinn er valtari í hnakkn- um. Þá hef ég heyrt sagt, að knap- arnir mættu ekki hafa svipu eða berja í síðu hestanna með fótunum. En þetta sá ég gert á kappreiðunum á sunnudaginn. Knapar létu þó minna á þessu bera þeim megin sem fólkið var, en þess meira ármegin. Mér finnst ekki rétt, að sá hesturinn fái viðurkenningu, sem ekki sýn ir fulla getu án hvatningar af þessu tagi. Ég vona, að á næstu kappreið um verði annar háttur á hafður og betra eftirlit með þessu og að ásetan verði betri, hvort sem er á skeiðvelli eða annarsstaðar, því að reiðmennskan er hin á- gætasta skemmtun, holl íþrótt og fögur. B. K. Góð heimsókn vesfan um haf FRÁ BÆJARSTJORN I. UM FYRRI helgi kom til Ak- ureyrar hópur Vestur-íslend- inga, kærkomnir gestir á fornar slóðir, á slóðir feðra og frænda. Mun hópur þessi hafa talið 70—80 manns, samkvæmt ágizkun. Flest var fólk þetta í aðra röndina í leit að ættingjum og vinum, jafnframt því að sjá með eigin augum land það, sem í hugum þeirra landnema, er fyrstir fóru vestur fyrir nær einni öld, var öðrum löndum betra og fegurra. Ferðafólkinu var vel fagnað í höfuðstað Norðurlands, fyrst með móttöku í Lystigarðinum og síðan með samsæti bæjar- stjórnar á Hótel KEA þriðjudag- inn 25. júní. Merkir staðir í bænum, svo sem kirkjan, Sigurhæðir, Nonna hús og Byggðasafnið voru skoð aðir undir leiðsögn heima manna, síðan dvalið nokkra daga hjá skyldfólki í bæ og sveitum. í kvöldfagnaðinum á Hótel KEA kom það m. a. glöggt fram í ræðu séra Benjamíns Kristjáns sonar, form. móttökunefndar, og í ávarpi Snorra Gunnarsson- ar fararstjóra V.-íslendinganna og form. þjóðræknisfélagsins Ströndin, að bæði heimamenn og V.-íslendingar hafa mikinn áhuga á nemendaskiptum, til að treysta gömul kynni og ný. Auk Snorra flutti Jakob Kristjánsson frá Winnipeg á- varp og Tani (Jónatan) Bjöms- son söng einsöng og flutti einn- ig stutt ávarp. Af heimamönn- um tóku til máls, auk séra FRÁ HÚSAVÍK Húsavik, 1. júlí: Nýlega er lát- inn í sjúkrahúsinu á Húsavík, Björn Jósefsson fyrrverandi hér aðslæknir, 78 ára að aldri. Hann kom til Húsavíkur 1918 og var hér héraðslæknir í meir en 30 ár. Áður var hann héraðslæknir að Ási við Kópasker. Hann gegndi læknisstörfum allt til síð ustu daga ævi sinnar og nærri lætur, að hann hafi verið læknir í um 50 ár. Hann var farsæll og vinsæll í starfi sínu. Björn var mikill trúmaður og bjó yfir þeim sérstæðu persónu- töfrum, að sjúkum þótti oft sem þeim létti nokkuð, þegar hann birtist í dyrum þeirra með sitt sérstæða bros. Kvæntur var Björn Lovísu Sigurðardóttur frá Hofstöðum í Skagafirði og lifir hún mann sinn. Þau eiga sex uppkomin börn á lífi. Þormóður Jónsson. SÍLDARVERÐIÐ VERÐLAGSRÁÐ sjávarútvegs- ins hefur úkveðið verð á síld til söltunar í surnar. Það er óbreytt eða kr. 220.00 fyrir uppmælda tunnu og kr. 298.00 fyrir upp- saltaða tunnu. Bræðsluverðið er kr. 150.00 málið. Síldarsöltun hófst um hádegi á laugardaginn. Samið hefur ver ið við Rússa um sölu á 120 þús. tunnum saltsíldar. □ Benjamíns, sem flutti aðalræðu af þeirra hálfu, Magnús E. Guð- jónsson, sem jafnframt var veizlustjóri, og Halldóra Bjarna dóttir, en Davíð Stefánsson frá Fagraskógi flutti ávarpsorð í lausu máli og tvö kvæði við al- menna hrifningu. Þá voru ýms skemmtiatriði. Norðlendingar eiga góðar minningar um komu frændanna að vestan. Og þessi fjölmennasti hópur V.-íslendinga, er nokkru sinni hefur heimsótt norðlenzk- ar byggðir og bæi, hefur með ferð sinni lagt drjúgan skerf til þess að treysta vinaböndin. □ ÞING Sambands norðlenskra barnakennara var haldið að Reykjum í Hrútafirði dagana 5.—7. júní síðastliðið, hið 9. í röðinni. Mótið setti form. stjórnarinnar Páll Jónsson, skólastjóri, Höfða kaupstað. Skýrði hann frá, að nú væri Sambandið (S. N. B.) 20 ára á þessu ári, og nú minnst þessa merkilega áfanga. Kennaramót hafa verið hald in annað hvert ár og þar jafn fram flutt erindi um uppeldis- og fræðslumál, og í sambandi við mótin höfð námskeið og kennsla í ýmiskonar föndri, teikningu, leikfimi, lestrar- kennslu o. fl. Kennaramótið stóð í þrjá daga eins og fyrr er sagt. Þar fluttu meðal annars erindi: Stefán Jónsson, námsýjóri um kennarafundi, Aðalsteinn Ei- ríksson skólaeftirlitsm. skóla- mála um réttindamál kennara, Gúðrún P. Helgadóttir, skóla- stjóri um hvernig á góður kenn ari að vera, Þorsteinn Einars- son, íþróttafulltrúi um íþróttir og íþróttahús, Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri um skóla- starfið og svaraði jafnframt fyr irspurnum, Páll Aðalsteinsson, námstjóri um föndurvinnu. Hann útvegaði kennara á mótið Sigurjón Hilaríusson, sem leið- beindi í leðurvinnu. 18 kennar- ar tóku þátt í námskeiðinu. Barnaskólarnir á Akureyri höfðu teikni og föndursýningu á mótinu, frá börnum á Akur- eyri og til samanburðar föndur vinnu frá barnaskóla í Cali- forníu. Fyrir henni stóðu kenn arar af Akureyri, Jens Sumar- liðason, Valgarður Haraldsson o. fl. Hún var mjög skemmtileg og lýsti góðum árangri í starfi. Guðjón Jónsson, kennari sýndi kvikmynd og ræddi um sparifjársöfnun skólabarna. Á þinginu mættu tveir heiðurs- félagar sambandsins Snorri Sig fússon, fyrrv. námstjóri og Jón Þ. Björnsson, fyrrv. skólastjóri. Þeir fluttu báðir ávörp og árn- aðaróskir til sambandsins. Þorsteinn Matthíasson, skóla- stjóri lagði fram og flutti eftir- farandi tillögur starfsnefndar, sem starfaði á þinginu: 9. þing Sambands norðlenskra barnakennara haldið að Reykj- Á SÍÐASTA bæjárstjóí-nar- fundi, sem haldinn var þriðju- daginn 25. júní sl., bar ekki margt til tíðinda. Stóð sá fund- ur aðeins rúman klukkutíma og fór mest af þeim tíma í kosn- ingar til fastra nefnda, en þær voru þessar: Bæjarráð, bygg- inganefnd, framfærslunefnd og kjörstjórn. Þá voru kosnir end- urskoðendur bæjarreikning- anna, ritarar bæjarstjórnar og svo varamenn fyrir hverja nefnd, eins og lög mæla fyrir um. Urðu mjög litlar breytingar á mönnum í nefndir þessar og um í Hrútafirði 5.—7. júní 1963 þakkar stjórn S. í. B. ötula for- ustu í kjaramálum kennara. Jafnframt vill þingið beina því til stjórnarinnar, að hún taki eftirfarandi atriði til athugunar: 1. að kennarar og kennara- sambandið í heild glati í engu áunnum réttindum. 2. að svo fljótt, sem verða má skuli opnuð skrifstofa, sem ann ast um, að kennarar nái rétti sínum varðandi eftirlaun sjúkra frí, orlof o. fl. 3. að skólaráð, sem sett var með lögum 7. maí 1928 starfi eins og til var ætlast og verði á ný virkur þáttur og ráðgef- andiaðili um skipulagningu skóla- og fræðslumála. 4. að lagfært verði það mis- ræmi, sem nú ríkir í sambandi við greiðslur fyrir kennara, og ofmikill vandi að gera þar upp á milli, og því æskilegt, að laun séu hækkuð þannig, að þau feli í sér fulla greiðslu til kennarans fyrir skyldustörf lians. 5. að eftirvinnukaup kennara sé miðað við 36 stunda vinnu- viku hjá almennum kennurum, en ekki 54 stundir eins og virð- ist eiga að gera samkvæmt bréfi frá fræðslumálaskrifstofunni á síðastl. vetri. Björn Stefánsson, skólastjóri, Ólafsfirði lagði fram eftirfar- andi tillögu, sem var samþykkt: 9. þing S. N. B. haldið að Reykjum dagana 5.—7. júní 1963 samþykkir að fela stjórn sambandsins að koma á nám- skeiðifyrir kennara á Norður- landi í starfrænni kennslu á Akureyri á komandi hausti. Verði fenginn kennari með sér- þekkingu til að veita því for- stöðu. Stefán Jónsson námstjóri var gerður að heiðursfélaga samtak anna. Núverandi stjórn S. N. B. skipa: Aðalmenn: Tryggvi Þor- steinsson, kennari Akureyri, form., Indriði Ulfsson, kennari Akureyri, Sigurður Flosason, kennari Akureyri. Varamenn: Valgarður Haraldsson, kennari Akureyri, Sigrún Björgvinsdótt ir, kennari Akureyri, Þorbjörn Kristinsson, kennari Akureyri. Höfðakaupstað 12. júní 1963 Páll Jónsson engin átök um valið. Forsetar bæjarstjórnarinnar voru og kjörnir ,aðaIforseti Jón G. Sól- nes endurkjörinn með sam- hljóða atkvæðum allra fundar- manna. Fyrsti varaforseti, Bragi Sigurjónsson, var kjör- inn með 7 atkvæðum og annar varaforseti, Helgi Pálsson, með 4 atkvæðum. Skiluðu 4 auðu við kosningu Braga, en 7, þeg- ar Helgi var kjörinn. II. Þó að fundurinn væri stutt- ur, voru samþykktar allmargar fundargerðir, sem ekki kröfðust umræðna (þrjár frá bæjarráði, tvær frá bygginganefnd, þrjár frá íþróttanefnd, ein frá leik- vallanefnd og tvær frá fram- færslunefnd). í þessum plögg- um var m. a.: a. Samþ. f. verzlunarlóð Kaupf. verkamanna í Álfa- byggð 1. b. Samþ. á 17. júní-kaup- samningnum gagnvart verklýðs félaginu Einingu. c. samþ. kvöldsöluleyfi fyrir nýja söluskálann við Eyja- fjarðarbraut (Yngvi R.1 Lofts- son) og verzl. Brekku (Rannv. Björnsd.). d. Samþ. tilmæli til Mennta- málaráðuneytisins um að sett verði á stofn á Akureyri næsta haust undirbúningsdeild tækni- skóla, samk. nýrri lagaheimild frá Alþingi. e. Löggilding nýs húsasmíða- meistara, Stefáns B. Árnasonar. f. Athugasemd bygginga- nefndar við bráðabirgðateikn- ingu á væntanlegri kjötvinnslu- stöð KEA á Oddeyrartanga. Vill nefndin láta vanda meira til útlits hússins, vegna þess að hér er um stórbyggingu að ræða, sem setja mun svip á um hverfið. g. Samþ. beiðni Amtbóka- safnsins um byggingu bóklilöðu á Ióðhmi Brekkugata 17. h. Samþ. ráðning liótelsstjóra á SKÍÐASTÖÐUM í Hlíðar- fjalli. Er það Friðrik Jóhanns- son veitingamaður frá Keflavík og kona hans, Jórunn Þórðard. Þessi ráðning tekur þó eigi gildi f. en 1. okt. og er Sig- urði Sigurðssyni matreiðslu- manni falin yfirumsjón með eld húsi Skíðastaða þangað til. i. Samþ. tillaga leikvalla- nefndar um framkvæmdir nú þegar við gæzluleikvöll við Löngumýri. in. Þá má til tíðinda telja, að sótt var um vínveitingaleyfi fyrir Sjálfstæðishúsið, sem mun eiga að taka til starfa í þ. m. Var lögð áherzla á, að þetta fengizt afgreitt strax, þar eð búið yrði að opna húsið áður en næsti bæjarstj.f. yrði hald- inn. Ágreiningur kom fram um það, hvort umsókn þessi væri formrétt (umsóknin stíluð á veitingahús en ekki veitinga- mann). Vinstri menn lögðu til að málinu yrði vísað til bæjar- ráðs, og var það samþykkt. Q Kennðramóf að Reykjum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.