Dagur - 08.08.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 08.08.1963, Blaðsíða 4
4 5 Bændadagurinn Á ÖÐRIJM STAÐ er lauslega sagt írá sjötta eyíirska bændadeginum, sem hald inn var að Laugarborg 28. f. m. Athyggl isvert er, að ungmennafélög og bænda samtök héraðsins vinna saman að þess um hátííahöldum, og mun sú samvinna cinstæð hér á Iandi. í predikun séra Benjamíns Kristjánssonar í upphafi sam komunnar var á það minnt þegar frelsar inn mettaði þúsundimar. Nú væru á hverjum degi fram taldir í útvarpinu fiskar þeir, er veiddust hér við land og vissulega væru þeir margir, en enginn þættist þó of mettur eða fá nægilega stóran hlut. Ást manna og virðing beind ist nú mjög að hinu áþreifanlega. Menn legðu ást á fisk og brauð, heyið sitt og sjálfan sig. f krafti þeirrar ástar væri margskonar áróðri, svo sem pólitískum áróðri opnuð leið til mikilla og e. t. v. hættulegra áhrifa í gegn um loforðin gömlu um veraldargæði. Hinn sterki áróður væri beint úr móðurkviði efnis hyggjunnar og gerði liann menn ekki frjálsa, heldur fjötraða, og bæri vissulega að leggja meiri áherzlu á hin ýmsu and legu verðmæti en nú væri gert. „Menn geta“, sagði prestur, „gert hið sama kraftaverk nú óg Kristur gerði með fisk ana og brauðin“, og létt hungursneyð inni af mannkyninu með því að beina orku vísinda, tækni og fjármagns frá framleiðslu vopna, að samhjálp. Ásgeir Bjamason alþingismaður sagði, að mörg um væri það umhugsunarefni hvemig á því stæði, að Eyfirðingar hefðu for ystuhlutverk íslenzkra bænda í fram kvæmdum. Dugnaður og hyggjuvit ein staklinganna í bændastétt væri ekki nægileg skýring, heldur félagsmála þroski þeirra. Hér hefði félagshyggjan setið í öndvegi og rutt hindrunum úr vegi. Hér hefðu menn einnig notið ávaxt anna af félagsmálastörfunum í ríkara mæli en víðast annarsstaðar. Ræðumað ur benti á, að engum væri eins nauðsyn legt og bændum, að vera fjölþættum hæfileikum búnir svo sem á sviði rækt unar, verzlunar, véltækni og félagsmála. En störf bænda væru vanmetin. En það væri á valdi bændanna sjálfra og sam taka þeirra, að ná því marki, að hafa sambærileg lífskjör við aðrar stéttir þjóð félagsins, og geta haldið áfram hinu nauðsynlega ræktunar- og uppbygging arstarfi. Ármann Dalmannsson hvatti mjög til eflingar Hólastaðar og búnaðamáms þar, til aukinnar skóg- og skjólbelta ræktunar, sandgræðslu og rannsóknar starfs í þágu landbúnaðarins. „Það er bæði gömul og ný saga að verkefni bænd anna eru óþrjótandi og þeim er það vel Ijóst. Þeir vita hvað ógert er og hverra endurbóta er þörf hverju sinni. En marg ir munu bæði hugsa og segja: Þetta vær um við búnir að gera ef við hefðum tíma, vinnuafl og fjárhagslega getu. Þetta eru allt frambærileg rök þótt sumir komist ótrúlega langt með framkvædir — þrátt fyrir allt þetta — því miður er staða bóndans hér á landi, vanmetin, og hlut- ur hans of smár, í samanburði við aðra. Það er þó meira en lians nauðsyn, að hlutur hans sé réttur, það er þjóðar- nauðsyn,“ sagði Ármann Dalmannsson efnislega í ræðu sinni. □ ■ Frú Þórunn og Asjkenazi með Stefán son sinn. (Ljósm. E. D.) ÞCRUNN OG HJÓNIN, frú Þórunn Jóhanns- dóttir, píanóleikari, og maður hennar Vladimir Asjkenazi, hinn rússneski píanósnillingur, hafa að undanförnu mjög verið á dagskrá útvarps og blaða bæði hér á landi og erlendis, einkum vegna væntanlegs framtíðarheimilis þeirra og mik illa sigra Asjkenazi á tónlistar- sviðinu, vestan hafs og austan. Allir íslendingar kannast við frú Þórunni. Hún var í æsku talin undrabarn vegna tónlistar- hæfileika sinna. Hún varð snemma mjög fær píanóleikari og er sérlega vel menntuð í þeirri grein og hefur víða vakið verðskuldaða athygli fyrir frá- bæran píanóleik sinn. Og Norð- lendingar láta sér sérstaklega annt um hana vegna uppruna hennar, því að hún er af svarf- dælskum rótum runnin, svo sem kunnugt er. Fyrir fáum árum kynntist Þórunn rússneskum píanóleik- ara, Vladimir Asjkenazi og leiddi kunningsskapur þeirra til hjónabands. Heimili þeirra hef- ur síðan verið austur í Moskvu en eiginmaðurinn hefur þó lagt land undir fót, og er nú, þótt ungur sé að árurri, orðinn fræg- ur píanóleikari og eftirsóttur. Um framtíðarheimili þeirra hjóna hefur margt verið skraf- að, síðan það fréttist, að þau ætluðu að setjast að í London. Enn liggur það ekki ljóst fyrir hvor stórborgin, London eða Moskva, verður fyrir valinu. Það verður bráðlega ljóst og skulu hér engar vangaveltur iim það hafðar. Tónlistarfélagið á Akureyri var svo heppið að fá Asjkenazi til að halda tónleika hér í bæ. Fóru þeir fram í Borgarbíói laugardaginn 13. júlí við hús- fylli og frábærar undirtektir. Hjónin brugðu sér síðan út í Svarfaðardal til að heimsækja ættingja frúarinnar á Ytra- Hvarfi og víðar þar í sveit. Fréttamaður Dags ræddi um stund við hin íslenzk-rússnesku hjón á heimili Stefáns Tryggva- sonar á Akureyri, föðurbróður Þórunnar. ASJKENAZI Hvemig áheyrendur em Akur- eyringar? Alveg frábærlega góðir, sagði Asjkenazi. Og íslendingar eru það yfirleitt, og mér var það mikil ánægja að eiga þess kost að halda tónleika hér, í ætt- byggð konu minnar. Frú Þórunn segir: í fyrsta skipti, sem hann lék hér á landi, spurði hann dálítið kvíðafullur, hvort nokkuð sérstakt væri að hjá sér. Hann átti nefnilega ekki að venjast slíkri dauða- þögn í salnum. Asjkenazi var þá nýkominn úr tónleikaferð um Bandaríkin og Kanada. Þar var klappað og hrópað í miðju lagi, þegar vel þótti takast, og það er víðast gert meira að því en hér á landi, að láta álit sitt í Ijós, á meðan verið er að leika. Hvemig líkaði þér við hljóð- færið í Borgarbíói? Það er gott, segir eiginmaður- inn. Frúin bætir því við, að þetta sé annað af tveim, sem hann hafi ekki sett út á hér á landi. Hvað er framundan herra Asjkenazi? Næst leik ég á tveim hljóm- leikum í Hollandi, svo hefur mér verið boðið aftur til Banda- ríkjanna. Svo kemur ýmislegt fleira til greina, sem of snemmt er að tala um. Losar listin ykkur ekki undan fjárhagsáhyggjum? Jú, nú virðist svo komið, að maður þurfi ekki í bráð að hafa áhyggj ur af peningum, segir frúin. En það er erfitt að kom- ast áfram í þessari grein og mörg ágæt listamannsefni upp- gefast, m. a. vegna fjárhagserfið leika. Menn þurfa að ná svo langt til þess að starfið tryggi góða afkomu. Er ekki mikill hljóðfæraleikur á heimili ykkar í Moskvu? Jú, að sjálfsögðu. En það er einkum eiginmaðurinn, sem æfir sig þegar hann er heima. Frúin leikur einnig, en aðeins sér til ánægju, segja þau. Vitið þið um mörg íslenzk- rússnesk hjónabönd? Nei, segir frú Þórunn, ég veit aðeins um þrjár rússneskar kon IHEIMSÖKN ur, sem gifzt hafa íslenzkum mönnum, en ég veit ekki um neina aðra íslenzka konu en mig, sem gifzt hefur rússnesk- um manni. — Þó getur vel ver- ið að svo sé. Þið hafið heimsótt ættingjana í Svarfaðardal frú Þórunn? Já, já, og maðurinn minn fór að veiða í Svarfaðardalsá, svo fór fjölskyldan auðvitað öll í fjósið. Stefáni litla (sonur þeirra, 20 mánaða) þótti til- komumikið að heyra kýrnar baula. Þá tegund tónlistar hafði hann ekki heyrt áður. Asjken- azi bætir við: Það er gott að koma til íslands. Mér fellur vel við fólkið, mjög vel, og hér líð- ur mér ágætlega. Auk þess átti ég sérstakt erindi til Norður- lands til að kynnast skyldfólki minnar ágætu eiginkonu. Við höfum fullan hug á því að koma hingað aftur. Hvernig Iíkar yður íslenzkur mat, herra Asjkenazi? Hangikjötið er hreinasta af- bragð og íslenzki fiskurinn er betri en allur annar fiskur. Reyndar hafði ég aðeins kynnzt honum áður heima í Moskvu, bæði gaffalbitum, sjólaxi og frosnum fiski. Stefán litli, sonur þeirra hjón- anna, hefur á ýmsu hönd, eins og barna er siður. Hann er brún eygur með liðað skolleitt hár og er að reyna að babla á rússnesku, ensku og íslenzku á sínu barnamáli. Vladimir Asjkenazi, píanó- snillingur, er fremur smár vexti en liðlegur í hreyfingum. Hann er dökkur á brún og brá. Hann leynir ekki aðdáun sinni á hinni ljóshærðu og myndarlegu eigin- konu og virðast þau enn í til- hugalífinu. Um leið og við þökkum svör- in, óskum við þeim hjónum vel- farnaðar. Hinum pólitísku spurningum er af Asjkenazi svarað af varúð og á þann hátt, sem Rússland og önnur lönd mega jafnan vænta af góðum sonum — og á þann veg einnig, sem naumast gefur tilefni til frekari hugleiðinga. E. D. RÆTT VIÐ GÓÐSKALDIÐ GuSmund Frímann s Akureyrirsextugðn EITT af góðskáldum þjóðarinn- ar, Guðmundur Frímann á Ak- ureyri varð sextugur hinn 29. júlí sl. Að kveldi þess dags kom hann heim frá útlöndum, og þegar hann hafði sofið úr sér ferðaþreytuna, hitti ég hann að máli og bað hann að svara nokkrum spurningum blaðsins — sem hann og gerði sam- stundis. Varstu að konia úr ferðalagi þegar afmælið „skall á“? Já, við hjónin ferðuðumst þriggja vikna tíma um Svíþjóð, Noreg og Danmörku. Dásamleg ferð. Áhyggjulaust líf. Ein há- tíð frá upphafi til enda. Ferða- félagarnir úr ýmsum áttum og á ólíkum aldri. Bráðskemmtileg ur samsetningur. Sumt fólkið er ógleymanlegt og allt var það ágætt. Hverrar öndvegisþjóðar var þetta samferðafólk? íslendingar, auðvitað. Við þurfum ekki til útlanda til að kynnast fólki, sem gagn og gam- an er að kynnast. Þetta var ferð, sem ungir Framsóknar- menn efndu til. Ég vildi að ég ætti eftir að fara aðra slíka. Fararstjórar voru þeir Baldvin Þ. Kristjánsson og Örlygur Hálfdánarson. Nokkuð sérstak að utan? Nei, nei. Það er enginn blaða- matur, engin stórtíðindi, bara notið lífsins. Fólkið elskaðist ósköp blátt áfram á götum stór- borganna, nam staðar öðru hvoru til að kyssast. Það er ekkert ljótt við það. Og þar var ekkert kynþáttahatur, sýndist mér. Bjarthærðar fegurðardísir og svartir menn undu einnig vel sínum ástaleikjum, kossum og faðmlögum. Fólk á ósköp gott að vera ungt. Það er t. d. mesti munur á því að vera fimmtugur eða sextugur. Þetta finnur maður þó bezt eftir á. En enginn getur siglt gegn straumi tímans eða lifað æsku sína tvisvar. Við þessu er það ráð eitt, að halda anda sínum ung- um, heyra og sjá hlutina og mannlífið með opnum hug og viðkvæmu hjarta og draga sig ekki út úr hinu ólgandi lífi eða samfélagi við ungt fólk þótt hærum fjölgi á höfði manns. Mér finnst ég hafa yngst um 10 ár við utanförina og þá erum við líklega á svipuðum aldri þessa stundina. Þú ert Húnvetningur að ætt, Guðmundur? Já, ég held nú það, frá Hvammi í Langadal. Margtugg- ið, blessaður vertu. Við vorum 5 albræður, 4 eru á lífi. Tveir eru bændur í Húnavatnssýslu, einn er skólastjóri á Akureyri og svo ég. Hvenær komstu til Akureyrar? Ég fluttist til Akureyrar árið 1925, þá hálfgerður unglingur, og hef átt heima hér síðan. Þú hefur lagt gjörfa liönd á margt hér í bæ? Ég hef fengizt við húsgagna- smíði, bókband, var um 10 óra skeið verkstjóri hjá Vélabók- bandinu h.f., og við bókaverzl- un starfaði ég í tvö ár. Síðustu 10 árin hef ég svo verið kenn- ari við Gagnfræðaskólann. Hvenær byrjaðir þú að fást við ljóðagerð? Líklega hefur það verið á 15—16 ára aldrinum, sem þetta fór að sækja á mig, laust í fyrstu en fastar síðar. En ljóða- gerðin er ekki eftirsótt fram- leiðsla nú á tímum. Það er ekki Guðmundur Frímann skáld. hægt að koma ljóðum í verð, tæpast smásögum heldur. Þú hefur þó gefið út 6 ljóða- bækur? Já, en ein þeirra eru ljóða- þýðingar. Fyrsta ljóðabókin kom út 1919 og hét Náttsólir, sú næsta, Úlfablóð, 1933, und- ir dulnefni, þriðja bókin, Störin syngur, kom út árið 1937 og Svört verða sólskin árið 1951. Síðasta ljóðabókin mín, Söngv- ar frá sumarengjum kom út ár- ið 1959 og svo ljóðaþýðingarnar árið eftir. Og svo áttu eitthvað af ljóðum í pokahominu? Já, ég á ljóðaþýðingar í eina bók og frumsamin Ijóð í hálfa. Ég veit ekki hvað um þessi ljóð verður. Eftirspumin er langt frá því að vera örfandi, þótt ég hafi raunar verið svo heppinn hingað til, að tapa ekki pening- um á ljóðagerð. Er það rétt, Guðmundur, að þú sért nú að snúa inn á aðrar brautir í skáldskap? Það er að nokkru leyti rétt. Ég byrjaði allt í einu á því að skrifa smásögur. Ég samdi drög að 8 á einum mánuði og hélt svo áfram, eftir því sem tími vannst til. Skáldsagnagerðin gef ur meira frjálsræði, fleiri tæki- færi. En smásögurnar þykja heldur léleg markaðsvara. Og maður þarf að koma þessu frá sér, finnst manni. Fólk vill helzt lesa skáldsögur — lengri sögur, meira að segja mjög lélegar skáldsögur. Hvenær koma smásögumar fyr- ir almenningssjónir? Ég held að það sé ákveðið að Almenna bókafélagið gefi þær út fljótlega. Enn þá er ekki alveg ákveðið hvaða nafn þess- ar sögur bera, en líklegt er að það verði Svartárdalssólin eða þá Nóra að sunnan. Bókin verð- ur um 200 síður, líklega 12 sögur. En hvers vegna ekki að skrifa skáldsögur, fyrst þær eru eftir- sóttari? Þessu var ég að velta fyrir mér, á meðan ég skrifaði eina smásöguna. Sagan sú arna sprengdi af sér öll bönd og togn aði og tognaði. Hún er ekki smásaga lengur og henni er enn ólokið. Skemmtilegt efni og fremur óvenjulegt, held ég, um hraust fólk og blóðheitt, sem erfir hinar dreifðu byggðir. Rómantík í nýjum stíl, mætti kannski segja. En það er nú reyndar alltof snemmt að tala um þessa sögu, fyrr en hún er fullgerð og komin út. Hún verð- ur síðar gefin út og kannske verður hún líka keypt, þótt hún sé ofurlítið öðruvisi — já kannski 'öðruvísi vitlaus — en sögurnar, sem ég var að minn- ast á áðan. Mér þykir vænt um þessa sögu og það er gaman að fást við hana. Já, hvers vegna ekki að breyta til. Ljóðagerð er raunar vonlaust stríð. En framtíðin mun svara því, hvernig mér gengur að hasla mér völl á sviði skáldsagnagerðarinnar. Guðmundur Frímann, skáld, á gott heimili í Hamarsstíg 14 á Akureyri. Hann er kvæntur Rögnu Jónasdóttur og eiga þau þrjár fallegar dætur. Fjölhæf- um hæfileikum er Guðmundur gæddur og listhneigð er honum í blóð borin. Fyrir löngu var honum skipað á bekk íslenzkra góðskálda, og líklegt er, að skáldsagnagerðin láti honum ekki síður en ljóðagerð, þótt spádómum sé hér ofaukið. Dagur árnar afmælisbarninu allra heilla, þakkar viðtalið og ný og hugljúf strengjatök í ljóðagerðinni, og óskar því jafn framt til hamingju á braut skáldsagnagerðarinnar. E. D. íbúar landsins 183.478 HINN 1. des. 1962 voru íbúar hér á Iandi 183.478 talsins. Kon- ur 2 þúsund fleiri en karlar. f Reykjavík 74.978, í öðrum kaupstöðum samanlagt 48.972. fbúar sveitanna töldust 59.528, og eru þar karlar nokkru fleiri en konur. Hvað íbúafjölda í kaupstöð- um snertir kemur Akureyri næst Reykjavík, en síðan Hafn- arfjörður og Kópavogur. íbúa- fjöldi kaupstaðanna var annars sem hér segir 1. desember sl.: Akureyri.................9152 Hafnarfjörður .......... 7490 Kópavogur ...............7163 Vestmannaeyjar.......... 4820 Keflavík ................4819 Akranes ................ 4026 ísafjörður ............. 2685 Siglufjörður ........... 2625 Húsavík ................ 1685 Neskaupstaður ...........1457 Sauðárkrókur............ 1302 Ólafsfjörður ............ 989 Seyðisfjörður ........... 759 KAPPREIÐAR 1 SKAGAFIRÐI Frostastöðum 23. júlí. — Mörg undanfarin ár hefur hesta- mannafélagið Stígandi í Skaga- firði efnt til kappreiða og góð- hestasýningar á Vallabökkum 13. sunnudag í sumri, en hann bar nú upp á 21. júlí. Veður var ekki sem heppilegast, hvass- viðri mikið af austri framan af degi og það jafnvel svo, að nokkrir heyskaðar urðu á stöku bæ í Blönduhlíð, sem er óvenju legt svo snemma sumars, — en veðrið gekk allmjög niður er á daginn leið. Á kappreiðunum kom fram 31 hestur en úrslit í feinstökum hlaupum urðu sem hér segir: Folahlaup 250 m.: 1. verðl. Máni Friðriks Gissurarsonar, Valadal, 5 vetra, 20.4 sek., 2. verðl. Skjóni Jónasar Sigur- jónssonar, Syðra-Skörðugili, 5 vetra, 20.8 sek., 3. verðl. Logi Benedikts Benediktssonar, Stóra-Vatnsskarði, 6 vetra, 21.4 sek. 300 m. hlaup: 1. verðl. Faxi Sigfúsar PéturSsonar, Álfta- gerði, 7 vetra, 23.8 sek., 2. verðl. Geisli Jóns Gíslasonar, Sauðár- króki, 14 vetra, 24.8 sek., 3. verðl. Sörli Herberts Hjálmars- sonar, Sauðárkróki, 7 vetra, 25 sek. 350 m.: 1. verðl. Hörður Bene- dikts Péturssonar, Stóra-Vatns- skarði, 7 vetra, 27.5 sek., 2. verðl. Sokki Ólafs Sigurbjörns- sonar, Grófargili, 9 vetra, 28 sek., 3. verðl. Sólskin Volkers Mayer, Þýzkalandi, 5 vetra, 29.1 sek. Af skeiðhestunum 5, sem mættu til leiks, náði aðeins einn tilskyldum tíma til verðlauna, Ófeigur Péturs Sigfússonar, Álftagerði, 13 vetra. Hljóp hann sprettfærið, 250 m., á 27.7 sek. og hlaut 2. verðl. Góðhestasýningin var verr FRÖKEN Sesselja Eldjárn á Akureyri varð 70 ára hinn 26. ’júlí 'sl. Hún er landskunnur kvenskörungur. Og svo mikil gæfukona er hún, að nafn henn- ar er nátengt ýmsum þeim líkn- ar- og menningarmálum, sem Norðlendingar hafa talið sér sæmd að. Svo er t. d. um björg- unarskip, skipbrotsmannaskýli, sjúkraflugvél, sjúkra-snjóbíl o. fl. Svo sigursæl er frk. Sesselja sótt en skyldi. Mættu til henn- ar aðeins 10 hestar. Af alhliða góðhestum hlaut beztan dóm Roði Jónasar Sigurjónssonar, Syðra-Skörðugili, og fékk að verðlaunum farandbikar, auk silfurskeifu, sem vannst til eign- ar, en skeifuna smíðaði og gaf Halldór Sigurðsson, gullsmiður, frá Stokkhólma og er hún mjög smekklegur gripur. Þá kom Léttir Jóhönnu Björnsdóttur, Bjarmalandi, og loks Bleikur Jónasar Hallssonar, Lindar- brekku. Klárhestar með tölti mættu einir 3 og var þeim rað- að þannig: Snarfari Jósafats Felixsonar, Húsey, sem hlaut að verðl. silfurbúið horn, far- andgrip, Hringur Jóhannesar Ottóssonar, Víðimýrarseli, og Köttur Þrastar Gunnarssonar, Varmalæk. Það má til nýlundu teljast, hér í Skagafirði a. m. k„ að í kappreiðunum tóku þátt tveir Þjóðverjar. Og til hugkvæmni þeirra er að rekja hið áður óheyrða hestsnafn Sólskin. En stutt ágrip af sögu þeirra Þjóð- verja, síðan þeir komu hingað til lands, er annars á þessa leið, að þeirra eigin sögn: Seint í vor eða snemma sumars, keyptu þeir nokkur unghross, lítt eða ekki tamin, af Þorkeli Bjarna- syni á Laugarvatni. Stigu þeir þegar á bak og riðu norður fjöll til Skagafjarðar. Hafa að und- anförnu dvalið í Krossanesi í Vallhólmi, hjá Sigurði bónda Óskarssyni, unað sér vel og rið- ið út dag hvern. Munu eitthvað hafa bætt við hrossaeignina. Mættu svo á kappreiðunum með tvö af tryppunum frá Þor- keli, rauðan fola, 5 vetra, Sól- skin að nafni og jarpa hryssu á sama aldri, sem skírð hefur ver- ið Amma. Eins og fyrr segir vann Sólskin það afrek að í baráttu sinni fyrir slíkum mál- um, að mælt er, að fáar hindr- anir standist. Ætla mætti, að pilsaþytur nokkur fylgdi þeirri konu, er með slíkum árangri gengur í fararbroddi. Hitt mun þó sönnu nær, að hinn eldlegi hjartans áhugi, einlægni og djörfung nái hvarvetna að tendra þann neista meðal sam- borgaranna, sem hverju menn- ingarmáli er höfuðnauðsyn til sigurs. Og frk. Sesselja er held- ur ekki ein á ferð kynsystra sinna í höfuðstað Norðurlands. Yngri og eldri konur á Akur- eyri í hundraðatali í slysayarn- ardeildum þeim, sem hún um langt árabil hefur veitt for- stöðu, fylgja henni fast eftir. Óvíða mun samstilltari eða at- kvæðameiri félagsskapur kvenna í þessum landsfjórðungi — ef nokkur er. — Það er heið- ur fyrir Akureyrarkaupstað, að eiga slíka borgara, sem frk. Sesselja Eldjám er. Dagur þakkar vinsemd henn- ar fyrr og síðar og sendir henni beztu afmæliskveðjur. Q liljóta 3. verðl. í 350 m. hlaup- inu og er vel af sér vikið af 5 vetra gömlum fola, ekki sízt þegar þess er gætt, að hann hafði- áður keppt í folahlaupinu og náð þar góðum tíma í undan- rás, 21.2 sek. — Áform þeirra þýzku er að ferðast nú á hrossa- eign sinni austur í Þingeyjar- sýslu, þaðan suður fjöll og úr því verður stigið á skipsfjöl með hópinn. Loks er svo gert ráð fyrir að fara í rólegheitum ríðandi þennan 600 km. spöl, sem liggur á milli skipsfjalar og endanlegs ákvörðunarstaðar. mhg - Minjasafnið á Akur- eyri opnað (Framhald af blaðsíðu 8) húseignin Kirkjuhvoll, Aðal- stræti 58, keyptur fyrir safnið, gerður upp og safninu þar síðan komið fyrir, á myndarlegan hátt á þrem hæðum hússins, svo sem nú má sjá. Aðilar að safninu urðu þrír: Akureyrarbær og Eyjafjarðai-- sýsla, auk Kaupfélags Eyfirð- inga. Bærinn á þrjá fimmtu hluta en KEA og sýslan sinn fimmta hlutann hvort. Minja- safnið er orðin sjálfseignastofn- un með sérstakri skipulagsskrá og undir sérstakri stjórn. Safn- vörður er Þórður Friðbjarnar- son byggingameistari á Akur- eyri. Hefur hann unnið af dugn aði við safnið og þær nauðsyn- legu breytingar á húsinu, sem því eru samfara, að breyta íbúð- arhúsi í safnhús. Hefur það tek- izt mjög vel, enda var Kirkju- hvoll upphaflega byggður af stórhug og á þeim stað í inn- bænum, þar sem skógrækt hófst á Akureyri fyrir meira en sex tugum ára. Hin öldnu og þroskamiklu tré setja mikinn og fagran ytri svip á þennan stað. Baldvin Ryel, fyrrum kaupmaður og konsúll, og kona hans byggðu Kirkjuhvol. Bygg- ingameistari var Sveinbjörn Jónsson, þá búsettur á Akur- eyri. Safnstjórnina skipa, auk for- mannsins, Jónasar Kristjáns- sonar: Ármann Dalmannsson, Kristján Einarsson, Sverrir Pálsson og Helgi Eiríksson. Auk þess er 15 manna fulltrúaráð. í kaffisamsæti því, sem áður getur, var lesið skeyti frá Ey- firðingafélaginu í Reykjavík, þar sem heillaóskir voru fram bornar og tjáð, að yfir stæði pen ingasöfnun, safninu til styrktar. Þá barst kveðja frá Snorra Sig- fússyni ásamt peningagjöf og kveðja og hamingjuóskir frá Baldvin Reyel og frú. Svein- björn Jónsson færði safninu, við þetta tækifæri, forna og merkilega Borgundarhólms- klukku úr búi Daníelsens á Skipalóni að gjöf. Jónas Krist- jánsson þakkaði gjafir og góðan hug. Ræður fluttu auk hans: Bragi Sigurjónsson og bar fram heillaóskir f. h. bæjarstjórnar, Þórarinn Eldjárn, Sveinbjörn Jónsson og Ragnar Ásgeirsson, Sesselja Eldjarn 70 ára

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.