Dagur - 26.10.1963, Síða 1

Dagur - 26.10.1963, Síða 1
......................."•*"*"*. Málgagn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíðsson Skrtfstofa í Hafnarstræti 90 Símar; Ritstjóri 1166. Aocl. OG afcr. 1167. Prentverk. Odds Björnssonar njp., Akureyri l .......... '.... ,■■ ■ XLVI. árg. — Ákureyri, laugardaginn 26. október 1963. — 62. tbl. ------------------------------ Augi.ýsincastjóri Jón Sam- ÚF.LSSON . ÁrGANGURINN KOSTAR kr. 150.00. Gjalddagi ER 1. JÚLÍ Blaðid kemur út' á midvikudög- UM OG Á LAUGARDÖGUM, ÞEGAR ÁSTÆÐA ÞYKIR TIL Gróðrarstöðin á Akureyri seld Frá aðalfundi Ræktunarfélags Norðurlands Þessi mynd er frá Laxárvirkjun í Suður-Þingeyjarsýslu. NÝ STÓRVIRKJUN í LAXÁ? Nú, sem oftar, eru raforkumálin ofarlega á dagskrá. Orkuþörfin vex með ári hverju og stórvirkjanir til útflutningsframleiðslu hafa verið í athugun hin síðustu ár. Hér, á orkuveitusvæði Laxár, sýnist það liggja ljóst fyrir, að orkan verður of lítil eftir 3—1 ár. Þörf er því á, að undirbúa fram- kvæmdir, eða tryggja rafmagn á annan hátt, hið fyrsta. Áætlanir um nýja Laxárvirkjun eða virkjanir hafa þó að sjálfsögðu verið gerðar, og ákvarðana er að vænta í vetur. AÐALFUNDUR Ræktunarfé- lags Norðurlands var haldinn á Hótel KEA 19. október s.l. Mætt ir voru nær allir þeir, scm þar hafa fulltrúaréttindi. En þeir eru: Búnaðarþingsfulltrúar í Norðlendingafjórðungi, einn full trúi frá hverju búnaðarsam- bandi á sama svæði, ásamt stjórn félagsins. Framkvæmdastjóri Ræktun- arfélagsins er Ólafur Jónsson ráðunautur. Stjórnarformaður félagsins er Steindór Steindórs- son og meðstjórnendur Jónas Kristjánsson og Ólafur Jónsson. TOGARINN ÓNÝTUR BREZKI togarinn, sem strand- aði undir Grænuhlíð í ofviðrinu er talinn ónýtur og vonlaust orðið, að honum verði náð af strandstað. Tilraunir í þá átt hafa ekki borið árangur. Tutt- ugu manna áhöfn hans er um borð í Óðni. Togari þessi, Nort- hern Spray, hefur áður strand- að á Vestfjörðum. Togarinn Júní strandaði ná- lægt Hafnarfirði. Hann komst aftur á flot á næsta flóði og lítið skemmdur. □ stöð). Tveir menn slösuðust. Víða fuku járnplötur af hús- um og uppsláttur á húsum í byggingu. Tveir menn slösuð- ust. Varð annar fyrir járnplötu en timbur fauk á hinn. Bát rak upp við Strandgötu. Báturinn Laxinn, síldveiðibát ur Kr. Jónssonar, slitnaði frá HLJÓMLEIKAR SELLOSNILLIN GURINN Er- ling Blöndal-Bengtson kemur til Akureyrar á vegum Tónlist- arbandalagsins og heldur hljóm leika í Borgarbíói n. k. mánu- dagskvöld kl. 8.30. Undirleikari er Árni Kristjánsson. Hér verða því ósviknir listamenn á ferð, sem ástæða er til að gefa gaum. Níu ár eru liðin síðan sello- leikarinn var hér síðast á ferð. Styrktarfélagar geta fengið nokkra aukamiða hjá Haraldi Sigurgeirssyni og nýir ■ félagar snúi sér til hans. Þessar samþykktir voru gerð- ar á aðalfundinum: Varðandi útgáfu Ársritsins: „Stjórnum Búnaðarsambanda þeirra, er gera ársritið að félags riti sínu verði falið að skipa hvert sinn mann í ritnefnd með ritstjóra ársritsins. Aukin verði fjölbreytni árs- ritsins og aflað meiri auglýsinga. Birt verði ágrip af ársskýrsl- um sambandanna í Norðlend- ingafjórðungi, fréttir frá sam- böndum eftir því sem ritnefnd ákveður.“ Þessi tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Um sölu á eignum félagsins: Eftirfarandi tillaga var sam- þykkt samhljóða: „Fundurinn er því samþykk- ur að eignir fólagsins verði seld- ar með b- )i, sem stjórnin hefur ákvec ‘ (Þar er átt við Gróðrarstöðin: á Akureyri, á- samt lausu og fös' i, er henni fylgir). Um stofnun efnarannsóknar- stofu á Akureyri: „í framhaldi af fyrri sam- þykktum, um stofnun efnarann sóknarstofu í þágu landbúnaðar (Framh. á bls. 2) Höepfnersbryggju og rak upp í sandinn við Strandgötu. Bátur- inn mun lítið eða ekki skemmd- ur. Á hrakningi. Sjómaður, einn á trillu, lenti í hrakningi hér úti á firðinum og náði ekki heim til Akureyr- ar. Fór hann til Svalbarðseyrar og batt bát sinn þar við bryggju. Trillan sökk um nóttina. Bátur brotnaði í spón. Bátur slitnaði upp á Litla-Ár- skógssandi og rak á land í Grenivík og brotnaði í spón. Bát þennan áttu Jóhann Ás- mundsson og Ásmundur Jó- hannsson á Litla-Árskógssandi, og var hann 10 tonna dekkbát- ur, Þorvaldur EA 474. Mikið tjón á Barká. Á Barká í Hörgárdal var bú- ið að hlaða veggi 30 kúa fjóss, fyrir hálfri annarri viku og átti að fara að setja sperrurnar upp. Knútur Otterstedt rafveitu- stjóri á Akureyri kallaði blaða- menn á sinn fund stundu áður en blaðið fór í prentun, og ræddi raforkumálin. Verður hér drepið á aðeins örfá atriði af þeim, sem þar komu fram. Veggirnir hrundu til grunna að heita mátti. Af nýbyggðri lilöðu fauk þakið að mestu. Gömul fjóshlaða lagðist saman í veðr- inu á þessum sama bæ. Ástand- ið þar er því hið hörmulegasta. Bóndinn á Barká er Freyr Gestsson. Báturinn stóð á öðrum stað. Á Kljáströnd vildi það til í óveðrinu, að árabátur Höskuld- ar bónda í Réttarholti fauk all- langa leið. En báturinn stcð á réttum kili, óbrotinn. Töluvért hey fauk á Hjalla við Grenivík og ýmsar smærri skemmdir urðu á bæjum hér og þar í Grýtubakkahreppi. Trilla sökk og tvær rak á land. Á Raufarhöfn gerði ofsarok, (Framh. á bls. 8) Á FIMMTUDAGINN brann frugvélin Sólfaxi og eyðilagðist gjörsamlega í flugskýli í Nars- sarssuaq á Grænlandi, ásamt tveim dönskum Katalina-vélum og emkaflugvél, er voru í sama skýli. Engin slys urðu á mönn- um. Uppi eru ráðagerðir um, að auka stórlega vatnsmagn Laxár, með stórar framhaldsvirkjanir fyrir augum. Vatnsaukuinguna má fá með því að veita Suðurá í Svartárvatn og veita síðan öllu vatnsmagni Svartárvatns í Kráká. Svartá, sem kemur úr Svartárvatni, yrði að sjálfsögðu tekin í hina nýju vatnaleið. Vatnsaukningin við þessar breytingar er talin vera um 18 rúmmetrar á sek. En með- alrennsli Laxár nú er 35 rúm- metrar, eða með öðrum orðum 40% aukning. Með nýrri virkjun hjá Brú- um er ráðgerður allt að 30 m hár stýflugarður, miðað við fulla virkjun, sem yrði um 100 metrum ofan við gömlu stýfl- una. Laxá fullvirkjuð á þessum stað gæfi þá um 7 sinnum meiri orku en orkuver þau, sem nú þegar hafa verið byggð. í áætlunum um Laxárvirkj- anir er einnig hugleiddur sá möguleiki, að virkja Laxá gegn um Másvatn, sem er 2 metrum lægra en Mývatn, leiða ána síð- an norður heiði og byggja virkj- unina skammt frá Stóru-Laug- um í Reykjadal. Sólfaxi annaðist ískönnunar- fiug fyrir dani og farþegaflutn- inga milli fslands og Græn- lands. Sólfaxi ásanit útbúnaði var talinn 10 milljón króna virði. Flugfélagið athugar nú mögu- leika á flugvélakaupum. □ Rafveitustjórinn telur, að full virkjun Laxár hjá Brúum geti skilað orku við sæmilegu verði — orku, sem veita má bæði aust ur og vestur, einnig til Suður- lands, og telur það heppilegri lausn málsins en að Norðlend- ingar fái orkuna að sunnan, eins og til mála hefur komið. Við fulla mannvirkjagerð við Laxá er nauðsynlegt talið, að hafa vatnsgeyma mikla og stóra. Er Mývatn þar að sjálf- sögðu stærsti faktorinn, svo og Svartárvatn og uppistaða sú, sem við fyrirhugaða stýflu (Framhald á blaðsíðu 4). Egill Þórláksson kenn- ari lilaut heiðursverð- laun úr bæjarsjóði SÍÐASTI bæjarstjórnarfundur samþykkti einróma að bæjar- sjóður veitti Agli Þórlákssyni 50 þús. króna heiðursgjöf „fyr- ir frábært og óeigingjamt starf um margra ára skeið í þágu yngstu borgara bæjarins“. Þetta er myndarleg viður- kenning hjá hinni gætnu bæj- arstjórn. En trúlegt er, að þessi rausn þyki flestum makleg, og öllum, sem til Egils og starfa hans þekkja. Q VINDSTIG A AKUREYRI ? Ofsaveður gekk yfir Norðurland sl. miðvikudag SÍÐDEGIS á miðvikudaginn skall á ofsaveður af suðri og síðan vestri. Gizkað er á, að vindhraðinn hafi kornizt upp í 15 stig í livössustu hryðjunum á Akureyri (9 vindstig á veðlirathugunar- SÓLFAXI BRANN

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.