Dagur - 26.10.1963, Blaðsíða 8
8
um fauk járn af fjárhúsi og þar
brotnaði einnig steyptur vegg-
ur. Á Skútustöðum tók mikið
járn og langbönd, af fjárhúsi og
hlöðu. í Neslöredþm- fauk fjár-
húsþak. Víða fauk eitthvað af
heyjum. Á Arnarvatni brast ný
steyptur fjárhúsveggur.
Brúin fauk.
í Laxárdal fauk brú, sem átti
að setja á Laxá skammt frá
Kasthvammi. Brú þessi var
gömul, ættuð úr Axarfirði. Bú-
ið var að reisa turn, til að lyfta
brúnni upp og setja hana yfir
ána. En brúin fauk á turninn
og lagði hann saman.
skemmdar. Víða fuku hey. Á
Langanesströnd fauk hlaða á
Hölkná, nýbyggð, þakið alveg
og veggir að nokkru. í Hvammi
fór stafn úr hlöðu o. s. frv.
Símastaurar brotnuðu þótt
ekki væri ísing og er það algert
einsdæmi, enda var veður þetta
ægilegt og mesta aflveður, sem
menn muna.
Menn lentu í hvassviðrinu í
eftirleit. Á heiðavatni einu var
nokkuð þykkur ís að morgni.
Um kvöldið hafði ísinn látið
undan rokinu og hrannazt í
tveggja metra háa bólstra við
enda vatnsins.
Mótorbáturinn Þorvaldur brotnaði á Grenivíkurfjöru.
(Ljósm. Magnús frá Skógum).
Fárviðrið mikla á Norðurlandi
(Framh. af bls. 1)
sem var mest kl. 10—12 á mið-
vikudagskvöldið.
Tvær trillur slitnuðu upp og
eru þær eitthvað skemmdar, og
sú þriðja sökk á legunni og
hafði hún ekki náðst upp síð-
degis á fimmtudag.
Þá fauk verkfæraskúr og sleit
raflínur, svo að rafmagnslaust
varð í suðurhluta þorpsins. —
Girðingar fuku og hey, og rúð-
ur brotnuðu í húsum.
Járn fauk alveg af einu íbúð-
arhúsi og töluvert af öðru. Allt
var á tjá og tundri. Á skrifstofu
kaupfélagsins var ljót aðkoma
á fimmtudagsmorguninn. Stór
rúða hafði brotnað og álíka um-
horfs og þar hefði sprengja fall-
ið.
Járn fauk af húsum.
Á Kópaskeri gerði sunnan
rok, sem síðan snerist í vestan
ofsaveður.
Járn fauk af annarri hlið þaks
ins á nýja barnaskólahúsinu í
Lundi í Axarfirði. Hús þetta var
um það bil fokhelt. Járnplötur
fuku af þaki íbúðarhúss á Hóli
í Kelduhverfi og af fjárhúsþaki
í Skógum. Ennfremur fauk eitt-
hvað af þakjárni á hlöðu á Reist
arnesi á Sléttu.
Heyin ultu um koll.
Bílstjói'i, sem ók um Keldu-
hverfi morguninn eftir hvass-
viðrið sagði, að tvö af hverjum
Biðlað til Aljiýðii-
bandalagsins
ORÐRÓMUR er á kreiki um
það í Reykjavík, að í þreng-
ingum sínum hafi ríkisstjórn-
in ákveðið að leita stuðnings
Alþýðubandalagsins.
Mun Ólafur Thors íorsætis-
.ráðherra hafa tekið að sér að
kanna það mál og bera upp
bónorðið. Og víst er, að hann
situr löngurn stundum á fund-
um með Einari Olgeirssyni og
í öðru lagi með Hannibal. Ó-
líklegt þykir, að forsætisráð-
herra bjóði minna en tvo ráð-
herrastóla. Alþýðubandalags-
menn eru mjög hikandi og
vita, að kaupbindingin er efst
á blaði á óskalista stjómar-
innar um þessar mundir. □
þrem heyjum þar í sveit væru
að meira eða minna leyti fokin
eða oltin um koll. Hafa því hey-
skaðar orðið miklir þar í sveit.
Skúr, sem hvarf.
Verkfæraskúr, sem þeir Haga
menn á Akureyri höfðu reist á
Kópaskeri, hvarf í rokinu, en
mest af verkfærunum fannst
skammt frá þeim stað, er skúr-
inn stóð.
Unnur dró iegi í.
Tíu tonna pátu Jnnur, sem
lá við Hrísey, dró legi -in, en
fór ekki upp. Af þaki frystihúss-
ins fuku 10 járnplötur. Aðrar
teljandi skemmdir urðu ekki
þrátt fyrir versta veður.
Hvasst í Sölvadal.
f Sölvadal var veðurhæð mik
il. Þriðjungur þaks á nýlegri,
stórri heyhlöðu á Draflastöðum
fauk. Ennfremur skemmdist
heyhlaða á Eyvindarstöðum.
Skemmdir á Stafni í Reykjadal.
í Revkjadal í S.-Þingeyjar-
sýslu urðu töluverð tjón. í
Stafni fuku járnplötur af
tveim húsum, að Verulegu leyti,
og hey fauk þar einnig. Þar
fauk líka heyvagn á jeppa og
skemmdist jeppinn og gamall
skúr fauk. Á Öndólfsstöðum
fauk helmingur af þaki hey-
hlöðu og heyvagn fauk og eyði-
lagðist. Ennfremur fauk nokk-
uð af þakjárni af barnaskólan-
um nýja á Litlu-Laugum. Víða
varð eitthvert tjón af völdum
hins mikla veðurs, þótt ekki
væri í stórum stíl. Á Mývatns-
heiði var Akureyrarbíll á ferð
og fauk hann út af vegir.um.
Ekki meiddist ökumaðurinn,
sem var einn, né heldur laskað-
ist ökutækið svo teljandi væri.
Blásið í brunalúðra.
Á Húsavík var blásið í bruna
lúðra óveðurskvöldið. Eldurinn
var í verbúð við höfnina og
brann hún, en útbreiðslu elds-
ins tókst að hefta þótt hvasst
væri. Öðru hverju var raf-
magnslaust á Húsavík þetta
kvöld og fór rafmagnið af, rétt
eftir að brunalúðrar voru þeytt
ir. En þeir ganga fyrir raf-
magni. Var því heppni með, að
hægt væri að nota þá við útkall
slökkviliðsins. Fáum dögum
fyrr, eða á mánudagskvöldið,
kviknaði í búð í verzlunarhúsi
KÞ, 4. hæð. Skemmdir urðu,
einkum af reyk og vatni. Talið
er að kviknað hafi í út frá raf-
magni.
Veðrið tók trillubát og sjóliús.
Á Rauðuvík á Árskógsströnd
tók rokið sjóhús, svo ekkert
sást eftir, ennfremur fauk lítill
trillubátur og er hann ónýtur.
Skemmdir urðu á fjárhúsþaki
þar og einnig í Syðri-Haga. Hey
fauk í Stærra-Árskógi.
Þá vildi það til óveðursdag-
inn, að kviknaði í nýbýlinu Sól-
vangi við Þorvaldsdalsá. Eng-
inn var heima er þetta gerðist.
Kviknað hafði út frá rafmagns-
saumavél. Slökkviliðið frá Dal-
vík kom á vettvang. Tjón varð
ekki mikið af eldi, en töluvert
mikið af reyk og kolsýringi.
Ofsaveður í Mývatnssveit.
Á flestum bæjum í Mývatns-
sveit urðu einhver tjón af því
voðaveðri, sem þar gekk yfir.
í Vogum fauk helmingur af
hlöðuþaki og steyptur veggur
sömu hlöðu lirundi. Á Hofsslöð-
300 járnplötur fuku.
Af síldarverksmiðjunni í
Vopnafirði fuku 300 plötur.
Ekki flugu þær þó á sjó út, en
féllu til jarðar örskammt frá,
beyglaðar og rifnar.
Eitthvað fauk á flestum bæjum.
Eitthvað fauk, næstum á
hverjum bæ, sagði fréttaritari
Dags á Gunnarsstöðum. Þak
fauk af nýbyggðu íbúðarhúsi í
Flögu, verkfærageymsla fauk á
Óslandi og Tunguseli. Og gam-
alt geymsluhús fauk á Þórs-
höfn, að mestu leyti — þakið
fór fyrst í heilu lagi. Tvær
trillur sukku á höfninni í Þórs-
höfn, en þeim var náð upp í
gær, lítt eða ekki skemmdum,
nema að vélarnar eru auðvitað
ALLT BAR UPP A
SAMA DAGINN
ÞANN DAG töpuðu Akureyr-
ingar fyrir Keflvíkingum í bik
arkeppni KSÍ. Þann tlag var
priggja-banclalaga-keppni háð
— þ. e. UMSE, ÍBA og ÍBK.
Þetta var hin árlega frjáls-
íþróttakeppni nefndra aðila.
Akureyringar lögðu til einn
keppanda — aðeins einn —.
Þann dag birti „blað allra
landsmanna“, Morgunblaðiðý
myndir af nýja vínbarnum í
Sjálfstæðishúsinu á Akureyri.
Vínútsölum fjölgar, drykkju-
skapur vex — og íþróttirnar í
öldudal. □
Véið- og búsáhaldadeild K. E. Á.
í nýju húsnæði í Glerárgöfu
ÞANN 23. október sl. opnaði
Véla- og búsáhaldadeild KEA
sérstaka verzlun í Glerárgötu
36, þar sem seldir eru allir vara
hlutir í bifreiðar og landbúnað-
arvélar, sem fram til þessa hafa
verið seldir í kjallai'a deildar-
innar í Hafnarstræti 93. Verzl-
unin er á annarri liæð húss þess
er KEA er að reisa fyrir Bygg-
ingavörudeild sína. Húsakynni
eru þar mjög björt og rúmgóð
og veita stóraukna möguleika
til bættrar þjónustu.
Rúmgott bílastæði er fyrir
framan verzlunina.
Afgreiðslumenn eru 2: Þór-
gnýr Þórhallsson, sem er verzl-
unarstjóri, og Sigurður Frið-
steinsson.
Símanúmer verzlunarinnar
er 2997, og á næstunni fæst
einnig samband við þessa deild
í gegnum aðalsíma kaupfélags-
ins: 1700. □
Guðmundur Jónsson og Gunn
ar Eyjólfsson skemmta á veg-
um Æskulýðsfélags Akureyr-
arkirkju á morgun, sunnudag,
í Borgarbíói.
Þessar, því miður of mis-
stóru myndir, eru af þehn
Guðmundi og Gunnari.