Dagur - 26.10.1963, Page 5

Dagur - 26.10.1963, Page 5
4 I S Nauðsyn nýrrar sleinu FJÁRLÖG sýna, að þjóðfélagsþegn- unum er ætlað að greiða nær 1700 milljónum meira til ríkissjóðs á næsta ári en þeim var ætlað 1958. Samt fjasa stjórnarblöð um lækkun skatta á almenningi. Þau neita f jálg- lega, að nokkur nýr tollur eða skatt- ur hafi verið á lagður í tíð „viðreisn- ar.“ Þau muna ekkert eftir 3% sölu- skattinum, sem lagður var á allar vör ur og þjónustu, meira að segja soðn- inguna. Ennfremur var lögleitt nýtt viðbótar innflutningsgjald af öllum innfluttum vörum, sem nemur hundr uðum milljóna. Þennan skatt er bú- ið að lögleiða til langframa. Sérstak- ur launaskattur hefur verið lagður * á bændur, og útflutningsgjöld á sjáv- arafurðir hafa verið hækkuð upp í 7.4%. Auk þess eru svo einir og aðr- ir sérskattar og tollar undir felunöfn um. Þrátt fyrir þetta og fleira í sömu átt, fullyrða stjórnarblöðin ennþá, að skattar hafi ekki hækkað og að „viðreisnin“ hafi alltaf unnið að skattalækkun. Skollaleikur stjórnarblaðanna um tollalækkanir heldur raunar ennþá áfram. Þeir sem höfðu bundið fyrir augun, hafa það sumir ennþá þótt bæði Bjarni Ben og Gunnar Thor- oddsen fjármálaráðherra hafi sjálfir og í gegnum Gylfa Þ. Gíslason neyðzt til að játa á sig skipbrot „við- reisnarinnar" opinberlega, og biðja fólk að duga nú vel og bjarga „við- reisninni“. Áður sögðu þeir að „við- reisnin“ myndi með töframætti sín- um bjarga fólkinu. Hin mikla efnahagslega upplausn, sem hvarvetna blasir við, svo sem í launamálum, húsnæðismálum, láns fjármálum og óðadýrtíðinni, sem aldrei magnast hraðar en nú, eru heimatilbúnar meinsemdir og eru vaxandi þrátt fyrir góðæri og hækk- andi vöruverð erlendis á íslenzkum afurðum. Hörmulegur er þáttur Alþýðu- flokksins í „viðreisnar“-skrípaleikn- um. Oft gengur aðalmálpípa þess flokks fram fyrir skjöldu og talar máli íhaldsins. Nýlega lýsti hún því opinberlega yfir, og lét tvílesa í út- varpi, að launamismunurinn hér á landi væri meiri nú en áður og að hinir fátækari bæru minna úr být- um. Síðan lofsöng hún „viðreisn- ina“ og bað um stuðning til að hún mætti vera lengur við lýði! Hver myndi hafa trúað því, að eftirkom- endur Jóns Baldvinssonar og fleiri slíkra Alþýðuflokksmanna, sem börð ust djarflega fyrir meira jafnrétti, skyldu síðar biðja þjóðina um stuðn- ing við þá íhaldsstefnu, að auka launamismuninn — gera þá ríku rík- ari og þá fátæku enn fátækari? Nú er nauðsyn nýrrar stefnu í efnahagsmálum. Ef ekki, leiðir það til nýrrar styrjaldar í innanlandsmál um — á rústum „viðreisnarinnar.“ □ Ur ávarpi Páls Zóphoníassonar Hér fer á eftir niðurlag af einni síðustu hvatningargrein Páls Zóphoníftssonar, fyrruni búnaðamiálastjóra. — Hún á erindi til bænda og samvinnunianna um land allt. GÍSLI GUÐMUNDSSON, alþingismaður: Landsbyggðinni ber að heimla lífsrélt sinn HÉR fer á eftir — að undanteknum stuttum köflum um kosninga- baráttuna o. fl. — ræða, sem Gísli Guðmundsson alþingismaður flutti í útvarpi frá Akureyri 30. maí sl. Efni þessarar ræðu átti erindi til aimennings fyrir kosningar, og á það ekki síður nú. Ekki eru þeir tímar löngu liðnir, enda vel minnisstæðir eldri mönnum, þegar fram- leiðsluvörur bændanna voru lítt seljanlegar og þeir máttu kné- krjúpa kaupmönnun til þess að biðja þá að kaupa þær af sér, og verðið skömmtuðu kaup- mennirnir. Biðu bændur stund- um með fjárrekstra sína hér í Reykjavík marga daga. Þegar undan er tekinn Garðar Gísla- son, er mér ekki kunnugt um nokkurn kaupmann, sem reyndi að gera nokkuð til að afla vör- um bænda álits og markaðar. Bændur hófust því sjálfir handa og stofnuðu með sér félagsskap til að vanda vörur sínar og selja þær. Það voru þeir, sem stofnuðu sláturhúsin, og nú eru þau komin um allt land, þó að enn séu þau víða ófullkomin og eigi eftir að breytast eftir kröf- um tímans. Nokkrir kaupmenn hafa nú byggt sér sláturhús og reyna að ná til sín sláturfé, en ég vona, að engir bændur vilji láta þá fá aðstöðu til þess aftur að skapa þeim verðið, eins og þeir áður gerðu. Þegar sauðakaup Englend- inga hættu, og ekkert var að selja úr búinu, voru það bænd- urnir, sem bundust samtökum um stofnun rjómabúanna, sem um tíma öfluðu bændum pen- inga í bú fyrir smjörið, er selt var til Englands, án tilverkn- aðar kaupmanna. Heldur ekki þar komu kaupmennirnir við sögu. Enn voru það bændurnir sjálfir, sem stofnuðu mjólkur- búin og lögðu mjólk sína inn í þau til sölu og vinnslu, og hættu að selja kaupmönnum, sem áður reyndu að sækja hana til þeirra, borga þeim lágt verð fyrir, en seldu hana til neyt- enda í Reykjavík miklu hærra verði, og hirtu sjálfir hagnað- inn. Fast skipulag komst ekki á mjólkurvörurnar fyrr en afurða sölulögin komu rétt eftir 1930, en um fá lög hefur staðið meiri styr, og stóð kaupmannavaldið þar svo fast á móti, að margir framámenn í þeirra liði minnk- uðu mjólkurkaup sín verulega til þess að „sýna bændum í tvo heimana“, ef þeir héldu áfram að sniðganga kaupmennina. Loks stofnuðu bændur sínar verzlanir, pöntunarfélögin og kaupfélögin, til þess að fá nauð- þurftir sínar ódýrari og komust með því að mestu framhjá kaup mönnum með verzlun sína. Ég hef verzlað við kaupfélög síðan ég fór að halda eigin heimili, aldrei keypt vörur þar dýrara en hjá kaupmönnum, og þó fengið alls á annan tug þúsunda í verzlunararð við árslok, og hefði það allt runnið í vasa kaupmanna, hefði ég skipt við þá. Eyfirðingar, sem hafa verið manna trúastir við sitt kaupfé- lag, hafa fengið yfir 15 milljónir kr. í verzlunararð frá *félagi sínu, og eiga nú þar að auki miklar eignir sameiginlega, sem ekki verða fluttar úr héraðinu, hvorki úr landi né til Reykja- víkur, og ef til vill er það mesti þjóðfélagsvinningurinn af starf- semi kaupfélaganna. Enn hafa bændur myndað með sér félagsskap til þess að rækta jörðina, bæta og stækka Páll Zophóníasson. túnin, bæta kúakynið, sauðfjár- kynið o. fl., og með þessu öllu skapað niðjunum betri afkomu og þjóðinni allri betri framtíð. Gildi bændasamtakanna eiga margir yngri bændur erfitt með að skilja. Þeir stóðu ekki í eld- inum á sínum tíma og skilja því varla þá baráttu, sem eldri bændumir stóðu í og sigruðust á, þrátt fyrir magnaða mót- spyrnu kaupmannavaldsins. Ég tel, að sá bóndi sé ekki góður bóndi, sem ekki stendur með félögum sínum sem virkur þátttakandi í þeirra hagsmuna- BÍLSKÖMMIN BILAÐI HJÁ LÖGREGLUSTÖÐINNI. SAGT er, að sumir bændur „lumi á lögg“ til að gleðja með gesti sína. Hjá einum slíkum fékk bæjarmaður hressingu, er hann kom þar í heimsókn, og hélt síðan heimleiðis. En tilvilj- unin hagaði því svo, að þegar hann var kominn í bæinn og á þann stað, sem stytzt er til lög- reglustöðvarinnar, bilaði farar- tækið. Stæðilegur lögregluþjónn vildi óðar rétta hjálparhönd. En þá brá svo við, að ferðamaðurinn tók til fótanna, og vakti það grunsemdir hjá verði laga og réttar, sem nægðu til eftirfarar. Grunur um ölvun við akstur reyndist réttur. ÆSILEGUR ELTINGAR- LEIKUR ÞVÍ miður mun sumum öku- mönnum þykja óhætt að bragða áfengi, ef þeir eru langt frá að- alstöðvum yfirvaldanna. Sá mis skilningur leiddi í sumar til æð- isgengins eltingarleiks milli bif- reiðarstjóra og bifreiðaeftirlits- manns. Bifreiðarstjórinn var að vísu ódrukkinn, en hafði þó aðeins „verið með“ og var nú á heim- leið, undir morgun. Þá mætti hann góðkunningja sínum, bif- reiðaeftirlitsmanni. Menn stigu út og ferðafólkið tók tal saman. En allt í einu stekkur bifreiðar- stjórinn í bifreið sína og ekur af stað í ofboðslegri ferð og beygir út af alfaraleið og var þegar horfinn. Bifreiðaeftirlits- manninum þótti þetta harla samtökum, því að öll vinna þau heint að hagsmunamálum þeirra og líka að heill alþjóðar. Hvort mundi nú vera þjóðfélaginu happadrýgra, að þær 15 milljón ir, sem Eyfirðingar hafa fengið sem ágóða frá félagi sínu, en annars hefðu runnið í vasa kaupmanna, svo og eignum kom ið upp, þeim sem félagsmenn nú eiga í sameiningu, og félagið not ar og nýtur til starfrækslu sinn ar á komandi árum, væru nú skiptar milli þeirra kaupmanna, sem þeir hefðu skipt við þessi ár, og mikið af þeim stæðu nú í eignum þeirra eða niðja þeirra, þar sem þeir nú væru búsettir? Hvar eru nú eignir kaupmann- anna, sem báru erlendu nöfnin og verzlað var við áður og fyrst eftir að kaupfélagið var stofn- að, og hvaða gagn hafa Eyfirð- ingar og þjóðarheildin af þeim? Þetta er yngri bændunum hollt að leggja niður fyrir sér, um leið og þeir athuga viðhorf sitt til félagsskapar bændanna og munu þeir við þá athugun sjá, að þeim er happadrýgst að starfa heilir og óskiptir í félags- skap sínum. Með því vinna þeir bezt að heill sinni og þjóðfélags ins í heild. Með því gera þeir landi sínu og þjóð mest gagn, og það er það, sem hver sannur íslendingur á að keppa að. —o— Þegar ég var ungur, brenndi faðir minn það inn í barnsvit- und mína, að ég ætti að skoða hvert mál frá þremur hliðum, þeirri, er sneri að mér og mín- grunsamlegt og hóf „eftirreið". Varð þarna mikill og sögulegur eltingarleikur, utan alfaraleiða, síðar málarekstur og vitna- leiðslur. KAPPAKSTUR Á GÖTUM AKUREYRAR FYRIR nokkrum dögum háðu þrír menn kappakstur á Ráð- hústorgi á Akureyri. Óku þeir svo hratt, sem farartækin þoldu. Fylgdi þessu hihn ógur- legasti hávaði, sem aðvaraði fjölda nærstaddra manna um, að fara út á götuna. Ekkert slys hlauzt af þessu og má það guðs mildi heita. Vonandi hafa menn þessir verið kærðir og komast þá ekki hjá nánari umhugsun um, í hve mikla hættu þeir settu sjálfa sig og marga meðborgara sína. Eng inn lögregluþjónn var sjáanleg- ur þegar þetta vildi til. Lögreglan í bænum hefur sýnt nokkra viðleitni í þá átt í sumar að kæra ökufanta og að- vara menn fyrir ógætilegan akstur. Er það vel, því ekki er nein ástæða til að þola fíflslega hegðun í umferðinni — hegðun, sem ógnar lífi og limum borgar- anna. — Virðing mannanna þriggja, sem háðu kappakstur við Ráðhústorg, fyrir lögum og rétti og lífi samborgaranna var vissulega of lítil. Sá atburður og aðrir svipaðir ættu ekki að geta komið fyrir í sæmilega skipulögðu samfélagi. Atburð- urinn minnir á, að enn þurfi að herða róðurinn í umferðarmál- um. um, þeirri, er sneri að samborg urunum, og þeirri, sem sneri að þjóðarheildinni. Ég ætti að reyna að láta hagsmunasjónar- mið mín og minna víkja fyrir sjónarmiðum heildarinnar og fyrst og fremst vinna að fram- gangi mála með sjónarmið heild arinnar fyrir augum. Þetta sjón armið vildi ég geta fest í huga allra, en þó sérstaklega bænd- anna. Þeir hafa manna mest og bezt unnið að því að bæta land- ið og búa í haginn fyrir kom- andi kynslóðir, og þeir hafa að mörgu leyti bezta aðstöðu til þess, það gerir þeirra starf. Þetta hafa þeir sýnt, gömlu bændurnir, sem byggðu upp samtök bændanna, og ég vona, að niðjar þeirra, sem nú búa á jörðunum, verði engir ættlerar. Líklega verður þetta síðasta ÞEGAR farið er upp frá Ból- staðarhlíð þjóðveginn norður yfir Vatnsskarð er fyrst farið upp með Hlíðará þangað til veg urinn snarbeygir suður og upp fjallið. Úr beygjunni blasir við snoturt býli, norðan árinnar, fýrir botni dalsins, sem áin fell- ur um vestur til Svartárdals. Heitir bær þessi Þverárdalur. Þar bjó um síðustu aldamót Brynjólfur Bjarnason, sýslu- mannssonur frá Geitaskarði og dóttursonur þjóðskáldsins Bjarna Thorarensen amtmanns, REYKINGAR BARNA. í Reykjavík og nágrenni hefur farið fram rannsókn á því, hve sígarettureykingar eru algeng- ar meðal barna og unglinga. 10 af hverjum 100 í 10 ára bekkj- um skólanna voru farnir að reykja, einnig nokkuð af telp- um á þessum aldri. f hærri ald- ursflokkum voru reykinga-ung- lingar fjölmennari. Þessar upp- lýsingar vöktu að vonum mikla eftirtekt, er þær voru birtar í heild. 'En ef að Akureyringar ætla að hugga sig með því, að þessar ískyggilegu tölur barna, sem reykja, séu þeim lítt viðkom- andi, fara þeir villir vegar. Það er ekkert einsdæmi hér á Ak- ureyri, að sjá börn á barna- skólaaldri reykja og það er vissulega hryggilegt. Reykingar eru líka töluvert algengar með- al nemenda annarra skóla. Nemendur skólanna, kennar- ar og foreldrar segja e. t. v. sem svo, að þetta séu litlar fréttir. En eru þau ekki of algeng við- horfin þeirrar gömlu------, sem sagði með sannfæringarkrafti: „Ekki hann Jói minn“, og þó var Jói ekki barnanna beztur. Eflaust gæti það orðið kenn- urum og foreldrum hvatning til að reyna að forða börnunum frá því að ánetjast tóbaksnautn- inni, ef hafðar eru í huga þær tölulegu staðreyndir, sem áður greinir, og ennfremur það, að okkar börn, hér á Akureyri, eru þegar farin að feta ó- gæfusporin, hvað reykingar snertir. grein, sem ég skrifa og hef ég meö henni viljað benda bænd- um á eitt og annað í starfi þeirra, sem ég vil biðja þá að hugleiða og viia, hvort þeir ekki í því finni eitthvað, sem þeir geti notað sér til að gera bú sín arðvænlegri en þau eru nú, eitt hvað, sem geti gert þá að betri félagsmönnum og eitthvað, sem geti gert þá að meiri og betri þjóðfélagsþegnum. Með þeirri einlægu ósk, að þeim megi auðnast að vinna sem bezt að því að hjálpa Drottni til að betrumbæta land- ið okkar, og skapa niðjunum betri lífskjör, og vaxa sjálfir að manngildi við það, kveð ég þá með þakklæti fyrir alla sam- vinnu meðan ég var vinnumað- ur þeirra. 1. júlí 1961. þjóðkunnur gleðimaður og gest- gjafi. — Sex árum eftir að Brynjólfur hætti búskap í Þver árdal flytja þangað miðaldra hjón norðan úr Eyjafirði, Gunn ar Árnason og ísgerður Pálsdótt ir. — Gunnar Árnason verður áttræður 24. þ. m. Hann dvelur nú, ásamt konu sinni, á Elli- heimilinu við Þórunnarstræti á Akureyri. Þar sem fjarlægðin bannar mér að flytja honum persónulegar kveðjur, vil ég biðja Dag fyrir árnaðaróskirn- ar. Gunnar Árnason er Þingey- ingur að ætt og uppeldi. Þar kvæntist hann og sinni ágætu konu. Búskap hófu þau að Garði í Fnjóskadal, en fluttu fljótlega til Eyjafjarðar. Bjuggu þau þar um áratug, síðast á Krónustöðum í Saurbæjar- hreppi. Vorið 1921 flytja þau Gunnar og ísgerður svo vestur í Bólstaðarhlíðarhrepp í Húna- vatnssýslu, þar sem þau bjuggu síðan í fullan aldarfjórðung. Gunnar og ísgerður unnu sér traust og vináttu hér vestra, enda voru þau hjón samvalin um glæsileik og prúðmennsku. Nú á þessum tímamótum í lífi Gunnars leitar hugur okkar Bólhlíðinga norður til þeirra hjóna, í vistlega og kyrrláta heimilið þeirra í myndarlegri og hagkvæmu byggingunni, sem Akureyringar hafa búið öldungum sínum að loknu starfi. Ég þakka samstarfið og kynn- in frá liðnum árum og vinátt- una, sem þolað hefur fjarlægð undanfarinna ára. Blöndudalshólum 17. okt. 1963. Bjami Jónasson. - NÝ STÓRVIRKJUN (Framh. af bls. 1) myndast í Laxárdal neðanverð- um. En vart munu geymar þess- ir þykja nægilega stórir til vatnsmiðlunar, nema að hækk- að verði vatnsborð Mývatns, en það mun torsótt mál. Hálfs met- ers hækkun á yfirborði jafngild ir 19 millj. rúmmetrum vatns til miðlunar. --------SUMIR segja, að póli- tík sé leiðinleg, og að engu máli skipti, hver sé kosinn á þing. Sumir segjast ekki hafa vit á pólitík og kvarta um, að hún sé þannig rekin, að ekki sé hægt að koma nálægt henni, að þegar andstæðingar í stjórnmál- um leiði saman hesta sína, t. d. í útvarpsumræðum frá Alþingi, beri þeim svo illa saman um það, sem eigi að vera staðreynd ir, að ómögulegt sé að átta sig. Þetta hafi þau áhrif, að kjósand inn, sem vilji fræðast, til að mynda sér áfstöðu, lendi í villu og viti ekki, hvar hann sé stadd ur. Ekki er það að ástæðulausu, að fólk lætur sér slík orð um munn fara. En það er líka stund um villugjarnt við strendur þessa lands, og samt halda menn áfram að sækja sjóinn. Ekki er alltaf einsýnn þurrkur- inn, þegar bóndinn verður að dreifa töðu sinni. Það er vand- ratað í veröldinni, en hún er vettvangur þessa lífs. Þegar mikið er í húfi fyrir einhvern, er ekki gott að láta það afskiptalaust. Og hér er mikið í húfi. Ríkissjóður íslands innheimtir samkvæmt fjárlög- um 2200 milljónir króna á þessu ári, sem álögur af þeim, sem búa í landinu. Það er fimmti hlutinn af allri áætlaðri brúttó framleiðslu þjóðarinnar. Al- þingi, eða meirihluti þess og stjórn hans, ræður, hvernig fé þetta skuli innheimt og ráðstaf- ar því líka. Alþingi eða meiri hluti þess og stjórn hans setur líka reglur um alla opinbera lánastarfsemi í landinu og ræð- ur yfir þrem ríkisbönkum, þar á meðal Seðlabankanum og láns trausti þjóðarinnar erlendis. A1 þingi og ríkisstjórn veita rétt og taka rétt, ráða yfir ríkisfram kvæmdum, standa vörð um sjálfstæði lands og þjóðar, vel eða illa eftir atvikum. En um allt þetta og fleira snýst pólitík þessa lands. Öll vitum við, að þrennt er það, sem frá önd- verðu hefur aðallega ráðið ár- ferði í þessu landi: Veðurfar, heilsufar manna og málleys- ingja og vöruverðið erlendis. Nú vitum við, að stjórnarfarið, pólitíkin, er hið fjórða, sem ár- ferðinu ræður. Staðreynd er það, sem ekki vefður fram hjá gengið, að þing ræði nútímans í lýðfrjálsum löndum byggist, a. m. k. enn sem komið er, að miklu leyti á stjórnmálaflokkum og starf- semi þeirra. Sumir stjórnmála- flokkar eru í eðli sínu almanna- samtök. Aðrir eru fyrirtæki takmarkaðra hagsmuna eða pólitískra trúboðsstöðva, sem safna um sig fylgi, stundum að einhverju leyti í félagsformi. Menningar- og framfarafélög hér á landi eru jafngömul frels- isbaráttunni. En nálega samtím- is fullveldinu, er stefnur skýrð- ust í innanlandsmálum, var Framsóknarflokkurinn stofnað- ur. Og það var einmitt hér á Norðurlandi, í Þingeyjarsýslum og við Eyjafjörð, sem Framsókn arflokkurinn átti sínar fyrstu rætur. Það var félags- og land- Gísli Guðmundsson. námshyggjan hér, sem skóp þennan flokk og mótaði þegar í öndverðu stefnu hans sem póli tískra samtaka til menningar og framfara í þágu almennings á þjóðlegum grundvelli og á grundvelli landsréttinda og landsbyggðar. Héðan úr þessum byggðum hafði flokkurinn í önd verðu liðskost mestan og braut- argengi, þótt síðar yrði það einn ig mikið í öðrum landshlutum, fyrst einkum í sveitum, síðar jafnframt í þorpum og kaupstöð um, og hefur í seinni tíð einnig glæðzt mjög í hinni ört vaxandi höfuðborg landsins. Margir Reykvíkingar sjá það ekki síð- ur en aðrir landsmenn, hversu mikilsvert það er fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar og þjóðlega menningu, að landsbyggðin hald ist í öllum landshlutum, þótt á henni þurfi að verða breyting- ar við hæfi breyttra tíma. Þeir menn vita og skilja, að barátta Framsóknarflokksins gegn of- vexti höfuðborgarinnar á kostn- að landsbyggðarinnar, er öllum landsins börnum óholl. Vax- andi fylgi okkar í Reykjavík í kjördæmabyltingunni 1959 og síðan, sýnir þennan skilning glöggt. Kosningarnar, sem nú fara fram, snúast eins og eðlilegt er að mjög miklu leyti um hin sér- stöku tímabundnu viðfangsefni undanfarinna ára og líðandi stundar, um stefnu ríkisstjórn- arinnar, hvernig hún hefur kom ið við landsmenn, atvinnurekst- ur þeirra og uppbyggingu, og hvernig það hefur mistekizt þannig að mörgum hlýtur að vera auðsætt — mistekizt það, sem átti að vera einn meginþátt ur stjórnarstefnunnar, að koma á stöðugú verðlagi og jafnvægi í efnahagslífinu, um hina miklu dýrtíð í landinu, sem enginn sér fyrir endann á, um óróann og ÁTTRÆÐUR: Guðmundur Árnason óvissuna á vinnumarkaðinum, um nýja gengisbreytingu, sem telja verði sennilega, ef stjórn- arflokkarnir halda meirihluta o s. frv. En mál málanna — sam- hliða gæzlu sjálfstæðis og rétt- ar út á við — mál málanna, ó- tímabundið og yfir annað hafið, er að þjóðin haldi áfram að byggja land sitt, efla landsbyggð sína, og hvernig þjóðfélagið í samstarfi við þá, sem að því vilja vinna, geti stuðlað að því, að svo verði. Stærsta verkefni Framsóknar flokksins á komandi árum er að hafa hina pólitísku forystu í þessu máli. Hann einn er þess megnugur, af því að; hann er óháður þeim öflum, sem þar eru Þrándur í götu, og af því að honum fylgir það fólk, sem þetta vill. En af byggðum lands ins eru það einmitt þessar byggð ir hér á austanverðu Norður- landi, sem mesta möguleika hafa til að vera í fararbroddi landsbyggðarinnar í baráttu hennar fyrir því að heimta sinn rétt — sinn lífsrétt — sinn rétt til framfara — sinn rétt til fjár- magns og tækni — sinn rétt til menningar- og atvinnulífsmið- stöðva, því að hér eru miklir möguleikar, mikill náttúruauð- ur á landi og í sjó, orkulindir ótæmandi, styrkur fjölmennis enn eigi lítill og vanmáttar- kennd gagnvart máttarvöldum höfuðborgarinnar minni en sum staðar annarsstaðar. En skilyrði til þess, að hinar norðlenzku byggðir geti einbeitt sér að þess ari forystu, er að þær samein- ist um að gera Framsóknarflokk inn svo sterkan, sem í þeirra valdi stendur, á hinu pólitíska sviði, og að halda þannig áfram að móta störf hans og stefnu, eigi síður en þær gerðu í önd- verðu, sér og landsbyggðinni í heild til styrktar. Einhver sagði á líkingamáli, að við, sem nú erum komin _yfir miðjan aldur, værum búin að lifa í 1000 ár. — En þarna var átt við, að framfarir á sumum sviðum hefðu orðið eins miklar á okkar ævi og áður á 10 öldum. Hér er að renna upp öld dásam- legra möguleika, sem geta gert ísland eitt bezta land í heimi, og samtímis eykst fólksfjölgunin. Fyrrum hlógu hlíðar við syni landnámsmannsins, er skip hans kom af hafi. Miklu fremur ættu þær að gera það nú. En það eru teikn á himni þessa lands. Sum þeirra hafa aðrir rætt hér. Örlög eru í sköpun, örlög ís- lands og íslendinga. Tæknin, hin fjármagnaða tækni, lögmál hénnar og lögmál peninganna, eru voldug og viðsjál. Og ef sú kaldhyggja nær undirtökum í landsmálum, sem lætur þessi blindu lögmál ráða án íhlutun- ar — þá mun víða verða sú hlíð, við fjörð, eða dal, eða strönd, sem við engum hlær —• af því að hún hefur við engum að hlæja. Þá verður ekki aðeins hætt bændabýlum í afdal eða á útnesi. Einnig þéttbýlið við ströndina, jafnvel höfuðstaður Norðurlands, getur hætt að vaxa. En maðurinn, sem hefur skap að bæði tæknina og fjármagnið, er herra þeirra, ef hann vill. Ekki þú og ég — einn eða ein —• ekki bóndinn eða bílstjórinn, sem vantar veg, ekki ungi mað urinn og unga konan, sem vant- ar íbúð, ekki sjómaðurinn, sem verður að vaka í bátnum sínum um nótt, þegar hafsjórinn æðir, af því að hann vantar örugga höfn, ekki hann eða hún, sem verða að ganga slypp frá jörð- inni sinni eða húsinu, af því að borgin suður við Faxaflóa var búin að soga til sín sveitina eða þorpið þeirra — en fólkið, sem stendur saman, nógu fast og nógu margt. Það getur treyst á samtök sín, flokkinn sinn, ef hann er þess eigin flokkur —• eða félagsskapur — ef því hefur tekizt að gera hann nógu sterk- an til þess, að hann geti gert það, sem einn eða fáir gátu ekki — treyst því, að honum verði eitthvað ágengt í því að afstýra því, sem ella væri óum- flýjanlegt. Slíkur flokkur viljum við Framsóknarmenn vera, teljum okkur skylt að vera og megum aldrei annað verða — fyrir Norð urland, og allt, sem íslandi er hollt. ... Q Kolaáhyggjum af létt ÞAÐ er kunnara en frá þurfi að segja, að erfiðlega hefur gengið að selja heilfrystan kola, sem veiddur var á árinu 1962. Aflinn varð þá mun ipeiri en nokkru sinni fyrr, eða úm 1100 tonn á móti 550 tonnum árið 1961. Aðeins reyndist unnt að selja um þriðjung framleiðsl- unnar á seinasta ári og voru því verulegar flatfiskbirgðir hjá frystihúsunum fram á þetta ár. Helzti flatfiskmarkaðurinn er í '! ? í t I Englandi og reyndist hann vera algerlega mettaður fyrri helm- ing þessa árs og því ekkert hægt að selja þangað. í sumar voru seld um 100 tonn til A.- Þýzkalands, fyrir verð sem var mun lakara en það sem fæst í Englandi, undir venjulegum kringumstæðum. í Ijósi þessara staðreynda voru frystihúsin hvött til þess að takmarka flat- fiskframleiðslu sem meslt á þessu sumri. Af þessum orsök- um dróst framleiðslan verulega saman og 15. september var hún sem næst fjórðungur af því sem hún var á sama tíma árið 1962. í byrjun ágúst fór aftur að rofa til í Englandi og hefur nú tekizt að selja ekki einungis alla 1962 framleiðsluna, heldur einnig 2/3 af framleiðslu þessa árs. Vegna söluerfiðleikanna í Englandi var leit gerð að mark- aði fyrir flatfiskinn í Banda- ríkjunum og hefur í sumar ver- ið framleitt nokkuð magn af svonefndum „klipptum kola“. Er það hin fallegasta vara, sem auk þess að seljast fyrir allgott verð, léttir á enska markaðin- um. Það sem enn er óselt a£ 1963 framleiðslu veldur engum áhyggjum og mun væntanlega seljast á næstu vikum. Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.