Dagur - 13.11.1963, Blaðsíða 2

Dagur - 13.11.1963, Blaðsíða 2
2 ÓverSskuldaí LEIKFÉLAG Akureyrar hefur að undanförnu sýnt Þrettánda- kvöld eftir enska skáldjöfurinn William Shakespeare. Af dræmri aðsókn má ætla, að framfarasinnuðu 20. aldar fólki á Akureyri þyki sér misboðið, líkt og því sé rétt nær fjögur hundruð ára gömul lumma, jafn ólystug og skyr það frá Berg- þórshvoli, sem geymt er í krús á Þjóðminjasafninu í Reykja- vík. Lofsvert er að horfa fram á veg þrunginn af umbótavilja og góðum áformum, óháður gömlum kreddum og íhaldssöm um kennisetningum. Við byggj- um ekki moldarkofa lengur, né bregðum bagga á klakk. En list in er r.ú einu sinni þannig úr garði gerð, að einstakir snilling ar í þjónustu hennar hafa skap- að þau verk, sem seint fyrnast eða falla í gleymskunnar djúp. Þannig mun Njála verða lesin af íslendirtgum, meðan þeir varðveita móðurmál sitt, tón- verk gömlu meistaranna hljóma á meðan „bumba er knúð Qg bogi dreginn“, og persónur Shakespeares lifa á fjölum leik- húsa um allan hinn menntaða heim, svo lengi sem leiklistin lifir. Skáld utan enskumælandi landa, já, og sumir þeirra lifa á geimferðaöldinni, vinna sér frægð, ef þeim tekst að snúa leikritum þessa snillings á móð- urmál sitt svo vel sé. Það tókst sr. Matthíasi og- Shakespeare- þýðingar haf skipað Helga Hálf dánarsyni á bekk með þeim, sem bezt hafa þýtt erlend skáld- verk á íslenzka tungu. Leikfélag Akureyrar hefur færzt mikið í fang, og að mínu áliti verið verkefni sínu fylli- lega vaxið, þrátt fyrir ófull- komnar aðstæður í litlu leik- húsi. Miklu fé hefur verið varið til þess að þessi sýning yrði sem bezt úi- garði gerð" og þeir, sem að henni standa, hafa sannar- lega ekki sparað tíma né talið ef.tir sér fyrirhöfn. Mikilhæfur leikhúsmaður, Ágúst Kvaran, sem allir, er muna, minnast með hrifningu, þá er ha/in_>lék$ bæð/ K.F.U.M. og K. hefja vetrarstarf í ÞESSARI VIKU hefjast fund- ir í K. F. U. M. cg K. F. U. K. að nýju, en starfsemi félaganna hefur legið niðri fram að þessu végrta viðgerðar á Kristniboðs- húsinu Zíon, sem félögin hafa alla tíð haft starfsemi sína í. Viðgei'ð hússins er nú lokið og hefst nú auk funda K.F.U.M. og K. bæði sunnudagaskóli og almennar samkomur. Félögin munu starfa með sama hætti og áður að öðru leyti en því, að biblíulestrarnir verða í vetur annan hvern föstu dag kl. 8 e. h. sameiginlegir fyr- ir bæði félögin. Fyrsti biblíu- lesturinn verður föstudaginn 22. nóvember. Athygli skal vakin á því, að í dagbók blaðsins er skrá yfir fundi deildanna hjá báðum félögunum. □ sli í Iðnó í Reykjavík og hér í Sam komuhúsinu, hefur nú af nær- færni og smekkvísi listamanns sviðsett Þrettándakvöld fyrir Leikfélag Akureyrar. Leikflokkar hafa á sumrum heimsótt Akureyri og boðið upp á léttvæg verk, sem þegin eru með þökkum, hversu léleg og lítilfjörleg sem þau eru. Mér þykir því skjóta nokkuð skökku við, þegar að leikrit eins og „Hlauptu af þér hornin“ og hvað þau nú heita öll hin, hafa verið sýnd hér fyrir troðfullu húsi og við góðar undartektir, að þá skuli þessi vandaða leik- sýning L. A. vera forsmáð. Bolli Gústavsson. FLYTIA LIFANDÍ HUMAR MEÐ FLUGVELUM KANADAMENN hafa upp- götvað nýjan markað fyrir hum arinn sinn. Þcir senda 50 tonn á mánuði af lifandi liumri, með þotum yfir Atlantshafið, til London, Parísar og Rotterdam. Áætlað er að á þennan hátt verði flutt samtals um 230 tonn af humri á árinu 1963 og er það tífalt meira en á árinu á und- an, þegar þessir flutningar hóf- ust. Það eru engin vandræði að selja humarinn þannig, segja Kanadamennirnir, en í upphafi var aðalvandinn að koma við- skiptavinunum í Evrópu í skiln- ing um að slíkir flutningar væru mögulegir. Humarinn er settur í vatnsþétta pappakassa, sem í eru viðarspænir eða þang bleytt í sjó. Á leiðinni er hita- stigið 2—5 stig.. Öll ferðin, frá veiðistað í bifreið til St. John, þaðan í lítilli flugvél á þotuvöll- inn í Montreal og þar til komið er á ákvörðunarstað í Evrópu tekur aðeins 24 klst. Aðeins um Vz% af humrinum deyr á leið- inni. Kanadíska flugfélagið sem annast flutningana hefur sjálft sölumenn í Evrópu og býður fiskimönnum aðstoð við að finna kaupendur, ef þeir aðj (Framhald á blaðsíðu 4). BÆNÐKLLIBBDRINK FOR VEL AF STAÐ (Framhald af blaðsíðu 8). á þá hættu, sem í því fælist, að bændur litu ekki nægilega stórt á sig, stétt sína og atvinnugrein. Á þessu væri orðin breyting á síðustu áratugum, sem hann taldi hættulega. Bændur hefðu borið uppi mertningu þjóðarinn- ar hingað til og þyrftu enn að gera það. En á síðari árum hefði þróun í menntamálum snúizt bændum mjög { óhag. Dreifbýlisfólk væri sett skör lægra en þéttbýlisfólk í mennt- unarlegu tilliti, svo sem að- stöðumunur til skólagöngu leiddi bezt í ljós. Á þessu sviöi þyrfti að réfta hlut sveitanna svo að æska þeirra ætti jafn greiðan veg til náms og aðrir þjóðfélagsþegnar. — Bændur væru nú hornrekur í þessu efni. í sambandi við menntun unga fólksins ættu bændur einnig að hvetja bændaefni til búnaðarnáms. Búnaðarnám nú, væri nauðsynlegra en nokkru sinhi fyr'i'. Fóðurfræði, meðferð véla, áburðarfræði o. fl„ seni kennt er í búnaðarskólum, væri ekki annars staðar kennt. Þá hvatti ræðumaður bændur til þess að kynna sér sem allra bezt þau búfræðirit, sem kost- ur væri á. Búnaðarmálastjóri minntist á stjórnarvöldin og sagði: Mér finnst aldrei nógu vel stjórnað fyrir bændur, heldur aðeins mis jafnlega illa-. Alvarlegasta hættan á leið bændanna væi'i heyleysið'. Fóð- urvöntunin dræpi öðru hverju á dyr og ógnaði afkomu fjölda manna. Bændur mættu aldrei treysta á guð og lukkuna í á- setningi. Enginn gæti snuðað náttúruna eða fengið mikið fyr- ir lítið í skiptum við hana til lengdar. Hverju vandamáli bú- skaparins yrði að mæta með fyrirhyggju. Á sviði félagsmála yrðu bændur einnig að standa vörð fyrir sína stétt. Þeir mættu aldrei sætta sig við að verða þjónustustétt við bæjarfólkið. Hér hefur aðeins verið drep- ið á sumt úr ræðu dr. Halldórs Pálssonar búnaðarmálastjóra. Að ræðu hans lokinni hófust umræður og fyrirsþurnir. □ iDvA M A S K ’; ■ mislitt" BARNANÆRFÖT ullar og bómullar. VERZLUNIN LONDON Sími 1359 KULDASKÓR fyrir herra SPENNUBOMSUR, allar stærðir FINNSKAR DÖMUBOMSUR fyrir hæl GÚMMÍSKÓR fyrir drengi SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F. Óska eftir að kaupa HÚS í SMÍDUM. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins merkt „Hús“. LÍTIL ÍBÚÐ Herbergi og eldlnis eða aðgangur að eldhúsi ósk- ast til leigu um næstu ára- niót gegn góðri húshjálp eftir samkomulagi. Uppl. í síma 2251. Sigurbjörg Steindórsd., Brúnalaug. TIL SÖLU er fjögurra herb. íbúð í húsi, sem er í smíðum. Upplýsingar gefa Bjarni Sveinsson og Tryggvi Sæmundsson. Til leigu ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚD á góðum stað. íbúðin verður laus 20. þ. m. og leigist til vors. — Tilboð merkt „H 2“ leggist inn á afgreiðslu blaðsins fyrir fimmtudagskvöld. TAPAÐ BÍLKEÐJA tapaðist á niánudag frá Baug út að bátadokkinni. Vinsam- legast gerið aðvart í síma 2674. FRÁ LJÓSMYNDA- STOFU HALLGRÍMS EINARSSONAR. Þeir, sem átt hafa myncl- ir í pöntun vinsamlegast liringi í síma 1806, KÖTTUR í ÓSKILUM Grábröndóttur köttur (kettlingur) með hvíta bringu, trýni, kvið og lappir, er í' óskíhi'in. (i. j Sími 1880. ÓDÝRIR BARNAKJÓLAR FLAUELSKJÓLAR verð frá kr. 121.50 NYLONKJÓLAR verð kr. 185.00 MATRÓSAKJÓAR verð frá kr. 260.00 VERZL. ÁSBYRGI TIL SÖLU: BARNAVAGN. Ódýr. Helga-magra-stræti 38, niðri. TIL SÖLU: MIELE ÞVOTTAVÉL í góðu lagi. Uppl. í síma 2464. BARNAVAGN' TIL SÖLU. Verð kr. 2.500.00. Hólabraut 19, niðri. TIL SÖLU: I.ítið notuð Ballerup lirærivél. Selst cidýrt. Uppi. í síma 2884. KAJAK TIL SÖLU Uppl. í síma 1989. TIL SÖLU: Borðstofuborð og 4 stólar, sem nýtt. — Einnig vel með farinn barnavagn. Sími 1021. TIL SÖLU: Þvottavél, tveir ármstólar, tveir dívanar, ljósakrón- ur, borðstofuborð, stór fataskápur og fleira. Brekkugata 29, niðri að sunnan, næstu 3 daga milli' kl. 5 og 6 e. h. TIL SÖLU: DANSKT SÓFASETT (sófi, tveir stólar og hvíld- arstóll. Einnig fata- og tauskápur. Upplýsingar í síma 1540. TIL SÖLU: Þrennir dfengjaskautar og skór. Upplýsingar í Ferðaskrif- stofunni Túngötu 2. MÓHAIRTREFLAK fallegt úrval. VERZL. ÁSBYRGI DANSKAR í plastpokum. KJÖIBÚÐ K.E.A. SÚRMATUR: PRESSAÐ KJÖT BRINGUR HRÚTSPUNGAR HVALUR KJÖIBÚÐ K.E.A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.