Dagur - 13.11.1963, Blaðsíða 1

Dagur - 13.11.1963, Blaðsíða 1
------""""•......!-------------- Málgacn Framsóknarmanna Ritstjóri: Erlingur Davíðsson Skrifstofa í P1 afnarstræti 90 Símar: Ritstjóri 1166. Aucl. OC AFCR. 1167. Prentverk Odds Bjöunssonar h.f., Akureyri ■------i.............i__—____SÍSi -------------r \ ■' ■ Áucr.ÝSINGASTjÓRr (Ón SÁM- ÚKL-SSON . Argancurinn kostar -jír. F5.0-00. GjalddÁGí tu lr jút.í BLÁfiin KEMUR ÚT Á MIÐVIKUDÖC- ; . tól OC Á LAUCARIÍÖCJÚM, .' ÞECAR ÁSTA.ÐÁ 1*VK|R TÍL , iðinlallinn snjór nyrSra UNDANFARIN dægur hefur snjóað í logni á Norðurlandi, og er víða komið þæfingsfæri á vegum. Flestar leiðir eru færar stórum bifreiðum, allt austur í Mývatnssveit og Tjörnes. Öxna- dalsheiði er mjög greiðfær, en þungt færi í nágrenni Blöndu- óss. Snjórinn er víðast jafnfall- inn og mjög laus ennþá. Dalvíkurleiðin er vel fær jeppum og vörubílum, en á þeirri leið, sem og öðrum leið- um, getur færi spillzt á lítilli stundu. Óvíða er meiri snjór en á Akureyri. □ É - ÚR NÁGRENNINU Reynililíð, 12. nóv. Leitarmenn fundu 4 kindur í Herðubreiðar- lindum í síðustu viku, er ekki höfðu heimtar verið fyrr í haust. Einhvern næsta dag munu gufuborholurnar í Bjarnarflagi verða opnaðar. Byrjað er að leggja net undir ísinn á Mývatni. Hver bóndi má aðeins hafa 60 m. net á þessum árstíma. Hér er kominn töluvert mikill lognsnjór. Ófeigsstöðum, 12. nóv. Fjár- heimtur voru ekki í ákjósan- SKAUTASVELL NÚ ER skautasvell á íþrótta- vellinum og verður reynt að halda því við, eftir því sem framast er kostur. Svellið er opið almenningi síðari hluta dags og á kvöldin. Aðgangur er 2 krónur fyrir börn og 5 krónur fyrir fullorðna. Samkvæmt reynslunni verður svellið mjög mikið notað og er gott eitt um það að segja. □ Daguk kemur næst út laugard. 16. nóv. legu lagi. Mun fé enn í Nátt- faravíkum. Bifreiðum . er fært um allt hérað. Stefnubreyting launastyrjaldarinnar mælist vel fyrir. Undansláttur stjórnarinn- ar varð ekki umflúinn, úr því sem komið var. En fyrirkomu- lag, sem nú ríkir í launamálum almennt, leiðir til glötunar. Undirbúin er kirkjuvaka í prófastsdæminu að forgöngu séra Sigurðar Guðmundsonar. Þar munu leikmenn flytja er- indi á breiðum, kristilegum grundvelli. Kirkjukórar munu sameinast á kirkjuvökum þess- um. Dalvík 12. nóv. Vegurinn til Ak ureyrar er að verða þungfær stórum bílum. Slátrað var í haust 8045 kindum. Meðalvigt var 13,394 kg eða nær hálfu kg minni en í fyrra. Þyngstan dilks skrokk átti Jóhannes Sigurðs- son, Hellu, 24,5 kg. Þyngsta með alvigt höfðu dilkar Kristrúnar Friðbjörnsdóttur í Efstakoti við Dalvík, 16,3 kg. Síðar var 144 stórgripum lógað. Björgvin seldi 30. okt. í Grimsby 65 tonn fyrir 6578 pund eða um kr. 12.50 pr. kg. Björgúlfur seldi í Þýzkalandi í gær, 60 tonn fyrir 48155 mörk. Hús og önnur mannvirki á Dagverðareyri eru auð og yfirgefin. Hvenær vaknar staður þessi af þyrnirósarsvefninum? (Ljósm. E. D.) iiMiimmiimimmmiimii Vantar skóla í sveitum landsins Framsóknarmenn flytja tillögu á Alþingi NOKKRIR þingmenn Fram- sóknarflokksins, þeir Ingvar Gíslason, Páll Þorsteinsson, Björn Fr. Björnsson, Halldór E. Sigurðsson og Ólafur Jóhannes- son flytja svohljóðandi tillögu í sameinuðu þingi: „Alþingi ályktar að kjósa 5 manna milliþinganefnd, er kanni aðstæður unglinga í sveit um og þorpum til gagnfræða- og miðskólanáms og einkum hver þörf einstakra sýslna eða landshluta er fyrir nýja eða stærri héraðsskóla eða aðra gagnfræðaskóla. Jafnframt skal nefndin at- huga þörf dreifbýlisins fyrir heimavistarbarnaskcla eða heimangönguskóla eftir stað- háttum og einnig með hverju móti megi tryggja á viðunandi hátt, að börn og unglingar í dreifbýli fái stundað skólanám til 15 ára aldurs.“ í greinargerð segir m. a. svo: „--------Svo sem alkunna er, hafa starfandi héraðsskólar í landinu, 8 að tölu, verið meira en fullsetnir mörg undanfarin ár og hvergi nærri getað full- nægt umsóknum um skólavist. Liggja upplýsingar fyrir um það, að hundruðum unglinga hefur verið vísað frá héraðsskól unum á ári hverju. Að vísu mun nokkur hluti umsækjenda um vist í héraðsskólum vera úr kaupstöðum, þar sem gagn- fræða- og miðskólar eru starf- andi, en flestir eru þó úr sveit- um eða þorpum, þar sem litlir eða alls engir möguleikar eru til framhaldsnáms. Nú ber að sjálfsögðu fyrst og fremst að miða fjölgun héraðsskóla við þarfir unglinga í sveitum og þorpum, en eigi ætti það að draga úr nauðsyn héraðsskóla- fjölgunar, ef svo er sem virðist, að margir kaupstaðaunglirgar (Framh. á bls. 2). SKÍÐAHÓTELIÐ OPNAÐ Á HÝ UM SÍÐUSTU helgi var hiö glæsilega Skíðahótel í Hlíðar- fjalli opnað á ný, eftir nokkurra vikna hlé. Ríkisstjómin lét unclan síga Frestaði afgreiðslu hinna umdeildu stöðvunar- laga um launamál o« fleira VART MUN ofmælt, að þing- fréttir vektu meiri athygli og' almennari en aðrar fréttir síð- astliðnar vikur. Margt bar til. Það fyrst, að útrunnin var kaup gjaldssamningur verkalýðsfélag anna og verzlunar- og skrifstofu fólks og samningar skammt á veg komnir. Annað, að frétzt hafði Um, að róttækar aðgerðir stjórnarvaldanna væru í vænd- um. Þegar tilkynningar um vinnu- stöðvanir fjölmennra stéttar- félaga voru fram komnar, -svar- aði ríkisstjórnin þeim fyrir sitt leyti með frumvarpi til laga á Alþingi, þar sem vinnustöðvan- ir voru bannaðar og samningar um kaup og kjör einnig bann- aðir, frá og með 1. nóvember. Alþýðubandalagið bar þegar í stað fram vantraust á ríkis- stjórnina, og harðar deilur hóf- ust í sölum Alþingis. Stjórnar- andstæðingar deildu án undan- tekningar fast á stjórnina vegna „kúgunarfrumvarpsins“. En það var fleira markverðra tíðinda, sem nú fóru í hönd. Verkalýðshreyfingin reis upp og mótmælti, og verkfallsboðanir bárust hvaðanæva. Útvarpsum- ræður um vantraustið fóru fram og munu fleiri hafa lilustað en títt er um stjórnmálaumræður. Þótt stjórnarflokkarnir færu þar hinar mestu hrakfarir, var engan bilbug á þeim að finna þá. Framundan var lögfesting þess frumvarps á Alþingi, sem um land allt var mótmælt, jafnt meðal stjórnarsinna sem stjórn- arandstæðinga. Og framundan voru ólöglegar vinnustöðvanir og algert öngþveiti og upplausn. Þegar hér var komið sögu og síðasti laugardagur rann upp með síðustu umræðu og loka- afgreiðslu margnefnds frum- varps á dagskrá Alþingis, var enn mikilla tíðinda að vænta. Þann dag bað ríkisstjórnin um frest — og annan frest — við lokaumræðu. Síðan tilkynnti forsætisráðherra, að stjórn sín hefði, í samráði við forystu- menn Alþýðusambandsins og fl., ákveðið að fresta afgreiðslu frumvarpsins um launamál og fl. til 10. desember, enda yrði tíminn notaður til samninga- gerða um kaup og kjör þeirra stétta, er ekki voru búnar að semja. Eftir að ríkisstjórnin hafði loks, og á elleftu stund, dregið hið illræmda launafrumvarp til baka afturkölluðu verkalýðs- félögin vinnustöðvanir. Segja má að hér hafi vel skip- ast málum, sem í fullkomin óefni voru komin. Ríkisstjórnin hélt að vísu lífinu, en stéttar- félögin voru leyst frá því að hefja ólögleg verkföll, og farin er nú samningaleiðin svo sem Framsóknarmenn og fl. kröfð- ust að gert yrði. Þrennt er það einkum, sem varð þess valdandi, að stjórnin lét undan síga: Mótmæli stjórn- arandstöðunnar á Alþingi, mót- spyrna verkalýðshreyfingarinn- ar og í þriðja lagi hin almenna og mikla andúð almennings í landinu. ["j Við stjórn hótelsins hafa tek- ið hjónin Friðrik Jóhannsson og Jórunn Þórðardóttir. Fyrstu dvalargestirnir eru þegar komn- ir. Skíðaráð er nú að láta smíða skíðalyftu frá Strompi og upp í skíðabrekkurnar. Skiðamenn hafa unnið mikla sjálfboða- vinnu þar efra, að ýmsum und- irbúningi. Sími er nú kominn í hótelið. Hótelreksturinn gekk vel í sumar. Þessi staður mun í framtíðinni hafa mikið aðdrátt- arafl. □ r~ DAGLEGLR ÁREKSTRAR Á HVERJUM einasta degi yerða bifreiðaárekstrar á göt- um Akureyrar, einn eða fleiri. Fólk hefur sloppið ómeitt en miklar skemmdir orðið á öku- tækjum. Margar bifreiðir hafa að und- anfömu reynzt hafa ólöglegan Ijósabúnað. Hefur lögreglan tekið marga slíka til athugunar og gefið ökumönnum frest til lagfæringar, en kært þá, sem ekki hafa notað þann tíina til tilskilinna endurbóta. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.