Dagur - 13.11.1963, Page 5

Dagur - 13.11.1963, Page 5
4 HVERS VEGHA? EF FORYSTUMENN stéttarfélaga voru um síðustu mánaðamót reiðu- búnir til að fresta verkföllum til 10. desember — og ef ríkisstjómin var þá einnig reiðubúin til að hefja samninga um kaup og kjör — hvers vegna var þá kaupbindingarfrum- varp ríkisstjómarinnar með verk- fallsbanni lagt fram á Alþingi? Hvers vegna var þá, af hálfu ríkis- stjómarinnar tekin sú áhætta á herð- ar þjóðfélaginu, að efna til lagasetn- ingar, sem bersýnilega átti svo veika stoð í almenningsálitinu, að óvíst var, að hún yrði framkvæmanleg og henni haldið til streitu, með allri þeirri viðureign, sem því fylgdi, fram á elleftu stund? I>annig spyrja menn um land allt. Er það kannski svo, að nú hafi það skeð sem oftar, að ekki sé allur sann- leikur sagður? Kom það ekki ein- hvemtíma fram, ómótinælt, í ritvarps umræðunum, að forsætisráðherra hefði aldrei beðið stéttarsamtökin um neinn frest, jafnvel hafnað fresti, sem stéttarfélögin buðu? Nú verður fresturinn rúmlega 30 dagar, auk þess tíma, sem kaupbindingarfrum- t'arpið er búið að liggja fyrir Alþingi, og ekki er líklegt að farið verði í verk fall rétt fyrir jólahátíðina. Almenningur á landsbyggðinni getur ekki varist þeirri hugsun, að betur hefði farið á því, að biðja um og veita þennan frest til 10. desem- ber, þegar um síðustu mánaðamót, og að frumvarpið um kaupbinding- una liefði aldrei verið 'lagt fram. Framkoma þessa óheillafrumvarps er búin að kosta mikil átök, sem vafa- samt er að þjóðfélagið hafi gagn af. Það er sannkallað neyðarúrræði, svo ekki sé meira sagt, að gera tilraun til að setja þau fyrirmæli á Alþingi, sem ganga svo mjög á réttindi almenn- ings — eða mismuna ]>jóðfélagsþegn- um á svo áberandi hátt, að fjöldi manns láti sér til liugar koma, að hafa lögin að engu. Enn á það við, sem Þorgeir sagði forðum, að „ef vér slítum lögin þá slítúm' ver friðinh": Hann sagði þá upp þau lög, er flestir máttu við una og bannaði ekki heiðinn rétt þótt menn skyldu aðra trú hafa. Andstaða við lög veita auðvitað ekki rétt til lögbrota, en þá löggjöf er varhuga- vert að setja, sem freistar til slíks svo mjög, að henni sé sjálfri hætt. Flestir munu verða jrví fegnir, að sverðin hafa nú verið slíðruð a. m. k. um stund og að farin er sú samninga- leið, sem Framsóknarmenn mæltu með á Alþingi. Almenningur væntir þess að unnið verði að því af fullum heilindum að nota vel þann tíma, sem nú er til stefnu og að ekki leyn-: ist pólitísk launráð á bak við það vopnahlé, sem gert hefur verið, t. d. að vandamálin verði leyst á kostnað landsbyggðarinnar eins og tæpt hef- ur verið á. Ríkisstjórninni verður vissulega ekki ámælt fyrir Jiað, út af fyrir sig, að hafa dregið „pennastrik“ sitt til baka á Alþingi, eins og skorað hafði verið á liana að gera. Slysaslóð henn- ar er samt nógu löng orðin og á víst því miður eftir að verða eitthvað lengri. □ Sexfugur kirkjuhöfðingi SÉRA Sigurður Stefánsson vígslubiskup á Möðruvölllum í Hörgárdal varð sextugur á sunnudaginn var, hinn 10.1 nóv. Hann er fæddur að Bjargi við Skerjafjörð. Foreldrar háns voru Stefán Hannesson ættaður af Hvalfjarðarströnd og Guð- rún Matthíasdóttir frá Fossi í Kjós. Stúderttsprófi lauk hann í Reykjavík 1924 og guðfræði- prófi 4 árum síðar. Séra Sig- urður var kosinn prestur til Möðruvalla í Hörgárdal litlu síðar og kvæntist um það leyti Maríu Ágústsdóttur, Jósefsson- ar frá Reykjavík. Síðan hafa þau hjón búið á Möðruvöllum og þar hefur séra Sigurður Stefánsson þjónað og gerir enn. Árið 1959 var séra Sigurður vígður til vígslubiskups í Hóla- stifti hinu foi-na. Fór sú athöfn fram á Hólum í Hjaltadal og var hún virðuleg mjög. Séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup er glæsimenni, af- burða ræðumaður og mikill kennimaður. Hvert prestverk hans er hátíðlegt. Mikilla vin- sælda nýtur hann og virðingar. Hann rak stórt bú á Möðru- völlum um 20 ára skeið. Börn þeirra hjóna, séra Sig- urðai' og Maríu eru fjögur: Sigrún, Bjarni, Ágúst og Rann- veig. Hinn sextugi kirkjuhöfðingi hefur að undanförnu kennt sér vanheilsu, og fór hann í haust utan til læknisaðgerðar, sem talin er hafa tekist vel. Dvelur hann um þessar mundir í Hvera gerði, sér til heilsubótar en mun væntanlegur heim innan skamms. Sveitungar hans og Norðlendingar allir munu fagna heimkomu hans, og óska þess heilshugar að hann megi enn um árabil þjóna Möðruvalla- klaustursprestakalli og þeir munu einnig óska þess, að hon- um gefist tóm til þeirra merku ritstarfa, er hann hefur með höndum. . Dagur sendir afmælisbarninu hinar hlýjustu og virðingar- fyllstu hamingjuóskir. □ manni, sem vin og kunningja. Enda mun óhætt að fullyrða að hann eigi vinar og bróðurhug allra hér um slóðir. En „nú er vík á milli vina“. Sr. Sigurður dvelst sem kunn- ugt er fjarri kalli sínu og hér- Fyrir opnum tjöld 11111 ÞANN 10. þ. m. varð hr. vígslu- biskup sr. Sigurður Stefánsson á Möðruvöllum, 60 ára. Það hefði verið ærin ástæða til að minnast hans með langri og skörulegri afmælisgrein við þessi tímamót. Það verður þó ekki gert að þessu sinni, enda margir aðrir betur til þess fær- ir en ég. Ég vil þó nota þetta taékifæri, um leið og ég flyt hon um opinberlega hugheilar af- mælis- og blessunaróskir, að þakka honum þau miklu störf, sem hann hefur innt af hendi fyrir söfnuði sína og prófast- dæmi og fyrir þá ljúfu prúð- mennsku og höfðinglega reisn sem er svo snar þáttur í allri framkomu hans og framgöngu. Það blandast engum hugur um, sem sér hann að þar fer sérstakt prúðmenni, sem jafngott er að eiga að yfirmanni og forsvars- Séra Sigurður Stefánsson. aði. Hann dvelst nú í Hvera- gerði sunnan heiða. Og þó að gott sé að vita hann þar nýkom- inn heim til landsins á batavegi eftir hættulega skurðaðgerð, þá hefðum við samt heldur kosið að hafa hann hér heima. En hug urinn leitar nú suður yfir. Og þar hittir hann nú mestan höfð- ingja okkar norðanmanna. Og þó að norðangolunni fylgi oft nepja og næðingur, þá er það ekki svo nú. Henni íylgir hlýr þeyr velvildar og vináttu. Vin- irnir hér fyrir norðan bíða þess að fá þig „heim“ heilan og hraustan. Guðs blessun þér og þínum, sr. Sigurður. Með sérstökum ivinarkveðj- um. St. Snævarr. - Flytja lifandi humar (Framhald af blaðsíðu 2). . eins vilji flytja humarinn með flugvélum þeirra. Ymislegt er því valdandi, að við getum tæplega notað þessa aðferð og mætti nefna óstöðuga veðráttu, misjafna veiði og svo það að okkar humar er miklu smærri en sá Kanadíski og þykir óhent ugri til sölu lifandi. (Comm. Fisheries Review, apríl 1963). í ÚTVARPSUMRÆÐUNUM um vantraust á ríkisstjórnina, var tjaldinu lyft á sviði stjórn- málanna. Mun ekki of sagt, að landsfólkið var furðu lostið, er það virti fyrir sér hið upplýsta svið, og þá, sem þar komu fram og fluttu mál sitt — ráðherrar og stjórnarandstæðingar. Nokkrar staðreyndir eru nú öllum Ijósar: Viðskiptajöfnuð- ur á þessu ári er óhagstæður um ca 700 milljóinr króna, spari fjárinnlög eru minnkandi, er- lendar skuldir hafa aukizt, hlut ur bænda enn skertur, sjávar- útvegurinn á heljarþröm (Vest- mannaeyingar vilja afhcnda rík inu báta sína fyrir „slikk“, og hraðírystihúsin lýsa yfirvofa’idi stöðvun), verkamaðurinn fær 67 þúsund á ári fyrir 8 stunda vinnudag, en það er um 30 þús. kr .minna en Hagstofan telur lágmark til lífsframfæris, óða- dýrtíðin er meiri en nokkru sinni. Um þessi atriði er nú ekki deilt, því að sjálf ríkis- stjórnin hefur játað — og meira að segja notað þessi atriði sem rök fyrir síðustu og umdeild- ustu aðgerðum sínum: Lögbind- ingu kaupgjalds — afnám samn ingsréttar um kaup og kjör. Útvarpshlustendur, sem fylgdu stjórnarflokkunum í kosningunum í vor og hlýddu nú á játningar ráðherranna, fengu það beint í andlitið, að þeir hefðu verið blekktir herfi- lega í vor. Stjórnarflokkarnir sögðu ekki rétt frá ástandi og horfum — fengu meirihluta þjóðarinnar til að gefa sér um- boð með því að skrökva því, að „viðreisnin" hefði í meginatrið- um tekizt giftusamlega og hún yrði áfram leiðarsteinn ís- lenzkra efnahagsmála. "Og nú er landsfólkið að velta því fyrir sér, hvað gerzt hafi síðan um kosningar, er hindri það, að atvinnuvegir þjóðarinn ar geti greitt viðunandi kaup. Er það aflaleysi? Nei, sjávarafli hefur sjaldan eða aldrei verið meiri. Er það sölutregða erlendis á íslenzkum afurðum? Nei, ís- lenzkar vörur eru nær allar seldar áður en þær eru fram- leiddai'. Fiskurinn er seldur á meðan hann enn er í sjónum. Er þá verðfall á þessum vör- um? Nei, vöruverð hefur verið töluvert hækkandi á árinu, svo er fyrir að þakka. Allt eru þetta staðreyndir, sem ekki er um deilt. „Við- reisnin“ hefur holgrafið allt heilbrigt efnahagslíf, það sjá allir, sem vilja sjá, líka þeir, sem enn eru stjórnarsinnar og trúa bezt „sínum mönnum“ eins og Ólafi Thors forsætisráð- herra og Bjarna Ben. Það, sem mest er rætt um nú og er dagsins mál, er frumvarp ríkisstjórnarinnar um launamál o. fl., sem nú er orðið að lögum. Starfsmenn ríkisins og bæja- starfsmenn fengu í sumar og haust stórfelldar kauphækkan- ir, sem allir vita. Verið var að semja um kaup og kjör þeirra, sem launalægri voru, þ. e. verkamenn og ■ verzlunar- og skrifstofufólk. Þá kom frum- varp stjórnarinnar um kaup- bindingu til áramóta. En þjóð- in reis upp og mótmælti. •Sem dæmi um óréttlætið má nefna, að við sömu götuna vinn ur fólk, sem er búið að fá launa hækkanir, sem nema 30—50% og vinnur hjá bæ eða ríki, og fólk við sams konar vinnu á gamla kaupinu og er lögbannað ásamt húsbændum þess, að fá hina minnstu leiðréttingu á launakjörum. Þessu munu fáir mæla bót. Sé kaupgjaldið í land inu hærra en átvinnuvegirnir þola, bar ríkisstjórninni tví- mælalaust að nota sumarið til að hafa forustu um lausn heild- arsamninga svo sem hún hafði heitið, en sveik. Eða þá að öðr- um kosti að nota vald sitt, ef hún taldi valdbeitingu nauð- syn, á þann veg að fjölmenn- ustu starfshóparnii', sem minnst fá fyrir vinnu sína, fyndu eitt- hvert réttlæti í. Það er til marks um þá and- úðaröldu, sem reis um land allt eftir að -þvingunarlögin komu á dagskrá, að þau stéttarfélög sem Sjálfstæðismenn stjórna, voru engir eftirbátar hinna í samþykktum harðorðra mót- mæla og boðun vinnustöðvana, svo sem dæmin sanna. En það er algert einsdæmi í sögunni, að nokkuð á fimmta tug verkalýðs- og stéttarfélaga mótmæli jafn ákveðið fram- komnu stjórnarfrumvarpi og nú var gert. Mynd sú af efnahagsmálum, sem nú blasir við og ráðherrar sjálfir hafa staðfest fyrir opn- um tjöldum, er slík, að „við- reisnarstjórnin“ átti að segja af sér. Það gerði hún ekki, en lét undan síga. Frumvarpið umtal- aða var á síðustu stundu dregið til baka og farið að óskum laun- þega um að hefja samninga þeg- ar í stað, í stað þess að beita kúgun. Q' HRAPIÐ Rýrara fé en í fyrra Frostastöðum 1. vetrardag. Það haust, sem nú hefur kvatt, get- ur naumast hlotið góð eftir- mæli. Tíðarfar hefur, allt frá göngum, verið með eindæmum Úrfellasamt og erfitt á flesta lund og rosknir menn telja'Sig vart eða ekki muna ömurlegri haustveðráttu. Hinir allra síð- ustu dagar hafa þó verið með mildari svip og veturinn heils- ar að vísu með úrfelli og dumb- ungsveðri en þó engum hrana- skap. Ekki hef ég af því fregnað, að rok það hið mikla, sem hér gekk yfir nú fyrir skömmu, hafi neins staðar í Skagafirði valdið verulegu tjóni. Sauðfjárslátrun er nú lokið hér í Skagafirði að þessu sinni. Tekur þá stórgripaslátrun við. Aðallega er þar um folöld að ræða. Ekki er vitað hvað mörg- um folöldum kemur til með að verða slátrað í sláturhúsum, en ýmsir slátra folöldum sínum heima og telja sig hafa við það góð daglaun. í haust var 35.941 kind slátr- að hjá Kaupfélagi Skagfirðinga. Þar af voru 33.207 dilkar. I fyrra haust nam slátrun hins vegar 34.869 kindum og af því voru 32.332 dilkar. Sláturdilkar þannig 875 fleiri nú en þá. Með- alþungi dilka nú var 13,18 kg., en í fyrra 13,66 kg., mismunur 0.48 kg. Enda þótt að í haust væru hartnær 900 dilkum fleira slátr- að hjá K. S. en í fyrra, var þó heildardilkakjötsmagnið minna. í fyrrahaust var það 441.539 kg. en nú 437.621 kg. og því 3.918 kg. minna nú. Benti þó þungi þeirra dilka, sem slátrað var fyrir hið hatramlega gagnahret til þess, að meðalþunginn yrði hærri nú en í fyrrahaust. Sjást JAKOB skáld Thorarensen hef ur ort kvæði, sem hann nefnir: HRAPIÐ, í kvæðinu segir frá breyzkum náunga, sem gengið hefur fram af björgum og hang ir á tæpri klettasnös. Gripinn dauðans angist fer manngarm- urinn að iðrast, viðurkenna yf- irsjónir sínar og lofa almættinu bót og betrun, ef hann fái að halda lífi. „Guðmund litla í Geil ég á“. — — „Höfrunum í haust ég stal“. — — „Eg skal borga brúna hestinn, Bimi gamla í Snauðadal“. — — Ríkisstjórn Islands minnir nú mjög á þcnnan hrapandi synda- sel. Hún hangir framan í bjargi á afsleppri snös yfir hengiflugi. Hún er byrjuð að viðurkenna yfirsjónir sínar. Þorir ekki ann ■ að. Segist vilja gefa með Gvendi Iitla í Geil, dýrtíðarkróganum sínjum, ef hún fái að lifa, þó að hún áður særi fyrir liann. „Gengfð má ekki fella“ (sem sé: Hætta verður að stela höfr- unum). „Þcíia leik verður að vera lokið“, segtf dómsmálaráð herrann fyrir stjórnarinnar hönd. „Kaup hinni lægst launuðu (þ. e. Björns í Snauðadal) verð ur eitthvað að liækka“, heyrist frá snösinni. Rétt er að gera sér þess fulla grein, að það er aðeins IIRÆÐSLAN VIÐ HRAPIÐ, en engin sinnaskipti, sem þessum og þvílíkum yfirlýsingum veld- ur. HRÆÐSLUNA má þó alls ekki taka frá ríkisstjórninni. Náunginn, sem Jakob Thor- arensen kvað um, fékk aðeins „dauðra klctta bergmálssamúð“ — — og lirapaði „liálfnaður í signingunni“. BRANDUR. - VANTAR SKOLA I SVEITUNUM þar afleiðingar ótíðarinnar og segir þó þungamunurinn einn engan veginn alla söguna, því rýrnun orsakar einnig mun lak ari flokkun dilkafallanna og þar með lægra verð. Ennþá hefur ekki verið reikn að út hvaða sauðfjárinnleggj- andi hefur hæsta meðalvigt né heldur hver átti þyngstan dilk, en hvorutveggja þykir ýmsum fréttnæmt, þótt hitt skipti meira máli, hver meðalþunginn er eft- ir vetrarfóðraða á. □ MINKURINN ER ENN Á FERÐINNI Svarfaðardal 3. nóv. í smala- mennsku um sl. helgi heimtust nokkrar kindur, m .a. 4 lömb á Þverárdal í Skíðadal. Enn vant- ar nokkrar kindur og gera menn sér vonir um að eitthvað af þeim komi í leitirnar á morg- un, en þá er fyrirhuguð önnur eftirleit. Ofviðrið, sem gekk hér yfir aðfaranótt þess 25. f. m. gerði miklu minni skaða en búast mátti við. Á einu mbæ, Öldu- h^ygg, fauk verkfærageymsla. Var það gamall hermanna- braggi á steyptum grunni. Varð hann að öllu gjörónýtur. Á Ing vörum fauk brúsapallur. Varð fyrir honum lamb, og lauk þar með ævi þess. í Koti vait um hey, en furðulítið mun þó hafa spillzt af því. Enn er minkurinn á ferðinni. Voru nýlega drepnir tveir, sinn á hvorum bæ, Atlastoðum og Skeiði. Tvær ýtur, eign Ræktunar- sambandsins, hafa unnið að landbroti og öðrum jarðabótum í haust. Munu þær halda því á- fram meðan tíð leyfir, □ (Franih. af bls. 1) sækist fremui'-eftir vist í hér- aðsskólum en í gagnfræðaskól- um síns heimakaupstaðar. Er full ástæða til að halda því fram, að fjölgun héraðsskóla ætti á næstu áru mað sitja í fyrirrúmi fyrir öðrum gagn- fræðaskólabyggir.gum, og mundi því væntanlega ekki að- eins verða fagnað í sveitum og sjávarþorpum víðast hvar um landið, heldur er næsta liklegt, að það yi'ði fagnaðarefni mörg- um kaupstaðarbúum. Á það er vert að benda, að stöðvun er nú fyrir löngu kom- in í stofnun nýrra héraðsskóla og því eðlilegt, að skortur þeirra sé farinn að segja alvar- lega til sín. Urbætur í þessu máli hljóta fyrst og fremst að felast í því að fjölga héraðsskól- um frá því, sem nú er. Flutn- ingsmenn brestur gögn til þess að segja nákvæmlega fyrir um það á þessu stigi, hve margra nýrra héraðsskóla sé þörf, enda yrði hlutverk umræddiar milli- þinganefndar að kanna það. Hins vegar má gera i'áð fyrh', að nauðsynlegt sé að bæta við allmörgum nýjum skólum, ef vel á að vera. Núverandi ástand í framhaldsskólamálum dreif- býlisins er óviðunandi, vegna TIL ATHUGUNAR! í RÆÐU Gísla Guðmundssonar, sem birt var hér í blaðinu 26. okt. sl. misprentaðist ein máls- grein. En rétt er greinin þannig: Margir Reykvíkingar sjá það ekki síður en aðrir landsmenn, hversu mikilsvert það er fyrir sjálfstæði þjóðarinnar og þjóð- lega menningu, að landsbyggð- in haldist í öllum landshlutum, þótt á henni þurfi að verða breytingar við hæfi breyttra tíma. Þeir menn vita og skilja, að barátta Framsóknarflokks- ins gegn ofvexti höfúðborgar- innar á kostnað landsbyggðar- innar, er öllum landsins börn- um holl. □ þess að engan veginn er hægt að tryggja áhugasömum nem- endum eðlilega framhalds- menntun. Er það tvímælalaust skylda þjóðfélagsheildarinnar að bæta úr þeim skorti og sjá til þess, að aðstaða unglinga til almennrar menntunar — bæði skyldunáms og framhaldsmennt unar sé sambærileg, hvort sem þeir eiga heima í sveit eða kaupstað, að áliti flutnings- manna vantar mikið á, að náms aðstaða sé jöfn í sveitum og bæj um, og sá ójöfnuður mun vaxa ef ekki verður skjótlega úr bætt.“ □ Námskeið á vegiim Æskulýðsráðs ÆSKULÝÐSRÁÐ Akureyrar er um þessar mundir að hefja vetrarstarfsemi sína. í vetur verða ýmis námskeið á þess vegum, unglingadansleik- ir og ráðgert er að hafa „opið hús“ fyrir unglinga. Ekki hefur enn reynzt unnt að fá heppilegt húsnæði fyrir þessa starfsemi, en í ráði er að notast við íþróttavallarhúsið í vetur, búa það húsgögnum og' tækjum. Þá er starfsemi hafin í klúbb- um sem starfað hafa á vegum æskulýðsráðs, en þeir eru vél- hjólaklúbburinn Vitinn, Fiski- ræktarklúbburinn Ugginn og dansklúbburinn Sjöstjarnan. Einn klúbburinn enn hefur hlaupið af stokkunum að til- hlutan æskulýðsráðs, en það er sportbátaklúbbur, bæði yngri og eldri deild, sem mun hefja starf semi sína nú í vetur. Af námskeiðum, sem fyrir- huguð eru á vetrinum, má nefna: Námskeið í meðferð og viðgerð vélhjóla með hjálpar- vél. Radionámskeið (þar sem búin eru til lítil útvörp). Dans- námskeið, eftir jól. Sjóvinnu- námskeið. Námskeið í teikn- ingu og meðferð lita. (Fréttatilkynning). 9 Kvöidvaka Framsóknarmanna í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli Á LAUGARDAGINN efndu Framsóknarfélögin á Akureyri til kvöldvöku í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. Hún tókst með ágætum. Spiluð var Framsóknarvist á öllum borðum, Guð- mundur Frímann skáld las frumsamda sögu og Jónas Ein- arsson sýndi litskuggamyndir. Samkomuna setti Bjöm Guð- mundsson en Haraldur Sigurðsson stjórnaði henni. Þess hefur verið óskað, að Framsóknarfélögin efni til fleiri slíkra — og á þessum stað —. Skíðahótelið í Hlíðarfjalli var opið í sumar og gekk rekst- ur þess vel. Það var lokað I liaust, en er nú opið á ný. Fyrstu dvalargestir hótelsins voru þegar komnir, og sögð- ust hafa átt dásamlega daga í Hlíðarfjalli, enda væri þar skíðasnjór góður. Framsóknarvist í Skíðahótel- inu. Svipmyndir frá spilaborð- unuin, Guðmundur Frímann skáld les upp. tfBKHKBKHKBKHKBKBKBKBKHKHKHKHKBKBKBKBKHKBKHK^^ Að ofan: Haraldur Sigurðsson afhendir verðlaun að lokinni

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.