Dagur - 16.11.1963, Blaðsíða 4

Dagur - 16.11.1963, Blaðsíða 4
4 ÞÁ OG NÚ í HVÍTU BÓKINNI „Viðreisn“, sem núverandi ríkisstjórn gaf út á öndverðu ári 1960 og sendi inn á hvert heimili í landinu, segir svo á bls. 4: „Það er stefna ríkisstjómar- innar, að það sé og eigi að vera verkefni samtaka laun- þega og atvinnurekenda, að semja um kaup og kjör.“ Forsætisráðherra, Ólafur Thors, á- réttaði þessa stefnuyfirlýsingu í fram söguræðu sinni við fyrstu umræðu efnahagsmálafrumvarpsins á Alþingi 5. febrúar. Ummæli hans eru prent- uð í B-deild Alþingistíðinda það ár, 393. dálki og hljóða svo: „Enda er það skoðun ríkis- stjórnarinnar, að samningar um grunnkaup og kjör eigi að fara fram milli atvinnurek- enda og samtaka launþeg- anna án aðildar ríkisvalds- ins------“ Til þess að koma „stefnunni“ í framkvæmd, sagði ráðherrann, „biðj um við nú að fresta mótaðgjörðum um nokkurt skeið“. Og enn mælti hann svo, til að gera athöfnina sem veglegasta: „Háttvirtu alþingismenn! Örlaga- stund er upp runnin í lífi þjóðarinn- ar, sem nú stendur á vegamótum. Okkar- er að vísa veginn, marka stefn- una. Önnur leiðin liggur fram af glötunarbarminum, hin til aukins öryggis og bættra lífskjara“ (Alþt. A 398). Stéttafélögin í landinu gerðu það, sem forsætisráðherrann bað þau að gera. Þau frestuðu mótaðgerðum um nokkurt skeið, þ. e. allt árið 1960, gerðu ekki tilraun til að knýja fram launahækkanir á þeim tíma til að vega upp á móti verðhækkun af völd um gengisbreytingar, skatta og vaxta hækkunar. En á næstu vetrarvertíð (1961) kom til „mótaðgerða“ hjá sjó- fólki syðra, sem leiddu af sér tekju- hækkun. Og sumarið eftir kom til almennra kaupdeilna margra stétta. Sú kaupdeila var leyst hér norðan- lands, sem kunnugt er, fyrir atbeina norðlenzkra samvinnufélaga og stétt- arfélaga á Norðurlandi. Ríkisstjórnin taldi þá kauphækk- un, sem þá var samið um, of mikla. Hún taldi sig jafna metin með 13% hækkun á erlendum gjaldeyri. En vorið 1962 og vorið 1963 komu enn nýjar kauphækkanir, sem samtals voru miklu meiri en kauphækkunin 1961. Þá var samt ekki gripið til gengislækkana — ekki minnst á svik. Gengislækkunin 1960 var glæfra- spil. Síðari gengislækkunin (1961) t ar glapræði. Með henni var stýrt á grunn. Nú undanfarna daga hefur „við- reisnin" sem slík verið að syngja sitt síðasta vers. Eða réttara sagt: Ráð- herrarnir, sem fyrir henni stóðu, hafa verið að kyrja útfararsálm henn- ar. Játað er, að nú sé ekki um ör- yggi að ræða, heldur upplausn og það eftir eina beztu síldarvertíð á síðari tímum og þrátt fyrir hækkandi afurðaverð erlendis. lllllllirilllllllllllllllMIIIIIIIIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIII FREDERIC SONDERN: .................... Unglingadómstóllinn í Jacksonville í AMERÍSKRI borg hefur hóp- ur ungs fólks ásamt vitrum dómara tekið upp nýjar og ár- angursríkir aðferðir gegn lög- brotum unglinga. Tvisvar í viku er fremsta bekkjarröðin í borgarréttinum í Jacksonville, Florida, setin sex eftirtektarsömum ungum stúlkum og piltum á aldrinum 18—19 ára. Þau eru ráðgjafar John Santora dómara í málum gegn ungum lögbrjótum. San- tora dómari er fertugur maður, reyndur og vinsæll dómari. Ég fer nær alltaf að ráðum þessa unga fólks í dómum mín- um, sagði hann, en vitanlega kemur það fyrir að ég verð að breyta þeim dálítið. Þau geta betur en ég séð hvort vitnis- burður jafnaldra þeirra er sann ur eða loginn. Þau geta einnig betur getið sér til um heimilis- aðstæður viðkomenda og skilja viðbrögð unglinganna, sem virzt geta undarleg í augum okkar, sem eldri erum. Þau taka ekk- ert tillit til lagakróka, eru eft- irtektarsöm, hugsa sig vel um og eru óvenjulega réttlát. Það hef ég margreynt. Ég hef sjálfur setið í réttar- sal Santora dómara og séð ung- lingakviðdóminn að störfum og get tekið undir við hann. Ungur maður stóð fyrir rétt- inum, sakaður um að hafa á bíl föður síns ekið á annan bíl með þeim afleiðingum að bíllinn valt og eldur kom upp í honum. Lög reglan hélt því fram, að hann hefði ásamt nokkrum félögum sínum verið í kappakstri ög hefði misst stjórn á bílnum í JÓLAKORT BARNA- HJÁLPAR S. Þ. DANI og Svíi eru meðal þeirra 11 listamanna, sem gert hafa teikningar aí þeim 18 kirtom Barnahjálpar S. Þ. (UNICEF), sem gefin verða út í ár. Kort Danans, Ottos Nielsens, heitir j,Jólakvöld“, og Svíinn Ruben Freidwall hefur teiknao „Hrein dýra-fantasíu“. Barnahjálpin gerir sér vonir um, að hægt verði að selja 30 milljón jóla- og nýárskort í rúml. 100 löndum. í fyrra seldust 25 milljón kort. Nettó-tekjur af þeim urðu 1,6 milljón dollara, eða nægilegt fé til að kosta starfsemi Barna- hjálparinnar í tvær vikur. — Barnahjálpin veitir böi-num þró unarlandanna hjálp og hefur þannig á sínum snærum tvo þriðju hluta af öllum börnum heims. Sá sem kaupir eina samstæðu af UNICEF-kortum (10 kort með umslögum) gerir barna- hjálpinni kleift að bólusetja 50 börn gegn berklum. 10 samstæð ur nægja til að útvega 75 börn- um vítamíntöblur í heilan mán- uð. 100 samstæður gera Barna- hjálpinni kleift að kaupa tæki í minniháttar hjúkrunarstöð fyr ir mæður og börn. Kortin verða til sölu í Reykjavík fyrir jólin. beygju. Verjandi unga manns- ins sagði aftur á móti að bilun í stýrisútbúnaði bílsins væri or- sök slyssins. Foreldrarnir full- yrtu og að sonur þeirra myndi aldrei hafa tekið þátt í kapp- akstri. Santora dómari hlustaði gaumgæfilega og sagði að lok- um, að hinn ákærði væri ekki orðinn 21 árs og kæmi því mál hans fyrir hina ungu kviðdóm- endur. Unga fólkið hvíslaðist á- kaft á um stund og síðan reis formaður þess á fætur. „Herra dórnari", sagði hann, „við leggj- um til 3ja ára missi ökuleyfis, 30 daga fangelsi og 200 dollara í sekt.“ Dómarinn hugsaði sig um. „Það er of þungur dómur“, sagði hann, „ég samþykki öku- leyfismissi í eitt ár, þar að auki 30 daga fangelsi eða 200 dollara sekt“. Það var með vilja gert að dómstóll hinna ungu tók ekki með neinum silkihönzkum á þessum jafnaldra sínum. Einn þeirra sagði við mig á eftir. „Hann er ábyrgðarlaust dekurbarn, sem er alveg sama um þó að hann valdi öðrum skaða. Þér sáuð sjálfur hve á- nægður hann var með sjálfan sig fyrir réttinum í dag. Hann brosti til okkar meðaumkunar- brosi. Það þolum við ekki. Sum okkar eru frá fátækum heimil- um, sum frá ríkum. En við lít- um sömu augum á þetta mál. Við viljum kenna bæði honum, foreldrum hans og öllum öðr- um, að við viljum að við séum tekin alvarlega.“ Skýrslur lögreglunnar sanna það, sem Santora dómari segir, að við tilkomu unglingadóm- stólsins og við störf hans þetta eina ár, hafi afbrot unglinga minnkað um helming, en þau voru orðin áhyggjuefni í Jack- sonville. f flestum tilfellum voru foreldrarnir lítt samstarfs- fús, réðu dýra verjendur eða virtust kærulaus gagnvart þess- um málum. Ég veit hreint ekki hvað við eigum að gera, sagði hinn á- hyggjufulli dómari í blaðavið- tali síðastliðið sumar. Fullorðn- ir borgarbúar létu orð hans sem vind um eyru þjóta. Þá var ný- stofnað æskulýðsráð Jackson- villeborgar, en í því voru um 200 áhugasamir menntaskóla- nemendur. Þeim fannst ástand- ið í borginni óþolandi og vildu gera sitt til að úr því yrði bætt. Þeim mislíkaði að æskulýður borgarinnar í heild liði fyrir af- brot minni hlutans. Formaður æskulýðsráðsins, Ernest Evans, fór til Santora dómara og stakk upp á því við hann, að unglinga kviðdómur yrði stofnaður í borgarréttinum. Fjörutíu af meðlimum æskulýðsráðsins höfðu tjáð sig fús til að vera á skrá sem kviðdómendur, þar sem sex í einu skyldu sitja kviðdóminn. Dómarinn samþykkti að lok- um að reyna þetta, þótt engin dæmi væru til um slíkan kvið- dóm áður. Eins og dómarinn sagði, þá hafði þetta lítil lög- fræðileg áhrif, en hin sálrænu áhrif af nærveru kviðdómsins væru óumdeilanleg. Ég var staddur í réttinum þegar yfirheyrð var ung stúlka, ákærð fyrir búðarþjófnað. „Taktu nú eftir hvað skeður,“ sagði réttarþjónninn, sem sat við hliðina á mér. Meðan á yfirheyrslunum stóð, starði unga stúlkan nær stanz- laust á kviðdómendurna. Út- skýringar hennar voru langar og tvíræðar. Hún sagðist hafa stungið nokkrum hlutum í vasa sinn í hugsunarleysi meðan hún var í verzluninni og gleymt síð- an að borga þá. Andlit kviðdóm endanna voru sem höggvin í stein. „Þér haldið þá fast við að þér séuð ekki sek,“ sagði dómar- inn að lokum. Stúlkan leit enn einu sinni á kviðdómendurna og hikaði. „Nei, herra dómari," sagði hún svo hljóðlega, „ég er sek.“ Þessi æskulýðskviðdómur hef ur einnig komið fram með ó- venj ulegar refsingaraðferðir. Hinn seki er t. d. látinn vera yfir helgi á slysavarðstofu í einu af sjúkrahúsum borgarinn ar. Hann er látinn horfa á kval ir þeirra, sem orðið hafa fyrir slysi, vegna kæruleysis eða van gár annarra. Það er hörð refs- ing fyrir ungt fólk að horfa á limlesta líkami, sagði Evans við mig, en það lærir miklu meira af því en að vera í fangelsi. Það sér afleiðingarnar af því, sem það hafði sjálft gert eða gæti hafa gert. Bezta sönnunin fyrir því að unglingakviðdómurinn hafði rétt fyrir sér, sést í mál- inu gegn unga manninum, sem hafði verið ölvaður við stýj'ið og valdið alvarlegu slysi. Hann kom í réttinn, klæddur þröng- um gallabuxum og leðurjakka og stóð keikur með höndur í vösum meðan á yfirheyrslu stóð. Úrskurður kviðdómend- anna var: Fjórar helgarvaktir á slysavarðstofunni og missir öku skú'teinis. Mánuði seinna kom þessi ungi maður á samkomu- stað æskulýðsráðsins, klæddur venjulegum fötum, snyrtilegur og alvörugefinn. Evans gat vai'la trúað sínum eigin augum, svo mikil var breytingin. Þessi fyrrum forherti lögbrjótur spurði nú, hvort hann, þrátt fyr ir fortíð sína, mætti gerast með limur æskulýðsráðsins. Hann vildi einnig gjarnan vera á kvið dómendaskrá ráðsins. Félagar í æskulýðsráðinu veittu honum inngöngu og hafa ekki þurft að iðrast þess síðan. Stundum fannst Santora dóm ara kviðdómur sinn vera full vægur í dómum sínum. En oft- ast lá þar hugsun eða ástæða á bak við. Ungur piltur var á- kærður fyrir að hafa stolið föt- um að verðmæti 50 dollara úr ýmsum verzlunum. Hann var örvinlaður og skelfdur fyrir rétt inum. En kviðdómendurnir virt ust skilja vel hina fáorðu, sund urlausu skýringu hans á stuld- inum. Dómarinn lagði til fang- elsisvist, en það vildu kviðdóm- eiidur ekki. Skilorðsbundinn dóm með sex mánaða reynslu- tíma, auk þess sem hann skyldi borga hið stolna. Dómarinn lét að lokum undan. Á eftir spurði ég einn af kvið- dómendunum hvers vegna þeir hefðu vægt honum. Skiljið þér það ekki, sagði hann. Harin ætl- aði að vera við fermingu eins félaga síns og fannst að hann yrði að vex-a almennilega klædd ur. Foreldrarnir eru ofdrykkju fólk og vildu ekki hjálpa hon- um. Þess vegna stal hann. Við vitum að það er rangt. En hann er ekki þjófur af vana. Hefðum við sett hann í fangelsi, hefði hann kannske oi'ðið það. Við höfum aðvarað hann, en ekki dæmt hann hart. Það er undai'legt, sagði San- tora dómari, að þau geta ætíð fundið refsingu sem hæfir af- brotunum. Þau hafa t. d. komið með margs konar refsingar í staðinn fyrir fjársektir. Foreldr arnir boi'ga sektirnar segja þau, en þegar ungur maður er látinn fægja skilti og hurðai'húna á lögreglustöðinni eða hreinsa gai'ða, þá finna þau að það er refsing, og gleyma því ekki. Það hefur náðzt mjög mikill árangur með unglingadómstóln- um, sagði Santora dómari, og það er sennilega vegna hinna sálrænu áhrifa sem þau hafa á hina ungu lögbrjófa. Ég get prédikað yfir þeim, en þó að þeir viti að ég get gert þeim lífið leitt, þá glotta þeir á mig. En þeir glotta ekki að unglinga kviðdómnúm, ekki nema einu sinni að minnsta kosti, svo falla þeir saman. Þessi hópur heil- brigðra og réttsýnna unglinga fyllir þá skömm. Það eru áhrif sem ekki bregðast. (Þýtt úr Det Bedste. ÓGLÆSILEGIR ARÐMIÐAR. Kvartað hefur verið um, að arðmiðarnir í sumum deildum KEA séu ólæsilegir með öllu og mun þessi umkvörtun ekki úr lausu lofti gripin. Þessu er hér með vísað til réttra aðila til úi'bóta. BÍLARNIR RENNA. í sambandi við slys hér í bæn um nú nýlega, voi'u gerðar at- huganir á því, hve snögglega væri hægt að stöðva bifreið á götum bæjai'ins. Á blautu og forugu malbiki þurfti um 17 metra til að stöðva fólksbifreið úr 55 km hraða. Lengi'i vega- lengd þarf til að stöðva bifi'eið þegar frost og hálka kemur til. Þetta atriði þui-fa bifreiðastjór- ar að hafa hugfast, er þeir aka um götur bæjarins. ÖRÐUGT SKREF SUM BLÖÐ stjórnarinnar leggja ríka áherzlu á, að það hafi verið forvígismenn verk- lýðsfélaga, sem buðu ríkisstjórn inni frest til 10. des., en ekki ríkisstjói'nin, sem bað um fi'est- inn á elleftu stund. Þetta kann að skipta máli í augum sumra manna, en hvei-su sem þetta atriði er túlkað, verður niður- ÞEGAR HIMNARNIR OPNAST Höf. Amaldur Árnason. Prentverk Odds Björnssonar Akureyri. ÞESSI bók styðst að vísu við sálræna reynslu, en hefur þó athyglisvei'ða sérstöðu meðal þeirra bókmennta. Höfundurinn kemst sjálfur þannig að orði í formála: „Ég hefi þá persónulegu reynslu af lækningageislum framlífsmanna, sem gerir mér það fært að bera fram þá til- gátu, að ein tegund þeirra geisla, sem framlífsmenn nota við lækningar hér á Jörðu niðri, séu framleiddir með til- styi'k sólarljóssins. Hér mun vera um hagnýting hins útfjólu- bláa sólai'ljóss að í'æða þannig, að framlífsmenn auka tíðni þess og nota það við lækningai', en einkum þó okkur til hressingar. Þessi tilgáta hefur þann kost umfram sáh'æna reynslu frá raunvísindalegu sjónarmiði, að hún verður sönnuð með raun- vísindalegum tilraunum, sé hún rétt. Hér á landi eru uppi ýmsar skoðanir um fi'amlífið, en mér er ómögulegt að aðhyllast neina þeirra með öllu. Útjaðrar þess- ara skoðana eru annars vegar kenningar Helga Péturss, en hins vegar trúin á Guðsríkið sem heimkynni framlífsmanna. Báðar þessar skoðanir eru að mínu áliti rangar. Framlífsmenn byggja ekki hinn sýnilega heim og enginn kemst inn í Guðsríkið fyrir handan fremur en hér á jöi'ðu. Skoðanir sem slíkar á framlífinu eru þess valdandi að raunvísindalegt samband er ekki enn komið á við fi'amlífs- menn. Eðlisfræðilega þekkingu skortii' ekki til að koma slíku ,sambandi á. Það er auðvelt að rannsaka eðli þeirra geisla, sem framlífsmenn beina stöðugt til okkar, miklu auðveldara en margir munu ætla á þessari geisla- og atomöld.“ Enda þótt höfundui'inn noti hér orðið Guðsríki í nokkuð annarri mei'kingu, en guðfræð- ingar gera nú, verður það ljóst, hvað hann á við með því, sem á eftir kemur. En það skyldi nú aldi'ei vera, að hann hafi bent á lausn þeirrar gátu, sem tor- veldust hefur verið, hvei'nig hægt sé að koma á beinu síma- sambandi milli lifenda og fi'am- liðinni? Mig minnii', að Edison væi'i að glíma við þetta um það leyti, sem hann andaðist, og ein- hvers staðar las ég í tímariti, að farið væri að taka upp raddir framliðinna á segulbönd úti í löndum. Ef aðgreining heim- anna byggist einkum á mismun- andi tíðni efnisins, eins og mai'g ir halda fram, þá ætti það ekki að vera ofætlun „vísindunum“ að finna þá Bifi'öst milli himins og jarðar, sem fær sé, og kannske hentar þá bezt að byi'ja eins og þessi höfundur stingur upp á, að rannsaka geisla þá, sem framlífsmenn lækna með. Mér þótti mjög gaman að lesa bók þessa. Hún hefur að geyma margar skarplegar og gáfuleg- ar athugasemdir. Höfundurinn skilur, að í goðsögum max'gi'a trúarbragða speglast andleg reynsla kynslóðanna, og því ber ekki ávallt að skilja þær bók- staflega heldur á táknrænan hátt. Hann vill réttilega gera hlut andlegrar í-eynslu norræns átrúnaðar: Ásatrúarinnar, hærra undir höfði en verið hef- ur um hríð, en mestu varðar það, að höfundurinn er bless- unai'lega laus við alla kreddu- trú og hugsar eins og fi'jáls mað ur, og þá er fyrst von um að eitthvað verði sagt af viti. Ég býst við að mörgum.þyki höf. færa ónóg rök fyrir þeirri hugmynd sinni, að Jesús sá, sem krossfestur var, hafi verið son- ur Jósefs frá Arimaþeu, enda erfitt að hugsa að svo ferlegur ruglingur hefði getað oi'ðið á staðreyndum í guðspjöllunum. Hitt er athyglisvert, að margir, JÓLALESBÓK DAGS. Þeir lesendur Dags og velunn arar, sem ættu í fórum sínum smásögur, frásagnir af mark- vei'ðum atburðum, kvæði eða annað efni heppilegt í Jólales- bók Dags, ættu að hafa sam- band við í'itstjórann hið fyi'sta. MISSKILNINGUR FORVÍGISMENN Fjórðungs- sjúkrahússins á Akui-eyri hafa tjáð blaðinu, að áætlaður rekst- urshalli stofnunarinnar á þessu ári sé tæplega ein millj. króna. Fjárhagsáætlun fyrir árið 1964 sé ekki ennþá fyrir hendi, en staðan sú ein, að ríkisstjórnin féll frá áfox'mum sínum vegna mótspyrnu stjónarandstöðunn- ar, stéttax'félaga og almennings- álitsins, og það er mergurinn málsins. Þótt stjórnai'blöðin finni sárt til með ríkisstjórninni og þeirri útreið allri, sem hún fékk í þessu máli, verður hlutur henn- ar sízt skárri þótt því sé haldið fram, að forvígismenn vei'klýðs- félaganna hafi líka þurft að leiða stjói-nina yfir öi'ðugasta þröskuld afturhvarfsins — til ákvörðunar um frestun frum- varpsins um launamál og fl. —. sonar (Lexicon poeticum) auk smærri safna. En fáir munu eiga allar þessar bækui', enda eru þær með útlendum þýðingum. Einnig er stöðugt að bætast við mikill grúi nýyrða úr vísinda- og tæknimáli, sem fáir aðrir en sérfræðingar hafa á fingrum sér. Þetta er fyrsta stóra oxðabók- in með íslenzkum skýringum, þar sem leitast er við að taka sem flest íslenzk stofnoi'ð úi' fornu máli og nýju, auk algeng- ustu samsetninga og orðtaka, gei’ð gi'ein fyi'ir beyingum og rithætti oi'ða og mismunandi mei'kingum, jafnvel tekið upp nokkuð af slanguryrðum af er- lendum uppi'una og orðum úr alþýðumáli, sem naumast hafa fyrr verið bókfest. Skýringar höfundanna eru yfirleitt grein- argóðar og gagnorðar. Margir mundu nú halda, að þeir þekktu yfii'leitt merkingar íslenzkra orða og þyrftu því ekki á slíkri oi'ðabók að halda, en því fer víðsfjarri. Tökum t. d. eitthvað algengt oi'ð eins og skræða. Flesir munu kannast við að þetta geti merkt: gömul eða slitin bók, jafnvel ómerki- ■leg bók. En hér hefur orðabókin ýmsar merkingar aðrar: pappíi's eða bókfellsstrangi, pappíi's- eða bókfellssnyfsi, vondur eða óæt- (Framhald á blaðsíðu 7). Zonta-konur kynna Nonna KONUR í Zontaklúbbnum á Ak ureyri gerðu gamla Nonnahúsið í Fjörunni að einum mei'kileg- asta stað bæjarins. Nonnahús geymir nú bækur, bréf og mynd ir, húsmuni og listavei'k, sem tengd eru nafni hins víðkunna rithöfundar, séra Jóns Sveins- sonar, Nonna, sem lék sem barn í þessu gamla húsi. Nú hafa Zontakonur tekið upp nýja aðferð til að kynna æsku bæjarins þennan merka mann. Kynningin er á þann veg, að á fimmtudögum er einni deild í sjötta bekk barnaskólans boðið í Nonnahús. Fréttamaður Dags átti þess kost, 14. þ. m„ að sjá og heyra hvernig kynningin fór fram. — Barnahópnum, sem kom í fylgd kennai'a síns er að þessu sinni var Björgvin Jörgensson, var skipt í tvo hópa. Frúrnar Stef- anía Ármannsdóttir og Þórhild- ur Steingrímsdóttir sýndu öðr- um hópnum muni og minjai', svo og húsið sjálft. Hinn hópur- inn hlýddi á meðan á erindi frk, Ingibjargar Magnúsdóttur yfir- hjúki'unarkonu um Nonna. Börnin voru mjög stillt og sýndu málinu áhuga. Þessi kynning er lofsvei'ð, konunum til sóma og böi'nunura eflaust til nokkui's gagns. Fjöl- margir innlendir og erlendk' fei'ðamenn hafa heimsótt Nonna húsið á Akureyri á sl. sumrum. Hingað eru þau komin til að fræð- ast um Nonna, og um hann fara þau fróðari en þau konxu. NONNAHÚSIÐ. Snjór situr á þaki og hverri sillu. (Ljósm. E. D.) þeir vonandi rækja, þegar þeir fá sannleikskallið". Svona tala ekki aði'ir en spá- memi. sem kynnt hafa sér arfleifð Ess- enanna í Qumi'an handritunum hafa haldið því fi'am, að þar hilli undir mikinn meistara, sem kumxi að hafa haft áhrif á kenn- ingar Jesú, en sá meistari hljóti að hafa verið uppi all-löngu fyrr. Hefði verið æskilegt, að höf. hefði kynnt sér þetta mál, áður en hann í'itaði þennan þátt bókar sinnai'. ISLENZK ORÐABOK IIANDA SKÓLUM OG ALMENNINGI. Kitstjóri Ámi Böðvarsson. Bókaútgáfa Memiingarsjóðs. Reykjavík 1063. ENDA þótt það sé ekki venja mín að geta um aðrar bækur en þær, sem mér eru sendar til um I SÉRA BENJAMÍN SKRIFAR UM BÆKUR Margt segir höf. skemmtilegt frá andlegri reynslu sinni og kemst spaklega að oi'ði, t. d.: „Það er að vísu hörmulegt, hvernig menn fóru og fara með meistarann frá Nazai'et, en hitt er þó hið mesta böl, hvernig fai'ið er með Guð sjálfan. Til- veran er ekki aðeins blind og miskunnarlaus náttúrulögmál, sem æða áfram og hvæsa eins og brotsjóir. Uppi yfir öllu vak- ir Faðii'inn, og ljós hans kemui', ekki til að dæma heldur til að hjálpa og styrkja. Allir menn munu eiga sér innri köllun, sem sagnar, og um þessa bók ættu auðvitað málfræðingar helzt að skrifá, get ég samt ekki oi'ða bundizt um að vekja athygli á henni, því að það er mikill og gleðilegur atburður, að hún skuli vera komin út, og ber að þakka Menningarsjóði og öllum, sem að vei'ki þessu hafa unnið. Þessi bók bætir úr bi'ýnni þörf. Að vísu eru til miklar og ágætar orðabækur yfir íslenzka tungu, eins og t. d. orðabók Blöndals, orðabók Fritzners og Cleasbys yfir foi'nmáli, skáld- málsoi'ðabók Sveinbjarnar Egils miðað við, að daggjöld hækki vei-ulega, svo sem nú sé áætlað, muni fjárhagurinn væntanlega breytast til batnáðar. Tölur þær, í þessu sambandi, sem Dag ur birti, komu fram á síðasta bæjarstjórnarfundi og var ómót mælt þar. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.