Dagur - 16.11.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 16.11.1963, Blaðsíða 8
8 Sárindin leiða Braga á villiffötur Laxdal 25 ára í GÆK, 15. nóv., átti Verzlun Bernharðs Laxdal, stræti 94 á Akureyri, 25 mæli. Þetta fyrirtæki hefur vinsælda frá upphafi, var fyrst einkum saumastofa, er fram- leiddi kvenfatnað og er nú kven fataverzlun. Bernharð Laxdal var stofnandi, og er ennþá eig- andi, en er fluttur suður og rek- iur aðra verzlun í Kjörgarði á Laugavegi í Reykjavík. Verzlunarstjóri hans á Akur- eyri er frk. Jóhanna Jóhannes- dóttir. Dagur árnar fyrirtækinu allra heilla og þakkar mikil og ágæt viðskipti í aldarfjórðung. Elliheimilið Skjaldarvík, ásamt öðrum byggingum staðarins. Myndin tekin á fögrurn sumardegi. STOFNAÐ HÓLAFÉLAG til að vinna að kirkjulegri endurreisn Hóla Héraðsfundur Skagafjarðar- prófastsdæmis var haldinn á Sauðárkróki sunnudaginn 3. nóv. s.l. og hófst með messu í Sauðárkrókskirkju kl. 2 e. h. Sr. Oddur Thorarensen Hofsósi prédikaði, en sóknarpresturinn, sr. Þórir Stephensen, þjónaði fyrir altari. Prófastur, sr. Björn Björnsson á Hólum, setti fund- inn, lagði fram kirkjureikninga og flutti yfirlitsskýrslu um helztu kirkjulega atbui’ði á liðnu héraðsfundarári, en síðan flutti sr. Helgi Tryggvason á Miklabæ framsöguerindi um að- almál fundarins: Hvað er fram- undan í kirkjunni? Ræddi hann málið einkum með tilliti til þess hlutverks, sem Hólastaður hlýt- ur að gegna í framtíðinni fyrir allt kirkjulíf í Hólastifti, því ekki munu Norðlendingar una öðru en hlutverk Hóla og Skál- holts verði sem líkust í uppbygg ingu kirkjulegs lífs með þjóð- inni. Umræður urðu miklar og almennar og voru tvær tillögur samþykktar á fundinum. Onnur þeirra var svohljóðandi: Hér- aðsfundurinn ítrekar allar fyrri yfirlýsingar sínar um nauðsyn endurreisnar biskupsstóls á Hól um í Hjaltadal. Jafnframt telur fundurinn réttast, að biskupar verði 3, á Hólum, í Skálholti og í Reykjavík. Á hinum fornu stól um telur fundurinn að rísa þurfi kirkjulegar menningarstöðvar, sem veiti sem hollustum straum Verzluu Bernharðs um út í líf kirkju og þjóðar. í framlialdi af þessari tillögu var svo einnig saniþykkt eftir- farandi tillaga: Héraðsfundur- inn leggur til að stofnað verði félag til að vinna að kirkjulegri endurreisn Hóla í Hjaltadal, HÓLAFÉLAG. Kýs fundurinn 7 manna undirbúningsnefnd til að vinna að stofnun þessa félags, 3 presta, 3 leikmenn og prófast í forsæti nefndarinnar og treyst ir henni til að hefja störf liið fyrsta. í nefndina voru kosn'r sr. Björn Björnsson Hólum, sr. Þórir Síephensen Sauðárkróki, sr. Helgi Tryggvason Miklabæ, sr. Oddur Thorarensen Hofsósi, Gísli Magnússon Eyhildarholti, Guðmundur L. Friðfinnsson Eg- ilsá, Haukur Jörundsson Hól- um. Varamenn: sr. Bjartmar Kristjánsson Mælifelli og Jón Jónsson Hofi. Fundinn sátu flestir prestar og sáfnaðarfulltrúar prófasts- dæmisins. Að messu lokinni sátu þeir kaffiboð prestshjón- anna á Sauðárkróki, en um kvöldið bauð sóknarnefnd Sauð- árkrókskirkju þeim til kvöld- verðar á Hótel Villa Nova. □ f SfÐASTA tölublaði Alþýðu- mannsins á Akureyri segir: „Það vakti athygli bæjarhúa, að Kaupfélag Eyfirðinga lokaði búðurn sínum og skrifstofum, meðan fundurinn stóð (þ. e. fundurinn í Alþýðuhúsinu 4. nóvember sl.), svo að starfsfólk þess gæti sótt fundinn“. Hið rétta er: Hvorki stjórn KEA eða framkvæmdastjóri þess hafði nokkur afskipti af fundarsókn starfsfólks síns. Starfsfólk það, er fundinn sótti tók sér leyfi til þess sjálft. Af þeim sökum var nokkrum búð- um félagsins sjálflokað á meðan fundurinn stóð. Þess lilutu að sjást merki á mörgum vinnustöðum á Akur- eyri hinn 4. nóvember sl. að 6—700 manns liurfu samtímis úr vinnu úr flestum eða öllum atvinnugreinum — enda varð sú raunin á. EKKI RÉTT AÐ GEFNU tilefni í 37. tbl. Al- þýðumannsins frá 12. nóv. 1963 vill stjórn Fulltrúaráðs verklýðs félaganna á Akureyri taka fram eftirfarandi: Til launþegafundarins, sem haldinn var í Alþýðuhúsinu mánudaginn 4. þ. m. var boðað af Fulltrúaráði verklýðsfélag- anna og var ákvörðun um að halda fundinn svo og að skora á launþega að leggja niður vinnu eftir hádegi þann dag í mótmælaskyni við frumvarp ríkisstjórnarinnar um launa- mál og fl. tekin einróma á fundi fulltrúaráðsins laugai'daginn 2. þessa mánaðar. Það er því ekki rétt, sem seg- ir í áður greindu blaði að til fundarins hafi verið boðað af tveimur tilteknum verkalýðs- félögum hér í bæ, né heldur að það þriðja hafi ekki átt aðild að fundinum. (Fx-amh. á bls. 7) Verkafólk, iðnverkafólk, verzl unar- og skrifstofufólk sýndi óvenjulega stéttvísi í þetta sinn og hlýddi áskorunum og hvatn- ingu forystumanna sinna um að fjölmenna á áðumefndan laun- þegafund í Alþýðuhúsinu. Ekki á þetta fólk sök á því þótt finn- ast kunni þeir nxenn, sem kenna sig við baráttumál alþýðunnar, en hafa villst frá henni um stund, tekið sér stöðu í annarri liðssveit, eins og Bragi Sigur- jónsson hefur gert. Sú villa hans og sársauki yfir hrakförum þeirra, er hann þjónar nú, gefur honum engan rétt til að skýra rangt frá staðreyndum í sam- bandi við nxargnefndan fund í Alþýðuhúsinu. Að sjálfsögðu litu atvinnu- rekendur og verkstjórar liinna ýmsu starfsgreina á Akureyri fundarsókn starfsfólks síns mis- hýru auga og höguðu sér sam- kvæmt því. En ekkert fyrirtæki, sem hafði sama hátt á og KEA og lét starfsfólk sitt sjálfrátt um fund- arsókn hinn 4. nóv., lilýtur af því ámæli. □ HAAR ELDSULUR SÍÐUSTU fregnir of gosstöðv unum við Vestmannaeyjar hemidu, að gosið hefði enn færst í aukana. I Þá sáust miklar eldsúlur og ægifagrar hátt í loft upp. Sást þetta mjög glöggt úr byggð- um Suðurlands. □ Ellilieimilið Skjaldarvík 20 ára HINN 31. október sl. voru 20 ár liðin, síðan klæðskerameist- ari Stefán Jónsson stofnaði Elli- heimilið Skjaldarvík, og' það tók til stax-fa með vígslu sunnudag- inn 31. október 1943. Stefán Jónsson stundaði klæð skeraiðn hér á Akureyri í 21 ár, frá 1923—1944 í húsi sínu 77 við Hafnai'stræti. Hann var stai-fs- maður mikill og duglegur klæð- skeri, og töldu kunnugir jafnvel, að hann ynni alloft mikið, og að alltaf væri ljós á vinnustofu Stefáns klæðskera, er gengið væri fram hjá á nótt eða degi. En þannig mun þessu hafa verið háttað, að Stefán hafði tal- ið það köllun sína að hlynna að gamalmennum bæjarins og ut- an, sem til þessa hafði lítið ver- ið sinnt. Stefán Jónsson er trúmaður, og taldi hann þetta guðlega köll- un sína, og árið 1932 hóf hann undirbúning þess starfs, sem nú er Elliheimilið Skjaldarvík. Lét hann fyrst byggja íbúðai-hús, hlöðu og gripahús, og hefir síð- an fleirum sinnum bætt við frumbyggingarnar, og síðast um 1960. Skjaldarvík er nú til fyrir- myndar og vottur þess, hvað framkvæma megi, sé maður köllun sinni trúr, og það hefir Stefán Jónsson verið. Ber því að þakka honum dugnað hans og ósíngii’ni og trú hans og traust á Guðs blessun í starfi því, sem hann taldi köllun sína. (Fi-amh. á bls. 7) Stefán Jónsson, Skjaldarvík.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.