Dagur - 16.11.1963, Síða 2

Dagur - 16.11.1963, Síða 2
2 PÁLMI heitir hann Ólafsson, hefur tekið sér aðsetur á Ráð- hústorgi með smáhýsi á hjólum og selur fólki það prentað sem mest er lesið, en það eru blöðin og tímarit. Öll er varan innan seilingar úr sætinu. Salan gengur vel því Pálmi fljótur að afgreiða. í söluvagninum er ofn og útvarp. Sölu- sjálfur auglýst vörur sínar án nútímatækni; éf örfa þarf viðskiptin, með fimbulraust sihni. (Ljósm. E.D.) Sauðárkróki 12. nóv Á þessu hausti var slátrað 44.500 fjár á Sauðárkróki. Um 36.500 hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og um 8000 hjá Verzlunarfélagi Skag- firðinga. Meðalvigt hjá K. S. reyndist vera 13,18 kg. og er það 0,48 kg. minna en sl. ár. Þyngsti dilkurinn vó 26 kg. og var eigandi hans Leifur Þór- arinsson Keldudal. Föstudaginn 1. nóv. kviknaði í íbúðarhúsinu að Reykjum á Reykjaströnd. Eldurinn kom upp í rishæð hússins og strax og hans varð vart, var hringt í slökkviliðið á Sauðárkróki, sem brá við skjótt. Tókst því að slökkva eldinn áður en mikið tjón varð að. Þó varð að rjúfa þekjuna til þess að komast að eldinum. Talið ér að kviknað hafi út frá rafmagni. Kona forstjóri upplýs- ingaskrifstofu S.,K , • '>■>:, ;,t’ 'í FYRSTA SINN í sögu Sam- einuðu þjóðanna hefur kona verið skipuð í embætti forstjóra upplýsingaskrifstofu samtak- anna. Það er frú Ma Than E Fend frá Burma, sem gerð hef- ur verið að forstjóra upplýsinga skrifstofunnar í Alsír, sem ný- lega var sett á stofn. Þá hafa Sameinuðu þjóðirnar alls 45 upplýsingaskrifstofur um heim allan. Fimm þeirra hafa nor- ræna forstjóra. Svíarnir Sixten Heppling, Jan Gunnar Lind- ström og Sture Linnér eru for- stjórar upplýsingaskrifstofanna í Kabul, Lundúnum og Aþenu. íslendingurinn ívar Guðmunds- son stjórnar upplýsingaskrif- stofunni í Karachi og Norðmað- urinn Dik Lehmkuhl skrifstof- unni í Bagdad. Upplýsingaski-if- stofa Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd er í Kaupmanna- höfn, og forstjóri hennar er Hugh Williams frá Nýja Sjá- íándi. □ Dánarfregnir. Þann 18. okt. sl. lézt hér á Héraðssjúkrahúsinu Haraldur Sigurðsson, Sauðárkróki, 81 árs að aldri, eftir langa vanheilsu og dvöl á sjúkrahúsinu. Harald- ur SigUrðsson sinti lengstum verzlUnar- og afgreiðslustörfum auk margs annars og var um langt árabil hjá Kaupfélagi Skágfirðinga. ílann var ætið glaður og reifur, kvikur og vak- andi fyrir sínu verki, samvizku- samur með afbrigðum og hinn traustasti stárfsmaður í hví- vetna. Stefán Vagnsson frá Hjalta- stöðum, hinn þjóðkunni hagyrð ingur og orðsnillingur, lézt hér á sjúkrahúsinu 1. nóvember eft- ir langa legu 74 ára að aldri. Stefán Vagnsson var kennari á ýmsum stöðum í Skagafirði um áratuga skeið og gengdi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum um dagana. Hann var búsettur á Sauðárkróki síðustu tuttugu ár- in og vann á skrifstofu Mjólkur ;§amlags Slca/fifðinga. Stefán var þekktur um allt land af mörgum ástæðum og stökur hans og ljóð hafa flogið vítt, þótt hann væri alla tíð heldur dulur á skáldskap sinn. Kennir þar margra, grasa • og góðra. Merkiskonan Þórey Hansen, Sauðarkróki, dó á Héraðssjúkra húsinu þann 3. nóvember 77 ára að aldri. Þórey var gift Kristjáni Hansen, sem lengi var verk- stjóri í Skagafirði, en nú er lát- inn fyrir mörgum árum. Þórey Hansen var glæsileg kona á all- an hátt og gáfuð í bezta lagi og margfróð. Svo var hún minnug á ljóð og sögur og kunni svo mikið af þeim, að-til afreka má telja. Hún varð heldur ekki kveðin í kútinn af neinum með- alskussa um dagana. Hvert þeirra þriggja, sem hér hafa verið nefnd og létust með stuttu millibili, hafði sín sér- kenni og verða öllum er þeim kynntust minnisstæð, hvert á sína vísu. ‘ ' ÞORSKÁHROGNA KAVIAR 'TÐNSÝNING samvinnumanna var nýlega haldin í glæsilegu húsnæði Véladeildar S. í. S. og Samvinnutrygginga, við Ár- múla í Reykjavík. Slíkar sýn- ingar vóru teknar upp fýrir nokkrum árum, áð frumkvæði Harry Frederiksen, þávérandi framkvæmdastjóra Iðnaðar- deildar S. í. S. og núverandi framkværridastjóra skrifstofu Sambandsins í Hamborg. Hafa síðan nokkrar sýningar verið haldnar á Akureyri, én þessi sýning er-sú fyrsta sem haldin er í Reykjavík. í þetta skipti tók Sjávarafurðadeild þátt í sýningunni í fyrsta skipti. Sýnd ar voru framleiðsluvörur Til- raunaverksmiðju deildarinnar í Hafnarfirði og er ánægjulegt frá því að skýra, að vörurnar fengu mjög góðar undirtektir sýningargesta. Eftirspurn eftir vörum vérksmiðjunnar hefur aukizt mjög eftir sýninguna. Nýjasta vörutegundin sem verk smiðjan hefur hafið framjeiðslu á er þorskhrognakaviar, í mjög smekklegum túbum. Kaviarinn fæst bæði reyktur og óreyktur (natural) og er hið mesta lost- æti. - ÓLAFUR THORS SEGIR AF SÉR (Framh. af bls. 1) Undanhald ríkisstjórnarinnar hefur mörgum stuðningsmönn- um hennar orðið sárt, en eins og á stóð átti stjómin engan annan kost. Hún varð að beygja sig til þess sjálf að „halda Iífinu“ og til þess að forða algjörri upp- lausn í landinu. En almenningur fagnaði því heilshugar að tak- ast skyldi að sveigja stjórnar- völdin af valdboðs- og upp- lausnarbrautinni á leið hinna frjálsu samninga. En yfirgrips- miklir Iaunasamningar eru nú að hefjast í Reykjavík. Síðustu stórtíðindin úr heimi hinna íslenzku stjómmála er ,svo lausnarbeiðni forsætisráð- herrahs, Ölafs Thors, hins 72 ára stjómmálaforingja Sjálfstæð isflokksins. Bjami Benediktsson hefur nú tekið áð sér stjómar- forustuna, sem forsætisráðherra, en Jóhann Ilafstein hefur tekið sæti í ríkisstjóminni og er dóms málaráðherra. n BIFREIÐIN A-1967, sem er Volkswagen, árgerð • 19ð8, er til sölu Semja ber við undir- ritaðan Gunnar Berg, símar 1024 og 1070. VOLVO 1961! „PV 544 Spo! t“ til sölu strax. Hagstætt verð. Viðar Garðarsson, Fögruhlíð 44. NYLONSIíYRTlIR, hvítar, mislitar Verð kr. 325.00. A N G LI NYLONSKYRTLR. fleiri gerðir. NYLONSKYRTUR, drengja, röndóttar. Stæfðir 27-36. KULDAHÚFUR, karlmanna og drengja. HERRA DEILD LEIEFANGABÍLAR (MA'TCI-I BOX) 50—60 tegundir. Verð aðeins kr. 21.00. Enn fremur stærri gerðir. MUNIÐ OKKAR FJÖLBREYTTA leikfangaúrval. Verð við allra liæfi. Tómstundabúðin Strandgötu 17 . Sími 2925 TIL SÖLU: Ný kárlmannsföt á meðal- mann. Til sýnis í Eiðsvallagötu 4. i .....r.- - ,-vrr- TIL SÖLU: Ný kjólíöt á frekar háan *• mann. Uppl. é síma *1927 eitir kl. 8 e. K. LANÐSPRÓFSNEMAR ATHUGIÐ! Getið lengið aukatíma í islenzku og ensku. Uppl. í síma 2484 milli kl. 5 og 6. ÖKUKEN N S L A Þóroddur Jóhannsson, Byggðaveg 140, Akureyri, sími 2522. TAPAÐ SNJÓKEÐJA tapaðist á Ytri-brékkunni síðastliðinn fimmtndag. Skilist í Byggðaveg 140A gegn ftmdárlaunum. Hvaða kjöt hefir ekki hækkað? Hækkað — hefir ekki allt kjöt stórliækkað? NEI, EKKI SVÍNAKTÖT Það eru því beztu KJÖTKAUPIN • í sunnudagsmatinn. KJÖTBÚÐ K.E.A. DANSKIR SVEPPIR í glösum. Meistaraflokksvara. KJÖTBÚR K.E.A. Húsmóðirin setur stráum ‘ á. pönnúna. Vér bjóðum yðiir: LAMBASNITZEL KÖTÉLETTUR KÁLFASN TTZÉL KÁ L FA KARBONA I)F. KINDA- HAKKAÐ-BUFF NAUTA- HAKKAÐ-BUFF Allt tilbúið á pönnúna. "Svo jafnvel klaufskúr hús- bóndinn getur kokkað. KJÖTBÚD K.E.A. NÝKOMIÐ: Maya Cornflakes kr. 12.00 pr. pk. CRÍSKO FEETI ^IJ.O-Y A L : Súkkuíaðiduft HNETUSMjÖR <^þ> Þýzka sultan og marmelaðið komið aftur. EPLAEDIK r Utlendar gr. baunir margar tegundir. NOTIÐ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.