Dagur - 04.12.1963, Page 4

Dagur - 04.12.1963, Page 4
4 9 — LANDIÐ MÁ EKKI „SMÆKKA44 FYRIR 40 árum var hinn snjalli fræðimaður og rithöfundur, Sigurð- ur Nordal starfandi prófessor í ís- lenzkum bókmenntum við Háskóla íslands. Rit hans og ræður vörpuðu ljóma á æðstu menntastofnun þjóð- arinnar innanlands og utan. Þótt við- fangsefni hans í daglegu starfi væru einkum sögulegs elnis, voru þjóðfél- agsvandamál líðandi stundar honum mjög hugleikin, einkum Jiau, er vörð uðu sambúð lands og Jijóðar. Eitt sinn um sumar tók hann sér ferð á hendur frá Reykjavík austur í Skaftafellssýslur og dvaldi Jiar um hríð. Eftir þá för samdi hann ritgerð eina, sem allfræg varð í Jiann tíð, um Öræfin og Öræfinga, og var hún prentuð í tímaritinu Vöku árið 1927. í þessari grein varpaði hann fram svohljóðandi spurningu: „Á ekki að leggja Öræfin, Horn- ' strandir og Grímsey, afdalabýlin og útnesjakotin í eyði, flytja allt fólkið í beztu sveitirnar, rækta þær og efla? Er það ekki hóflaus sóun fjár og krafta að vera að Jienja svo fámenna Jjjóð um allt Jietta stóra og misjafna land?“ „Hagfræðingar og búfræðingar verða að svara Jiessum spurningum frá sínum sjónarhóli", segir liann og bætir við Jjví „sjónarmiði“ til skýr- ingar: „Það má vel vera, að allir fs- lendingar gætu komist fyrir í lág- sveitunum hér sunnanlands og ver- stöðvunum á Suðurnesjum. Það myndi spara stórfé til strandferða og gera allar verklegar framfarir auð- veldari. Og Jjá Jjyrfti enginn að kvarta um fásinni og einangrun.“ En svör lians sjálfs voru m. a. Jjessi: „----Ef vér drægjum saman byggð ina í landinu, afneituðum vér Jjví Iögmáli, sem hefur skapað Jjjóðina, og ekki verður numið úr gildi með neinni hagfræði. Og í öðru lagi: ef vér hugsum oss, að fólkið yrði kyrrt á Jjessum blett- um, (Jj. e. blettum á Suðvesturlandi) Jjá fyndist mér Jjjóðin vera orðin stórum miklu fátækari, hvað sem öllu framtali liði. Það sem gerir, að íslendingar eru ekki í reyndinni sú kotþjóð, sem Jieir eru að höfðatölu, er einmitt landið, strjálbyggðin og víðáttan. Það væri óhugsandi, að svo fámennur flokkur gæti myndað sér- staka og sjálfstæða Jjjóð, ef hann væri hnepptur saman á svolítilli frjósamri og þaulræktaðri pönnuköku. Það er stærð landsins, sem hefur gert Jjjóð- ina stórhuga, erfiðleikar Jjess, sem hafa stappað í hana stálinu, fjöl- breytni þess, sem hefur glætt hæfi- leika hennar. En Jjó að svo væri, að hagfræðin benti til hins gagnstæða, liefur hún ekki ein úrskurðarvald um slíkt mál. Margur myndi hika við Jjau vöruskipti að láta manngildi fyrir ktigildi. Ef vér hugsum til að eyða hásveit- ir Islands að mönnuin, Jjá er oss miklu nær að leggja í eyði landið allt. Enn er rými nóg í auðsælli lönd- um fyrir ekki tápminna fólk en ís- Iendingar eru. En ef Jjjóðin kemst að Jjeirri niðurstöðu, að hér eigi hún að standa, af Jjví að hún geti ekki (Framh. á bls. 7) GÍSLI GUÐMUNDSSON alþingismaður. GÍSLI GUÐMUNDSSON alþing Gísli Guámundsson sextugur ismaður er orðinn sextugur. Hann er fæddur á Hóli á Langa- nesi tveim mánuðum áður en Hannes Hafstein, fyrsti ráðherra fslands og stjórn hans tók við völdum. Þá voru íbúar Akur- eyrarkaupstaðar á annað þús- und og sex sinnum fleiri í Reykjavík. Þá voru aldamóta- Ijóðin sungin. Tvö þingeyzk skáld, Guðmundur á Sandi og Þorgils gjallandi búnir að kveða sér hljóðs svo eftir var tekið. Fyrsta vél hafði verið sett í íslenzkan bát, fyrsta sláttu- vélin flutt til landsins, fyrsta kvikmyndin sýnd í Reykjavík, fríkirkja byggð, Landakotsspít- ali vígður og fyrsta bifreiða- kaupin undirbúin með styrk frá Alþingi. Stofnun íslandsbanka var þá í undirbúningi og fyrstu togarakaupin og hinar hörðu deilur um símann á næsta leiti. Nýir borgarar á morgni þess- arar aldar fengu margar vöggu- gjafir og hafa umfram allar aðr- ar kynslóðir í þessu landi átt kost á að njóta þeirra og ávaxta þær með ævintýralegum hætti. En stærsta ævintýrið á Hóli, veturinn 1903 var auðvitað hinn ungi sveinn í vöggu, er fyrst leit dagsins ljós 2. desember og skírður var Olafur Gísli. Fyrra nafnið hans er víst mörgum gleymt og var ekki meira flíkað en svo, að kona Gísla afneitaði, skömmu eftir brúðkaup þeirra hjóna, Ólafs-nafninu við póst- inn, sem kom færandi hendi með bréf til herra Ólafs G. Guð- mundssonar, og sagði á sinn ákveðna hátt, að hér byggi eng- inn Ólafur. Rétt við Hólsbæinn rennur Hólslækur, sem eflaust verður nefndur Hólsá, þegar hann verð ur laxavegui-. Ofan við bæinn er óvenju stórgrýtt urð með ís- núnum björgum. Þar var helzt- ur leikvangur barnanna á Hóli, hús byggð og hjarðir stórar reknar í haga, vegir lagðir og svo frv., og síst þess enn merki. Þar er Stóristeinn, og þaðan sást yfir veröldina. Hann var nauðsynlegur útsýnisturn, þeg- ar hugað var að kúm eða kind- um, eða þegar von var manna- ferða. Frá Hóli sést á haf út. TiÞ’ austurs gnæfa Langanes- fjöllin, til suðurs Háganga. Gísli ólst upp með foreldrum sínum á Hóli, Guðmundi Gunn- arssyni og Kristínu Gísladóttur, tveim systkinum og fósturbróð- ur. Ættir hans eru úr Þingeyj- arsýslum og N.-Múlasýslu. Þó var Árni langafi hans Eyfirð- ingur. Ekki mun auður hafa verið í garði hjá fjölskyldunni á Hóli. Og löng var þaðan leið í skóla, þeim, sem feta vildu mennta- leið. Sú leið var þó Gísla hug- leiknari en aðrar, og því hug- leiknari, sem fleiri voru hindr- anir. En hér fór sem oftar, þeg- ar ungir menn og gáfaðir eiga hlut að máli, að örðugleikar ögra og stæla. Með aðstoð for- eldranna sigraði hann þá, og hélt að heiman. Fyrst lá leiðin í Gagnfræðaskólann á Akur- eyri. Þar lauk hann námi 1921. Við Menntaskólann í Reykjavík tók hann stúdentspróf árið 1926. Við Háskólann las hann íslenzk fræði í tvö eða .þrjú ár. Árið 1930 varð Gísli ritstjóri Tímans og hafði það starf með höndum til ársins 1940. Erlendis dvaldist hann um skeið, bæði í Þýzkalandi á Norðurlöndum og á ítalíu og kynnti sér stefnur og strauma í menningu þjóða í þessum löndum. Norður-Þingeyingar kusu Gísla á þing árið 1934 og ávallt síðan, með óvenju miklu fylgi og vanxandi. Eftir kjördæma- breytinguna varð hann þingmað ur fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og er það enn. Hann á að baki lengsta þingsetu núver- andi þingmanna þess kjördæm- is. Um skeið var Gísli sjúkur og var rúmliggjandi um fjögurra ára skeið, en náði heilsu á ný þótt ekki gangi hann heill til skógar. Á meðan hann var veik- ur, sagði hann af sér þing- mennsku. Gísli stundaði barna- kennslu um skeið á heimaslóð- um, síðar var hann kennari við Samvinnuskólann nokkra vet- ur. Nokkrar bækur hefur hann þýtt og ritað fjölda greina í blöð og tímarit, auk áðurnefnds 10 ára ritstjórastarfs. í mörgum þingnefndum hefur hann að sjálfsögðu starfað, lengst í sjáv- arútvegsnefnd og form. hennar um skeið, nefnd til að endur- skoða tryggingarlögin, banka- málanefnd í stjórn skuldaskila- sjóðs útvegsins, í fjárhagsráði, fulltrúi Framsóknarfl. í nefnd til að undirbúa útfærslu fiskveiði- landhelginnar 1958, form. at- vinnutækjanefndar, sem vinstri stjórnin skipaði 1956. Sú nefnd gaf út 2 merk rit. Hér er fátt eitt talið. Kvæntur er Gísli Margréti Árnadóttur frá Gunnarsstöðum, hinni mikilhæfustu konu og eiga þau eina dóttur barna, Kristínu, sem er kandidat í læknisfræði. Heimili þeirra í Reykjavík er myndarlegt. Þang- að er gott að koma, og þar koma margir að norðan og austan. Eftir kenningum þeirra manna, sem fátt láta sér finnast um sveitir landsins og fólkið, sem þar býr — og því færra sem sveitirnar eru fjær þunga- miðju fólksfjölda, fjármagns og stjórnvalds — er Langanesið lítt til þess fallið að fóstra úrvals- menn. Þar hafa þó margir slíkir menn búið og þaðan ágætustu menn komið — menn eins og Gísli Guðmundsson alþingis- maður —. Frá öndverðu til þessa dags, hafa sv.eitirnar fætt og fóstrað nær alla þá fslendinga, sem bor- ið hafa þá kyndla andlegs lífs með okkar þjóð, er skærast hafa logað. Enn sem fyrr, er það ung- um hollt að njóta nokkurrar einveru, handleiðslu foreldra í margþættu starfi sveitanna, lifa gróðurævintýri hvers sumars, berjast við grimm vetrarveður — og umfram allt; eiga samlíf við náttúru landsins í daglegri önn, sumar og vetur, þar sem tæpast nokkur dagur er öðrum líkur, og enginn dagur.líður án ábyrgðar í starfi. Þetta var skóli landsmanna frá fyrstu tíð, eini skóli þeirra flestra. Gamli bærinn á Ilóli á Langa- nesi, var ekki háreistur á upp- vaxtarárum Gísla og er nú kom inn í eyði. En þar þótti öllum gott að koma og þar var aldrei þröngt. Þar bjó öndvegisfólk, sem allra götu vildi greiða, segja gamlir nágrannar að aust- an. Velvildin og vakandi áhugi á almennum málum flýr ekki lága súð. Ekki flytur hún heldur í nýtízkulegar stofur nema í hjarta fólksins. Og eitthvað ann- að flutti Gísli með sér frá Hóli en veraldarauð, þá er hann fór þaðan 26 ára gamall, eitthvað, sem vel hefur dugað til þessa dags. Fyrstu kynni mín af Gísla Guðmundssyni urðu með nokk- uð sérstæðum hætti, og tveim áratugum áður en ég sá hann fyrst. Þau bárust með ungu fólki úr N.-Þingeyjarsýslu, er ég kynntist og vitnuðu um svo mikla virðingu á þessum manni, að mér varð minnisstætt. Síð- ustu árin hafa leiðir okkar Gísla legið saman, og nú skil ég unga fólkið að austan. Um þingmannsstörf Gísla eru aðrir mér fróðari, en vitur mað- ur er hann talinn, jafnt af and- stæðingum, sem flokksmönnum hans, og stjórnmálabarátta hans drengileg. Með færustu mönn- um er hann á ritvelli og í ræðu- stól, jafnan prúður í málflutn- ingi og slær ógjarnan á þá lágu strengi, sem óþarflega oft hljóma á vettvangi stjórnmál- anna í þessu landi. Spjót kann hann þó að henda á lofti, ef að honum er beint, en brýtur þau fremur en að senda þau aftur. Betra hljóð fær hann en flestir aðrir, enda flytur hann mál sitt af alvöruþunga. Góðar gáfur og mikla þekk- ingu þingmannanna okkar 60, dreg ég ekki í efa. En þess er ég fullviss, að þá væri betri okkar hagur og viðsjár ei til skaða, ef þingmenn væru minna við græsku kenndir og lýðskrum, en meira við hinar fornu dyggð- ir heiðarleikans í samskiptum sín í milli og í störfum fyrir þjóðfélagið — og að þeir hefðu fleiri en nú, eins mikla trú og Gísli Guðmundsson á framtíð landsins alls og skapfestu til að standa vörð um hagsmuni hinna dreifðu byggða eins og hann, og væru jafn vammlausir í verki. Gísli Guðmundsson er hár maður vexti, stórskorinn, skol- hærður, augun dökk og alvar- leg undir loðnum brúnum. Hæg látur er hann í framkomu, ljúf- ur í viðmóti og tillitssamur. Margir hafa á skrifstofum Dags beðið fyrir kveðjur til Gísla, í tilefni afmælis hans, meðal þeirra Bernharð Stefáns- son, sem segist meta hann manna mest, eftir löng og góð kynni. Ég þakka margar þarfar leið- beiningar hans og margvíslega aðstoð um leið og ég sendi hon- um og heimili beztu hamingju- óskir. E. D. '-j STÆKKUN kjördæmanna árið 1959 hefur verið ýmsum góðum mönnum illur þyrnir í auga æ síðan af skiljanlegum ástæðum. En. fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott, og það á líka við hér. A. m. k. hefðum við hér vestur við Eyjafjörð ekki annars fengið hlutdeild í alþingismanninum Gísla Guð- mundssyni, sem á sextugs af- mæli í dag (2. des.). Til þess tíma höfðu Norður- Þingeyingar um langt skeið set- ið einir að honum og fylkt sér um hann af sjaldgæfri ein- drægni. En við breytinguna miklu, sem sumir kalla kjör- dæmabyltingu, þandist ríki hans út allt vestur til Eyjafjarð- ar og stendur nú traustum fót- um hér eigi síður en austur þar. Því hafa nú margir menn hér um slóðir eins og undirritaður, fengið tækifæri til að kynnast Gísla Guðmundssyni betur en áður. Leyfi ég mér að fullyrða, að báðir aðilar, hann og við, hafi hagnazt vel á þeim kynn- um. Hann hefur komizt í nánari snertingu við menn og málefni þeirra héraða norðanlands, sem telja verður, að hafi einna mest- an viðnámsþrótt gegn þeirri þjóðfélagsþróun, sem hann hef- ur kjörið sér að hamla á móti og aldrei sparað til krafta sína, þ. e. gegn samdrætti byggðar- innar í einn landshluta fjærst hans eigin heimaslóðum. Sú snerting hlýtur að Vera honum bæði örvun og hvatning. •Við höfum hinsvegar kynnzt betur merkum stjórnmálamanni og óvenjulegum persónuleika, sem hverjum manni er ávinning ur að þekkja. Persónulega hefi ég aðeins þekkt manninn skamma hríð og ætla mér heldur ekki þá dul að reyna að rita mannlýsingu eða gera einhvers konar úttekt á stöi-fum hans, enda veit ég ekki hversu þakksamlega það væri þegið af sjálfu afmælisbarninu. Hann er ekki af þeirri gerð, sem liggur eins og opin bók fyrir hvern, sem í vill líta. Þó þarf 'ekki langa kynningu við Gísla Guðmundsson til að átta sig á nokkrum höfuð drátt- um í persónulýsingunni. Traustvekjandi er lýsingar- orð, sem mikið er notað nú til dags og stundum af litlu tilefni. Þó er það einmitt orðið, sem mér dettur fyrst í hug, þegar um Gísla er að ræða. „Hann er sá maður, sem ég vil helzt leita til ef mig vantar heilráði", sagði einn samþingsmaður hans við mig nú á dögunum. Undir það munu margir taka. Vegir stjórn- málanna eru stundum undarleg- ir, refilstígar og loftið yfir þeim lævi blandið. En til eru menn, sem betur fer, og Gísli Guð- mundsson er einn þeirra, sem halda sitt strik í gegn um mold- viðrið þótt sviptibylji reki á ýmist frá hægri eða vinstri. Slíkir menn skapa í kringum sig andrúmsloft heilbrigði og jafnvægis. í návist þeirra er gott að halda sig. Þeim, sem situr á þingpalli og hlustar á umræður, kann að finnast á stundum, sem einhver blær óraunveruleika umleika sviðið. Þá er heillaráð að renna augum út í hornið þangað sem Gísli Guðmundsson situr í Neðri deild. Þá nær maður aftur í öruggu sambandi við jörðina og skynjar réttar áttir. Ég óska honum innilega til hamingju með 60 ára afmælið og vona að Norð-Austurlands- kjördæmið megi lengi njóta- starfskrafta hans. Hjörtur E. Þórarinsson. 2. desember 1963. í DAG er Gísli Guðmundsson, alþingismaður sextugur. Af því tilefni mundum við, gamlir sveitungar hans og vinir, gjarn- an hafa óskað þess að mega taka í hans hlýju hönd, til þess að árna honum og fjölskyldu hans heilla. Því miður eigum við þess nú ekki kost. En marg- ir munu þeir, er senda vilja Gísla Guðmundssyni hamingju- óskir sínar. Mig langar nú að biðja Dag að flytja mínar heilla- óskir, og sveitunga minna, suð- ur yfir fjöll og heiðar. Við þökkum Gísla Guðmunds syni fyrir hans einstöku tryggð við sína fæðingarsveit og sýslu. Við þökkum skelegga baráttu hans fyrir rétti og lífsafkomu fólksins í hinum dreyfðu byggð- um þessa lands. Við þökkum fórnfýsi hans, sívökulan áhuga á öllu því, er til góðs má verða, einstaka hjálpsemi við alla þá er minna mega sín og óbrigðul- an drengskap í hvívetna. Það er okkur mikið ánægju- efni að hafa mátt eiga hlut að því að senda svo einstakan ágæt ismann inn á Alþingi. - Þar er vissulega þörf fyrir marga slíka menn. Við vonum, að um mörg ókomin ár megi hann ganga heill til starfa, fyrir land og þjóð, og að þjóðinni fylgi sú gifta, að hún velji til forystu í sínum málum menn með hugarþeli og drengskap Gísla Guðmundssonar. Þá mundi mörgu ráðið á betra veg en nú er og ánægjulegra að vera íslendingur. Sigui'ðiu' Jónsson Efra-Lóni. FYFIR MEIRA en fjörutíu ár- um bar fyrst saman fundum okkar Gísla Guðmundssonar. í fyrstu voru kynni okkar lítil en fóru vaxandi með árunum, einkum eftir að hann, haustið 1935, giftist mágkonu minni Margréti Árnadóttur frá Gunn- arsstöðum og þó sérstaklega eft- ir að þau hjónin fóru að dvelja hér fyrir norðan nokkurn tíma á sumrum. Hafa þau þá stund- um dvalið á heimili mínu og kynning þar af leiðandi orðið náin. Það er gott að vera með Gísla Guðmundssyni jafnt á gleði sem sorgarstundum. Á gleðistundum getur hann verið hrókur alls fagnaðai' og hin létta kímni hans og hin meitluðu og hnit- miðuðu tilsvör hans gera það að verkum að öllum, sem með hon- um eru á slíkum stundum verð- ur létt í geði. Á stundum sorga og erfið- leika er ekki síður gott með honum að vera, er hann miðlar samferðamönnum sínum af sinni miklu bjartsýni og skap- styrk. Þeir eru áreiðanlega orðn ir margir, sem hafa á erfiðum stundum sótt til hans styrk og holl ráð, og farið af fundi hans glaðari og bjartsýnni en er þeir komu til hans. Fáa menn hefi ég þekkt, sem eru bundnir jafn sterkum böndum við ætt og átthaga, sem Gísli Guðmundsson. Það eru hans mestu yndisstundir þegar hann hefur aðstöðu til að dvelja á Langanesi og í Þistilfirði með- al ættingja og vina og mörg eru þau orðin framfaramálin hér í Norður-Þingeyjarsýslu, sem hann hefur stutt vel og drengi- lega. Ég gat þess hér að framan, að Gísli væri bundinn sterkum böndum ætta og átthögum. Ég minnist þess er ég eitt sinn kom í Hól með Gísla, en þar er hann fæddur og uppalinn. Gengum við þá á hólinn þar sem hann lék sér ungur. Gekk hann þar um langa stund sæll og glaður og rifjaði upp bernskuminning- ar sínar og sagði mér frá leikj- um sínum og leiksystkina sinna.— Á löngu tímabili átti Gísli í ströngu stríði við hættulegan sjúkdóm. Lá hann í gifsi árum saman, en aldrei missti hann kjarkinn og alltaf var hann bjartsýnn og vongóður um bata og eftir langt stríð náði hann heilsu, sem nú má teljast sæmi- leg. Þess má geta að hann stóð ekki einn í því stríði, því þar barðist hin dugmikla kona hans með honum. Hefur hún ætíð stutt hann vel í öllu hans starfi og stríði og jafnframt búið hon- um heimili, sem hefur verið honum sannur griða og hvíldar- staður. Það munu verða margir, sem leggja leið sína heim á heimili Gísla á sextugs afmæli hans. Við vinir hans hér á ættarslóð- um hans höfum ekki aðstöðu til að vera þar með. En við send- um honum og fjölskyldu hans hugheilar hamingjuóskir, og óskum þess að mega hafa hann að samferðamanni á lífsleiðinni "\ enn um mörg ókomin ár. Halldór Ólasson Gunnarssíöðum. Minningar Vigfúsar: „Æskudagar“ og „Þroskaár“ lást enn þá. Eignist þær bækur, meðan þess er kostur. TVÖ BARNARÚM með niðurfelldri hlið til sölu í Lyngholli 12. ATVINNA! Stúlka eða eldri kona óskast um óákveðinn tíma. Uppl. í síma 1382. TELPNA- og DRENGJAJAKKAR úr Odelon. Bláir, rauðir og grænir. UNGBARNAPEYSUR úr Dralon. DRENGJAFÖT margar gerðir. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521 Dömugolftreyjur úr Dralon, ileiri litir. Svartar peysur með rúllukraga. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521 TIL JÓLAGJAFA: DÖMU- UNDIRFATNAÐUR í mjög fjölbr. úrvali. GREIÐSLU SLOPP AR nýjar gerðir. GJAFAKASSAR fallegt úrval o. fl. o. fl. VERZLUNIN DRÍFA Simi 1521 AUGLÝSIÐ I DEGI HEYRIÐ ÞIÐ, KRAKKAR! r Jólasveinninn er lagður af stað. A sunnudaginn 8. desember klukkan 4 síðdegis kemur hann til byggða. Ef veður leyfir, getið þið lieyrt hann og séð á svöluin verzlun- arhússins Hafnarstræti 93. Þá verður hann kominn í jólaskap og raular fyrir ykkur nokkrar vísur. SENN KOMA JÓLIN! Kaupfélag Eyfirðinga

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.