Dagur - 04.12.1963, Blaðsíða 8

Dagur - 04.12.1963, Blaðsíða 8
8 Héraðsdýralæknarnir voru málshefjendur Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ var enn fjölmenni, á annað hundrað manns, á bændaklúbbsfundi eyfirzkra bænda, sem að venju var luildinn á Hótel K. E. A. Fundarstjóri var Eggert Davíðsson bóndi á Möðruvöllum, en málshefjendur béraðsdýralæknarnir Gudmund Knutsen og Ágúst Þorleifsson. Þetta var skemmtilegur fundur og umræður og fyrirspurnir mjög almennar að framsöguerindum læknanna loknum. Héraðsdýralæknarnir, þeir Gudmund Knutsen og Ágúst Þorleifsson, voru frummælend- ur á bændaklúbbsfundi síðastl. mánudagskvöld. Gudmund Knutsen talaði um ófrjósemi kúnna, orsakir henn- ar og ráð til úrbóta. Hann gat þess í upphafi máls síns, að mjög margar kýr, sem á hverju hausti eru fluttar á sláturhús, væru þangað fluttar vegna ó- frjósemi þeirra, væri því sýnt, hver skaði væri að þessum kvilla kúnna. Dýralæknirinn nefndi því næst helztu atriðin, sem ófrjó- semi orsaka, en til hennar telst einnig, þegar kýr þarf að sæða oft, eða þær liggja niðri lengri eða skemmri tíma. Meðfædd ófrjósemi er sjald- gæf en þó til. Við henni eru eng in ráð og verður að lóga slíkum gripum. Kvígutvíkelfingar, sem eiga naut að tvíburabróður, eru flestar ófrjóar, eða um 90 af hverjum hundrað. Ofrjósemi stafar oft af bak- teríum utanfrá, sem rekja má til burðar, og þá e. t. v. fastra hilda o. þ. h. En oftast er hægt að ráða bót á þeim kvillum. í þriðja lagi er oft um einskonar ruglun að ræða, í sambandi við hormónaskiptin og galla, sem þá koma fram í eggjastokkun- um, í formi blaðra og berja. — Blöðrurnar eru egg, sem ofvöxt ur kemur í, í stað þess að losna eðlilega. Þegar kýr liggja niðri, er orsakanna oft að leita í smá- berjum í eggjastokki. Þetta er oftast hægt að lækna í bráðina, en orsakirnar geta verið flókn- ar. Efnaskortur getur orsakað ófrjósemi, t. d. er því haldið fram, að skortur á fosfór geti valdið henni. Otti sá, sem margir bera í brjósti vegna smithættu af sæð- ingum, er ástæðulaus nú, eftir að hægt var að hafa fullkomið hreinlæti með bættum húsa- kynnum á búfjárræktarstöðinni á Lundi. Það tilheyrir undan- tekningu nú, að finna iegbólgu, sem orsakazt hefur af sæðingu, sagði dýralæknirinn. í sumar og haust er heilbrigði kúa með bezta móti. Og að sjálf TALIÐ Á MORGUN Á MORGUN fer fram á skrif- stofu biskups, talning atkvæða í prestskosningunum í Reykja- vík, er fram fóru á sunnudag- inn. En þann dag var kosið í 6 prestaköllum í Reykjavík, og var kjörsókn sæmileg, en þÓ ekki lögleg í tveim prestaköll- um, vegna slælegrar kjörsókn- ar. Búizt er við að atkvæðataln ingunni verði útvarpað. □ sögðu er það ætíð mikilsverðast að koma í veg fyrir sjúkdóma, t. d. með góði'i fóðrun og góðri umhirðu almennt. í sambandi við sjúkdóma í legi, er mjög nauðsynlegt að halda básunum hreinum um burð, og þurrum, og hafa gott loft. Þá er það áríð andi, ef hildir hafa verið fastar, að skola kúna nokkru eftir burð Ágúst Þorleifsson. og láta um leið fara fram athug- un á, hvort um blöðrur er að ræða eða annað, sem hægt er að laga um leið. Þegar líklegt er, að ófrjósemi reki rætur til vöntunar í fóðri, er auðvitað mjög nauðsynlegt, að reyna að bæta úr því, með Gudmund Knutsen. steinefnagjöf, fjölbreyttara og betra fóðri, og í samráði við dýralækni. Þá má minna á fangrannsókn ina, sem bændur ættu að láta dýralækna framkvæma meira en gert er. Þetta er mikið fjár- hagsatriði, sem mörg dæmi sanna, en kostnaðarlítið að láta gera fangrannsóknina, sagði ræðumaður. Ágúst Þorleifsson talaði um nýtt lyf gegn iðraormum, sem komið er á markaðinn. En iðra- ormar hafa valdið mjög miklu tjóni á búum sauðfjárbænda fram á þennan dag. Einkum er um tvær tegundir orma að ræða, sagði dýralæknirinn, held ur önnur tegundin sig í vinstr- Myndin tekin er bókagjöfin var afhent. (Ljósmynd: B. S.) Gjöf fil Fjórðungssjúkrahússins inni, en hin í mjógörn. Ormarn- ir eru mjög litlir, frá hálfum upp í 2 mm og verða tæpast greindir með berum augum. Þeir lifa á blóði og standa bæði lömbum og fullorðnu fé fyrir þrifum og valda veikindum og dauða. Frá upphafi hefur baráttan við þessa iðraorma verið erfið, einkum vegna vöntunar á hald- góðum lyfjum, ennfremur hefur þekking á smitun ormanna vei'- ið takmörkuð. Fullorðinn orm- ur myndar egg, sem síðan ganga niður af kindinni, en það eru ekki eggin sjálf, sem eru hættu- leg, heldur breytast þau í lirf- ur, sem síðán komast aftur með fóðri upp í kindina og setjast að á fyrrnefndum stöðum, verða þar kynþroska, eiga egg og þannig koll af kolli. Dýralæknirinn taldi, að skömmu eftir sauðburð væri oft mjög mikilvægt að gefa ám ormalyf, þar sem eggjamagn í saur kindarinnar ykist þá mjög. Góð fóðrun og meðferð hefur (Framh. á bls. 7) Skipulagsmál. Á fundi sínum, þann 19. þ. m. samþykkti bæjarstjórn skipu- lagstillögu skipulagsnefndar um skipulag svæðanna sunnan Lög- mannshlíðar og vestan Mýrar- vegar, norðan Þingvallastrætis. Á svæðinu sunnan Lögmanns- hlíðar, er gert ráð fyrir: 6 ein- býlishúsalóðum, einnar hæðar, 5 keðjuhúsalengjum, alls 31 íbúð, 15 tveggja hæða húsum, tveggja íbúða, og 5 þriggja hæða fjölbýlishúsalóðum með alls 78 íbúðum. Á þessu svæði er alls gert ráð fyrir 145 íbúðum. Á svæðinu vestan Mýrarveg- ar, norðan Þingvallastrætis, er gert ráð fyrir 78 lóðum fyrir einbýlishús, einnar hæðar og 20 íbúðum í 5 keðjuhúsum næst Þingvallastræti að norðan. Gert ei' ráð fyrir, að Mýrar- vegur verði 20 metra breið gata, með möguleikum til breikkunar í framtíðinni. Gert er ráð fyrir, að Þingvallastræti verði 24 metra breitt. Margar tillögur hafa verið gerðar á undanförnum árum um skipulag þessara svæða, og á síðasta ári gerði bæjarráð til- lögu um að framkvæmdum yrði hraðað. Mest eftirspurn hefur verið eftir einbýlishúsalóðum, en þær hafa ekki verið fyrir hendi. Vestan Mýrarvegar má búast við, að gera yrði miklar fram- kvæmdir á vegum vatnsveit- unnar, áður en lóðirnar yrðu tilbúnar, en að áliti bæjarverk- fræðings, þyrfti ekki að koma til fjárfrekra framkvæmda á suðurhluta svæðisins. Breyting háspennukerfis. Á fundi rafveitustjórnar þann 11. þ. m. upplýsti rafveitustjóri S. L. ÞRIÐJUDAG afhenti stjórn Lionsklúbbs Akureyrar Fjórðungssjúkrahúsinu hér í bæ safn bóka, sem ætlað er sjúklingunum á barnadeild sjúkrahússins. Klúbbfélagar höfðu lagt fram á 3. hundrað barnabækur í þessu skyni. Formaður Lionsklúbbs Akur- að hann áformaði að taka upp þá nýbreytni í sambandi við lagningu háspennukerfis, að spennistöð í fyrirhuguðu hverfi vestan Mýrarvegar, verði byggð 380 volta í stað 220 v., sem tíð- kast hefir til þessa. Rafveitustjóri telur, að með þessu móti muni fást meiri hag- kvæmni í rekstri kerfisins, og þetta tíðkaðist nú allvíða og muni ríkjandi í framtíðinni. Þetta fyrirkomulag mun spara spennistöðvar, en spennistöð með 380 v. nær yfir 500 m. radius. Nýja hverfið sunnan Lög- mannshlíðar verður líklega tek- ið inn á 380 v. og stefnt verður að því að taka það fyrir allt hverfið. — Hægt er að breyta spennistöðvunum úr 220 v. í 380 v., en það mun útheimta nokkra birgðaaukningu. Q LAUGARDAG 7. þ. m. efnir Varðberg ,félag ungra áhuga- manna á Akureyri um vest- ræna samvinnu, til kvikmynda- sýningar helgaðri minningu hins fallna forseta Bandaríkj- anna, John F. Kennedy. Sýningin verður kl. 3 e. h. í Borgarbíói og hefst með kvik- mynd sem sýnir þegar Banda- ríkin kusu Kennedy sem for- seta. Þá er og kvikmynd um valdatöku Kennedys, svo og ferðalög hans til Evrópu. Einn- ig verða sýndir kaflar úr þeim tveimur ræðum, sem taldar eru hvað merkastar af ræðum hans, þ. e. ræðan um kynþáttavanda- málið svo og friðarræðan svo- kallaða, sem Kennedy flutti í júlí sl. í American Universety eyrar, Geir S. Björnsson, af- henti bókagjöfina og gat þess, að klúbbfélagar hefðu í hyggju að auka við þetta safn árlega, eða leggja annað af mörkum til gagns eða dægradvalar þeim, er þurfa sjúkrahússvistar við hverju sinni. Mætti þetta og ef til vill verða hvatning til ann- arra félagasamtaka að aðhafast nokkuð í þessu sama skyni. Læknar sjúkrahússins, stjórn- endur og yfirhjúkrunarkona veittu bókagjöfinni viðtöku og þökkuðu hana og þá hugulsemi, er á bak við byggi. Noregsför skógræktar- manna næsta sumar v 1 SKÓ GRÆKT ARFÉL A G ís- lands hefur ákveðið, að farin verði skógræktar- og kynnisferð til Noregs næsta sumar. Sam- kvæmt ósk Norðmanna verður farið í byrjun ágústmánaðar. Hópur Norðmanna verður við gróðursetningu á íslandi á sama tíma. Þeir, sem óska að koma til greina sem þátttakendur í ferð- inni á vegur Skógræktarfélags Eyfirðinga, eru beðnir að gefa sig fram við framkvæmdastjóra félagsins, Ármann Dalmanns- son, fyrir 20. þ. m. □ í Wasington. Þá verða að lok- um sýndar nýjar fréttamyndir frá útför Kennedys og fl. Ollum er heimill ókeypis að- gangur að sýningu þessari, þó börnum aðeins í fylgd með full- orðnum. □ SÁ GRÁMÓRAUÐI Ófeigsstöðum 3. des. Tveir menn náðu 7 kindum í Náttfara víkum, þeirra á meðal grámó- rauðum hrút, sem tapaðist þar í fyrrahaust og gekk af. Hann var mjög vænn. Leitarmenn komu heim mittisvotir og féð sundvott á fullveldisdaginn, — þurftu að fara fyrir forvaða. Förin var töluvert frækileg. Hér er blítt veður og sumar í hjörtum manna í trattsti þess, að samningar takist syðra. Q FRÁ BÆJARSTJÖRN KVIKMYNDASÝMNG TIL MINNINGAR !M KENNEDY í BORGARBÍÓI N.K. LAUGARD.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.