Dagur - 06.12.1963, Blaðsíða 5

Dagur - 06.12.1963, Blaðsíða 5
4 5 Hugrakkur forseti ENN er hins látna forseta Banda- ríkjanna, John F. Kennedy, minnzt um víða veröld. I kirkjum, skólum og samkomuhúsum, norður við ís- haf, hér í okkar landi, er minning forsetans heiðruð við vms tækifæri. Íslenzk-ameríska félagið á Akur- eyri gaf bæjarbúum kost á að sjá nokkrar stuttar kvikmyndir um ævi og störf þessa leiðtoga á fimmtudag- inn var. Þeir fjölmenntu í hús Sjálf- stæðismanna, þar sem sýningin fór fram. Þórarinn Björnsson skólameist ari flutti stutt ávarp áður en mynda- j sýningin hófst. Fer það hér á eftir: „Dáinn, horfinn, harmafregn,“ var einu sinni sagt á íslandi. Þau hljóma raunar sífellt í einhverra eyr- um, þessi orð. En föstudaginn, 22.. nóvember, fyrir tæpum hálfum mán- uði, fyllti þungi veruleika þeirra ekki aðeins hugi allra íslendinga, ' heldur hugi flestra í víðri veröld. Það má næstum fullyrða, að sama tilfinning felmturs og trega og missis, hafi aldrei í veraldarsögunni bærst í svo mörgum brjóstum sam- tímis. Fullhugi var fallinn. Drengi- legasti forystumaður heimsmálanna var horíinn af sviðinu. John F. Kennedy Bandaríkjaforseti var lát- inn. Heimurinn sat eftir, linípinn. Við höfðum eflaust ekki gert okkur grein fyrir því áður, hver styrkur okkur öllum var að þessum eina manni. Nú fundum við það. Það var eins og þróttur okkar hvers og eins væri lamaður við fráfall hans. Vafamál er, að nokkur einn maður hafi áður veitt jafn mörgum mönn- um af gnægð orku sinnar. Hinn ungi, djarfi og vitri forseti hafði á stuttum ferli megnað að létta þá ó- vissukennd, sem þjakar mannkynið meira en nokkuð annað. Sjálfur mun hann hafa metið hugrekkið öllu öðru fremur, enda mun það sannast, að án þess verður flest annað að hjómi. Það er ekki nóg að sjá rétt, ef kjarkinn vantar til að fylgja því fram. Orðið dyggð er komið af dug- ur. Það þarf kjark og dug til dyggð- arinnar. Þann dug átti Kennedy for- seti. Án hans hefði hann ekki verið mikilmenni. Hræðslan er andstæða kjarksins og hræðslan hún skekkir sjónarmiðin, og hræðslan er fóstra margra okkar verstu lasta, t. d. bæði grim'mdarinnar og lieiftarinnar. Rétt sýni Kennedy og vitsmunir, sann- girni og mannúð nærðust á hugrekki hans. Með lífi sínu og starfi hefur hann flestum fremur á þessari marg- slungu öld bent okkur á hvað verð- mætast er í þessum heimi. Við kom- um hér saman í kvöld til að votta lífi hans og starfi og minningu virðingu okkar. Við vottum bandarísku þjóð- inni, fjölskyldu hins látna forseta samúð vora í djúpri sorg þeirra og við biðjum bandarísku þjóðinni og hinum nýja forseta hennar allra heilla í erfiðum vanda. Það er eitt auðkenni mikilla manna, að þeir verða enn meiri í dauða sínum en lífi. Vér vonum og biðjum, að líf og dauði Kennedy forseta megi verða bandarísku þjóðinni og heiminum öllum lýsandi kyndill um torsóttan veg framtíðarinnar. frá Miðgerði MINNING ÚTVARPIÐ flutti mér þá fregn, að vinkona mín, Soffía Kristjáns dóttir frá Miðgerði, væri látin. Ég hafði ekki hitt hana lengi; ekki frá því stuttu fyrir síðustu jól, að við hittumst á götu á Akureyri. Ég sá þá að vísu, að hún myndi ekki vera heil heilsu, en hún bar sig vel að vanda, og lét ekki mikið yfir heilsuleysi sínu. Ég hafði ákveðið að hitta Soffíu nokkru eftir áramótin, um leið og ég tæki mér far með flugvél til Reykjavíkur. Vissi ég að hún dvaldi þá á sjúkrahús- inu á Akureyri. En það var sem örlögin ætluðu okkur ekki að sjást framar í þessu lífi; af þessu gat ekki orðið, þar sem brott- farartími flugvélarinnar breytt- ist. Hugðist ég þá hitta hana strax er ég kæmi norður aftur, en var þá orðin veik af innflú- ensu og fékk því ekki við kom- ið. Skömmu seinna frétti ég, að Soffía væri komin til Reykja- víkur, ásamt Höllu nágkonu sinni, og dóttur hennar, en þær höfðu allar búið saman á Akur- eyri. Soffía sáluga var flutt norður í átthaga sína til greftrunar, því þar hefði hún viljað dvelja allt sitt líf. En náttúruhamfarir eyði lögðu jörðina, sem hún var bor- in og barnfædd á, og því dvaldi hún á Akureyri seinnihluta ævi sinnar, ásamt bróður sínum og mágkonu og börnum þeirra. Mesta annadag haustsins til sveita, var Soffíu minnzt í Akur eyrarkirkju, þar langaði mig að vera viðstödd, en komst ekki sökum anna og illviðris. Það var árið 1921, sem að við Soffía sáluga sáumst fyrst á hinu gamla sjúkrahúsi „Guð- manns minni.“ Vorum við þar báðar í sömu erindum, — að reyna að fá fræðslu í hjúkrun- arstörfum. Kynni okkar urðu stutt, því að þetta var um nema skipti, ég var að fara eftir stutt námskeið, en hún að byrja á því næsta. Aftur hittumst við um næstu námskeiðaskipti, og endurnýjuðum við þá hin stuttu kynni okkar, og urðu þau að ævilangri vináttu. Það var ekki tilviljun að Soffía fékk sér atvinnu í nám- unda við sjúkrahúsið, er hún fluttist til Akureyrar 25 árum seinna, (hún vann í þvottahúsi þess og fleira þar að lútandi) því að með því móti gat hún lagt leið sína um stofur þess og ganga. Og víst varð hún ýms- um þar að liði, þó aldur hennar og heilsa meinuðu henni að stunda hjúkrunarstörf. Sigurrós heitin, systir mín, var ein af þeim er nutu hjálpar hennar í ríkum mæli. Soffía gerðist tengiliður milli hennar og mín um árabil, og var henni sem bezta systir. Þau voru aldrei talin sporin hennar Soffíu, sem gengin voru Sigur- rósu til heilla og hjálpar. Þetta kærleiksverk fæ ég aldrei full- þakkað, en mun aldrei gleyma því; og ég veit að það var eitt af því, sem hún lagði inn í reikn ing lífsins eftir dauðann, og mun nú mæta þar í ljósi hins eilífa kærleika. í fullri vissu um það kveð ég þig, Soffía. Svo blessi þig góður guð. Skrifað í nóvember 1963. Anna Sigurjónsdóttir. - Sendibréf að sunnan (Framhald af blaðsíðu 8) samtökunum er nú svo rík nauð syn að hafa handbærar m. a. vegna þeirra sleggjudóma sem misjafnlega skynbærir og mis- jafnlega velviljaðir menn eru að kveða upp yfir landbún- aðinn. En hvernig sem niður- staðan af þessum samanburði kann að verða þá gildir það hér sem annars staðar að hverjum er hollast að þekkja sjálfan sig og átta sig á því hvar hann stendur. Ekki verður þess vart að aðrar atvinnugreinar hafi gert slíka sjálfskönnun. Greinilegt er að mörgum stjórnarsinnum a. m. k. í Sjálf- stæðisfl. þykir sem menntamála ráðherra hafi verið helzt til dóm harður í ummælum sínum um landbúnaðarmál. Bæði forsætis- ráðherra og síðar landbúnaðar- ráðherra hafa a. m. k. óbeinlínis andmælt honum nokkuð. Land- búnaðarráðherra gerði það í langri ræðu í Neðri-deild. Sú ræða gaf nokkuð ólíka mynd af ástandinu. Ráðherrann taldi og sýndi raunar fram á með tölum hver afkastaaukning hefur orð- ið miðað við mannafla í stétt- inni á þessari öld. Allt voru það vel þekktar staðreyndir, en við það bætti hann svo hugleiðing- urrf um framtíðina, sem hann taldi vera bjarta. Stofnlánamál- in kvað hann nú vera í góðu lagi og mundu fara batnandi. Bændum fækkaði ekki, sagði hann, enda má þeim nú ekki fækka frá því sem er. Þvert á móti þarf stéttin nú að fara að vaxa aftur og ráðherrann lýsti yfir þeirri sannfæringu sinni, að það mundi líka gerast alveg á næstunni. Endurskoðuð jarð- ræktarlög, sem legið hafa í ráðu neyti hans komin frá stéttar- samtökum bænda minntist hann ekki á og draga menn mjög í efa að þau líti þingsins ljós á þessum vetri. Ef til vill ekki al- mennur áhugi á þeim í stjórn- inni. Reykjavík, 30. nóv. 1963. H. E. Þ. Sigurður Stefánsson vígslu- biskup: Jón Þorláksson, þjóð skáld íslendinga. Ævisaga. Almenna bókafélagið. R-vík 1963. Sagt er, að ókunnugur mað- ur hafi eitt sinn mætt séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá á förnum vegi og síðan spurt samferða- mann sinn, er hann var riðinn fram hjá: Hver var þessi mað- ur með engilsaugun? Annars var Jóni ekki lýst svo, að hann hafi verið tiltakanlega fríður maður, en það er eins og hann iði allur af lífi, og fljótur hefur hann verið að vinna hylli manna með gleði sinni og gam- anmálum, hispursleysi og ljúf- mennsku. Skopskyn hans og gamansemi náði auðvitað langt út yfir það, sem hæfa þótti kirkjunnar þjóni, þar sem hátíð- leikinn er talinn að bera vitni um heilags manns hugarfar, en framar öllu voru þó barneignir hans skelfilegt hneyksli i aug- um kirkjuhöfðingja á þeirri tíð. Nú þykir það hins vegar sannað með ættartölum, að afkomend- ur séra Jóns voru yfirleitt gáfað fólk og ágætir þjóðfélagsþegnar, svo að tími er kominn til að fyrirgefa honum þessar yfirsjón ir hans, enda mun söfnuður hans aldrei hafa áfellzt hann eða klagað fyrir þetta né annað, heldur elskað hann og þótt mik- ið til hans koma. Og sá vitnis- burður segir mikla sögu. Nú hefur vígslubiskup vor Norðlendinga skrifað mikla og góða bók um þennan örlynda, viðkvæma og breyska mann, sem ávallt kom til dyranna eins og hann var klæddur, og var kannske snillingur einmitt vegna þess. Má vera, að hann hefði aldrei átt að vera klerk- ur, ef það að vera prestur er meira komið undir yfirskini guð hræðslunnar en því að vera sannur maður. En ef þessu lund arfari fylgdi einlægari auðmýkt fyrir guði, sterkari trú og til- beiðsluandi, meira andríki en venjulegt var í stéttinni?* Ef hann var mesta skáld sinnar samtíðar á íslandi og átti líka þá engilstungu, sem séra Pétur á Miklabæ talar um, hvar átti hann þá annars staðar frekar heima, þó að hann gæfi lítinn gaum að hræsni og yfirdreps- skap? Margt ágætt hefur verið skrif- að um ævi og skáldskap séra Jóns Þorlákssonar áður, en hvergi í svo samfelldu og yfir- gripsmiklu máli sem hér. Höf- undurinn hefur grafizt vel eftir öllum heimildum, og er eins og hann gerþekki hvern mann, sem á vegi hans verður og kann því frá mörgu fróðlegu að segja. Einkum flýtur hér með mikill kirkjusögulegur fróðleikur, til dæmis segir ítarlega frá sálma- bókardeilunni, sem varð útaf Aldamótabókinni, en það var hin svo nefnda Leirgerður, sem tíðkazt hefur að ófrægja mjög í íslenzkri kirkju og að sumu leyti að ástæðulausu. Á séra Jón Þorláksson óneitanlega mikinn þátt í því, og fór hann óþarf- lega hvatskeytlega í það mál, og er ef til vill eggjaður til þess af öðrum. Þó að Jón Þorláksson kvæði margt af snilld, gátu honum ver ið mislagðar hendur, og einkum féllu sumir hinna þýddu sálma hans illa að söng. í því efni var Magnús Stephensen miklu bet- ur að sér, og munu margar breytingar hans, alveg eins og sálmabókarnefndarinnar 1886, vera gerðar í því skyni að fella betur saman lag og Ijóð, en eigi vegna þess, að hann þætt- ist Jóni snjallara skáld, enda viðurkenndi hann ávallt skáld- skapargáfu Jóns afdráttarlaust. Verður því heldur ekki neitað, að stundum sneiði Magnús hnökra af málfari Jóns, ems og þegar hann setur „forsjón" fyr- Séra BENJAMÍN i! skrifar um bækur ir „Guðs um sorgun" og svo framvegis, og e'r það ósennilegt að Jón hefði ekki getað fallizt á það, ef hann hefði verið um það spurður. En gæta verður þess, að ekki var hlaupið að því að semja um þetta við mann norður í landi. Það gat skipt mánuðum, að bréf kæmust til skila. Höfundarrétturinn var heldur ekki tekinn eins hátíð- lega í þá daga eins og nú. Ymis- legt af þessum sálmum var margþýtt af einum eftir annan, og voru þeir þá komnir langt frá sinni upprunalegu gerð. Dómar bókarhöfundar um allt þetta eru mjög hófsamlegir og yfirleitt gerir hann sér far um að kanna hvert atriði út í æsar svo sem vera ber, þar sem unnt er. Mest er um það vert, hvað NORÐURLAND á enn ellefu þingmenn og Austurland fimm. Auk þess voru nokkrir uppbót- arþingmenn í framboði á Norð- urlandi. Þetta er nálega þriðj- ungur Alþingis. Þessi þriðjung- ur Alþingis boðaði til fundar í fyrra á Akureyri um Jökulsár- málið, og hafði áður fengið til þess hvatningu frá fundum heima í héröðum, en líklega ein dregnasta frá fundi bændafélags á Fljótsdalshéraði og frá fundi Norður- og Suðurþingeyinga á Húsavík. Þetta var fjölsótt og einarðleg samkoma alþingis- manna og fulltrúa frá sýslu- nefndum og bæjarstjórnum úr tveim landsfjórðungum. Norð- lendingar og Austfirðingar gerðu þar sína „Áshildarmýrar- samþykkt“. Þeir vildu ekki láta hlunnfara sig af stjórnarvöld- um eða stórborgaröflum syðra í máli, sem svo mikið er undir komið. Þeir sögðu svo glöggt, að ekki verður um villst, að með tilliti til jafnvægis í byggð lands ins, ætti fyrsta stórvirkjun með iðjuver fyrir augum að vera norðan fjalla. Þeir kusu fjóra alþingismenn, einn oddvita tveggja sýslunefnda og bæjar- stjórann í höfuðstað Norður- lands, sem vökumenn í þessu stórmáli og til að fylgjast með því, sem fram færi hjá sérfræð- ingum og stjórnarvöldum á þessu sviði. Nefndarmennirnir á Alþingi beittu sér fyrir því, að málinu var hreyft í fyrirspurnarformi á síðasta þingi. Þeir fengu svör, sem ekki verða rædd hér og héldu uppi merki Akureyrar- fundarins, hver á þann hátt, honum tekst að gera söguna lif- andi með frásagnargleði sinni og fögrum stíl. Fer vel á því að einn af eftirmönnum hins mikla skálds í Bægisárprestakalli skuli verða til að reisa Jóni Þorláks- syni svo fagran og veglegan varða, sem gert er með þessu verki. Bókin er allavega fallega frá- gengin af útgefandans hálfu, myndum skreytt og með ítar- legum tilvitmmum í heimildir og nafnaskrá. Skáldið á Sigurliæðum. Safn ritgerða um þjóðskáldið Matthías Jochumsson. Davíð Stefánsson tók saman. Bóka- forlag Odds Björnssonar. Akureyri 1963. Hér kemur önnur falleg bók um þjóðskáld, sem tengt er eyfirzkri sögu, var Vestfirðing- ur að ætt eins og Jón Þorláks- son og prestur eins og hann, aðeins nær okkur í tímanum. Þetta er bók um Matthías Jochumsson, sálusorgara Akur- eyringa um skeið og að lokum heiðursborgari þeirra. Og það er arftaki hans að ástsældum og skáldafrægð, Davíð Stefánsson, sem tekið hefur bók þessa sam- an að hvötum Matthíasarfélags- ins á Akureyri og á í henni ekki minnstan þátt. Má því vænta þess, að Akureyringar taki bók sem honum þotti við eiga. Al- þingi hafði á sínum tíma sam- þykkt að gera fullnaðaráætlun um Jökulsá. Framkvæmdin var sú, að allmiklu fé hafði verið varið til þess, en þó 4—5 sinn- um meira vegna Þjórsár, sem ekki var nefnd í ályktun Alþing is. Áætlanir um báðar virkjan- irnar töldust langt komnar en ekki fullgerðar. Og enn hafa þær ekki verið birtar. Sérfræð- ingur hér nyrðra hefur upplýst, að vatnið í Þjórsá sé ekki trygg ara en það, að gert sé ráð fyrir gastúrbínustöð á orkusvæðinu, til þess að hún geti framleitt varaafl, álíka mikið og það afl, sem vatnsvirkjunin sjálf fram- leiðir. Gerð mun hafa verið sér- stök tillaga, um svo sem helm- ing virkjunarinnar við Búrfell til að fullnægja þörf Stór- Reykjavíkur, og til greina mun hafa komið að flytja afgangs- orku norður. Til þess að bæta úr hinni almennu þörf mun og hafa verið rætt um gufuvirkjun og virkjun minna fallvatns, hvorttveggja nær borginni. Ég held, að Sunnlendingar austan Fjalls hafi ekki mikinn áhuga fyrir því að virkja Þjórsá til að reka stóriðjuver við Faxa- flóa. Vestfirðingar ekki heldur. Borgfirðingar geta sennilega boðið upp á hentugt vatnsafl, sem væri nægilegt til að full- nægja hinni almennu þörf syðra fyrst um sinn. Enga nauðsyn ber til að blanda óhjákvæmilegri orkuaukningu til almennings- þarfa á Suðvesturlandi saman við stórvirkjun í sambandi við iðjuver. Rafveitustjórinn á Akureyri, þessari tveim höndum og reynd- ar landsmenn allir, því að enn hefur ekki fyrnzt yfir frægð Matthíasar, heldur mun hún aukast og fara vaxandi, þegar tímar líða, eins og vant er að vera um afburðamenn. Þetta er allmikil bók, nær því fjögur hundruð blaðsíður, smekklega út gefin með litmynd af skáldinu og húsi hans. En gjarnan hefði mátt vera þar meira af myndum frá heimili hans, og ætti að vera auðgeng- ið að þeim í Matthíasarsafni. Þessi bók hefur að geyma veru- legan hluta þess, sem um Matt- hías hefur verið skráð, og er henni „ætlað að kynna mönn- um líf og starf þjóðskáldsins, og þess vænzt, að hún á þann hátt verði sem flestum til gleði og sálubótar", segir Davíð Stefáns- son í formála. Aldrei gerir þjóð vor of vel til skálda sinna og snilldar- manna og aldrei gaumgæfir hún um of verk þeirra. Um hálfa öld var Matthías Jochumsson höfuðskáld og einn mesti and- ans höfðingi á landi voru. Það var ekki aðeins, að hann bæri höfuð og herðar yfir aðra að vitsmunum og andríki í kirkju vorri, kvæði manna djarfast niður skottur og móra úreltra og hugmynda og blési fegurri trú og von inn í hjörtu lands- ins barna með óviðjafnanlegum trúarljóðum. Hann lét sér fátt mannlegt óviðkomandi. Varla kom út blað eða tímarit á ís- landi, svo að þar ætti hann ekki ritgerð, meðan hans naut við, um hin margvíslegustu menn- Knútur Otterstedt, sem er ung- ur og áhugasamur rafmagns- verkfræðingur, hefur að vonum áhyggjur út af því, að raforku- skortur verði áður en langt líð- ur á Akureyri og víðar á Norð- urlandi. Hann gerir sér einnig vel Ijóst mikilvægi þess, að næsta stórvirkjun verði á Norð- urlandi. Sl. sumar vakti hann máls á hugmynd, sem Sigurður Thoroddsen verkfræðingur í Reykjavík hefur haft til athug- unar: Að hagnýta fallhæðina úr Mývatni niður í Aðaldal eða Reykjadal og viðbótarvatn, sem nú fellur í Skjálfandafljót, til stórvirkjunar — í einu lagi eða í áföngum. Sú virkjun virðist a. m. k. í fljótu bragði geta orð- ið álíka stór og Dettifossvirkjun og Knútur Otterstedt virðist álíka, að hún gæti komið að svipuðum notum fyrir Austur- land. Hér er um bráðabirgðaniður- stöður að ræða. En frá sjónar- miði Norðlendinga og Austfirð- inga ætti það ekki að vera var- hugavert, að þessi leið sé einnig athuguð. Beðið hefir verið um nokkurn tíma eftir Þjórsár- rannsókn. Eins mætti nú fresta ákvörðun um virkjun stærstu fallvatna enn um stund og rann- saka þetta mál, úr því að stjórn- arvöld telja sig ekki skorta fé til rannsóknar fleiri stórvirkj- unarmöguleika en þeim var fal- ið að rannsaka. En mikilsvert er, eins og Áskell bæjarstjóri á Húsavík sagði á Akureyrarfund inum, að Norðlendingar og Aust firðingar haldi áfram að fylgj- ast að og hafa samráð sín á milli. G. G. Um Jökulsárvirkjim og fleira ingarmál, og urðu Akureyrar- blöðin ekki sízt aðnjótandi ótæmandi andríkis hans. Þar birtust kvæði hans og ritgerðir um bókmenntir og menningar- mál viku eftir viku, og bar það af öllu, sem í þau var ritað, og er enn í dag hreinasti skemmti- lestur. Skrifuðu þó margir ágæt ir menn í blöðin á þessari öld öndverðri, eins og t. d. Einar Kvaran, Páll Briem, Stefán skólameisari, Guðmundur Frið- jónsson og fleiri, og hefur sjald- an meira mannvel ritað í blöð samtímis en t. d. í Norðurland í ritstjóranartíð Einars Hjör- leifssonar og Sigurðar bróður hans. Engum var þó Matthías líkur og dró arnsúg í flugnum. Mér eru ritgerðir hans í barnS- minni, hafði unun af þeim, og skildi aldrei, þegar menn voru að segja, að Matthías væri að vísu ágætt skáld, en ómögulegt væri að lesa ritgerðirnar hans þær væru svo mikið „fimblu- famb.“ Eitthvað þessu líkt höfðu líka ung skáld realismans svo kall- aða sagt jafnvel um allrafeg- urstu kvæði Matthíasar eins og Hafísinn og fleira af trúarljóð- um hans. Þeir höfðu tekið hann á kné sér og látið sem hann kynni lítið til skáldskapar. En broslegar þykja nú þær ritgerð- ir. Um þær má segja líkt og Matthías komst eitt sinn að orði í Þjóðólfi: „Ekkert er óyndis- legra en heyra ófiðraðan ung- ann garga hærra en gamlan fuglinn. Það er líkt og að sjá soninn skyrpa í skegg föðurins.“ Og enn standa í fullu gildi orð, sem Matthías skrifaði um ís- lenzkar bókmenntir í Stefni fyr- ir nær því sjötíu árum síðan, þegar realisminn- var hér í al- gleymingi: „Það er ekki skáld- skapur, ef lesandinn hrífst ekki, kvelst ekki, nýtur ekki, gleðst ekki, hryggist ekki. Og hvað braglist snertir og orðfæri, er það ekki skáldskapur, sem les- andi og heyrandi lærir ekkert í eða man af, eins og gamall sann- leiki sé nýr eða nýr sannleiki gamall. Braglistin er lífsins æðsta list. . . . Annars hygg ég, að hinn svonefndi realismus sé annaðhvort dauður eða í andar- slitrunum hér á landi. Og er þá herzlukippurinn eftir, sá, að losna undan víli og örvinglun og yrkja með nýrri trú á tilver- unnar sannleik og samhljóðan, og með nýrri barnslegri gleði yfir hennar eilífu sólarhæðum.“ Enda þótt menn fylgdu lár- viðarskáldinu ekki alltaf eftir á fluginu, var hann þar fyrir utan svo mikill af sjálfum sér, svo ástúðuegur í umgengni við alla, æðri sem lægri, að almennt var hann elskaður í Eyjafirði og Akureyrarbúar voru stoltir af að eiga þennan skáldakonung' búandi innan vébanda sinna. Því er ég sannfærður um að þessari bók um Matthías verð- ur vel tekið. Henni er aðeins ætlað að vera inngangur að því að öðlast skilning á skáldinu og læra að lesa hann sjálfan. En hvenær koma ritgerðir hans í fallegri útgáfu, þessar perlur ótæmandi andríkis, sem enn liggja gleymdar og týndar í ótölulegum grúa blaða og tíma rita fáum tiltækar? Þarf að líða hálf öld þangað til þær verða dregnar fram í dagsljósið? STÖKUR JÓN FRÁ PÁLMHOLTI svarar og biður blaðið um leið fyrir kveðju til Steingríms í Nesi. Meðan nöpur norðanhríð næðir um stein og birkihríslu yrkja þau í erg og gríð atómskáldin í Þingeyjarsýslu. Opna þau sinn eðla hvoft- ætla það sé mikið sport : en þingeyinga þynnist loft þeir eru hættir að geta ,ort. Með fyrirfram þökk fyrir birt- inguna. Jón frá Pálmholti. - DYNKUR ... (Framhald af blaðsíðu 8). farizt fyrir að tilkynna þetta nógu fljótt jöklarannsóknar- mönnum og nú í dag var verið að reyna að fara á snjóbíl inn að Vatnajökli en var snúið við skammt fyrir innan Brú á Jök- uldal. Færi var afleitt og snjór víða laus og snjólaust á milli. Búið er að fara á flugvél til að skoða verksummerki þarna, en skilyrði voru slæm til að sjá nokkuð að ráði hvað gerzt hef- ur. Jökulsá á Dal hefur verið óvenjulega ljót síðari hluta sum ars, ekki meiri en venjulega, en þykk leðja og mjög dökk settist á steina við ána og skarir þegar fraus. G. A. - NÝJA FJÓSIÐ ... (Framh. af bls. 1) þar ganga ungviðin óbundin. En naut verða bundin á básum. Undir norðurenda fjóssins er á- burðarkjallarinn grynnri, en þar er ca 14 metra mykjusníg- ill, sem flytur mykjuna í aðal- áburðarkj allarann. í nýja fjósinu á Rangárvöll- um verða ekki mjólkandi kýr. Eins og kunnugt er, er erfða- gildi hinna einstöku nauta próf- að á búfjárræktarstöðinni, á þann hátt að ala upp kvíguhópa undan ákveðnum nautum, og þær síðan á fyrsta mjólkurskeið inu látnar dæma um feður sína. Þetta eru nokkuð tafsamar til- raunir, svo sem flestar tilraunir eru, en taldar gefa þær niður- stöður, er bezt verður treyst. En með sæðingu getur eitt lé- legt naut haft þýðingarmikil á- hrif til öfugþróunar í héraðinu, á sama hátt og úrvalsnaut geta haft ómetanlega fjárhagslega jákvæð áhrif. Stöðin á að koma í veg fyrir, að nokkur léleg naut verði notuð. Án efa verður auðvelt að hirða í fjósinu á Rangárvöllum, og með byggingu þess verður hin fyrri vandræða-aðstaða við hirðingu úr sögunni. Einangrun er mikil og loft- ræsting góð. Allt fjósið er mál- að, og neðan til með Sjafnar- lakki, sem á að þola hin tær- andi efni fjósloftsins, og heitir það uretan-lakk. Kostnaður við nýbyggingu þessa, sem Möl og sandur ann- aðist, liggur enn ekki fyrir, en áætlunarverð er 1,5 millj. kr. □ | KNITTAX PRJÓNA- VÉL með snúningsstykki til sölu. Uppl. í síma 2218. VIL SELJA: Dieseldráttarvél, Deutz, 15 hestöfl. Skipti á Clievroletvörubíl kemur til greina. Haraldur Hannesson, Víðigerði. GÍTAR TIL SÖLU. Uppl. í síina 2056. Til sölu: PLÖTUSPILARI með innbyggðum hátal- ara ásamt nokkrum plötum. Sími 1668. TIL SÖLU vegna brottflutnings: Sófasett og borð, borð- stofusett, svefnstóll, skrif- borð, ísskápur (Elektro- lux), tvenn skíði, barna og fullorðinna og margt fleira. — Allt göðir mun- ir, sem seljast ódýrt. REYNIVELLIR 4 (syðri dyr) Tómstundabúðin KRAKKAR! JÓLASVEINNINN sýnir ykkur leikföngin í glugganum á sunnu- daginn kl. 1.30 e. h. (^ómstundabúdLn STRANDGÖTU 17 • PÖSTHÖLF 63 AKUREYRI _ HERRAFÖT FRAKKAR ÚLPUR PEYSUR SKYRTUR DRENGJAFÖT FRAKKAR PEYSUR BUXUR VESTI SKYRTUR DÖMUBLÚSSUR fallegt úrval BARNAHÚFUR og HATTAR NYLONSTAKKAR allar stærðir Höfum einnig margt smávegis TIL JÓLAGJAFA KLÆÐAVERZLUN SIG. GUDHUNDSSONAR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.