Dagur


Dagur - 08.01.1964, Qupperneq 2

Dagur - 08.01.1964, Qupperneq 2
2 Árni Jónsson: L a u s n i n. Skáldsaga. Bókaforlag Odds Björnssonar, Akureyri 1963. Þotta er önnur skáldsaga höf- undarins. Fyrir tólf árum kom út eftir hann skáldsagan: Ein- uin unni ég manninuin, og vakti sú bók athygli og gaf góðar von ir. Þær vonir hafa heldur ekki brugðist. Þessi saga verðskuldar að verða lesin af gaumgæfni. Þeir, sem gera kröfur til skáld sagna, að eitthvað gerist í þeim, verða ekki fyrir vonbrigðum með þessa sögu. I henni er lýst ferlegum drykkjuveizlum og svalli, íkveikjum og fjárglæfr- um. Framin eru morð. Þar eru ástarævintýri og hjónaskilnaðir. Siærðfræðingur, sem vinnur hjá tryggjngarfélagi, snýst til trúar og gengur í klaustur. Enginn skyldi þó halda, að þessi ytri straumar atburðanna sé meginviðfangsefni höíundar- ins. Höfundurinn skilur það mætavel, eins og allir góðir rit- höfundar, að yfirborð sögunnar er aldrei annað en skugginn af þeim átökum, sem gerast hið innra. Það er hið andlega líf, seni allur áhugi hans beinist að. Örlögin koma innan að. Það hrynur, sem á sandi er byggt. Lögmál orsaka og afleiðinga knýr menn smám saman til að átta sig á lífsgildunum. Aðgát skal höfð í nærveru sálar. Skáldsagan skiptist í tvo aðal- hluta, en reyndar mætti frem- ur segja, að þetta væt'i tvær sögur um misheppnuð hjóna- bönd, en þó í nánum tengslum hver við aðra. Fyrri sagan Baniel fjallar um fátækan náms mann, sem dettur ofan í gull- pott og giftist inn í efnaða fjöl- • s'kytdu. Telpan er eftirlætis- barnj og pabbinn gefur henni piltinn eins og hvert annað leik- fang, af því að henni lízt þokka- lega á hann. Bæði eru sæmi- lega vel af guði gerð. Þetta byrj ar með rómantízkri ást og allt er reyndar slétt og fellt á yfir- borðinu, en hjónabandið veslast | samt upp, af því að hvorugt hef ur við nokkuð að berjast eða eftjr nokkru að sækjast. Lífið Iverður of áreynslulítið og auð- velt. Þau verða brátt hundleið á því lífi, sem hvergi gerir kröf- ur til verulegra átaka. „Ég man ekki eftir neinum árekstrum, segir maðurinn, þegar hann er að gera þennan lífsréikning upp. Enda veit ég ekki, hvort áreks.tr, ar ei-u það h'ættulegasta.’ Aúð-' vítað eyðitéggjaSt stöku bílaf í árekstrum, en það er annað, sem fer með þá flesta: ryðið, - vopnið, sem tíminn vinnur með hægt og óvitað, en sífellt og miskunnarlaust, unz einhvern góðau veðurdag það „brestur, sem bera skyldi.“ Það er mikið af svona snjöllum og skemmti- lgum athugasemdum í bókinni, sem glatt geta lesandann. Enda þótt höfundur komizt harla vel frá fyrri hlutanum, kafar hann þó dýpra í seinni sögunni, sem heitir Finnur. Þarna er piltur, reikningshöfuð og trúleysingi, sem glepur unga og reynslulitla stúlku, sem ann honum. Hann lítur á þetta sem órnerkan atburð, segir stúlkunni afdráttarlaust, að hann vilji ekk ert meira með hana hafa og hverfur síðan úr lífi hennar um Séra BENjAMÍN skrifar um i: bækur mörg ár, leggur stund á stærð- fræði og gerist fulltrúi hjá trygg ingafélagi. Stúlkan elur honum son, sem hún ann eins og lífinu í brjósti sér, unz ekið er yfir barnið og það deyr. Eftir það verður hún að rekaldi í liöfuð- borginni. Af tilviljun berst Finni til eyrna saga hennar þegar hann er kominn á fimmtugsaldur, kaiinn á hjarta og þreyttur á stærðfræði. Samvizkan slær hann. Hann skilur nú að lífið er meira en stærðfræði, það getur orðið harmleikur, ef enginn hugsar nema um sjálfan sig. Hann ákveður að reyna að bjarga stúlkunni, kvænast henni og bæta fyrir brot sitt. En það er um seinan. Líf hennar virð- ist vera gereyðilagt af vonleysi og ofdrykkju. Seinast fyrirfer hún sér. StærSfxæðinguvinn kemst í mát og gengur í klaust- ur. Seinni hluti sögunnar eru skriftamál þessa fyrrverandi guðleysingja, þar sem hann ger- ir grein fyrir örvæntingarfullri baráttu sinni og getuleysi að bjarga, þar sem enginn getur bjargað nema guð einn. Þá skil- ur hann loks, hvað náð guðs þýðir. Margt er ágætavel sagt í þess- ari sögu. Þegar ég hafði lokið við að lesa hana, byrjaði ég strax á henni aftur og las hana í annað sinni. Og það gerir mað- ur ekki við margar sögur. ; Skyggna konan'II. Frásagnir 0 um dulsýnir og andlegar., lækningar Mérgrétár-'1 frá Öxnafelli. Eiríkur Sigurðs- son tók saman. Útgáfan Fróði, Reykjavík 1963. Fyrri hluti þessa ritverks kom út fyrir þrem árum og vakti þá mikla athygli. Er þessi bók fram hald af henni og í hana safnað efni, sem ekki komst að í fyrri Tók af tvo fiiisur Gunnarsstöðum 7. jan. Það bar við 2. janúar, að drengir á Þórs- höfn fundu heimatilbúna sprengju, sem ekki var notuð á gamlárskvöld. Þeir báru eld að og sprengjan sprakk með þeim afleiðingum, að 12 ára drengur missti framan af tveim fingrum annarrar handar. Milli jóla og nýjárs sýndi Leikfélag Þistilfjarðar sjónleik- inn „Aldrei um seinan" á Sval- barði og hefur aðra sýningu á Þórshöfn á laugardaginn. Með aðalhlutverkið fer frú Mavía Jóhannsdóttir Syðra-Álandi. Grimmdar stórhríð var hér annan jóladag og setti niður mikinn snjó, sem nú tekur ört upp. Bílfært er innan sveitar, en ekki til Raufarhafnar. Brotist hefur verið til Vopnafjarðar. Við eigum nú von á mönnum til að setja spennustöðvarnar upp og tengja — á þeim bæjum, sem bíða rafmagnsins. Q bókinni, eða komið hefur fram seinna. Er það gott að hafa sem flesta vitnisburði um lækningar, sem crðið hafa fyrir milligöngu hennar, og sem fyllsta lýsingu á dulskynjunum hennar, því að einhvern tímann kemur að því, að farið verður ao rannsaka þessa hæfileika, og þykir þá ekki einskis vert, að sem skil- merkilegastar frásagnir séu til um það fólk, sem gætt hefur verið hæfileikum eins og þess- um. Mundi þar vera áð finna lykilinn að nýrri líffræði og heimsmynd, sem menn órar naumast enn þá fyrir. Læknar vorir, sem flestir hafa tekið að erfðum heimsmvnd efnisvísindanna berja enn höfð- inu við steininn, og vilja láta í veðri vaka, að huglækningar séu ekki annað en dæmi um hjátrú fslendinga. En sannleik- urinn er sá, að huglækningar hafa þekkst og viðgengizt frá grárri forneskju og fram á þenn an dag víða um heim. Um þetta er fróðleg grein eftir Árna Óla blaðamann tekin inn í bókina, þar sem skýrt er frá andlegum lækningum Englendings að nafni Harry Edvvards, sem nú mun vera einhver frægasti hug- læknir í heimi. Leita til hans að meðaltali um 1000 manns á viku hyerri og er talið að um 80 prósent af þeim læknist að meh-a eða minna leyti. Sjálfur á ég bók, þar sem lýst er lækn- ingum hans, og eru þar útdrætt- ir úr rúmlega 10 þúsund bréf- um, þar sem þakkað er fyrir undraverðar lækningar hans á sjúkdómum, sem aðrir læknar töldu stundum ólæknandi. Til er á Englandi félagsskapur kirkjuinanna, sem nefnist: Churches Fellowship for Psychi cal Study, og eru í stjórn þessa félagsskapar ekki færri en 14 biskupar. Hefur þessi félags- skapur kjörið nefnd til að rann- saka andlegar lækningar og eru í þeirri nefnd bæði prestar og læknar. Komst sú nefnd að þeirri niðurstöðu, að margsann- að sé, að líkamlega sjúkdóma sé unnt að lækna með andlegum krafti. Fara slíkar lækningar fram í breskum kirkjum með fyrirbæn og handyfirleggingu prestanna. Hinir miklu vísinda- menn á íslandi mundu sennilega telja þetta hlægilegt kukl og ef til vill sumir prestar líka, enda þótt meistari þeirra, Kristur, lýsti því yfir undir lok’'járðyist- artírpa síns, að sþ'kur lafknlnga- máttur, sem hann var gæddur, mundi einmitt vera einkenni á þeim sem trúa. Annars þarf ekki að lýsa Margréti frá Öxnafelli fyrir Ey- firðingum. Þeir hafa margir fengið bót meina sinná. fyrir milligöngu hennar og huldufólk ið hennar býr hér í hverjum kletti. Og okkur þykir vænt um það. Árni Jakoþsson: Á völtum fótum. Ævisaga. Þórir Frið- geirsson bjó til prentunar. Bókaforlag Odds Björnsson- ar. Akureyri 1963. Enda þótt þessi sjálfsævisaga láti ekki miklð yfir sér, verður hún lesandapum samt svo hug- þekk, að hann leggur hana þelzt ekki frá sér, fyrr en lokið er. Mörgum kann að þykja, sem hér sé hvorki lýst stórfengleg- um né æsandi atburðum, en hver sem bókina les verður margs fróðari um lífsbaráttu ís- lenzkrar alþýðu á liðnum tím- um. Reyndar hefst þessi saga ekki fyrr en laust fyrir síðustu aldampt, en þó að hún sé svo nærri oss í tímanum, lýsir hún samt sem áður lífsbaráttu áþekkri þeirri, sem mikill fjöldi íslenzkra sveitamanna hafa orð- ið að heyja allt frá landsnáms- öld. Höfundur lýsir fyrst æsku sinni og uppvexti í Mývatns- sveit, þangað til hann festir sér konu 23 ára að aldri 9. ágúst 1914. Hann er ungur og þrótt- mikill maður, fullur af lífsgleði og starfslund og horfir björtum augum til framtíðarinnar. En þá dynur andstreymið yfir hann. Hann veikist af mænusótt, ligg- ur lengi milli heims og heljar og lamast á fótum. Ekki lætur hann samt hugfallast. Með ofur- mannlegum áhuga og hugrekki fer hann að búa í niðurníddu lieiðarbýli með tilstyrk föður síns og sinnar ágætu og hug- rökku konu, sem aldrei lét bil- bug á sér finna. Þarna byggir hann smám saman upp öll hús og býr þolanlegu búi þrátt fyrir vanheilsu sína langa stund, unz hann flytur loks úr sveitinni eft- ir þrjátíu ár til Húsavíkur. Öll er saga þessi ævintýri líkust, ótrúleg hetjusaga óbugandi vilja festu og manndóms. Hér sann- ast, að „Krosslýðsins hljóðu hetjuverk, heíja sig upp yfir frægðina ljóða og sagnar.“ En þó að þessi saga sé mikil harmsaga, er hún samt sem áð- ur, eins og séra Friðrik A. Frið- riksson kemst að orði í eftir- mála „j afnframt og öllu heldur heillandi sigursaga, auðug af dæmum hugrekkis og þolgæðis, mannúðar og drengskapar.“ Líf- ið átti þrátt fyrir erfiðið og mót- lætið dýran reynslusjóð að gefa þessum manni. í sögulok gerir hann upp lífsreikninginn á ó- gleymanlegan hátt: „En áður en ég legg frá mér pennann og loka bókinni, þar sm ég hefi skráð sögu mína, vil ég gera þessa játningu: Þrátt fyrir allt hefur mér fundizt lífið svo bjart, auð- ugt og fagurt, og sambúðin við konu mína svo rík af kærleika, að ég kysi að lifa ævi mína upp aftur, jafnvel þó að ég þyrfti að líða kvöl mænusóttarinnar og lömunarinnar á ný. Þetta er mér fyllsta alvara og hjartansmál. Það er bjargföst trú mín, að þegar lífi mínu hér lýkur, muni ég mæta Siggu minni á ný og þá fáum við að eiga samleið jafnsæluríka og bjarta og við áttum hér, þrátt fyrir allt.“ Hér er engin ádeila á guð eða menn, heldqr snúizt karlmann- lega við mótdrægum atburðum. Sagan er vitnisburður um það, að hamingjan er minpa komin urjdir ytri aðstæðum en dygð og j hjartahlýju. Hún er vel fallin til jólalesturS. Benjamín Kristjánsson. v—i Indriði G. Þoi'steinsson: Land og Synir. Bókaútgáfan íðunn, Reykjavík 1963. Hér er út kojnin merkileg bók, sem beðið hefir verið með nokkurri óþreyju. ASdáendur þöfundavins hafa ekki oi'ðið fyx- ir vonbrigðum. „Land og Syn- ir“ er stujt sþáldsaga, eða það sem á epsku er kallað „a short novelle". Slíkar spgur er erfitt að skrifa svo hún sé góð- En þér hefir það tekizt. Viðfangsefni sögunnar er íslenzka hliðstæðan af viðfangsefni Steinbeoks í „Þrúgur reiðinnar", en að öðru leiti er ekki með þessum skáld- verkum npin líking. í meðferð Indriða á efninu er einstakling- urinn í fyrirrúmi, eins og vera ber hjá íslenzkum höfundi, en hjá Steinbeck er hið félagslega efst á baugi. Indriða hefir stund um verið brugðið því, að hann taki sér frásagnarhátt amerískra höfunda til fyrirmyndar, má vel vera að rétt sé, en með þess- ari bók sinni hefir hann full* komlega unnið stil sínum fastaa sess í bókmenntum vorum. Hann er knappur og orðfár; orð- in oft breið og grófgerð, svo jafnvel minnir á aðferðir sumra vorra beztu listmálara með pens ilinn. Og árangurinn er hinn sami. Þrátt fyrir breiðar línur og sterka liti fær myndin mýkt og hlýju, sem gleður lesandann. Orðaval er nákvæmt, svo allt er í samhljóm. Hér er góð bók, sem. oss er fengur í. Jón Bjarman. Því gleymi ég aldrei. Frá- söguþættir af eftirminnileg- um atburðum. Kvöldvökuút- gáfan. Gísli Jónsson, mennta skólakennari bjó til prent- unar. Þetta er II. bindi ritsafns, er hóf göngu sína 1962 og fékk góða dóma. í I. bindi voru þætt- irnir 21 eftir jafnmarga höfunda, en nú eru þeir 19 og bókin þó heldur þykkri. Allir eru höf- undarnir aðrir en í fyrra bind- inu, utan einn (Sv. Víkingur). Efnið er allfjölbreytt, en misvel eru þættir gerðir og ekki allir svo merkilegir, sem vera ætti í svona riti. Eigi að síður er hér um eigulega bók að ræða og: munu flestum verða minnisstæð ir þættirnir: Talismanslysið, (Arinbj. Árnason), Geysis-slysið (Ól. Jónsson), Dagur sorgar- innar (Stefán námsstjóri), Harmur liaustsins (Jórunn Ólafsd.), Á vegamótum (Ólafur Tryggvason) og Með bilaða hreyfla (Jónas Guðm.), svo að einhverjir s éu nefndir. Svona bækur eiga sér tryggar vinsæld- ir fjölda manna og mun því ekki áhættusamt að gefa þær út. Útgefendur æskja þess á kápusíðu, að menn sendi þeim fleiri þætti, svo að væntanleg munu fleiri bindi, og er gott til þess að vita. En vandlátir eiga útgefendur að vera og ákveðnir í að hafna tilkomulitlum og efn- isrýrum frásögnum, jafnvel þó að þær berizt frá þekktum rit- höfundum. Frágangur bókarinnar er góð- ur. J. Ó. Sæin. KNATTSFYRNU- FÉLAG AKUREYRAR minnist 36 ára afmælis síns með kaffidrykkju í Skíðahóttílinu, laugardagipn 11. þ. m. kl. 9 s. d. Spilað verður bingó, sýndar kvikmyndii' og ennfremur verð- ur dansað. Þeir sem ekki fara á eigin bíl— um tilkynni þátttöku til Ferða- skrifstofu rjkisins, Túngötu 1, eigi síðar en á föstudag en aðrir til Haraldar M. Sigurðssonar, sími 1880 eða til Knúts Otter- stedt, sími 1164. Eldri féjagsmenn eru sérstak- lega kvattir til að koma. Farið verður frá Ferðaskrif- sfofunni klukkan 8.30 síðdegis. Knaftspymufélag Akureyrar. LeiðréftÍHg í ÞÁTTUM Eiðs Guðmunds- sonar er birtust í Jólablaði E)ags urðu prentvillur: Á bls. 26, 3ja dálki í 7. línu er fjárþil — á að vera bjórþil. Neðar í sama dálki er: Víðast var leit- að... ., á að vera síðast. Q

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.