Dagur - 08.01.1964, Síða 7
7
Úr ófarabálki „viðreisnarinnar"
(Framhald af blaðsíðu 4).
II.
Nú eru lýsingar ráðherr-
ans í höfuðatriðum á þessa
leið:
Innflutningur hefur vaxið
of mikið.
Greiðslujöfnuður versn-
andi.
Of mikil bankaútlán.
Óheillaþróun í launamál-
um.
Neyzla og fjárfesting meiri
en framleiðslan.
Of miklar framkvæmdir.
Sparifjáraukning rninnk-
andi.
Lánsfjáreftirspurn vax-
andi.
Horfur á, að gjaldeyris-
varasjóður minnki, þrátt fyr-
ir hækkandi verð á útflutn-
ingsvörum.
Þannig lýsir ríkisstjórnin
ástandinu í efnahagsmálun-
um, þrátt fyrir það, að sjávar
afli hefur verið meiri en
nokkru sinni áður og verð-
lag á útflutningsvörum hækk
andi.
Jafnvel ríkisstjórnin lítur
nú alvarlegum attgum á á-
standið, sem stefna hennar
hefur skapað.
III.
Ljóst er, að ríkisstjórninni
hefur algerlega mistekizt
það, sem hún taldi höfuð-
verkefni sitt, þegar hún ltom
til valda.
Stjórnin kvaðst ætla að
koma atvinnulífi þjóðarinn-
ar á traustan og heilbrigðan
grundvöll. Það hefur henni
ekki tekizt.
Hún kvaðst ætla að stöðva
verðbólguna og halda dýrtíð
inni í skefjum. Efndimar
liafa orðið þær, að dýrtíðin
liefur aukizt stórkostlega og
verðbólgan leikur lausum
hala.
Hún sagðist ætla að hafa
vextina þannig, að hægt væri
að fullnægja eðlilegri eftir-
spum eftir lánsfé án strangr-
ar skömmtunar. En lána-
stofnanir hafa aldrei verið
fjær því en nú að fullnægja
eftirspurn þrátt fyrir liáu
vextina.
Hún sagði að það skyldi
vera verkefni samtaka laun-
þega og atvinnurekenda að
semja um kaup og kjör, en
efndirnar eru kaupbindang-
arfrumvarpið, sem flutt var
á Alþingi í vetur.
(Grein þessi er að mestu sam-
hljóða kafla úr nefndaráliti al-
þingismannanna Einars Ágústs-
sonar og Skúla Guðnmmjssonar
(minni hl. fjárhagsnefndar n.d.)
dags. 4. nóv. sl. um launamál).
□
Frá Skákféiaginu
SKÁKFÉLAG AKUREYRAR
efndi til jólahraðskáksmóts fyr-
ir áramótin. Þátttakendur voru
22. Halldór Jónsson hlaut 1814
vinning, Júlíus Bogason 17V2,
Hjörleifur Halldórsson I6V2, Jón
Björgvinsson 16 og Jón Þór 15
vinninga.
Skákfélagið efnir nú til fyrir-
tækjakeppni, sem hefst n. k.
mánudagskvöld í Verzlunar-
mannahúsinu kl. 8 s. d. Fjög-
urra manna sveitir keppa. Þátt-
tökutilkynningar þurfa að ber-
ast formanni félagsins, Jóni
Ingimarssyni, hið fyrsta. □
- Góðtemplarareglan
(Framhald af blaðsíðu 8)
komuhús bæjarins 1906—1907,
enda var hagur stúknanna þá
með miklum blóma í bænum.
Þá fyrir skömmu hafði stúkan
Brynja nr. 99 verið stofnuð, 4.
júlí 1904, og á liún því 60 ára
afmæli í vor. Voru stofnendur
hennar flestir iðnaðarmenn. Af
þeim er nú aðeins einn á lífi
Hallgrímur Jónsson járnsmiður.
Enn eru þessar tvær stúkur,
sem nefndar hafa verið, starf-
andi í bænum og eiga sameigin-
lega þau fyrirtæki; sem rekin
eru hér á vegum Reglunnar.
Auk þess starfa hér þrjár
barnastúkur, ein við hvern
barnaskóla bæjarins. Hafa þær
fundi reglulega yfir vetrarmán-
uðina og jólatrésskemmtun ár
hvert. Þar læra börnin að koma
fram á fundum og læra fundar-
reglur. í barnastúkunum er
tóbaksbindindi og börnin þar
frædd um bindindismálið.
Fyrir rúmum áratug, þegar
Reglan keypti Hótel Norður-
land fsprðis starfssvið hennar
inn á nýjar leiðir í auknum
mæli. Að vísu hafði kvikmynda
rekstur verið hafinn nokkrum
árum áður, en fékk nú bætt skil
yrði. Borgarbíó er annað af
tveimur kvikmyndahúsum bæj-
arins og nýtur almennra vin-
sælda bæjarbúa. Jafnframt er
það aðalhljómleikahús bæjarins
um þessar mundir.
Stúkurnar hafa rekið Hótel
Varðborg síðastliðin 10 ár, og er
það eina bindindishótelið hér á
landi. . □
Talkennsla í esiskn
Enskunámsflokkar Iðnskólans taka til starfa á ný í
næstu viku. Kennari: Aðalsteivn Jónsson, verkfræð-
ingur. Framhaldsflokkur komi á mánudagskvöld kl. 8
í Geislagötu 5. Nýr byrjendaflokkur fimmtudags-
kviild kl. 8. — Iðnaðarmenn sitja fyrir.
Nánari upplýsingar gefur
JÓN SIGURGEIRSSON, skólastjóri, sími 1274.
Frá Húsmæðraskó! any m
NÁMSKEII) lvefjast aftur um miðjan janúar. Nánari
upplýsingar í Húsmaaðraskólanum næstu daga.
Hjartkcerar pakkir til allra, cr sendu mér jólakort ^
°g sjajir um síðuslu jól. — Guð blessi ykkur og gefi f
;t ykkur gœfurikt komandi ár. — Lifið heil!
27. desenvber 1963.
SIG. HELGASON frá Skógum i Fnjóskadal.
©
2'.'-
$
©
■r
I
©
■r
&
I
t
í
4 V
íj'rS' ^ í’ÚS" Q'J- í'/c'í' 0*^ v;cS' i;'-^
% Elliheimilið i Skjaldarvik óskar öllum gleðilegs nýs f
J árs og þaltkar innilega alla vinsemd á liðnu ári. — \
Sérstaklega þökkum við góðar heimsóknir um jól og i
t áramót og jólagjafir frá stúkunni ,,Auðar systur“ og jj
J. Kvenskátafélagi Akureyrar. — Guð blessi ykkur og %
4 gefi ykkur gengi á nýja árinu. |-
t. I
| STEFÁN JÓNSSON. f
? f
IW' Q'L íjW- í Q*1}- 7vi?'k (§*&■ vlí ® ^
Ykkur öllum, sem auðsýndu okkur vinsemd og
samúð við andlát og jarðarför
SÆVALDAR VALDIMARSSON, Sigluvík,
vottum við okkar innilegustu þakkir. Einnig viljum
við þakka læknum og hjúkrunarkonum Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri, sem önnuðust hann af alúð
í veikindum hans. — Guð blessi ykkur öll.
Bernólína Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn
og barnabörn.
I. O. O. F. Rb. — 114198*4 —
I. O. O. F. — 1451108*4.
MESSA í Akureyrarkirkju
fyrsta sunnudag eftir þrett-
ánda kl. 2 e. h. — Sálmar nr.
500 — 494 — 105 — 579 —
684. P. S.
MESSAÐ í Svalbarðskirkju
n. k. sunnudag klukkan 2.
Sóknarpresiur.
AÐALFUNDUR K. F. U. M-
verður haldinn fimmtudaginn
16. þ. m. í kristniboðshúsinu
Zíon kl. 8 e. h. — Venjuleg
aðalfundarstörf. Stjórnm.
SUNNUDAGASKÓLI Akur-
eyrarkirkju er á sunnudaginn
kemur kl. 10.30 f. h. Yngstu
börnin í kapellunni, eldri
börnin í kirkjunni. — Bekkja-
stjórar mæti kl. 10.15 f. h. —
Mætið vel og stundvíslega. —
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZÍON:
Sunnudaginn 12. jan. Sunnu-
dagaskóli kl. 11 f. h. Sam-
koma kl. 8.30 e. h. — Allir
velkomnir.
HJALPRÆÐISHERINN á Akur
eyri þakkar hjartanlega öll-
um, sem gáfu í jólapottinn og
á annan hátt stuðluðu að því,
að gleðja aðra um þessi jól.
Guð gefi ykkur öllum gleði-
legt ár.
DRENGIR! Munið drengjafund-
inn að Sjónarhæð n. k. mánu-
dagskvöld kl. 6. — Sýndar
verða litskuggamyndir. Allir
drengir velkomnir.
L I O N S KLÚBBUR
AKUREYRAR
Fundur í Sjálfstæðis-
húsinu fimmtudaginn 9. þ. m.
klukkan 12.15. Stjómin.
FRAMSÓKN ARFÉLÖGIN á
Akureyri halda fund á skrif-
stofu flokksins fimmtudaginn
9. þ. m. kl. 8.30 e. h. Frum-
mælandi er Ingvar Gíslason
alþingismaður og talar um
stjórnmálaviðhorfið. — Fjöl-
mennið stundvíslega.
KARLAKÓR AKUREYRAR
Æfing á venjulegum stað og
tíma á morgun (fimmtudag).
Mætið allir stundvíslega. ■—
Stjómin.
FRA SJALFSBJÖRG.
Föndur á mánudaginn
13. janúar klukkan 8.
SKÍÐAHÓTELIÐ HLfÐAR-
FJALLI. Opið daglega fyrir
gístingu og greiðasölu. Borð
og matpantanir í síma um 02.
Hótelstjóri.
ATHYGLI skal vakin á augl.
Iðnskólans á öðrum stað í
blaðinu í dag um ensku-
•kennslu.
HJÓNAEFNI: Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung
frú Ágústa Sverrisdóttir verzl
unarmær og Björn H. Garð-
arsson sjómaður.
IIJÓNAEFNI: Á gamlárskvöld
opinberuðu trúlofun sína ung
frú Auður Birgisdóttir frá ísa-
firði og Páll Skúlason Austur
byggð 7 Akureyri.
FRA BRIDGEFÉLAGI Akur-
eyrar! Meistaraflokkskeppnin
hefst þriðjudaginn 14. þ. m.
kl. 8 e. h. — Spilað verður í
Landsbankasalnum. Stjórnin.
I. O. G. T. st. Ísafold-Fjallkonan
no. 1, og st. Brynja no. 99
halda sameiginlegan hátíðar-
fund í tilefni af 80 ára afmæli
Góðtemplarareglunnar á ís-
landi, fimmtudaginn 9. þ. m.
kl. 8.30 e. h. að Bjargi. Fund-
arefni: Vígsla nýliða, afmæl-
isins minnst. Kaffi og dans að
loknum fundi. Framkvæmda-
nefndir stúknanna væntir
þess, að félagar fjölmenni á
fundinn og taki með sér nýja
félaga. Æ. T.
ARMANN BÚASON, Myrkár-
bakka stjórnaði hófi því á
Melum í Hörgárdal, sem frá
var sagt í síðasta blaði, en
ekki Haukur Steindórsson,
eins og ranghermt var.
- DRUNUR OG HÖGG
í BRÚARJÖKLI
(Framh. af bls. 1)
um Jöklarannsóknarfélagsins á
8 stöðum, héldum svo yfir
Kringilsá og gistum þar, sagði
Hrafn.
Eftir það var farið þar, sem
Kverká kemur undan jöklinum
og stikur settar niður.
Jökullinn er á hreyfingu, um
1 m. á klst. Hann er sprunginn
og ófrýnilegur. Jökulröndin er
upp í 10 m. á hæð. Drunur og
högg heyrast stöðugt og er það
ófögur hljómlist. Jökullinn á
skammt farið að þeim stöðum,
sem hann hefur lengst gengið
fram áður, eða aðeins 2—3 km.
Hin síkvika jökulrönd er
hrikaleg.
Við sáum 3 hreindýr í Kring-
ilsárrana.
Síðustu nóttina gistum við á
Brú og komum heim á mánu-
dagskvöldið, 6. janúar. Færðin
var sæmileg, einkum á heim-
leiðinni og veður gott. Q
Vel sótt leiksýning
Hrísey 7. jan. Kvennfélag Hrís-
eyjar hefur sýnt sjónleikinn
Hreppstjórann á Hraunhamri
þrisvar sinnum í Hrísey. Enn-
fremur þrisvar á Dalvík fyrir
troðfullu húsi sama daginn og
munu slíks fá dæmi. Auk þessa
var ein sýning á Grenivík og
komu fleiri þar, en húsrúm
leyfði.
Leikstjóri er Kristján Jóns-
son leikari frá Reykjavík.
Formaður Leikfélags Hríseyj-
ar er frú Lára Sigurjónsdóttir.
Jóhannes Helgi rithöfundur er
setztur að í Hrísey. Þ. V.
Afgreiðslu- og auglýs-
ingasími Dags er 1167