Dagur - 11.01.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 11.01.1964, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. „Herra Einar" og hans menn Áramótahugleiðingar Einars Olgeirs sonar í Þjóðviljanum fjalla að veru- legu leyti um verkföllin í vetur. Það vekur strax athygli hve fáorður hann er um hið illræmda kaupbindingar- frumvarp ríkisstjórnarinnar. Helzt er á honum að skilja, að einhverjir vondir atvinnurekendur hafi komið Ólafi Thors og Bjarna Benedikts- syni til að bera þetta frumvarp fram á Alþingi. En í sambandi við upp- gjöf stjómarinnar 9. nóv. fær Ólafur hið mesta lof hjá þessum fornvini sínum. Einar Olgeirsson segir, að þessi „gæfudagurinn“, sem hann svo nefnir hafi fyrst og fremst verið tveim mönnum að þakka: „-----Ólafi Thors, hinum aldna, reynda og slynga foringja íslenzkrar auðmannastéttar, er kaus að láta sáttarverkið verða sitt síðasta hand- tak sem forsætisráðherra — og Ed- vard Sigurðssyni formanni Dags- brúnar, hinum trausta, forsjála og gifturíka forystumanni íslenzkrar verklýðshreyfingar, hikaði ekki við að fara að dæmi Halls á Síðu og semja við foringja andstæðinganna er þjóðinni reið allra mest á“ (orð- rétt). Það fór nú raunar svo, að hvorki „sáttarverk" hins aldraða, reynda og slynga foringja, né andi Síðu Halls gátu komið í veg fyrir desember- verkfallið. Um verkfall þetta verður E. O. nokkuð tíðrætt, en aðeins ein ný per- sóna kemur þar til sögunnar. Hanni- bal, Lúðvík og Björn eru þar ekki nefndir á nafn og munu þó hafa lát- ið þessi mál nokkuð til sín taka. En um þetta leyti var arftaki Ólafs Thors, Bjami Benediktsson, kominn til sögu, sem forsætisráðherra, og samúð „herra Einars“ virðist hafa fylgt arfleifðinni: „Hvorki skortir Bjarna Benedikts- son gáfumar né sóknarhörkuna til að fylgja fram því, sem hann álítur rétt eða viturlegt eða hvort tveggja,“ segir E. O. „En öfl vom að verki, sem vildu gera hinum nýja foringja sem erfiðast að feta í fótspor fyrir- rennara síns á sáttabrautinni.“ Arf- tekinn sáttahugur hins nýja foringja og andi Halls á Síðu fundu þó að lokum Iausn mála, samkv. frásögn Einars. „Þótt enn sé eftir að upp- skera ávexti Jæirra sátta, er þá var sáð til“ þ. e. 9. nóv. Einnig þessi ummæli em tekin orðrétt úr ára- mótagrein E. O. Undir lokin kemst E. O. að orði á þessa leið: Valdahlutföll höfuðstéttanna em slík, að landinu verður ekki stjórnað (Framh. á bls. 7) Guðrún P. Helgadóttir: Skáldkonur fyrri alda II. Kvöldvökuútgáfan 1963. Þetta annað bindi af ritverki frú Guðrúnar P. Helgadóttur: Skáldkonur fyrri alda, er ein- staklega smekklega gefið út eins og hið fyrra, og um efnið fiallað af sömu gerhygli og dómgreind og yfirgripsmikilli þekkingu og áður. Um sumar þessar skáld- konur er að vísu ekki mikið vitað, og sennilega týnt margt það, sem þær hafa ort. En höf- undur hefur tínt það til, sem fundið verður um þær og flest- ar þær vísur, sem eftir þær eru kunnar með heimildum, og er það mikils virði, að hafa þetta allt á einum stað, jafnskemmti- lega frá gengið og það er. Suma hefi ég að vísu heyrt segja, að þeim finnist saga Skáld-Rósu heldur þurrari og strembnari í þessari bók, en í sögu Brynjólfs frá Minna-Núpi af þeim Natan og Rósu. En þess ber að gæta, að Brynjólfur og aðrir sem skrifað hafa um Rósu á undan honum, skráðu sínar sögur mest eftir sögusögnum, án þess að líta í heimildir, og getur margt skolast með þeim hætti. Til dæmis eru ýmsar gerðir til af vísum Rósu og menn hefur greint á um, hvort sumar þær vísur, sem henni eru eignaðar, séu eftir hana. Full þörf var því á fræðilega unninni ævisögu, þar sem heimildir að vísunum eru kannaðar og saga hennar rakin eftir frumgögnum. Þetta er það, sem frú Guðrún P. Helgadóttir hefur gert, og sé ég ekki annað en henni hafi vel tekizt, þannig að vavla muni verða miklu um bætt. Þess má þó geta að í Sagnblöðum hinum nýju, Reykjavík 1956, eru ofur- litlir viðaukar við Natanssögu og Skáld-Rósu, eftir Bjarna Egg ertsson, eftir sögu Jórunnar Sig urðardóttur í Þorlákshöfn, þar sem tvær vísur eru eftir Rósu. Þar eru tvær gerðir af vísunni: „Það er Rósa, þú sem hrósa ger- ir“, frúbrugðnar þeirri gerð, sem þessi bók hefur, og enn aðrar útgáfur eru á henni í handrita- söfnum. Sýnir þetta, að ekki er vandalaust að finna sennileg- asta texta að lausavísum, og að mikill þorri þeirra er iðulega afbakaður sitt á hvað. Er því full þörf fræðilegrar rannsókn- ar á slíku efni og slíkt hið sama á æviferli manna, þó að til séu um þá skemmtilegar sögusagn- ir. En þrátt fyrir rannsókn á æviferli skáldkvenna þessara, hafa þær án efa farið með mörg leyndarmál með sér í gröfina, og úr sumu er mjög örðugt að greiða að fullu. Þannig er t. d. um það ástarævintýri Páls Melsteðs og Rósu, sem Natans saga Brynjólfs segir frá, að þau STÖKUR Endursagðar Ófeigsstaðafréttir frá 25. nóv. Dagur 27. nóv. '63. Fannkynngi mikið, frost og hríðar, ferðlama eru Kinnungar. Bíða í ofvæni betri tíðar. Byrja þá aftur kvennafar. Þá munu látnar fjalir fljóta, foldarbrjóst gusli rekinn í. Nátt — faravíkur heimsókn hljóta — hamingjudagar byrja á ný. A. A. hafi verið heitbundin, og hafi Rósa farið austur að Ketilsstöð- um árið 1815, sem ráðskona Páls. Er erfitt að koma þessu heim og saman við manntöl, því að árið 1816 er Rósa talin til heimilis að Svalbarði í Þistil- firði hjá séra Þorláki Hallgi-íms- syni og fyrst talin heimilisföst á Ketilsstöðum 1817, þá að vísu ráðskona. Eigi stenzt það held- ur, að hún hafi verið pússuð saman við Ólaf smið vegna þess að hún hafi verið barnshafandi, því að Pálína dóttir hennar fæð- ist ekki fyrr réttum níu mánuð- um eftir gifting hennar. En reyndar er það óvíst, að mann- talið sé hér alveg örugg heimild. Rósa kann að hafa verið lánuð austur að m. k. um tíma, enda þótt hún sé talin heimilisföst annars staðar, og hefur slíkt við gengizt á öllum öldum. Um ást- ir hennar og Páls verður heldur ekkert vitað af manntölum. Sag- an getur varla verið eftir nein- um öðrum en Rósu sjálfri og styðzt af vísum hennar. Engin líkindi eru, að hún hafi búið söguna til. (Framhald af blaðsíðu 8). samstarfi við þá menn í Sósíal- istaflokknum og Alþýðuflokkn- um, sem ekki skildu, hvað í húfi var eða vildu vinstri stjórnina feiga af annarlegum ástæðum. Svo mikils þótti þá við þurfa af hálfu Sjálfstæðismanna, að þeir víluðu ekki fyrir sér að. ýta undir ótímabærar launahækk- anir og brígsluðu jafnvel Hannibal Valdemarssyni um kaupkúgun til að veikja aðstöðu hans innan Alþýðusambandsins. Alþýðusambandsþingið í nóv- ember 1958 endurkaus hann að vísu sem forseta, en neitaði að skapa skilyrði til samráðs við ríkisstjórnina. í stað þess að streitast við að sitja, eftir að grundvellinum hafði verið kippt undan stjórnarsamstarf- inu, gerði Hermann Jónasson þá það, sem rökrétt var og heið- arlegt: Baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Tilraun, sem gerð var til að byggja upp sam- starfsgrundvöllinn á ný, strand- aði á Alþýðuflokknum, sem þá hafði látið telja sér hughvarf og horfið inn á nýjar leiðir. Varla er það ofmælt, að nú- verandi forsætisráðherra, Bj arni Benediktsson, hafi verið einn þeirra, sem ómildustum orðum fór um samráð vinstri stjórnar- innar við stéttarsamtökin og töldu það ranga vinnuaðferð. Hann hefur nú í fjögur ár feng- ið reynslu af því sem ráðherra, hvernig djúptækum efnahags- ráðstöfunum, sem gerðar eru án slíks samráðs og í andstöðu við stéttarsamtök, reiðir af nú á tímum. Ekki voru þær miklar skýja- dísir: Látra-Björg og Ljósavatns systur. Þær voru ósviknar ís- lenzkar tröllskessur. Skáld-Rósa var meira í ætt við Afrodítu, gædd þeirri brennandi sál, sem guðaloginn tærir, unz hún kemur göngumóð að sálaðra- hliðinu á Núpi, þar sem hún öðlast að lokum hvíld, eftir hrakningssama ævi. Enda þótt Rósa yrði oft íyrir aðkasti, virðist þó svo, að henni hafi verið flestir hlutir vel gefn- ir: glæsileg fegurð, ljúf skap- gerð, göfuglyndi og góðmennska fyrir utan hvassar gáfur og leik- andi hagmælsku. Bréf hennar til Natans er mikið mannlegt plagg um blinda ást og særða, þar sem göfuglyndi hennar vinnur þó sigur. Örlynd hefur hún vafa- laust verið eins og tilfinninga- næmu fólki er títt, enda þótt skikkanlegu fólki þykji hún helzt til gjöful á blíðu sína. Hið versta við svo kallað dygðugt fólk er sjálfsánægjan og níð þéss um þá, sem ekki eru gerðir úr járni eða tré. En sú dygð, sem aðallega kemur í ljós í slúður- hneigð eða hörðum dómum, er að minnsta kosti ákaflega leiðin- leg. Rósa hefur þó sloppið tiltölu- lega vel. Hún varð píslarvottur ástar sinnar. Þess vegna hefur seinni tíminn fyrirgefið henni. Margar skáldkonur eru enn eftir, og væntum vér III. bindis við tækifæri. Saga viðreisnarstjórnarinnar er saga hinna feitu pennastriká, sem áttu að leysa allan vanda, samkvæmt utanaðlærðum, inn- fluttum formúlum, án tillits til þess lífs, sem í landinu er lifað. Gengisbreytingin breytti miklu meira en menn yfirleitt hafði órað fyrir. Vextir og skattar stórhækkaðir samtímis, vísitölu- uppbót skyndilega afnumin. — Þegar fyrsta almenna kaup- hækkunin kom, var genginu strax breytt á ný, sem flestir myndu nú telja betur ógert, einnig þeir, sem að því stóðu. Fyrst var tilkynnt algert af- skiptaleysi stjórnarinnar í kjara deilum, þá kvæðinu vent í kross og horfið að lögbindingu eða gerðardómi. Og nú er komið sem komið er: Vandinn í efna- hagsmálunum miklu meiri en fyrir „viðreisn“. Mokafli af síld og batnandi markaðir hafa um stund aukið atvinnu, eins og innstæður og veltu í minnkandi krónum. En viðreisn fyrirfinnst engin. Nú skyggnist forsætisráð- herrann um á strandstað og honum er sýnilega ekki orðið um sel. „Ríkisvaldið eitt fær hér ekki við ráðið,“ segir hann í áramótagrein sinni í Mbl. — og bætir síðan við: „Á ríkis- stjórninni stendur ekki um samstarfsvílja við verkalýðs- hreyfinguna.“ Raunsærra væri að vísu að tala um stéttasam- tökin í landinu. En vel er, ef ráðherrann og menn hans hafa lært af reynslu sinni. Náms- kostnaðinn hefur þjóðin greitt og er að greiða. Q - Nú eru menn reynslunni ríkari 5 SJÖTUGUR: Gísli Kristjánsson fyrrum útgerðarmaður f DAG er sjötugur Gísli Kristj- ánsson fyrrum útgerðarmaður nú til heimilis að Herjólfsgötu 22 í Hafnarfirði. Með beztu árnaðaróskum vil ég með fáum orðum minnast þessa mæta og merka manns og færa honum þakkir fyrir marg- vislegt og gott samstarf. Leiðir okkar lágu saman um langt skeið, einmitt á þeim árum, sem við gátum báðir notað starfs- kraftana til fulls. Þykir mér nú gott að minnast þessa samstarfs við þennan atorkusama og dug- mikla mann, sem bæði var mér uppörvun og styrkur. Þau mál, sem við áttum samstarf um og sem ég á hér einkum við, voru útvegsmál í Neskaupstað og málefni þeim skyld. Gísli var um langt skeið, eða frá 1920 til ársins 1945, athafna- samur útgerðarmaður í Nes- kaupstað. Hann hóf útgerð sína á sex gmálesta vélbáti og var þá jafnframt formaður á bát sínum. Á þeim tíma var jafnframt fisk- verkun í hverjum einstökum útvegi, og var mikið undir því komið, að aflinn væri vel nýtt- ur og vel verkaður. Gísli var í fremstu röð þeirra útvegs- manna, sem skildu þýðingu þess að verka vel aflann, og var fisk- verkun hans jafnan til fyrir- myndar. En það, sem einkenndi Gísla mest í útgerðinni, var, hve vel hann fylgdist með þróun- inni í vexti útgerðarinnar. Eins og áður segir, hóf hann útgerð sína á sex smálesta vélbáti, en brátt rak að’því, að honum þótti farkosturinn lítill, og hvarf hann þá að því að láta smíða sér nýjan bát og stærri. Tókst það með ágætum og svo vel, að sú fleyta er enn við líði og sóm- ir sér vel, jafnvel þótt borin sé saman við svipaðar fleytur ný- tízkulegri. En ekki var kyrr- staða í útgerðarframkvæmdum Gísla, því að enn á ný réðst hann í að stækka skipakost sinn, og að þessu sinni keypti hann sér skip yfir 100 smálestir að stærð. Sigldi hann til Skot- lands og skoðaði þar mörg skip og valdi sér að lokum eitt, er liann lét breyta eftir sinni fyrir- sögn og rak það síðan í mörg ár með miklum myndarskap. Ekki var Gísli síður framtaks samur í þeim efnum, er sneru að heimili hans, og var hann ávallt viðbúinn að fylgjast með þróuninni í þeim efnum svo sem á sviði útgerðarinnar. Við upp- haf búskapar síns reisti hann sér íbúðarhús við hæfi og stærð fjölskyldu sinnar, en brátt kom að því, að það var ekki lengur við hæfi þeirra hjóna, og byggði Gísli þá stórt og vandað stein- hús, sem óhætt er að segja að hafi verið mikið átak á þeim tíma. Bæði þessi hús sín kenndi hann við Bjarg, og var hann oft af kunnugum kenndur við það bæjarnafn, og þótti fara vel á því. Þriðja húsið með þessu sama nafni reisti hann á Akur- eyri, eftir að hann fluttist þang- að, og ber sú bygging honum órækan vott um stórhug og myndarskap. Enn á ný hefir Gísli byggt stórhýsi, og er þar heimili hans nú og ekki sízt af framkvæmdum hans. Á sviði félagsmála hér í Nes- Gísli Kristjánsson útgerðarm. kaupstað var Gísli framarlega og einkum þó í þeim félagsmál- um, sem snertu sjávarútveginn. Hann var ótraúður að starfa að þeim málum og fylgdi áliuga- málum sínum fram með mikilli festu og einurð eins og öllum öðrum málum, sem hann vann að, tillögugóður og drenglyndur. Gísli er góður ræðumaður og aðsópsmikill í ræðustól, enda er maðurinn gjörvilegur og vekur athygli, og verður þess ekki vart, að árin hafi náð að vinna á gjörvileik hans. Ég hygg, að um Gísla megi segja, að hann sé vel gerður maður, en þess er þá líka rétt að geta, að hann hefir farið vel með gáfur sínar, bæði líkamlegt og andlegt atgjörvi. Starfsmaður hefir Gísli alltaf verið og er enn, og lætur að lík- um, að maður með hans athafna feril að baki muni hafa haft ærið að starfa. Er mér sérstak- lega minnisstætt, hve mikla vinnu hann lagði í útgerð sína og fiskverkun, og verð ég að álíta, að hann hafi þar geíið eft- irbreytnivert fordæmi. Gísli er fæddur í Sandhúsi í Mjóafirði 12. desember 1893. Forelda.'ar hans voru Lars Kristján Jónsson verzlunarstjóri og kona hans María Hjálmars- dóttir, merk hjón af góðum og traustum ættum, þó að ekki kunni ég að rekja ættlegg þeirra langt fram. Gísli ólst upp með foreldrum sínum, en fluttist. til Norðfjarðar um 1920. Árið 1923 kvæntist hann Fannýju Krist- ínu Ingvarsdóttur Pálmasonar alþingismanns, og reistu þau bú sitt að Bjargi í Neskaupstað, sem síðar var kallað Gamla- Bjarg til aðgreiningar frá öðru húsi þeirra hjóna með sama nafni. Bjuggu þau hjón síðan í Neskaupstað til ársins 1945, að þau fluttu til Akureyrar, þar sem þau bjuggu í tíu ár eða til 1955, að þau byggðu hús sitt að Herjólfsgötu 22 í Hafnarfirði, þar sem þau búa nú. Börn þeirra hjóna eru: Margrét, gift Jóni Egilssyni for- stjóra á Akureyri, Ingvar al- þingismaður, kvæntur Ólöfu Auði Erlingsdóttur, María, gift Heimi Bjarnasyni héraðslækni á Djúpavogi, Kristján skipstjóri, kvæntur Erlu Baldvinsdóttur, nú búsettur í Vestmannaeyjum, Ásdís, gift Kristni Gestssyni tónlistakennara á Akureyri og Tryggvi stud. mag., kvæntur Margrétu Eggertsdóttur. Gísli er maður glaðvær og skemmtilegur og þannig skapi farinn, að margir vilja með honum vera, og er mér ljúft að mega bæta við þessar línur inni- legri hamingjuósk okkar hjóna til Gísla Kristjánssonar á sjö- tugsafmæli hans og þökk til hans sjálfs og fjölskyldu hans fyrir löng og góð kynni. 12. desember 1963. Níels Ingvarsson. © ■> vfr 4 I- i- I 4 4- Vi' I I 4 I 4 ý © I f © I ¥ © i f «- 4 I 4 t « © i ? © f « 4 ■> Nýárs-ávarp £ 9 t | «3 Fjallkonan heilsi Farmaðurinn f f forlögum sínum flytji þjóð sinni fagnaiidi af hfarta, feng af sœnum, \ 9 likt og vornóttin langt að kominn 4 Á veit af himninum með lýsandi fána * f t vorljósa, bjarta. leikandi i blœnum. Framtíð starfandi Bjóðendur hollir 1 "J. fólk í landinu bceti þau skip V O -ý* funa og isa sem á blindsker rata. V' ■tr verði björt Ráðendur mildir <5Í * sem blikið um fjöllin, reynist strangir t er bak við risa. róginn að hata. f t f Leiðirnar áfram Skáldin silji loforðin rceki, við sistreymar lindir <■ «23 léttari að stíga sögu og drauma, þvi oftar sem vorljósar þars lífið titrar V «3 unnir að ströndinni i töfrandi myndurn öþekktu hniga. um timans strauma. Y f »t» Hönd styðji djarfari. Ljóðin svífi V»* -f- 9 „v huga, með sérliverjum á leiftrandi vœngjum t f hverfandi lima. liðinna stunda, Sigrandi vermi vonunum fylgi t samfélagsli ugsjón, á viðáttuleiðir f við sannleikans brima. vorblárra sunda. t t Bóndinn riki Heimurinn gráti t 9 4- i\t. á bújörðinni höfugum tárum og bjargrœði stundi, af himneskri gleði, Í gefi kynslóðurn yfir söng frá 4* grœna akra íslenzkri hugljómun, , «3 og glóaridi lundi. islenzku géði. $ é: (Kr.) V f © t £ © i' t * © ? 9 Hún liti öðruvísi út núna. Og þótt einhver þekkti hana aftur, myndu þau þá hafa nokkuð að spjalla um? Ef til vill aðeins um veður og vind, og allt og ekkert, brosa viðeigandi brosi og halda síðan hver sinn veg. Nú hafði hún verið hér í hálfan mánuð. En samt hefur hún enn ekki séð bæinn, svo að hún kannist við hann, ekki séð alla gamal- kunnu staðina. Hún hefur heldur ekki heimsótt kunningja foreldra sinna. Nei, það var í rauninni heldur ekki það, sem hún hafði hugsað sér eða ætlað, þegar hún fór hingað. Hana hafði aðeins langað til að koma hingað aftur, sjá bæinn með fullorðins augum, eiga hér heima um hríð. Henni er ekki ljóst hvers vegna. Eitthvað var það, sem virtist ginna hana hingað til sjálfs staðarins. Ef til vill einnig það, að hana langaði til að sýna bænum og gömlu skólafélögunum nýja Iðunni Falk, sem þau hefðu ekki séð áður. En í dag var laugardagur. Hana hálf langar austur yfir fjöllin ein- mitt vegna þess, að nú er laugardagskvöld. Hvað skyldi Jörundur hafast að í kvöld? Hún óskar þess innilega, að hann væri kominn, óskar þess að hún gæti fur.dið hann taka fast utan um sig, hlæja með honum. Eða fara með honum á skíðum um dimman greniskóg- inn þar eystra. Þá myndi hún nema staðar öðru hverju og finna hann grípa í hendur sínar, heyra snöggan andardrátt þeirra beggja og sjá heitan eiminn þyrlast frá hlæjandi vörum þeirra út í vetrarkuldann. Ojæja. Það gat oft verið bítandi kalt þarna eystra. En þegar belg- vettlingarnir hennar voru orðnir kaldir, fékk hún ætíð vettlingana hans. Þeir voru alltaf hlýir. Dásamlega hlýir! O, hve oft höfðu þau staðið í dimmum skóginum og horft upp í himinhvolfið með blikandi stjörnum. En nú er hún hér vestra í gamla bænum sínum. Jörundur brosir til hennar á myndinni, sem stendur á náttborðinu hennar. Hún svar- ar ekki alltaf brosi hans. Ekki á laugardögum, þvx þá grípur „austur- þráin“ hana! II. Rossí kemur inn í deild Iðunnar rétt fyrir klukkan fimm. — Ungfrú Falk, segir hann lágt. — Gerið svo vel að aflæsa úti- dyrum stofnunarinnar í dag. Og svo eruð þér víst svo væn að líta eftir stúlkunum, sem eiga að taka hér til, að þær láti hvern hlut á sinn stað og gangi vel frá öllu. — Eða éigið þér ef til vill stefnumót nákvæmlega klukkan fimm? bætir hann við, er hún dregur við sig svarið. —Nei, sei sei, nei! segir hún hraðmælt. — Eg hef nægan tíma og get gert hvað sem yður þóknast. — Já, ég treysti yður, segir hann og brosir. Fer síðan burt. Að hugsa sér, hvort hún ætti að hitta einhvern hérna í bænum! Henni liggur við að brosa. En annars þyrfti hún ekki að brosa að því. Gæti hún ekki átt sér vini hérna í bænum? Hérna hafði hún alizt upp, átt hér heima, gengið í skóla og átt margar góðar skóla- systur og aðrar vinkonur. Allt í einu dettur henni í hug: Myndu þær nú taka henni í sinn hóp opnum örmum? Eða myndi þeim virðast hún ókunnug og utanveltu? Myndu þessi sjö árin milli AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA þá og nú verða þung á metunum? Myndu þessi árin teljast nýr og hár múrveggur á milli hennar og bernskuáranna hérna í bænum? Æjá, hún heldur það. Sökum þess að hún sjálf er nú orðin öðruvísi, hefur orðið fulltíða stúlka á þessum árum. Sjö ár! Það er nú svo sem ekki langt tímabil, ekki þegar komið er fram á fullorðinsár. En sjö ár fyrir fjórtán ára stúlku! O, þau eru svo máttug og magnþrungin! Þau endurskapa hana algerlega, hvert árið, hver dagur, hver klukkustund hvolfa og endavelta allri hennár ævi! Endurskapa líkama hennar, fága, fínhefla og ávala allar brúnir, jaðra og frumsmíði æskuáranna. Gera árás á hugsana- og tilfinninga- lífið, flytja því nýja næringu, næringu sem endurskapar hug og hjarta. Og þessi endursköpun breytir henni úr ósamræmri, vanþroska unglingsstúlku í fullþroskaða konu. Það er þetta þroskaskeið, þessi vorleysing, sem gengið hefur yfir þær, hana sjálfa og hinar fjórtán ára stelpumar í bekknum hennar! Hvað myndi nú gerast, er þær hittust aftur, þessar gömlu vinstúlk- ur, sem hún hafði leikið sér við fram að fermingaraldri? Þær hlytu að hafa margt og mikið að spjalla um eftir svona langan aðskilnað. Eða hefðu ef til vill árin sjö gert þær ókunnugar hver annarri, girt á milli þeirra? Já, hún heldur það. Iðunn eignast nýja vini, nýstárlegan félagsskap og unir sér vel við það. Hún hefur nú þegar bæði Björgu frá Sandi og Sigríði frá Stór- ási. Henni finnst sem þær hafi verið lengi kunnugar. Þessi hálfi mán- uður í sameiginlegri vistarveru hefur á vissan hátt tengt þær saman í skemmtilegan þríhyrning. Þeim reynist svo eðlilegt og auðvelt að spjalla um allt milli himins og jarðar, þegar búið er þannig í sam- býli. Þær eru eins og lítil fjölskylda, ef til vill aðeins ofurlítið ókunn- ugar fyrstu dagana. En siðan varð þeim svo auðvelt að spjalla um sjálfar sig og heimilið sitt, sýna myndir af skyldmennum og vinum og brosa hver til annarrar. Björg virðist vera opinskáust og hreinlyndust þeirra þriggja. Já, það er hún vist. Iðunn þekkir þær þó of lítið enn til að geta dæmt um það, þótt þær vinni saman hjá Rossí og búi saman. En Björg virðist vera svo blátt áfram og koma til dyra, eins og hún er klædd. Hjá henni eru engir vafningar né útúrdúrar, hvorki í orðum né at- höfn. Hún er svo blessunarlega laus við alla tilgerð. Augnaráð henn- ar bjart og ódulið. Virðist helzt sem vilji hún faðma allt sem fyrir augu ber með opnum, athugulum augum sínum. Safna og varðveita allt það, sem fróðlegt er og skemmtilegt. Allt sem henni er nýtt og furðulegt, og hún hefur ekki fyrr séð eða kynnzt í þröngu fjallasveit- inni sinni syðra. Björg fær oft sérstæðan blikandi bjarma í augu, þegar talið berst að heimasveit hennar. Þýður málblær hennar verður enn mýkri og mildari, er hún segir frá sveitinni sinni. Hún segir að sveitin sin sé líkust risastórri gjá eða fjallasprungu, sem víkkar smám saman og opnast loks út mót sjálfu reginhafinu. Grænir blettir og akur-Iepp- ar á við og dreif. Húsin af öllum stærðum, en falleg einbýlishús inn á milli. Þar eiga verkfræðingar verksmiðjunnar heima. Verksmiðjan sjáíf er helzta starfræksla sveitarinnar að fiskveiðunum meðtöldum. Fiskimanns- og smábóndabýlið, heimili Bjargar, er nú ekki til að gorta af. En fólkið heima er hjartahlýtt og góðar manneskjur. Þessu veitti Iðunn athygli, þegar Björg nefndi heimili sitt og fjöl- skyldu. Hún hældi því ekki og ýkti ekki frásögn sina um heimili sitt og heimilisháttu. En svo mikið varð ljóst af glaðlegri frásögn hennar, að sveitungar hennar voxru djarfir menn og hraustir. Og Björg var sjálf hreykin af öllu heimafyrir. Þar risu fjöllin há og hrikaleg á alla vegu og virtust lúta ofan yfir mannpeðin á gjáarbotninum, eins og Björg nefndi sveitina sína. En hvers vegna var þá Björg að fara burt úr sveitinni sinni, sem hún var svo hreykin af? — Jú, allan æskulýð langar einhvern tíma að bregða sér „út yfir fjöllin háu“ og litast um í heiminum, hafði Björg svarað, þegar Iounn eitt sinn spurði hana um þetta. — Þannig var einnig um mig, sagði hún. — Helzt hefði ég viljað fara til höfuðstaðarins. Það var draum- ur minn. En svo langt komst ég ekki. En út vildi ég samt. Mig sár- langaði til að sjá ofurlítið af heiminum að baki fjallanna okkar háu. Og loksins skipaðist svo til, að ég gat farið hingað vestur til bæjarins. Dagana áður spann ég gullna drauma um hvað ég myndi lifa og reyna hérna. Og bærinn varð ævintýraborg í draumum mín- um. Gullin borg með ævintýri í hverju homi. Ef til vill einnig ævin- týrið mitt! Iðunn minnist greinilega þessara ummæla Bjargar um gullnu ævin- týraborgina. En virtist Iðunni þá bærinn slikur? Var það þess vegna, sem hún var komin hingað aftur fullorðin? Var bærinn líka sveip- aður ævintýra-ljóma í hennar augum? Nei, ekki beinlínis. Hér hafði hún áður verið, átt hér heima. En hugur hennar hafði svo oft leitað hingað á fornar slóðir, ekki r gullnum draumum. Það var enginn ævin- týradraumur eins og draumur Bjargar. Henni var bærinn og lífið þar einskonar óska-takmark hugþrár hennar. Bærinn var eins og loka- áfangi á draumaferli hennar. Þar ætlaði hún að nema staðar, leita ef til vill uppi hamingju sína. Hamingju þá sem fullnægði lífsþrá henn- ar. — — Þú ert svo þungt hugsi, Iðunn. Hvað er það, sem sækir svo fast á þig? — Björg er komin inn í deild Iðunnar til að sækja hárgreiðu. Hún kippir greiðu upp úr krús með gerilsneyddu vatni og spritti og slær henni við hönd sér til að hrista af henni bleytuna. — Tollfrjáls er hulinn hugur, eins og þú veizt, svarar Iðunn og brosir. Björg spyr ekki nánar og smýgur út aftur með greiðuna. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.