Dagur - 11.01.1964, Blaðsíða 1
AUGLÝSIÐ í DEGI
- því allir lesa Dag
Símar 1166 og 1167
XLVII. árg. — Akureyri, laugardaginn 11. janúar 1964. — 3. tbl.
Nýir KAUPENDUR
r
Dags! Askriftarsím-
ar 1166 og 1167.
brann til kaldra kola 8. janúar
Ægilegt eldhaf og miklar sprengingar lengi
nætur - Tjónið varð stórkostlegt
UM KLUKKAN 9 aö kveldi
hins 8. jnúar kviknaði í Tunnu-
verksmiðju ríkisins á Siglufirði,
sem er stór og nýleg bygging á
Eyrinni. Slökkviliðið var þegar
kallað á vettvang og tókst því
fljótlega að ráða niðurlögum
eldsins, að því er virtist.
Síðan voru sex menn settir á
vörð í öryggisskyni. Klukkan
hálf tvö um nóttina gaus eldur-
r»*--------------------------
GÓÐAR TOGARA-
SÖLUR í GRIMSBY
HRÍMBAKUR seldi 93 tonn í
Grimsby 6. þ. m. fyrir 9838
pund. Hann er væntanlegur til
heimahafnar í dag.
Harðbakur seldi í Grimsby 8.
þ. m. 97 tonn fyrir 10070 pund
og kemur sennilega til Akur-
eyrar á mox-gun.
Afli beggja togaranna var
töluvert blandaður ýsu og verð-
ið mjög gott .eða á 13. kr. pr. kg.
Sléttbakur lagði af stað í gær,
í söluferð til Englands.
Svalbakur og Kaldbakur eru
á veiðum. Q
inn upp að nýju og svo magn-
aður, að við ekkert varð ráðið
og tilraunir slökkviliðsins báru
ekki árangur. Aukalið var kall-
að út um nóttina, einkum til að
varna útbreiðslu eldsins.
Eldhafið var ægilegt og
sprengingar miklar öðru hverju.
Verksmiðjan brann til grunna
og vélar munu hafa eyðilagst,
Tunnuverksmiðjan á Siglufirði.
svo og allmikið af tunnuefni.
Hinsvegar er framleiðsla verk-
smiðjunnar, síldartunnurnar,
geymdar annars staðar og sak-
aði ekki.
Verksmiðjuhúsið var vátryggt
fyrir 7 millj. króna, enda mikið
hús, og smíðavélar fyrir 1.5
millj. króna. Má af þessu marka,
að tjónið í eldsvoða þessum varð
gífurlegt. Auk þess missa 40—50
manns atvinnu sína og tugþús-
undir síldartunna, sem þama
átti að framleiða í vetur, verð-
ur nú að kaupa erlendis fyrir
næstu norðlensku síldarvertíð.
Enn loguðu eldar í rústum að
kveldi hins 9. jan. en voru að
fullu slökktir þá um nóttina.
(Framhald á blaðsíðu 2).
Nýtt hús Amlshókasafnis rís af grunni
Fjórar milljónir vantar enn til byggingarinnar
EIN ÞEIRRA breytingartillagna
við fjárlögin, sem ekki náði sam
þykki að þessu sinni, var tillaga
þeirra Ingvars Gíslasonar, Karls
Kristjánssonar og Gísla Guð-
mundssonar um að veita á þessu
ári 300 þús. kr. til byggingar
Amtsbókasafnshúss á Akureyri,
til viðbótar við milljónina, sem
veitt var í fyrra í tilefni af ald-
arafmæli kaupstaðarins. Þess er
að vænta, að betur tekist til á
næsta ári. Smíði safnahússins
Kvenfélagið Framtíðin 70 ára
Lílmar- og menningarmál efst á baugi alla tíð
FYRIR 70 árum stofnuðu konur
á Akureyri félag, sem hafði það
markmið, samkvæmt annarri
grein í lögum sínum, að hlynna
að þeim, sem bágt áttu — hjálpa
sjúkum og fátækum.
í lögum félagsins stóð:
Aðaltilgangur félagsins er: að
gjöra gott fátækum bömum og
styrkja bágstadda í Akureyrar-
bæ“.
Þetta félag, Kvenfélagið Fram
tíðin, stárfar enn í Akureyrar-
kaupstað og vinnur ennþá sam-
kæmt hinni tilvitnuðu laga
grein, er sett var við félagsstofn-
unina. Það minnist sjálft um
þessar mundir sjötíu ára afmæl-
isins, með þeim hætti, sem því
þykir henta.
En störf þess hafa verið á
þann veg unnin og svo þýðingar
mikil fyrir bæjarfélagið, að öðr-
um er skylt að minna á þau og
þakka að verðugu. Þeirra hafa
bæjarbúar vissulega notið og
njóta enn, sem heild, en auk
þess hinir ótöldu einstaklingar
fyrr og síðar, sem sérstaklega
hefur verið hjálpað af konum
Framtíðarinnar. Framtíðarkon-
ur, sem sátu við sjúkrabeð fá-
tækra manna og kvenna, eða
saumuðu föt á klæðlítil börn,
(Framhald á blaðsíðu 2).
var hafin á sl. ári, og væri æski-
legt, að hægt væri að hraða
þeirri framkvæmd.
Áætlaður byggingakostnaður
mun vera um 7 milljónir króna,
miðað við núverandi verðlag og
eru ekki nema 3 milljónir fyrir
hendi. Sú upphæð nægir að lík-
indum til að koma safnhúsinu
undir þak. En með tilliti til þess
að hér er um gagnmerka menn-
ingarstofnun að ræða, sem
koma mun mörgum öðrum en
Akureyringum að gagni, m. a.
skólum, sem sóttir eru víða að,
væri eðlilgt, að ríkissjóður legði
fram nokkurn hluta af þeim 4
milljónum, sem afla þarf til við-
bótar.
Alllangt er síðan safnhúsinu
var valinn staður ofanvert við
Brekkugötu, eða á horni, er þar
verður, milli hennar og Odd-
eyrargötu. Er hér um tveggja
eða að nokkru leyti þriggja
hæða hús að ræða. Arkitektarn-
ir Bárður ísleifsson og Gunn-
laugur Halldórsson hafa gert
uppdrætti að húsinu, og má
ætla, að vel sé til þess vandað.
Amtsbókasafnið hefur verið
eign Akureyrarkaupstaðar síð-
an á árinu 1906 og á því bráðum
60 ára afmæli, "sem bæjarbóka-
safn. En eins og nafnið bendir
til — sem haldist hefur — var
það í öndverðu á annarra veg-
um. Það var stofnað sem amts-
bókasafn af Stefáni Þórarins-
syni, þeim mæta manni og um-
bótafrömuði, er amtmaður var í
Norður- og Austuramtinu í 40
ár, 1783—1823. Um stofnár þess
er ekki vitað með vissu, en ætla
má, að það sé nú orðið nálega
150 óra, eða ekki fjarri þeim
aldri. Framanaf var safnið til
húsa á amtsmannssetrinu,
Möðruvöllum, en síðar var það
flutt til Akureyrar, og að lík-
indum varðveitt í húsum þeirra
manna, er umsjón höfðu með
því, og nafngreindir eru í Akur-
eyrarsögu Klemensar Jónsson-
ar, bls. 100.
Árið 1866 tók Friðbjörn Steins
son bóksali við vörzlu þess, og
er talið, að í því hafi þá verið
(Framh. á bls. 7)
Ný sokkaverksmiðja
Á AKRANESI er risin ný
sokkaverksmiðja, sem getur
framleitt 1800 pör af sokkum á
sólarhring. Hún heitir Eva og
framleiðir svonefnda netsokka
og þá kvensokka aðra, sem eiga
að vera lykkjufallalausir crepe-
sokkar.
Sagt er að Evusokkarnir séu
góðir og kosti um 45 kr. parið
út úr búð. Q
SðEníök kirkju cg ýmsra félaga
Margrét Kröyer, Ingibjörg Ilalldórsdóttir og Áslaug Einarsdóttir.
(Ljósm.: E. D.)
FYRIR nokkru varpaði ungur
maður í Fnjóskadal, Ragnar
Jónsson í Fjósatungú, fram
þeirri hugmynd, að kirkjan og
hin ýmsu félög í Suður-Þingeyj-
arsýslu hæfu samvinnu til sókn-
ar í félags- og menningarmál-
um og kysu sér sérstakan leið-
toga til starfa á breiðum grund-
velli félagsmálanna. Um þetta
mál verður fundur haldinn sið-
ar í mánuðinum, með fulltrúum
hinna ýmsu félaga og‘ kirkju.
Kirkjuviku • þeirri í prófasts-
dæmi S.-Þing, sem hófst í Húsa-
vík í haust, var svo framhaldið
með samkomu í Hálskirkju sl.
þriðjudag. Þar flutti séra Örn
Friðriksson aðalræðuna, og aðr-
ir ræðumenn Arnór Sigmunds-
son Heiðarbót og séra Björn á
Húsavík. Nýstofnaður kvartett
frá Húsavík söng. Síðar verða
kirkj ukvöld víðar í prófasts-
dæminu og er búist við mikilli
þátttöku. □