Dagur - 25.01.1964, Qupperneq 2
2
HreiÖar og Jón í hlutverkum Gríms og Jósafats. (Ljósni. G. K.)
JÓSAFAT
Leikstjóri Agúst Kvaran
í FYRRAKVÖLD var frumsýndur í Laugarborg, sjónleikurinn
Jósafat, sem gerður er eftir skáldsögunni Samb ýlið, eftir Einar
Hjörleifsson Kvaran. Það vakti nokkra furðu, er það fréttist að
kvenfélagið Iðun.n og ungmennafélagið Framtíðin í Hrafnagils-
hreppi, væru að æfa þennan sjónleik, og ekki trútt um að ýmsum
þætti í nokkuð mikið ráðist í fámennu sveitarfélagi að taka þetta
verkefni til meðferðar. Víst var þetta skemmtileg dirfska, en þó
engin ofætlun áhugasömu fólki, sem hefur Ágúst Kvaran fyrir
leikstjóra, og varð það ljóst á frumsýningunni.
Félagsheimilin í nágrenni Ak-
ureyrar eru hin ágætustu leik-
hús. Leiklistin hefur að vísu
ekki náð þar mikilli fótfestu
vegna þess að önnur starfsemi
hefur verið þar ráðandi og við
það miðuð að létta skuldum af
byggingarkostnaði.
Leiksvið þessara húsa eru ber
og engin leiktæki til. En mögu-
leikarnir eru miklir. Húsgögn
og nauðsynlegur útbúnaður fyr-
ir leiksýningar vex ekki þeim í
augum, sem leiða leiklistina i
virðingarsæti hinna veglegu
bygginga í sveitum, svo sem nú
er farið að gera í vaxandi mæli.
Frumsýningin á fimmtudags-
kvöldið tókst mjög vel. Hún
var ágætlega sótt og leikendum
og leikstjóra óspart klappað
lof í lófa.
Ágúst Kvaran leikstjóri hef-
ur verið strangur kennari, skiln-
ingsríkur og nákvæmur, svo
sem sjá mátti á sviðinu, og nem-
endurnir námfúsir.
Jón II. Kristinsson fór með
stærsta hlutverkið, Jósafat
kaupmann, og lék hinn harð-
dræga fjáraflamann af þrótti og
skilningi, því betur, sem á leið.
Valgeir Axelsson, sem áður
hefur vakið athygli í skopleg-
um hlutverkum, leikur Gunn-
stein lækni með glæsibrag.
Frú Sigríður Schuith leikur
frú Far.ndal af öryggi og gerir
því h'utverki góð skil.
Magnús Gunnlaugsson leikur
son frú Fanndal og gerir það
vel.
Frú Alda Iíristjánsdóttir leik-
ur Grímu gömlu. Hún er sviðs-
vön og örugg og leysir hlutverk-
ið vel af hendi, svo sem vænta
mátti, en e. t. v. mætti hún
vera nornarlegri.
Jón Haligrímsson leikur hálf-
vitann Láfa, son Grímu, og er
hann „rosalegur", og smýgur
hlátur hans gegnum merg og
bein.
Ilreiðar Eiríksson leikur
Grím, glaðhlakkalegan og mein
fyndinn óreglumann í þjónustu
Jósafats. Það bezta í leik hans
er mjög gott.
Þór Aðalsteinsson, ungfrú
Margrét Schiuíh og £rú Elín
Halldórsdótíir hafa smáhlut-
verk, öll mjög sómasamlega af
hendi leyst.
Auk þeirra, sem nú er getið,
eru slökkviliðsmenn, lögregla
og karlar og konur við húsbrun-
ann, alls eru um eða yfir 20
manns í leiknum.
Ingvi Hjörleifsson sá um Ijós-
in, Björn Björnsson gerði leik-
tjöld.
Sjónleikurinn Jcsafat er íbú-
um Hrafnagilshrepps til sóma,
og.þökk sé þeim fyrir skemmt-
(Framhald af blaðsíðu 8)
anna var þá víða mikil. Sýning-
arnar og svo leiðbeiningar
heima hjá bændum, hverjum
um sig, voru þakksamlega
þegnar. Val lífgimbra og kyn-
bótahrúta var eitt aðalverkefn-
ið, alls staðar. Svo voru það
sauðbaðkerin og ærbækurnar.
Ennfremur betri fóðrun, betri
hirðing og betri hús.
En svo við víkjum að ullinni,
Jón?
Ég reyndi frá upphafi að út-
rýma illhærunum úr ullinni og
gula litnum líka, en auka þelið
að sama skapi og þar með ullar-
gæðin. Skinnið á sauðskepn-
unni er eitt bezta einkenni þess,
á hvaða stigi sauðfjárræktin
stendur. Hin lausa og eftirgef-
anlega húð rúmar mikið þel og
er auk þess holdsöfnunarmerki.
Þú varst einn fyrsti ullarmats
maður landsins?
Árið 1916 voru sett lög um
ullarmat. Ég varð þá ráðu-
nautur stjórnarinnar í þeim
málum, og með mér voru 3 aðr-
ir ullarmatsmenn. Ullin af ís-
lenzku sauðfé er dásamleg vara,
sem ekki hefur verið metin að
verðleikum, þótt nú hilli e. t. v.
undir nýtt tímabil í þessu sam-
bandi.
Hvenær hófst þú búskap?
Keypti Bessastaði á Álftanesi
1917 og hóf búskap og bjó þar
í 11 ár. Laxamýri keypti ég svo
1928 og hef búið þar síðan, nú
síðustu árin er þar þríbýli, því
synir mínir, Vigfús og Björn
búa á sínum þriðjungnum hvor
og ég á einum þriðja jarðarinn-
ar. Á Laxamýri var 300 hesta
tún þegar ég kom þangað, en
nú allt að 2 þús. hesta heyskap-
ur.
Heyrðu, lentirðu aldrei í svað
ilföfum á vetrarferðum þínum
um landið og ástarævintýrum?
Jú, þú getur verið viss um
að ég lenti stundum í svaðilför-
um þegar ég var á ferðinni,
bæði ríðandi og gangandi, en
ég segi frá því í bókinni. Þetta
voru í aðra röndina ótuktarferð-
ir, en áhuginn rak á eftir mér
og mér var alls staðar vel tek-
ið. Hræddur er ég um, að ráðu-
nautar fengjust ekki til þess
núna, að ferðast fótgangandi
um hávetur til að leiðbeina
bændum — og gera það kaup-
laust. — Já, og svo kvenfólkið.
Mér er sama hvort þú trúir því.
Ég var hræddur við kvenfólk
fram eftir öllum aldri. Þetta
kom til af því, að ég ólst upp í
- Plssfiðjan Dúði á Sauðárkróki
. E. d.;;:
AUGLYSIf) í DEGI
Afgreiðslo- og auglýs*
ingasími Dags er 1167
gSEBSMM IIII llll lllll IIII l'sasa
(Framhald af blaðsíðu 8)
Þú hefur fengxzt við nýsmíði
frystivéla?
Já, lítilsháttar. Ég smíðaði
frystivél til eigin heimilisnota,
aðra fyrir sjúkrahúsið hérna.
Ætlarðu að lialda áfram
frystivélasmíði?
Á meðan ekki er flutt inn
annað efni en skeifnateinar og
steypustyrktarjárn, verða ekki
smíðaðar frystivélar.
Hvers vegna batzt þú þessum
félagsskap, Elías?
Gamall kunningsskapur og
mágsemdir réðu.
Hvernig hefur þessi starfsemi
ykkar gengið?
Hún hefur gengið vel, miðað
við þá aðstöðu, s^^týl^íiofðum^'Á'þjt'í' 'í
‘Við höfum starfað. í ó'fditlu og
óhentugu húsnæði, en erum nú
að koma okkur fyrir í öðru
betra og getum hafið fram-
leiðslu að nýju um næstu mán-
aðamót. Fyrsta mánuðinn var
framleiðslan tveir rúmmetrar á
dag. Þá hugsuðum við okkur að
komast upp í þrjá. Um áramót-
in var þó framleiðslan komin
yfir 5 rúmmetra á dag. í þessu
húsnæði munum við auka fram
leiðsluna að miklum mun. Geta
má þó þess, að við leggjum ekki
aðaláherzluna á, að framleiða
sem mest magn, heldur miklu
fremur að framleiða sem bezta
vöru. Markaðui" er nógur fyrir
fyrsta flokks froðuplast.
Hvemig liefur ykkur gengið
að fá lánsfé?
Það rættist vel úr því. Við
sóttum það allt til Sparisjóðs
Sauðárkróks, sem hefur reynzt
okkur ágætlega.
Hugsið þið til frekari fjöl-
breytni í plastframleiðslu?
Já, en ekki er tímabært að
ræða það ennþá. ^St. Þ.
■■
----------------r-p-
NYJUNG!
KARLMANNABUXUR úr DRALON
Mjög sterkar, vatnsvarðar, þola sýrur.
Hentugar í hvers konar vinnu.
HERRADEILD
mikilli fátækt og möguleikarn-
ir sýndust ekki margir. Ég ætl-
aði mér frá fyrstu tíð að komast
eitthvað til mennta, og sá þá
jafnframt, að ég1 mátti ekki hafa
fjölskyldu í eftirdragi. Og er-
lendis sá ég oft góða landa mína
fara ógætilega að, bæði gagn-
vart kvenfólki og víni og var
það mér líka viðvörun. Ég var
bindindismaður allt frá barn-
æsku og til 35 ára aldurs.
Fyrstu tvö árin mín á Bessa-
stöðum var ég ókvæntur en
gifti mig 38 ára gamall. Það var
ekki flasað að neinu í þann tíð.
Hvenær skrifaðir þú fyrstu
blaðagrein þína?
Það var árið 1908 í Gjallar-
horn og fékk viðurkenningu fyr
ir hana og raunar styrk líka í
tvö ár. Jón Stefánsson var þá
ritstjóri Gjallarhorns. Löngu
síðar keyptum við Sigurður
Búnaðarmálastjóri blaðið Frey
og héldum því úti í 10 ár. Líka
var ég formaður í félaginu Land
nám, sem ég stofnaði í Reykja-
vík á sínum tíma og vann þar
10 ár kauplaust.
Hver eru helztu áhugamál þín
núna?
Þar vil ég fyrst og fremst
nefna: Landbúnaðarmál og
kirkjumál. Landbúnaðurinn
verður að færa út kvíarnar, þar
þarf þjóðfélagið allt að styðja
að. Það vantar fé, stói-mikið
fjármagn inn í landbúnaðinn
til þess að hann geti verið þjóð-
inni það, sem hann, samkvæmt
eðli sínu þarf að vera hverri
menningarþjóð. Ég tel þjóðar-
ógæfu nú, að landbúnaðurinn
býr ekki við sæmileg kjör.
Þetta verður að breytast. Bænd-
ur fara hvorki fram á 8 stunda
vinnudag og hóta ekki heldur
verkföllum. En þeir verða að fá
hærra verð fyrir búvörumar,
miklu hærra verð en þeir fá nú.
Kirkjan verður að hefja sig
upp og berjast á móti tómlæti
og einhliða efnishyggju, og bex-j-
ast á móti vantrúnni. í Skál-
holti þarf að rísa kristilegur
skóli, sem veiti verðandi kenni-
mönnum og öðrum leiðtogum
siðferðilega trausta undirstöðu-
menntun, segir Jón að lokum
og þakar blaðið viðtalið. E. D.
■ •*:* ví■■ y\N»;
----------------
TILKYNNING
NR. 5/1964.
Verðlagsncfncl hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð
á brauðum í smásölu.
Tilkynning nr. 12/1963 heldur gildi sínu.
Rúgbrauð, óseydd, 1500 gr.kr. 10.00
Normalbrauð, 1250 gr..... — 10.00
Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að
ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofan-
greint verð.
A þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi,
má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks-
verðið.
Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera
kr. 0.20 hærra en að framan greinir.
Söluskattur er« innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 18. janúar 1964.
VERÐLAGSSTJÓRINN.