Dagur - 05.02.1964, Síða 1
NÝIR KAUPENDUR
fá framhaldssöguna,
„GULLNA BORGIN“
frá byrjun.
Hringið í síma
1166 eða 1167.
XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 5. febrúar 1964 — 10. tbl.
VINSAMLEGA LÁT-
IÐ VITA EF VAN-
SKIL VERÐA Á
BLAÐINU.
Símar 1166 og 1167.
■v-.....- ■ ..^.
Byrjað var á lmndrað
íbúðum á Akureyri
á síðastliðuu ári
Gerfihnötfur sást hér í gærkveldi
í KVÖLD, miðvikudag, frumsýna nemendur Menntaskóians á Akureyri skóialeik sinn, „Er á
meðan er“, eftir Kaufman og Hart, sem er gamanleikur, léttur og fyndinn. Leikstjóri er Jón-
as Jónasson. Æft liefur verið af miklu kappi og áhuga. Þótt hér séu ekki leikarar á ferð, lieldur
nemendur, sem flestir stíga nú sín fyrstu skref á leiksviðinu, er líklegt að þeir veiti bæjarbúum
ánægjuleg leikliúskvöld, eins og nemendur M.A. fyrri ára hafa jafnan gert. (Ljósmynd: E. S.)
Grímur Sigurðsson frá Jökulsá
sagði blaðinu í gærkveldi, að
hann hefði kl. 5.45 séð gerfi-
hnött og horft á liann í 10 mínút
ur. Hnötturinn, Bergmál II., fór
frá syðri til norðurs og var 60°
yfir sjóndeildarhring í suðri, er
Grímur sá hann. — Kl. um 7.30
sást linöttur þessi aftur og var
þá mun vestar, er hann fór hér
yfir og sást þá greinilega. Hnött-
urinn fer hringinn á 1,50 klst. Q
BLAÐIÐ leitaði fregna af bygg-
ingamálum á Akureyri á sl. ári
hjá Jóni Geir Ágústssyni bygg-
ingafulltrúa kaupstaðarins. Upp
lýsingar hans fara hér á eftir.
íbúðarhús:
Hafin var á árinu bygging 59
íbúðarhúsa með 100 íbúðum.
Um sl. áramót voru samtals 99
íbúðarhús með 154 íbúðum í
byggingu á Akureyri. Heildar-
stærð þessara íbúðarhúsa er
69,997,0 rúmmetrar, grunnflötur
þeirra er 13,954,0 fermetrar og
herbergjafjöldi er 692.
Skráð eru fullgerð 32 hús
með 45 íbúðum. Fokheld voru
47 hús með 84 íbúðum og 20
hús með 25 íbúðum voru
skemmra á veð komin. Meðal-
stærð þeirra íbúða, sem skráð-
ar voru fullgerðar er 450,2 rúm-
metrar og í þeim eru að meðal-
tali 4,53 herbergi.
ELDBJARMI Á
VESTURLOFTI
UM KLUKKAN 5.30 síðdegis á
miðvikudaginn, 29. janúar, sá-
ust frá Akureyri rauðir blossar
í vesturátt, er stigu mörg hundr-
uð metra í loft upp og með
skömmu millibili. Ekki var
þetta líkt norðurljósum dumb-
rautt að lit. Menn horfðu á
blossa þessa eða sterku litbrigði
í 4 mín., sem mjög líktust gos-
bjarma. Q
UM HELGINA kom til Akureyrar hópur væntanlegra flugfreyja í sinni fyrstu námsferð hjá
Flugfélagi íslands. Leiðbeinandi þeirra er yfirflugfreyjan, B:na Rúna, sem er hér fyrir miðju.
Nýr og grjóMóðraSur larvegur Glerár
Kostnaðuriiin við þá framkvæmd 8 millj. kr.
Ýmsar byggingar:
Af ýmsum húsum voru 31 í
byggingu s.l. áramót, þar af
voru - 15 skráðar fullgerðar, 9
fokheldai' og 7 voru skemmra á
veg komnar.
Af þeim byggingum, sem
skráðar voru fullgerðar má t. d.
nefna Skíðahótelið í Hlíðar-
fjalli, Sjálfstæðishúsið (sam-
komusal), stórgripahús S.N.E. á
Rangárvöllum og 2. áfanga
Barnaskólans við Víðivelli.
Fokheldar voru t. d. verzlun
K.E.A. við Byggðaveg 98, skrif-
stofuhús Akureyrarbæjar, verk-
stæðisbygging Hafnarsjóðs við
Hjalteyrargötu, hús Efnagerðar
Akureyrar við Norðurgötu, við-
bygging Gagnfræðaskóla Akur-
eyrar og hjúkrunarkvennabú-
staður við Þórunnarstræti.
Hafin er bygging bókasafns
við Brekkugötu, vörugeymslu
fyrir Rafveitu Akureyrar, á
Gleráreyrum, kjötvinnslustöðv-
ar K.E.A. við Sjávargötu.
Þá var og hafin bygging nýrr-
ar lögreglustöðvar nyrst við
Þórunnarstræti.
Breytingar og viðætur við
eldri hús voru samtals 19.
Sjö sérstæðar bifreiðageymsl-
ur voru byggðar á árinu. Q
MEÐ iðni og ástundun um ár
og aldir hefur Glerá flutt jarð-
vegsefni úr Glerárdal og hlað-
ið þeim upp þar sem nú er Odd-
eyri og Gleráreyrar. Þetta land,
sem áin hefui' búið til á þennan
hátt, er nú að verða mestur
vettvangur iðnaðar- og íbúða-
hverfa í höfuðstað Norðurlands.
Þar er hallalítið og hentugt til
bygginga húsa og vega.
Á síðari árum hefur byggð
bæjarins færst norður fyrir
Glerá, svo áin rennur um sjálf-
an bæinn. Orka hennar er ekki
notuð, þótt undarlegt sé, svo
sem rætt hefur verið hér í
blaðinu. Nú er farvegur hennar
einnig á dagskrá og eru uppi
ráðagerðir um það mál.
Verkfræðiskrifstofa Sigurðar
Thoroddsen hefur nýlega skilað
áliti um, hversu búa megi um
farveg árinnar og hefur það álit
verið rætt í bæjarráði. Sam-
kvæmt þeirri ályktun (áætlun
A, sem er aðgengilegri) er gert
ráð fyrir grjótfóðruðum skurði
eða ái'farvegi með tveim 1,3 m
stöllum eða fossum. Er þar mið-
að við árfarveginn allt frá
Gefjunarstífla niður undir ós.
Árfarvegurinn áætlaður 20 m
breiður og 2,5 m djúpur með
fláandi hliðum, grjótfóðraður
botn og hliðar. Lengd frá Gefj-
unarstíflu til sjávar er um 1220
m og fallið 20 m. En vatnasvæði
Glerár er 90 ferkm og meðal-
vatnsmagn 3,3 rúmm. á sek.
Áin getur orðið mjög vatns-
mikil. Árfarvegurinn á að taka
60 kl/s án skemmda og þó mun
meira án þess að út úr flói.
Fyrir nokkrum árum var graf
inn nýr farvegur fyrir Glerá
fyrir neðan Glerárbrú og út að
sjó, en aðeins haft eitt skilið
eftir. Þennan skurð á að nota,
samkvæmt áætluninni og liggur
hann norðar en núverandi ár-
farvegur.
Skurður sá eða árfarvegut',
sem hér um ræðir, er áætlað
að kosti um 8 millj. króna. En
(Framhald á blaðsíðu 2).
Helgi Eiríksson frá
Þórustöðum látinn
HELGI EIRÍKSSON Ilrafnagils
stræti 8 Akureyri varð bráð-
kvaddur 2. febrúar s.l.
Hann var bóndi á Þórustöð-
um í Kaupvangssveit frá 1913
til 1958 að hann flutti til Akur-
eyrar. Ilelgi var tæplega áttræð
ur að aldri. Q
Nú er þráttað um NorSurlandsborinn
Húsavík, 4. febr. Fengist hefur
viðurkenning á því hjá Jarðbor
unardeild, að verði Norðurlands
borinh látinn fara frá Húsavík,
án þess að gerð sé með honum
er græfi ekki minna en 2—3
holur, 500 metra djúpar. Með
því móti væri e. t. v. fyrr og
með ódýrari hætti hægt að
komast til fullvissu um, hvort
frekari leit með borun eftir
heitu vatni á Húsavík, teljist
æskileg.
ísleifur Jónsson verkfræðing-
ur hjá Jarðborunardeild er nú
staddur á Húsavík og fara nú
fram viðræður milli hans og for
ráðamanna Húsavíkurbæjar um
málið. Borinn er hér ennþá, og
brátt verður úr því skorið hvort
hinn mikli bor heldur hér
áfram eða verður fluttur til
Vestmannaeyja. Þ. J.
BORUN ÁTTI NÆST AÐ
HEFJAST A AKUREYRI.
Norðurlandsborinn er einnig
mjög á dagskrá meðal Akureyr-
inga. Hann átti að hefja hér
(Framhald á blaðsíðu 2).
önnur hola, þá sé samningi við
Húsavíkurbæ ekki fullnægt.
Hins vegar kemur mjög til álita
hvort Húsavíkurbæ muni ekki
hagkvæmara að fá minni bor,