Dagur - 26.02.1964, Side 1

Dagur - 26.02.1964, Side 1
NÝIR KAUPENDUR fá framhaldssöguna, wGULLNABORGIN“ frá byrjun. Hringið í síma 1166 eða 1167. XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 26. febrúar 1964 — 16. tbl. VINSAMLEGA LÁT- IÐ VITA EF VAN- SKIL VERÐA Á BLAÐINU. Símar 1166 og 1167. ■!- .........J AÐALSTEINN Valdimarsson dcildarstjóri og Baldur Benediktsson verkstjóri eru hér að dytta að Symbilinu fögru. En svo heitir bátur þeirra, sem er orðinn gamall, upphaflega smíðaður í Nor- egi, en keyptur frá Hornafirði fyrir fjölda mörgum árum. Þeir Aðalsteinn og Baldur munu brátt hefja hrognkelsaveiðar, ef að vanda lætur, og nota við það hina norskættuðu skektu. (Ljm: E.D.) lonaðarbanki í Sjálfstæðishúsinu? Bankinn athugar kaup á „Kjörvershæðinni“ SAMKVÆMT staðfestum frétt- um, hafa farið fram viðræður milli Iðnaðarbankans og eig- enda Sjálfstæðishússins á Akur- eyri um kaup á verzlunarhæð hússins, þar sem áður var Kjör- ver. En Iðnaðarbankinn hefur í athugun að nota þetta húnsæði sem er stórt og gott, fyrir nýtt bankaútibú í höfuðstað Norður- lands. Eins og áður segir, er hér um viðræður að ræða, en ýmsir halda því fram að þær muni leiða til samninga og stofnunar útibús Iðnaðarbankans hér á Akureyri og að slíkt útibú verði iðnaðinum hagræði. Q Snuðaði Landsbankann um hálfð áftundu milljón? DAGBLÖÐIN í Reykjavík eru farin að birta eins konar annál um misferli í meðferð fjármála. Sýnishorn eru t. d.: Fríhafnar- málið á Kefnavíkurflugvelli, ólögleg afhending bifreiða hjá Eimskip, fjárdráttur hjá Spari- Saumanámskeið hjá Kvenfélagi Hörgdæla YFIR stendur saumanámskeið hjá Kvenfélagi Hörgdæla. — Kennari er Gerður Þorsteins- dóttir frá Hálsi í Svarfaðardal og er þátttaka mikil. Kennt er í félagsheimili sveitarinnar, að Melum. Q sjóði Reykjavíkur (tjón sjóðs- ins), Sigurbjarnarmál (ávísana- fals), vigtarmál, bréfaþjófnaður í pósthúsinu í Reykjavík, mis- ferli hjá póstafgreiðslunni á Keflavíkurflugvelli (tekið við stórfé í innistæðulausum ávís- unum), yfirgripsmikið fjársvika mál fésýslumanns, sem talinn er eiga 16 fyrirtæki o. s. frv. — Síðustu sunnanblöð lierma til viðbótar, að á tveim nóttum hafi verið stolið svona hér og þar í höfuðborginni, peningum og öðru, sem svarar til þess, í heildarverðmæti, að hver Reyk- víkingur, jafnt vögguböm sem gamalmenni Iiefði á þennan hátt tekið ófrjálsri hendi fast að eitt þúsund krónur. Þetta þótti þó með meira móti af smá- þjófnuðum að vera. (Framhald af blaðsíðu 2). RAFORKUVERÐIÐ HÆKKAR UM 11.4% Afleiðing af núverandi stjórnarstefnu Á SÍÐASTA bæjarstjórnar- fundi var fjárhagsáætlun Raf- veitu Akureyrar fyrir árið 1964 rædd og samþykkt. Niðurstöðu- tölur tekna- og gjaldamegin eru þær sömu 22,4 millj. kr. Helztu gjaldaliðir eru: 1. Keypt raforka 11 millj. kr. 2. Verðbætur bæjarkerfis 3 millj. kr. og viðbætur götuljósa 1,5 millj. kr. Á þessum fundi var einnig samþykkt ný gjaldskrá yfir selda raforku. Varð meðalhækk un á raforku um 11,4%, en fyrri gjaldskrá er frá s.l. hausti, en þá varð hækkun um ca. 10%. Hefur raforka því hækkað um rúm 25% frá því í fyrrasumar, Byggingavörudeild KEA flutt í Glerárgötu Á LAUGARDAGINN opnaði Byggingavörudeild KEA verzl- un sína, er áður var í Timbur- húsinu, svokallaða við Hafnar- stræti, í Glerárgötu 36. Þar hef- ur undanfarið vei'ið byggt yfir verzlunina tveggja hæða hús með um 800 fermetra gólffleti, en 700 fermetra bygging verð- ur síðar tekin í notkun. Við deildina vinna, að starfsmönn- um miðstöðvarlagna meðtöldum 15 manns. Umsetning deildar- innar var fast að 30 millj. kr. á síðasta ári. Deildarstjóri er Mik- ael Jóhannesson og gerði hann jafnframt teikningar hins nýja húss. Með breytingu þessari, eru allar byggingavörur KEA seldar á sama stað og eykur það mjög hagræði viðskiptavinanna, en áður var járn, sement og timb- ur selt á Gleráreyrum. Tiniburþurrkari af þýzkri gerð. Fyrir vorið verður yæntan- lega tekinn í notkun, fullkom- inn og hraðvirkur, þýzkur timburþurrkari, sem mikil þörf er fyrir á Akureyri. Þá er fyr- irhugað að Kassagerð félagsins verði flutt á hið nýja verzlunar- og athafnasvæði, væntanlega í sérstakri byggingu, í tengslum við timburþurrkarann. Á efri hæð hins nýja verzlun- arhúss er nú Véladeild KEA og þar seldar vélar og varahlutir, svo sem áður var frá sagt. Q Frá vinstri: Björn Sigmundsson fyrrverandi deildarstjóri, Jón Þórðarson, Mikacl Jóhannesson deildarstjóri, Kristján Erlingsson, Gunnar Loftsson og Guðjón Daníelsson, — starfslið nýju verzlun- arinnar. (Ljósmynd: G. P. K.) ef söluskattshækkunin er tekin með, en hann bætist við ný- samda gjaldskrá. Eftirtektarvert er, að fulltrú- ar Sjálfstæðisflokksins í raf- veitustjórn lögðu til að sá gjald skrárliður, er mestu varðar al- menning beint, þ. e. heimilis- taxti, hækkaði um hærri prós- enttölu en meðalhækkun gjald- skrárinnar, en fengu þó ekki stuðning sinna flokksmanna við þá tillögu í bæjarstjórn. Um þessar hækkanir, eins og flest- ar aðrar hækkanir á útgjöldum bæjarfyi'irtækja, er það að segja, að þær fara að langmestu leyti til að mæta verðþennsl- unni og eru augljóslega afleið- ingar núverandi stjórnar- stefnu. Q VÉLKILPPING SAUÐ- FJÁR Á BJÖRGUM í SÍÐUSTU viku var haldið námskeið í vélklippingu sauð- fjár á Bjöi’gum í Ai'nai'nes- hreppi, á vegum Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar. Leiðbeinandi var Hermann Ármannsson frá Þverá. Þátttakendur voru úr flestum hreppum sýslunnar og mun þetta vera fyrsta námskeið sinnar tegundar hér um slóð- ir. Q wbbhbhwí i L. • ; 1 4 I iiiiíiiiíiwimíittrinrííl mmm - * » , • g* *• - , * .,'vSten, Byggingavörudeild KEA er flutt í þessi húsakynni í Glerárgötu 36. í byggingu er þar enn um 700 fermetra húsnæði. (Ljósmynd: E. D.)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.