Dagur - 07.03.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 07.03.1964, Blaðsíða 2
2 J (Framhald af blaðsíðu 4). ! Vib fráEall Ingiauundar Arna- sonar lreíur Kaupfélag Eyfirðinga misst dugmikinn og trúan starfs- mann, Akurcyrarbær einn af þeim mönnum, sem settu svip sinn á bæinn, og báru hróður hans vítt og breitt út um landið, og íslen/ka þjóðin hefur við frá- Ia 11 Ingimundar misst dugmikinn brauðryðjanda á sviði karlakórs- siings. Mestur verður þó að sjálfsögðu missir eftirlifandi eiginkonu og barna, sem misst hafa hér svo mikils, að eigi verður úr bætt. I>eim öllum sendi ég innilegustu samúðarkveðjur jafnframt því, sem ég jrakka mínum látna vini samfylgdina og allar ánægju- stundirnar, sem við höfum átt saman. Jóhann Þorkelsson. I t t t KVEÐJA FRÁ GEYSI INGIMUNDUR ÁRNASON er horfinn sjónum okkar. Minningarnar streyma að úr öllum áttum. Minningarnar um persónutöfra hans og sönggleði, sem yljaði mönnum um hjarta- rætur og breyttu mörgu drunga legu skammdegiskvöldi í bros- hýran sólskinsdag. Orka og eldlegur áhugi hins glæsta foringja var óþrjótandi. Léttleiki og snarræði komu oft skemmtilega á óvart. Hafði hann þá 'séð hlutina fyrir á undan öðrum og viðstöðulaust snúið í rétta átt, ef með þurfti. Þetta skyldum við oft eftir á, okkur til mikillar gleði. Var þá jafnan hlegið hjai’tanlega. Þann ig var Ingimundur. Hinir listrænu hæfileikar hans voru óvenjulegir. Stokkhólms- blöðin voru á einu máli, árið 1946, um að sænska lagið, sem utanfararkór S. í. K. söng þá undir stjórn Ingimu'ndar, mundi ekki vera betur sungið af öðr- um kór á Norðurlöndum á þeim tíma og þökkuðu það fyrst og fremst snilldarlegri meðferð Ingimundar á laginu. Svipað má segja um gagnrýnina í Noregs- ferð Geysis 1952 — Þar var ætíð sérstakur kafli um Ingi- mund, þrunginn aðdáun á frá- bærri söngstjórn hans. í lok einnar söngskemmtunarinnar skeði það, að þekktur hljóm- listarmaður og gagnrýnandi stóð upp í miðjum sal og hróp- aði aðdáunar- og þakklætisorð, sem aðrir gestir tóku undir. Skíðamóí í Ólafsfirði um næstu lielgi UM næstu helgi verður háð í Olafsfirði bæjarkeppni á skíð- um milli Olafsfjarðar, Siglu- fjarðar og Akureyrar. Keppt verður bæði í svigi og stórsvigi karla, yngri og eldri flokkum. Þannig hrifningu gat Ingimund- ur vakið. Þessi töframáttur hans orkaði fljótt á áheyrendur og var sem gleðialda skylli yfir sal inn, bros færðist yfir andlitin og menn réttu úr sér í sætun- um. Þessu var einnig þannig far ið, þá sjaldan hann fékkst til að flytja tækifærisræður. Snemma komu músíkgáfur Ingimundar í jós. Innan við fermingu varð hann kirkjuorg- elleikari hjá föður sínum í Grenivík. Hið mikla menningar heimili séra Árna, er var ágæt- ur raddmaður, ómaði jafnan af söng og gleði. Auðvelt hefði Ingimundur átt með að verða óperusöngvari, því hann var öllum þeim kost- um búinn, sem til þess þurfti, glæsilegur, tindrandi tenór og mússikin hans líf og yndi. En þakklátir af hjarta erum við fyrir að hafa fengið að hafa hann hjá okkur. — Allar sam- verustundirnar hafa verið góð- ar gleðistundir. — Margt kvöldið var unað við hljóðfærið heima, og þá oft í leit að lagi handa Geysi. Eitt sinn vantaði ljóð við yndislegt, lítið þýzkt þjóðlag. Lagði hann þá ásamt Þorsteini frá Lóni leið sína heim til Davíðs, eins og stundum áður. Rauluðu þeir fyr ir hann laglínuna, og heim komu þeir sigri hrósandi með textann: „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti.“ Davíð vildi þá ekki láta nafns síns getið í sambandi við ljóðið, hvað hann gerði þó seinna. En þá og síðan hefir Geysir sungið: „Þá dreymir alla um sól og vor,“ því þannig orti Davíð, þó seinna væri þessu breytt. Já, okkur dreymdi um sól og vor, og Ingimundur kom með hvorttveggja á æfingarnar, •og mun sá ylur endast okkur lengi. Á síðustu söngæfingunni, sein asta kvöldið, sem hann lifði, var hann beðinn að stjórna: „Sefur sól hjá Ægi,“ en hann kaus heldur: „Glad sásam fogeln í morgonstunden.“ Var kórinn varla byrjaður, þegar hann sló af. „Þetta var ekki nógu glatt,“ sagði hann, geislandi sjálfur að vanda, og menn breyttu um svip og rödd, og lagið fékk ann- an blæ og aðra meiningu, og síðasta setning lagsins hljómaði „uti vársolens glans.“ Og næsta morgun, þegar sólin hafði skin- ið nokkra stund á gluggann hjá honum, hvarf hann sjálfur í sólarátt. Gestrisnin á heimili Guðrún- ar og Ingimundar í Oddeyrar- götu 36 er rómuð og höfum við notið hennar í ríkum mæli og eigum þaðan margar ógleyman- legar minningar. Um leið og við sendum þér, Guðrún, og allri fjölskyldu ykkar innilegar samúðarkveðjur, þökkum við fyrir okkur af hjarta. Geysismenn, eldri og yngri, kveðja þig, Ingimundur, með þakklæti og söknuði. Við munum enn lengi orna okkur við glóð minninganna. Hermann Stefánsson. Ágætur árangur á innanhúsmóti í frjálsum íjjróttum á Akureyri MIÐVIKUDAGINN 26. febrúar var haldið áfram keppni í frjáls um íþróttum í íþróttahúsinu á Akureyri. Urslit urðu þessi: Hástökk með atrennu. m Kjartan Guðjónsson ÍMA 1,86 Bárður Guðmundsson ÍMA 1,77 Haukur Ingibergsson HSÞ 1,72 Valtýr Sigurðsson ÍMA 1,59 Keppendur voru 11. Árangur Kjartans er mjög góður og virð- ist hann vera í góðri þjálfun. Hann bætti nú árangur sinn um 4 cm og var mjög nærri að fara yfir 1,90. Einnig er athyglisverð ur árangur Bárðar og Hauks, og hafa þeir ekki stokkið hærra áður. Nokkuð erfitt er að stökkva atrennustökk vegna þrengsla í salnum. Þrístökk án aírennu. m Bárður Guðmundsson ÍMA 9,03 Haukur Ingibergsson HSÞ 8,74 Þóroddur Jóhannss. UMSE 8,70 Ellert Ólafsson ÍMA 8,50 Keppendur 11. Árangur frem- ur slakur. Vegna tímaskorts voru aðeins tvær umferðir. Þristökk án atrennu (16 ára og yngri). m Jóhann Guðmundsson KA 7,64 Konráð Erlendsson KA 7,59 Karl Erlendsson KA 6,56 KJARTAN GUÐJÓNSSON er mjög efnilegur íþróttamaður. - Leikfélag Akureyrar frumsýndi „Góðir eiginmenn sofa heima“ (Framhald af blaðsíðu 8.) sjónræn, talar til augans, en með síaukinni myndtækni fær- ist allt uppeldi meira og meira í sjónrænt horf, þó að það kunni að vera vafasamur ávinningur fyrir dýpt hugans. Spurningin, sem hér er varp- að fram, er því þessi. Er ekki öld leiklistarinnar fram undan með nýjar íslenzkar leikbók- menntir? Megi Leikfélag Akureyrar vera viðbúið þegar þar að kem- ur.“ Já, vonandi er öld leiklistar- innar og annarra lista framund- an, til að auðga andann og gefa lífinu fyllingu. Víða er nú um hinar di'eifðu norðlenzku byggð ir risin félagsheimili og sam- - Frá Búnaðarþingi (Framhald af blaðsíðu 8). vatnssýslu um sölu jarða, sem fara í eyði. Svolrljóðandi ályktun samþy.kkt: „Búnaðarþing skorar á land- búnaðarráðhcrra að skipa fimm manna nefnd, er taki til gagn- gerðrar endurskoðunar og breyt- inga alla löggjöf, sem fjallar um eignahald og ábúð á jörðum, og seniji frumvarp til nýrra laga um það efni, Sú löggjöf tryggi betur en nú er umráða- og eignarrétt bænda á jörðum og aðstoð við eigendaskipti, m. a. með stórauk- inni fyrirgreiðslu um lánsfjárút- vegun til jarðakaupa. Landnáms- stjóri verði sjálfkjörinn í nefnd- ina. Búnaðarsamb. ísl. tilnefni tvo mcnn og Stéttarsamb. bænda tvo. Landbúnaðarráðherra skipi formann úr lrópi nefndarmanna." Erindi um fækkun grágæsa var samþykkt með svofelldri ályktun: „Búnaðarþing vill leggja áherzlu á, að lokið verði á jressu ári rann- sókn á lifnaðarháttum grágæsa og [)ví tjóni, sem Jrær valda bsend- um í mörgum hérttðum. Þingið skorar á Vísindasjóð og landbún- aðarráðuneytið að leggja fram nægjanlegt fé í jrcssu skyni. Að rannsókn jressari lokinni verði gcrðar ráðstafanir til stórfelldrar fækkunar á gæsum.“ komuhús, sem hljóta í framtíð- inni að verða öðru helguð en frægt hefur orðið um sinn — að endemum —. Sjást jafnvel glögg merki stefnubreytingar, eins og að framan segir. Þeir eru 9, leikendurnir, í „Góðir eiginmenn sofa heirna." Þeirra á meðal er leikstjórinn, Jóhann Ögmundsson. Aðalhlutverkið leikur Eggert Ólafsson. Aðrir leikendur eru: Ragnhildur Júlíusdóttir, Ólafur Axelsson, Júlíus Oddsson, Þór- ey Aðalsteinsdóttir, Jón Ingi- marsson, Vilhelmina Sigurðar- dóttir, Árni Böðvarsson og Hlín Daníelsdóttir. Um leik hvers og eins verður hér ekki fjallað, en sem heild nær leikurinn því marki að skemmta leikhúsgestum. Og er- um við ekki flest í þörf fyrir það? E. D. - Landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins (Framhald af blaðsíðu 1). þingmanna Framsóknarflokks- ins í efri deild um að afnema bændaskattinn til Stofnlána- deildar landbúnaðarins, en í staðinn leggi ríkissjóður fram aukið fé til deildarinnar, er skattinum nemur. Þá er einnig gert ráð £yrir,.að Seðlabankan- um v'ei-ðí skylf, ef Tifeis'aíjórnih óskar þess, að lána vgðdeild Búnaðarbankans ekki minna en 50 milljónir gegn 5% vöxtum, er endurgreiðist á 20 árum, enn fremur að veðdeildinni verði heimilt að gefa út nýjan flokk bankavaxtabréfa og að veðdeild in geti gert það að skilyrði fyrir lánveitingum til jarðakaupa, að 40% lánsfjárhæðarinnar sé greitt í bankavaxtabréfum. Næði þetta fram að ganga, þá mundi það mjög auðvelda, að eigendaskipti geti farið fram á jörðum. í efri deild hafa Fi'amsóknar- menn flutt frumvarp, jjar sem lagðar eru til hinar sömu breyt ingar á stofnlánadeildai'lögun- um og þser, sem ríkisstjórnin hefur nú borið fram með frum varpi sínu á þingskjali 235. Þó gerir frumvarp Framsóknar- manna ráð fyrir 65% framlagi af ræktunarkostnaði til þeirra, sem hafa minna tún en 25 ha., í stað 50% í frumvarpi ríkis- stjórnarinnar. Hefur minni hlut inn tekið upp tillöguna um 65% af ræktunarkostnaðinum og ber hana fram á sérstöku þingskjali ásamt öðrum breytingartillög- um sínum. Fyrir þessu þingi liggja mörg fleiri frumvörp og tillögur frá Framsóknarmönnum landbúnað inum til stuðnings. Má þar m. a. nefna frumvarp um heftingu sandfoks og græðslu lands. Er þar gert ráð fyrir öflugri sókn til að bæta og stækka gróður- ríki landsins og koma í veg fyrir landeyðingu af völdum ofbeitar æða. ágangs, nátiúrj,iaflanna. , ‘ Margár tillögur tib' þin‘gs<- ályktunar liggja Cinnig fyrk’ Al- þingi fluttar af Framsóknar- mönnum málefnum bændastétt- arinnar til framdráttar. Ein þeirra er um búfjártrygg- ingar, tryggingar gegn upp- skerubresti o. fl. Önnur er um aukin ríkisfram lög til súgþurrkunar og votheys gerðar. Hin þriðja er um, að athugað verði, af hverju góðar bújarðir fara í eyði, og um ráðstafanir til að halda hlunnindajörðum £ ábúð. Hin fjórða fjallar um, að ríkis bankarnir sjái landbúnaðinum fyrir naugsynlegum afurða- og rekstrarlánum. Hin fimmta er um nýja raf- væðingaráætlun, og skal sú áætlun við það miðuð, að raf- væðingu sveitanna verði að fullu lokið á árinu 1968 og að þá hafi öll sveitabýli fengið raf- orku. Landbúnaðarstefna Framsókn arflokksins er skýrt mörkuð með flutningi þeirra mála, er hér að framan hefur stuttlega verið drepið á, og með þeim breytingartillögum, er flokkur- inn hefur flutt við stjórnarfrum vörp um landbúnaðarmál (þsk. 306). □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.