Dagur - 07.03.1964, Page 5
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Sá gamli á ferð
SKÚLI GUÐMUNDSSON alþingis-
maður flutti nýlega á Alþingi tillögu
um að afnema afslátt þann á áfengi,
sem ýmsir opinberir embættismenn
og ráðuneyti nú fá. Segir hann í
greinargerð m. a.:
ÞVÍ er stundum haldið fram, að þeir
sem njóta sérréttindanna hjá áfengis-
verzluninni, þurfi á þeim að halda
vegna risnuskyldu, sem á þeim hvíli.
Þetta er ekki rétt. Ríkið á að bera
kostnað af þeim ojiinberu veizlum,
sem óhjákvæmilegt eða rétt þykir að
halda, en ekki einstakir ráðherrar
eða aðrir embættismenn. Skynsa:..-
legast væri að fella með öllu niður
vínveitingar í veizlum ríkisins og
ríkisstofnana, enda hafa oft verið
fluttar tillögur um það efni á Al-
þingi á liðnum árum. Ef þetta væri
gert, gæti það sennilega haft góð
áhrif á aðrar stofnanir og einstak-
linga í þjóðfélaginu.
Þeir viðskiptahættir hjá áfengis-
verzluninni, sem hér hafa verið
nefndir, hafa haft það í för með sér,
að einstakir menn hafa fengið vín
með lága verðinu til einkaafnota og
veitinga á heimilum sínum. Þetta er
óeðlilegt og ósæmilegt, og þð hefur
enga stoð í lögum. Hjá verzlunum
ríkisins ættu allir landsmenn að búa
við sömu viðskiptakjör. Því er nauð-
synlegt að setja það ákvæði í lög, að
vörur áfengisverzlunarinnar skuli
seldar öllum landsmönnum við sama
verði.
I gær, sunnudaginn 16. febrúar,
talaði presturinn í dómkirkjunni í
Reykjavík um freistingarnar, sem
mæta okkur mönnunum á lífsleið-
inni. Hann rifjaði upp frásögn ritn-
ingarinnar af því, þegar myrkra-
höfðinginn fór með frelsarann upp
á ofurhátt fjall, sýndi honum öll
ríki heimsins og þeirra dýrð og mælti
við hann: Allt þetta mun ég gefa þér,
ef þú fellur fram og tilbiður mig.
Síðan þetta gerðist, eru liðnar
meira en 19 aldir. Þó er sá gamli
enn á ferli, og ekki svo mjög fótfú-
inn. Hann kemur við á íslandi á
ferðalagi sínu. Hann fer með nokkra
æðstu menn lýðveldisins ríkisins.
Hann bendir á glitrandi veigar í fall-
egura flöskum og bvíslar að förunaut
um sínum: Hér getið þið fengið
margar tegundir víns með miklum
afslætti frá því verði, sem aðrir við-
skiptamenn borga, ef þið viljið
heiðra verzlunina með ykkar við-
skiptum.
Hvað segja þessir góðu menn um
tilboðið? Taka þeir sér í munn hin
frægu orð meistarans: Vík burt, Sat-
an?
Þeir hafa ekki allir gert það hing-
að til — því miður.
Ingimundur Árnason
Fæddur 7. febrúar 1895
Dáinn 28. febrúar 1964
færni, hagsýni og samvizkusemi.
Sá bölþrungni hljómur,
er berst yfir fold,
er bergmál af útfararlögum.
Þaö lögmál, er gerir
að heyviskum hold,
er hraðvirkt á siðustu dögum.
(G.F.)
RIDDARINN FÖLI á fákinum
bleika, sem alla heimsækir og eng-
an nema einu sinni, hefur gerzt
tíðförull á síðustu dögum um sal-
arkynni Kaupfélags Eyfirðinga.
Á örskömmum tíma hafa þrír af
elztu starfsmönnum félagsins ver-
ið kvaddir sviplega og fyrirvara-
laust af leikvelli lífs og starfa.
í þeim hópi var Ingimundur
Árnason, fulltrúi kaupfélagsstjóra.
Hann varð bráðkvaddur að heirn-
ili sínu, Oddeyrargötu 36, að
morgni 28. febrúar s.I.
Daginn áður dvaldist ég með
honum um stund á skrifstofu hans.
Hann gneistaði af lífi og fjöri.
Hvert erindið af öðru var afgreitt
á svipstundu. Hann gegndi störf-
um kaupfélagsstjóra, og margir
lögðu leið sína til hans á þessari
stuttu stund. Mér virtust þeir all-
ir fara glaðari og léttari í spori af
fundi hans. Annað var heldur
ekki liægt. í návist hans varð loft-
ið þrungið töframætti Iífs og list-
ar, orku, sem minnti á fallandi
foss eða blossandi bál.
Ég kom aftur inn í skrifstofuna
lians í dag. Allt var með kyrrum
kjörurn, siimu blöðin á borðinu,
sömu bækurnar í skápnum, og þó
var allt breytt. Nú var allt kyrrt
og hljótt. Og þögnin var þung,
myrk og dulúðug,
Líf og dauði yrkja ólíkt, ....
og þó?
INGIMUNDUR ÁRNASON var
fæddur í Grenívík við Evjafjörð
7. febrúar 1895' og var því 69 ára,
er hann lézt. Foreldrar hans voru
séra Árni Jóhannesson og Val-
gerður Karólína Guðmundsdóttir,
kona hans. Af bernskuheimili
lians og uppvexti hefi ég aðeins
afspurn. En oft hefi ég heyrt þess
getið og alltaf á eina leið og að
öllu góðu. Alþýðuskáldið lirein-
skilna, Theódór Friðriksson, sem
jafnan sagði hispurslaust kost og
Iöst á mönnum og málum, telur
séra Árna stórbrotinn höfðingja
og svo mikinn gleðigjafa, að jafn-
að'hafi verið til beztu skemmtun-
ar að sækja til hans kirkju að
Þönglabakka. Um veglyndi og
menningu frú Valgerðar fer hann
mjög lofsamlegum orðum. Og
ekki er hann einn um þennan
vitnisburð. Hann er alnutnnaróm-
ur. Ingimundur átti því skanunt
að sækja sterkustu þættina í fjöl-
brevttri skapgerðarfesti: gleðina,
listrænið og trúmennsku í unnum
ábyrgðarstörfum.
Nám stundaði Ingimundur í
Gagnfræðaskólanum á Akureyri
og lauk þaðan burtfararprófi vor-
ið 1915. Þá þegar var honum
treyst til mikillar ábyrgðar. Hann
var heimavistarstjóri, en það var
ótrúlega mikið starf með nokkuð
þungu . námi. og reyndi fast á
Alla sína skólatíð var Ingimundur
bekkjarumsjónarmaður og síðasta
árið umsjónarmaður skólans. Þá
var hann og formaður margra fé-
laga í skólanum. Mun harla fá-
gætt, ef ekki dæmalaust, að nokk-
ur nemandi liafi gegnt jafnmörg-
um trúnaðarstörfum I skóla sem
■hann. Er mér kunnugt um, að
Stefán skólameistari hafði á hon-
um miklar mætur og traust. Ingi-
mundur sleit heldur aldrei vin-
áttutengslin við gamla skólann
sinn. Sýndi hann það í mörgu.
Meðal annars se'ndi hann öll börn
sín í skólann. Menntaskólinn á
Akureyri minnist af heilum hug
góðs vinar, er Ingimundur Árna-
son er kvaddur.
Ingimundur dvaldist heima í
Grenivík næstu tíu árin eftirgagn-
fræðapróf. Starfaði liann þar á
vegum Kaupfélags Eyfirðinga og
öðru hverju á skrifstofu þess hér
á Akureyri frá 1918—1925. Fast-
ráðinn starfsmaður félagsins verð-
ur hann I. maí 1925 og flytzt þá
búferlum til Akureyrar. Hann er
skrifstofustjóri félagsins 1930—
1939 og íulltrúi kaupfélagsstjóra
frá 1939 til dánardægurs.
Hann kvæntist 1916 Guðrúnu
Árnadóttur, Eirikssonar, banka-
gjaldkera. Átti þessi vel gerða og
menningarlega húsmóðir ríkan
þátt í að skapa heimilið glæsilega
og umfrarn allt skennntilega í
Oddeyrargötu 36. Þar var gest-
kvæmt, enda óvíða meira gaman
að vera gestur.
Þeim varð fimm barna auðið.
Eru fjögur þeirra á lífi: Árni,
verzlunarmaður, fæddur 17. marz
1921, kvæntur Auði Kristinsdótt-
ur frá Holsósi. Búsett á Akureyri;
Magnús, gjaldkeri, l'æddur 8. febr.
1923, kvæntur Kristjönu Eggerts-
dóttur. Þau eru búsett í Reykja-
vík; Steinunn Karolína, forstöðu-
kona Húsmæðraskólans á Varma-
landi, fædd 29. marz 1925. Ógilt;
Þórgunnur, húsmóðir, fædd 23.
júní 1926. Gift Friðriki Þorvalds-
syni, menntaskólakennara, Akur-
eyri.
Barn Ingimundar Árnasonar
og Margrétar Ragúels, Akureyri,
er Jóhann Gunnar Ragúels, vél-
smiður, fæddur 24. apríl 1931,
kvæntur Jónu Jónasdóttur. Búsett
á Akurevri.
INGIMUNDUR ÁRNASON var
fjölgáfaður maður. Hann átti
mörg hugðarcfni, en tvö voru rík-
ust og mótuðu ævi hans aíla og
störf: hugsjónir samvinnustefn-
unnar og sönglistin. Hann lék
það ótrúlega eríiða hlutverk að
vera beggja vinur og háðum írúr.
í draumheimum ljóðs og lags
gleymist mörgum önn hversdags-
ins, sem þó er öllu- æðri.' Ingi-
niundur gleymdi aldrei skyld-
unni. Á hverjum morgni var líann
kominn að vinnu- á undan flest-
um öðrum. Hann vann sleitulaust
og hafði á engu vettlingatök. Má
segja um liann og Kaupfélag Ey-
firðinga eins og Egill um Arin-
björn að hann „árnaði eirar-
laust oddvita ríki“. Hann unni
þvi og samvinnustefnunni aí heil-
um hug. Að hætti örgeðja manna
þoldi hann illa alla brigðmælgi
og undanbrögð og var þá bermáll
og kvað last á. En engan mann
hefi ég þekkt sáttfúsari og skamm-
ræknari en hann. Drenglyndi
hans og hreinskilni orkuðu eins
og segull. Af öllum þeim þúsund-
um, er áttu við hann erindi í
margra áratuga starfi hans í
Kaupfélagi Eyfirðinga, hygg ég,
að nálega allir hafi borið til lians
hlýjan hug, traust og virðingu.
Ingimundur gegndi þrásinnis
störfum kaupfélagsstjóra í utan-
förum hans og fjarveru. Kaupfé-
lag Eyfirðinga er umsvifamesta
fyrirtæki á landinu utan Reykja-
víkur. Dagleg framkvæmdastjórn
þess er margbrotin og vandasöm.
Þessum vanda var Ingimundur
vaxinn.
„Ég get farið rólegur frá, ef ég
veit af Ingimundi á skrifstof-
unni," sagði Jakob Frimannsson
einu sinni við mig.
Þessi látlausa setning, sögð af
yfirmanni og félaga Ingimundar
frá öndverðu, segir meira en lang-
ir lofstafir. Hún sýnir óskorað
traust þess manns, er þekkti Ingi-
niund betur en nokkur annar og
átti öllum meira undir trúnaði
hans og færni.
Nú, að leiðarlokum, færi ég þér,
látni vinur, hugheilar alúðarþakk-
ir í nafni Kaupfélags Eyfirðinga
og samvinnumanna við Eyjaíjörð.
Við þökkum nálega hálfrar aldar
starl', og við þökkum allar gleði-
stundirnar, sem þú gafst okkur og
varst svo auðugur af og örlátur á.
Við vottum konu þinni, börn-
um og öðrum aðstandendum
djúpa og innilega samúð og biðj-
um þeim alls góðs.
ENN ER íslenzkur vetur, og þó
er vorblíða um Eyjaljörð. Kvöld-
ið er blækyrrt. Kaldbakur spegl-
ast í lognsléttum sænum. Minn-
ingarnar un) þig vaka, mildar og
lilýjar, eins og myndin af bernsku-
stöðvuniim þínum á eyfirzku vor-
kvöldi.
Brynjóljur Sveinsson.
t t t
EITT ER ÞAÐ lögmál, sem vér
allir hitum, það Cr að deyja, þeg-
ar kallið kemur.
Sem Irctur fer, vitum vér sjaldn-
ast fyrirfram, hvenær eða með
hverjum hætti þetta kall kemur.
Oftast eru aðstandendur og nán-
ustu vinir óviðbúnir missi ástvina'
sinna, og þó alveg sérstaklega, ef
dauðann bcr brátt og óvænt að.
Enda þótt vér vitum, að jjetta
ferðalag yfir móðuna miklu bíði
oss allra fyrr eða síðar, tekur það
sinn tíma að sætta sig við orðinn
hlut, og þótt vér vitum að í þessu
eíni þýðir ekki að deila við dóm-
arann, þá er það jaínvist, að tóm-
ið, scm verður hjá nánustu ætt-
ingjum við brottköllun ástvinar,
fyllist aldrei að fullu aftur.
Ingimundur Árnason, fulltrúi
lijá Kaupfélagi Eyfirðinga, varð
bráðkvaddur að heimili sínu að
morgni föstudagsins 28. íebrúar
sl., nýlega orðinn 69 ára gamall.
Ég kynntist Ingimundi fljótlega
eftir komu mína hingað, fyrst
gegnum starf okkar beggja i fri-
múrarareglunni á Akureyri og
siðar scm heimilislæknir og vinur.
Þvi lengri og nánari sem kynni
mín urðu af Ingimundi, því betri
þótli mér vinátta hans. Það tók
sinn tíma að komast í náin kynni
við Ingimund, en þegar hann
haifði bundizt vináttuböndum við
einhvern, mátti mcð sanni segja,
að hann var vinur vina sinna og
ekki brást tryggð hans og ein-
lægni.
Ingimundur Árnason var mik-
ill og heilsteyptur persónuleiki,
skapmikill og ákafamaður hinn
mesti að hverju sem hann gekk.
Hann var viðkvæmur í lund eins
og flestir listamenn eru og tók
nokkuð nærri sér, ef vegið var að
honum með ódrengilegum vopn-
urn, enda var honum viðsfjarri
sjálfum að beita slíkum vopnum
I samskiptum sínum við aðra
menn,
Fyrir rúmlega ári síðan veiktist
Ingimundur alvarlega og lá þá
rúmfastur nokkurn tíma bæði í
sjúkrahúsi Akureyrar og heima
hjá sér, en svo mikill var ákafi
hans í að komast að starfi sínu
altur, að engin leið var til þess að
halda honum heima þangað til
sjúkdómurinn var um garð geng-
inn, hcldur lieimtaði hann að
hefja starf aftur löngu áður en ég
taldi slíkt ráðlegt og má þetta
vera nokkur vlsbending um ákafa
hans og samvizkusemi i starfi
sínu. Mátti því með sanni segja,
að enda þótt hann stundum
lieimtaði nokkuð mikið af öðrum
í starfi, þá heimtaði hann ávallt
mest af sjálfum sér í þeim efnum.
Listhneigður var Ingimundur
svo af bar, einkum urn söng og
hljómlist, eins og hann átti kyn
til. Landskunnur varð hann af
starfsemi sinni í þágu karlakórs-
ins Geysis á Akureyri, og hlaut
Fálkaorðuna fyrir þá starfsemi
sína.
Ingimundur var cinn þeirra
nianna, sem helzt vildi vinna störf
sín í kyrrþty og Játa sem minnst
á sér bera, og láa menn hefi ég
þekkt jafn hlédræga og hann var.
Hann var ætíð boðinn og búinn
til hjálpar og aðstoðar þegar á því
þurfti að lialda, en helzt vildi
hann láta sent minnst á því bera,
og þá alls ekki.láta sín við getið.
Um Ingimund get ég með sanni
sagt, að hann reyndist mér dreng-
ur góður í þess orðs beztu merk-
ingu, og þori ég að fullyrða, a?
þar hafi margur sömu lögu að
segja.
(Framhald á bls. 2).
5
Valdimar Haraldsson
pylsugerðarstjóri
Dáinn 29. febrúar 1964
— En orðstír deyr aldrei--------
Það er svo satt, að orðstírinn
deyr aldrei, eða að minnsta
kosti seint, hvort sem hann er
góður eða ekki góður.
Þessi mikli lífsvefur, orðstír-
inn, er viðfangsefni okkar allra.
Öll erum við vefarar, en mis-
jafnlega góðir vefarar. Við byrj-
um hinn mikla lífsvef þegar í
bernsku, og vefnaðinum er hald
ið áfram þar til yfir lýkur.
Skyldum við öll hafa það hug
fast, að vefnaðurinn hefst með
hverjum nýjum degi, og mundi
nokkurt okkar líta yfir vefinn
að kvöldi og hugleiða vefnað
dagsins?
Gátum við látið eitthvað gott
af okkur leiða, og gerðum við
það eða gerðum við það ekki?
Eh- okkur það ljóst, að orðstír
okkar lifir um langa framtíð, þó
að við sjálf hverfum héðan?
Valdimar Haraldsson lézt að
heimili sínu laugardaginn 29.
febrúar, fimmtíu og eins árs að
aldri. Hann hefur því lokið sín-
um vefnaði — og hann reyndist
góður vefari. Uppistaðan í vefn-
aði hans var ljúfmennska, en í-
vafið hjálpfýsi og fyrirgreiðsla
til manna og málleysingja.
Sá orðstír deyr ekki.
Valdimar Haraldsson fæddist
að Eyvindarstöðum í Saurbæjar
hreppi 15. dag septembermán-
aðar árið 1912. Sonur hjónanna,
sem þar bjuggu þá, Ólafar Sig-
urðardóttur frá Litla-Dal í Saur
bæjarhreppi og Haraldar Þor-
valdssonar, sem nú er flestum
Akureyringum að góðu kunnur
vegna starfa sinna að verka-
lýðs- og samvinnumálum.
Valdimar fluttist með foreldr-
um sínum til Akureyrar áxáð
1926, og hóf þá strax störf hjá
Ræktunai'félagi Norðurlands,
þar sem hann vann árin 1926—
1929.
Þessi Gróði'arstöðvai'ár urðu
honum góður skóli, því að á
þeim árum unnu að jafnaði
jarðyi'kjumenn frá hinum Norð
urlöndunum hjá Ræktunai'félag
inu, einkum Danir, og þá læi'ði
hann meðal annai's dönsku og
noi'sku, sem kom honum að
góðu gagni síðar á lífsleiðinni.
Þá var og hinn þjóðkunni vís-
inda- og fræðimaðui', Ólafur
Jónsson, forstöðumaður Gróðr-
arstöðvarinnar, og reyndist
hann, eins og nærri má geta,
hinn bezti lærifaðir.
Árið 1929 gei'ðist Valdimar
fasti'áðinn stai'fsmaður hjá
Kaupfélagi Eyfirðinga. Fyrst í
Kjötbúð K. E. A., en þar stai-f-
aði hann óslitið til ársins 1950.
Ég hygg, að mai'gur muni sá
Akureyringui', sem minnist
Valdimai's frá kjötbúðarárun-
um með þakklátum hug fyrir
hans óvenjulegu ljxifmennsku
og ýmis konar fyrix-greiðslu
bæði í afgreiðslutíma og utan.
Bóndinn, það er: Vinnan með
guði og náttúrunni, er ofarlega
í huga flestra, sem hafa hlotið
það miður æskilega hlutskipti í
lífinu að lifa á mölinni. Svo var
og um Valdimar. Á þessum ár-
um eignaðist hann tún hér við
bæinn, einnig bústofn, kýr kind-
ur og hross. Á sumrum, í sum-
arfríjum, heyjaði hann tún sitt,
með hjálp föður síns og venzla-
manna, og á vetrum hirti hann
skepnur sínar fyrir vinnutíma
á morgnana og eftir vinnutíma
á kvöldin, síðustu níu árin í fé-
lagsskap við starfsfélaga sinn,
Sigurbjörn Sigurbjörnsson. Af
þessum störfum öllum hafði
Valdimar mikla og sjálfsagða
sálubót, og var mér vel kunnugt
um það.
Árið 1934, 2. dag júnímánað-
ar, kvæntist Valdimar eftirlif-
andi konu sinni Önnu Kristins-
dóttur Hallgrímssonar frá Dal-
vík. Þau hjón eignuðust fjögur
börn: Harald Óla, nú starfs-
mann í Pylsugerð KEA. Kona
hans er Ólína Sigurjónsdóttir,
Eddu Líney, hennar maðui' er
Hallgrímur Vilhjálmsson, járn-
smiður, Sigurð Viðar, nú bif-
reiðastjóri hjá Pylsugerð KEA
og Valdimar, 11 ára.
í starfi sínu reyndist Valdi-
mar fágætlega vel. Ekki síður
reyndist hann góður fjölskyldu-
faðir og komu þar til meðfædd-
ir eiginleikar: Svo mikið jafn-
vægi hugans, að fáir munu þeir,
er sáu hann skipta skapi, svo í
Ijós kæmi, og var hann vakinn
og sofinn að hugsa um hag
fjölskyldu sinnar og hamingju.
Árið 1941, missti Haraldur,
faðir Valdimars, konu sína, Ól-
öfu. Þá fluttist hann á heimili
þeirra Valdimars og Önnu, og
hefur átt þar skjól síðan. Eins
og á öðrum sviðum fjöskyldu-
lífsins, reyndist Valdimar föður
sínum styrk stoð og ljúfur son-
ur. Haraldur er nú orðinn 78
ára gamall og á því bágt með
að skilja, að sonurinn góði er
horfinn héðan á bezta aldri. En
vissulega má hann gleðjast yfir
því, að heimkoma slíkra manna,
sem Valdimars, er örugg og góð.
Fyrrverandi húsbóndi Valdi-
mars við Kjötbúð KEA lætur
svo um mælt m. a.:
„Valdimar sálugi var ágætur
starfsmaður. Hann var hæglát-
ur í framgöngu, hlýr í viðmóti
og bauð af sér' mjög góðan
þokka. Gagnvart viðskiptavin-
um var hann hlýr og prúður,
vildi allra vandkvæði leysa. í
sambúð við samstarfsmenn
gætti sömu hlýju og prúð-
mennsku í daglegum störfum.
Valdimar vann störí sín ón
nokkurs fyrirgangs. Hann virt-
ist við fyrstu sýn frekar hægur
og seintekinn. Mörgum ókunn-
ugum virtist sem hann flýtti
sér ekki, en honum vannst vel
og störf hans voru unnin af
þeim traustleika, að allir, jafnt
húsbændui' sem viðskiptavinir,
fundu, að þarna var traustlega
og af einlægni að unnið.
Valdimar sálugi var eins og
að framan greinir, hæglátur
maður hversdagslega. Þó var
hann óvenjulega hlýr í viðmóti.
Við, samstarfsmenn hans urð-
um þessa varir og viðskiptavin-
irnir fundu þetta og kunnu að
meta það.
Þótt Valdimar væri hversdags
lega hægur og ljúfur, var hann
þó all-fastur fyrir í skoðunum.
Hann lét ógjarna hlut sinn, ef
um það var að ræða, að deila
um skoðanir. Tæki Valdimar af-
stöðu til mahna eður málefna,
varð honum ekki hnikað fyrr
en hann hafði sjálfur þraut-
hugsað afstöðu sína. En ef svo
reyndist, að honum sýndist sem
sér hefði missýnst, var hann fús
til að skipta um skoðun og játa
órétt sinn. Minnist ég þess, að
oft bar á milli um skoðanir, en
ég reyndi ekki að þrátta við
hann, aðeins gefa honum tíma
til að athuga afstöðu sína og
endurskoða álit sitt. Reyndist
svo, að hann viðurkenndi að
hafa haft rangt fyrir sér, var
hann fús til að viðurkenna það,
annars ekki.
Það var gott að vinna með
Valdimar. Hann var samvizku-
samur og trúr í störfum, svo að
fágætt var. Hann bar hag fyrir-
tækis þess, er hann starfaði við,
fyrir brjósti. Hann var einn af
þeim mönnum, nú fágætum,
sem ekki hugsuðu alltaf um það,
,að alheimta daglaun að kveldi.1
Hagur og velgengni Kjötbúð-
ar KEA, og síðar Pylsugerðar
KEA, eftir að hún var aðskilin
frá kjötbúðinni, hygg ég að hafi
verið honum hjartans mál og
metnaðarmál.
Eins og fyrr er sagt, var
Valdimar sál. fyrst og fremst
ljúfmenni í dagfari. Ljúfur í við-
skiptum, bæði við viðskipta-
menn og samstarfsfólk. Þó átti
hann skapfestu og ósveigjanleik
ef því var að skipta. Honum
varð ekki hvikað frá því, er
hann taldi sjálfur rétt. Stundum
fannst okkur, samstarfsfólki
hans, þetta stappa nærri því að
vera þrái. Síðar lærði ég að
meta þenna eiginleika hans að
verðleikum — þennan góða eig-
inleika, að láta ekki hlut sinn,
fyrr en samvizkan og sannfær-
ingin hafa kveðið upp sinn úr-
skurð.
Valdimar var vinsæll maður
mjög, að því er ég bezt veit.
Vinsæll af viðskiptavinum og
vinsæll af samstarfsmönnum,
bæði meðan hann vann undir
annarra stjórn og eigi síður, er
hann hafði sjálfur mannaforráð.
Valdimar Haraldsson var einn
af þessum mönnum, sem ekki
gustaði um. Það stóð aldrei
neinn styrr um hann. Hann var
einn af þessum prúðu, Ijúfu
mönnum, sem vann störf sin í
kyrrþey, vann því fyrirtæki,
sem hann var ráðinn til að
vinna fyrir, með allri þeirri al-
úð, sem er aðall góðs starfs-
manns.“
Árið 1950 setti Kaupfélag
Eyfirðinga á stofn pylsugerð.
Vegna trúrra starfa og mann-
kosta var Valdimar valinn til
þess að veita hinu nýja fyrir-
tæki forstöðu. í höndum hans
óx og dafnaði hið nýja fyrir-
tæki og færði út kvíarnar á
ýmsa vegu svo að það hefur nú
sprengt af sér það húsnæði, sem
til umráða er. Af því tilefni hef-
ur Kaupfélag Eyfirðinga hafizt
handa um byggingu nýrrar
kjötiðnaðarverksmiðju, og á ár-
inu 1962 fór Valdimar á vegum
Kaupfélags Eyfirðinga í náms-
för til útlanda, til þess að kynna
sér rekstur og húsakynni slíkra
kjötiðnaðarstöðva. Áður hafði
hann farið með íslenzkum bænd
um til Norðurlanda, er þeir
fóru þangað í náms- og kynnis-
för. Ur þessum ferðum kom
hann fullur af áhuga og gæddur
nýjum þrótti og tilhlökkun að
vinna sem mest og bezt að hinni
nýju kjötiðnaðarstöð.
Fyrir nokkrum árum átti
Valdimar við vanheilsu að
stríða sökum fótaveiki. En í júlí
mánuði síðastliðnum fékk hann
áfall, sem leiddi til 6 vikna
sjúkrahússlegu, en komst þó til
sæmilegrar heilsu og vinnu um
miðjan desember síðastliðinn.
En tveimur dögum fyrir
andlátið fann Valdimar til
ónota og var því heima, en
samt hréss. Um kvöldið andláts
daginn, sat faðir hans inni hjá
honum, en Valdimar las í blaði
í rúmi sínu. Féll þá blaðið
snögglega úr hendi hans, en
hann hné út af og var þegar
örendur.
— En orðstír deyr aldrei------
Stjórn og framkvæmdastjóri
Kaupfélags Eyfirðinga þakka al
úðlega frábærlega trúa þjón-
ustu Valdimars um áratugi, og
flytja fjöskyldu hans innilegar
samúðarkveð j ur.
Sigurður O. Bjömsson.
t t t
ÞEGAR vinir og samstarfs-
menn eru burt kallaðir úr þessu
lífi, í broddi lífsins eða á miðj-
um starfsaldri, setur okkur
hljóða. Okkur finnst að við
höfum átt svo mikið vantalað
við þessa vini, átt efth' að
þiggja af þeim holl ráð og leið-
beiningar. Við erum óviðbúin.
Eitthvað á þessa leið hugsaði
ég, er mér barst til eyrna and-
látsfregn vinar míns, Valdimars
Haraldssonar s. 1. sunnudags-
morgun.
Að vísu má segja, að fregnin
hafi ekki komið algjörlega á
óvart. Því vitað var, að Valdi-
mar gekk ekki heill til skógar
um hríð. Þótt maður vænti
þess að njóta samstai'fs við hann
lengi enn.
Það er þungt áfall fyrir fyrir-
tækið, sem hann veitti forstöðu,
að missa svo góðan starfskraft,
sem Valdimar var, að maður
ekki tali um heimilið að missa
svo frábæran heimilisföður.
Valdimar kom ungur til starfs
hjá KEA. Hann vann fyrst hjá
kjötbúðinni um 20 ára skeið,
en þegar Pylsugerðin var
gerð að sér deild hjá félaginu
árið 1950, tók Valdimar við for-
stöðu hennar og gengdi því
starfi til hinztu stundar.
Segja má að Valdimar hafi
mótað það fyrirtæki. Orkar ekki
tvímælis að sú mótun hefur
tekist vel, því fyrirtækið hefir
þanist út og sprengt utan af sér
húsnæði það, er því var
ætlað. Síðustu tvö- árin vann
Valdimar að undirbúningi að
byggingu nýrrar kjötvinnslu-
stöðvar, en því miður entist
honum ekki aldur til að flytja
starfsemina í þá nýbyggingu.
Það er vandfundinn annar
eins sómamaður og Valdimar
var. Oll sín störf vann hann af
einstakri trúmennsku og alúð.
Hann spurði aldrei hvað tíman-
um liði, aðeins hvað þyrfti að
gera. Vinnustundirnar urðu því
margar á degi hverjum, senni-
lega fleiri en flestra annara.
Valdimar var hæglátur mað-
ur og kurteis, vann öll sín störf
af sömu hógværðinni, vildi
hvers manns vanda leysa, en
stjórnaði samt sínu fyrirtæki
af festu en lipurð. Hann kunni
Vel að meta kýmni og var allra
manna skemmtilegastur í kunn-
ingjahópi.
Enda þótt tómstundirnar væru
fáar, átti hann sín hugðarefni,
er hann vann að. Hann unni
moldinni og gróandanum, átti
jafnan túnbleðil og nokkrar
kindur, er hann annaðist af
nærfærni og alúð. Það var
gaman að koma til hans í fjár-
húsið á sunnudagsmorgna og
ræða við hann um búskapinn.
Þar var ekki komið að tómum
kofunum.
Ég tel mig standi í mikilli
þakkarskuld við Valdimar, fyr-
ir leiðbeiningar hans og liðsinni
allt í samstarfi okkar um 15 ára
skeið.
Eftirlifandi konu hans, börn-
um, svo og öldruðum föður,
sendi ég mínr innilegustu sm-
úðarkveðjur.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Sigm. Björnsson.
BANNAÐ AÐ REYKJA
í BÍLEM
F'YRIR nokkruni dögum var í út-
varpi tilkynnt um, að reykingar
væru bannaðar i áætlunarbifreið-
um Steindúrs og SBK í Kellavík.
Talið er, að fleiri muni á eftir
koma.
Af reykingum er eldhætta og
sóðaskapur, ennfremur þeim til
ama, sem ekki reykja. Fagna þvi
margir breytingunni. En fróðlegt
verður að sjá, hversu bannið dag-
ar. □