Dagur - 12.03.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 12.03.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarxnaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Preittverk Odds Bjömssonar h.f. Hús skáldsins HÚSIÐ HVÍTA númer 6 við Bjarkrstíg, hús skáldsins frá Fagra- skógi, er í vissum skilningi helgur staður. Það er vígt af þjóðskáldinu og einsetumanninum Davíð Stefáns- syni, sem var ástsælastur allra ís- len/.kra skálda. Hann byggði sér þetta hvíta hús og bjó þar til ævi- loka. Þar var hann löngum einn með skapara sínum, knúði hörpu sína og gaf þjóð sinni þá söngva, sem hún nam og gerði að sínum. Hús Davíðs er nú autt en varðveitir hið dýrmæta bókasafn, listaverk, sem skáldið átti og alla húsmuni, jafnvel stól- inn hans, skrifborðið og pennann, auk allra óprentaðra handrita. Vonandi taka ættingjar skáldsins og aðrir ástvinir það ekki illa upp, þótt hér sé um eignir hans fjallað á opinskáan hátt, þegar hann nú hefur safnast til feðranna. Akureyr- ingar, Norðíendingar og þjóðin öll, þarf að eignast þetta hús og hús- muni. Þúsundir manna um land allt þurfa að eiga þess kost, að draga skó af fótum sér, ganga inn í hús þjóð- skáldsins við Bjarkarstíg og eignast þar hljóða hátíðastund. Akureyrar- bær þarf að eiga frumkvæði að þessu, ef um það mega takast samningar við þá aðila, sem hlut eiga að máli. Honuin er það skyldast, og það yrði kaupstaðnum til sóma að hugsa í þessu efni til komandi daga án smá- munasemi. Núverandi stjórn Akureyrarkaup- staðar verður vart fyrirgefið það nú eða síðar, ef hún vanrækir þetta mál, enda góður vilji hennar ekki fyrir- fram í efa dreginn. En vel rnætti í þessu sambandi minnast þess, hve seint var við brugðið um Sigurhæðir Matthíasar og mætti það vera til við- vörunar. Bjarkastígur 6 á Akureyri getur orðið veglegur minnisvarði um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi, ef Norðlendingar skilja sinn vitjunar- tíma. Um vilja almennings þarf eng- inn að efast, og hann hlýtur að knýja á og krefjast aðgerða. Margir hafa hringt til blaðsins nú síðustu dagana og látið í ljós ósk um, að þessu máli verði hreyft nú þegar. Þeir hafa bent á fjölda margt, máli sínu til stuðnings, fleira en hér hefur verið drepið á. En hver getur með jafnaðargeði horft á bækur skáldsins, liandritin, listaverkin, já húsmunina alla, borna út úr húsinu hvíta? □ (iin iii iiiiiiiiiiiiiin 111)1111 iiiii ■■•111111111(1 JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU: .. 1111111111 • 111 ■ i ■ 111111■■1111111•■i111•11•111> MÁLEFM BÆNDA 1964 MAÐURINN, SEM VILL LEGGJA 5 ÞÚSUND BÆND- UR AÐ VELLI. MENN hugsa nú töluvert um málefni bændanna, töluvert meira en vant er. Skörungar fara um landið og halda fyrir- lestra og fá mikla aðsókn. Gunnar Bjarnason kennari á Hvanneyri var einna fyrstur til vígs og birti mikla grein í Morg- unblaðinu um framtíð landbún- aðarins. Hann sagði að smábýli væru ekki arðvænleg. Hans til- taga var að leggja að velli 5 þús- und bændur. Hann gerði ráð fyrir að þúsund bændur yrðu eftir og að þeir myndu fram- leiða nóga búvöru handa bæj- unum; kjöt, mjólk, skyr og fleiri góða hluti. Þar að auki vildi Gunnar ætla bændum að hafa stór alifuglabú og mikla svínarækt. Flytja síðan mikið af þeirri vöru til útlanda. Mál Gunnars var fjörugt, eins og hans var von og vísa, en bændur hafa brosað í kampinn og þótt nokkuð mikið nýjabrum ið. Síðan segir Gunnar í Morg- unblaðinu, að hann hafi í hyggju að halda fundi víða um land, og að til hans hafi verið leitað að norðan, úr tveim sýsl- um með ræðuflutning. Þó að flestum finnist tillögur Gunnars býsna fráleitar, er rétt að kryfja þær til mergjar. HVAÐ KOSTAR SÚ BVLTING? Eðlilegt er að bændur spyrji hann spjörunum úr, er hann kemur á fundina, og þá fyrst og fremst hvernig stórbreytingum þeim, sem hann gerir tillögur um, verði komið í framkvæmd. Hvað eigi t. d. að gera við þau fimm þúsund býli, sem lögð yrðu niður? Verða þau hjáleig- ur stóru jarðanna og hvernig á að skilja við bændurnar og fjöl- skyldur þeirra? Hver kaupir eignir þeirra, ræktarlöndin og byggingarnar? Hvað kostar að byggja heimili fimm þúsund bænda í þéttbýlinu og atvinnu- tæki fyrir þetta fólk? Og hvað kosta 500 kúa búin hans Gunn- ars í sveitunum? Setjum svo að ríkið kaupi jarðir bændanna. En hvað þá um hús og ræktun? Það er kaldrænt að gera ráð fyrir þeirri eyðileggingu, án þess að hugsa um afleiðingarn- ar. Gunnar verður líka að út- skýra, hvernig ráða á fram úr atvinnumálum þesssa fólks, sem samkv. tillögum hans á að flytja úr sveitunum. HÖFUNDAR VERÐA AÐ FINNA ORÐUM SÍNUM STAÐ. Fimm þúsund heimilisfeður og þeirra vandafólk, sem lítið fengju fyrir óseljanlegar eign- ir myndu fá kaldar viðtökur í yfirfullu þéttbýli við sjóinn. Það er vitaskuld hægt að hugsa sér það voðastökk að fimm þús- und bændur hverfi á skömmum tíma úr sveitum og vinni sér borgararétt í nýju sveitarfélagi. En það er með öllu óafsakanlegt að leiðtogar búnaðarmála, eins og Gunnar Bjarnason, kasti fram tillögum um eins gífurlega samfærslu búanna, þar sem sjötti hlutinn er skilinn eftir en hinum kastað út í óvissuna. Sæmilegir höfundar verða að geta fundið orðum sínum stað, þar sem á að ráðstafa stærstu stétt þjóðarinnar. ANNAR GUNNAR OG ÖNN- UR SJÓNARMIÐ. Það er til annar Gunnar en Gunnar á Hvanneyri, og það er Gunnar Guðbjartsson bóndi í Hjarðarfelli á Siæfellsnesi. Hon- um bar skylda til, sem formanni Stéttaréflags bænda, að fara um landið, gefa góð ráð og kynna sér ástand og horfur hjá bænda stéttinni. Gunnar Guðbjartsson er búinn að halda fölmenna fundi, með Húnvetningum, Skagfirðingum, Norður-Þingey- ingum, Akureyringum og Eyfirð ingum. Um sama leyti hefur Sveinn Jónsson á Egilsstöðum haldið vakningarsamkomur fyr- ir austfirzka bændur á Egils- stöðum. Það er einkennilegt um þessa fundi, hvað þeir voru fjölmennir, þrátt fyrir fámenni heimilanna. Bændur hafa sótt fundi hér og tekið þátt í um- ræðum af miklum áhuga. Sýni- legt er, að hér er annað við- horf en á pólitísku fundunum. Um mörg undanfarin ár hafa jafnvel æfðustu ræðumenn þing flokkanna orðið að sætta sig við það, úti á landsbyggðinni, að fólk kæmi ógjarnan nema byrj- að væri með skemmtun, söng, spili og eftirhermum, búktali og þessháttar skemmtiatriðum. Með því móti sótti nokkuð af fólki fundina. En sjaldan var andlegt samband milli ræðu- manna og þeirra, er á hlýddu. En Gunnar Guðbjartsson fékk næga aðsókn, hvar sem hann kom og um síðasta fundinn, á Akureyri, segir Dagur að hann hafi bókstaflega sprengt með fjölmenni hið mikla samkomu- hús, Hótel KEA. Fundarmenn komu úr öllu héraðinu, úr Eyjafjarðardölum, Oxnadal, Hörgárdal, Svarfaðardal, Sval- barðsströnd, Fnjóskadal. Vaðla- heiði var fær eins og á sumar- degi. Þessa bændamessu sóttu nokkurn veginn allir þeir sveitamenn úr heilum hreppum, NORÐURLANDSBORINN stóri Nú skal kveða um na.far þann,..... — „Norðurlandsborinn“ kallaðan — sem mjög var um rætt og ritað, og vetur og suniar, vor og haust, víða án gagns, en hvíldarlaust, hefir við steininn stritað. Hann át sig í gegnum grjót og sand, gersemi niesta um Norðurland og víðar þótt væri leitað. Svo barst oss að sunnan boðun sú, af borforsjón lands oss væri nú lengur um not lians neitað. Andniæli dugðu ekki par, eyru valdliafanna reyndust þar þykkari en þingeysk hraunin. Þokað varð engu þar um spor, þyrfti víst lengri og stærri bor til að koma við þeirra kaunin. Þar björguðu ei rök né bænamál, blíðmælgi, hótun, kvein né tár, að bornum svo brátt þeir vendu, og báru hann, svo og blökk og spil, á brott, eins og hann var langur til, og Surtseyjar grönnum sendu. Vér hörmum því mjög um Norðurnes vom niðurborandi langintes — með sæmd vora og stolt í sárum —. Autt er set hvar hann áður var, ófullgerð holan grætur þar — því miður — þurrum tárum. Von er að mönnum verði leitt, hvar vatnið er, bæði kalt og lieitt, svo mjög af skammti skornum, er svo er bægt þeirra heill og hag. Nú hætti ég þessurn rata-brag, — bálreiður út af bornum. DVERGUR. 5 Fréttir úr Reyk jadal Ungíingar ætla í skemmtiferðalag til Mývatnssveitar á vegum Æskulýðsráðs Ak- ureyrar og ferðaskrifstofunnar Lönd & Leiðir ÆSKULÝÐSRÁÐ Akureyrar sem möguleika höfðu á að sækja hana. BÆNDUR VERÐA AÐ FÁ LEIÐRÉTTINGU SINNA MALA. Það lítur út fyrir að á öllum þessum fundum hafi fundarboð- andi og fundarmenn rætt marg- ar hliðar bændamálsins, eins og það horfir nú við. Allir vita nú, að sveitamennirnir bera minna úr býtum fyrir sína framleiðslu heldur en aðrar stéttir fá í kaup. Þetta er að kenna gömlu samkomulagi við verkamanna- samtökin. Ef þetta form hefur einhvern tíma átt við, er sá tími liðinn. Launamannastétt landsins hefur fengið mikla tekjuhækkun með úrskurði kjaradóms og sá úrskurðúr nær bæði beint og óbeint bæði til verzlana einstakra manna og nokkurra samvinnufélaga. Víða er þessi kauphækkun mjög áberandi. Þannig hafa kunnáttu menn við mjólkuriðjuna í mjólkurbúunum og bílstjórar, sem flytja mjólk bændanna frá Suðurlandi til Reykjavíkur langtum hærri tekjur en bænd- urnir hafa fyrir sína fram- leiðslu. Þetta er aðeins eitt dæmi af mörgum. En svo mikið má fullyrða, að ef bændastétt- inni tekst ekki á þessu ári að bæta aðstöðu sína um tekjur af framleiðslunni frá því sem ver- ið hefur, þá standa þeir miklu verr að vígi heldur en fólkið í bæjunum, sem styðst við kjara- dóminn og harðfengna sókn í kaupdeilum. (MEIRA) Laugum 28. febrúar. Ekki verð- ur annað sagt, en nokkuð skjóti skökku við um tíðarfar, þegar saman eru bornar stillur þær og blíðviðri, sem verið hafa síð an um áramót og kuldar og hrakviðri á s.l. sumri og hausti. Sunnanátt og hlýindi undanfar- inna vikna hefðu verið bændum ólíkt notadrýgri að sumarlagi en nú, því að slíkt tíðarfar kemur lítt að gagni í fóður- sparnaði, þegar nautgriparækt er aðalbúgrein. Því má þó ekki gleyma, að mjólkurflutningar og aðrar samgöngur ganga snuðrulaust. Vegna góðra samgangna hef- ur félags- og skemmtanalíf ver- ið með meira móti í sveitinni, þrátt fyrir að nú stendur yfir stækkun og breyting á sam- komuhúsi sveitarinnar að Breiðumýri. Mývetningar höfðu þar tvær sýningar á gamanleikn um „Allra meina bót,“ aðra sýninguna einkum fyrir nem- endur skólanna að Laugum. Hið sama gerði Leikfélag Húsavík- ur. Sýndi það verkefni sitt, gamanleikinn ,Meðan sólin skín‘ tvisvar sunnudaginn 23. febrú- ar. Af samkomum á vegum inn- ansveitarmanna skal hér getið um hjónaball í janúar og þorra- blót í byrjun febrúar, hvort tveggja fjölmennar samkomur. Kirkjukvöld var í Einarsstaða kirkju 14. febrúar, einn liður í kirkjuviku í prófastsdæminu. Ræðumenn voru þar sóknar- prestarnir sr. Jón Bjarman og sr. Björn H. Jónsson, og Arnór Sigmundsson bóndi, Árbót, Að- aldal. Kirkjukór sóknarinnar söng undir stjórn sr. Arnar Friðrikssonar, Skútustöðum. Spilamenn byggðarlagsins hafa verið athafnasamir mjög síðustu mánuðina. Fyrir og eft- ir áramót fór fram tvímennings- keppni í bridge, alls 4 kvöld. Sveit frá umf. „Efling,‘“ Reykja dal tekur þátt í héraðskeppni í bridge, sem nú stendur yfir á vegum HSÞ. Sjö 4ra manna sveitir, sex úr hreppum sýslunn ar og ein frá Húsavík taka þátt í keppninni og fer hún að öllu leyti fram í nýju barnaskóla- húsi Reykdæla hjá Litlulaug- um, en það hús var tekið í nokun nokkru eftir áramótin. Dalvík 6. ntarz. Leikfélag Dal- víkur er búið að sýna Bör Bör- son sjö sinnum við mikla aðsókn og góðar undirtektir. Á frum- sýningunni, 22. febrúar, var 20 ára afmælis félagsins minnst, og þess að það hafði þá sýnt 42 sjónleiki. Að morgni 1. marz s.l. kvikn- aði í húsinu nr. 9 við Grundar- braut á Dalvík. Húsbóndinn, Júlíus Snorrason, var ekki heima, en Aðalheiður kona hans Nú stendur einnig yfir 4ra manna sveitakeppni á vegum ungmennafélagsins m. a. til undirbúnings því, að Mývetning ar og Reykdælir leiði saman hesta sína við spilaborðið svo sem venja hefur verið hina síð- ustu vetur. 20. febrúar komu tveir efri bekkir Gagnfræðaskólans í Húsavík í heimsókn suður að Laugum ásamt skólastjóra sín- um og kennurum. Kepptu gest- irnir og nemendur héraðsskól- ans í frjálsum íþróttum innan húss, sundi og skák og skemmtu sér við dans um kvöldið, áður en heim var haldið. Nú um þessar mundir eru hafnar á ný byggingafram- kvæmdir við útibúsbyggingu Kaupfélags Þingeyinga hjá Laugum. Mun nú ætlunin að hraða framkvæmdum, svo að verzlun geti hafizt þar í sum- ar. G. G. ásamt tveim börnum þeirra komust út úr húsinu ósködduð. Slökkviliðið réði niðurlögum eldsins, en húsið, sem er timbur hús, skemmdist mikið og enn- fremur innbúið. Afli er tregur á línu og í net, en reitingur hjá togskipunum Björgvin og Björgúlfi. Á land hafa borizt 290 tonn af slægðum fiski og 212 tonn af óslægðum, miðað við febrúarlok. Q og Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir Akureyri hyggjast hafa samstarf um skemmtiferð ung- menna um næstu páska. Farið verður frá Akureyri laugardaginn 28. marz n. k. kl. 13 og dvalið í Mývatnssveit, en til baka verður farið á mánudag og komið heim um 21—22 §pu kvöldið. Dagskráin er rakin ífcr á eftir. Eins og allir vita er nauðsyn á að ferðalög unglinga séu vel skipulögð og undir góðri farar- stjórn, en það hefir viljað brenna við að hópferðir ung- linga hafi á margan hátt mis- tekist. Hyggst Æskulýðsráð Akur- eyrar nú gera tilraun, með aðil- um sem um ferðamál fjalla, að koma á vel skipulögðum skemmti- og kynnisferðum um landið. Komið hefir til tals að stofn- aður verði ferðaklúbbur ung- linga í samráði við ferðaskrif- stofur eða fei’ðafélög og yrði þá vetrarstarfsemi þess klúbbs mið uð við undirbúning og kynningu vegna fyrirhugaðra ferða sum- arsins auk vetrarferða. Ferð sú sem farin verður um páskana getur því orðið upphaf að frekara starfi unglinga í ferðamálum. Upplýsingar um fyrirhugaða ferð um páskana gefur æsku- lýðsfulltrúi bæjarins, sími 2722 og Ferðaskrifstofan Lönd og Leiðir, sími 2940. Dagskrá ferðarinnar er sem hér segir: Laugardagur 28. marz. Kl. 13 Lagt af stað frá L & L. KI. 16 Miðdegiskaffi í Reynihlíð, (far- angri komið fyrir). Kl. 17. Frjálsst. Kl. 19. Bað í Grjóta- gjám (upplýstar með gasljós- um). Kl. 21. Kvöldvaka, mynda- sýningar. Kl. 24. Kyrrð. Páskadagur 29. marz. Fyrir hádegi. Ekið að Skútustöðum og hlýtt á messu. Kl. 12. Hádeg- isverður. Kl. 13. Vlið um göngu á Hverafjall, útreiðartúr, dorg, skauta o. fl. Kl. 19. Kvöldverð- ur. Kl. 20. Bað í Grjótagjám (upplýstar með gasljósum) Kl. 21. Kvöldvaka (skemmtikraft- ar). Kl. 24. Dansað. Kl. 02.30. Kyrrð. Annar i Páskum, 30. marz. Kl. 9. Fótaferð og morgunverð- ur. Kl. 10. Ekið í Námaskarð. Kl. 12. Hádegisverður. Kl. 13.30. Brottför. Á heimleið úr Mývatnssveit. Byggðasafnið á Grenjaðarstað skoðað. Laxárvirkjun og Reykj- arhverfi skoðað. Kl. 21. Komið ti Akureyrar. □ Húsbruni á Dalvík Sigríður horfir á Iðunni og fylgir henni með augunum, meðan þær 'búa sig undir nóttina. Hún reynir sjálf að segja hrafl af því, sem hún hefir aðhafst um kvöldið. Iðunn brosir aðeins hlýlega til hennar og svarar stundum á víð og dreif og smeygir sér sxðan inn í svefnklefa sinn. Sigrður verður að láta sér nægja forvitnina eina og vaka eða sofa yfir henni. Iðunn kærir sig ekkert um að segja Sigríði neitt um heimsókn- ina hjá Rossí. En ef til vill hefði hún spjallað dálítið um þetta við Björgu, ef hún hefði komið í stað Sigríðar. Iðunn er ekki eins viss um Sigríði, hún er svo opinská og skrafhreifin, en getur sam- tmis verið talsvert dul. Það er svo erfitt að átta sig á, hvort hún er sannur vinur eða ekki. Þegar Iðunn er háttuð berst henni til eyrna deyfðir flygiltónar. Hún hlustar og heldur nærri anda. „Elegí“ aftir Massenet getur vakið hjá manni titrandi þrá eftir — já, eftir hverju? Kannski ást. Hefði það verið annar maður, sem spilað hefði þarna inni: Fyrst „Elegí“ eftir Massenet, og síðan strax á eftir „Crescendó" eftir Lasson. Þá hefði það verið eins og ástarjátning og ósk um heita ástarstund. En nú er það Rossí, sem leikur á flygilinn. Og hann leikur ekki Crescendó. — Nei, nú vill hún hætta að hugsa — og fara að sofa. En Sigriður liggur vakandi. Hún heldur áfram að hugsa um Iðunni og dvöl hennar hjá Rossí. Hvernig stóð nú á því? Henni væri sveimér forvitni á að vita nánar um það. — En svo varð henni hugsað um sín eigin einkamál. Það er eitthvað, sem angrar hana. Já, hxin sér eftir því, að hún hafi látið þennan síðasta vininn kyssa sig í kvöld. Það var í fyrsta sinn, sem þau voru saman tvö ein. Og hún hefði ekki átt að sýna honum nein bliðuhót, svona undir eins. Um einn koss var ekki mikið að fást. En samt fannst henni, að þessi nýji vinur hefði rænt hana einhverju. Hann hefði náð taki á henni allt of fljótt og auðveldlega. Æ-i. En honum var kannski alvara? Og þá var allt öðru máli að gegna. Hún bylti sér í rúminu. En að hún skuli aldrei geta haldið pilt- unum nægilega langt frá sér til þess, að þeir fái dálitla virðingu fyrir henni! Því ber það ekki einmitt vott um virðingarleysi, að þeir vilja óðar fara að kyssa hana, verði þau tvö ein dálitla stund. Sigriður lokar augunum. Hún verður að sofa, sofna frá þessum vandræða-hugsunum. En hún sofnar ekki. I þess stað minnist hún laugardagsins heima — og samverunnar með Lárusi.---------------- Rossi stendur upp af flygilstólnum. Hann langar ekkert til að spila Crecendó á eftir Elegi. Hann er heldur ekkert að hugsa um konur, er liprir fingur hans leika um nótnaborðið. Hann slekkur á öllum skringilegu smálömpunum víðsvegar í stofunni og gengur síðan léttstígur inn svefnherbergið sitt. Hann sezt á kollustólinn fyrir framan mannhæðarháan spegilinn og horfir lengi í hann. Svo tekur hann upp smátöng og kippir upp einu og einu hári á víð ag dreif í augnabrúnunum. Síðan smyr hann andlit sitt með hreinsismyrslum, ber dálítið af ilmandi olíu í hárið og nuddar það vel niður í hárssvörðinn, burstar síðan hárið AUÐHILDUR FRÁ VOGI: | GULLNA BORGIN | upp og niður og bylgjar það með snöggum hreyfingum. Hann af- klæðir sig í skyndi og smeygir ser í silki-náttfötin. Hann kveikir í vindlingi, tekur sér bók og opnar hana. En hann fer ekki að lesa. Hugur hans er á langferð, — alla leið til vinar hans, Haralds Gilde, vestur í Ameríku.— Þegar hann kemur er Rossí ekki lengur ein- mana. IX. Björg er á heimleið til vistarveru sinnar. Hún er brosleit alla leiðina. Hún getur ekki stillt sig og fundið alvörusvip sinn aftur. Er það kannski ekki raunverulegt ævintýri, sem hún hefir lent í? Jú, svo sannarlega er það svo----------- Hún er komin á torgið. Henni verður sem snöggvast litið á klukku Ðómkirkjunnar. Vísarnir eru að nálgast 12 á miðnætti. Hún er eiginlega ekkert hrædd, en dettur svo allt í einu í hug, að hún er alein á ferð í dimmum götum um hánótt. Hún flýtir sér eins og hún frekast getur. En það er alltaf, eins og henni heyrist fótatak laumast á eftir sér. Og þá er eins og hennar eigin fætur bregðist henni og missi hraðann. En loksins blasir við henni kynningaríjósið á Fegrunarstofnuninni. Það lýsir svo bjart og kunnuglega og virðist brosa við henni sem gömlum vini. Hún skellir hurðinni aftur á eftir sér. Henni verður léttara um andadráttinn. Nú er henni borgið og óhætt fyrir öllum vofum og illþýði næturinnar, sem sennilega eru á ferli um þetta leyti. Hún brosir við sjálfa sig og háttar í skyndi. Nú ætlar hún að vefja vel að sér sænginni og gleðja sig svo við að rifja upp ævintýri kvöldsins! Eða allt frá því að Eyvindur Krag hringdi til hennar fyrir hádegi. Þetta hafði komið svo óvænt. Hún hafði víst orðið hálfrugluð í kollinum í fyrstu og helzt svarað út í hött. En hann hlaut að hafa heyrt, hve glöð hún varð, þegar hann bauð henni kaffi um borð í skipi sínu. Þetta var dásamleg tilviljun, að hún skyldi hitta Krag stýrimann. Hvernig byrjaði þetta nú annars í símanum? Jú, hann átti að bera henni kveðju frá bróður hennar. Þeir væru góðir kunningjar og skólabræður úr stýrimannaskólanum, Og nú hefðu þeir hitzt nýlega í einum bæjanna fyrir sunnan. Þeir hefðu báðir legið þar í höfn nokkra daga. Þá hefðu saman og spjallað um svo margt. Og er Krag átti að fara hingað, hefði Steinn beðið hann að bera systur sinni kveðju. Og þannig hefði Eyvindur Krag fengið heim- ilisfang hennar. — Hún skyldi sveimér skrifa bróður sínum langt þakkabréf við fyrsta tækifæri. En Krag hafði stungið upp á, að svona kveðju ætti nú helzt að skila á persónulegum vettvangi! Björg hafði hlegið og verið sammála. Hún hafði áður séð ljósmynd hjá bróður sinum, þar sem þeir Eyvindur Krag stóðu samhliða. Björg hafði verið í ákaflega góðu skapi í dag, þegar hún gekk ofaná Strandbryggju um sjöleytið og fór um borð i bæjarferjuna. Síðan hafði ferjan olnbogað sig í skyndi fram á milli næstu bæjar- eyjanna, og Björg loks stokkið í land á eina þeirra. Nokkrir sjómenn stóðu á bryggjunni, og óðar er Björg var komin í land, kom einn piltanna úr flokknum á móti henni. Hún þekkti hann undir eins, áður en hann hafði mælt orð af munni. Hún þekkti aftur brosið, vel mótaðan munninn með breiðum og jöfnum tann- garði, þrekvaxinn mann af liðugri meðalhæð í stýrimannsbún- ingi. Hún hefði ekki sinnt neitt forvitnu augnaráði hásetanna umhverfis sig. Hann hefði heilsað henni með handabandi, föstu taki. Og síð- an höfðu þau gengið þvert yfir eyna að skipasmíðastöðinni. Hún hefði orðið hálfsmeyk, er þangað kom. Fimm svartir skipsstafnar risu ægilega hátt rétt fyrir framan þau! Þau höfðu spjallað saman alla leiðina, en hún man ekki almennilega um hvað það var. Hún vonar aðeins, að hún hafi ekki verið alltof barnalega heimaalnings- leg og áberandi glöð. Hann hefði lyft henni ofan i róðrarbát og brosað glaðlega. Svo stjakaði hann bátnum yfir að hlið þessara ógurlegu svörtu skips- kassa. Síðan höfðu þau klifrað upp ægilega háa skipshlið í kaðal- stiga, sem hékk í lausu lofti og sveiflaðist fram og aftur við hvert spor þeirra. Hún hefði klifrað á undan, en hann á eftir henni. Og hann hefði sagt henni i spaugi, að þó að hún missti takið, skyldi hann taka á móti henni. Þau hefðu þó komizt upp heil á húfi. Hana hefði hryllt við, er hún sá ofan, hvað þau hefðu farið. — Það er fjórði báturinn í röðinni, þar sem ég á heima, hefði hann sagt henni og fylgt henni þvert yfir þilfar skipsins, sem þau voru komin upp í. Þaðan lá mjó brú yfir x næsta skip. Hún hefði séð ofan í sjóinn, sem gjálfraði svartur og gljáandi milli skipanna langt langt niðri. En hún fetaði samt gætilega yfir brúna og hélt tungunni í miðjum munni. Hún hefir hvorki þorað að líta til hægri né vinstri. Og henni hefði fundist lífið hanga í þræði í hverju spori. í stýrimannsklefanum var hlýtt og vistlegt. Drifhvitur dúkur var breiddur á borðið, og þar stóð gljáandi bakki með bollum og kaffi- könnu og margs konar góðu kaffibrauði. Og jafnvel sykurker hafði ekki gleymzt. Björg verður að brosa er hún minnist hve mikla fyrir- höfn og fjölbreytta hann hafði gert sér. Framhald. ,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.