Dagur - 12.03.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 12.03.1964, Blaðsíða 7
7 Frostastöðum 2. marz. Fyrir skömmu átti Lilja Sigurðar- dóttir í Ásgarði, löngum kennd við Víðivelli, áttræðisafmæli. Kvenfélag Akrahrepps stóð fyr ir hófi til heiðurs afmælisbarn- inu og var það haldiö að Héð- insminni s.l. miðvikudag. Var þar samankomið töluvert á ann að hundrað manns. Frú Helga Kristjánsdóttir á Silfrastöðum, formaður kven- félagsins, setti samkvæmið og stjórnaði því. Aðalræðuna fyrir minni heiðursgestsins flutti frji Gunnhildur Björnsdóttir í Grænumýri og las hún einnig upp afmælisorðsendingu til Lilju frá Jensínu Björnsdóttur frá Miklabæ, sem nú er búsett í Siglufirði. Þá tóku og til máls Haukur skólastjóri á Hólum og frú hans, Magnús Kr. Gíslason á Vöglum, fröken Ingibjörg Jó- hannsdóttir á Löngumýri, Björn Sigurðsson á SLóru-Ökrum, Ingibjörg . Stefánsdóttir á Vögl- um og loks aímælisbarnið sjálft, er flutti mál sitt að mestu í ljóð um. Karlakórinn Feykir söng nokkur lög og sýndar voru tvær stuttar kvikmyndir. Var önnur þeirra íslenzk litkvik- mynd, að nókkru frá Víðivöll- um, tekin af Viggó Natanels- syni. Allt fór þetta fram með miklum ágætum og er ekki að . efa, að hið aldna afmælisbarn hefur haft af því mikla og verð skuldaða énægju. Lilja í Ásgarði er kona gagn- merk fyrir margra hluta sakir og á ýmsan hátt óvenjulegur persónuleiki. Gófur hennar eru fjölbreyttar og fx-jóar. Áhugi hennar, dugnaður og fram- kvæmdaþrek með fádæmum. Skrúðgarðurinn á Víðivöllum var á sínum tíma víðfrægur fyr ir fegurð og fjölbi-eytieik og þótti eitt hið mesta gei-semi sinn ar tegundar, sem fyrirfannst á - Fréttabréf frá Oslo sem um er að ræða, hver ein- stakur bóndi sé virkur þátttakandi í sjálfri skipulagn- ingunni. Og að lokum til sveita fólksins, sem þarna sat þúsund- um saman. Hverfið ekki frá jörð og búi, þótt útreikningar og áætlanir sýni að búið geti ekki gefið 30% tekjuauka um árið, eins og gert er ráð fyrir í iðnðinum. Munið að í því spegl ast ekki allt innihald lífsins og tilverunnar. Af þessum litla útd-rætti geta lesendur Dags séð að umræðu- efnin ei-u svipuð hér og á Fróni. £ Hjörtur E. Þórarinsson. landi hér. Hann var verk Lilju og það vei'k lofaði sannarlega meistarann. En listfengi Lilju hefur birzt á fleiri sviðum og raunar hvai-vetna þar, sem hún hefur lagt hönd að vei'ki. Hún réði gerð hátíðamerkis Skagfirð inga á alþingishátíðinni 1930 en það þótti hvort tveggja í senn bæði fagurt og sérkennilegt. Barnavinur er Lilja einstakui'. Um fjölda ára hélt hún á vetr- um jólatrésskemmtanir fyrir öll böi'n í Akrahreppi og bauð þeim auk þess til veizlu á sumr in og nefndi Ásgai'ðstöðugjöld. Lilja var um árabil kennari við húsmæðraskólann á Löngumýri og stóð auk þess fyrir námskeiði í vefnaði, saumum o. fl. Á efri árum réðist Lilja í það þrek- virki, ásamt fóstursyni sínum, Fi-iðjóni Hjöi-leifssyni, að reisa nýbýlið Ásgai'ð og þar hefur hún komið upp miklum húsa- kosti og hafið i'æktun. Og þegar Lilja leggur nú á níunda tuginn, gæti enginn, sem tekur hana tali, ímyndað sér að þar mæli átti-æð manneskja, svo gneistar ennþá af henni áhuginn, eld- móðurinn og lífsfjörið. Hún á áreiðanlega fáa sína líka. mhg GJAFIR TIL ODD- EYRARSKÓLA NÝLEGA hefur Oddeyrarskól- anum verið gefnir vei'ðlauna- gripir til að keppa um í íþrótt- um. Gefandinn, Vilhelm Þoi'- steinsson, skipstjóri, afhenti þá í skólanum þann 17. þ. m. og ávai’paði böi'nin um leið. Er hugmynd gefandans með þess- um gjöfum að glæða áhuga bai'nanna á hollum íþi’óttum og útiveru. Af gjöfum þessum ber fyrst og fremst að nefna veglegan skíðabikar, sem er farandgrip- ur, og vei’ður keppt um hann af eldri deildum skólans. Þá hlýt- ur sá skíðamaður, sem beztum árangri nær í keppninni lítinn bikar til eignar. Þá gaf Vilhelm einnig lítiii fótboltabikar til að keppa um í 3. og 4. bekk, og er hann fai'- andbikar. Gert er ráð fyrir að keppa um þesa verðlaunagi'ipi í vetur og vor. Um leið og ég flyt Vilhelm Þorsteinssyni beztu þakkir skól ans fyrir þessar smekklegu gjafir og þann hlýhug til skól- ans, sem hann hefur sýnt, vil ég óska þess, að þessir verð- launagripir vei'ði til að glæða áhuga barnanna á íþróttum og útilífi. Eiríkur Sigurðsson. 'Þökkúm mnilega aoðsýnda vinsemd og samóð við , andlát og jarðarför MAGNÚSAR JÓNASSONAR, lögregluþjóns. Goðmondor Jónasson og fjölskylda. - Fréttir úr Bárðardal (Fi'amhald af blaðsíðu 8). Jónsson hx-eppstjóri og Sigríður Jónsdóttir frá Baldursheimi. Þau fluttu að Stóruvöllum ætt- aróðali Páls og var Jón þá á unga aldri, og þar ólst hann upp. Jón naut þeirrar menntun- ar sem þá var helst aðgengileg ungum mönnum á þessum slóð- um, en það var ungmennaskóli á Ljósavatni. Þangað fór hann og var síðan tvo vetur á búnað- arskólanum á Hólum. Með þetta veganesti gei'ðist Jón bóndi og í-ækti það starf af lífi og sál. Alla sína búskapai'tíð var hann á Stóruvöllum, eða hluta af jörðinni. Kvæntur var Jón Guð björgu Sigurðardóttur Jónsson- ar á Ystafelli. Nú síðustu árin hafa þau hjón verið í skjóli son- ar síns Páls H. Jónssonar og konu hans Huldu Guðmunds- dóttur á Lækjai'völlum, sem er nýbýli, er þau hafa byggt upp. Jón var áhugasamur um félags- mál, eindreginn samvinnumaður og di’englyndur í öllum skipt- um. Hann var góður og hjarta- hlýr heimilisfaðir. Þ. J. - Trésmiðjan Borg á Sauðárkróki. . . (Framhald af blaðsíðu 8). Félagið heitir Trésmiðjan Borg h.f. og eru í stjói'n þess þrír smiðir, Stefán Guðmundsson, Vilhjálmur Hallgn'msson og Hi-einn Jónsson, sem allir vinna á verkstæðinu og er Stefán Guðmundsson fx-amkvæmdastj. Þeir félagar byrjuðu á því að stækka húsnæði, sem keypt var, og afla nauðsynlegra véla. Keyptu þeir sérstaka þýzka gufuhitaða spónlagningai’pi'essu og aðrar nauðsynlegar vélar og hafa nú góð og fullkomin tæki til framleiðslunnar, sem hófst í byrjun desember s.l. Nú vinna á verkstæðinu sex menn og vii'ðist þörf á því að fjölga stai'fsmönnum þar sem pantaíiir hafa boi'izt svo, að þeir hafa vart undan. Auk þess að sinna vei'kefnum fyrir bæjarbúa og héraðsmenn, mun Tx’ésmiðjan Boi’g h.f. taka að sér verk fyrir aðra eftir því sem ástæður leyfa og beiðnir berast. Slippstöðin á Akureyri mun t. d. hafa sýnishoi'n fram- leiðslunnar og geta því Akui'- eyringar og aðrir, sem þar eiga leið um, kynnt sér hana og lagt inn pantanir. Fyrirhugað er að fi’amleiða á lagei’, þó að enn hafi ekki unn- ist til þess tími. Hins vegar mun það að jafnaði vei’a hagfelldara fyrir kaupendur að fá afgreidd- ar sérpantanir með tilliti til þess að fá samstæðan spón og líka áfei'ð á hurðum í íbúðir. Trésmiðjan Boi-g framleiðir hui'ðir spónlagðar með ýmsum viðartegundum, skrásettar og hengslaðar með harðviðarkarmi og gerektum. Fagna ber þessu þjónustu- framtaki og óska því góðs geng- is og hagfelldra viðskipta. G. I. AUCLÝSH) f DECI FKAMSÓKNARFÓLK. Kom- ið á fundinn í skrifstofu flokksins n. k. föstudagskvöld. Sjáið nánar auglýsingu í blað inu í dag. LEIÐRÉTTING. Fyrsta lína í kvæði Sigui'ðar Sveinbjörns- sonar í síðasta tölublaði á að hljóða svo: Nú drúpa fjöll og dalir og leiði'éttist það hér með. GOLFKLÚBBUR AKUREYR- AR hefur golfmót á laugai'- dag kl. 1,15. Keppendur mæti ekki síðar en kl. 1 e. h. JVmtsIióIutsafmð er opið alla virka daga kl. 2—7 e. h. MINJASAFNIÐ á Akureyri er opið á sunnudögum kl. 2—5 e. h. VINNULAIJNIN 25 MILLJÓNIR KR. f RÆÐU Steingríms Hermanns sonar, 17. tbl. bls 2, misprentað- aðist málsgrein. Rétt er hún svona: Við 30 þús. tonna alum- ittmverksniiðju myndu vinna unt 250 rnanns. Við getum því áætlað vinnulaunin um 25 millj. króna á ári. Ef gert er ráð fyrir að raforkan verði seld á 13 aura kwst, myndum við fá þar urn það bil 60 killj. króna á ári. Söluverðmæti framleiðslunnar á erlendum markaði myndi verða um 6—700 millj. króna. Ekki virðist óeðlilegt að ætla að a. ni. k. 10% af þessu sé hagnaður, og gætu þá skattar og önnur innlend gjöld orðið 30 millj. kr. Samkvæmt þessu yrðu tekjur okkar samtals um 115 millj. kr. á ári. □ FÖGUR MINNING- ARGJÖF LÖGMANNSHLfÐAPuECIRKJU hefir borizt fögur minningar- gjöf. — Hefir Jónas M. Hálfdán- arson gefið kirkjunni tíu þús. ki'ónur til minningar um móð- ur sína Kristínu Rannveigu Sig- ui'ðai'dóttui'. — Kristín Rannveig var fædd 2. júlí 1874 að Hraunshöfða í Öxnadal, — en ólst upp í Kræk- lingahlíð og bjó á Grænhól. — Hún andaðist 27. maí 1955 og var jarðsungin í Lögmannshlíð- arkirkju 4. júní. Rannveig var myndaikona, glaðlynd, um- byggjusöm, óséi'hlífin, — og kæi'leiksrík. — Blessuð sé minn- ing hennar. — Og hjartans þakklæti fæi'um við gefandan- um fyrir fórnarhug hans og vin- semd í garð kirkjunnar. — Sóknarprestar. HÆNU-UNGAR! Þeir, sem hafa liugsað sér að panta hænuunga, frá Bessastöðum, í vor, tali við mig sem fyrst. Jón Samúelsson, sími 2058. HÓPFERÐ á Sæluviku Skag- fii'ðinga, sem vei’ður 5.—12. apríl í undirbúningi. Lönd & Leiðii'. Nánar auglýst síðai'. STÚKAN ísafold Fjallkonan nr. 1, heldur fræðslu og skemmti kvöld að Bjargi laugardaginn 14. mai'z kl. 8,30 síðdegis fyrir félagsmenn og gesti. Samfelld dagski-á. — Félagsvist, dans, hljómsveit leikur. — Aðgangs eyrir kr. 25,00 við innganginn. Nefndin. HÆGINDASTÓLL og 4 borðstofustólar, mjög ivel með fa'rnir, til sölu. Höskuldur Markússon, sími 1549. TIL SÖLU: Tvö bamarúm með lausri grind. VertS kr. 600.00 stk. Mýrarvegur 118. TIL SÖLU: Svefnsófi og tveir stopp- aðir stólar. Til sýnis í Glerárbakka. HÚSIÐ NORÐURGATA6B er til sölu. Húsið er til Býnis næstu kvöld á milli 8—9. Tilboðum sé skilað fyrir 20. marz til Sveins Sigurbjömssonar, sem gef- ur nánari upplýsingar í síma 2578 milli 6—7 e. h. TIL SÖLU: Suðurendi hússins Lundargata 3, Akureyri, er til sölu og laus til íbúð- ar 14. maí næstk. Nánari upplýsingar gefur frú Ingibjörg Halldórs- dóttir, Strandgötu 17, kl. 4—6 síðdegis. UNGUR, REGLUSAMUR MAÐUR óskar eftir einu eða tveim- ur herbergjum. Há leiga. Uppl. í síma 1800. LAUGARBORG Dansleikur laugardaginn 14. marz kl. 9.30 e. h. Hljómsveit Birgis Marin- óssonar og Saga. Sætaferðir. Kvenfélagið íðunn U.M.F. Framtíð

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.