Dagur - 21.03.1964, Blaðsíða 5

Dagur - 21.03.1964, Blaðsíða 5
4 tv.-w»w.iirtÍriWWii Skrifslofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚ ELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NÝIR SPÁMENN ÞÓTT bændur séu Gylfa Þ. Gísla- syni og Gunnari Bjarnasyni reiðir vegna mjög niðrandi ummæla þeirra um íslenzkan landbúnað, sem vissu- lega getur heyrt undir atvinnuróg af verstu tegund, hafa þau leitt til nauð- synlegra umræðna, sem enn standa. Þær umræður eru landbúnaðinum og bændastéttinni mjög hagstæðar. Hinir nýju spámenn, Gylfi og Gunn- ar, segja að landbúnaðurinn sé hem- ill á hagvextinum og að íslenzkir bændur séu ölmusumenn sem þurfi að fækka um nálega fimm þúsund. Þetta eru umbúðalausar kenningar og fram settar í trausti þess, að þær eigi hljómgrunn hjá mörgum neyt- endum, sem ekki hafa aðstöðu eða áhuga á því að fylgjast með landbún- aðarmálum, en vilja ekkert fremur heyra en það, að hægt sé að kaupa búvörur við vægu verði ef upp sé tek- in ný og róttæk landbúnaðarstefna í stað hinnar gömlu. Margir trúa því að hálfu leyti, eftir endurtekinn áróð- ur, að íslenzkur landbúnaður Iiafi ekki fylgt hraðfara þróun tímans og tækninnar. Hann sé eins konar eftir- legukind meðal atvinnuvega þjóðar- innar og bændur að verulegu leyti ómagar á þjóðfélaginu. En hinir nýju spámenn hafa rekið sig á óþægileg rök í þessu efni, sterkari rök en liinar nýju kenning- ar þola. Auk þess hefur bændastéttin sameinazt til varnar og fundið lijá sér stéttvísi í stað sundrungar, enda við þá talað, sem ævinlega og ómerkilega þræla. f umræðum um landbúnaðarmál undanfarnar vikur og mánuði hefur verið á það bent með fullum rökum, að i'slenzkir bændur hafa síðustu ára- tugina aukið meira framleiðslu sína hlutfallslega en bændastétt nokkurs nágrannalands okkar hefur gert, hvort sem litið er á heildarfram- leiðslumagn eða framleiðslu á ein- itakling. í þeim samanburði þurfa íslenzkur bændur ekki að bera kinn- roða eða láta óábyrga og málóða menn eina hafa orðið. Ef íslenzkur landbúnaður er bor- inn saman við aðra atvinnuvegi, inn- lenda, verður hlutur bændanna engu óhagstæðari en í dæmi því sem fyrr var nefnt. Samanburðurinn sýnir, svo ekki verður um villzt, að íslenzk- ur landbúnaður hefur síðasta áratug- inn aukið framleiðslu sína þrisvar sinnum meira en aðrir atvinnuvegir hafa gert til jafnaðar á þessu árabili. Svo koma pólitískir spákaupmenn og kassapredikarar og halda því fram, að landbúnaðurinn hér á landi sé eitthvert fornaldarviðundur og gust- ukameðlimur í hinni stóru fjölskyldu íslenzkra atvinnuvega! □ Á FUNDI Framsóknarfélaganna á Akureyri, fyrir skömmu, flutti Helgi Bergs alþingismaður og ritari flokksins ræðu þá, sem hér eru birtir kaflar úr. í UPPHAFI „viðreisnartíma- bilsins“ sagði Ólafur Thors, að nú ætti að horfast í augu við allan vandann í einu. Bjarni Benediktsson sagði, að nú þyrfti að gera róttækar ráðstafanir og taldi „viðreisnina“ vera það og koma í veg fyrir, að árlega þyrfti að gera ráðstafanir í efnahagsmálum. Gunnar Thor- oddsen kallaði „viði’eisnina“ nýja þjóðfélagshætti og aðal markmið hennar væri ekkert minna. Það var þess vegna ekkert lítið, sem til stóð. Fyrir kosningarnar í sumar var því stöðugt haldið fram, að „viðreisnin" hefði heppnast og flest léki í lyndi í okkar efna- hagsmálum. En í haust, þegar ríkisstjórnin hafði tryggt sér meirihluta til að halda sætum sínum og hversdagsstarfið tók við, þá kom önnur mynd af ástandinu í ljós. Þá sögðu stjórn endurnir, að það væri stórfelld- ur halli á viðskiptum okkar við útlönd.Vöruskiptahallinn myndi nema um 700 millj. kr. á árinu sem leið. Innflutningurinn var algerlega stjórnlaus og „finans- eraður“ af erlendum skyndilán- um. Þetta hafði leitt til óeðli- legrar byrgðasöfnunar í landinu í sumum vöruflokkum. Gjald- eyrissjóðirnir voru hættir að vaxa, var okkur sagt og fóru jafnvel minnkandi á tímabilum á árinu, sem leið. Það var halli á framleiðslu útflutningsatvinnu veganna. Sparifjáraukningin var mjög lítil, vinnuaflið var á uppboði. Þannig var nú ástand- ið á s.l. hausti, þrátt fyrir margra ára atvinnugóðæri. Ekki þarf að fara í neinar grafgötur með það, að slíkt ástand skapast ekki nema sam- an fari röng stjórnarstefna og margvísleg afglöp í framkvæmd hennar. „Viðreisnin" var í fyrsta lagi stórfelld gengislækkun, í öðru lagi var bannað, að kaupgjald skyldi fylgja verðlagsvísitölunni eftir og í þriðja lagi voru vextir stórhækkaðir, fjárbinding tekin upp og samdráttur boðaður í atvinnulífi og framkvæmdum. Tilgangurinn með þessu var fyrst og fremst sagður vera sá, að koma í veg fyrir, að það ástand héldi áfram, sem kallað var, að menn lifðu um efni fram. Leiðin til að koma í veg fyrir það, var að sjá svo um, að kaup getan minnkaði, þ. e. a. s., að verðlag í landinu hækkaði meira en kaupgjaldið. Vísitölu- ákvæði var bannað í kaupsamn- ingum og með því var verið að flytja ábyrgðina af verðlagsþró- uninni úr höndum ríkisstjórnar- innar og leggja ábyrgðina á herðar launþaganna í Iandinu. Af „viðreisnarstefnunni“ leiddi að allur stofnkostnaður og fjár- magnskostnaður, hvort sem það var kostnaður við heimilisstofn un, útgerð, búskap eða hvers konar atvinnutæki hækkaði stór lega þegar kaupgjald og atvinnu tekjur stóðu í stað. Þannig urðu hlutföllin milli stofnkostnaðar annars vegar og atvinnutekn- anna hins vegar miklu óhag- stæðari en þau voru áður. Harð ast kom þetta niður á ungu fólki Það liggur í augum uppi, að þegar þessi hlutföll breyttust svona mikið, hlaut það að verða öllum almenningi ókleift að standa undir eðlilegum stofn- kostnaði og fjárfestingarkostn- N í ii Helgi Bergs alþingismaður. aði, með þessu nýja verðlagi, nema verðbólga kæmi til hjálp- ar. Þannig urðu þessar ráðstaf- anir til þess að stór hluti þjóð- arinnar þurfti beinlínis á verð- bólgunni að halda. Afleiðingin varð m. a. sú, að auka vantrú manna á, að stöðugt verðlag héldist. En ef þá trú vantar, gerir fólk sínar ráðstafanir í peninga málum í samræmi við verðbólg- una. En ekkert matar verðbólg- una meira en slíkar ráðstafanir. Það var boðað í upphafi „við- reisnarinnar,“ að það mundi verða og ætti að verða samdrátt ur í fjárfestingu og jafnvel í at- vinnulífinu, hæfilega, til þess að koma í veg fyrir þensluna. Stefnt var að því, sem stundum er kallað hæfilegt atvinnuleysi. En slík efnahagsstefna, sem boð- uð var, þar sem allt átti að vega sig sjálft og kerfið átti að vera sjálfvirkt, eftir lögmálum fram- boðs og eftirspurnar peninga og fjármagns, fær ekki staðizt, nema eitthvað atvinnuleysi sé. Sem betur fór var stefnan samt framkvæmd þannig, að hún hafði öfug áhrif við það, sem boðað var. En það kom fleira til, til þess að skapa þá niðurstöðu, sem orðin er, heldur en röng stefna. Það voru einnig bein fjármálaafglöp framin. Þegar vextirnir voru hækkað- ir var það rökstutt á þann veg, að það ætti að skapa jafnvægi milli framboðs og eftirspurnar á fjármagninu. Nú er ljóst, að jafnvægisleysi í þessu sviði hef ur aldrei verið meira, og skort- ur á lánsfé aldrei eins tilfinnan- legur. Vaxtahækkunin náði þess vegna ekki þessu markmiði en hafa í þess stað íþyngt allri atvinnustarfsemi í landinu á þann veg sem við þekkjum. Og alveg sérstaklega hafa háu vext irnir haft mikil áhrif á verðlags þróunina í landinu. Tökum til dæmis húsnæðiskostnaðinn og hver áhrif hann hefur á kaup- hækkunarþörf launþeganna. Þannig dreifast áhrif vaxtann'a um allt efnahagslífið til hækk- unar. Þetta var réttlætt með því að það væri sanngirnismál spari- fjáreigenda. Nú liggur það alveg ljóst fyrir, að sparifjáreig endur hafa sízt hagnast á þeim árum, sem síðan eru liðin, því að krónurnar hafa minnkað svo miklu meira en sem vöxtunum nemur. Þetta er vítahringur vegna þess, að hinir háu vextir eiga einmitt sinn þátt í því að svona hefur farið. Það eru þess vegna aðrir hlutir, sem ráða úr- slitum um hag sparifjáreigend- anna. Þeirra hagsmunamál er auðvitað miklu fremur stöðugt verðlag. (MEIRA) Amerískur sfúdentakór heldur tónleika á Akureyri í apríl MIÐVIKUDAGINN 8. apríl n. tónleikum sem haldnir verða í k. er væntanlegur til Akureyrar Akureyrarkirkju. ameríski stúdentakórinn North Þetta er 40 manna blandaður Texas State University Choir, kór, sem undanfarnar vikur hef og mun hann syngja á einum (Framhald á blaðsíðu 7). North Texas State University Choir. 5 ÞINGMENN OG STÓRVIRKJUN MORGUNBLAÐIÐ segir frá að stórvirkjunarmál og stóriðju mál hafi nýlega verið rædd á Varðarfundi í Reykjavík. For- maður stóriðjunefndar, Jóhann- es Norðdal, sagði þar, aðspurð- ur (frásögn Mbl.), að ekki væri gert ráð fyrir almennri löggjöf um stóriðjumál, heldur myndi „hugsanlegur samningur lagður fyrir Alþingi til staðfestu. Myndi hann fjalla um ákveðið fyrirtæki og ákveðna fram- kvæmd.“ Vonandi reynist sú spá J. N. rétt, að ríkisstjórnin fari ekki fram á almenna heimild til að leyfa erlendum fyrirtækjum at- vinnurekstur hér á landi. Hitt er furðulegt, ef hún ætlar ekki að veita Alþingi eða trúnaðar- mönnum þess aðstöðu til að taka þátt í undirbúningi máls- ins. Sérílagi vekur það umtal hér um slóðir, að þingmenn stjórnarflokkanna í Norður- landskjördæmi eystra skuli taka þátt í því, að gera þennan undirbúning að einkamáli í stjórnarherbúðunum og ekki hafa samráð við meðflutnings- menn að tillögunni um norð- lenzka virkjun. En þrátt fyrir það munu þing- menn Framsóknarflokksins hér í kjördæminu vera á verði í þessu máli hér eftir sem hingað til, og legja sig fram til að koma í veg fyrir, að sjónarmið Norðlendinga og Austfirðinga verði fyrir borð borin. Tillaga Framsóknarflokksins um með- ferð stórvirkjunar- og stóriðju- mála hefur enn ekki verið tek- in til meðferðar á Alþingi þeg- ar þetta er ritað. Sumir eru þeirrar skoðunar, að tillaga stjórnarinnar í þess- um málum verði á þá leið, að virkja skuli Búrfell og heimild veitt til að semja um að reisa iðjuver við Faxaflóa eða Eyja- fjörð! Þetta væri það, sem kalla mætti „snuð“ handa Norðlend- ingum. Stjórnin og viðsemjendur hennar hefðu þá á sínu valdi eftir á, að dæma Eyjafjörð úr leik vegna „tæknilegra örðug- leika“ á því að leggja línu norð- ur eða vegna einhvers annars. Laumuspilið er óhugnanlegt og vekur tortryggni, sem full ástæða er til. □ <#N#s#s#v#s#'^#s#'#s#s#<#s#'#'#v^#'#^#^#'#'#*r#K#'#s#s> GÓÐ SILUNGSVEIÐI Reynihlíð 20. marz. Meginflói Mývatns er enn ísi lagður. En ekki er lengur farið á bílum út á þann ís, svo ótraustur er hann orðinn og víða autt með lönd- um. Silungurinn, sem nú veiðist er miklu stærri en í fyrra og yfirleitt er veiði fremur góð. íTún eru byrjuð að grænka. Fé hefur ekki enn verið sleppt. Birgir Brynjólfsson, sem verið hefur á Reyðarfirði undanfarið og unnið að uppsetningu sjón- leiks, er væntanlegur hingað aft ur. Mun þá í ráði að sýna „Allra meina bót“ víðar en hægt var að gera í vetur P. J. LITAST UM f HÖFUÐSTAÐ NORÐURLANDS GLÖGGT er gestsaugað: Akur- ureyri er fallegur bær, og út- sýnið sérkennilegt. Það dylst fáum sem þangað koma, þeim er hafa opin augu. Þó hált sé á götunum, get ég ekki setið á mér, nema að fara í gönguferð um bæinn. Það er gaman að sjá hve mikið hann hefur stækkað síðan ég var búsett þar. Fyrst fer ég niður á Eyrina. Það er einkennilegt hvað hún er lokk- andi. Hún á sína sögu. Þar bjuggu eitt sinn margir brodd- borgarar, „Gunnar, Héðinn og Njáll.“ Annars hétu þeir öðrum nöfnum. Þegar ég var barn komu þeir út í sveitina á haust- in og keyptu fé af bændum. Við börnin þorðum naumast að draga andann fyrir lotningu, þegar við sáum þá koma þeys- andi eftir veginum, með marga hesta til reiðar. Það glansaði á fínu reiðstígvélin þeirra, hvort sem það var sólskin eða regn. Það var eitthvað ofurmannlegt við þá, og ríkir hlutu þeir að vera úr því að þeir gátu keypt svona margar kindur. Það var enginn smáræðis hópur, sem þeir fóru með til baka, og hver merkti sitt fé með vissum lit, rauðum, bláum, grænum. Mér virtist sem kindurnar væru upp með sér af því að fá að vera í eigu svo fínna manna, ég óvit- inn vissi ekki að fyrir þeim lá ekkert annað en að verða flutt beint í sláturhúsið. Það er gott að vera barn, og sjá allt í hyll- ingum. Og sem ég stóð þarna á Strandgötunni og skygndist um, rann fortíðin saman við nútíð- ina, ég varð aftur lítil telpa heilluð af því óraunverulega. Skyndilega breyttist viðhorfið. ískaldur norðangjóstur smeygði sér inn á milli húsanna og þeytti snjókornum framan í andlit mitt og niður með kápukragan- um. Ég breytti um stefnu og hélt á brattann. Brekkuna þurfti ég að sjá. Allar nýju bygging- arnar, sem sagt var að þar væru í smíðum. Það var heldur ekki ofsögum sagt, bærinn hafði þanist út og leyndi á sér þarna uppi. Hann er kominn upp und- ir fjall. Það eina leiðinlega við bæjarstæðið þarna, er hve lítið sést niður fyrir brekkuna, eða öllu heldur ekkert. Ég finn til innilokunarkenndar. Það er óhugnanleg tilfinning sem ég má ekki láta ná tökum á mér. Þarna hlýtur þó að vera sumar fagurt. Nýja elliheimilið dregur að sér athygli mína. Það er bezt að líta þar inn. Það er gleðilegt hvað búið er vel að gamla fólkinu. Þarna er allt fullkomið og glæsilegt. Heimilið er full- skipað með 31 vistmanni. Það er enginn óánægjusvipur á and- litunum. Það er einhver tignar svipur yfir silfurhærðum öld- ungunujji, og heil bók í rúnum andlita. Hún Guðbjörg Sigurð- ardóttir, sem kennd er við „Gránu,“ er elzt, og prýðar hópinn. Nú er hún orðin 98 ára, en heldur þó reisn og höfðings- brag. Hún var mikil kona hún Guðbjörg. Ég þekkti hana ofur- lítið þegar ég var á Akureyri. Mig langar til að ræða við hana. Til þess er hún fús og gleðst við komu mína. Hún bætir óviljandi einu ári við aldur sinn. Það er sagt að slíkt sé ekki háttur kvenna. Þetta skiptir engu máli. Smámunir. „Hvernig líður þér Guðbjörg?“ spyr ég. Hún lítur snöggt upp, ég sé að augun eru farin að dofna. „Náð guðs næg- ir mér,“ segir hún. „Sjónir er að vísu orðin döpur, en hvað er hægt að segja við því, þegar ald- urinn er orðinn svona hár. Varst þú ekki með okkur að byggja húsið?“ „Hvaða hús?“ „Nú, kristniboðshúsið Zion.“ „Nei, Guðbjörg, þá var ég ekki hér. Það er svo langt síðan þið byggðuð það.“ Þá minntist ég þess, að ég hafði heyrt, að kon- urnar hafi sjálfar staðið í steypu vinnu, einnig þær, sem taldar voru efnaðar, eins og Guðbjörg. Hún hafði fengið köllun til þess að vinna að málefni málefnanna. Kristniboðið er ennþá hennar hjartansmál. „Ég hef verið gæfu söm,“ segir hún. „Þrátt fyrir ýmiss konar reynslu. Ég missti manninn minn og einkadóttur í sama mánuðinUm. Drottinn agar þann sem hann elskar. Það er gott að eiga trú.“ „Hvar ertu fædd, Guðbjörg?“ „Ég er Aust- firðingur. Fædd á Eyri við Reyðarfjörð. Maðurinn minn var Einar Einarsson Malmquist. Hann var stórútgerðarmaður. Ég átti efnaða foreldra, og fékk mikinn heimanmund. Þetta fór allt í útgerðina. Það voru mikil umbrot í manninum mínum. Vogun vinnur,vogun tapar, eins og gengur. Ég man tvenna tím- ana. Eftir lát mannsins míns bjó ég ófram í húsi mínu á Eyr- inni, og Malmquist sonur minn með sína fjölskyldu. Hingað flutti ég svo um leið og heimil- ið var opnað. Ég var í kven- félaginu Framtíðin. Þú veizt að það hefur staðið fyrir þessari byggingu. Það er gott félag. Gunnhildur Ryel var formaður í mörg ár. Hún er mikil og góð kona, og ágætur stjórnandi. Ak- ureyri missti mikið, þegar þau hjón fóru suður, og nú er mað- ur hennan dáinn. Svona förum við öll. Þetta er ein hringrás, maður kemur í manns stað. Hér er gott að vera. Heimilið fullkomið eins og þú sérð, og stjórnin góð. Það á eftir að stækka það, það er ekki hægt að gera allt í einu. Það þarf mikið fé til að vinna svona stór- virki." „Mig langaði til þess að vera komin til þín, þegar þú verður hundrað ára,“ segi ég. „Mig langar ekkert til þess að lifa það,“ segir hún. „Þetta er þó allt í Guðs hendi. Ég treysti honum alveg fullkomlega, einn- ig því, hve mörg ár hann lætur mig vera hér, svo er ég líka við- búin, hvenær sem kallið kemur. Ég kvíði engu, og hefi engar áhyggjur. Þetta líður bara svona.‘. Þegar ég kveð gömlu frúna, er dagur að kvöldi kominn. Hvítklædd hjúkrunarkona g'eng ur norður eftir ganginum og leiðir lítinn dreng við hlið sér. Við borð í suður endanum sitja tvær konur og tveir karlar og spila vist. Ég get ekki betur séð, en að það bregði fyrir gáska í svip öldunganna, eitthvað sem minnir á morgun lífsins. Osjálf- rátt raula ég fyrir munni mér vísuna kunnu og fögru: Elli þú ert ekki þung. anda Guði kærum. Fögur sál er ávallt ung, undir silfurhærum. F. K. Hún er aitthvað í svo góðu skapi núna. Það er ekki að sjá, að Rossí sé vanur að fylgja stúlku heim. En eitt þykist hún vita með vissu: Hann telur sig eflaust alveg öruggan gegn öllum hættum, þegar hún er hjá honum og gætir hans. — Frú Giide getur annars verið blátt áfram verið dónaleg, öðru hverju segir hann allt í einu. Iðunn lítur á hann með hlátur í augum. — Nei, hvernig þá, hvað eigið þér við? — Eins og hún þusaði áðan, að ég væri farinn að heimsækja dömur. Þessháttar er hrein ókurteisi. — Hún sagði nú þetta aðeins í gamni, þykist ég vita. — Mér geðjast ekki að slíku gamni. Hún er oft að slíku blaðri um mig og konur. Það gerir hún aðeins af því að henni er kunnugt, að mér er þessháttar svo afskaplega á móti skapi. — Já, — en ég held þér takið þessu glensi hennar of alvarlega. — O, ég þekki hana talsvert, skal ég segja yður. En nú tölum við ekki meira um þetta. — Mér gremst bara allt ókurteisis spjall. Rossí var dálítið skrítinn og þegjandalegur eftir á. En er þau sáu heim til Fegrunarstofnunarinnar, varð léttara yfir honum. Iðunn sér hve hann hallar höfði á víxl og virðir allt fyrir sér. Hann nemur staðar fyrir utan franska gluggann með spenntar greipar og starir á hann langa hríð. — Musterið mitt, ungfrú Falk! segir Rossí hugsi. — Mér virðist það vera allt að því helgidómur og nærri því ótrúlegt. Mér finnst ég helzt vera andlega skyldur nunnunum tveim í Pantanassa-klaustr- inu í einni borgarrústinni í gamla Hellas. Þegar þær sýna ferða- mönnum klaustrið, gleyma þær aldrei að setja kertaljós inn á milli smásteinanna í hverri kirkjurúst. Þær brenna einnig reykelsi og kyssa múrinn, áður en þær fara þaðan. Þannig elska þær þessar gömlu klausturrústir. — Núna þessa stundina elska ég þetta bygg- verk mitt á sama hátt. Elska það, svo að ég gæti kysst hvern hlut fyrir innan gluggann hérna! Iðunn hefir athugað Rossí i laumi, meðan hann var að spjalla. Nú er hann með leikaraskap! flýgur henni í hug. Hér er hann á eigin vettvangi og beitir svo þeirri leikaramennt sem við á. — En segið mér, eruð þér katólskrar trúar, herra Rossí? spyr Iðunn hægt og gætilega. Rossi er nú aftur, eins og hann á að sér venjulega. — Já, það er ég. Eg hefi fundið það í katólsku kirkjunni, sem mér þótti skorta í mótmælenda-kirkjunni. — En er ekki undarlegt að hafna þeirri trú, sem þér eruð skírður, fermdur og uppvaxinn í? Er það ekki eins og aðskilnaður við upp- runa sinn, og klofningur frá eigin stofni? — Aðskilnaður? O-nei. Mér var þetta eins og að koma í örugga höfn eftir langa för í óvissu út i bláinn, er ég snerist til katólsk- unnar. — Eg fór einu sinni í katólska kirkju í höfuðstaðnum, segir Iðunn. —Það var eiginlega aðeins af forvitni. Mér hafði verið sagt, að ef kirkjugesti yrði á einhver minnsta truflun eða ókyrrð, hósti eða annar hávaði, væri manna óðar vísað á dyr, og sópað á eftir með AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN $ « vendi. En það skeði ekki neitt af þessu tagi. Ég varð hrifin af alvörunni, sem þar rikti. En samtímis datt mér líka í hug: Er þá öll þessi messa ekki aðeins mikill kristilegur sjónleikur? Er allt þetta aðeins mikill vefur af hátíðlegum helgisiðum? Eða — . Já, mér flaug þetta í hug. Rossí verður ákafur: -— Helgisiðirnir eru það fegursta af öllu þessu. Maður verður svo dásamlega æsandi hrifinn. Það er dýrðleg sjón að sjá allar nunnurnar krjúpa á bæn, sjá kórdrengina í hvítu slánum sínum framkvæma kirkjuþjónustu frammi við altarið. Maður verður að sjá allt þetta til að fá sanna mynd af þessu öllu. Og þér ættuð að vita, hve Ijúfar samræður við eigum við prestinn okkar öðru hverju. — Já, ég hefi heyrt, að söfnuðurinn verði oft að skrifta fyrir prestinum. — Æ-já, við skriftum, þegar við höfum gert eitthvað, sem þyngir á hjarta og samvizku. Og þá fáum við líka sannan og réttan kristin- dóm. — Læra sannan kristindóm? Iðunn bítur í vörina. En Rossí svarar ekki siðustu spurningunni. Þau bjóða góða nótt og ganga síðan hvort til sinna kynna. Iðunni verður hugsað á ný til þessarar katólsku trúar Rossí. Hún á bágt með að trúa því, að Rossí hafi náð réttum skilningi á því, sem þau læra í kristnum fræðum kirkjunni hans. Hún hefir á til- finningunni, að trú hans sé svo að segja á yfirborðinu. Hann heldur traustataki í alla fallegu helgisiðina og er stórhrifinn af þvi öllu. Hann situr sem áhorfandi að stórfelldum sjónleik! Hitt allt sem hann heyrir til — og er grunntónninn sjálfur—. Já það er skylda manns að taka það lka með hinu sökum þess, að hann er í rauninni strang-heiðarlegur maður. Én samtímis lifir hann og andar í ósýni- legum leiksviðsbúningi í öllu því, sem hann tekur sér fyrir hendur. — Skyidi ekki liggja þannig í þessu? XI. Haraldur Gilde kom til bæjarins í öndverðum maímánuði. Mikið var hvíslað um harin í stúkum Fegrunarstofnunarinnar! Sumar kvennanna höfðu nýskeð séð hann á götu. — Það væri eins konar italskt snið á honum í fasi og framgöngu, sögðu þær. ftalskt? sagði Iðunn lágt við ungu frúna, sem hún hafði undir höndum. Iðunn heyrði einnig orð og orð á stangli úr hjali frúnna í stúk- unum hinum megin við tjaldið. Nú höfðu þær allt Gilde-heimilið á prjónunum! Þær rifjuðu upp alla ævi fjölskyldunnar, allt sem þær þóttust vita. Og svo nefndu þær Rossí líka í sambandi við Harald Gilde. Þeir væru svo mikið saman á göngu úti. Sei-sei, já. Það væri nærri því furðulegt, svo harla ótíkir sem þeir væru til að sjá. En hver veit! — Hefðu jafnvel heyrt — Og nú hvísluðu kvenraddirnar hinum megin tjaldsins! Iðunn varð heit í kinnum af gremju. Hvergi í heimi væri jafnmikil uppspretta slaðurs, söguburðar og kjaftæðis eins og i fegrunar- stofnunum! Þar sitja frúrnar í snyrtistúkunum og hvíslast á um söguburð og óhróður og hvers konar hneyklissögur, og leggja við eyrun til að ná í sem allra mest af hverju tagi! — En er hún sjálf ekki að hlusta, eins og hinar! hugsar Iðunn með sér. Eða er það aðeins af gremju yfir öllu sláðrinu? Eða er gremja hennar kannski dálítið blandin forvitni? Já, Iðunn getur vel kannast við það, að hún sé talsvert forvitin um allt, sem snertir Gilde-heimilið, og þá ekki sízt listmálarann. En hún mun hitta hann í þessari viku. Það var nærri ótrúlegt, að frú Gilde skyldi bjóða henni i veizlu sína á laugardaginn. Ef til vill hefði þó Iðunn búizt við þvi, þegar frú Gilde hringdi til hennar og sagði, að í þessari viku yrði hún að sleppa lestímum með henni. Hún hefði í svo mörgu að snúast. Og svo bauð hún henni í veizluna, sem hún ætlaði að halda heimkomnum syni sínum, ef svo mætti segja. Já, Iðunn hlakkaði eins og krakki til veizlunnar hjá frú Gilde! Kvenþjóð bæjarins hafði skyndilega fengið spennandi umræðu- efni. Búðarstúlkurnar í ritfanga- og ljósmyndaverzlununum voru allra fróðastar. Gilde listmálari hefði komið í þeirra búðir og borið með sér erlendan guðdóm á hæsta stigi. — Guð! hve hann er flott og glæsilegur náungi! önduðu stúlkurnar fram yfir búðarborðin til forvitinna kvenna, sem komu í búðirnar. Þær voru jafnvel enn fróðari en hársnyrtingarstúlkurnar. Þær voru eins og lifandi alfræði- bækur, sem gátu fleytifyllt forvitnar sálir í hvínandi hvelli. — Haraldur Gilde væri að undirbúa málverkasýningu í lista- mannasalnum. Og sýningin yrði opnuð á sunnudaginn. Sjálfur mál- arinn yrði auðvitað viðstaddur. Þær ætluðu allar á sýninguna! — Samtímis gátu sumar stúlknanna sagt þá sögu, að frú Gilde ætlaði að halda mikla veizlu. Og.það yrði nú veizla sem segði sex! Flest- allir gestirnir væru listamenn, leikarar frá leikhúsi bæjarins, nokkrir rosknir, kunnir listmálarar, og nokkrar leikkonur giftar verksmiðju- eigendum í bænum. Litla búðarstúlkan í matvöruverzluninni á Alms- vegi gat talið upp alla gestina með nafni. Það væri ekki langt þaðan heim til frú Gilde. Og frúin hafði pantað alla gosdrykkina og margt annað hjá þeim! — — Já, þetta yrði nú heldur en ekki dýr veizla, hjöluðu saman frúrnar þrjár í biðstofu Fegrunarstofnunarinnat. ' Framhald. j

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.