Dagur - 18.04.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 18.04.1964, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 •Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Alltaf að afsaka sig MÁLFLUTNINGUR Magnúsar Jónssonar í útvarpsumræðunum um utanríkismálastefnu íslands, þarf at- hugunar við. M. J. var síðasti ræðu- maður og slapp því léttilega við gagnrýni þar. Brigsl hans til Framsóknarmanna um, að þeir hefðu tvær skoðanir í hverju máli kom úr hörðustu átt. Flokkur Magnúsar hefur sem sé frá fyrstu tíð verið frægur fyrir ,tvísöng‘ sinn í ýmsum mikilsverðum málum. Morgunblaðið hefur löngum verið tvíraddað. En ein rödd, og ekki sú sama, í Vísi og ísafold. Vísisröddin fyrir Reykjavík. ísafoldarröddin fyr- ir sveitirnar. í Sjálfstæðisflokknum var lengi talað um svonefnda ,bænda- deild/ sem var í framboði í sveitun- um og hélt ræður, en varð að gleyma yfirlýsingum sínum, þegar á reyndi, t. d. í kjördæmamálinu. Nú er enginn Sjálfstæðisbóndi á Alþingi, því Bjartmar er hættur bú- skap og séra Gunnar í Glaumbæ verður að teljast til embættismanna. Hinsvegar fær Magnús Jónsson ef- laust mikla fræðslu um búskap, þeg- ar bændur eru búnir að fylla út eyðublöðin, sem Búnaðarbankinn hefur verið að senda þeirn undan- farið. Erfitt er að skilja, hvernig þeir Magnús Jónsson og Davíð Ólafsson treystu sér til að tala um landhelgis- samninginn frá 1961, eins og þeir gerðu í áminnstum umræðum. Hvernig gat það verið til hagsbóta fyrir íslendinga, að skuldbinda sig til að bera frekari útfærslu landhelg- innar undir Breta og leggja hana undir úrskurð alþjóðadómstólsins? í alvöru hljóta greindari menn að viðurkenna, að betra væri að vera laus við þessa umsömdu skuldbind- ingu. Ekki vildu menn leggja 12 mílurnar undir úrskurð dómstólsins á sínum tíma. Um útfærsluna 1951 gegndi öðru máli, því að hún var byggð á úrskurði, sem alþjóðadóm- stóllinn hafði sjálfur flutt í deilu Norðmanna og Breta. Þriggja ára veiðileyfið fyrir brezka togara hefði átt að vera næg tilslökun við Breta í þessu máli, sem allir viðurkenndu, jjcirra á meðal núverandi forsætisráð herra, að væri þegar að fullu unnið. Hitt er svo annað mál, að auðvitað finnur Sjálfstæðisflokkurinn alltaf til óþæginda út af þessum misheppn uðu samningum og forsvarsmenn hans eru ekki í rónni nema að afsaka sig frammi fyrir kjósendum hvenær sem tilefni gefst. □ SJÁVARAFLINN 0G SÍLDARNÝTING1N Sjávaraflinn 1962 og 1963. Samkvæmt nýútkomnum skýrsl um í Ægi, var fiskafli lands- manna á s. 1. ári ca. 774 þús. tonn, þar af 396 tonn, eða meira en helmingur síldarafli. í þess- um skýrslum er allur afli talinn óslægður, upp úi* sjó, en ekki „slægður með haus.“ Árið 1962 var aflinn ca. 832 þús. tonn, þar af 478 þús. tonn síld. Fyrir utan þorskafla og síldarafla er nú sér staklega talin „krabbadýraefli“ í þessum skýrslum. Þar er um að ræða humar og rækju o. þ. h. Þessi krabbadýraafli var á s.l. ári 5827 tonn og er þetta lost æti og verðmæt útflutningsvara, sem kunnugt er. Aflamagnið árið 1957. Til samanburðar þykir rétt að tilgreina ársafla nokkur und- angengin ár en hann var sem hér segir tekinn á sama hátt: Árið 1961 710 þúsund tonn Árið 1960 593 þúsund tonn Árið 1959 641 þúsund tonn Árið 1958 580 þúsund tonn Árið 1957 516 þúsund tonn Af frystri sjávarvöru er tal- ið, að flutt hafi verið út ca. 96 þús. tonn árið 1963. Nálega helmingur af því magni voru fiskflök. En athyglisverðast er, að útflutningur á frosinni síld fer nú mjög vaxandi, var um 24 þús. tonn árið 1962 og 37 þús. tonn árið 1963. Aðrar frystivör- ur voru: Heilfrystur fiskur (ca. 4000 tonn), rækja, humar og hrogn. Af freðsíldinni fóru 12 þúsund tonn til Sovétríkjanna, 10 þús. tonn til Vestur-Þýzka- lands, 4 þús. tonn til Rúmeníu, Á ÞINGI U.M.S.E. í Sólgarði 11. og 12. þ. m. voru gerðar margar ályktanir og samþykktir um bindindismál og samkomuhald. Kom fram eindreginn vilji full- trúa um að koma þessum mál- um á hærra menningarstig en verið hefur. t Skorað var á Ádþingi að fella frumvarp það sem þar liggur frammi um lækkun á aldurstak- marki til áfengiskaupa. Komið verði á almennri vegabréfa- skyldu í landinu og ekki öðrum leyfður aðgangur á vínveitinga- staðina en þeim, sem leyfi hafa til áfengiskaupa. Þeim mönnum, sem veiti eða selji áfengi til unglinga innan aldurstakmark- anna, verði refsað svo sem lög mæla fyrir. Til félagsheimilanna í hérað- inu var beint þeirri áskorun að vera vel á verði um þær regl- ur sem gilda um samkomuhald í þeim. Samþykkt var að ung- mennasambandið héldi uppi öflugri bindindisstarfsemi í hér- aðinu og efnt yrði til unglinga- dansleikja þar sem áfengis- neyzla væri útilokuð. Um héraðsskólamál í Eyja- firði var samþykkt eftirfarandi: 3 þús. tonn til Austur-Þýzka- lands og 3 þús. tonn til Tékko- slóvakíu en minna magn til 9 landa. Auk þess er flutt út nokk uð af ísvarinni síld (ekki frystri), sem kunnugt er. Að frysta Norðurlandssíld. Hingað til hefur það eingöngu verið Suðurlandssíldin, sem fryst hefur verið til útflutnings. Hún er magrari en sumarsíldin norðlenzka og veiðist á kaldari árstíma, en hvort tveggja er tal- inn kostur, þegar um þessa verk unaraðferð er að ræða. En ástæða er til að athuga nánar möguleika á að frysta Norður- og Austurlandssíld til útflutnings og þó sérstaklega þá síld, sem veiðist snemma sum- UM ÞETTA leyti er próflestur að hefjast í fjölda skóla og er sums staðar þegar hafinn. í ís- lenzkum skólum er enn lögð megináherzla á að nemendur geti svarað fjölda spurnipga á prófi án þess að fletta upp í heimildarritum, eins og hverj- um manni er heimilt þegar leysa þarf úr spurningum utan prófstofu. Af þessu prófafyrirkomulagi leiðir, að einkum er kannað hvort nemandi sé minnugur á námsefni, síður hvort hann skilji vel það sem lært hefur verið og sé líklegur til að kunna að notfæra sér það. Víst er það menntunarauki að muna hvers konar fróðleik og vafasamt þeg- 1. Þingið skorar á fræðsluráð Eyjafjarðarsýslu að boða fund með skólastjórum, skólanefnda- formönnum og oddvitum í sýsl- unni um héraðsskólamálið. 2. Þá mælist þingið til að næsti sýslufundur taki ákveðna af- stöðu til þessa nauðsynjamáls og hraði undirbúningi þess að skól- inn rísi í héraðinu sem allra fyrst. 3. Þingið hvetur alla alþingis- menn kjördæmisins til að standa saman um flutning frumvarps á Alþingi um byggingu héraðs- skóla í Eyjafjarðarsýslu og til hans fáist fjárveiting sem allra fyrst. Þeim tilmælum var beint til forráðamanna allra barna- og unglingaskóla í héraðinu að taka upp danskennslu í þeim og leggja meiri rækt við leikfimis- kennslu en gert hefur verið að undanförnu. Gerð var áætlun um íþrótta- starfið á árinu og ákveðið að auka það svo sem kostur væri á. Einnig að glæða áhuga fyrir starfsíþróttum. Landsmót U.M.F.Í. fer fram að Laugarvatni 1965 og var ákveðið að stuðla að sem mestri þátttöku U.M.S.E. í því. □ ars, áður en söltun er leyfð, og að haustinu. Með þessu mætti e. t. v. bæta rekstur ýmsra hrað frystihúsa hér um slóðir, og er þess þá m. a. minnst, að á Ak- ureyri er stórt og vel búið frystihús, sem skortir verk- efni. □ MARGEIR EFSTUR SKÁKÞING Akureyrar stend- ur nú yfir og er teflt í Verzlun- arfélagshúsinu. Fjórar umferð- ir eru búnar og er staðan þessi hjá efstu mönnum: Margeir Steingrímsson 314 v., Jón Björg- vinsson 3 v., Helgi Jónsson 2% v. og Júlíus Bogason 2 vinninga og biðskák. □ ar að því kemur að breyta ís- lenzkum fræðslumálum í nú- tímahorf að gera fráhvarfið frá að læra ákveðið magn stað- reynda þannig að tiltækt sé á pi'ófi of snöggt og of róttækt, þótt óneitanlega mætti hafa meira við skilning og starfs- hæfni en nú er gert. Lengi hefur mér verið það undrunarefni að skóli, sem er eins hugfanginn af utanbókar- lærdómi og íslenzki skólinn er, skuli ekki kenna nemendum sín um hagnýtar aðferðir, t. d. að læra sem mest á sem stytztum tíma og með sem mestum ár- angri. Þetta mun þó óvíða gert. Nokkurra meginatriða í sam- bandi við nám skal nú getið. Námsefni sem lært er að kvöldi skömmu áður en gengið er til hvílu festist mun betur í minni en það sem lært er að mor'gni. Sálfræðingarnir Jenkins og Dallenbach sönnuðu þessa kenn ingu með víðtækum tilraunum. Þeir greindarprófuðu hóp manna, skiptu hópnum síðan í tvo hópa sem lifðu við nákvæm- lega sömu skilyrði. Síðan fengu hóparnir nákvæmlega sama námsefni til að læra og muna, eini munurinn var sá, að annar hópurinn lærði að morgni dags hinn að kvöldi. Heildarnáms- efnið var 100 einingar. Af efni, sem lært var að morgni mundi fólk klukkustund síðar 46 einingar en 70 einingar ef lært var að kvöldi. Eftir 2 klukkustundir mundi fólk 31 einingu af morgunlærdómnum en 54 af kvöldlærdómnum. Eft- ir 4 klukkustundir voru tilsvar- andi tölur 22 og 55 og eftir 8 klukkustundir 9 og 56. Með öðrum orðum, þeir sem tóku þátt í tilrauninni mundu liðlega 6 sinnum betur það sem lært var að kvöldi en námsefni sem lært var að morgni. Stað- reynd sem fólk í próflestri mætti að ósekju leggja sér á hjarta. Vitanlega má nemandinn ekki vera örþreyttur þegar hann hef- ur nám að kvöldi enda gildir (Framh. á bls. 7). ÓLAFUR GUNNARSSON : Hagnýtar námsaðferðir Frá ársþingi UMSE 5 Vandað liefti Iceland Review SURTSEY hefur vakið mikla athygli og umtal erlendis að undanförnu. Nú birtir ICE- LAND REVIEW greinar um gosið og fjölmargar fallegar myndir af eyjunni — og er þetta það fyrsta, sem hér er gefið út á ensku um þetta ein- stæða náttúrufyrirbæri. Grein- arnar skrifa dr. Sigurður Þórar- insson og Elín Pálmadóttir, og myndirnar, sem fylgja, eru bæði svart hvítar og í litum, prentað- ar á sérstakan myndapappír. ICELANA REVIEW er árs- fjórðungsrit á ensku, fjallar um viðskiptamál, atvinnu og þjóð- líf íslendinga og hefur hlotið mjög góðar viðtökur erlendis meðal þeirra, sem fylgjast með málefnum íslands. Þetta nýja hefti ICELAND REVIEW er fyrsta hefti þessa árgangs, er fjölbreytt og vandað að efni og útliti. Sigurður A. Magnússon skrifar grein, sem hann nefnir „Laxness endur- skoðar fortíð sína,“ en þar er fjallað um síðustu bók skáldsins. Þá eru í ritinu fróðleg grein um þorskveiðar við ísland eftir Jón Jónsson, fiskifræðing, um verzlunarviðskipti íslands og Þýzkalands eftir Dr. Cassens, verzlunarfulltrúa þýzka sendi- ráðsins hér — og Páll Bergþórs- son skrifar grein, sem hann nefnir Hvernig er veðrið raun- verulega á íslandi? — en útlend ingar hafa ýmsar hugmyndir um veðurfarið hér, eins og kunnugt er. Einnig segir frá Eimskipafélagi íslands og 50 ára þjónustu þess. Af öðru efni má nefna: Grein um Friðrik Olafsson, skákmeist ara, um Björn Pálsson og flug- þjónustu hans, sitt hvað um ferðalög til íslands á komandi sumri ásamt ýmsum upplýsing- um fyrir þá, sem hyggja á ís- landsferð. Grein er um Skíða- hótelið á Akureyri og Fríhöfn- ina á Keflavikurflugvelíi. ICELAND REVIEW hefur þegar náð töluverðri útbreiðslu (Framh. á bls. 7). HURÐ FÉLL AÐ STÖFUM BONDI einn norðlenzkur, var nýlega í Reykjavík einhverra er inda. Datt honum þá í hug að líta hið mikla tákn íslenzkrar bændameningar í höfuðborg- inni, Bændahöllina, því sjón er sögu ríkari og ýmislegt um þenn an stað sagt, Sem betra er að kynnast af eigin raun, en af af- spurn einni. Þegar bónda bar að hinu mikla húsi, komu margar bif- reiðir jafnsnemma og út úr þeim steig hin fríðasta sveit skartklæddra kvenna og sam- kvæmisklæddra manna. Fannst bónda þá, að ekki hefði hann til einskis burstað skóna sína og búizt að öðru leyti sínu skársta. Þjónn og dyravörður tók á móti gestunum og hneigði sig fyrir hverjum og einum, opnaði hurðir upp á gátt og bauð komu mönnum brosandi inn í dýrðina. Bóndi lét mesta strauminn líða hjá, en ætlaði síðan að ganga inn. Dyravörður opnaði ekki og horfði í aðra átt. Bóndi bankaði þá örlítið og dyravörðurinn beindi sjónum sínum á norð- lenzka bóndann og átti nú ekk- ert eftir af brosinu og ekki opn- aði hann nema örlitla rifu. Og nú heldur bóndi áfram sögu sinni: Þetta voru útidyrnar og leizt mér nú ekki á blikuna, og þegar hinn mikli lykla-Pétur leit í aðra átt, ætlaði ég að ganga inn, eins og hver annar sannkristinn og sæmilega sam- vizkuhreinn, nofðlenzkur ferða- maður. Þá kom nú babb í bát- inn, því dyravörðurinn snerist þá að mér og spurði um erindi mitt. Ég sagði sem var, að hing- að væri ég nú, bóndamaður af Norðurlandi, kominn til að sjá eignir mínar, því í þessu húsi ætti ég nokkur þúsund krónur og væri auk þess ábyrgur fyrir nokkrum tugum þúsunda af hús verðinu. Á meðan ég gaf þesa skýringu á erindi mínu, af mik- illi hógværð og tilhlýðilegri und irgefni, var svo sem þumlungs rifa milli stafs og hurðar. Svo féll hurðin að stöfum og ég stóð fyrir utan. Svona fór um sjó- ferð þá, þegar ég ætlaði að líta á fasteignina mína og okkar bændanna í höfuðborginni, sagði bóndinn, heim kominn. Og bóndinn heldur ferðasög- unni áfram: Svo fór ég á annan stað í reynsluskyni. Heimsókn mín í Hótel Sögu var ofurlítil þjóðfé- lagstilraun, en nú skyldi kanna NÝLOKIÐ er námskeiði Fegr- unarfélags Akureyrar um snyrt ingu og fyrirkomulag lóða, mat- jurtarækt og almenna fegrun bæjarins. Stóð námskeiðið yfir þrjú kvöld. í upphafi þess flutti formaður félagsins, Jón Kristj- ánsson, ávarp og lýsti dagskrá, og bauð gesti velkomna. Jón Rögnvaldsson garðyrkjuráðu- nautur ræddi um skrúðgarða og lóðir og sýndi sáningu sumar- blóma. Árni Jónsson tilrauna- stjóri talaði um eyðingu illgres- is og hvaða leiðir væru þar til pólitísku hlið mannlífsins. Ég fói' á ráðstefnu, sem ungir Fram sóknarmenn héldu þar í borg- inni. Reynslunni ríkari, en jafn forvitinn og fyrr, gerði ég grein fyrir því við þann, sem næstur stóð og utan við inngöngudyr, að hvorki væri ég Framsóknar- maður eða líkindi til að ég yrði það, en maður fróðleiksfús, og ég óskaði að hlíða á mál viturra vanna þar á ráðstefn- unni. Viðmælandi minn hvarf þá inn fyrir, og innan skamms birtist varaformaður Framsókn- arflokksins með bros á vör. Hann tók mig við hönd sér og leiddi mig til sætis í mjúkan stól, bauð mig velkominn — sama af hvaða landshorni ég væri og hverrar skoðunar í póli- tíkinni. — Þótti mér þar gott að vera og betra að koma en á Hótel Sögu. □ úrbóta. Ólafur Jónsson ráðu- nautur flutti erindi, um mat- jurtarækt. Auk þessara erinda, sem öll voru mjög fróðleg, voru sýndar myndir, m. a. úr Listi- garðinum, Tilraunastöðinni hér, frá íslendingabyggðum í Græn- landi og fleiri stöðum. Því mið- ur var námskeið þetta fremur illa sótt af bæjarbúum og er leitt til þess að vita, því sá fróð- leikur, sem var á boðstólum, átti erindi til allra, sem láta sig fegrun bæjarins einhverju skipta. □ NÁMSKEIÐ UM FEGRUN BÆJARINS En nú er heilinn kaldur og skýr á ný. Hún rýs snöggt á fætur og lítur á Eyvirid köldum augum. — Viltu fylgja mér yfir skipin hérna og róa mig yfir til eyjar- innar?, segir hún tónlausri röddu. Eyvindur stendur upp hikandi. — Já auðvitað vil ég gera það. En geturðu ekki dvalið hérna dálitla stund, Björg? Það er ekki hægt að skiljast svona! Hann reynir að taka hönd hennar. Hún lítur í augu honum án þess að svara, og dregur höndina til sín. — Viltu ekki bara gera svo vel að fylgja mér strax? segir hún og gengur út á þilfarið. Hún lætur hann ekki hjálpa sér, hvorki yfir smábrýrnar né niður kaðalstigann. Hann reynir að ná augum hennar öðru hverju, en hún lítur þá í aðra átt. Hann fylgir henni yfir á ferjubryggjuna og stendur við hliðina á henni, meðan þau bíða ferjunnar. — Vertu sæll, Eyvindur! segir hún lágt, um leið og ferjan rennur upp að bryggjunni. Hann ætlaði að rétta henni höndina, segja eitthvað að lokum, mæta augum hennar, finna aftur eitthvað af því garnla þeirra á milli. En hún var allt í einu komin um borð og horfin í farþegaþyrpinguna. Hann sá aðeins bregða fyrir sem snöggvast ljósgullnu hári hennar. En Björg horfði í aðra átt. Æ, hún vissi svo vel, að hann myndi standa á bryggjunni og sennilega leita eftir henni með augunum enn einu sinni. En hann þurfti ekki að sjá hana, þar sem hún var. Hún var einmana, ákaflega einmana í miðjum ferðamannahópnum. Umhverfis hana var hlegið og spjallað. Sumarkvöldið var bjart og hlýtt. Síðustu sólargeislarnir blikuðu og leiftruðu enn langt úti í vestri, þar sem haf og himinn mætast. En Björg sinnir engu af þessu. Hún veit að sól og sumarkvöld muni ekki gleðja hana framar. Hún veit bara, að þetta er í síðasta sinn, sem hún fer með ferjunni þeirri arna. Hún minnist þess, hve spennt hún var í fyrsta sinn, sem hún fór með ferjunni á fund Eyvindar. Hún óttaðist enga hættu, því Eyvindur var góðkunningi Steins bróíjur hennar. Hvað mundi Steinn segja núna? Myndi hann dæmi systur sína eða kunningja sinn? Hvað myndi mamma segja? Það verður óskemmtliget bréf, sem hún verður að skrifa henni. Hefði pabbi verið á lífi, — þá hefði hún ekki einu sinni þorað að fara heim aftur framar. En á hún þá að fara heim? á hún að demba allri skömm sinni yfir mömmu og þau heima? Nei, það er þó það síðasta, sem hún má láta sér koma til hugar. En hversu lengi getur hún verið í stofnuninni, áður en fer að sjá á henni? Það liggur við, að Björg engist sundur og saman. Hún getur verið hér í sumar og fram undir haustið. En hvað tekur við? Hvað á hún þá að gera af sér? Nei, hún verður samt að fara heim og bíta í sig allt sem illt er. Hún hefir engan annan en sjálfa sig að ráðgast við um allt, sem í hönd fer. Eða verður hún kannski að segja mömmu það. Þetta verður þung raun fyrir mömmu. Mamma er svo heiðvirð og siða- vönd, og vönd að virðingu sinni. Hún vill að allt sé heiðvirt og sómasamlegt. Og þá ekki sízt um börnin hennar tvö. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN Björg ætlar að segja Iðunni allt. Hún má gjarnan dæma hana, ef hún vill. Hún verður að leita ráða hjá Iðunni, þvi ein getur hún ekki risið undir öllu þessu. En hve Björgu finnst leiðin heim í Stofnunina löng í kvöld. Þar var enginn heima í vistarverum þeirra þremenninganna. Hún ætlar að bíða eftir Iðunni. Hún hlýtur að koma einhverntíma. Það er nærri furðulegt, að Björg sjálf skuli vera komin heim. Eyvindur, hvers vegna hugsar Björg ekki um hann núna, fremur öllu öðru? Hversvegna er hún ekki bálreið honum í huganum, ásakar hann og kennir honum um allt þetta? Hvers vegna hatar hún hann ekki? Er hún þá alveg tilfinningarlaus? Hún finnur til þreytu, dauð- ans þreytu. Allt þetta er sem draumur, miskunnarlaus draumur. Nú er gengið um niðri. Lykli er snúið í hurðinni. Iðunn! Loksins getur Björg gefið innibyrgðum gráti sínum lausan tauminn. Loksins fengið að gráta eðlilega. Loksins fengið að mæta skilningsríkum augum Iðunar og segja henni allt! 5giv. Iðunn vakti lengi fram eftir þetta kvöld. Hún hafði fengið svo margt að hugsa um allan daginn. Fyrst og fremst var það nú Björg. Hvernig gæti hún hjálpað henni, svo að endstreymi og erfiðlelkar verði henni ekki of þungbært. Iðunn finnur sárt til smæðar sinnar, þegar um er að ræða að hjálpa Björgu og hugga hana. Hvað ætti hún að gera? Hér er tilgangslaust að segja eins og vant er: Æ-i, auming- inn! og vorkenna henni síðan í orðum. Það er það allra vesælasta og sjálfbirgingslegasta, sem hægt er að gera, er illa stendur á fyrir einhverjum. Að segja, æ, auminginn, er jafngilt því að hreykja sjálfum sér hátt upp yfir þann, sem þetta er sagt við. Eigi hún nú að hjálpa vinkonu sinni, verður hún öllu öðru framar að forða Björgu frá slaðri, eitruðu slaðri kvenþjóðarinnar. Hér í Stofnuninni má alls ekki spretta upp neitt forvitnishjal og slaður um Björgu! En hvernig ætti Iðunn að spjalla um þetta við Rossí? Myndi hann taka þessu með velvild og skilningi — eða? Hún skyldi að minnsta kosti tala sjálf við Rossí og Björgu. Og svo gæti hún líka sagt eitthvað léttvægt og líklegt við hinar konurnar í Stofnuninni. Til dæmis að Björg væri orðin svo blóðlítil og veikluð, að læknir hefði sagt henni, að hún yrði að fara heim og hvíla sig sem allra fyrst, eða að minnsta kosti fyrir haustið. En Sigríði yrði að halda utan við allt þetta, hugsaði Iðunn. Til allrar hamingju hefði Iðunn verið búin að koma Björgu í rúmið, áður en Sigríður kom heim um kvöldið. Æ, svei, það var sveimér leiðin- legt að geta ekki talað við Sigriði í trúnaði líka. En Iðunn er ekki ör- ugg um Sigríði. Það er eins og Sigríður beri í brjósti einhvern kala til Iðunnar, sé einhvern veginn ekki einlæg við hana. Hefðu þær nú til dæmis bara getað talað saman um þetta. Því, að í rauninni eru þær góðir vinir, en samt kaldir vinir. Iðunn veltir því annars fyrir sér, hvorri þeirra þetta sé að kenna. Henni er næst að halda, að það hljóti að vera Sigriði að kenna. En kannski sé hún sjálf dálítið kuldaleg í viðtali sinu við Sigriði. Ef til vill ætti hún að vera öðru vísi í viðmóti sínu við Sigriði, reyna að skilja hana betur, því að skjátlist henni ekki algerlega, þá öfundar Sigriður hana á vissan hátt. Iðunn skilur svo vel, að Sigríður þjáist af því, að það er svo margt, sem hún getur ekki veitt sér sökum peningaleysis. Hún hugsar því víst aðeins um peninga, peninga! Hún óskar sér víst alls þess, sem starfssystur hennar hafa og eiga: falleg föt og fallega muni. Iðunni dettur nokkuð í hug og verður að velta því fyrir sér: Hefði nú Sigríður lent í sömu kringumstæðum og Björg? — Iðunn reynir að útrýma þessu úr huga sinum, en það kemur aftur. Sigriður er sem sé óspör á að spjalla um kunningsskap sinn við pilta og ýmsa nána kunningja sína. En hún lendir víst aldrei í neinni hættu á þeim vettvangi. Hún virðist alltaf svo köld og strangmetandi í öllu, sem hún tekur sér fyrir. Hún er tortryggin í flestu. Hún er hvorki glaðlynd né skapgóð eins og Björg. Hve Iðunn kenndi í brjósti um Björgu, þegar hún kom heim úr tíma hjá frú Gilde. Hún sér enn fyrir sér sorgþrungin augu Bjargar og þá hyldjúpu örvæntingu sem fólst í þeim. Hún hlýtur þó að hata þennan Eyvind Krag. En Iðunn heldur samt, að það geri Björg alls ekki. Henni þykir óefað vænt um hann, elskar hann. Já, hún hlýtur að hafa elskað hann, fyrst svo hefði verið komið á milli þeirra. Iðunn getur víst ekki afsakað Björgu. — Eða verður hún að gera það? Og minnast þess, að Björg hefði alltaf vonað og óskað að fá tækifæri til að gleðjast og skemmta sér, lifa og reyna eitthvað nýtt og sérstakt á hverjum degi. Hún sá árin liða svo alltof fljótt, eitt og tvö og fram á þriðja ár, án þess nokkuð skeði, aðeins ofur- lítið Ijósblik öðru hverju. Og svo sifelld vinnan. Björg var ekki áleitin og mikið um sig. Hún er ekki þeim eiginleikum gædd. Þess vegna er svo erfitt að læra það eftir á. Hún er hógvær og alúðleg í fasi og umgengni og tranar sér ekki fram. Og þeir kostir eru nú ekki svo mikilsmetnir i daglegu borgarlifinu. Já, hvað stoðar það, þótt hún sé falleg og skemmtileg, fyrst hún dregur sig í hlé og fer i felur? — Hún getur ekki búist við, að hamingjan komi hlaupandi inn um dyrnar til hennar og fleygi sér í fangið á henni, sagði Sigríður einu sinni! — Framhald. J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.