Dagur - 18.04.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 18.04.1964, Blaðsíða 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Ferðamenn skiluðu bönk- unum 56 millj. kr. 1962 A BLAÐAMANNAFUNDI í Reykjavík skýrði Lúðvík Hjálm týsson frá því, að árið 1962 hefðu erlendir ferðamenn skilað hérlendum bönkum 56.3 millj. króna gjaldeyri. — Arið 1947 kornu liingað til lands 4.395 ferðamenn, en árið 1962 voru þeir 17.249. RAFMAGN Á 23 BÆI Á TJÖRNESI Húsavík 17. apríl. Á síðasta sumri var lögð raflína frá Húsa- vík út á Tjörnes og fá nú 23 bæ- ir rafmagn frá Laxárvirkjun. Byrjað var að tengja bæina fyrr í vikunni og fengu fyrstu bæirnir rafmagn á þriðjudaginn og hinir fá hið langþráða raf- magn fyrir helgina. Lúðrasveit Húsavíkur hélt hljómleika í kirkjunni sl. laug- ardag. Hljóðfæraleikarar eru 17 og stjórnandi er Reynir Jónas- son frá Helgastöðum. Á hljóm- leikaskrá voru 16 lög og var þar (Framhald á blaðsíðu 7). Það er auðséð, sagði Lúðvík, að innan tíðar stöndum við uppi sem glópar og verðum að úthýsa gestum, sem ætíð hefur verið talin smán á íslandi. Danir hafa nær 1000 millj. danskra króna í tekjur af ferðamönnum, eða þrefalt meira en fyrir 10 árum. Flestar þjóðir stuðla að aukn- um ferðamannastraumi og marg ar með ærnum kostnaði. En ferðamennirnir leggja síðan stórfé í fjárhirzlur þjóðanna, sagði hann. ísland hefur hin ágætustu skilyrði til að draga til sín er- lenda ferðamenn, vegna stór- fenglegrar náttúru, bjartra nátta, eldgosa, hvera, fossa og laxa. Eins og nú er virðist straumur ferðamanna beinast meira til norðlægra slóða en áður. En á íslandi vantar þau móttökuskilyrði, sem af mönn- um eru gerð, svo sem hótel — miklu fleiri hótel á mörgum stöðum, úti í náttúruni, sem fullnægja kröfum tímans — og kunnáttufólk til starfa á þeim. E. t. v. geta skólar og félags- heimili að einhverju bætt úr hótelskortinum. □ Tryggvi Helgason flugniaður og sonur hans hjá tveim flugvelum sínum. (Ljómynd: E. D.) SEX FLUGVELAR NORÐURFLUGS ÁSUMRI KOMANDA Sjúkraflug, farþegaflug og flugskóli TRYGGVI HELGASON flugmaður á Akureyri keypti í vetur 4 flugvélar í Bandaríkjunum, Beechcraft C-45H. Þetta eru tveggja hreyfla vélar, sem tekið geta 8—10 farþega eftir fyrirkomulagi á innréttingum. Tryggvi hefur þegar selt eina af þessum flugvél- inn og hyggst selja aðra. Stóð til að hann seldi eina flugvélina smáflugfélagi í Rvík, Bæjarsjóður Sauðárkróks tapaði málinu Dæmdur af Hæstarétti til að endurgreiða kaupfélaginu nál. 340 jiús. kr. GENGINN er Hæstaréttardóm- ur út af útsvarsálagningu bæj arsjóðs Sauðárkróks á Kaupfé lag Skagfirðinga á Sauðárkróki Þar var bæjarsjóði gert að end urgreiða kaupfélaginu kr 339.219.00 að viðbætlum vöxt- um. Sveinn Guðmundsson kaup- félagsstjóri á Sauðárkróki sagði nýlega í viðtali, að þeir samvinnumenn hefðu alltaf átt von á því að vinna þetta mál, enda hefði svo farið að málið vannst glæsilega. Um aðfarir niðurjöfnunarnefndar hafði Sveinn það að segja, að þær hefðu verið frámunalega óvenju legar á öllum stigum málsins. Væri því ekki að furða, þótt bæjarstjórinn á Sauðárkróki, hefði lýst sig langþreyttan í starfi í Morgunblaðinu daginn (Framhald á blaðsíðu 2.) BRYNJÓLFUR GJALDÞROTA ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS hef ur krafist gjaldþrotameðferðar á hótel- og búrekstri Brynjólfs Brynjólfssonar veitingamanns hér á Akureyri, og afhent það Flugvél lenti í Surtsey Flugmaður var Eyfirðingurinn Stefán Þór Jóns- son frá Borgarlióli í Öngulsstaðalireppi STEFAN Þór Jónsson flugmað- ur frá Borgarhóli í Eyjafirði varð fyrstur til þess að lenda flugvél í Surtsey sl. miðviku- dag. Með honum í „Sessnunni“ voru þeir Þorvaldur Jónsson og Kristján Flygering. Lending og flugtak tókst ágætlega á slétt- um og hörðum fjörusandinum, sem á þessum stað er 1000 m langur, lítið eitt bogadreginn „flugvöllur“ og allt að 300 m breiður á stórstraumsfjöru. Frá Vestmannaeyjum til Surtseyjar er aðeins 5 mínútna flug á lítilli vél. — Þessi flugvél, sem Bjöm Pálsson á og fyrst varð til að setjast í Surtsey, stóð við í stundarfjórðung. Og á meðan var Surtur rólegur. □ mál fógeta til skiptameðferðar. Skiptafundur fer fram 5. maí, en þangað til er hótel og bú rekið undir umsjá yfirvaldanna. Mjög eru mál þessi, og fleiri, sem eru í samhengi við það, á dagskrá manna á meðal. Ber að harma, að duglegur og hrein- skiptinn veitingamaður skyldi ekki hafa erindi sem erfiði af hótelrekstri á Akureyri og ali- fugla- og svínabúi í nágrenni bæjarins. □ GIMBILL LEIKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps hefur nú sýnt Gimbil sex sinnum í Freyvangi við góða að sókn. Form. L. Ö. er Kristján Sigfússon. Leikstjóri Guðmundur Gunnarsson. í dag, laugardag, ætlar félagið að hafa sýningu í Skjólbrekku í Mý- vatnssveit. en tókst ekki og verður hún því seld erlendis. Verið er að endurnýja og lag- færa ýmsa hluti í vélunum tveim, sem Tryggvi ætlar að flytja til íslands í vor. M a. verða settir í þær nýir hreyflar. En flugstarfsemi. hans á Akur- eyri heitir Norðurflug. Er þar bæði um sjúkraflug að ræða og flutning á fólki og farangri ásamt flugskóla. Hvernig verður flugstarfsem- in hjá þér í sumar? Með líku sniði og undanfarið. En meira leiguflugi verður hægt að anna og flytja stærri hópa af fólki, en ég hef áðui' getað. Með auknum flugvéla- kosti skapast aðstaða til að hefja áætlunarflug á sérstaka (Framhald á blaðsíðu 2.) Skattalækkunl STJORNARBLOÐIN hafa enn einu sinni tekið fram stærsta letrið vegna breytinga á skattstiganum og auka per- sónufrádrættinum til hagræð- is fyrir landsfólkið. í lögum um persónufrádrátt inn frá 1960 var persónufrá- dráttur einstaklings 50 þús. kr. og 70 þús. kr. fyrir hjón og síðan 10 þús. kr. fyrir hvert barn. Þá var framfærsluvísital an 105 stig. Nú er hún 161 stig. Vantar því mikið á, að hin nýja skattalækkun — þ. e. aukinn persónufrádráttur — vegi upp á móti dýrtíðinni. — Stjórnarblöðin segja, að á 5 manna f jölskyldu með 130 þús. kr. árstekjur nemi lækkunin 2.500 krónum. En söluskattur- inn nýi — þ. e. hækkunin, sem samþykkt var í vetur, nemur um 8.000 krónum á 5 manna fjölskyldu. Þetta er þróunin í skattamálunum samkvæmt þessum síðustu ráðstöfunum. Má hver sem vill kalla það lækkun skatta. □ Dýrustu veiðistaðirn- ir eru nú í Blöndu UNDANFARIN ÁR hafa veiðst um 500 laxar til jafnaðar í hinni gruggugu Blöndu, og að- eins á tveim stöðum, rétt við Blönduós. Verið er að leigja ána tveim stangveiðifélögum, á Blönduósi og Sauðárkróki — sennilega fyrir 320 þús. kr. árs- leigu. Þar sem veiðistaðirnir eru aðeins tveir, munu þetta einhverjir dýrustu stangveiði- staðir, sem hér þekkjast. Og þar má aðeins hafa 2Vi stöng. Verið er að smíða laxastiga ofan við Blönduós, til að auð- velda laxagöngu allt upp í Svartá, sem er eftirsótt veiðiá. Margir bændur voru byrjaðir túnavinnslu áður en kólnaði. Sumir bændur slepptu fé sínu í febrúar og hafa ekki gefið því neitt síðan. Og nú eru margir búnir að sleppa. Allur útigöngu- peningur hefur átt góðan vet- ur. Ó. Sv.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.