Dagur - 18.04.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 18.04.1964, Blaðsíða 7
7 SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaSsíðu 8). Jiarna sé bent í rétta átt og hefði þurft að gera fyrr og gœti það orðið til þess að ráðliúsið verði aldrei byggt í Tjörninni, að gamli bærinn fái að vera í friði. En þar eru lóðir flestar í einka- eign og lóðaverðið hefur átt sinn þátt í að auka dýrtíðina í landinu. 1 ÞAR ER MARGUR FROÐ- ! LEIKUR Eins og áður getur á íbúiun Stór-Reykjavíkur að fjölga upp í 150 þús. á 20 árum. Samt er gert ráð fyrir, að gólfflatarfer- metri verzlunarhúsnæði pr. íbúa fjölgi úr 1.07 upp í 1.2—1.5, einkaskrifstofuhúsnæði úr 1.73 upp í 2.2—2.3, iðnaðarhúsnæði úr 4.4 upp í 6—10, vörugeymslu- húsnæðis úr 1.73 upp í 3—5, liúsnæði fyrir skrifstofur úr 1.79 upp í 2.5—3 gólfflatarmetra. Sagt er, að taka verði tillit til þess að í Reykjavík séu „flestar skrifstofur ríkisvaldsins" og er víst ekki von til að skipulags- menn Reykjavíkur hugsi sér að gera breytingu þar á, ef aðrir gera það ekki. Svo er gert ráð fyrir 400 bílum á hverja 1000 íbúa, fyrir utan vörubíla og strætisvagna. Þannig leggja þeir á ráðin suður við Faxaflóa. En hvað líð- ur framtíðarskipulagi hinnar norðlenzku borgar við Eyja- fjörð? SEXTÍU MENN OG SJÓN- VARPIÐ Sextíu þjóðkunnir menn tóku sig nýlega saman og lýstu yfir afstöðu sinni opinberlega í sjón- varpsmálinu. í blöðum syðra er öðru hverju gert hróp að þess- um mönnum og þeir í skopi kallaðir „menningarvitar“. í þéssti á að felast, að þessir 00 menn hafi gert sig seka um framhleypni og séu ekki færir um að vísa öðrum til vegar. Það mætti þá víst kalla þá menn stjórnmálavita, sem stofna stjórnmálaflokk og gefa út stefnuskrá. En það er úrelt kredda, að eitthvað sé óviðeig- andi við það, að menn samein- ist um að Iýsa yfir afstöðu sinni til einstakra þjóðmála, án þess að fara eftir flokkslínu. Slíkt er einmitt æskilegt og ekki ámæl- isvert, og hefur átt sér stað fyrr. Það er ekki nauðsynlegt að gera ÖIl mál að flokksmálum á hefð- bundinn hátt. LOFTKASTALAR FJÁR- MÁLARÁÐHERRA Af loftköstulum fjármálaráð- herra frá 1960 stcndur nú livergi steinn yfir steini. Ilann sagðist ætla að spara og hafði um það fjálgleg orð, en sparnað- arloforðin eða sparnaðaráætlan- irnar, 59 að tölu, eru löngu guf- aðar upp og heyrast ekki leng- ur nefndar og sjást ekki heldur í dálkum Morgunblaðsins eða í hjáléigunni hér nyrðra. Fjármálaráðherra sagðist ætla að lækka skattana, en ríkisálög- ur á þjóðina hafa rúmlega þre- faldazt síðan núverandi stjóm- arflokkar tóku við völdum. Ráð- herrann sagðist ætla að beita sér af alefli gegn því, að van- skilaskuldir féllu á ríkissjóð vegna ríkisábyrgða og lét búa til pappírsstofnun, sem heitir ríkisábyrgðasjóður. En nýlega varð ráðherrann að viðurkenna opinberlega fyrir þingheimi, að Iiann hefði á árunum 1962 og 1963 orðið að greiða af ríkisfé nálega 120 milljónir króna til jafnaðar á ári í vexti og afborg- anir af ríkisábyrgðarlánum í vanskilum. Um þetta voru nokkrar tölur birtar nýlega hér í blaðinu. Öll eru þessi viðfangs- efni vandasöm. En betra hefði verið að láta minna. FYRIRSPURN Óskar Jónsson og Ingvar Gíslason hafa á Alþingi lagt fram svohljóðandi fyrirspurn til ríkisstjórnarinnar: 1. Eru lögin um atvinnuleys- istryggingar í endurskoðun? Ef svo er, er árangurs af þeirri - Rafmagn á 23 bæi (Framhald af blaðsíðu 1). sá einn ljóðuv á, að jasslykt var að tveimur lögunum. Hljóm- sveitin lék vel. Fyrirhugaðir eru þrír sam- söngvar á Húsavík. Kirkjukór- inn syngur síðasta vetrardag, Þrymur á næstunni og væntan- legur er hingað karlakór frá Dalvík. Þ. J. - NÁMSAÐFERÐIR (Framhald af blaðsíðu 4). það í öllu námi, að bezt er að lesa ekki mjög lengi í einu, tæp- ast meira en eina klukkustund, en þá er hentugt að taka sér al- gera hvíld, leggjast fyrir og sláka vél á 'öllum' vÖðvúm 'éða ganga um stund úti ef veður er gott. Þá flýtir það mjög fyrir námi ef nemandinn eyðir ekki öllu meira en 20% námstímans til lestrar en 80% til að hlýða sjálf- um sér yfir það sem lesið hefur verið, greina aðalatriði frá auka atriðum og ganga þannig úr skugga um, að hann hafi í raun og veru lært en ekki aðeins far- ið á hundavaði yfir ákveðinn blaðsíðufjölda í námsbók. Sjá nánar um þetta efni í Vísi þann 30. júlí 1955. - VANDAÐ RIT (Framhald af blaðsíðu 5). meðal einstaklinga og verzlun-, arfyrirtækja, sem áhuga hafa á íslenzkum málefnum eða við- skiptum við landið. Auk þess er ritinu dreift víða af íslenzkum útflytjendum og innflytjendum, flugfélögum, skipafélögum, ferðaskrifstofum, bönkum o. fl. og sendiráð og ræðismenn ís- lands erlendis dreifa heftinu líka til fjölmargrá aðila. Ritstjórar ICELAND REVI- EW eru Haraldur J. Hamar og Heimir Hannesson, útlitið hefur Gfsli B. Björnsson séð um, en Setberg prentaði. □ rannsókn að vænta á þessu þingi? 2. Hefur verið tekið tillit til þess við endurskoðun laganna, að verzlunarmannasamtökin eiga nú aðild að Alþýðusam- bandi íslands og þeim tryggð þátttaka í atvinnuleysistrygg- ingarsjóði á sama hátt og öðr- um verklýðsfélögum? LÉTTIR. — Hestamannafélagið Léttir fer hópferð um bæinn á sumardaginn fyrsta. Lagt verður af stað frá Aðalstræti HJÓNAEFNI. Ungfrú Þuríður Kristín Sigurvinsdóttir Skeiði Svarfaðardal og Jón Árni Þór hallsson Ásgarði Svalbarðs- strönd. DÝRALÆKNAVAKT um helg- ina og næstu viku hefur Ág- úst Þorleifsson, sími 1563. FUNDUR UM SKÓLAMÁL. — Fyrir dyrum stendur fundur fræðsluráðs sýslunnar um skólamál, væntanlega 25. apríl á Akureyri. Verður fundur þessi boðaður síðar. MINNINGARSPJÖLD Fjórð- ungssjúkrahússins fást í Bóka verzlun Jóhanns Valdimars- sonar, Bókabúð Gunnlaugs Tryggva og skrifstofu sjúkra- hússins. AKUREYRARDEILD MÍR. — Munið fundinn í Rotary-sal Hótel KEA mánudaginn 20. apríl kl. 8,30 e. h. Morozov sendiráðsritari við sendiráð Sovétríkjanna í Reykjavík flytur erindi um skóla- og fræðslukerfi Sovétríkjanna. Félögum heimilt að taka með sér gesti. — Stjórnin. LEIÐRÉTTIN G. Hús Shake- speare var ekki flutt til Lond- on, eins og misprentaðist í grein Jónasar Jónssonar í síð- asta tölublaði, heldur var það skáldið, sem þangað flutti þegar efnin fóru að skána o. s. frv. - Skíðahótelið fær gjöf (Framhald af blaðsíðu 8.) þá ósk, að það mætti auka ánægju skólaæskunnar, íþrótta- fólks og annarra, sem í Skíða- hótelið kæmu. Bæjarstjóri þakkaði fyrir hönd bæjaryfirvalda þessa rausnarlegu gjöf, og fór nokkr- um orðum um störf Lions- hreyfingarinnar í þágu menning ar- og líknarmála. Þá var lesinn útdráttur fundargerða um vinnu Huginsfélaga við innréttingu setustofu Skíðahótelsins og nam það vinnuverðmæti kr. 76 þús. Fjár til þessa píanókaupa öfl- uðu Huginsfélagar með sölu jólahúsa og kúluspila, sem Lions félagar smíðuðu að mestu sjálf- ir. Loks var setið að kaffi- drykkju, söng og píanóleik 23 kl. 2 e. h. Það nýjasta frá IÐUNNI: KVENGÖTUSKÓR, 2 tegundir TELPNA- og DRENGJASKÓR - ÚRVAL KARLMANNASANDALAR, 5 tegundir o. m. fl. Höfum gott úrval af GÚMMÍSKÓFATNAÐI T. d. KVENBOMSUR, KARLMANNASKÓHLÍFAR GÚMMÍSTÍGVÉL og GÚMMÍSKÓ, allar stærðir. SKÓBÚÐ K.E.A. FREYVANGUR: Gamanleikurinn „GIMBILL“ verður sýndur á sunnudagskvöld kl. 9 síðdegis. Allra síðasta sinn. Sætaferðir frá Ferðaskrifstofunni, Tún- götu 1. LEIKFÉLAG ÖNGULSSTAÐAHREPPS. SPARISJÓÐUR AKUREYRAR Afgreiðslutími sjóðsins verður framvegis kl. 14—16 fkl. 2 e. h. til kl. 4 e. h.) alla virka daga, nema laugardaga kl. 11-12. Sparisjóðurinn er sjálfseignarstofnun og veitir beztu fáanleg innlánskjör og ávaxtar fé viðskiptamanna sinna og varasjóð eingöngu í útlánum til bæjar- rnanna. TIL SÖLU: 5 HERBERGJA ÍBÚÐARHÆÐ VIÐ SKÓLASTÍG. Upplýsingar gefur RAGNAR STEINBERGSSON, HDL. Símar 1782 og 1459. Jarðarför föður okkar, STEINÞÓRS JÓHANNSSONAR, kennara, fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. apríl kl. 1.30 e. li. Bryndís Steinþórsdóttir. Örn Steinþórsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför ÓLAFS TRYGGVA ÁRNASONAR frá Skálpagerði. Einnig færam við læknum og öðru starfsliði Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri beztu þakkir fyrir góða umönnun í hans löngu sjúkdómslegu þar. Aðstandendur. fram eftir kvöldi. Umboðsmað- ur Östlind & Almquist píanó- verksmiðjanna hér á Akureyri er Haraldur Sigurgeirsson gjald keri, og lék hann nokkur lög á hið nýja hljóðfæri. Stjórn Hugins skipa nú, Hall dór Helgason formaður, Guð- mundur Tómasson gjaldkeri og Árni Ingimundarson ritari. hnepptar og heilar, ný gérð, ódýrar. PÚÐARNIR komnir aftur. MARKAÐURINN Sími 1261

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.