Dagur


Dagur - 01.05.1964, Qupperneq 1

Dagur - 01.05.1964, Qupperneq 1
XLVII. árg. — Akureyri, föstudaginn 1. maí 1964 — 36. tbl. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) HAFMEYJUM HÆTT! ALLIR muna hvernig fór fyrir hafmeyjar-styttunni í Reykja- vík. Hún var sprengd í loft upp og varð' að rusli. Verknaðurinn var ljótur þótt menn sakni hinn- ar horfnu styttu misjafnlega mikið. Fyrir fáum dögum hvarf höf- uðið af „Litlu hafmeyjunni“ í Kaupmannahöfn, þekktu lista- verki, sem gerð var eftir einu af ævintýrum H. C. Andersens. Höfuðið hafði verið sorfið eða sagað af. □ „MÖL OG SANDUR“ er að færa út kvíamar. Lundur, búfjárræktarstöð, er litlu fjær og enn austar á miðri myndinni er hin mikla spennistöð Rafveitu Akureyrar. .... ......--................. Varlega er þeim treysfandi! ÞAÐ bar til á bæ einum í Eyjafirði á sl. hausti, að bóndinn þar tók í hús hrúta sína tvo. Annar þeirra var mjög illa á sig kominn og auk þess blindur. Hugmynd bóndans var að hafa hrút- ana saman í stíu, en sambúð- in varð ekki góð milli þeirra og átti „sjúklingurinn“ í vök að verjast. Bónda fannst því réttast að láta hann til ánna, í trausti þess, að ekki kæmi að sök. Enda varð hann þess ekki var, að hann brygðist traustinu. — En þegar líða tók á, kom annað í ljós. — 50 ær eru bornar. □ Aðalfundi K, Þ. lauk á Húsavík i gær Sala erlendra og innlendra vara nam nálega 127 milljónum króna á síðastliðnu ári Húsavík 30. apríl. Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga á Húsa- vík hófst í gær. Karl Kristjáns- son alþingismaður og formaður félagsstjórnar KÞ flutti árs- skýrslu kaupfélagsstjórnarinnar og Finnur Kristjánsson kaup- félagsstjóri skýrði frá liag og rekstri félagsins á liðnu starfs- ári. Sala erlendra og innlendra vara nam á árinu krónum 137.783.826,00 og hafði aukizt um krónur 24.256.875,00 frá ár- inu á undan. gesti þeirra. Þar sagði Baldur á Ofeigsstöðum frá ævintýr- um sínum í Þýzkalandi á liðn- um vetri og kirkjukórinn söng undir stjórn Reynis Jónassonar. Fundur hófst kl. hálf tíu í morgun. Mörg kaupfélagsmál eru á dagskrá og standa umræð ur nú yfir (kl. 2.30). Fundinum lýkur síðar í dag og verður nán- ar sagt frá honum síðar. Þ. J. Hjartasjúkdómarnir eru mannskæðaslir Á LAUGARDAGINN var hald- inn fundur í Tjarnarbæ í Reykjavík, sem boðað hafði ver ið til í því augnamiði að stofna Hjarta- ag æðasjúkdómavarna- félag í Reykjavík. Þegar á fund- inn kom reyndist húsnæðið allt of lítið, svo hundruð urðu frá að hverfa, en 400 manns stofn- uðu félagið. í stjórn þess eru: Eggert Kristjánsson stórkaup- maður, Ólafur Jónsson fulltrúi, Pétur Benediktsson bankastjóri, Sigurður Samúelsson prófessor og Theorór Skúlason yfirlækn- ir. En á stofnfundi flutti Sigurð- ur Samúelsson aðalræðuna, skýrði frá hjarta- og æðasjúk- GÖMUL BRÚ í GLERÁRDAL NOKKRIR framtakssamir Ak- ureyringar, sem nú eru á miðjum aldri, eða rúmlega það, byggðu á sínum duggarabands- árum göngubrú á Glerá, all langt fram í Glerárdal. Nú er þessi brú hrörleg orð- in og ófær yfirferðar venjulegu fólki. En steinstöplarnir standa óhaggaðir og burðartrén milli þeirra einnig. Eigandi brúarinn- ar fyrirfinnst víst enginn og þurfa því áhugamenn að annast viðgerðina. Kæmi það mörgum vel, sem leið eiga um Glerár- dal, að geta notað hina gömlu dómum og dánartíðni af völd- um þessara sjúkdóma, sem hafi ellefu-faldast frá 1911—1955 og síðan enn vaxið. Hjarta- og æðasjúkdómar eru í dag mannskæðastir allra sjúk dóma á íslandi, sagði prófessor- inn. Skoraði ræðumaður að síð- ustu á alla viðstadda, að hefja baráttu gegn sjúkdómum þess- um. Hið nýja félag ætlar að fræða almenning um einkenni þessara sjúkdóma og kenna mönnum varnir gegn þeim, ennfremur að styðja aukið rannsóknar- starf í því sambandi og að auk- inni sérmenntun lækna á þessu sviði. Hér er um stórt mál fjallað. Þann sjúkdóm, sem um þessar mundir leggur fleiri menn í gröfina en nokkur annar sjúk- dómur annar í okkar landi. Er of mikil bjartsýni að vona að í höfuðstað Norðurlands yrði bráðlega stofnað hliðstætt fé- FÉLL í SJÓINN ÖLVAÐUR TVÍTUGUR piltur héðan úr bænum féll ölvaður út af Torfu- nefsbryggj unni í sjóinn, s.l. mið- vikudagskvöld. Skipverji á Jök- ulfelli, sem var nærstaddur, lcom til hjálpar og bjargaði pilt- inum. Munaði litlu að ver færi, eins og oft áður, þegar áfengi er annars vegar. □ lag? Þess er sannarlega þörf, að barátta sú, sem nú er upp- tekin, verði almenn og hljóti bæði skilning og stuðning allra landsmanna. □ SAMKVÆMT upplýsingum mjólkurbússtjórans í Borgar- nesi, Sigurðar Guðbrandssonar, verður hafin í næstu viku fyrsta tilraun hérlendis til að sækja mjólk til bænda á tankbílum. ÁFENGISSALAN JÓKST UM 19% SAMKVÆMT nýútkomnum skýrslum frá Áfengis- og tóbaks verzlun ríkisins, nam heildar- sala áfengis frá þeirri stofnun þrjá fyrstu mánuði þessa árs 64,6 millj. kr., sem í krónutali er 19% aukning frá sama árs- tíma í fyrra. Áfengissalan skiptist þannig eftir útsölustöðum á fyrrnefndu tímabili: Reykjavík 54,8 millj. kr., Akureyri 5 millj., ísafjörður 1,9 millj., Seyðisfjörður 1,4 og í Siglufirði seldist áfengi fyrir 955 þús. kr. Verðhækkun hefur orðið á áfengi síðan í fyrra. Munar það svo miklu, að láta mun nærri að selt áfengismaðn sé svipað nú og þá. □ Eftir að reikningar höfðu ver- ið samþykktir hófust víðtækar umræður um málefni félagsins. í kaffihléi milli fundarstarfa var unað um stund við söng og gam anvísur látnar fjúka. í gærkveldi var samkoma í boði KÞ fyrir fundarmenn og Tilraunabíllinn hefur verið út- búinn í Borgarnesi og hefur sér- stakt mælitæki frá Mejeriernes Maskinfabrik í Kolding til að vikta mjólkina um leið og henni er dælt úr mjólkurbrúsunum á brúsapöllunum. Þessi aðferð hefur verið not- uð í nágrannalöndum okkar í 5—6 ár og nú verður stefnt að því, að sækja alla mjólk til mjólkurbúsins í Borgarnesi á þennan hátt. (Þjóðólfur). NORÐLENDINGAR bíða eftir Norðurlandsbornum mikla, en urðu að sjá af honum til Vest- mannaeyja í vetur. Síðustu fréttir herma, að borunin, sem átti að gefa eyjabúum neyzlu- vatn, sé nú komin niður á 60° heitan sjó. á 900 metra dýpi, en ekki fundið neinn kaldan dropa. Haldið vei’ður áfram að bora niður á allt að 1200 metra SKEMMDARVERK Á BIFREIÐ NÚ í VIKUNNI voru nemend- ur Verzlunarskólans í Reykja- vík á ferð hér í bænum á tveim stórum langferðabifreiðum. — Höfðu þeir hér nætúrdvöl og skildu farkostina eftir á bif- reiðastæði við Landsbankann. Um morguninn þegar leggja átti af stað, kom í ljós að búið var að hleypa loftinu úr báðum framhjólum annarrar bifreiðar- innar og einnig tveim hjólum að aftan. Höfðu verið brotnir loftventlar á sumum hjólunum, og olli þessi verknaður tveggja klukkustunda töf fyrir fei’ða- fólkið. — Lögreglan hafði svo upp á 18 ára pilti héðan úr bæn um, sem viðurkenndi, að hafa framkvæmt skemmdarvei’kið, ásamt tveim öðrum. Q dýpi, samkvæmt upphaflegri á- ætlun, og má gera ráð fyrir meiri hita og e. t. v. meira vatns magni á þeirri leið. Við óskum Vestmannaeying- um góðs ái-angurs af boruninni, og þess einnig, að hinn mikli jai’ðbor, sem inn var keyptur til notkunar á Noi’ðui’landi, komi hingað sem fyrst. □ Mjólk í tankbílum KOMIHEITAN SJO á 900 metra dýpi í borholu í Vestmannaeyjum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.