Dagur


Dagur - 06.05.1964, Qupperneq 1

Dagur - 06.05.1964, Qupperneq 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (aígreiðsla) BRAGI JÓHANNSSON KJÖRINN FORMAÐ- UR F.V.S.A. AÐALFUNDUR Félags verzl- unar- og skrifstofufólks var haldinn mánudaginn 4. maí s.l. Formaður félagsins, Kristófer Vilhjálmsson, skýrði frá starf- inu á síðasta ári, samningavið- ræðum sem fram höfðu farið og þeim launasamningum sem gerðir voru. Við stjórnarkjör lýstu því yf- ir að þeir gæfu ekki kost á sér til endurkjörs, þeir Kristófer Vilhjálmsson, Sigurður Jóhann- esson og Baldur Halldórsson. Hin nýja stjórn er þannig skip- uð: Bragi Jóhannsson formaður, ísak Guðmann ritari, Ingólfur Gunnarsson gjaldkeri, Kolbeinn Helgason meðstjórnandi, Þor- steinn Svanlaugsson meðstjórn- andi. Hinn nýkjörni formaður þakk aði fráfarandi stjórn ágæt störf og vænti eins góðrar samvinnu innan félagsins og stjórnarinn- ar í framtíðinni, eins og verið hafði að undanförnu. □ Frá Mjólkursamlagsfundi KEA í Samkomuhúsinu á Akureyri í gær. (Ljósmynd E. D.) Aðalfundur Mjólkursamlags K.E.A. í gær DAYÍÐSHÚSIÐ BÆJARSTJÓRN Akureyrar kaupstaðar og ættingjar Da- víðs Stefánssonar frá Fagra- skógi áttu nýlega viðræður um hús skáldsins á Akur- eyri, bókasafn þess og aðra muni, sem fyrirhugað er að varðveita. Samkomulag varð um, að fá óvilhalla menn til að meta eignir þessar til verðs, og yrði matið grund- völlur framhaldsviðræðna um þessi mál. Það fer vel á því að Ey- firðingar taki mál þetta upp, en öll þjóðin á hér hlut að. Væntanlega taka einhverjir þingmenn málið upp innan veggja Alþingis, til þess að tryggja framgang þess. Ungmennafélögin við Eyja fjörð liafa þegar samþykkt að heita sér fyrir því að láta gera styttu af skáldinu til að setja upp á æskuheimili hans, Fagraskógi. Jónas Kristjánsson forstjóri flyt ur skýrslu sína á aðalfundinum. Kaupíélsg Þingeyinga frestar framkvæmdum í ár vegna „ótryggs efnahagsmálaárferðis44 AÐALFUNDUR Kaupfélags Þingeyinga var haldinn á Húsavík dagana 29.—30. apríl s.l. Á fundinum mættu 107 fulltrúar frá deild- um félagsins, félagsstjórn fullskipuð, kaupfélagsstjóri og endur- skoöendur, einnig margir gestir. Fundinum stýrði formaður félags- ins, Karl Kristjánsson. Fundarritarar voru Indriði Ketilsson, Ás- kell Sigurjónsson og Jóhann Ilermannsson. Fjöldi mála var tekinn fyrir og ræddur. Skýrslur um starf- semi félagsins á liðnu ári flutt- ar, svo og aðalreikningar, sem samþyktir voru einróma. Heildar-vörusala í búðum fé- lagsins hafði verið 65 millj. kr. á árinu. Framleiðsluvörur á vegum félagsins á ái'inu höfðu numið 55 millj. króna. Önnur vörusala varð 17 millj. kr. Sölu- aukning frá næst ári á undan varð að krónutölu rúml. 20%. Á árinu hafði tveimur sölu- búðum félagsins í Húsavík, Járn & Glervörudeild og Ný- lenduvörudeild, verið breytt í kjörbúðir. Haldið áfram bygg- ingu hraðfrystihúss, og það tek- ið í notkun að nokkru leyti. Stækkun á byggingu Mjólkur- samlagsins að mestu lokið, og unnið að ýmsum minni háttar framkvæmdum. Aðalumræður fundarins urðu um framtíðarverkefni félagsins, og kom fram mikill og almenn- ur áhugi hjá fundarmönnum fyrir áframhaldöndi framfara- sókn. Hins vegar voru menn Finnur Kristjánsson. sammála um, að vegna sérstak- lega erfiðs og ótryggs verzlun- ar- og efnahagsmálaárferðis væri ekki hægt að komast hjá því að fresta öllum meiri háttar (Framh. á bls. 7). Bændur fengu kr. 5.65 fyrir mjólkurlítrann ÁRSFUNDUR mjólkursamlags Kaupfélags Eyfirðinga var haldinti í Samkomuhúsinu á Akureyri í gær. Sóttu fundinn um 350 full- trúar frá 526 framleiðendum af samlagssvæðinu auk stjórnar og framkvæmdastjóra kaupfélagsins og forstjóra mjólkursamlagsins. Formaður KEA, Brynjólfur Sveinsson, setti fundinn, en fundarstjórar voru kjörnir Sig- urjón Steinsson Lundi og Mar- ínó Þorsteinsson Engihlíð, en fundarritarar Aðalsteinn Jóns- son Kristnesi og Sæmundur Guðmundsson Fagrabæ. Jónas Kristjánsson forstjóri ' flutti skýrslu mjólkursamlags- ins fyrir s.l. ár. Innlögð mjólk á árinu var 17.443.890 lítrar og er það 1.260.852 lítrum meira magn en 1962. Nemur aukningin 7,8%. Meðaltal framleiðanda er rúmir 33 þús. lítrar en mesta framleiðslan er í Hrafnagils- hreppi, þar koma rösklega 51 þús. lítrar á hvern framleið- anda. Á s.l. tveim árum hefur mjólkurframleiðendum fækkað um 53. Flokkun mjólkurinnar hafði versnað á árinu og var nú 3,884% mjólkurinnar í III. og IV. flokki, og er það mun lak- ari útkoma en hjá flestum öðr- um samlögum. Af mjólkurfram leiðslunni fóru 19,5% til neyzlu, en hitt til vinnslu. Varð mikil aukning á vörubirgðum á árinu, sérstaklega osti sem ætlaður er til útflutnings. Á þriðja hundr- að tonn eru nú til af smjöri. En búið er að semja um sölu á 50 tonnum til Tékkóslóvakíu. Alls námu vörubirgðir í árslok 1963 (Framhald á blaðsíðu 2). Verkalýðsráðstefna Framsóknar- ntanna verður haldin a Akureyri NÚ undirbýr verklýðsmála- nefnd Framsóknarflokksins verkalýðsmálaráðstefnur víða um land. Fyrir Norðurlandskjör dæmi eystra verður hún haldin á Akureyri um næstu mánaða- mót og er hún nú í undirbún- ingi Ráðgert er að ráðstefna þessi standi í tvo daga. Hæfir menn flytja erindi um vinnulöggjöf- ina, vinnuhagræðingu, arðskipt- ingu eða hlutdeildarfyrirkomu- lag, vinnustöðvanir, vinnuvernd öryggismál o. fl. Þátttakendur ráðstefnunnar munu skoða verksmiðjur SÍS og KEA og fleiri vinnustaði, eftir því sem tími vinnst til. Búist er við þátttakendum mjög víða að úr kjördæminu. Nánar verður hægt að segja frá undirbúníhgi ráðstefnunnar áður en langt líður. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.