Dagur - 09.05.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 09.05.1964, Blaðsíða 1
€■ N Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. V: ■J Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Áskorun til almennings VIÐ UNDIRRITAÐIR leyfum okkur hér með að skora á almenning að taka þátt í stofnun félags á Akureyri í þeim tilgangi að efla samtök um baráttu við hjarta- og æðasjúk- dóma og varnir gegn þeim. Við leyfum okkur að taka eftirfarandi kafla úr ávax-pi því, er forvígismenn um stofnun Hjarta- og æðasjúkæóma- varnafélags Reykjavíkur birtu fyrir nokkru í blöðum höf- uðstaðarins. „Meginástæða þessa er sú staðreynd, að þessir sjúkdómár eru nú mannskæðastir allra sjúkdóma hérlendis.“ „Hafa dauðsföll af völdum þeirra aukist miklu meira á síðari árum héx-lendis en af völdum annarra sjúkdóma, ef miðað er við gi-eind dauðamein.“ „Algengasti hjartasjúkdómui-inn stafar af ki-ansæðakölkun og kransæðastíflu. Þessi tegund hjai-tasjúkdóma tekur að herja á fólk á fimmtugs aldri og stundum fyrr. Auðsætt er, að þjóðfélagið geldur mikið afhroð af völdum þessa sjúk- dóms. Má þar til nefna langvinnt vinnutap, sem bæði kem- ur hart niður á þjóðfélagi og einstaklingnum og veldur margs konar ei'fiðleikum fyrir fjölskyldui', sem þetta bitnar á. Því má heldur ekki gleyma, að dauðsföll af þessum sök- um eru ekki fátíð meðal fólks á milli fertugs og fimmtugs. Hér er, sem sé, um að ræða fólk á bezta aldri með mai'g- þætta lífsreynslu að baki og oftlega langan undirbúning undir lífsstarf sitt.“ „í flestum menningarlöndum heims hafa verið stofnuð samtök, sem hafa á stefnuskrá sinni bai'áttu við hjarta- og æðasjúkdóma, varnir gegn þeim, afleiðingum þeirx-a og út- breiðslu. Hafa samtök þessi með starfsemi sinni stuðlað stói'- lega að auknum rannsóknum á þessum sjúkdómum og eðli þeirra og að vörnum gegn þeim.“ „Félagssamtök með líku sniði hfa síðustu áratugina vei'ið ómetanleg stoð í baráttunni við berklaveiki hér á landi.“ „Stofnuð vei-ði í bæjum og sveitum landsins félög, sem stai’fi að þessu mikilvæga málefni, en síðan sameinist þau innan vébanda eins landssambands. Félögin og landssam- bandið myndi síðan skipuleggja almenningsfi æðslu um eðli og gang þessara sjúkdóma, svo og um varúðarráðstafanir, sem hægt er að beita gegn þeim.“ Við undirritaðir höfum ákveðið að boða til fundar í Sjálf- stæðishúsinu þriðjudaginn þ. 12. maí n. k. kl. 8V2 e. h. þar sem stofnað verði á Akureyri félag til varnar gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Fastlega er skorað á almenning að fjölmenna á fund þenn- an til stuðnings þessu mikilvæga málefni. Arnþór Þorsteinsson Eyþór H. Tómasson Jakob Frímannsson Ólafur Sigurðsson Þórarinn Björnsson J Enn einn tekinn ölvaður við akstur S.L. fimmtudag lentu tveir bíl- enn í gæzluvai'ðhaldi á Akur- ar í ái'ekstri hér í bænum og eyri. — (Fi-á lögi’eglunni) ux-ðu skemmdir nokkrar af. — —, • -....... ... Fremri röð frá vinstri: Þórarinn Haraldsson, Björn Kristjánsson og Benedikt Bjömsson. Aftari röð: Þórhallur Björnsson, Gunnar Björnsson, Ingimundur Jónsson og Sigurður Jónsson. SJÖTUGT KAUPFÉLAG Hátíðlegur aðalfundur í Skíilagarði KAUPFÉLAG Norður-Þingey- inga hélt sinn sjötugasta aðal- fund að Skúlagarði í Keldu- hverfi hinn 6. þ. m. Var þar samankomið margt gesta auk fulltrúa, félagsstjórnar og starfs manna. Björn Kristjánsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, heiðursfélagi KNÞ, kom frá Reykjavík til að sitja þennan merkisfund, í boði félagsins. Hátíðar- og gleðibragur var yfir samkomu þessari, enda merkis- afmæli óskabarns héraðsbúa. Þegar félagið var stofnsett, árið 1894, hafði Kaupfélag Þing- eyinga, elzta kaupfélag landsins, starfað í 12 ár. Að stofnun KÞ stóðu bæði Suður- og Norður- Þingeyingar, því tveir af fimm- tán fulltrúum er sátu stofnfund KÞ voru úr Kelduhverfi. Stofn- uðu Keldhverfingar þegar í upp hafi deild í KÞ, en Öxfirðingar og Núpsveitingar stofnuðu þar deildir litlu síðar. Mikhr örðugleikar voru á því sakir langræðis og torfærna að sækja verzlun til KÞ á Húsa- vík, þó gert væri um nokkur ár með sívaxandi þátttöku. Kom þá fram sú hugmynd að stofna kaupfélag í héraðinu og koma upp fastri verzlun við Kópasker. Fengu nú Norður-Þingeying- ar Jón Jónsson Gauta, bróður EITT af stærstu málum ársins, sem Alþingi fjallar um, vega- áætlunin fyrir árið 1964, var á dagskrá til lokaafgreiðslu í gær. Umræðum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. En útlit var fyrir að helztu niðurstöður yrðu sem hér segir: Tekjur vegasjóðs eru: Benzín Péturs á Gautlöndum, til þess að vinna að stofnun kaupfélags og félagsdeilda, taka að sér stjórn þess og nema land, óbyggða hafnlausa strönd, við Kópasker. Þrátt fyrir ólýsanlega erfið- leika tókst þetta áform og var framkvæmdin ævintýri líkust. Jón Gauti starfaði sem formað- ur og framkvæmdastjóri félags- (Framhald á blaðsíðu 2.) skattur 155 milljónir króna, þungaskattur 31 milljón, gúmmí gjald 10 millj. og ríkisframlag 47.1 millj. kr. Samtals eru þetta 242.1 millj. kr. Vegafénu verður þannig varið í meginatriðum á yfirstandandi ári: Stjórn og undirbúningur 8,9 millj. kr., viðbald þjóðvega 80 millj. kr., til nýbygginga á þjóð- Framlög til veganna í Norðurlandskjördæmi eystra á þessu ári Annar bifreiðástjórinn var grun aður um ölvun og var færður til blóðrannsóknar. Rannsókn og yfirheyrzlum í sambandi við smygl- og áfengis- málið á Dalvík, sem skýrt var frá í síðasta blaði, er haldið áfram. Annar skipverjinn af dýpkunarskipinu Gretti situr AFNOTAGJÖLD ÚTVARPSINS HÆTT var við það á síðustu stundu að gera afnotagjöld rík- isútvarpsins að nefskatti, svo sem búizt hafði verið við. Inn- heimta afnotagjaldsins vérður því með sama hætti og áður, nema gjaldið hækkar í kr. 530.00. □ fagnaði Kaupfélags Norður-Þingeyinga í Skulagarði að fundi loknum. vegum 57,6 millj. kr., til fjall- vega o. fl. 2,3 millj. kr„ til brúa (Framhald á blaðsíðu 7). -<--;--------------;--^ V erkalýðsráðstef n- an á Akureyri, er fyrir allt landið VERKALÝÐSmálaráðstefna sú, sem verkalýðsmálanefnd Framsóknarflokksins efnir j til um næstu mánaðamót, verður fyrir allt landið, en ekki aðeins fyrir kjördæmið. Ráðstefnan verður haldin á Akureyri. Verður það væntanl. fjöl- menn ráðstei’na og mjög fróð leg. Um tilhögun verður hægt að segja nánar síðar, þegar hin einstöku atriði hafa verið ákveðin að fullu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.