Dagur - 16.05.1964, Síða 2
2
Æflngar liafnar hjá Frjálsíþróttaráði Ak
NÚ eru útiæfingar hafnar á
vegum Frjálsíþróttaráðs og fara
þær fram á íþróttavelli bæjar-
ins. Á þriðjudögum og föstudög-
um frá kl. 8 e. h. eru æfingar
fyrir 14 ára og eldri. Fyrst um
sinn mun Kjartan Guðjónsson
annast tilsögn. Á fimmtudögum
frá kl. 8 e. h. verða æfingar fyr-
Ármann J. Lárusson
ÍSLANDSG'LÍMAN, 54. í röð-
inni, var háð í Reykjavík s.l.
Freysteinn sigursæll
HELGI ÓLAFSSON skákmeist-
ari íslands og Freysteinn Þor-
brgsson frá Siglufirði voru hér
á ferð nýlega. Var efnt til hrað-
skákmóts á Akureyri í tilefni
þess með þátttöku þeirra. Frey-
steinn sigraði, hlaut 15% vinn-
ing, Helgi 14 og Júlíus Bogason
12% vinning. Þátttakendur
voru 18. *
Ungmennasamband Eyjafjarð
ar fékk svo Freystein til að tefla
fjöltefli að Melum í Hörgárdal.
Tefldi hann við 15 skákmenn,
vann 11 skákir og gerði 4 jafn-
tefli. □
SKARÐSMÓTÍÐ
HIÐ árlega skíðamót, „Skarðs-
mótið,“ í umsjá Siglfirðinga, fer
fram í Siglufjarðarskarði í dag
og á morgun.
Keppt verður í stórsvigi og
svigi karla og kvenna, og einn-
ig í sömu greinum fyrir ung-
linga 12—14 ára.
Keppendur eru alls skráðir
56, frá Reykjavík, ísafirði, Ak-
ureyri, Ólafsfirði og Siglufirði.
Héðan fara alls 10 skíðamenn,
þar af ein stúlka og hefir það
ekltí skeð í mörg ár að stúlka
frá Akureyri taki þátt í skíða-
móti, a. m. k. ekki utan bæjar.
Nægur snjór er í Siglufjarðar-
skarði og er búizt við að mót
þetta verði skemmtilegt, svo
sem þau hafa jafnan verið. □
Konur fengu 100 þús.
krónur í happdrætti
KVENFÉLAGIÐ á Árskógs-
strönd hreppti nýlega 100 þús.
króna happdrættisvinning hjá
SÍBS og síðan annan minni.
Félagsstjórnin ákvað að bjóða
öllum húsfreyjum sveitarinnar
farmiða til Akureyrar, í sam-
bandi við síðustu sýningu
Galdra-Lofts og veitingar í
Skíðahóteli Hlíðarfjalls.
Umboðsmaður happdrættis-
ins sendi vísu þessa með vinn-
ingstilkynningunni:
Gullið flæðir, gæfuhjólið snýst.
Gleðjist nú og fjárhagsangrið
[sefið,
— því dæmist rétt, að drottinn
[hefur víst
dóttur sinni, Evu, fyrirgefið.
ir unglinga yngri en 14 ára og
sér Reynir Hjartarson um þær.
Er þess að vænta að sem flest
ir, bæði yngri og eldri íþrótta-
menn, notfæri sér þessa æfinga-
tíma.
Segja má að frjálsar íþróttir
hafi verið í öldudal á Akureyri
um skeið. Bæjarbúar vírðast
r
glímukóugur Islands
sunnudag. íslandsglíman mun
vera elzta reglulega íþróttamót-
ið, sem haldiö er hér á landi.
Fór hún fram í fyrsta sinni á Ak
ureyri 1905, en féll niður í nokk
ur ár á heimsstyrjaldarárunum
fyrri.
Að þessu sinni voru keppend-
ur 10, en 9 luku keppni.
Úrslit urðu þessi:
1. Árm. J. Lárusson,
Breiðablik ........... 8 v.
2. Guðmundur Steindórsson,
Skarphéðinn ..........7 v.
3. Ingvi Guðmundsson,
Breiðablik ........... 6 v.
Þetta er í 11. sinni í röð, sem
Ármann sigrar í íslandsglím-
unni, en í 12. sinni alls. Mun
það einsdæmi að íslenzkur
íþróttamaður hafi svo lengi al-
gjöra yfirburði í einni íþrótta-
grein.
„GrettisbeltiS11, elsti verð-
launagripur sem keppt er um
á íþróttamóti hér á landi, var
afhentur sigurvegaranum í lok
keppninnar. □
Á SÍÐASTA ÞINGI UMSE var
ákveðið að sambandið beitti sér
fyrir unglingadansleikjum í hér-
aðinu. Er nú sá fyrsti ákveðinn
laugardaginn 23. þ. m. í Laugar-
borg. M. a. kemur þar fram
einn vinsælasti skemmtikraftur
landsins, Ómar Ragnarsson,
ásamt Grétari Ólafssyni, og
flytja þeir félagar nýja skemmti
skrá.
Ef þessi dansleikur heppnast
líka hættir að gera sömu kröf-
ur til frjálsíþróttamannanna,
um frammistöðu á landsmæli-
kvarða, sem gerðar eru til knatt
spyrnumanna bæjarins. Þá hef-
ur lítil reisn verið yfir frjáls-
íþróttamótunum á undanförn-
um árum, og hefur síðasta ár
líklega verið það lélegasta.
Þessar skipulögðu æfingar
Frjálsíþróttaráðs nú, er því lofs
verð tilraun, um að koma þess-
ari íþrótt á hærra stig.
Vormót í frjálsum íþróttum
verður haldið 23. þ. m. og verð-
ur síðar skýrt frá keppnisgrein-
um.
Júlíus Eogason skák-
meistari Akureyrar
SKÁKÞINGI Akureyrar er að
ljúka. Keppendur voru 8 í
meistaraflokki og 5 í fyrsta og
öðrum flokki. Keppnin um efstu
sætin varð jöfn og hörð til
enda.
Úrslit: Meistaraflokkur:
Júlíus Bogason 5% vinning
Jón Björgvinsson 5 vinninga.
Margeir Steingrímsson 5 vinn.
Helgi Jónsson 4% vinning.
Einni skák mun vera ólokið,
en hún hefur ekki áhrif á vinn-
ingafjölda efstu manna.
1. og 2. flokkur (saman).
Halldór Halldórsson 3 vinninga
Jón Þ. Jónsson 3 vinninga
Friðgeir Sigurbjörnsson 2V2 v.
Halldór og Jón tefldu til úr-
slita um efsta sætið og varð
Halldór hlutskarpari.
vel er hugmyndin að koma á að
minnsta' kosti' ein'úiþ-ú Kverjum
mánuði.
Unglingar frá 14—21 árs ald-
urs, fá aðeins aðgang og verða
að sýna gild skilríki um aldur
sinn. Áfengi verður útilokað á
þessum samkomum og er ætlast
til að unglingarnir skemmti sér
á heilbrigðan og léttan hátt og
finni þar sanna gleði. □
ORGELSTÓLAR
með skrúfaðri (hækkanlegri) setu, eru væntanlegir í
júlí n.k. Verð frá ca. kr. 1000.00—1600.00. Sýnishorn
og myndir fyrirli-ggjandi. Tek á móti pöntunum.
Haraldur Sigurgeirsson, Spítalavegi 15, Akureyri
Sími 1915
Ákveðið er að starfrækja reiðskóla um þriggja vikna
skeið, frá 23. maí til 13. júní, fyrir unglinga frá 8—14
ára. Kennd verður reiðmennska og alhliða meðferð
hes-ta. Kennari verður Ingölfur Armannsson. Nám-
skeiðsgjald kr. 100.00. Þátttaka tilkynnist Karli Ágústs-
syni, I.itla-G-arði, simar 1102 og 1144, og æskulýðsfull-
trúa bæjarins, símar 2722 og 1546.
HESTAMANNAFÉLAGIÐ LÉTTIR.
ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR.
UNGLINGADANSLEIKIR U.M S.E.
- Góðir gesfir fil Ólafsfjarðar
(Framhald af blaðsíðu 8.)
Sauðburður stendur nú víða
sem hæst og hjá öðrum er hann
að byrja, sem seint láta bera.
Gengur hann eftir atvikum vel,
þótt flestar ærnar beri inni.
S.l. vika var sannkölluð skóla
slitavika. Þá var öllum skólun-
um hér sagt upp. Á uppstigning-
ardag var Iðnskóla Ólafsfjarðar
slitið. í skólanum voru 16 nem-
endur fyrri hluta vetrar í 2.
bekk og luku þeir allir 2. bekkj-
ar prófi í jan. s.l. Hæstu eink-
unn hlaut Friðrik Gunðarsson
8:96. Seinnihluta vetrar var 3.
bekkur starfræktur við skólann
og voru nemendur 13. 12 luku
3.bekkjarprófi og hlaut Friðrik
Gunnarsson einnig þar hæstu
einkunn 8.66. Skólastjórinn,
Bjöm Stefánsson, gat þess í
skólaslitaræðu sinni að ánægju-
legur áfangi hefði náðst í
fræðslumálum skólans með því
að nú hefðu fengist 2 kennarar
að skólanum til að kenna alla
iðnteikningu, en áður þurftu
sumir nemendur að fara til Ak-
ureyrar eða Siglufjarðar til að
ljúka þessari námsgrein. Við
skólann störfuðu 6 stundakenn-
arar auk skólastjóra.
Föstudaginn 8. maí var Barna
skóla Ólafsfjarðar slitið. Skóla-
stjórinn, Björn Stefánsson, gat
þess í ræðu sinni að reynt hefði
verið að færa kennsluna yfir í
starfræn vinnubrögð. Þá gat
hann þess að heilsufar nemenda
hefði verið með afbrigðum gott.
Flestir nemendur skólans nutu
ljósbaða í vetur en þeir voru
112. Barnaprófi luku 15 nemend
ur og hlaut Ermenga Stefanía
Björnsdóttir hæstu einkunn,
9.47, sem jafnframt er hæsta
einkunn í skólanum. Að lokum
hvatti skólastjórinn börnin til
að duga vel í framtíðinni og
kappkosta að koma ávallt fram
sem sönn prúðmenni. Við skól-
ann störfuðu í vetur 4 fastráðn-
ir kennarar, auk skólastjóra, og
tveir stundakennarar.
Þá var Miðskóla Ólafsfjarðar
slitið á laugardaginn 9. maí.
Skólastjórinn, Kristinn Jóhanns
son, flutti skólaslitaræðuna.
Hvatti hann nemendur mjög til
áframhaldandi náms og aukinn-
ar þekkingar. í skólanum voru
64 nemendur, 23 í fyrsta bekk,
26 í öðrum bekk og 15 í þriðja
bekk. Við skólann störfuðu 2
fastráðnir kennarar, auk skóla-
stjóra, og 5 stundakennarar. í
fyrsta bekk hlaut hæsta eink-
unn Þóra Þorvaldsdóttir 9.02,
sem jafnframt er hæsta einkunn
í skólanum, 24 luku unglinga-
prófi og hlaut Stefán Björnsson
hæstu einkunn 8.68. 15 luku mið
skólaprófi og þar var hæst Jó-
hanna Stefánsdóttir með 8.33. —
Ráðgert er, að skólinn starfræki
landsprófsdeild næsta vetur og
einnig 3 bekk verknámsdeildar.
Athugaðir munu möguleikar á
að skólinn fái heimild til að út-
skrifa gagnfræðinga í framtíð-
inni. —
Nú, þegar þetta er skrifað, um
miðnætti, er komin norð-austan
bleytuhríð og allt orðið hvítt.
Björn Stefánsson.
- Fegrunarfélagið ávarpar íbúana
(Framhald af blaðsíðu 8).
Gefjunar o. fl. fjarlægðir.
6. Hreinsað verði í kringum
öll skepnuhús. á túnunum
suður Og austur af spenni-
stöðinni og austur að Mýrar
vegi.
7. Hreinsað verði til við
skepnuhús í Búðargili.
8. Malborið verði fyrir sunnan
Timburhús KEA.
9. Malborið verði sunnan við
Ferðaskrifstofuna Sögu.
10. Erfðafestuland austan og
norðan við Naustaveg norð-
ur af Gróðrarstöðinni. Land-
ið hefur verið stórskemmt
með leyfislausum bygging-
um og safnað á það kassa-
rusli o. fl.
11. F. A. skorar á rá'ðamenn
bæjarins að fylgja því fast
eftir, að enginn komist upp
með það að byggja ómerki-
lega kofa án leyfis réttra að-
ila.
12. Þá skorar F. A. á bæjaryfir-
völdin að fylgja því fast eft-
ir, að allir leyfislausir skúr-
ar og aðrar byggingar verði
skilyrðislaust fjarlægðar í
síðasta lagi fyrir 17. júní.
13. Þá skorar F. A. á alla bæj-
arbúa eins og heilbrigðis-
nefnd hefur fyrir lagt, unga
sem eldri, að taka höndum
saman um að fjarlægja, allt
rusl og óþarfa hluti umhverf
is hús og á lóðum fyrir
hvítasunnu.
Ú4. Þá' vill F. A. vekja athygli á,
að margir hirða lóðir sínar
til fyrirmyndar bæði hjá t.
d. bæjarfyrirtæki s. s. hjá
Krossanessverksmið j unni.
Nokkur skepnuhús eru vel
hirt og umgengni utanhúss
góð.
15. Að lokum vil F. A. beina
því til bæjarbúa almennt, að
hafa það hugfast allt árið
um kring, að láta aldrei safn
ast fyrir óþarfa rusl, hluti
eða annað, sem ekki er
nauðsynlegt vegna atvinnu,
og hafa það jafnan fyrir
fasta reglu, að taka til á um
ráðasvæðum sínum a. m. k.
einu sinni í viku.“ □
- SKÁKMEISTARAR
(Framhald af blaðsíðu 1).
tefldu meistararnir samráða-
skákir og vann Freysteinn sína
skák en Helgi gei'ði jafntefli.
Á laugardag tefldi Freysteinn
klukkuskák á 8 borðum og vann
allar skákirnar.
Skákstjóri var séra Björn
Jónsson.
Þessi ánægjulega heimsókn
skákmeistaranna hefur efl't á-
huga hérlandsmanna á skák-
íþróttinni. Þ. J.