Dagur - 16.05.1964, Side 8

Dagur - 16.05.1964, Side 8
Góðir gestir komu til ölafsfjarðar Ólafsfirði, 12. maí 1964. Laugar- daginn 2. maí hélt karlakórinn Vísir, Siglufirði, söngskemmtun hér í félagsheimilinu Tjarnar- borg við mjög góða aðsókn. Á söngskrá voru 16 valin lög eftir innlenda og erlenda höfunda. Var kórnum og söngstjóra hans Gerhard Schmidt, frábaerlega vel tekið og varð kórinn að end urtaka mörg lögin. Einsön'gvar- ar voru Guðmundur Þorláksson og Sigurjón Sæmundsson. 26 hljóðfæraleikarar aðstoðuðu kór inn seinni hluta söngskrárinnar . og 10 konur sungu með í tveim s.íðustu lögunum, sem voru óperukórar eftir Verdi. Öllu þessu fólki, milli 70 og 80 manns færum við Olafsfirðingar okkar alúðarfyllstu þakkir fyrir ógleymanlega ánægjustund. Hér hefur verið mesta kalsa- veður undanfarið, norðan- og norð-austangarrí með bleytu- hríð stundum, svo að færð yfir Lágheiði hefur jafnvel orðið mjög þung minni bílum, þó hef- ,ur umferðin ekki teppzt neitt verulega vegna snjóþyngsla og hefur Heiðin verið fær öllum bíl um nú síðustu daga, en vantar tilfinnanlega víða ofaníburð í veginn. Gæftir hafa verið stopular og gmærri bátar vart komizt á sjó nú u mlengri tíma og þá sjaldan þeir hafa róið, hefur afli verið sáralítill jafnt á færi sem línu. Það virðist síður en svo hafa lifnað yfir, þótt hánn bræidi þetta. Guðbjörgin hættir á línu- veiðum í þessari viku,- ef afli ekki glæðist verulega. Bátarnir, sem fóru á Suðurlandsvertíð, eru flestir komnir heim og fara nú þegar að búa sig undir sum- arsíldveiðarnar. Þá hafa síldar- saltendur einnig hafið undirbún ing til söltunar á plönunum. —• (Framhald á bls. 2). Sludenlerorkeslrel F egr unarf élagið ávarpar íbúana og heitir á |>á að vinna að fegrun bæjarins EINS og um var getið í síðasta blaði, bauð stjórn Fegrunarfé- lags Akureyrar bæjarstjóra, bæjarverkfræðingi, yfirlögreglu þjóni, heilbrigðisfulltrúa, bygg- ingarfulltrúa, fréttamönnum o. fl. í smáferð um bæinn til skrafs og ráðagerða um það, hvað bet- ur mætti fara í umgengni. Var ferðin fróðleg mjög, og sem bet- ur fer skemmtileg að því leyti, hvað margt er bæði fallegt og snyrtilegt í Akureyrarbæ. Forsjónin gaf bæjarbúum feg- ursta bæjarstæði landsins, til- viljunin skolaði kunnáttu- og á- hugamönnum um ræktun og fegrun hér á land og settu verk þeirra svip á bæinn. Akureyri varð mesti blóma- og trjáræktar bær landsins og er gróður hans rómaður. En í iðnaðarbæ og bæ, sem hefur fjölda hesta og á þriðja þúsund fjár á fóðrum, er mörgu áfátt í almennri umgengni. f ÁTTRÆÐUR GUÐJÓN BENJAMÍNSSON á Kroppi í Eyjafirði varð áttræð- Ur 5. maí sl. Hann bjó lengi á Björk, en síðan á Stekkjarflöt- um, en hin siðari ár hefur hann dvalið hjá Steingrími syni sín- um, bónda á Kroppi. Guðjón er vel ern og fylgist vel með, en er orðinn sjóndapur síðustu árin.Q þéttbýli er slíkt ekki einkamál og öðrum óviðkomandi. Fegrun- arfélagið, undir stjórn Jóns Kristjánssonar, er samvizka bæj arins í þessu efni og hefur mörgu góðu til leiðar komið. Það vill enn vekja bæjarbúa til umhugsunar um úrbætur, þar sem þeirra er þörf og hefur sent blaðinu eftirfarandi til birting- ar, ásamt nafnlausum myndum, þar sem hver á að þekkja sitt. (Ljósmyndirnar tók E. D.). „Tillögur F. A. um lagfæring ar og hreinsun lóða í bænum fyrir hvítasunnu: 1. Malbera svæðið vestan, norðan og austan Ferðaskrif stofunnar. 2. Lagfært verði á lóð Atla við Sjávargötu. Sett port að austan. 3. Hreinsað verði til á skepnu- svæðinu vestan við Sjávar- götu og Grímseyjargötu. 4. Skúr á Bergstúni verði fjar lægður. 5. Skúrar meðfram Glerá að sunnan norður af lóðum (Framhald á blaðsíðu 2). KEMUR til Akureyrar 19. maí, heldur hér koncert í Akureyrar kirkju kl. 20.30 og fer síðan með flugvél héðan til Osló kl. 24.00. Stjórnandi er kapelmester Harald Brager-Nielsen, ein- söngvari með hljómsveitinni: Eva Prytz, norsk sopransöng- kona, nú starfandi um árabil við Stockhólmsóperuna og Per Öien, flautusólóisti. Telja má víst að færri fái að- göngumiða en vilja, því bæði eru Norðmenn miklir íslands- vinir og kórar héðan farið í söngferðalög til Noregs og hlot- ið sérstaklega góðar móttökur. Þar að auki mun hljómsveitin kunna vel sitt hlutverk og heim sókn þessi má teljast merkur tónlistarviðburður. Stefán Ág. Kristjánsson, for- maður Tónlistarfélags Akureyr- ar, sér um undirbúning og mót- tökur hér, en að öðru leyti eru hljómleikarnir ekki á vegum Tónlistarfélagsins. Á hljómleikaskrá verða sin- fónískur dans nr. 4 eftir Grieg, Serenade fyrir blástur- og strok- liljóðfæri e. Sparre Olsen, þrjú verk eftir Mozart og Sinfónía nr. 2 í D-dúr e. Brahms. Verður hér um merkilegan listviðburð að ræða. Um byggingaframkvæmdir á Akureyri r Jón G. Agóstsson byggingafulltrúi svarar spurningum blaðsins um það efni í NÍU ÞÚSUND manna bæ þarf árlega að byggja allt að 100 í- búðir, ef miðað er við eðlilega fólksfjölgun og einhvern inn- flutning fólks frá öðrum stöð- um. Slíkár framkvæmdir í í- búðabyggingum næðu þó skammt, ef miðað væi'i við öran vöxt bæjarins. En þótt ekki sé við annað miðað en eðlilegan vöxt, eru húsnæðismálin einn af veigamestu þáttum kaupstað- arins og íbúanna. Því miður hafa litlar framfarir átt sér stað í byggingariðnaðinum hér á landi og má segja, að með fáein- um undantekningum hjakki allt í sama farinu um fjölda ára, þótt nágrannar okkar á hinum Norðurlöndunum hafi tekið mik ilsverðar nýjunagr í þjónustu byggingariðnaðarins, sem bæði liafa lækkað byggingarkostnað, stytt byggingarkostnaðinn og aukið öryggi í byggingarefnum og vinnu með ströngu eftirliti. í húsnæðiskostnaði er heldur ekki um framför að ræða, eða lánamálum. Ungu fólki er því mjög örðugt að byggja eða eign- ast eigin íbúðir, örðugra en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir mikla atvinnu. Þrátt fyri rerfiðleikana er þó töluvert byggt hér á Akureyri og ný byggðahverfi bætast ár- lega við og færa þéttbýlistak- mörkin út. Og nýju byggða- hverfin bera síður en svo fá- tæktinni vitni, þótt hins vegar megi um það deila, hve mikla áherzlu fólk eigi að leggja á. stórt og íburðarmikið húsnæði. Fjölbýlishús og brotin skúrþök minni húsa eru meira áberandi en fyrr. Steinhúsin eru yfirgnæf. andi í öllum húsbyggingum, margt af þeim raunar ljótir (Framhald á blaðsíðu 5). Harald Brager-Nielsen. SAMVINNUBANKI Á HÚSAVÍK ÞRIÐJUDAGINN 12. maí stofn- aði Samvinnubanki íslands h.f. umboðsskrifstofu í Húsavík. Forstöðumaður umboðsskrifstof unnar er Stefán Sörensson, sem jafnframt er sparisjóðsstjóri Sparisjóðs K. Þ. Umboðsskrif- stofan verður fyrst um sinn í húsakynnum K. Þ., en gert er ráð fyrir, að í sumar verði haf- izt handa um byggingu húss fyrir Útibú Samvinnubankans á Húsavík. Þ. J. SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS SJÖTUGUR SKAFTI GUÐMUNDSSON bóndi í Gerði í Hörgárdal varð sjötugur 14. maí og er hann því einum degi yngri en forsetinn. Skafti er mikill- búmaður og gerði kot að stórbýli. Þar býr nú einnig Olafur sonur hans. Onnur börn Skafta og Sigrúnar Sigurðardóftur konu hans eru Guðmundur lögfræðingur og Guðný húsfreyja, bæði búsett á Akureyri. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.