Dagur


Dagur - 16.05.1964, Qupperneq 5

Dagur - 16.05.1964, Qupperneq 5
4 5 HP Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Illa er komið Ú TVARPSU MRÆÐURNAR á dög unum vörpuðu skýru ljósi á ýmsa þætti þjóðmálanna, og þótt hverjum þyki sinn fugl fagur, munu flestir hafa glöggvað sig á því, hve ríkis- stjórnin stendur málefnalega höllum fæti, þó að lífsþrá hennar sé með fá- dæmum mikil. Að sjálfsögðu er henni ekki alls varnað fremur en öðr um ríkisstjómum. En ekki finnast þau mörg stefnumálin hennar, sem eftir standa, þótt af væri töluvert skrumað í upphafi. Tökum örfá dæmi. Ríkisstjórnin kvaðst ekki skipta sér af kaupdeilum. Það væri mál verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Nú situr þessi sama ríkisstjórn við samningaborðið hjá Hannibal. Vísi- tölugreiðslur á kaupgjald voru hið mesta eitur, sagði Morgunblaðið fyr- ir munn stjórnarinnar, og þær voru afnumdar. Nú eru þær forsendur fyr ir hagkvæmri lausn í verkalýðsmál- um, af því þær hafi fleiri kosti en galla. Tollar og skattar skyldu hóflegir verða, enda mál til komið að snúa af skattakúgunarbraut Eysteins. En hvað nú, eftir nál. 5 ára reynslu? Á- lögur ríkissjóðs á landslýðinn hafa þrefaldazt á þessum tíma, og þar af eru tollar og skattar meginn hluti. Stjórnarblöðin eru þó enn að segja frá lækkun skatta og jafnvel útsvara! Dýrtíðin skyldi tafarlaust stöðvuð, en vísitala vöru og þjónustu hefur, síðan snemma árs 1960, hækkað um 84% og eiga þó 9 vísitölustig eftir að koma fram á þessu ári, þótt verðlag haldist óbreytt. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega, í samræmi við yfirlýsta stefnuskrá beggja stjórnarflokkanna, að stuðla að því, að sem flestir gætu eignazt eigin íbúðir. Síðan hefur íbúðabygg- ingum fækkað mjög, enda íbúðir hækkað í verði um nál. 240 þús. kr. hver meðalíbúð, samkv. opinberum skýrslum. Hækkun byggingarkostn- aðar er meiri en allt húsnæðismála- lánið. Húsnæðisvandræði þjaka fólk. I tíð vinstri stjórnarinnar hækk- uðu þjóðartekjurnar verulega, en kaupgjaldið þó meira. Síðan hafa þjóðartekjumar haldið áfram að yaxa en kaupið ekki tilsvarandi. Hlutur launþega hefur því stórum versnað. í peningamálum ríkir lánsfjár- kreppa. Mikill hluti sparifjárins er frystur í Seðlabankanum og okurvext irnir segja til sín í öllu efnahagslíf- inu. Eftir nálega 5 ára „viðreisnar“- stjórn er dýrtíðardraugurinn orðinn svo aðgangsharður, að ríkisstjómin stynur, talar um stöðvun og kallar á hjálp. n FRÆKIN SKYTTA FALLIN í VAL Trausfi Jóhannesson frá Þönglabakka MÉR ER þessi mágur minn og fólk hans, foreldrar og systkini, mjög minnisstætt frá því um aldamótin að ég sá sumt af því fyrst, og átti eftir að kynnast því betur. Það hafði þá allt komið utan úr Fjörðum fyrir 5 árum, Hjónin Jóhannes Jónsson Reykjalín og Guðrún Helgadótt ir, roskin hjón með stóran barna hóp. Þau höfðu fyrst búið á Þönglabakka á móti séra Jóni Reykjalín, föður bóndans, en síðan á Kussungsstöðum, en höfðu svo flutt að Stærra-Ár- skógi til Sæmundar Sæmunds- sonar skipstjóra, tengdasonar síns, og voru yngstu börnin þar hjá þeim. Sagði mér það gamall bóndi á Árskógsströnd, að það hafi vakið eftirtekt í sveitinni hversu fríður og föngulegur þessi barna hópur var, sem kom utan úr fjörðum 1897 og settist að í Stærra Árskógi, glaðsinna, starf samur og söngvinn. Og þetta reyndist mér síðar sönn lýsing, er ég kenndi þeim börnum um stund 1906 og ekki sízt sumarið 1907, er ég var verkstjóri á búi Sæmundar, þótt sum börnin væru þá annarsstaðar. Og einn i þessum glaða og sísyngjandi og sístarfandi æskumannahóp var sá, sem nú er kvaddur hér hinztu kveðju, Trausti Jóhann- esson, f. 24. september 1880 og d. 4. maí 1964. Foreldrar hans, þau Jóhannes og Guðrún, voru mikil atorku- hjón, og eru mér sérlega minn- isstæð. Hún var hin mesta ágæt- iskona, fríð sýnum og bauð af sér slíkan yndisþokka að öllum leið vel í návist hennar. Hún var ágætlega greind kona, fróð og furðu vel lesin, kunni m. a. ógrynni af Ijóðum, einkum Kristjáns og Jónasar. Hún var frábærlega vel verki farin, enda var sagt að hún hefði verið eftir sótt til að sníða föt á fólkið í Fjörðum á sinni tíð. Og hún var þannig skapi farin, að fáir sáu henni bregða þótt á móti blési, þá gekk hún brosmild fram og reyndi að jafna allt og milda og fá hið bezta fram. Og drengskap hennar átti ég mikið að þakka. Guðrún Hallgrímsdóttir er mér því í minni sem ein hinna beztu kvenna sem ég hefi kynnst. Jóhannes Jónsson, maður hennar, var myndarmaður, hnellinn á vöxt og mikill rösk- leikamaður, greindur vel og fróður, og tápmaður hinn mesti. Sagði það Bjarni Arason í eftir- mælum um hann, að hann hefði horft á hann á efri árum (líkl. um eða yfir sjötugt) lyfta sér á hestbak með eihni sveiflu, eins og ungur væri. Hann var mjög vel verki farinn og lagtækur vel en heldur þurr á manninn og hlédrægur, fastur fyrir og hvergi veill eða hálfur. Hinn stóri og föngulegi barna- hópur þeirra Jóhannesar og Guðrúnar var vel upp alinn og reyndist líka vel, hæfileikafólk og atorkusamt, og eiga þau hjón nú mikinn afkomendafjölda. Trausta Jóhannesson sá ég fyrst á samkomu, þar sem hann söng og virtist kunna allar raddirnar. Og hann var þar glað astur hinna glöðu og bar þó raunar ekki mikið á honum. Ein samt var það svo, að hann kom gleði á loft og galsa í allan hóp- inn, án þess að mikið bæri á. Og þannig reyndist mér hann síðar. Hann var ágætlega greind ur. Sagði mér það systir hans, að hann hefði verið fljótastur þeirra að læra. Og það reyndi ég síðar, að hann var stálminn- ugur á það, sem hann vildi muna, og sagði afbragðsvel frá. Þá leyndi sér ekki glettni hans og gamansemi. En hæfileikar hans lágu efalaust fyrst og fremst á sviði söngs og tóna. Hann lærði á ótrúlega skömm- um tíma að leika á orgel, en gaf sér auðvitað engan tíma til að iðka þá list. En alla ævi mun hann hafa haft nautn af góðri tónlist. Og lengi var hann „for- söngvari" í kirkju sinni, en á Árskógsströnd átti hann heima alla ævi frá 1897. Trausti Jóhannesson var sí- starfandi alla ævi. Hann kvænt- ist 22 ára að aldri, árið 1902. Var kona hans Anna Guðrún Jóns- dóttir, f. 1879 að Selá á Árskógs strönd, hin bezta kona, d. 1941. Bjuggu þau hjón lengst af í litl- um bæ, er þau byggðu sér og nefndu Ásgarð, og stóð hann skammt utan við Selártúnið, og þaðan fluttu þau á Hauganesið til sona sinna og dvöldu þar til æviloka. Var búskapur þeirra jafnan lítill, enda komu aðal- tekjurnar frá sjónum. Mun það allra mál er til þekktu, að Trausti Jóhannesson hafi verið í hópi hinna allra liprustu sjó- manna og fengsælustu, Hann reri oftast sínum eigin báti, litl- um árabáti framan af ævi, en vélbáti síðar og sótti sjó af kappi, en ekki forsjárlaust, og því heppnaðist honum allt vel. Þó mun hafa af borið hversu ágæt skytta hann var. Mun hann á sinni tíð hafa skarað fram úr flestum eða öllum, sem eltu hnísur og seli á Eyjafirði og drápu. Skipta þær skepnur vafalaust mörgum hundruðum, að ekki sé meira sagt, sem hann felldi með byssu sinni um nær því hálfrar aldar skeið og reynd ist á þeirri tíð allmikil tekju- lind. Trausti Jóhannesson var fá- skiptinn maður og hlédrægur, tranaði sér hvergi fram, en góð- ur liðsmaður og traustur hvar sem hann lagði að huga og hönd. Hann var vinsæll maður og vel látinn og drengur góður, sem öllum vildi vel og vann meðan dagur entist. Þau hjón, Anna Guðrún og Trausti, eiga 3 syni á lífi og eiga þeir allir heima á Hauganesi. Þeir eru: Jón Óli, f. 14. okt. ’03, kv. Onnu Þuríði Árnadóttur, Sigurður, f. 4. júlí 1905, kvænt- ur Nönnu Jónínu Steindórsdótt- ur, og Jóhannes Reykjalín, f. 26. júlí 1913, kv. Huldu Vigfúsdótt- ur. Aðeins þrennt er nú á lífi af Um byggingaframkvæmdir á Ak. hinum mannvænlega systkina- hóp, 6 systrum og 4 bræðrum, sem fluttu úr Fjörðum 1897. Það eru sæmdarhúsfreyjurnar, Inga í Grímsey og Valgerður á Lómatjörn, og yngsti bróðirinn, Árni hreppstjóri á Þverá. En af- komendur hópsins eru þegar orðnir mjög margir. Og senni- lega skipta þeir hundruðum á aldarafmælinu 1997, ef allt fer að sköpum. Að svo mæltu kveð ég minn gamla vin, Trausta Jóhannes- son, með virðingu og þökk og bið honum blessunar. Og börn- um hans og öðrum vandamönn- um sendi ég innilega samúðar- kveðju. Snorri Sigfússon. UPPELDIS- og fræðslumálaum- ræður íslendinga eru að ýmsu leyti frábrugðnar umræðum annarra Norðurlandaþjóða um svipuð málefni. Frændþjóðir okkar eyða miklum tíma í að at- huga og ræða markmið skól- anna í samræmi við þarfir nem enda og hvort skapgerðarmótun skólanna sé í samræmi við manngildishugsjónir þjóðanna. Þegar íslendingar koma sam- an til að ræða uppeldis- og fræðslumál er oftast rætt um skólahúsnæði, hvar skólinn skuli staðsettur, hvað hann eigi að vera stór, hvenær bygging hans skuli hafin og hvað hann muni kosta. Með öðrum orðum. Áhugi íslendinga virðist einkum beinast að hinu ytra skólahaldi, síður hinu innra. Þetta er að öllum líkindum ástæðan til þess að íslenzki skólinn stefnir ekki að neinu ákveðnu manngildis- marki. Engar samræmdar hegðunar- reglur gilda í íslenzkum skólum og hegðunareinkunnir eru óvíða gefnar, en þó eru þess dæmi og hefur sú aðferð gefizt vel, sem vænta mátti. í stuttu máli sagt. Manngildisuppeldi er ekki þátt- ur í íslenzka fræðslumálakerf- inu sem heild, en því er ræki- lega sinnt af nokkrum ágætum skólastjórum að eigin frum- kvæði og á eigin ábyrgð. Ef skóli á að gegna eðlilegu uppeldishlutverki í þjóðfélaginu verður hann jöfnum höndum að láta sér annt um skapgerðarupp- eldi og þekkingarmiðlun. Þetta tvennt er eins og klifjar á hesti. Allir vita að ef verulegur mun- ur er á þunga klifja hallast fljót- lega á, fyrr en varir fer ofan og klifjarnar liggja við eða í göt- unni. Þekkingarbaggar þeir, sem ís- lenzki skólinn hefur á liðnum árum bundið æsku landsins munu nú liggja við flestar braut ir, sen> æskan treður, enda bundnir án tillits til þess hvort hún myndi vera fær um að bera þá eða ekki. Siðgæðis- og mann- gildisuppeldið hefur ekki kom- izt að í blindu kapphlaupi við námsgreinafjölda og próf. Óvel- komin og óraunhæf þekking gleymist fyrr en varir og er þá nestið sem skólinn sendir æsk- una með út í raðir hinna full- orðnu næsta lítið. Væri ekki ráð að yfirvöldin héldu eina helgar- ráðstefnu um þessi mál og það í fullri alvöru. 2. VIÐAUKI VIÐ BARÐS- TÚNSMÁLIÐ. Það lítur út fyrir, að ég hafi verið einum of bjai'tsýnn, er ég áleit að hinir störfum hlöðnu forsvai'smenn bæjarfélags okk- ar, færu að sýna þá sjálfsögðu kurteisi, að svara þegar á þá er yrt. Annað hvoi't ei', að anni'íki hamlar eða þá að þeir ætla sér að þegja málið í hel — og þætti mér það síðara ekki ólíklegt. „Lifið er foimlaus óskapnað- ur án aga“ sagði Ólafur Haukur Árnason skólastjóri í snjöllu er- indi, sem hann flutti í Menn- ingarsamtökum háskólamanna s.l. vetur. Myndi ekki skólakei'fi landsins vera all formlaust án þess að hegðunai'reglur verði settar? 1946 stai'faði nefnd á vegum kennarasamtaka að því að semja slíkar reglur. Fram- gangur málsins strandaði á því að yfirstjórn fi'æðslumála vildi ekki leggja málinu lið. Hvað sú afstaða heful' þegar kostað þjóð ina verður aldrei í tölum talið. Hitt er víst, að frekara ráð- leysi í þessum málum leiðir til æ meii'i ófarnaðar eftir því sem þjóðinni fjölgar og tækifærin til að misstíga sig á siðferðisbraut- inni verða fleiri. Ólafur Gunnarsson. Því ætla ég mér nú að venda mínu kvæði í kross og snúa mér beint að þeim, sem málið mun vera einna skyldast, — en það er bæjai'verkfræðingurinn. Ég lít svo á, að þetta marg- nefnda Bai'ðstúnsmál eigi að þola dagsins ljós — ekki síður en önnur bæjaimálefni og vil því eindregið mælast til við bæj- arvei'kfræðing að hann geri grein fyrir þeim ati'iðum, sem hér verður spurt um. í fyrsta lagi: Er búið að samþykkja heildarskipulag yfir það svæði sem Barðstún liggur á? 2. Eru það ekki vægast sagt heldur óeðlileg vinnubrögð, að eitt bæj- arfélag leggur út háar upphæðir í verðlaun fyrir skipulagstillög- ur, fyrir ákveðið svæði, en á meðan verið er að vinna úr til- lögunum, eru starfsmenn skipu- lagsins að dunda við það, í frí- tímum sínum, að mæla út fyrir einkavegi, á umi-æddu svæði og sækja síðan um lóðir við hann? (Hverjar þeir auðvitað fá, sem viðurkenningu fyrir auðsýndan dugnað.) 3. Voru umi'æddar lóð- ir auglýstar? 4. Hvað er hægt að að endurbyggja mai'ga metra (ca.) í gömlum vegi fyrir 75 þús. krónur? 5. Hvort væri nær lagi að ímynda sér, að söluvex'ð húsa (byggðum á umræddum lóðum) yrði 100 þús. eða 200 þús. kr. hærra vegna staðsetningar? 6. Var ekki félagi einu hér í bæ neitað um að hefja byggingu á félagsheimili á síðasta ári, á þeim forsendum að ekki væri búið að samþykkja umi-ætt heildarskipulag? Þetta læt ég nægja að sinni, en vona að ekki verði löng bið eftir svari. Með beztu kveðju, Dúi Björnsson. VIÐ VILJUM ÞAKKA Eitt af því fyrsta, sem mæður kenna börnum sínum, er að þakka fyrir sig. Þökkin er ekki eingöngu sjálfsögð kurteisi. Ein- læg þökk felur í sér miklu fleira og meira. Hún er göfug tilfinn- ing og í fylgd með henni eru margar góðar dísir. Sjúklingar hér á Fjórðungs- sjúki'ahúsinu senda hlýjar þakk ir til Lúðrasveitar Akureyrar og stjórnanda hennar. Með vor- lögunum sínum sendu þeir kveðju vorsins til allra, sem hér dvelja og á þá hlýddu. Séra Bii'gir Snæbjörnsson messaði hér á bænadaginn. Kirkjukórinn söng með undir- leik Jakobs Tryggvasonar. Var þa6 kyrrlát helgistund. Á uppstigningardag kom svo Karlakór Akureyrar og skemmti hér. Yfirhjúkrunarkon an, frk. Ingibjörg Magnúsdóttii', gat þess, er hún bauð þá vel- komna, að þessir söngfuglar kæmu og skemmtu hér á hverju vori. Var söngstjóranum Áskeli Jónssyni, kórfélögum, einsöngv- aranum Jóhanni Daníelssyni og foi'manni kói'sins Jónasi frá Bx-ekknakoti, er talaði hér hlý- leg oi'ð, mjög vel fagnað og þeim er og verður þakkað leng- ur en þessa stund. Guðmundur Karl Pétursson yffrlæknir þakk aði kórnum komuna. Sjúklingar hér vilja þakka af (Framhald á blaðsíðu 7). (Framhald af blaðsíðu 8). kassai', en fjölskyldurnar gefa þeim sál. Blaðið sneri sér til Jóns Geirs Ágústssonar byggingafulltrúa bæjarins, og spurðist fyrir um ýmislegt varðandi húsbyggingar í bænum á þessu ári, og svaraði hann góðfúslega nokkrum spurningum um það efni. Hvað er byrjað á mörgum íbúð- arhúsum í ár? Byrjað mun vera á 10 íbúðar- húsum nú á þessu ári, með 14 íbúðum. En eftir þeim fjölda lóða, sem búið er að veita, ættu húsbyggingar að verða töluverð ar þetta árið. Hvað hafa margar lóðir verið veittar? Á þessu ári er búið að veita 36 lóðir fyrir 107 íbúðir. Auk þess eru um 20 lóðir, sem veitt- ar voru 1963, enn óbyggðar. Hvar verður mest byggt í sum- ar, Jón? Stærstu íbúðabyggingarnar, sem á að byggja í sumai', eru þrjú fjölbýlishús við Skarðshlíð í Glerárhverfi, sem hvert um sig verður 15—18 íbúða hús. Byggingavöruverzlun Tómasar Björnssonar byggir eitt hús- anna, Akureyrarbær annað og Hagi h.f. hið þriðja. Húsin eiga að standa austan Skarðshlíðar og sunnan Lögmannshlíðar í Glerái-hverfi. íbúðir í þessum húsum verða 2—5 herbergja, en flestar munu þó þriggja her- bergja. En einbýlishúsin? Við Áshlíð í Glerárhverfi, norðan Lögmannshlíðar hafa verið veittar lóðir fyrir 14 ein- býlishús. íbúðabyggingarnar verða því mestar í Glerái'hverfi þetta árið, við Skarðshlíð og Ás- hlíð. En margar íbúðir eru í smíðum í Eyrarlandsliolti? Hinn 1. ágúst sl. hófust bygg- ingaframkvæmdir þar, við Suð- urbyggð og Álfabyggð, og þar hafa risið upp mörg hús, og enn er verið að byrja á húsum á þeim slóðum. Þarna eru ein- göngu einbýlishús, Fyrstu hús- in á Eyrarlandsholti eru að vei'ða íbúðarhæf. Um þessar mundir eru 77 hús með 123 í- búðum í smíðum á Akureyri. Nokkrar sérstakar nýjungar í byggingariðnaðinum? Ekki verulega, því miðui’, segir byggingafulltrúinn. Yfir- leitt er byggt úr steinsteypu eða hlöðnum steini. R-steinninn er að mestu úr sögunni, en í hans stað er holsteinn notaður, bæði úr vikri eða hraungjalli eða venjulegri steinsteyþu. Nýjung- arnar eru soi'glega litlar og kostnaðurinn er orðinn yfir 2000 krónur á rúmmetrann í í- búðarhúsum, og hefur a. m. k. hækkað um 18% síðan á miðju ári í fyrra. Byggingavörur liafa hækkað í verði, svo sem timb- ur, járn og sement. Þá erum við líka komnir á hættulega braut með allar okkar uppmælingar. Vel á minnzt. Hvert eiga menn að snúa sér, ef grunur Ieikur á um óvandaða uppmælingar- vinnu hinna ýmsu fagmanna eða lélegt byggingarefni? Þeirri spurningu læt ég ó- svarað, að öðru leyti en því, að eftirliti með vinnu og innlendu byggingarefni er ábótavant hér á landi. í því efni vantar lands- reglur til að fara eftir. Bygg- ingardeild Rannsóknarstofu há- skólans annast rannsóknir á byggingarefni. Það ætti að vera keppikefli framleiðenda bygg- ingarefna að gæðavottorð fylgi vörunni, svo sem kapp er lagt á erlendis. Reglur um gæðapróf byggingarefna vantar hér á landi. i Svo eru í smíðum ýmsar bygg- ingar aðrar en íbúðabyggingar? Já, í smíðum frá fyrra ári eru t. d. lögreglustöðin við Þói'unn- arstræti, bókasafnið við Bi'ekku götu, hjúkrunarkvennabústað- urinn við Þói-unnarsti'æti, á- haldageymsla Rafveitunnar á Gleráreyrum, og viðbót við Dúkaverksmiðjuna. Af þessu er ljóst, að töluvei't verður unnið við byggingar í sunjai', þótt ekki verði sagt um það með vissu, hve rnikið það verður, segir Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi að lokum, og þakkar blaðið við- talið. . ■ □ Tárin flæða örara og örara. Hún getur ekki stöðvað þau. Hún veit aðeins að nú sefur afi svefninum langa. Hún heyrir eins og bergmál innra með sér rödd sem syngur. Og aðeins ein verslína lifir enn í minni hennar: — í Himnaríki er höll svo björt, — Sigríður stendur upp og lítur hálfrugluð eftir Pétri. Drengurinn situr fölur og hljóður úti við gluggann. — Komdu, Pétur! segir hún og tekur í höndina á honum. Þau ganga fram og beint út á hlaðið. — Við skulum ganga ofurlítið, ég og þú, Pétur! segir hún og fær hann með sér út á túnið. Þau koma inn aftur, þegar hin sitja enn að kvöldverði. Nágranna- konurnar eru þar enn. Sigríður og Pétur setjast líka við borðið. Um hvað eru þau að tala við borðið? Frá hverju eru nágrannakonurnar að segja? Sigríður lætur tal þeirra eins og vind um eyrun þjóta. En svo nefna þær Lárus. Hann hefur orðið veikur og liggur rúmfastur. Læknirinn hafði komði til hans í fyrradag. Hann hefði sagt, að það væri plauritt, sem að honum gengi (Pleurit: brjósthimnubólga). Sigriður bitur í brauðsneið, en verður hverft við. Fær hún þá aðeins Æintómar slæmar fréttir framvegis? Lárus veikur! Það hefði hún aldrei getað hugsað sér, hann sem var svo frískur og hraustur til að sjá. Þykja henni þetta slæmar fréttir? Hún er ekki alveg viss um það. Nú hefir borið svo margt að í einu, bæði ömurlegt og sorg- legt, að hún getur senn ekki greint á milli verra og verst!------ Þetta varð erfið vika hérna heima. Sigríður gekk áköf til vinnu, þar sem þörfin var mest á bænum. Henni vannst ekki tími til mik- illa heilabrota, eða til að gráta. — Þegar jarðarförinni var lokið, virtist henni hún vera galtóm í höfðinu. Hún þráði mest að losna við allt þetta. Henni finnst enn að hún andi að sér ilminum af blómsveigunum við jarðarför afa, hvar sem hún er eða fer heima. að liggur við að það létti yfir henni, er hún sezt í lestina og hverf- ur aftur til borgarinnar og Stofnunarinnar. Bara að hún þurfi þá ekki að kljást við allar ömurlegu hugsanirnar frá siðasta kvöldinu þar! Eða er komið nokkuð nýtt í viðbót? Hversvegna þarf nú þessi hugsun að pína hana? Hún finnur sem sé sárt til þess, að hún hefði átt að skreppa heim til Lárusar og vita, hvernig honum liði, fyrst hann lá veikur. En hún gafst upp við það. Hún áræddi ekki að mæta augnaráði hans, kveið því að sjá hann liggja veikan, en reyna samt að henda gaman af öllu saman, sjúkleikanum lika. En hún sér hann nú samt, í huga. — Og lestin brunar áfram. Og fjarlægðin milli hennar og flatlendisins — og Lárusar — eykst í sífellu. XVII Jörundur er farinn. Iðunn finnur til þreytu eftir fríið. Henni finnst jafnvel, að hún sé þreyttari en þegar sumarleyfið hófst. En hún er samt ánægð. Og glöð er hún einnig vegna þess, að Jörundur AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN kom hingað, og að nú eru hreinar og glöggar línur þeirra á milli. Henni finnst þó gæta einbvers óróleika í hugsunum sínum, er þær hvarfla til siðasta kvöldsins á sýslumannssetrinu og síðustu nætur- innar þar. Stundum er hún ekki ánægð með sjálfa sig, hvers vegna hún hafi ekki trúlofast Jörundi og sett allt í fastar skorður! Hún hafi þó vitað, að henni þætti afar vænt um hann. Og hún veit það enn. En þetta verður víst svo að vera. Menn þykjast svo hárvissir í sinni sök á vegamótum lokaúrskurðar. En eftir á laumast efinn að á tánum. Þá verður manni hugsað til alls þess, sem hann hefir sagt og veltir og snýr orðunum fyrir sér á alla vegu og er svo í vafa um, hvort niðurstaðan muni nú reynast skynsamleg, eða þá aðeins mein- ingarlaus „hugdetta" á lokastundu! Nei, í þetta sinn finnur hún ekki til neinnar iðrunar. Hún veit að úrslitin milli þeirra Jörundar gátu enn ekki orðið á annan veg. Og raddir í brjósti hennar segja, að hún hafi gert rétt. Og þær raddir stjórna vilja hennar og stefnu og vekja hjá henni þrá eftir að ná því marki, sem hún eygir í fjarska, en þorir ekki fyllilega að treysta. Iðunni finnst bærinn tómlegur og daufur í dag. Hún saknar ef til vill Jörundar? O-já, það gerir hún víst. En ef Haraldur væri kominn aftur, myndi hún þá hafa saknað Jörundar jafn mikið? Það heldur hún ekki. Því þegar hún er hjá Haraldi, er hugur hennar tengdur honum á vissan hátt, sem hún þó getur ekki gert sér ljóst. Hún er ekki ást- fangin. Nei, það heldur hún ekki. Það er ef til vill listamannseðli hans sem hrífur hana. Hún veit það ekki. Hún veit aðeins, að framhjá honum kemst hún ekki, og að hún verður ekki ánægð, fyrr en hún hefur kynnzt honum til hlitar. Henni er ljóst, að það er fásinna að ætla sér að hafa bæði Jörund og Harald fastbúandi í huga sínum. En hún ræður ekki við það. Hún treystir sér hvorugum þeirra að sleppa. Stöðugt hefur hún þá báða í huga, og þeir draga hana að sér á hvor sinn hátt. Bærinn er einkennilega óskemmtilegur á sunnudegi. Sérstaklega síðdegis. Hún ætti kannski að heimsækja vini foreldra sinna, eða kunningja sina fyrir sjö árum? Hún reikar hugsi út eftir Skógarvegi og verður ekki sammála sjálfri sér, hvert halda skuli. Hún veltir þessu fyrir sér um hríð, en kemst ekki að neinni niðurstöðu. Iðunn gengur inn í garð kaffistofunnar litlu í útjaðri borgarinnar. Hún sezt þar við eitt hvítmálaða garðborðið og biður um kaffi með kleánum. Þá man hún allt í einu eftir bréfinu, sem hún fékk frá Björgu í gær. Hún tekur það upp úr handtösku sinni og les það enn á ný: —Kæra Iðunn! Þú býst kannski alls ekki við bréfi frá mér. En mér finnst ég vera svo afskaplega einmana hérna heima í kvöld. Og ég verð að eiga einhvern trúnaðarvin — fá þig til að bera sorgirnar mínar með mér, þú sem ert jafnung og ég. Eg held að þú, og aðeins þú, munir skilja til fulls, hve sorgmædd ég er. Iðunn, viltu hugsa til mín þessa stundina? Sjá mig fyrir þér, þar sem ég sit núna í herberg- inu minu á annarri hæð. Eg sit við litla borðið undir glugganum og sé snarbratta, klettótta fjallshlðina skammt bak við bæinn. Sveitin öll er hinumegin.. . . . ; Hér er allt svo þröngt og kæfandi, meira en nokkru sinni áður. Hér er sem allt vilji loka mig inni, tortíma mér algerlega. Æ, Iðunn, þú getur ekki hugsað þér, hve allt virðist þungbært og ömurlegt. Geturðu fyrirgefið mér, að ég vorkenni sjálfri mér? Ég ætla að segja þér, hvernig það var að koma heim. Mamma tók á móti mér. Því gleymi ég aldrei. Hefirðu nokkurn tima séð mann- eskju verða gráhærða á skömmum tima? Hár mömmu hafði gránað svo afar mikið, síðan ég sá hana seinast. Og augu hennar voru hyl- djúp af sorg. Hún minntist ekkert á þetta, sem fyrir mig hafði komið. En ég skildi, að hún átti bágt með að trúa því, sem ég hafði skrifað henni. Hún er mjög fáorð, en ég sé hve þungt þetta leggst á hana með degi hverjum. Og ég veit, að þetta er allt mér að kenna. Mamma var víst bæði glöð og hreykin af okkur systkinunum, mér og Steina bróður. Þess vegna reynist svo erfitt að bera þessa sök mína. Og það versta er, að þetta er sjálfri mér að kenna. En er það annars ekki alltaf þannig, að sjálfs er sökin sárust! Ég kvíði svo fyrir framtíðinni, fyrir því sem er í vændum. En þar er um enga aðra leið að ræða. Ég verð að taka því, sem að höndum ber. En ég er hrædd, Iðunn, hrædd um þetta Iitla lif, sem vex innan i mér. Ég er svo ægilega hrædd. Mig langar til að gráta og hljóða og leita huggunar hjá einhverjum, sem getur sagt mér, að það sem ég óttast svo ógurlega, sé alls ekki svo hættulegt né voðalegt. En ég veit að það er hættulegt, allt mögulegt getur komið fyrir, og ég get jafnvel dáið. — En Iðunn, ég get ekki trúað því, að ég hafi þegar lokið lífinu, — að þetta séu leikslok allra gullnu draumanna minna!---------- Iðunn, geturðu trúað því, að ég hugsa framvegis um hann, sem hefir steypt mér út í þetta óhamingjunnar hyldýpi. Ég kvel sjálfa mig á því að hugsa um hann og stundirnar sem við áttum saman. Það er bæði sorg og sæla að rifja það allt upp fyrir sér. Og það er svo ótrúlegt og ægilegt að allar þessar hamingjustundir minar hafi sprottið úr eintómum svikum af hans hálfu. Enn þá get ég ekki trúað því! Þú og aðrir segja auðvitað, að ég sé bæði heimsk og bit- laus, og að ég hafi fyllstu ástæðu til að hata Eyvind. En ég get það ekki, Iðunn! Ég held að þú, og aðeins þú munir samt skilja mig, skilja að ég reyni að afsaka Eyvind. Ég get ekki verið öðruvísi. Tilfinningar mín- ar og allur hugur minn þráir hann! (Framh.). J Skapgerðaruppeldi í skólum

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.