Dagur - 27.05.1964, Síða 8
8
Verklýðsmálaráðstefnan
Þessa klukku gaf Sveinbjöra
Jónsson byggingameistari, en
hún var í eigu Þorsteins Dan-
íelssonar á Skipalóni. — (Ljós-
mynd: S. S.).
DAGSKRÁ ráðstefnunnar,
sem verklýðsmálanefnd
Framsóknarflokksins efnir
til á Akureyri verður í stór-
um dráttum á þessa leið:
LAUGARDAGUR 30. MAf:
Kl. 9—12 f. h. Heimsóttir
vinnustaðir á Akureyri. —
Kl. 1,30—7 e. h. Setning ráð-
stefnunnar: Jón D. Guð-
mundsson verkamaður, for-
maður verklýðsmálanefndar.
Þá verða flutt erindi, fyrir-
spurnir og almennar umrœð-
uf. Gert er ráð fyrir að kvöld
verður verði borðaður í
Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli.
Enginn fundur verður um
kvöldið.
SUNNUDAGUR 31. MAÍ:
Kl. 9—12 f. h. Erindaflutn-
ingur, fyrirspurnir og um-
ræður. Ef tími vinnst til og
veður leyfir eftir hádegið
verður farið í smá ferðalög
um nágrennið.
Þeir sem flytja erindi á ráð
stefnunni eru þessir: Ey-
steinn Jónsson formaður
Framsóknarflokksins, Ingvar
Gíslason lögfræðingur, Hall-
dór E. Sigurðsson sveitar-
stjóri, Hannes Pálsson full-
trúi og Jón Snorri Þorleifs- J;
son formaður Trésmiðafélags ;•
Reykjavíkur.
Þessir menn munu ræða <!
m. a. um: Ákvæðisvinnuna, i
húsnæðismálin, vinnutímann I;
og vinnuhagræðingu, Fram- I;
sóknarflokkinn og verklýðs- J;
málin og margt fleira.
Verklýðsmálanefndin hvet- ;!
ur Framsóknarfólk hvar sem !
er á landinu til þess að mæta !;
á þessari ráðstefnu. !;
Allar upplýsingar um ferð- ;;
ir og annað viðvíkjandi ráð- J;
stefnunni er hægt að fá á ;!
flokksskrifstofunum á Akur-
eyri og í Reykjavík. Q <!
JÓN D. JÓN SNORRI
Sérstaka athygli vekur, hvað
öllúm munum er vel og smekk-
lega komið fyrir í safninu, svo
þægilegt er fyrir gesti að virða
þá fyrir sér og hafa gagn af. Á
safnvörðurinn, Þórður Frið-
bjarnarson, þar stærstan hlut
í að svo vel hefur til tekizt, og
er safninu áreiðanlega vel borg-
við í hans umsjá.
Þrátt fyrir allstór húsakynni,
sem safnið ræður yfir, er það
nú þegar orðið of lítið. Er ekki
EYSTEINN HALLDÓR HANNES INGVAR
Hinjasafnið á Akureyri opnað á ný
S.L. mánudag var blaðamönn-
um við Akureyrarblöðin boðið
að skoða Minjasafnið á Akur-
eyi-i. Safnið, sem er til húsa í
Aðalstræti 58, tók til starfa á
s.I. sumri, og var opið þar til
um páskana í vetur, að því var
lokað vegna endurbóta. Verður
safnið nú opnað aftur nk. sunnu
dag. Þórður Friðbjarnarson,
safnvörður, og Jónas Kristjáns-
son, formaður safnsnefndar,
leiðbeindu fréttamönnum um
safnið og skýrðu frá því helzta
sem gert hefur verið að undan-
förnu til endurbóta á því, og
sýndu muni, sem borizt hafa frá
ýmsum aðilum. Má þar fyrst
nefna nýja deild í safninu, er
það deild verkfæra og áhalda
hinna einstöku iðngreina. Eru
þar margir sjaldséðir hlutir, þó
sitthvað vanti þar í. Þá er ný-
komin í safnið Borgundarhólms-
klukkan, sem Sveinbjörn Jóns-
son byggingarmeistari gaf, en
hún er upphaflega úr búi Þor-
steins Daníelssonar á Skipalóni.
Skrifborð, stóll og skápur Ingi-
mars Eydal ritstjóra er komið í
safnið og von á fleiri munum úr
hans búi. Margt fleira mætti
nefna, en það bíður að sinni.
Ekki er möguleiki á, að skoða
safnið á stuttri stund, svo margt
ber þar fyrir augu, sem gaman
væri að athuga með gaumgæfni
GRÓÐURSETNING Á
MIÐHÁLSSTÖÐUM
GRÓÐURSETNING Skógrækt-
arfélags Eyfirðinga er nú í full-
um gangi. Um næstu helgi verð
ur sjálfboðavinna við gróður-
setningu í þrjá daga í röð, að
Miðhálsstöðum í Oxnadal. Föstu
daginn 29. maí gróðursetja nem
endur úr 4. bekk Gagnfræða-
skóla Akureyrar að Miðháls-
stöðum.
Laugardagurinn 30. maí er
Þorsteinsdagurinn og verður þá
almenn þátttaka í gróðursetn-
ingunni.
Daginn eftir, sunnudaginn 31.
maí, er svo gróðursetningardag-
ur U.M.S.E. og hefst vinnan kl.
2 e. h. Q
ELDHÚSDAGUR A
ALÞINGI
ALÞINGI var slitið 14. maí.
Rétt áður eða kvöldin 11. og 12.
maí var „almennum stjómmála-
umræðum," sem svo voru nefnd
ar, útvarpað frá fundi í samein-
uðu þingi. Þessar „almennu
stjórnmálaumræður“ koma í
stað „eldhúsdagsins,“ sem lengi
hefir tíðkazt. „Eldhúsdagsum-
ræðurnar“ áttu að fara fram í
lok 1. umræðna fjárlaga, þegar
fjárlaga frumvarpið kom úr
nefnd og áður en því var vísað
til 2. umræðu. Að þessu sinni,
eins og stundum áður í seinni
tíð, varð samið um það milli
stjórnarflokkanna að fresta eld
liúsdeginum fram undir þinglok,
og gekk hann í dagskrá undir
nafninu „almennar stjórnmála-
umræður,“ sem er réttnefni, því
að samkv. venju má ræða öll
þjóðmál á „eldhúsdegi.“
„NÝR TÓNN“ HJÁ
FORSÆTISRÁÐHERRA
Ræðurnar sem fluttar voru á
„eldhúsdegi“ eru nú mörgum
kunnar — eða efni þeirra —
bæði úr útvarpi og blöðum og
verða ekki raktar hér. Það vakti
athygli, að forsætisráðherra var
mýkri í máli en liann er vanur
að vera. Viðurkenndi vanmátt
„viðreisnarinnar“ til að koma í
veg fyrir verðbólgu, en vildi
halda því fram að viðreisnar-
stjórninni hefði ekki tekizt verr
en öðrum ríkisstjórnum að fást
við verðbólgudrauginn. Hærra
var risið á þeim bæ fyrir 4 ár-
um, þegar stjórnin vildi engum
aðvörunum sinna og hóf það
glæfraspil, sem nú er tapað. En
samanburðurinn við aðrar rik-
isstjómir er afsökunarviðleitni,
sem erfitt er að rökstyðja. Nú
kvaðst forsætisráðherra reiðubú
inn til viðræðna við stéttasam-
tök, þó liann eða hans niennn
ámæltu vinstri stjórninni fyrir
slíkt á sínum tíma.
BRATTARI I MÁLI
Sumir aðrir ræðumenn Sjálf-
stæðisflokksins voru brattari í
máli en forsætlsráðherrann og
reyndu að bera sig vel eftir at-
vikum. Einkum var landbúnað-
ar ráðherra, Ingólfur Jónsson,
að venju nokkuð drjúgur af
verkum sínum í þágu landbún-
aðarins. Varla gerir hann þó
ráð fyrir, að bændur séu búnir
að gleyma því, að í ráðkerratíð
hans hafa vextir af landbúnað-
arlánum verið hækkaðir um
þriðjung, framleiðsluskattur
lagður á bændur og rekstrarlán
seðlabankans út á búvörur
lækkuð úr 67% niður í 50—55%
en framkvæmda- og rekstrar-
Vörur allar stórliækkaðar í
verði, svo að nokkuð sé nefnt.
Ekki mun það áður hafa hent
landbúnaðarráðherra hér á
landi að eiga í málaferlum
við mikinn hluta bændastéttar-
innar, en um 2700 bændur
standa nú að máli því, er höfð-
að hefir verið út af framleiðslu-
skattinum. Hlutaðeigendur telja
ráðherrann og stuðningsmenn
hans á þingi hafa gengið of
nærri stjórnarskránni með
(Framhald á blaðsíðu 7).
ÞÓR OG K.A. KEPPA
Á MORGUN
Á MORGUN (fimmtudag) kl.
8,30 verður knattspýrnuleikur
milli KA og Þórs í meistara-
flokki, á nýja malarvellinum. —
Er sá leikur liður í vormótinu.
Verður lið ÍBA , sem keppa á
við Tindastól um helgina, senni-
lega valið eftir þennan leik. Q
og sumir munirnir eru hrein
listaverk. T. d. væri vel hægt
að gleyma tímanum við að
skoða úrvinnustofu Friðriks
heitins Þorgrímssonar, sem er í
sérstöku herbergi. Sögu- og
myndasýningardeild Akureyrar
er einnig mjög fróðleg.
unnt að sýna þar ýmsa stærri
liluti, s. s. sleða, kerrur, tað-
kvamir, báta o. fl. sem fróðlegt
væri að hafa til sýnis.
í Minjasafninu eru nú 2.300
skrásettir munir, auk þeirra
sem eru í úrvinnustofunni, sem
sagt var frá áður. Ennþá er
söfnun haldið áfram og hefur
safnnefndin mikinn hug á að
auka það svo sem kostur er
framast á. Biðja foráðamenn
safnsins fólk eindregið að stuðla
að vexti þess, m. a. með því að
útvega gamla hluti, sem e. t. v.
liggja í hirðuleysi, engum til
gagns eða ánægju á þann hátt.
Að lokum vill blaðið hvetja
bæjarbúa og aðz-a þá, sem hér
eiga leið um, að gefa sér tíma
til að koma og skoða Minjasafn-
ið. Er óhætt að fullyrða að þeim
tíma yrði vel varið, og gildir
(Fz-amhald á bls. 2.)
NÁMSMEYJAR í husmæðraskolanum a Laugalandi skoða Mjolkursamlag KEA
SMÁTT OG STÓRT