Dagur - 03.06.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 03.06.1964, Blaðsíða 2
2 'N llili Sundmeistaramóf Islands a Akureyri 20. og 21. júní Keppendur verða sennilega margir víða að •vu/. Kjartan Guðjónsson ÍR stekkur yíir 1,92 m. Gcður árangur í hásfökki r Kjartan Guðjónsson I.R. stökk 1.92 m. VORMÓT Akureyrar í frjáls- um íþróttum var haldið 30. maí. Keppendur voru fáir í öllum greinum. Kjartan Guðjónsson ÍR var afreksmaður mótsins og sigraði í þeim greinum, sem hann tók þátt í. Hæst ber hinn ágæti ár- angur hans í hástökki, 1,92 m, sem er fjórði bezti árangur ís- lendings í þeirri greih, frá upp- hafi. Kjartan hefur náð góðum stíl í hástökkinu, og er ekki að efa að við góð veðurskilyrði stekkur hann enn hærra og er e. t. v. ekki langt að bíða þess. Eðvarð Sigurgeirsson KA sást nú aftur á hlaupabrautinni eft- ir tveggja ára hvíld. Hann er Sambandsráðsfundur íþróttasambands íslands verður haldinn laugardaginn 6. þ. m. í Skíðahótelinu á Akureyri. Slík- ir fundir eru jafnan tvisvar á ári og koma þar saman stjórn ÍSÍ, fulltrúar sérsambanda þess og landsfjórðunganna. Á þess- um ráðstefnum eru tekin til meðferðar þau mál, sem efst eru á baugi hverju sinni hjá íþróttahreyfingunni. □ ÍSLANDSMÓTIÐ í KNATTSPYRNU Fyrsta deild. Tveir leikir fóru fram í fyrstu deild um helgina. í Njarðvík vann Keílavík Akranes 2:0. Á Laugardalsvellinum vann Valur Fram 7:3. Önnur deild. ísfirðingar og Siglfirðingar áttust við á íþróttavellinum á Siglufirði s.l. sunnudag. Leikur- inn var fremur lélegur af beggja hálfu, en þrátt fyrir að ísfirð- ingar ynnu leikinn 3:2 áttu Siglfirðangar betra liðið, — en voru óheppnir. Bezti maður leiksins var Björn Helgason, ísafirði. Q enn ungur, hefur gott hlaupa- lag, en vantar sjáanlega æfingu. Ingi Árnason KA náði sínum bezta ái'angri í kúluvarpi, 12,31 m, þótt æfingalaus væri. Bald- vin Þóroddsson KA hefur ekki tekið þátt í opinberu móti áður, né æft hlaup. En hér virðist vera gott efni á ferðinni. Erfitt var að hlaupa hringhlaup vegna strekkingsgolu og kulda og gefa því tímar Baldvins og Eðvarðs ekki rétta hugmynd um getu þeirra. Bæði Reynir í Þór og Þóroddur UMSE voru langt frá sínum beztu áröngrum. íþróttavöllurinn var sérstak- lega vel útbúinn undir mótið og framkvæmd þess góð. Mótstjóri var Hreiðar Jónsson. Sturtuböðin í íþróttavallar- húsinu eru nú komin í lag og er það ómetanlegur kostur að geta farið í gott bað, bæði eftir æf- ingar og keppni. Helztu úrslit urðu: 100 m hlaup. sek. Kjartan Guðjónsson ÍR • 11,4 Reynir Hjartarson Þór 11,5 400 m lilaup. sek. Eðvarð Sigurgeirsson KA 57,2 Baldvin Þóroddsson KA 60,2 1500 m hlaup. mín. Eðvarð Sigurgeirsson KA 4:53,7 Baldvin Þóroddsson KA 4:56,0 Ilástökk. m Kjartan Guðjónsson ÍR 1,92 Ingi Árnason KA 1,50 Langstökk. m Kjartan Guðjónsson ÍR 6,03 Ingi Árnason KA 5,41 Kúluvarp. m Kjartan Guðjónsson ÍR 13,25 Þóroddur Jóh. UMSE 13,01 Kringlukast. m Kjartan Guðjónsson ÍR 40,42 Þóroddur Jóh. UMSE 36,11 ÁKVEÐIÐ er að sundmeistara- mót íslands fari fram á Akur- eyri 20. og 21. júní, í umsjá íþróttabandalags Akureyrar. — Vitað er að keppendur verða margir frá helztu sundstöðum landsins. Fyrirhugað var að halda mótið í Neskaupstað, en eitthvað var í vegi með sund- höllina þar, svo leitað var hing- að til Akureyrar með það, og er ánægjulegt að vita að hér er bæði vilji og aðstaða fyrir hendi til að mótið geti farið sem bezt fram. - Frá aðalfundi KEA (Framhald af blaðsíðu 1). tveggja ára og Ármann Dal- mannsson varaendurskoðandi fyrir sama tímabil. — Séra Sig- urður Stefánsson, vígslubiskup var endurkosinn í stjórn Menn- ingarsjóðs til þriggja ára. — Þá voru og kosnir 14 fulltrúar á aðalfund SÍS. f árslok 1963 voru félags- menn KEA 5342. — Fastráðið starfsfólk um 430 manns. — og Launagreiðslur til fastra starfsmanna og lausráðinna námu alls um 60 milljónur kr. Stofnsjóður félagsmanna var í árslok kr. 27,5 milljónir en greiðslur úr sjóðnum á árinu urðu 595 þús. kr. (Fréttatilkynning). Frá Knaifspyrnufélagi Akureyrar KNATTSPYRNUFÉLAG Akur eyrar hefur ráðið Kára Árnason íþróttakennara, til þess að ann- ast í sumar ýmsa starfsemi á vegum félagsins, m. a. hefur verið ákveðið, að hann annist æfingar í knattspyrnu og jafn- vel fleiri íþróttum á ýmsum stöðum í bænum, fyrir drengi á aldrinum um 7—13 ára. Æfingar munu fara fram á eftirtöldum stöðum: 1. svæði: Innbær, austan Gróðrarstöðvarinnar. 2. svæði: Syðri brekkan, austan Þórunnarstrætis. 3. svæði: Ytri brekkan, ofan Mýrarvegar. 4. svæði: Oddeyri, milli Ægisgötu og Hjalteyrargötu. 5. svæði: Oddeyri, hjá Oddeyrarskóla. 6. svæði: Glerárhverfi, austan við Veganesti. Æfingar munu fara fram samkvæmt eftirfarandi töflu, en skipt verður um röð svæða um hver mánaðamót. Kl. 13-13,45 14-14,45 15-15,45 16,15-17 17 18,30 19,30 Mánud. l.sv. 2.sv. 3.sv. 6.sv. Þriðjud. 4.sv. 5.sv. 6.sv. 5.Í1. 4.fl. 3.fl. Miðvikud. l.sv. 2.sv. 3.sv. 4.sv. Fimmtud. 4.sv. 5.sv. 6.sv. 5.sv. Föstud. l.sv. 2.sv. 3.sv. 5.fl. 4.fl. 3.fl. Frá 1500 m hlaupinu. Eðvarð leiðir. Baldvin fylgir eftir. Annar flokkur og meistara- flokkur æfa á þriðjudögum og föstudögum kl. 20,30. Einnig mun Kári annast æf- ingar í handknattleik fyrir stúlk ur á aldrinum 12—14 ára ef næg þátttaka fæst. Staður og tími ákveðast síðar. Æfingar 2., 3., 4. og 5. flokks KA í knattspyrnu verða á íþróttavellinum. Þátttaka er öll- um frjáls og þátttökugjaldið fyr ir drengina verður kr. 35,00 á mánuði. Tilkynna má um þátttöku til Kára Árnasonar (sími 2136) og Haraldar M. Sigurðssonar (sími 1880) eða mætið til skráningar á æfingum. Æfingarnar hefjast miðvikudaginn 3. júní. o íslandsmet í skriðsundi. Þess ekal getið að keppni er lokið í einni grein, 1500 m skrið- sundi. Fór hún fram í Reykja- vík s.l. sunnudag. Varð Davíð Valgarðsson, Keflavík, íslands- meistari og setti jafnframt þrjú íslandsmet í sundinu. Þau eru: 1500 m skriðsund 18:53,8 mín. 1000 m skriðsund 12:48,6 mín. 800 m skriðsund 9:56,9 mín. „Sjóræningjastöð“ einnig við England BRETAR hafa opinberlega farið þess á leit við Alþjóðafjarskipta stofnunina (LTU), að hún veiti þeim hjálp við að koma í veg- fyrir fyrirhugaðar útvarpssend- ingar óháðrar útvarpsstöðvar sem nefnir sig „Rodio Caroline“' og er í skipi, sem liggur fyrir akkerum rétt utan við land- helgistakmörk Bretlands. Skipið' heitir „Caroline" og siglir und- ir fána Panama. ITU, sem er ein af sérstofn- unum Sameinuðu þjóðanna með 122 aðildarríki, mun fyrir milli- göngu nefndarinnar sem hefur tíðniskráningu (IFRB) minna yfirvöldin í Panama á, að út- varpssendingar af þessu tagl eru bannaðar samkvæmt alþjóð' legum útvarpsákvæðum stofnun arinnar. Panama-stjórn verður beðin að rannsaka útvarpsleyfi mannanna á „Caroline.“ Áður hefur ITU fengið Panama til að draga niður fána sinn á svipuð- um skipum úti fyrir ströndum. Hollands og Danmerkur. Qj' Garðplöntuuppeldi f SÍÐASTA tölublaði Dags birtist viðtal við ráðunaut Bún- aðarfélags íslands, Óla Val Hansson. Þar sem hann ræðir um uppeldisstöðvar fyrir garð- plöntur virðist gæta nokkurs ókunnugleika. Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur rekið uppeldis- stöð fyrir trjáplöntur rúmlega hálfan annan áratug og auk þess, að félagið framleiðir nú á annað hundrað þúsund skógar- plöntur árlega, hefur það haft til sölu flestar algengustu teg- undir af garðplöntum. Ennfrem- ur hefur Blómabúð KEA og Brynjar Skarphéðinsson haft nokkra garðplöntusölu síðustu árin. Skógræktarfélagið hefur möguleika til stækkunar á sinni gróðrarstöð og mun verða reynt að auka framleiðsluna í sam- ræmi við eftirspurn. í vor hef- ur sala á garðplöntum verið með mesta móti, þrátt fyrir verulega hækkun á plöntuverði. Hafa pantanir borist víða utan af landi og þar á meðal frá Reykjavík. Ármann Dalmannsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.