Dagur - 03.06.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 03.06.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. AFLATREGÐAN NORÐANLANDS HIN lélegu aflabrögð á þorskmiðum hér norðanlands í fyrra og það, sem af er þessu ári, eru orðin mikið áhyggjuefni. Nú framan af þessu ári hefir þessi aflatregða, eða aflaleysi, verið almenn fyrir öllu Norðurlandi og vestur á Strandir og er enn, þegar þetta er ritað, engin teljandi breyt- ing á orðin til hins betra í þessum efnum. Snemma í maímánuði komu sam- an til fundar hér á Akureyri allmarg- ir fulltrúar útvegsmanna og sveitar- félaga á Norðurlandi til að ræða þetta vandamál. Kjörin var nefnd manna til að fara suður og ræða þar við stjórnarvöld og þingmenn hlut- aðeigandi kjördæma um ráðstafanir til aðstoðar vegna aflabrestsins. — Nefnd þessi kom til Reykjavíkur um það leyti, sem Alþingi var að ljúka. Mætti hún á fundi hjá þingmönnum norðlenzku kjördæmanna, en á þeim fundi mætti einnig þingmaður (H. J.) vegna Strandamanna. Þingmenn- irnir fólu nokkrum úr sínum hópi að vinna að þessum málum með nefnd- inni eða fulltrúum frá henni. Fundurinn, sem fyrr var nefndur, lagði m. a. áherzlu á það, að reynt yrði að fá því framgengt, að láns- stofnanir veittu gjaldfrest á stofnlán- um til fiskiskipa, en margir eiga nú, sem eðlilegt er, ógreidda vexti og af- borganir af þeim lánum fyrir s.l. ár. Trúlegt má telja, að þetta nái fram að ganga. Einnig Var í fundarálykt- un vikið að fleiri úrræðum. Talið var æskilegt, að teknar yrðu upp á ný sérbætur út á físk, sem er sérstak- lega dýr í vinnslu (smáfisk). Þetta mál þarf að taka upp til rækilegrar athugunar, en bætur af þessu tagi væru takmarkaðar við sumarveiddan fisk, enda ætti þeirra ekki að vera þörf á vetrarvertíðinni syðra. Eins og nú er komið er það ekki nema sér- vizka að standa á móti þessari aðferð, þar sem verðuppbætur til útgerðar og vinnslustöðva voru teknar upp með lögum á síðasta þingi. Jafn- framt hretíði fundurinn því, að starfsemi aflatryggingasjóðs þyrfti endurskoðunar við og er það ekki í fyrsta sinn, sem því er hreyft af hálfu Norðlendinga. Á síðasta þingi var flutt tillaga til þingsályktunar um slíka endurskoðun, sem gert er ráð fyrir, að fram færi í samráði við fulltrúa landshlutanna. En fiskimála- stjóri, sem nú situr á þingi, lagðist gegn því, að sú tillaga yrði samþykkt, og endurskoðunin hlaut ekki þann stuðning, sem búast hefði mátt við á Fiskiþingi, að þessu sinni. Hins vegar er það sannarlega engin furða, þó að mönnum fjnnist eðlilegt, að þannig verði um búið, að aflatrygg- ingasjóður (Framhald á blaðsíðu 7). Hafa skal það er réttara reynist „Til er sú fræðigrein sem búnaðarsaga nefnist. Hún ætti að vera vel stunduð hér á landi, þar sem bæði er hér nokkuð búið og svo er sæmd þjóðarinnar mjög kennd við sagnamennt." — (Sigurður frá Brún, Freyr bls. 10 1964). ÞORSTEINN ERLINGSSON segir í kvæði sínu til Björnsons 1902: „ — ísland er seint til að gleyma." — En hræddur er ég um að Þorsteinn hikaði við að undirstrika þessi orð ef hann væri nú meðal okkar og fylgd- ist með mörgu af því sem „skrif- að stendur" hin síðustu ár. Þetta datt mér í hug er ég las í Jólablaði Freys 1963, um hina mjög svo gleðilegu heimsókn grænlenzkra bænda og kvenna á íslandi sumarið 1963. Þá heim- sókn má sannarlega kalla gleði- lega, og þakkir eiga þeir skilið sem að henni stóðu. En leiðar missagnir hafa slæðst inn í frásögnina í Frey um heimsókn þessa og ferðalag hinna grænlenzku gesta. Búnað- arsagnamenntin virðist þvi mið- ur oft vera veil orðin, og búnað- arfræðimenn ótrúlega fljótir að gleyma. Missögnin í Frey, Jóla- biaðinu 1963, er ekkert eins- dæmi, slíkt kemur undarlega víða og oft fyrir þegar rætt er um búnaðarmál, og hvað hefir skeð á því sviði, jafnvel á síð- ustu áratugum. Á bls. 423 segir frá því er farið var um Húna- þing með gestina. Þar segir svo: „Og við Sveinsstaði var stanzað og teknar Ijósmyndir, því þaðan m. a. var sauðféð sem flutt var til Grænlands fyrir um 40 ár- um.“ Einnig er sagt frá komunni að Hólum í Hjaltadal, svo sem vænta mátti, en ekki er vikið einu orði að flutningi hins ís- lenzka fjár til Grænlands í sam- bandi við komuna að Hólum og dvölina þar. Þetta þykir mér úr hófi undarlegt, þegar staðreynd- ir um þessa hluti eru hafðar í huga. Er þetta tæplega vansa- laust, ef frásögnin í Frey er í samræmi við þá fræðslu sem hinum grænlenzku bændum var veitt á ferðalaginu, up uppruna fjárstofnsins íslenzka, sem flutt- ur var til Grænlands, og sem sauðfé á Grænlandi er að mestu komið af. Fyrst eru nú þessi 40 ár mein- loka. Það er ekkert leyndarmál né ráðgáta hvenær íslenzki fjár- stofninn var fluttur til Græn- lands, og hið mikla og merki- lega átak gert til þess að koma fótum undir sauðfjárrækt á Grænlandi, sem all vel hefir tekist, þrátt fyrir mikil og mörg áföll og mistÖK sem ekki er rétt að draga fjöður yfir. Undarlegar missagnir um það hvenær féð var flutt til Græn- lands hafa komið fyrir víðar en í Frey. í hinm elskulegu bók Jóhanns Bríem: Milli Græn- lands köldu kletta, sem út kom 1962, er sagt losaralega að það hafi verið „á þriðja áratugi þess- arar aldar, að hafist var handa um aiT flytja íslenzkt sauðfé til Grænlands.“ Það er ljóst og klárt að ís- lenzki fjárstofninn var fluttur til Grænlands fyrir 49 árum, það var haustið 1915, eða síð- sumars það ár. Um þetta eru nægar heimildir, auk minnis þeirra manna er vel mega muna það og voru jafnvel við þennan fjárflutning riðnir, manna sem enn eru ljóslifandi. Meðal prentaðra heimilda má nefna: — Jónas Þorbergsson: Sigurð ur Sigurðsson, ævisaga, Rvík 1960, bls. 176. -— Lous Jensen: Fáreavl pá Grpnland, Kbh. 1958, bls 4. — Beretninger og Kundg0r- elser vedrprende Styrelsen af Gr0nland, nr. 5 1923 (Skýrsla Sigurðar Sigurðssonar um Grænlandsferð 1923). — Búnaðarrit 1938 (Hefi ekki þá heimild við hendina hér og get því eigi vísað til hennar nán- ar. — Det Grpnlandske selskabs Aarsskrift 1936, Kbh. 1936, bls. 166. Þessum heimildum ber ekki með öllu saman um fjölda fjár- ins sem flutt var til Grænlands 1915. Jónas Þorbergsson segir að Wals0e, síðar fjárræktarstjóri í Julianeháb, sá er kom til ís- lands til að kaupa féð, hafi keypt „112 kindur af íslenzkum stofni, þar af margt úr Hólabú- inu sjálfu." — Hér er áreiðan- lega um missögn að ræða, eða ef til vill prentvillu, 112 í stað 172? Leiðinleg missögn er það einnið hjá Jónasi er hann segir að skýrsla Sigurðar um Græn- landsferð sé 128 bls. — Hún er 40 bls. Lous Jensen segir í sauðfjár- ræktarbók sinni: „175 kindur voru sóttar til íslands og fluttar til Julianeháb.“ Sigurður Sigurðsson segir í skýrslu sinni 1923 að ísl. stofn- inn í Julianeháb hafi verið 172 kindur, en á öðrum stað segir hann að keypt hafi verið 175 fjár. L. Wals0e segir sjálfur í grein sinni í Det Gr0nlandske sel- skabs Aarsskrift 1936, að það hafi verið keyptar 172 kindur, en að tvær hafi tapast í hríðar- veðri á leiðinni suður. Hann segir þar skemmtilega frá þriggja vikna rekstri frá Hólum til Borgarness. Þaðan var féð flutt með skipi til Reykjavíkur og þar skipað um borð í „Hans Egede“ „Efteraaret 1915.“ Það skiptir auðvitað engu máli hvort alls var keypt 175 fjár eða ekki nema 172 kindur. Hvort það var 2—3 kindum fleira eða færra sem komst til Julianeháb. Ljóst er af frásögn- um að reksturinn suður og flutningur fjárins til Grænlands til Grænlands tókst með afbrigð um vel, og að eigi komst minna en 170 fjár heilu og höldnu til Julianeháb. Þetta var stór og merkileg tilraun sem tókst vel. Wals0e segir hiklaust að hann hafi keypt féð á Norðurlandi (Nordisland) aðallega á Hólum og í Skagafirði (sem hann nefn- ir Skógafj0rd). Mér er dvöl Wals0e á Hólum 1915 vel minnisstæð, en leyfi mér ekki að treysta minni mínu um einstök atriði, um fjár- geymsluna, fjárkaupin og rekst- urinn suður. Það er þó fullvíst að flest féð var keypt á Hólum og í nágrenni, þar á meðal eitt- hvað í Svarfaðardal. Ennfrem- ur að eitthvað var keypt í Húnaþingi og bætt við rekstur- inn á Sveinsstöðum, sennilegt að það hafi ekki verið annað en hrútar og þá vitanlega fáir að tölu. Síðar voru kynbótahrútar íslenzkir fluttir til Grænlands, að ég hygg árið 1921 hrútar frá Sveinsstöðum og 1934 frá Hrafn kelsstöðum í Hrunamanna- hreppi, en það er önnur saga. Þrjú hross voru einnig keypt og flutt til Grænlands 1915. Ef ég man rétt var einn hestur grár að lit (stóðhestur?) frá Reykj- um í Hjaltadal. Síðar voru flutt- ir fleiri ísl. hestar til Grænlands — 7 árið 1921 (?). Bæði sauðfjárstofn sá og hrossastofn sem nú er á Græn- landi er íslenzkur að uppruna, þótt eitthvað hafi íslenzka fjár- kynið verið blandað öðru fé, sennilega til engra bóta. Flutn- ingur hins ísl. búfjár til Græn- lands er búnaðarsögulegur við- burður sem ekki á að falla í gleymsku. Ég sagði í upphafi þessarar greinar að heimsókn grænlenzku bændanna 1963 væri gleðiefni. Vonandi verða slíkar heimsóknir fleiri, en illa sæmir að ísl. búnaðarmenn sem gerast leiðbeinendur við slíkar heimsóknir „forheimski“ sig á því að vita ekki hvenær ísl. fjárstofninn var fluttur til Grænlands, og hvaðan féð var. — Þessi „leiðrétting" mín er því framkomin. Veit að hún er af vanefnum gerð, þar eð mig skortir heimildir, þar sem ég er nú staddur. Væri vel ef einhver sem hefir betri aðstöðu gerði þessu betri skil. Gaman væri t. d. að grafa upp hverjir voru rekstrarmenn með Wals0e suð- ur í Borgarnes, svo og hvenær lagt var af stað og komið suður? Wals0e segir aðeins í grein sinni 1936 að féð hafi verið sett um borð í „Hans Egede“ — og flutt út „Efteraaret 1915.“ — Og hann segir að kindurnar tvær sem töpuðust hafi tapast í „Snæ- storm í Fjeldene.“ Raunveru- lega skýrslu frá hendi Wals0e um fjárkaupin á íslandi sumar- ið 1915 og flutning fjárins til Grænlands hefi ég ekki getað fundið í prentuðum gögnum dönskum. Samt er ólíklegt ann- að en að hann hafi samið grein- argóða skýrslu um þetta. Þetta er í athugun fyrir mig í Höfn, ef til vill kemur eitthvað út úr því — síðar. Slemdal, 18. maí 1964 Ami G. Eylands. Afurðalán bænda Affurgange Hiflers leiSir þá við hönd SAMKV. núgildandi verðlags- grundvelli fyrir verðlagsárið 1963—64 er talsvert meira en helmingur af því sem bóndinn á að fá fyrir afurðir sínar, ætl- að til greiðslu á útlögðum pen- ingum vegna fjármagnskostnað- ar, vélakostnaðar, kjarnfóðurs, tilbúins áburðar, aðkeyptrar vinnu, flutningskostnaðar o. s. frv. Til greiðslu á öllu þessu, svo og til þess að bóndinn geti fengið kaup sitt, verður hann að fá afurðirnar greiddar. Sú greiðsla þyrfti, ef vel væri, að geta farið fram um leið og bónd- inn lætur afurðirnar af hendi eða sem næst þeim tíma. Það þykir nú á tímum yfirleitt nauð- synlegt, að fólk fái kaup sitt greitt vikulega eða mánaðar- lega. Bændur þurfa þess með eins og aðrir, ef vel á að vera. Sölufélög bænda hafa ekki fé til að borga út að fullu þær vör- ur, sem ekki er búið að selja, nema þau geti fengið það að láni í peningastofnunum. Að því þarf að vinna, að slík lán verði veitt eins og með þarf. Hér er ekki farið fram á það, að allir bænd- ur fái kaup sitt greitt vikulega eða mánaðarlega. — Margir mundu ekki fá það nema tvisvar á ári, þó að allar afurðir væru greiddar við afhendingu. Þar sem svo stendur á, er nauðsyn- legt, að eitthvað af afurðalán- unum sé greitt fyrir fram, t. d. síðari hluta vetrar eða að vor- inu út á nokkuð af væntanleg- um haustafurðum, eins og raun- ar hefur átt sér stað um nokkurt árabil, en í of smáum stíl nú í seinni tíð. Þessi hluti hefur verið kallað- ur rekstrarlán. Árið 1959 voru þau 162 millj. kr. Þessum lánum er ætlað að greiða fyrir framleið endum sauðfjárafurða við kaup á kjarnfóðri, ábui'ði rekstrar- vörum til véla o. fl. Þau hafa staðið óbreytt að krónutölu síð- an 1959, en verðmæti sauðfjár- framleiðslunnar hefur á sama tíma meir en tvöfaldazt. Fyrir nokkrum árum var það venja, að Seðlabankinn veitti af- urðalán að haustinu út á búsaf- urðir, % af verði þeirra. Nú lán- ar hann aðeins rúman helming verðs, og engar reglur eru um viðbótarlán í viðskiptabönkum, eins og á sér stað í sambandi við sjávarafurðir, og má þó ekki minna vera. Hér hefur því mið- að aftur á bak í seinni tíð, í stað þess að afurðalánin hefðu frem- ur þurft að aukast frá því sem áður var. En hér er um að ræða eina af þeim breytingum, sem gerðar voru á viðhorfi hins op- inbera til landbúnaðarins svo að segja samtímis og orðið hafa til þess að veikja fjárhagsgrund- völl hans og bændastéttarinnar. Úr þessu þarf að bæta og halda síðan áfram í framfaraátt, þar sem fyrr var frá horfið. □ BLAÐ Moskvukommúnista á íslandi, Þjóðviljinn, hefur eytt ómældu lesmáli til að átelja linku vestur-þýzkra stjórnar- valda við gamla nazista. Víst er það lofsvert, ef af heilindum er gert, að vara við áhrifum þess ofbeldis og ofstæk- is, sem embættismenn Hitlers helguðu sig og voru verkfæri fyrir. En þá ber einnig að viður- kenna það, að stjórnendur Þýzkalands hafa sýnt lofsverðan áhuga á því, að láta þjónustu- menn Hitlers svara til saka. Aldrei verður hægt að bæta fyrir þá hroðalegu glæpi, sem Hitler framdi gegn mannkyninu. En sanngirni krefst þess, að get- ið sé um tilraunir Vestur-Þjóð- verja til að sýna iðrun með þeirri aðstoð, sem þeir hafa veitt til uppbyggingar þjóðríkis gyð- inga, ísrael, með fjárframlögum og sérfræðilegri aðstoð. En lærisveinar Hitlers finnast víðar en í Vestur-Þýzkalandi, og til eru voldugir postular hans, sem Þjóðviljinn blakar ekki við, þótt allur hinn sið- menntaði heimur fordæmi fram ferði þeirra. Það eru valdamenn Sovétríkjanna, sem láta aftur- göngu Hitlers leiða sig við hönd í ofsóknum gegn gyðingum Sovétríkjanna, til að ala hatur á þeim og fordóma gegn trú þeirra og arfleifð. Þessi nákaldi andi haturs og fordóma gegn gyðingum hefur með ræður Krúsévs við heim- sókn hans í Egyptalandi verið á ný leiddur inn á vettvang al- þjóðlegra samskipta. Moskvukommúnistunum ís- lenzku tjáir ekki að skjóta sér bak við þá uppdigtuðu afsökun, að frásagnir af gyðingaofsókn- um kommúnista sé uppspuni óáreiðanlegra blaðamanna. Mál- ið er þannig komið til vestræns almennings, að fulltrúar sam- taka gyðinga í Bandaríkjunum báru fram opinberar ákærur á hendur Sovétríkjanna og ósk- uðu aðstoðar ríkisstjómar lands síns til að hafa áhrif á stjórn Sovétríkjanna í þessu máli. Auk þess hefur nefnd vest- rænna stjórnmálamanna, skipuð af flokkur sósialdemokrata í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Bretlandi, rannsak- að málið. Skýrsla nefndarinnar var birt fyrir mánuði síðan. Er ~hún að mestu byggð á opinber- um gögnum Sovétríkjanna sjálfra. Mun síðar verða greint hér í blaðinu frá ýmsum upp- ljóstrunum þessarar skýrslu, en hún sannar óvéfengjanlega, að stefnt er markvisst að tortrím- ingu gyðinga í Sovétríkjunum, sem sértrúarflokks, sem þjóðar- minnihluta, og sem manna. Krúsév, leiðtogi Sovétríkj- anna, hefur áunnið sér aðdáun (Framhald á blaðsíðu 7). helgina 24. og 25. maí hefur verið skotið í einangrara. Undanfarin ár hafa nokkrir gert sér dagamun með því að hafa í frammi skothríð á háls- inum og líka á sjálfum þjóðveg- inum og skotið í staura er segja til hvar jarðsíminn liggur í jörðu. Og nú um Páskana hefur verið, að því er virðist, verið vandað til verksins með því að skjóta niður í hagann stóra beðju jif flöskum. Skotmörkin eru því aðallega flöskur, sem eru skotnar niður í hagann og á og við akbrautina. Ég, sem tel mig hafa þarna hagsmuna að gæta, tel að bæði ég og aðrir vegfareridur séu í nokkurri hættu á þessum slóð- um af völdum þessara siðlausu og algerlega óleyfilegu fram- komu með skotvopn. Ebenharð Jónsson. 1 FJORÐI VIÐAUKI VIÐ BARÐTÚNSMALIÐ ENN heyrist ekkért frá bæjar- verkfræðingi, en það er ef til vill ekki óeðlilegt, það er sjálf- sagt býsna mikið staut í kring um þetta starf hans og ekki sízt á þessum tíma árs. Ef mað- ur væri örlítið bjartsýnn og tryði á, að fornar dyggðir væru enn í heiðri hafðar, gæti maður látið sér detta í hug, að hann væri að svipast um eftir nýrri lóð og það er nú víst ekki svo gott að fá þær núna. Þá vil ég — að gefnu tilefni — beina þeirri fyrirspurn til háttvirtrar bæjarstjórnar, hvort hún óski eftir því að ég geri nánari grein fyrir þeirri skoðun minni, að víðtækt aga- og skipu- lagsleysi virðist ríkja hjá hinum ýmsu bæjarstofnunum. Það mun harla auðvelt að rökstyðja slíkt, þar sem fjöldinn allur af bæjarbúum, sér svo til daglega, einhver merki um það ástand sem ríkir. Forsvarsmenn bæjar- félags okkar hljóta að gera sér grein fyrir því, að þeir eru kosn- ir til trúnaðar- og þjónustu- starfa — en það er bara ekki nóg — þeir verða að fullvissa sig um, að menn þeir, er þeir ráða til starfa, geri sér einnig grein fyrir þessu mikilvæga at- riði. Með beztu kveðju. Dúi Björnsson. GÁLEYSISLEG MEÐFERÐ SKOTVOPNA SIÐLAUS FRAMKOMA með skotvopn á Moldhaugnahálsi, sundurskotin viðvörunarskilti á háspennustaurum og sVo nú um — Næsta vor, segir Haraldur, og setzt nokkuð f jær henni á bekkn- um en áður. — Já, næsta vor? segir hún, og finnst sem Haraldur vari sig á að sitja of nærri henni. — Já, næsta vor verð ég langt frá Noregi. Iðunni verður hálf-bilt við. — Ætlarðu að fara í ferðalag á ný? spyr hún stillilega. — Já, ég fer víst héðan úr borginni einhverntíma í haust. Sýn- ingarmálverkin mín eru flest seld, nema fáein, sem vinur föður míns sálaða hefir beðið mig að halda eftir. Hann er kunnur listrýnir og listavinur og vill gjarnan sjá myndir mínar. Hann kemur hingað einhverntíma í sumar. — Myndin, sem ég nú er með, verður vonandi búin innan skamms, fái ég að starfa í friði. — En meðan ég hefi stöðugar áhyggjur af mömmu, á ég svo erfitt með að einbeita starfs- huga mínum. Og ég verð að ljúka þessum myndum, sem ég ætla að taka með mér, þegar ég fer. Iðunn sér þessar myndir fyrir sér. Það eru myndir innan úr Fjörð- um. Og nokkrar utan frá Flataströnd, sviplitlu og hrjóstugu lands- lagi, en þó með launfagra bletti inn á milli. Þetta er sönn list, sprottin upp úr meira en sannri listamannssál. Og Iðunn minnist þess, að henni fannst borgin oft auð og innantóm í fjarveru Haralds öðru hverju, inni í Fjörðum um hríð, eða stund og stund í senn úti á Flataströnd. — Ætlarðu að fara aftur til Ítalíu? segir Iðunn loksins. Henni er ljóst, að framhjá þessu kemst hún ekki svo auðveldlega. — Já, fái ég aðeins frið til að fara frá mömmu. — En kannski hún fari með mér að þessu sinni. — Það held ég verði skemmtilegt fyrir móður þína, segir Iðunn lágt. — Já, ég veit hvað bezt verður, þegar ég fer. — Verðurðu svo lengi í burtu? Alls konar hugsanir streyma inn yfir Iðunni. Hún finnur að Haraldur lítur snöggvast á hana. — Eg veit raunar aldrei, hvort ég verð erlendis um langa hríð eða aðeins skamman tíma, segir hann hæglátlega og kveikir sér í vindlingi. Hann snýr sér að henni og horfist í augu við hana. Hún lítur ekki undan. Hún finnur að milli þeirra er ósýnilegur veggur. En kannski hann sé nú að bresta og hrynja. — Farðu með okkur til Italíu, Iðunn! Hún reynir að eyða þessu með brosi. Hann meinar þetta ekki þannig. Eða — jú kannski. — Og hvað ætti ég svo að hafast að þar? segir hún í hálfblendings gamni og alvöru. — Þú finnur nú það á þér, áður en hauststormarnir hef jast, segir hann og sleppir ekki augum hennar. Hann brosir ofurlítið. Iðunn lítur í aðra átt og fellur í hugsanir. Og henni virðist sem Haraldur fylgist með hugsunum hennar. — Fara eða fara ekki? Og þá hún sjálf? Veit hún, hvað hún ætti að taka fyrir, ef hún kæmi þangað? — Ef til vill. — Hugsanir hennar falla sem foss yfii hana, svo henni liggur við svima af þokukenndri hamingju. En hún þarf víst talsverðan tíma til að átta sig á, hvort þetta sé hennar rétta braut, lífsvegur hennar, AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 43 sem Almættið beinir henni inn á? Guð minn almáttugur! — Nú er hún þá nær markinu heldur en nokkru sinni áður! Er þetta ekki vissan um, að ekkert sé til í víðri veröld, sem hún óski jafnheitt og innilega og einmitt þetta! En hún vill vera alveg viss. Upplifa hljóðláta hásumartöfra, áður en hún ákveði að varpa frá sér öllu öðru fyrir fullt og allt og stefna ákveðin og hiklaust að því marki, sem hún telur muni vera takmark hugsjóna hennar, hæfileika og lífshamingju. — Þetta verður að bíða um hríð. Harald- ur eða Jörundur hljómar sterkt og hart innra með henni. Hún er framvegis eins og sólblindað fiðrildi. Hugsanir hennar og tilfinningar eru sem stjórnlaust hringiða. En nærvera Haralds og samvistir þeirra virðist stuðla að því að gera þetta allt skýrara. Þau sitja þögul um hríð. Iðunn veit ekki, hvað hún á að segja. Það sem um er að ræða, er of náið henni ennþá. En orð Haralds eru áleitin og vænta svars. Henni þykir því vænt um, er hann tekur til máls: — Ég mun fyrst um sinn setjast að í Norður-Ítalíu við eitt Alpa- vatnanna, Lago Maggiore. Ég leigi mér vistarverur þar hjá rosknum lista-vini mínum, rithöfundi. Þrátt fyrir aldur eru bækur hans ótrú- lega frískar og lífrænar. Þær eru þýddar á allmargar þjóðtungur. Þær bera boð um síungan djúpsæan anda, sem löng og fjölbreytt lífsreynsla hefir þroskað. — Rithöfundur! segir Iðunn lágt. Orðið eitt virðist varpa dýrðar- Ijóma ofar öllum hæðum í huga hennar! — Já, rithöfundur, segir Haraldur og lítur í augu hennar. Og hann á einkabýlið, þar sem ég hefi leigt mér vistarveru, þegar ég er þar syðra. Það er ljómandi staður. Og ef til vill er garðurinn fegursti hluti allrar eignarinnar. Hann er í mörgum þrepum alveg ofan að vatninu. Og breiðar tröppur liggja fram í sjálft vatnið. — Haraldur lýsir fjölbreyttri fegurð garðsins rækilega. . . . — Þetta hlýtur að vera dásamlegur staður, segir Iðunn. Hún átæðir varla að segja meira, því þá óttast hún, að Haraldur hætti frásögn sinni, og af henni vill hún fyrir hvern mun ekki missa! Það er eins og hann endurlifi í frásögn sinni ævintýrastaðinn þama syðra! Haraldur segir henni margt frá þessum slóðum, lýsir húsinu ytra og innra, og meðal annars segir hann henni frá samveru sinni og viðkynningu við gamla rithöfundinn. — Já, og skáldið sjólft setti sigildan svip á alla tilveruna þar. Augu hans hafa litið alla þessa fegurð árum saman. Og þau fela í sér alla fegurðina. Þau eru blíð og gáfuleg og dásamlega dómbær, en algerlega laus við alla forvitni. — Ég gleymi aldrei, er ég kom þar inn í fyrsta sinn og heilsaði upp á skáldið og smávöxnu, brúneygu og fjörlegu konuna hans. Ég var þá mjög ungur og óreyndur. Og málaralistin min var þá líka ung og óreynd. En dvölin þar kenndi mér fjarsýni og að stefna stöðugt hærra og hærra. Iðunn situr þögul og hlustar. Hún veit að þetta gæti einnig átt við hana. Hún hlustar ekki einungis á þetta sem sögu. Hún verður heit af eftirvæntingu og skjálfandi spennu. Haraldur segir henni ýmislegt fleira frá þessu ítalska lista-heim- ili og samræðum sínum við aldna skáldið. Iðunni opnast hér nýr draumaheimur. Haraldur slökkvir í vindlingnum. Hann leggur hönd- ina þétt á beran handlegg hennar. — Er þér ekki orðið kalt? — Eg hefi víst alveg gleymt mér. -— Nei, mér er ekkert kalt, segir Iðunn. — Þá ökum við spölkorn út fyrir borgina og fáum okkur kvöld- verð þar í einhverju vistlegu kaffihúsi. Ertu til í það? — Það er svo gleðisnautt hérna heima, þegar mamma er svona algerlega löm- uð og utan við sig. — Já, mig langar sannarlega til þess, svarar Iðunn. Hún finnur gleðina streyma um sig, er þau ganga út að bílnum. Hún getur ekki enn skilist við Harald. — En þegar hann fer nú utan á ný? Gleði hennar hjaðnar brátt. Og orð hans spretta upp aftur í huga hennar: — Farðu með okkur til Ítalíu, Iðunn! Orð þessi láta hana ekki í friði. Hún veit að þau muni fylgja sér, unz hún hefir tekið ákvörðun sína. En þó svo væri nú, að hún.... Nei, þá kemur Jörundur aftur til sögunnar. Hún hefir líka skrifað Jörundi í vetur. Og hún hefir meira að segja beðið með óþreyju eftir bréfi frá honum, þegar hún sam- tímis óskar innilega að vera samvistum við Harald! Hún vísar þessu frá sér. Ollu? Nei, ekki því síðasta sem Haraldur sagði henni um gamla ítalska skáldið: — Henni finnst hún heyra gömlu kirkjuklukkurnar slá, og sjá gamla skáldið hrökkva upp úr draumórum sínum í töfragarðinum sínum, þareð klukknaslögin minna hann á, hve starfstíminn rennur hratt frá honum! — Eða eru það hennar eigin hjartaslög, sem Iðunn heyrir svona nærri ótt og títt? Og dymbilslög hjarta hennar verða eins og að ávarpsorðum til hennar: — Þú ert ung enn og átt lífið framundan! Það er þitt líf! Til hvers ætlarðu að nota það? Farðu með okkur til Ítalíu, Iðunn! Já. Nei. Óvissan þyrlar henni framvegis í dans eftir sigursöng sínum og hrynjandi. XX. I dag hefði Iðunn átt að sjá borgina í sparifötunum! Glaða og brosandi eins og smóstrák í nýju sjómannafötunum sinum! Biðandi hátíðarinriar í ofvæni Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.