Dagur - 03.06.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 03.06.1964, Blaðsíða 7
7 - VerkalýSsmálaráSstefnan (Framhald af blaðsíðu 8). Hér á eftir verður í örfáum orðum rakið efni framsöguerind anna á ráðstefnunni. Ingvar rakti stöðu verkalýðs- baráttunnar, og þá fyrst og fremst hér á landi, og gat þess að vart hefðu verkalýðsfélögin verið viðurkennd sem samnings aðili um kaup og kjör frá hendi atvinnurekenda, fyr en lögin um stéttarfélög og vinnudeilur voru sett árið 1938. Var Gísli Guðmundsson þingmaður Fram sóknarflokksins einn af flutn- ingsmönnum þessa frumvarps. Ingvar sagði að höfuðviðfangs- efni verkalýðshreyfingarinnar væri enn sem fyr, að gæta hags- muna umbjóðenda sinna, og gæta þess að vinnandi fólki beri sem réttlátastan hluta af heild- artekjum þjóðarinnar? Hannes sagði að óhjákvæmi- legt væri að hið opinbera hafi í síáuknum mæli afskipti af hús- næðismálum, sérstaklega þegar þess er gætt, að byggingakostn- aður hefði margfaldast nú á fá- um árum. Nú væru byggðar að meðaltali 1145 íbúðir á ári, í stað 1616 íbúða á tímum vinstri stjórnarinnar, en ársþörfin er að meðaltali 1500 íbúðir. Gera má ráð fyrir að meðalkostnaður á rúmmetrann sé um kr. 2.000,00 sem þýðir að meðaltalskostnað- ur íbúðar í dag er kr. 700—800 þúsund, eða heildarverðmæti þeirra íbúða, sem byggja þarf, um kr. 1.000 til 1.200 mjlljónir. Ef hægt væri að lána %—% af kostnað'i við íbúðarbyggingu til 40 ára með 4% vöxtum, lækk- um við húsnæðiskostnaðinn um kr. 2.000,00 á mánuði. Halldór sagði að vinnudagur- inn væri or§inn allt of langur langa vinnudegi leiðir, að minni hjá verkamönnum. Af hinum tími verður til þess að sinna félags- og menningarmálum, auk minnkandi vinriúafkasta. Árið 1963 leiddi athugun í ljós, að um 60% af launatekjum væru fyrir dagvinnú, hjá verka- mönnum, en hitt váeri eftir- og helgidagavinna. Þegar þetta er athugað, er Ijóst, að nauðsyn- legt er að söðla um og breyta kjarasamningum. Hann sagði að vinnurannsóknir og vinnu- hagræðing væri skammt á veg komin hér á landi, en þörfin verði æ brýnni fyrír slíkt. Guðmundur taldi að aðalverk efni launþegafélaganna væri að ná jafnvægi milli kaupgjalds og verðlags, en bilið þar á milli hefur breikkað undanfarin ár. Þessu takmarki e* aðeins hægt að ná með breyttri stjórnar- stefnu, því Framsóknarflokkur- inn sé skeleggasti aðilinn sem berst fyrir bættum kjörum al- þýðunnar til lands og sjávar. Eysteinn sagði að Framsókn- arflokkurinn hafi ætíð haft það sjónarmið, að vinnan skipi hærri sess en fjármagnið, og gangi fyrir. Þá benti hann á, að síðan hin nýja stjórnarstefna komst á, hefði stöðugt hallað undan fæti í kjaramálum laun- þega, og kaupmáttur launa hefði hrapað úr 115 stigum 1960 í 100 stig 1963, en kaupmátturinn hefði verið hæstur 1859, þá 118 stig. Raunar mætti segja að með núverandi stjórnarstefnu, hefði verkalýðshreyfingunni verið sagt stríð á hendur. Verkalýðs- hreyfingin má aldrei gefa eftir samningsréttinn. Ef það gerðist yæru engin takmörk fyrir þeim óhöppum sem gætu gerzt. Hann sagði að einn þáttur verkalýðs- baráttunnar væri að stórauka mátt samvinnusamtakanna, og gera þau sem færust að skapa rétt verðlag í landinu. Ekki er annað sæmandi en að launa- hækkanir gangi fyrir hækkun verðlags. Taka verður húsnæðis málin nýjum tökum með lækk- un vaxta, auknum lánum og lengri lánstíma. Ekki er unnt að tryggja áframhaldandi fram- þróun, nema með stóraukinni vélvæðingu og tækniþróun, og gera þyrfti ráðstafanir til að verðtryggja sparifé landsmanna. Jón Snorri sagði að ákvæðis- vinna hefði verið reynd hér á landi í allmörg ár í byggingar- iðnaði, en þó einkum í sam- bandi við sjávarútveg. Nú væri mikill hluti af byggingariðnaði höfuðborgarinnar unninn í á- kvæðisvinnu. Hann útskýrðj all- náið verðskrár og útreikninga, sem nú eru í gildi í byggingar- iðnaði í Reykjavík. Afleiðing ákvæðisvinnu er stóraukinn áhugi fyrir vinnuhagræðingu og þá um leið afköstum. Ekki er þó rétt að aukin ákvæðisvinna sé neitt allsherjar ráð til skipt- ingar þjóðarteknanna. Ýmsa agnúa má finna á þessari vinnu- tilhögun, en alltaf er unnið að því að sníða þá af. Hann taldi að fj öldaframleiðsla á íbúðum myndi áreiðanlega lækka bygg- ingarkostnaðinn verulega. □ GANGIÐ VEL UM LYSTIGARÐINN DVÖL á grasblettum aðeins leyfð, þar sem gras er lítið og nýlega slegið. Traðkið ekki á jöðrunum meðfram gangstígum og blóma- og trjábeðum. Hlífið grasinu, notið gangstígana og garðbekkina. Takmarkið notkun teppa og rúmfata í garðinum.' Valdið ekki hávaða eða ónæði. Hendið ekki rusli eða brefum í garðinn, setjið það í næstu rusla skrínu. Allir hópleikir og hlaup um garðinn stranglega bannað. Hendið ekki peningum í tjarnir eða gosbrunna. Bannað er að vaða og sulla í tjörnunum og læknum. Það er ekki hættu- laust fyrir smábörn að vera ein á ferð í garðinum eða með ófull- nægjandi leiðsögn, og því heim- ilast að vísa þeim út úr garðin- um. Sýnið góða umgengni og hjálpið til að aðrir geri það. Vegna illrar umgengni um sal- ernin, verður að fá lykla að þeim hjá starfsliði garðsins í hvert skipti og þau eru motuð, og kostar aðgangur að þeim 1 krónu, sem greiðist um leið og lyklar eru fengnir. Barnavögn- um má ekki aka um malargöt- urnar í garðinum. Aðeins upp hellustéttina að norðan. Innan við hliðið má ekki skilja eftir nema einfalda röð af barna- vögnum, til vinstri. Mest 6—8 vagnar. Fyrst um sinn verður garður- inn opinn daglega frá kl. 9 f. h. til kl. 10 e. h. Öll umferð um garðinn er óviðkomandi óheim- il á öðrum tíma. Það eru vinsamleg tilmæli Lystigarðsstjórnar að gestir garðsins hagi sér í samræmi við settar reglur og stuðli þannig að sem beztri umgengni um þenn- an hálfrar aldar gamla dýrgrip Akureyrarbæjar. (Frá Lysti- garðinum). AKUREYRARKIRKJA. Mess- að í Akureyrarkirkju á sunnu daginn kemur kl. 10,30 árdeg- is, sjómannamessa. — P. S. MÖÐRU V ALL AKL AUSTURS- PRESTAKALL. Eins og tvö undanfarin sumur hefur Bisk- upinn yfir íslandi sett Ágúst Sigurðsson stud. theol. til predikunarstarfa í prestakall- inu. Mun hann því enn gegna þessari þjónustu og annars bækur embættisins tímabilið júní—september 1964. — Bið- ur Ágúst þess getið, að að- stoðarþjónusta hans á Möðru- völlum gefi alls ekkert til kynna um framtíðarstörf hans né val aðsetursstaðar. Sókn- arprestur. I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að Bjargi fimmtu- daginn 4. júní kl. 8,30 é. h. — Dagskrá: Inntaka nýrra fé- laga, venjuleg fundarstörf, rætt um stórstúkuþingið. — Eftir fundinn verður farið í stutt ferðalag. MINJASAFNEÐ, Akureyri. Op- ið alla daga frá kl. 13,30—16. Alveg lokað mánudaga. — Ferðamannahópar geta skoð- að safnið aðra tíma eftir sam- komulagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. NONNAHÚS er opið alla daga frá kl. 2—4 síðd. Opnað n. k sunnudag. SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐAR- FJALLI. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir í síma um 02. — Hótelstjóri. - Afturganga Hitlers leiðir þá við hönd (Framhald af blaðsíðu 5). sinn í því að vara Krúsév við þeim mönnum, sem kynda bál friðelskandi manna um allan heim fyrir djarfa baráttu gegn stríðsæsingamönnum kommún- ista. Þeim mun ömurlegar verka tilraunir hans til að vinna sér hylli fasista í Arabalöndun- um með lágkúrulegum ógnun- um gegn ísrael. Allir heiðarlegir, frjálsbornir menn hljóta að fordæma for- dæðu gyðingahatursins. Því ættu þeir fylgismenn kommún- ista, sem bornir eru og aldir með frjálsri þjóð, eins og íslenzk ir kommúnistar, að sjá sóma mannhaturs og kynþáttaof- sókna. En aumingjaskapur íslenzkra kommúnista er svo mikill, að þeir þegja yfir ósómanum og látast ekki sjá hann. Við íslendingar aðrir skulum minnast þess, að það var slíkur undirlægjuháttur við ósómann, sem gerði Hitler kleift að byggja gasklefana og kynda mannbrennsluofnana. Leggjum fram okkar skerf, fslendingar, til að sú saga verði ekki endur- tekin. (Þjóðólfur, blað Fram- sóknarmanna á Selfossi). SAMBANDSFUNDUR NORÐ- LENZKRA KVENNA verður haldinn í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli, þriðjudaginn og miðvikudaginn 9. og 10. júní og hefst kl. 10 f. h. báða dag- ana. Stjórnin. FERÐALÖG. — Frá Ferðafélagi Akureyrar og Ferðafélagi Svarfdæla: Ferð í Snæfells- 13.—17. júní og Grímseyjar- ferð 14. júní. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferða félags Akureyrar, Skipagötu 12. Skrifstofa félagsins er op- in á þriðjudögum og fimmtu- dögum kl. 8—10 e. h. Sími 2720. HLÍFARKONUR. — Komið í kirkjuna á sunnudaginn. — Minnumst í sameiningu sum- arstarfsins í Pálmholti. Ath. breyttan messutíma. GJAFIR og áheit til Laufás- kirkju. — Sigurbjörg ogSig- urbjörn, Ártúni kr. 1000,00. Marzibil og Helgi, Grund kr. 1500,00. Þorvaldur, Grund kr. 300,00. Magnús H. Sigurbjörns- son, Ártúni kr. 2000,00. Ólína og Þorvarður Þormar kr. 2000,00. Frank Taylor kr. 100,00. María Jónsdóttir, til minningar um Ingólf Jónsson kr. 500,00. Sig- rún og Jón á Skarði kr. 1500,00. Hjördís og Skírnir á Skarði kr. 1000,00. S. N. (áheit) kr. 200,00. J. B. kr. 200,00. Vilhelmína og Hjálmar frá Sundi kr. 8000,00. Unnur og Snæbjörn á Nolli kr. 1000,00. M. S. ýáheit) kr. 100,00. Hjónin í Ártúni til minningar um foreldra sína kr. 10.000,00. Margrét og Hólmgrímur í Yztu- vík kr. 1000,00. Guðrún og Sæ- mundur í Fagrabæ kr. 2000,00. Jón Sæmundsson, Fagrabæ kr. 200,00. Bergvin Jóhannsson, Ás- hóli kr. 500,00. Jón Laxdal og fjölskylda, Nesi kr. 2000,00. Grímur Laxdal, Nesi kr. 1000,00. Jónína Sigmundsdóttir, Álfta- vatni kr. 500,00. Hjónin í Lauf- ási kr. 1200,00. Sigurbjörn í Ár- túni kr. 500,00. Fjölskyldan á Þverá kr. 1000,00. S. M. (áheit) kr. 500,00. — Öllum velunnur- um og vinum Laufáskirkju fær- um við beztu þakkir. — Sóknar- nefnd og sóknarprestur. - AFLATRECÐA NORÐANLANDS (Framhald a£ blaðsíðu 4). geti hlaupið undir bagga svo að verulega muni um, þegar það ástand skapast a£ völd- um fiskleysis, sem nú er í verstöðvum hér norðanlands. En til þess að hugmyndir manna um þetta geti rætzt, þar£ að breyta lögum sjóðs- ins. Sú samábyrgð innan sjávarútvegsins, sem tekin var upp vegna togarflotans, ætti ekki síður að ná til báta- útvegsins í þeim landslilut- um, þar sem ekki er um stór- uppgrip að ræða og því minni möguleikar til að mæta aflaleysisárum. Miklu skiptir, að forvígismenn báta útvegsins og sjávarplássanna hér nyrðra beri saman ráð sín um þetta efni og séu undir {jað búnir að gera ákveðnar tillögur til breyt- inga eftir því, sem fært þyk- ir. □ e 4 í: Heill ykkur, er munduð mig sjötugan. f I SKA FTI I GERÐI. X t , . <3 X Þakkir flyt ég öllum, er minntust min með vinsemd ? á sextugsajmœli mínu hinn 26. maí siðastliðinn. © & AÐALSTEINN JÓNSSON, Kristnesi. f I- f Faðir minn, afi, tengdafaðir og bróðir STEFÁN STEFÁNSSON, járnsmiður, Glerárgötu 2, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri rnánu- daginn 1. júní. Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Stefánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og margvís- lega lijálp í sambandi við andlát og jarðarför JÓNS JÓNSSONAR, Lögbergsgötu 1. Guð blessi ykkur. Helga Jónsdóttir, Helga Kristjánsdóttir, Vigdís Jónasdóttir, Guðrún Jónasdóttir. Innilegustu þakkir til allra, er auðsýndu vináttu og samúð við veikindi, andlát og jarðarför INDRIÐA PÁLMASONAR, skrifstofumanns, frá Hofi. Vandamenn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.