Dagur - 06.06.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 06.06.1964, Blaðsíða 1
Dagur Símar: 1167 (afgreiðsla) 1166 (ritstjóri) Prestar og lermiugar- drengir í í Fermingarbarnamót á Á SUNNUDAGINN var ferm- ingarbarnamót Eyjafjarðarpró- fastsdæmis haldið á Dalvík. — Þátttakendur voru um 250 tals- iris úr flestum sóknum prófasts- dæmisins. Mótið var sett kl. 10 f. h. í Samkomuhúsi Dalvíkur af ' séra Birgi Snæbjörnssyni sóknarpresti á Akureyri og Guðlaug Elsa Björnsdóttir las upp ávarp frá biskupi íslands. ALLT AÐ FARA í GANG íþróttum Dalvík um sl. helgi Þá var biblíulestur, sem séra Kristján Búason í Ólafsfirði stjórnaði. Eftir hádegi var hlýtt guðs- þjónustu í hinni fögru Dalvíkur- kirkju. Séra Bolli Gústafsson í Hrísey, predikaði, en séra Stef- án Snævarr á Völlum þjónaði fyrir altari. Gestur Hjörleifsson lék á kirkjuorgelið. Eftis það hófust útileikir og íþróttir, sem stóðu með miklu fjöri tvo klukkutíma, og náðu hámarki milli presta og ferming ardrengja, sem skildu jafnir. (Framhald á blaðsíðu 7). M/s Þórður Jónsson RE 350 í reynsluferð í Noregi \ ýtl skip bætist við fiskiflotami Raufarliöfn, 5. júni. Hingað eru komin allt að 10 þús. mál í bræðslu og meira á leiðinni. — Snæfellið var fyrsta skipið, sem hingað kom með síld. Verksmiðj an er að verða tilbúin að hefja síldarbræðsluna og verið er að vinna við undirbúning á síldar- plönunum. Það er sem sagt allt að fara í gang hérna, eins og geta má nærri, eftir að fyrsta síldin kemur. H. H. VIÐ ERUM TILBÚNIR Vopnafirði, 5. júní. Hér er allt tilbúið fyrir síldarmóttökuna. — Bræðslan er nú stórlega endur- bætt og fjórar söltunarstöðvar taka síldinni opnum örmum, þeg ar söltun hefst. Þær hafa verið endurbættar og stækkaðar að mun. Hér verður nú unnt að veita síldarbátum mun betri þjónustu að mörgu leyti en áður hefur verið unnt að gera. Ég sá lax stökkva hér skammt undan nú fyrir skömmu. Tölu- vert hefur veiðzt af vænni bieikju hér í vor. K. V. Eigendur eru Valtýr Þorsteinsson Akureyri og Sæmundur Þórðarson Stóru-Vatnsleysu SNÆFELL HEPPIÐ SNÆFELL á Akureyri fór áleiðis á síldarmiðin kl. 2 á þriðjudag. Um kl. 4 í gær var það búið að J afla 4000 mál og tunnur og var þá á leið meðj þriðja farminn til lands, ca. 1000 mál. □ vi. .—- —'J S.L. fimmtudag kom hingað til Akureyrar, frá Noregi, nýtt 300 tonna fiskiskip, Þórður Jónas- son RE 350. Eigendur eru Val- týr Þorsteinsson, útgerðarmað- ur hér, og Sæmudur Þórðarson, skipstjóri, Stóru-Vatnsleiðslu, er sigldi skipinu heim og verður skipstjóri á því. Samningur um smíði skipsins var gerður við A/S Akers mek. Verksted Oslo, en byggt hjá Stard Verft, Stord, en Stord Verft er ein af þeim skipasmíða stöðvum, sem eru í Akers grúppunni, og er m/s Þórður Jónasson fyrsta skipið, er þeir byggja fyrir íslendinga. Um- boðsmaður hér á landi fyrir Ak- ers mek Verksted er Pétur O. Nikulásson, Reykjavík. M/s Þórður Jónasson er byggður í klassa Norsk Veritas -þ 1A1 ISC Havfiske og sam- kvæmt kröfum skipaskoðunar ríkisins og er vandáður að allri gerð. Skipið er búið öllum beztu öryggis- og fiskileitartækjum, svo sem tveimur dýptarmælum, sem báðir eru með sjálfleitandi asdic - útfærslu, öðrum af Sim- rad gerð og hinum af Atlas gerð, Kelvin Huges radar, Ark- as sjálfstýringu, Koden miðun- (Framhald á blaðsíðu 2). Átlð síldðrbátar frá Dðlvík Sæmundur Þórðarson skipstjóri og Valtýr Þorsteinsson útgerðar- maður, eigendur M/s Þórðar Jónassonar. (Ljósmyndiy: E. D.) Dalvík, 5. júní. Héðan verða geræðir út 8 bátar á síldveiðar í sumar og eru 6 þeirra farnir út. Baldur EA 12 fékk um 800 mál sl. nótt, djúpt norðaustur af Rauðunúpum. Þrjár söltunarstöðvar verða starfræktar hér í sumar og er unnið að undirbúningi við þær. Nokkuð magn hefur borizt á land af ufsa og er hann unninn á frystihúsinu. Hafa bátar af Grenivík og Hauganesi lagt hér upp og kom t. d. Níels, Hauga- nesi, með góða veiði í gær og er væntanlegur aftur í dag. Héðan er aðeins einn bátur gerður út á línu og er veiði lítil. Atvinna er nóg, og er m. a. unnið að húsabyggingum. S. H. Karlakór Akureyrar •/ til Vestfjarða NÆSTKOMANDI föstudag legg ur Karlakór Akureyrar upp í söng- og skemmtiferð um Vest- firði. Gert er ráð fyrir viðkomu og söng á mörgum stöðum á um viku ferðalagi. □ Samkomulagi náá í vinnudeilunum milli ríkisstjórnariimar, Alþýðnsam- bandsins og atvinnurekenda HELZTU ATRIÐIN ERU ÞESSI: Komið verði á verðtryggingu kaupgjalds og kaupgjaldsvísi- tala reiknuð út ársfjórðungslega. Orlof lengist í 21 dag og samningsbundnir frídagar, aðrir en sunnudagar, séu greiddir. Eftirvinna, 2 klst. eftir að dagvinn lýkur og eftirvinnu- álag lækki í 50%. Gerðar verði ráðstafanir í húsnæðismálum, m. a. á þann veg, að lán út á íbúð verði 280 þús. kr. meö 4% vöxtum. Ltínin séu til 25 ára, vísitölubundin. Samkomulagið er í helztu dráttum þetta: Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir að verðtryggingu kaup- gjalds verði komið á með laga- setningu og verði hún miðuð við vísitölu framfærslukostnað- ar í Reykjavík. Þó nái verð- tryggingin ekki til þeirrar vísi- töluhækkunar, sem stafa af greiðslu verðlagsuppbóta. — Reikna á út sérstaka kaup- greiðsluvísitölu fjórum sinnum á ári, 1. febrúar, 1. maí, 1. ágúst og 1. nóv. Kaup breytist sam- kvæmt hækkun kaupgreiðslu- vísitölunnar frá því, sem hún var 1. maí 1964 og fari þessar breytingar síðan fram ársfjórð- ungslega. Skal kaup hækka eða lækka, ef vísitalan breytist um eitt stig eða meira. Verkafólk, sem unnið hefur hjá sama vinnuveitanda fulla dagvinnu í sex mánuði samfellt, fær greitt óskert vikukaup, þannig að samningsbundnir frí- dagar, aðrir en sunnudagar, verða greiddir. Það jafngildir samfelldri vinnu, ef unnið hefur verið í árstíðabundinni vinnu samtals í sex mánuði hjá sama vinnuveitanda á undanförnum tveimur árum. Samkomulag náð ist um eftirvinnutíma og álag á eftirvinnukaup, þannig, að eft- irvinna telst fyrstu tvær klst. eftir að dagvinnu lýkur, þannig að dagvinna styttist um 15 mín- útur. Greiddur kaffitími er lát- inn standa óbreyttur. Eftirvinnu álag lækkar í 50%. Nætur- og helgidagakaup stendur óbreytt í krónutölu. Jafnframt er dag- (Framh. á bls. 7).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.