Dagur - 06.06.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 06.06.1964, Blaðsíða 7
7 GÍFURLEG FÓLKSFJÖLGUN í STÓRUM hlutum heimsins á hin öra fólksfjölgun sér enga hliðstæðu í sögunni — í mörg- um vanþróuðum löndum nem- ur hin árlega fjölgun nú rúm- lega 3 af hundraði, en það merk ir að íbúafjöldi þessara landa tvöfaldast á u. þ. b. 23 árum. Þetta er ástæðan til þess að Sam einuðu þjóðirnar hafa boðað til annarrar ráðstefnu sinnar um fólksfjölgunarvandamálið, og verður hún haldin í Belgrad frá 30. ágúst til 10. september 1965. Hin feiknlega öra fólksfjölg- un er talin eitt af mest aðkall- andi vandamálum samtímans, segir í boðsbréfi Sameinuðu þjóðanna. Vandamálin sem fólksfjölgunin skapar, og þá einkanlega í vanþróuðum lönd- um, verða ennþá meir aðkall- andi með tilliti til þeirrar við- leitni að örva efnahagsþróunina og láta vonir um betri lífskjör rætast. Geigvænlegt vandamál. Fyrri ráðstefnan um fólks- fjölgunarvandann var haldin í Róm árið 1954. Hún stuðlaði mjög að alþjóðlegum skilningi á þessu geigvænlega vandamáli og auknum vísindalegum rann- sóknum á þessum vettvangi. Síðan hefur vandamálið orðið æ alvarlegra með hverju nýju ári. Eftirspurn eftir upplýsing- um um þessi efni hefur farið pívaxandi, og umræðurnar í hin um ýmsu stofnunum Samein- uðu þjóðana hafa leitt í Ijós auk inn áhuga á þessu vandamáli. Meðal þeirra spurninga, sem ráðstefnan mun taka til með- - Samb. norðlenzkra kvenna 50 ára (Framhald af blaðsíðu 8). uppeldis- og skólamálum. Við höfum séð rísa 4 kvenna- skóla á sambandssvæðinu þessi 50 ár og fjölda líknarstofnana. Við megum vel við una. Formaður SNK er nú for- stöðukona Hulda A. Stefánsdótt ir, Blönduósi. Deildir SNK eru 8: Sýslusambönd og Samband kvenna á Akureyri. Um þetta leyti kemur út skýrsla um starfsemi SNK þessi fimmtíu ár. Stutt yfirlit um það, sem unnið hefur verið. Stödd á Akureyri 4. júní. Halldóra Bjarnadóttir. ferðar, . eru framtíðarhorfur fólksfjölgunar, hlutfallið milli fólksfjölgunar í tilteknum lönd- um og hinnar almennu efna- hagsþróunar, áhrif fólksfjölgun ar á ýmsa þætti þjóðlífsins, svo sem menntun, atvinnumögu- leika, útvegun matvæla og á- standið í húsnæðismálum. Ráð- stefnan mun einnig fjalla um hlutfallið milli frjósemdar og manndauða, um flutning fólks - Samkomulagi náð (Framhald af blaðsíðu 1). vinnukaup hækkað þannig, að tekjur verða óbreyttar þrátt fyr ir styttingu vinnutímans og lækkun eftirvinnuálags. Ríkisstjórnin mun nú þegar beita sér fyrir lagasetningu um lengingu orlofs verkafólks úr 18 dögum í 21 dag, sem svarar hækkun orlofsfjár úr 6% í 7%. Þá mun ríkisstjórnin beita sér fyrir setningu laga um vinnu- vernd og undirbúa frekari stytt ingu vinnutímans. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir ráðstöfunum í húsnæðis- málum til að létta íbúðakaup efnalítilla fjölskyldna og tryggja nægar íbúðabyggingar. í því skyni verður aflað á næstu mán- uðum 250 millj. króna til að af- greiða óafgreiddar umsóknir til Húsnæðismálastjórnar. Þá verð- ur frá og með árinu 1965 komið á riýju kerfi íbúðalána, þannig að ekki verði lánin færri en 750 á ári og lánsfjárhæð á hverja íbúð ekki lægri en 280 þúsund krónur. Þar að auki verði varið fé til viðbótarlána fyrir efnalitla meðlimi verkalýðsfélaganna, og nemur það fé samtals 15—20 milljónum árlega. Þá er gert ráð fyrir, að tekin verði upp vísitölubinding á öll- um íbúðalánum, lánin verði af- borgunarlaus í eitt ár og greið- ist síðan á 25 árum með \% vöxtum. Þá er gert ráð fyrir 1% launaskatti, sem renni í Bygg- ingasjóð ríkisins sem stofnfram- lag og ríkið veiti sjóðnum að auki 40 milljónir á ári. Samkomulag þetta var háð því skilyrði, að samningar náist milli verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda, er gildi til minnst eins árs og feli ekki í sér neina hækkun grunnkaups. □ I minu 29. maí siðastl. — Guð blessi ykkur öll. SIGURBJÖRG SIGFÚSDÓTTIR, Eiðsvallagötu 26, Akureyri, andaðist á Fjórðungssjúkrahiisinu á Akureyri mið- vikudagtnn 3. júní. — Jarðarförin fer fxam fiá Akui- eyrarkirkju þriðjudaginn 9. þ. m. kl. 2 e. h. Aðstandendur. frá sveitum til bæja og borga, og um árangurinn af þeim ráð- stöfunum sem gerðar eru til að hafa áhrif á frjósemina. Til þátttöku í ráðstefnunni hefur verið boðið sérfræðingum í fólksfjölgunarvandamálum og öðrum skyldum efnum frá 122 löndum. % , | w Ég þakka innilega öllum, sem glöddu mig með % s heimsóknum, gjöfum og skeytum d dttræðisafmœli f t ftllllU fULU. LLLf LSLL.^L>L V I ,. V LL I Lf L L. | f | SIGl'RYGGUR HALLGRIMSSON, Stórureykjum. f £ ' « •©-^#'^©'«S'^S'í'íH'©'*'íH'©'5'-:H'©'HH-©HH-©'i'íH-©HH-©'í'íH-íjW'íH-©'S'í* HERBERGI ÓSKAST sem næst miðbænum. — Há leiga. — Upplýsingar í síma 1800. PEDEGREE BARNAVAGN til sölu. Verð kr. 2.200.00. Uppl. í síma 2651. Agæt, súgþurikuð TAÐA til sölu. Uppl. í Skjaldarvík. Stefán Jónsson. TIL SÖLU: Hjónarúm ásamt nátt- borðum og snyrti- kommóðu. Tækifærisverð. Uppl. í síma 2315. Sem ný Monza SKELLINAÐRA til sölu. Uppl. í síma 1302. ÚTSÆÐI TIL SÖLU (Gullauga) Tryggvi Jóhannesson, Y tia-Laugalandi. Vil taka að mér RÁÐSKONUSTÖÐU í sveit. Uppl. á Vinnumiðlunar- skiifstofunni, sími 1169 og 1214. Rússnesku píanóin væntanleg næstu daga. Þeir, sem eiga píanó í pöntun hjá- okkur hafi samband við okkur sem fyrst. Bóka- og blaðasalan Brekkugötu 5. O BIFREIÐ TIL SÖLU Til sölu er Reno-bifieið, árgerð 1946, nýupptek- inn nrótor og nýskoðaður. Verð 14.000.00 krónur, útborgun. Ægir Sæmundsson, Hjalteyri. AKUREYRARKIRKJA. Mess- að í Akureyrarkirkju á sunnu daginn kemur kl. 10,30 árdeg- is, sjómannamessa. — P. S. MÖÐRUVALLAKLAUSTURS- PRESTAKALL. Guðsþjónusta í Skjaldarvík sunnudaginn 7. júní kl. 4. Ágúst Sigurðsson predikar. — Sóknarprestur. HJALPRÆÐISHERINN. — Á sunnudag liggur leiðin til Hersins til að kveðja Lautn. Berthu Serigstad, sem er að fara frá íslandi. Samkoman byrjar eins og venjulega kl. 20,30. Söngur. Vitnisburðir. Allir hjartanlega velkomnir! MINNINGARSPJÖLD Fjórð- ungssjúkrahússins fást í Bóka verzlun Jóhanns Valdimars- sonar, Bókaverzlun Gunn- laugs Tryggva og á skrifstofu sjúkrahússins. FERÐALÖG. — Frá Ferðafélagi Akureyrar og Ferðafélagi Svarfdæla: Ferð á Snæfells- nes 13.—17. júní og Grímseyj- arferð 14. júní. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu Ferðafélags Akur eyrar, Skipagötu 12. Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum og fimmtudög um kl. 8—10 e. h. Sími 2720. HEILSUVERN D ARSTÖÐ AK- UREYRAR: Eftirlit með þung- uðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ungbamaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðsta hæð. — Berklavamir: Þriðjudaga og föstudaga kl. 2—3,30 e. h. og bólusetningar fyrsta mánudag hvers mánað- ar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarn arstöðvarinnar við Spítala- stíg. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Guðmund Knutsen, sími 1724. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið almenningi á sunnudög- um kl. 2—4 e. h. Sími safn- varðar er 2983. - ÁTTRÆÐUR (Fi-amhald af blaðsíðu 4). eru þau hjónin svo ern, að furðu gegnir. Þau hjónin á Stóru-Reykjum eignuðust fjögur börn. Tvo syni, er nú búa á nýbýlum úr landi jarðarinnar, Oskar að Reykj- arhóli og Garðar að Reykjavöll- um. Fanney dóttir þeirra er kennari við húsmæðraskólann að Laugum, en önnur dóttir þeirra, Laufey, er látin. Hún var uppkomin og gift og dó frá ungum börnum. Sigtryggur er kunnur dugn- aðar- og eljumaður, sem ræktað hefur og bætt sína jörð. Hann var hvatamaður að ýmsum fram faramálum í sveit sinni og verk- stjóri við vegalagnir þar í mörg ár. Sigtryggur og Ásta eiga nú margt mannvænlegra niðja. — Hópurinn er orðinn stór með öðrum og þriðja lið og jafnvel fjórði ættliðurinn er farinn að lita ljós þessa heims. Þ. J. HJONAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Guð rún Jónsdóttir Garðsvík Sval barðsströnd og Halldór Þor- leifur Ólafssori bifreiðastjóri Miklabæ Óslandshlíð Skaga- firði. HANDAVINNUSÝNING nem- enda Húsmæðraskólans á Laugalandi verður sunnudag- inn 7. júní kl. 1—10 e. h. JKttttsbófcasafmð er opið alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 4—7 e. h. NONNAHÚS er opið alla daga frá kl. 2—4 síðd. Opnað n. k sunnudag. TAPAÐ OG FUNDBE). Á ferm- ingarbarnamótinu á Dalvík varð eftir blár stakkur. Þar tapaðist einnig Parker penni, blár með gullhettu. Vinsam- legast hafið samband við séra Stefán Snævarr, Völlum. ÖRN SMÁRI ARNALDSSON læknir, gegnir störfum mín- um til 15. júlí n. k. Heimilis- fang hans er~Þingvallastræti 22. Sími 1542. — Jóhann Þor- kelsson. BYGGINGARSJÓÐI sumarbúð anna við Hólavatns (sumar- búða K.F.U.M. og K.) bárust nýlega kr. 2000.00 — tvö þús- und krónur — að gjöf frá ó- nefndum, sem með þessari gjöf minnist látinnar, trúaðr- ar móður sinnar á afmælis- degi hennar. — í bréfi, sem gjöfinni fylgdi, stóð m. a.: — Hún dó í trú á fullkomnað frelsisverk Guðs í Jesú Kristi. Megi þessi gjöf verða æsku fs lands til blessunar og Guðs ríki til eflingar. — Næsta dag barst 'önnur gjöf frá ónefnd- um að upphæð 100 krónur. — Með þökkum móttekið. Björg vin Jörgensson. í telpnadragtir EFNI í dömudragtir NYLONSLOPPAR allir litir og stærðir NYLONSLOPPAEFNI 6 litir ELDHÚSSLOPPAR nýjar gerðir Nylonundirkjólar frá kr. 135.00 MARKAÐURINN Sími 1261

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.