Dagur - 06.06.1964, Síða 4

Dagur - 06.06.1964, Síða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samningarnir undirritaðir HINIR löngu fundir ríkisstjórnar- innar með Alþýðusambandinu og at- vinnurekendum virðast loks hafa borið þann árangur, að forða vinnu- stöðvunum, nú í upphafi síldarver- tíðarinnar. Og flestir munu draga andann léttar eftir þær fréttir, sem borist hafa um undirskrift hinna nýju samninga, því líklegt er talið, að verkalýðsfélög hinna ýmsu staða á landinu muni fallast á þann grund- völl, sem þar var lagður. Á öðrum stað í blaðinu í dag eru helztu samn- ingaatriðin rakin efnislega. Ýmsum finnst þó eflaust, að hlutur verka- lýðsfélaganna hefði átt að vera meiri. En hér veltur þó fyrst og fremst á þeim loforðum ríkisstjómarinnar, sem hún hefur gefið við samninga- borðið, hvort þau verða haldin og á hvern veg þau verða efnd. En ánægjuefni má það vera, að nokkurr- ar stefnubreytingar gætir nú í verka- lýðsmálum, sem vonandi er upphaf að friðsamari tímum en verið hafa undir „viðreisnarstjórn" og lands- menn þekkja af reynslunni. Eins og allir muna, taldi ríkis- stjóm sú, er nú situr, það hið mesta glapræði að hafa samvinnu við laun- þegasamtökin í landinu og beinlínis móðgandi fyrir Alþingi að skipta sér af samningum um kaup og kjör fólks ins. Hin mikla „viðreisn", sem átti að vera eins konar efnahagsmálaskil vinda, sem gengi sjálfkrafa og leysti vandamálin jafnóðum, reyndist ekki betur í kaupgjaldsmálum en öðrum málum. Um það vitna samningar þeir, sem ríkisstjórnin var neydd til að gera nú, svo sem að framan grein- ir. Lögþvingunarleiðin, sem stöðvuð var svo eftirminnilega í vetur, sýnir glöggt, að það var heldur ekki sú leið in, sem þjóðin vildi við una. Samn- ingaleiðin ein var fær, heiðarleg og nauðsynleg, eins og Framsóknar- menn hafa alltaf bent á og unnið að, að farin yrði. Öfgamenn stjórnarflokkanna hafa sífellt hamrað á lögþvingunum og ýmis konar hótunum í kaupgjalds- málum, eftir að skilvinda „viðreisn- arinnar" reyndist ónýt. Þeir hafa nú lent í minnihlutanum og er það vel, hvað sem um hina nýgerðu samn- inga má að öðru leyti segja í einstök- um atriðum. En í sjálfu sér er það hinn mesti ávinningur að samninga- leiðin var farin, og þess vegna mun henni fagnað af þorra fólks í þessu landi. □ Svipmyndir úr Svíþjóðarferð Stutt viðtal við tvo menntaskólanemendur NEMENDUR fimmta bekkjar Menntaskólans á Akureyri, sem venjulega fara einskonar skólaferð, innanlands, brugðu sér að þessu sinni út fyrir pollinn, allt til Svíþjóðar. Með för þessari er endurgoldin heimsókn menntaskólanemenda Vásterás um páska- leytið í fyrra. En lúðrasveit skólans mun flestum Akureyring- um minnisstæð. Blaðið átti stutt' samtal við Þórarinn Björnsson skólameist- ara á Akureyri eftir ferðina og lét hann hið bezta yfir. Einnig lagði blaðið nokkrar spurning- ar fyrir tvo nemendur skólans, Jón lllöðver Áskelsson. sem í þessari skólaferð voru, þau Steinunni Stefánsdóttur og Jón Hlöðver Áskelsson. Skólaferð, sem þessi er tölu- vert fyrirtæki? Þau svara á þá leið, að í vetur hafi hugmyndinni um Svíþjóðar ferð skotið upp kollinum, en engum hafi þá í raun og veru , verið alvarlega. Nokkru eftir áramótin hafi þó hugmyndin leitt til nánari umhugsunar í alvöru, því almennur vilji var fyrir hendi. Þegar málinu var hreyft við skólameistara, tók hann þessu svo vel, að okkur óx kjarkur og svo hófst undirbún- ingurinn af fullum krafti. Bæj- arstjórinn, Magnús E. Guðjóns- son, tók vel málaleitan okkar um styrk, sem bæjarstjórnin síðar samþykkti og erum við sérstaklega þakklát fyrir þá rausn. Sjálf tókum við svo að safna fé með ýmsu móti, gáfum út auglýsingablað, stunduðum jafnvel eins konar sölumennsku, sem bar góðan árangur og söfn- uðum í ferðasjóðinn. Svo borg- uðum við sjálf þann hluta ferða kostnaðarins, sem söfnun og Húsavík, 28. maí. Á morgun verður áttræður Sigtryggur Hallgrímsson, bóndi á Stóru- Reykjum í Reykjahverfi. Hann er fæddur að Brekknakoti í Reykjahverfi 29. maí 1884. For- eldrar hans voru Hallgrímur Jónatansson bóndi þar og kona hans Sigríður Osk Kristjánsdótt ir. Sex ára gamall missti Sig- tryggur móður sína og fór mjög snemma að vinna fyrir sér. Að- eins tvítugur að aldri kvæntist styrkur hrökk ekki til. Norsk flugvél flutti okkur heiman og heim, beinustu leið. Með okkur voru Þórarinn Bjömsson skóla- meistari, frú Margrét Eiríksdótt ir og Steindór Steindórsson yf- irkennari og áttu þau sinn þátt í því að gera þessa ferð einstak- lega ánægjulega í alla staði. Steinunn, hvað er þér eftir- minnilegast úr Svíþjóðarferð- inni? Ég var yfir mig hrifin af hinni frábæru gestrisni í Vesturási. Fólkið þar er framúrskarandi frjálslegt í framkomu og greiddi götu okkar svo vel, að vart verð ur á betra kosið. Qg skólafólkið var líka frjálslegt í klæðaburði, jafnvel svo að slíkt yrði litið hornauga í okkar skóla. En hið milda veðurfar á eflaust sinn þátt í því hve fólkið leggur lítið upp úr miklum og vönduðum fötum. Hvemig fannst þér bæjarbrag urinn? Ágætur, en mikill munur er á honum og í Stokkhólmi. Þar er margt á annan veg, þótt ekki sé þar með hallað á höfuðborg- ina. En Stokkhólmsborg sjálf? Borgarstæðið er undurfagurt, en mér fannst byggingar víða þunglamalegar. Nokkur ævintýri, sem segja má frá? Ferðin var öll eitt ævintýri, allt frá því lagt var af stað og þangað til heim var komið, seg- ir Steinunn Stefánsdóttir að lokum. Hvað finnst þér merkilegast úr ferðinni til vinabæjarins Vesturáss, Hlöðver? Til dæmis Mariaberget. Þar er búið að grafa inn í bergið og gera eins 'konar loftvarnarbyrgi, neðanjarðar. Þar er nú æsku- lýðsheimili, en á svipstundu get ur þetta orðið skýli mörg þús. manns. Þarna eru margar vist- arverur og nýtízkulegar, hálf- gerð neðanjarðarborg, sem á að hann heitmey sinni, Ástu Lov- ísu Jónasdóttur, og hófu þau búskap að Langavatni vorið 1904. Þar bjuggu þau í eitt ár, og tvö næstu ár í Dýakoti, en fluttu því næst að Stóru-Reykj- um og hafa búið þar alla tíð síðan. Á þessu voru eiga þau hjónin sextíu ára hjúskapar- og búskaparafmæli og geta í sam- einingu litið yfir langan og giftu ríkann starfsdag. Frú Ásta varð níræð í desember s.l. en bæði (Framhald á blaðsíðu 7). þola allar styrjaldarhamfarir. Hvað um hljómlistina, Hlöð- ver? Það er mikið músiklíf í Vest- urási, og er það meiri þáttur í lífi fólksins en hér. Það er al- gengt að nemandi leiki á tvö hljóðfæri. Sýndist þér velmegun meðal almennings? Já, mér fannst hún áberandi mikil, en henni er held ég ekki mikið flíkað. Við bjuggum tveir hjá skógarhöggsmanni skammt utan við Vesturás. Húsbóndinn Steinunn Stefánsdóttir. fór eldsnemma á fætur, eða kl. 5—6 og vinnuklæddist. Hann bar ekki utan á sér að vera efn- aður. Samt átti fjölskyldan þrjá bíla, þar af einn sunnudagabíl. Heim til hans lágu 3 vegir frá borginni, af mismunandi gerð- um. Einn þeirra var malarbor- inn og lagður með hliðsjón af náttúrufegurðinni. Allur heimil- isbragurinn var traustvekjandi og bar manndómsmerki, án alls iburðar. Hvernig fannst þér aðbúnað- ur í menntaskólanum í Vesturási? Mér fannst þar ýmislegt til fyrirmyndar. Sjálf var kennslan meira lifandi en hjá okkur. Nemendur voru svo miklir þátt- takendur í kennslustundunum. Og skólinn var vel búinn kennslutækj um. Þið munuð hafa setið veizlur stórar? Já, já, m. a. hjá borgarstjórn- inni. Það var mikil matarveizla og ræður voru fluttar. Svo hjá vinum okkar í menntaskólanum á laugardagskvöldið. Þar var sameiginleg dagskrá. Við sýnd- um, eða stúlkurnar okkar, ís- lenzku kvenbúningana, og við lögðum líka til söng og píanó- leik, og höfðum kynningu á skólalífi okkar í M.A, Sjö Svíar sungu negrasálma og vorum við víst öll hrifin af þeim frábæra söng. Við höfðum líka kvartett, sem söng í sænska útvarpið, seg- ir Hlöðver og Steinunn minnir þá á, að einnig var útvarpað samtali við Hlöðver. Svo er rétt að geta þess, segir Hlöðver að lokum, að við áttum kost á að sjá stórkostlega flugsýningu hjá hernum. Bæði Steinunn og Hlöðver biðja blaðið að færa öllum þeim, sem studdu skólaferðina, hjart- ans þakkir og Dagur þakkar þeim svörin. □ Sigfryggur á Sfóru-Reykjum áttræður Á AÐALFUNDI K. E. A. í ÚPPHAFI fundar var Rós- berg G. Snædal tilnefndur rit- ari fundarins ásamt Jónasi Hall dórssyni, en hlutverk ritaranna er ekki að rita fundargerð, því þa ðgerir Arngrímur Bjarnason. Hafa þeir því litlum störfum að gegna og þótti Rósberg staðan hæg, eins og fram kemur í þess ari vísu: Vænkast nú óðum veraldar- hagur minn og virðulegri stöðu ég naum- ast þekki. Kea hefur nú ráðið mig ritara sinn, raunverulega til að ég skrifaði ekki. Eftir þessa fullyrðingu barst Rósberg eftirfarandi yfirlýsing frá formanni félagsins: Eyfirzkri samvinnu er það Ijóst, að andlega krafta þarf að virkja. Stjórnin aldrei við öðru bjóst en aðalstarf þitt mundi verða að yrkja. Rósberg sagði enn til stjórn- arinnar, eftir skýrslu formanns og framkvæmdastjóra o. fl. Bindi þið hér við ræðu raus ritarana tvenna. En heldur er mér höndin laus haldi ég á penna. Ekki vildi stjórnin fallast á að ræðurnar hefðu verið neitt raus, og afhenti formaður, Brynjólfur Sveinsson, þetta svar: Allir fluttum við úrvalsræður, sem áttu ritarana að mennta. En þeir vilja helzt skrifa í skræður. Skyldi Sigufður vilja prenta? Skyldi Sigurður vilja prenta? Nokkrir þóttust vera orðnir matarþurfi þegar klukkan var langt gengin 2. Þá barst fundar- stjóra þessi fullyrðing frá ritur- unum, sem höfðu betri tíma til að hugsa um munn og maga: Hetjur tvær í stjórnar stól stjórnað fundi geta. En ekki hljóta þeir allra hól ef enginn fær að éta. Ritararnir fengu þá þetta svar frá formanni: Ritaranna raunasaga er rakin hér: Þeir hugsa fyrst um munn og maga, mjöð og smér. í umræðunum kvartaði Jón bóndi í Garðsvík um það, að brauð frá Brauðgerð KEA væru slæm og svo mjög voru kringl- urnar harðar, að þær brytu tennur úr mönnum og skepn- um, en þó sagðist hann vegna málstaðarins kaupa og borða KEA-brauð. Ut af ræðu Jóns kom þessi vísa: Jón innan vanans véa víkur ei marki frá og borðar kringlur frá KEA sem kýrnar hans vinna* ekki á. Jón í Garðsvík svaraði: Hann Rósberg með penna svo fallega fer að fenginn var hann til að rita. Og hversu hans fundargerð fullkomin er það fáum við bráðum að vita. En hygg að því, vinur, að hús þitt er gler, sem hrynur um síðir til jarðar. Því kastar þú grjóti að kúnum og mér þótt kringlurnar reyndust of harðar. Aðalsteinn Guðmundsson bóndi í Flögu flutti ræðu, bar sig kempulega að vanda og dró ekki af röddinni. Fyrir frammi- stöðuna fékk hann þessa frá öðrum ritara: Eins og teinn í baki beinn, ber af einn í þvögu. Ýtursveinn í orðum hreinn, Aðalsteinn í Flögu. Á kaupfélagsfundum bera margir fram óskir sínar og álit. Óskhyggjan getur verið marg- vísleg eftir þessari vísu að dæma. Óskin var þó ekki borin fram í umræðum, heldur utan dagskrár, skýringar umræðu — og e. t. v. tilefnislaust: Að ég hefði hár sem bítill hækka mundi sigurvon. Mig langar að verða lítill trítill líkt og Halldór Ásgeirsson. Akureyri vann Nes- kaupstað í skák UM síðustu helgi fóru 13 skák- menn úr Skákfélagi Akureyrar í keppnisferð til Neskaupstaðar og kepptu við heimamenn og nokkra aðra úr nágrenninu. Á laugardag fór fram hraðskák- keppni og unnu Akureyringar með 119% vinning gegn 491/2. Á sunnudag var teflt á 13 borðum og unnu Akureyringar á níu þeirra en gerðu jafntefli á fjórum. Hlutu 11 vinninga á móti 2. Þetta er fyrsta skákkeppni milli þessara staða og róma Ak- ureyringar mjög móttökur þar eystra, Um aðra helgi koma Reyk- vískir skákmenn hingað norður og keppa við Akureyringa og e. t. v. skákq»enn úr nágranna- byggðunum. Er hugmyndin að tefla a. m. k. 20 borðum. Meðal þeirra sem koma eru Friðrik Ólafsson og Ingi R. Jóhanns- son. □ KVEÐJA Jón Jónasson, 1 fyrrverandi bóndi á Kambi í Eyjafirði Fæddur 11. nóv. 1899. — Dáinn 23. maí 1964. — Flutt við útför- 0 ina 30. maí síðastl. Hinn síðasti sigur er unninn og sólin guðs náðar upp runnin, því vonanna fylling er fundin og fagnaðar upp runnin stundin. Þar eilífðin birtist hin bjarta sem bros hinu glaðfúsa hjarta, er lifir í Ijósanna geimi, hans líf bar þess vott hér í heimi. Svo trúlega birtuna bar hann, því borinn til gæfunnar var hann. Hann miðlaði mildi og hlýju, sú minning oss vermir að nýju. Það Ijósblik frá uppsprettu alda, sem yljar á veginum kalda, á farveg í friðsömum barmi og feykir burt víli og harmi. Þú græða vilt saknaðar sárin, og syrgjenda þerrarðu tárin. Þú einn veittir athvarf í nauðum. og endurlausn syndurum snauðum. Það birtist í baráttu dagsins svo bjart gegnum húm sólarlagsins, en kærst þó, — er kenndi hann nauða, — hann krýndi í lífi og dauða. Ó, lof sé þér, lausnarinn þjóða, sem léðir oss hlutskiptið góða, þeim auðmjúku umönnun veitir, í eilíft líf dauðanum breytir. Haf þökk fyrir hollvininn horfna, sem hólpinn sé nú aftur morgna, hans þolgóða, þelhlýja hjarta og þögla heit: aldrei að kvarta. Þó muni ei metið til gróða hans mannorð og dagfarið góða, hann æðsta bar andans í safni auðlegð í Frelsarans nafni. J. S. Glaða sólskin, og loftið titrandi af hita. Já, sannarlega hefir Drott- inn undirbúið allt mildilega, þegar bændur úr öllum áttum lands streyma hingað til sameiginlegrar bændahátíðar! O-já og já! Náttúran öll er blíð og björt í dag. Og sjálf er hún það líka. Nú er hún bara Iðunn héraðslæknisins. Iðunn úr Upp- landasveitinni, sem er á leiðinni til að hitta kunningjana að austan. Hún finnur hlýja hátíðarhrifni gagntaka sig, er hún færir sig í gamla þjóðbúning sveitar sinnar, sem gerir hátíðina að helgidegi. Já, þá getur maður ekki hugsað hversdagslega! Hún reymar treyjubolinn með silfurfestinni, stingur silfurnálinni gegnum hverja milluna af annarri og krækir síðan beltið saman með tvöföldu silfursylgjunni. Allt er þetta erfðasilfur frá dögum móður- ömmu og langömmu. Hún hneppir skyrtulíningarnar um ulnliðina með silfurhnöppunum. Og laufin á bringu-sylgjunum blakta og titra lítið eitt við dálítið dýpri og örari andardrátt Iðunnar en venjulega. Iðunn er albúin að fara til hámessu í dómkirkjunni ásamt Jör- undi og félögum hans að austan. Það er ýon á þeim á hverju augna- bliki til að sækja hana. Hún brosir. Hún verður að brosa, og hefir þess djúpa þörf. Hún tekur upp litlu skrauthúfuna sína, en leggur hana svo frá sér aftur. Berhöfðuð vill hún vera í dag. Hún strýkur greiðunni enn einu sinni gegnum hárið. Hún stingur vasaklútnum og sálmabókinni ofan í stóra skrautsaumaða silkivasann, sem hangir við beltið. Nú heyrir hún til þeirra félaga í stiganum! Hún hafði heilsað Jörundi og félögum hans, er þau komu að austan með járnbrautinni í gærkvöld. Og nú á hún að hitta þau aftur. Brosið leikur enn um varir hennar, mjúkt og ungt og lifandi, er hún gengur til dyra á móti þeim. Iðunn tekur í hönd Jörundar. Það er svo gaman að spjalla við þessi hraustu og hressilegu ungmenni að austan. Þau eru öll svo glöð og kát. Þau ganga siðan út og leiðast öll sex. Þau mæta hverj- um flokki fólks á fætur öðrum, ungum og gömlum, yngri og eldri. Þau brosa til allra, sem þau mæta, og flestir brosa á móti. Borgin er glöð í dag. Og allir virðast glaðir. Fánarnir rétt aðeins blakta í blænum. Allsstaðar blikar á fannhvítar skyrtur þjóðbúninganna inn á milli sumarbúninga borgarbúa og rósóttra kvenkjóla. Hásum- ardagurinn troðfyllir dómkirkjuna hátíðaglöðum lýð. Kirkjuklukkurnar þagna. Organið hefur lokið leik sinum. Sóknar- presturinn er stiginn í stólinn. Ræða hans er stutt og sterk og hlýleg í garð áheyrenda. Hann talar um kærleikann. Um að elska náungann sem sjálfan sig. Já, ekki ætti það að vera erfið þraut annan eins dag og í dag! Iðunni finnst sem hún í dag gæti faðmað í huga sér alla þá, sem hún mætir á leið sinni, brosað þeim öllum hamingju í hug og gleði í hjarta! Nei, það er ekki erfitt að elska náungann, þegar maður sjálfur og borgin öll klæðast hátíðabúningi. — En það reynist erf- iðara, þegar hversdagsleikinn þrengir að á alla vegu! Iðunn er með Jörundi og sveitungum sinum alveg fram til kvölds. En þá á hún að fylgjast með Haraldi og móður hans til Lystigarðs borgarinnar. En þar á aðalhátíð Bændamótsins að fara fram. Og AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 44 Iðunn á að aðstoða frú Gilde í skemmtiatriði, sem þar á að flytja. Hún segir því Jörundi og þeim félögum hans, að þau muni ekki hittast aftur fyrr en á morgun. Jörundur horfist í augu við Iðunni örlitla stund, alveg eins og Har- aldur stöku sinnum. Furðulegt hve líkir þeir geta verið slík augna- blik! Var nokkur furða þótt Jörundi þætti miður að missa af henni í kvöld? Nei, alls ekki. Iðunn veit, að Jörundi þykir vænt um hana. Hún er óánægð með sjálfa sig. Hversvegna leikur hún þennan blekk- ingarleik með tilfinningar sínar? Iðunn leyfir Jörundi að kyssa sig. Henni þykir mjög vænt um hann, þennan hrausta myndarpilt, sem hún raunverulega vildi eigna sér. En svo skellur drepandi óvissan yfir. Haraldur fer um huga hennar á nýjan hátt, sinn hátt. Og hún orkar ekki enn að bindast Jörundi fyrir fullt og allt. Guði sé lof, þau eru bæði ung enn, svo ung, að þau mega við því að bíða. — Það verða þau að gera, hversu fjarstæðukennt sem það kann að virðast, að henni þyki vænt um Jörund, en hugsar samtímis um Harald og daginn sem hann muni fara til Ítalíu. — Og hún? Nei! Ekki hugsa um þetta núna! Hún getur annars haft rólega samvizku, þrátt fyrir allt. Því hún leikur engan svika-tvímenning við hvorugan þeirra, Harald eða Jör- und. Hún er hreinskilin við þá báða. Hún hefir hvorugum þeirra bundizt á nokkurn hátt. Og krefst heldur einskis af hvorugum þeirra. Þá geta þeir heldur ekki krafist neins af henni. — Hún er frjáls! Frú Gilde varð veik á skemmtisamkomunni í Lystigarðinum og gat ekki lokið því hlutverki, sem hún hafði tekið að sér. — Nei, nú er öllu lokið, segir hún. Ollum mínum leikaragrillum. Mér er lokið! Það hefði ég átt að vita fyrir löngu! — Aktu mér heim Haraldur! Eg orka ekki að vera hér lengur! Eg get engum manni mætt eftir þetta! Siðan getið þið ungfrú Falk farið og skemmt ykkur með hinum. Þau Haraldur og Iðunn fylgja frú Gilde út í bílinn. En Iðunn stígur ekki upp í hann. — Ég hefi lofað nokkrum aðkomu-kunningjum að hitta þá aftur í kvöld, segir Iðunn án þess að líta framan í Harald. I fyrsta sinn skrökvar hún að honum! — Jæja? Skemmtu þér þá vel! segir hann og ræsir bílinn. Iðunn stendur kyrr, unz bíllinn er horfinn. Þá leggur hún af stað og fer sér hægt — heimleiðis í Stofnunina. Því hún ætlar heim og hvergi annað. Hún hugsar ekki frekar um skemmtunina í Lystigarðinum. Hún hefði getað hitt Jörund þar. Og hann hefði orðið glaður, hefði hún komið og tekið óvænt í handlegginn á honum! En hún gerir það ekki. Og það furðulega er, að hún finnur til ánægju með að vera hér alein á heimleið. Hún hraðar göngu sinni, flýtir sér. Því nú ætlar hún að skrifa foreldrum sinum, eins og hún er vön um hverja helgi. Og innan skamms verður hún komin heim til þeirra, stutta stund. Á morgun hittir hún Jörund aftur, því hefir hún lofað. Og daginn eftir ætla þau að vera saman. Hún ætlar að vera honum vinsamleg og góð. Það er svo auðvelt, Henni þykir mjög vænt um Jörund. Iðunn læsir sig inni í herbergi sitt. Hún heyrir ofurlitið tif á hljómborði flýgilsins inni hjá Rossí. En óðar er hurðarlás hennar smellur aftur, þagnar flýgillinn, og létt fótatak Rossís nálgast dyr hennar. Hún opnar hurðina. — Æ, þér eruð þá komnar, ungfrú falk! Ég skal segja yður, að mér voru það mikil vonbrigði, að þér skylduð vera úti. Hafið þér kannski verið hjá Haraldi? — Ekki beinlínis. Ég hefi verið úti mestallan daginn. Þér vitið, að það er Bændahátíð í borginni í dag. Furðusvip bregður fyrir á andliti Rossís. — Bændahátíð? endurtekur hann hljóðlátlega. — Já, það er al- veg satt! Ég hefði átt að vita það. En ég er orðinn svo utangátta í öllu þvi, sem bændur snertir. En það er víst mál sem ég vildi tal- færa við yður. — Jæja, gerið svo vel að setjast, Rossí! Iðunn setur fram stól. — Hafið þér nokkuð á móti því að koma heldur inn til mín? Það er semsé sérstakt málefni, sem mig langar til að ræða við yður. Iðunn kinkar kolli og fylgist með Rossí yfir ganginn. — Yður furðar kannski á þvi, að ég skuli vera að trufla yður á sunnudagskvöldi. En ég er þannig gerður, ungfrú Falk, þegar nauð- synlega ákvörðun ber að höndum, þá er mér öll bið óþolandi. Mér finnst ég vera fárveikur, unz öllu er lokið og ráðstafað að fullu og öllu! — Já, ég get skilið það. Iðunn situr rétt andspænis Rossí. Hún þykist skynja, að þessi ákvörðun, sem Rossí nefnir, sé mikilvægara málefni en hún hefði haldið. Hann býður henni vindling og tekur annan sjálfur, áður en hann hefur mál sitt. — Jæja, ungfrú Falk, stutt og laggott: Ég er bráðum á förum héðan úr borginni. — Eigið þér við stutta hríð, eða —? Iðunni finnst sem hún kipp- ist við innvortis. — Ég veit ekki. Ég veit raunverulega ekki, hve lengi. Sennilega alllengi kannski. Rossí beinir augunum eitthvað út í bláinn, áður en hann svarar frekar. — Já, ég fer kannski fyrir fullt og allt! — Og Stofnunin þá? segir Iðunn eftir stutt hlé. — Já, Stofnunina. Það var einmitt það, sem ég vildi spjalla um við yður. Framhald.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.