Dagur - 10.06.1964, Side 1

Dagur - 10.06.1964, Side 1
Dagui kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur XLVII. árg. — Akureyri,, miðvikudaglnn 10. júní 1984 — 47. tbl. Dagur Símar: 1167 (afgreiðsla) 1166 (ritstjóri) SLATTUR HAFINN í EYJAFIRÐI HEYSKAPUR er byrjaður á n'okkrum bæjum í héraðinu. — Hafa nokkrir bændur í Hrafna- gilshreppi, Öngulstaðahreppi og Skriðuhreppi, slegið hluta af túnum sínum, sem friðuð voru ög gott gras komið á. — Hey- skapur mun þó ekki hefjast al- mennt í héraðinu, fyrr en undir mánaðamót. □ Löndunarstöðvun? HREINN HELGASON, frétta- ritari Dags á Raufarhöfn, sagði blaðinu síðdegis í gær, að útlit væri fyrir löndunarstöðvun á Raufarhöfn. Til síldarbræðslunnar þar höfðu þá borizt yfir 50 þús. mál. Látlaus löndun er þar, allt frá því á laugardaginn. Og enn eru skip að koma með afla sinn. Þrær síldarverksmiðjunnar taka 10—15 þús. mál í viðbót og fyllast skjótt, ef svo heldur sem horfir. Ennþá er ekki farið að bræða. Bæði vantar menn til vinnu í verksmiðjunni, og verk smiðjan mun ekki enn að öllu leyti tilbúin. Aðkomumenn eru nú farnir að streyma til Raufarhafnar, en engar stúlkur ennþá, og verður ekki að neinu ráði fyrr en sölt- unin hefst. Q Á aðalfundi Stéttarsambands bænda var enn upplýst, að meðalbóndann vantar 53 þúsund krónur á sínar árstekjur AÐALFUNDUR Stéttarsam- bands bænda, hófst í Bænda- höliinni 8. júní. Þar sagði Gunn- ar Guðbjartsson formaður Stétt- arsambandsins m. a.: „í skýrslu, sem Hagstofan birti um tekjur atvinnustétt- anna árið 1962, og sem sýndi, að bændur eru tekjulægsta stétt þjóðarinnar, kom fram að með- altekjur allra stétta á íslandi voru 131.000,00 kr., meðaltekjur allra viðmiðunarstéttanna kr. 126.000,00, en tekjur bænda —;-----------:--------------^---- 99 þús. kr. Þá var eftir að draga frá tekjum þeirra alla vexti af skuldum vegna stofnlána, trygg- ingagjöld vegna búreksturs og viðhald og fyrningu útihúsa. Þessir liðir eru samkv. grund- vellinum 1962 kr. 26.000,00. Eft- ir því hafa meðaltekjur bænda orðið 73 þúsund, eða 52 þúsund lægri en viðmiðunarstéttanna, en áttu samkv. grundvellinum að vera 88.000,00. Tekjur bænda eru því allt að 20% neðan við það, sem þeim er ætlað að vera þetta ár, þó að konum og börn- um bænda séu ekki ætluð nein laun fyrir sína vinnu, og að bændur fái ekkert fyrir bú- stjórn né áhættu við búrekstur. Þetta kemur til af því, að rekst- urskostnaðurinn er allt of lágt reiknaður. Bændur verða að nota % kaups síns til að greiða rekstrarvörurnar. Bændastéttin getur ekki unað því, að ákvæði framleiðsluráðslaganna um (Framhald á blaðsíðu 7). VAXANDI OLVUN Á AKUREYRI SAMKV. upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri hefur verið vaxandi ölvun í bænum að und- anförnu, einkum um helgar. — Hámarki sínu ná þó drykkju- lætin eftir dansleikina í vínveit- ingahúsum bæjarins, þegar fólk- ið kemur út á göturnar. Aðfaranótt föstudags kom til átaka milli tveggja manna fram an við Kjörbúð KEA, með þeim afleiðingum 4að annar þeirra hlaut fótbrot og liggur nú á sjúkrahúsi. Um síðustu helgi voru þrír bifreiðastjórar teknir ölvaðir við akstur. Lenti lögreglan í miklum eltingaleik við einn þeirra. Hófst eltingaleikurinn hér í bænum, norður Glerár- hverfi, þar sem ökuhraðinn (Framhald á blaðsíðu 7). Teilming af flugvél þeirri, sem Flugfélag íslands liefur í liyggju að kaupa til innanlandsflugsins. — Reksfursafkomð F. í. jákvæð á liðnu ári Ný skrúfuþota keypt til innanlandsflugs AÐALFUNDUR Flugfélags ís- lands h.f. fyrir árið 1963 var haldinn 3. júní að Hótel Sögu. Fundarstjóri var Guðmundur Vilhjálmsson og fundarritari Jakob Frímannsson. Eftir að fundur hafði verið settur, flutti forstjóri Flugfélagsins, Örn Ó. Johnson skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári. í skýrslu forstjórans kom fram að flugið, bæði innan lands og milli landa, hafi árið 1963 verið rekið með svipuðu sniði og árið á undan. Nýr þáttur var tekinn upp, þar sem var flug til og frá Færeyjum, sem átti að hefjast í maí-mánuði, en vegna flugvallarframkvæmda í Fær- eyjum hófst það ekki fyrr en í júlí. Á áætlunarflugleiðum milli landa voru fluttir 28.937 arð- bærir farþegar (25.750 árið á undan) og í leiguflugi 6.150. Auk þessara farþega voru flutt- ir 600 farþegar í Færeyjafluginu þann tíma sem það var starf- rækt í fyrrasumar. Arðbærir vöruflutningar milli landa námu 332,5 lestum (286,5) og pcst- flutningar 90,6 lestum (72). í innanlandsflugi voru fluttir 62.056 arðbærir farþegar (Framhald á blaðsíðu 2.) Síldðn er á vesturleið segir Jakob Jakobsson fiskifræðingur DAGUR átti í gær stutt við- tal við Jakob Jakobsson, fiskifræðing á Ægi. Hann var þá staddur út af Axar- firði í austan strekkingi, en á síldarmiðunum, djúpt út af Melrakkasléttu, var gott veð- ur. Hann sagði efnislega svo frá: Hér hefur ekki orðið vart síldar og ekki neins staðar á vestursvæðinu, enn sem kom ið er. En 90—100 sjómílur út af Melrakkasléttu eru síldarbátarnir að veiða og veiddu sæmilega í nótt. Síld- arsvæðið er ekki verulega stórt, en síldin er í góðum torfum og fá skip oft full- fermi í einu kasti. Síldin er mjög stór, falleg og í henni er mikil áta. Síldin er á vest- urleið og er það ánægjulegt. Þótt hún haldi sig djúpt mætti e. t. v. vona, að hún gengi á Kolbeinseyjarsvæð- ið. Á vestursvæðinu er sjór fremur hlýr og vantar þar ekkert nema síldina, sagði fiskifræðingurinn að lokum.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.