Dagur - 20.06.1964, Blaðsíða 1
Dagui
kemur út tvlsvar í viku
og kostar 20 krónur á
mánuði.
/r=—-■ - ■
Dagur
Símar:
1166 (ritstjóri)
1167 (afgreiðsla)
Hátí ðaliöldin á Akur eyr i 17. júní
Kalsaveður dró úr þátttöku í hátíðahöldunum
Á HÁTÍÐAHÖLDUNUM 17.
júní var rigning fyrir hádegi en
dumbungsveður síðari hluta
dags á Akureyri.
Hátíðadagskráin, sem áður
hafði verið auglýst, var nær ó-
breytt, en þar var það nýmæli
upp tekið, að hafa sérstaka
barnaskemmtun á Ráðhústorgi
og var það vel ráðið.
- Að þessu sinni var „tvöföld
hátíð“ og áttu margir von á
fjölbreyttari skemmtunum en
venjulega fara fram 17. júní, og
Úr ávarpi skólameislars,
Þórarins Bjömssonar
í avarpi sínu til brautskráðra
studenta sagði Þórarinn Björns-
son m. a.:
„— Megingalli íslenzkra skóla
er sennilega sá, að nemendur
eru ekki nógu virkir í kennslu-
stundum. Þær brcytingar, sem
framundan eru í kennslumálum
liggja að líkindum í því að ráða
bót á þessu. Kyrrsetan innan
veggja kennslustofunnar getur
ekki keppt við kvikuna fyrir ut-
an. Skólamir þurfa að vera glað
ir skólar. Dýrmætasta lífsins
list er að kunna að vinna verk
sitt með gleði, — einnig að
stunda nám sitt með gleði.
„— Nú eru uppi háværar
kröfur um styttingu vinnudags-
ins, en þó kalla verkefnin hvar
vetna á starfandi hendur. Ég sé
ekki betur en liér æpi mótsagn-
irnar hvor gegn annarri. Vegna
fámennis þjóðarinnar er hver
einstaklingur á íslandi meira
virði en annars staðar. Það er
líka meginkosturinn við að vera
íslendingur. Við þurfum að
vinna meira og betur en aðrar
þjóðir. Við verðum að vinna þau
verk, sem ísland heimtar af
okkur, ef við viljum vera íslend
ingar. Hugsið ekki um það, sem
þið eruð búin að vinna, heldur
hitt, hvað er ógert. Verkefnin
eru næg. —“
„— Nú höfum við minni sam-
skipti við náttúruna en áður
fyrr, en því meiri mannleg sam-
skipti, og þá lielzt peningaleg.
í því felast hættur og freisting-
ar, sem íslendingar virðast ekki
viðbúnir að standast. Það, sem
áður voru hyggindi í samskipt-
nm við náttúruna, verður nú að
klókindum í viðskiptum við
mennina, það að leika á náung-
ann og beita gáfum sínum til
þess. Náttúran lét ekki leika á
sig í gamla daga. Heiðarleiki í
vinnubrögðum og samskiptum
manna á milli er það, sem við
þörfnumst mest. Ég óska þess,
að þið eigið þá mannslund að
sigra hættur mannlegra sam-
skipta og standast þær freist-
ingar, sem þeim eru samfara.“
SÍLD er nú gcngin á Austfiarða-
mið og er allur síldveiðiflotinn
þangað kominn. í aflafréttum í
gær sagði frá 14 þús. mála veiði
á Seyðisfjarðardýpi og Iféraðs-
flóa, en veður var óhagstætt. En
í fyrradag sagði frá mestu veiði
sumarsins 57.600 málum af
sömu slóðum, er veiðzt hafði á
sólarhring til kl. 8 árdegis þann
dag. — Austfjafðasíldin er ekki
cins stygg og sú síld, sem áður
vekldist norður í hafi. Stór floti
norskra síldveiðiskipa, er einnig
kominn á þessi mið og hafa feng
izt þarna rnjög stór köst. Síldin
er blönduð en yfirleitt stór og
feit. — Ægir fann töluvert af
síld á Langancsmiðunum, en
hún var mjög stygg.
hafa eflaust orðið fyrir nokkr-
um vonbrigðum. Dagskráin 17.
júní er komin í fastar skorður,
e. t. v. um of.
Sjálf mun hátíðanefndin, sem
var vel samtaka undir stjórn
Hermanns Sigtryggssonar, hafa
unnið vel og dyggilega. En hún
varð að vinna innan þess ramma
sem 70 þús. króna fjárveiting
setti henni. Það er ekki hægt að
halda mikla hátíð í níu þúsund
(Framhald á blaðsíðu 7).
BIL STOLIÐ
UM miðja viku var töluverð
ölvun, sem ekki bar þó mikið
á fyrr en að loknum hátíðahöld-
um kl. 2 e. m. aðfararnótt
fimmtudags.
í fyrrinótt var gamalli fólks-
bifreið stolið hér í bæ, og ýmsu
lauslegu var stolið úr ólæstum
jeppabíl á Oddeyri. Þá var slös-
uðum manni ekið á sjúkrahúsið
til aðgerðar, eftir slagsmál í
Brekkugötu. □
|
f
3
l
■>
i
t.
s I_________
| ■ I; . I
I - M
•t-
©
•f
©
I
%
->■
©
l
t
3
•5-
%
t
3
-V
t
<3
■f
t
?
©
t
l
i
i
|
I
KRISTJANA HALLDOKSDOTTIR nýstúdent, íiutti ávarp
Fjallkonunnar eftir Davíð Stefánsson skáld frá Fagraskógi,
á hátíðahöldunum 17. júní. (Ljósmynd: E. D.)
lVIeniitaskólmii brautskráði 73
stúdenta 17. júní
SlLD KOMIN Á AUSTFJARDAHIÐ
r
Agæt veiði í gærkveldi, en löndunarbið
þúsund mál, eftir að hafa tekið
fullfermi sjálfur. □
MENNTASKOLANUM á Akur-
eyri var slitið 17. júní, að við-
stöddu fjölmenni. — Þórarinn
Björnsson skólameistari lýsti
skólastarfi og afhenti nýstúdent
um, 73 að tölu, prófskírteini
í skólanum voru í vetur 427
nemendur í 17 deildum, 152
stúlkur og 275 piltar. 120 nem-
endanna voru Akureyringar. í
heinjavist bjó 171 nemandi og
260 borðuðu í mötuneyti skól-
ans. Fastakennarar voru 16 og
6 stundakennarar. 31 nemandi
þreytti landspróf og 23 þeirra
náðu framhaldseinkunn. Hæstu
einkunnina hlaut Steinunn Þór-
hallsdóttir, 9,47, sem er hæsta
einkunn, sem tekin hefur verið
í landsprófi við M.A.
Af stúdentum þeim, er að
þessu sinni brautskráðust, voru
44 úr máladeild en 29 úr stærð-
fræðideild. Af þeim hlutu 2
ágætiseinkunn, 30 fyrstu eink-
unn og 35 aðra einkunn og sex
þriðju einkunn. Hæstir urðu
þessir stúdentar: Úr máladeild:
Sesselja Einarsdóttir Akranesi,
8,69; Guðrún Jónsdóttir ísafirði,
8,67 og Eiríksína Ásgrímsdóttir
Siglufirði, 8,52. Úr stærðfræði-
deild: Haraldur Jóhannesson
Suðureyri, 9,29; Bragi Ólafsson
ísafirði, 9,08 og Jóhann Heiðar
Jóhannsson Siglufirði, 8,61.
Skólanum bárust margar góð
ar gjafir og góðar óskir frá eldri
nemendum.
Asjkenazy og Frager
koma til Akureyrar
T V EIR píanósnillingar, þeir
V. Asikenazy og M. Frager
frá Bandarikjunum, leika í
Borgarbíói n. k. miðvikudags-
kvöld.
Þessir ungu og frægu tónlist-
armenn eru góðir kunningjar,
og áttu ekki í neinum erfiðleik-
um að brúa — í listinni — bilið
milli austurs og vesturs. □
SÍÐUSTU FRÉTTIR í gær
sögðu, að hvarvetna væri lönd-
unarbið á Austfjörðum en góð
veiði á miðum, allt frá Héraðs-
flóa til Reyðarfjarðar. Ólafur
Magnússon EA fékk svo stórt
kast, að hann bauð á annað
Nýstúdentar frá Menntaskólanum á Akureyri.
(Ljósmynd: E. Sigurgeirsson)