Dagur - 20.06.1964, Blaðsíða 7
t
Blær af liæðiim -
Blær af hæðum himinljómatrn
hrannar yfir dal og fjörð.
Eilífð fyrir opnum tjöldum
er að skapa nýja jörð.
Bjarmann grípum báðum höndum,
bikar ljóss og sumargjöf. 'r
Sigurvon til sólar þreyti
svanaflug um geislahöf. .,4
Vatnaskógar vors og friðar
vaka í blárri fjallasýn.
Hljóma eins og hörpustrengir
hjartans þrá og gleði mín.
Ómar koma, ómar líða,
eins og klukkur hringi rótt,
hrifnar þínum helgidómi
hlýja, bjarta sumarnótt.
Góða jörð á grænum klæðum
gefðu tákn í þjóðardraum.
Fífilstjörnur frónskra byggða
fölni ei við tímans straum.
Láttu hóp hvers varpa verða
vitaraðir attðnarsands.
Yfir sögu um aldir svífi
ilmur blóma og vors míns lands.
ísafoldin, undrastorðin,
ættarland og heilög jörð!
Vorcild þín og vættir traustar
vcrnda sérhvern dal og fjörð.
Svellur enn við sumaryndi
sonarást í brjósti manns.
Er nokkuð stærra nú sem heitir
náðarsending guð til hans?
(Kr.)
Ársþing Unglingareglu 1.0. G. I.
HIÐ 39. í röðinni, var haldið í
félagsheimilinu Sjálfsbjargar á
Akureyri, Bjargi, föstudaginn
12. júní s.l. — Þingið sóttu 69
manns, gæzlumenn, þingfull-
trúar og gestir. Þing þetta var
því fjölsótt og í alla staði hið
ánægjulegasta. Ólafur Þ. Kristj-
ánsson heimsótti þingið og flutti
stutt ávarp. Sérstakan svip setti
það á þing þetta, að allmörg
börn úr barnastúkum Akureyr-
ar sátu flesta fundina, en þau
voru klædd hinum nýja einkenn
isbúningi, sem Akureyrarstúk-
urnar hafa gert tilraun með í
vetur. Vakti búningurinn, með
hinu stóra og fagra merki regl-
unnar, almenna athygli.
Aðalmál þingsins að þessu
sinni voru tvö:
1) Árlegur kynningar- og
fjáröflunardagur Unglingaregl-
unnar, og
2) Einkennisbúningur og
hæfnispróf.
Bæði ~þessi mál, sem snerta
mjög framtíð Unglingareglunn-
ar, höfðu komið til framkvæmda
á síðasta ári, ýmist að nokkru
leyti eða öllu urðu um þær
miklar umræður, sem allar
hnigu á einn veg. Var stór-
gæzlumanni einróma falið að
halda áfram á þeirri braut, sem
mörkuð hafði verið.
Stórgæzlumaður, Sigurður
Gunnarsson, var endurkjörinn.
Þingið gerði ýmsar ályktanir
og var þessi veigamest:
Unglingaregluþing 1964 harm-
ar það, að til skuli vera hópur
ungs fólks í landinu, sem frem-
ur slík spjöll af völdum drykkju
skapar og þau, sem gerðust nú
nýlega á Hreðavatni, í Þjórsár-
dal og víðar.
Hins vegar mótmælir þingið
því kröftuglega, að ungt fólk sé
nokkuð spilltara að eðlisfari nú
en áður, þótt ýmsir telji svo
vera og hafi hátt um mikla spill-
ingu æskunnar.
Þingið hikar ekki við að stað-
hæfa, að hinir fullorðnu eigi
langoftast meginsök á ávirðing-
um unga fólksins, meðal annars
með vítaverðu fordæmi á ýms-
um sviðum, og þá ekki sízt um
neyzlu áfengis og tóbaks.
Þingið átelur sérstaklega þá
háttu forráðamanna þjóðarinnar
að veita áfengi í veizlum og mót-
tökum hins opinbera, þótt vitan-
legt sé, að þar er um að ræða
áhrifamikið og hættulegt for-
dæmi öllu mlandslýð, ekki sízt
æskunni. Mættu þeir gjarna
rifja upp hið sígilda spekimál
séra Hallgríms Péturssonar:
„Hvað höfðingjarnir hafast að,
hinir ætla sér leyfist það.“
Þingið beinir því til ristjóra
blaða og tímarita, að þeir forð-
ist að birta myndir og frásagnir,
sem líklegar eru til að efla
drykkjutízkuna. Á þingið þá
einkum við myndir af sam-
kvæmisdrykkju, sem því miður
gerast hér æ tíðari í blöðum, og
telur, að þeim megi að ýmsu
leyti jafna til áfengisauglýsinga,
sem bannaðar eru með lögum.
íj>*^ ’/i''t' í'lW' Qú'c'- v'Ú')' viS)' £•!>')'• í;r»>- í ;S>- &
ð Þjóðhátíðarnefnd Akurcyrarbæjar 1964 færir öllum ©
hlutaðeigandi innilegustu þakkir fyrir veilta aðstoð y
við framkvæmd hátíðahaldanna i tilefni 20 áira lýð- ®
veldis á íslandi, enn fremur duglega og vinsamlega f'
þátttöku bæjarbúa, þrátt fyrir rysjótt veðurfar. %
ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND. |
- SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
öðru fólki, kemur þetta í Ijós.
Annað einkennir þessa gjörfi-
legu og vel klæddu landa. Þeir
eru oft í vandræðum með fram-
komu sína, eru þvingaðir og
með minnimáttarkennd. Þetta
er einhver vöntun á uppeldi. Og
við fyrsta glasið bresta eðlileg-
ar hömlur algerlega.
Ummæli mn skort á háttvísi
okkar rifjuðust upp 17. júní á
Ráðhústorgi, þegar hópur full-
orðinna manna gleymdi að taka
ofan undir þjóðsöngnum. □
- STÖRSTÚKUÞING
(Framhald af blaðsíðu 8).
templar, séra Kristinn Stefáns-
son, áfengisvarnarráðunautur,
Reykjavík. Heiðursfulltrúi, Jó-
hann Ögmundur Oddsson, fyrrv.
kaupm., Reykjavík. Umboðs-
maður hátemplars er Stefán Ág.
Kristjánsson, forstj., Akureyri.
- Bæjarstjórnarfundur
(Framhald af blaðsíðu 2).
á rekstri skólagarða í Reykja-
vík og Hafnarfirði með það fyr-
ir augum að koma upp skóla-
görðum hér á næsta ári. Jafn-
framt að áætla fé til þessa máls
á næstu fjárhagsáætlun. Upp-
lýst var í bréfinu frá Æskulýðs-
ráði að fjöldi unglinga er at-
vinnulaus í bænum um sumar-
mánuðina.
Bæjarstjórn samþykkti að fella
niður bæjarstjórnarfundi í júlí
og ágúst, en fela bæjarráði af-
greiðslu þeirra mála, sem undir
hana heyrði. , □
- Firmakeppni B. A.
(Framhald af blaðsíðu 4).
gagnaverkstæði Olafs Ágústs-
sonar h.f., Ferðaskrifstofan
Saga, Herradeild J. M. J., Verk-
smiðjan Glitbrá h.f., Vélsmiðjan
Atli h.f., Skipaafgreiðsla Jakobs
Karlssonar, Húsgagnaverzlunin
Kjarni h.f., Póstbáturinn Drang
ur, Málflutningsskrifstofa Ragn-
ars Steinbergssonar, Rafsegull
h.f., Hegri h.f., Smjörlíkisgerð
KEA, Bifreiðaverkstæðið Þórs-
hamar h.f., Brynjólfur Sveins-
son h.f., Bílarétting s.f., Búnað-
arbanki íslands, Landssími ís-
lands, Heildverzlun Tómasar
Steingrímssonar, Verksmiðjan
Hlíf, Sápuverksmiðjan Sjöfn,
Efnagerð Akureyrar h.f., Kaup-
félag verkamanna, Brauðgerð
Kr. Jónssonar h.f., Heildverzlun
Valgarðs Stefánssonar, Raforka
h.f., Iðja h.f., Verzlunin Snót,
Klæðaverzlun Sigurðar Guð-
mundssonar, Veiðarfæraverzl-
unin Grána, Morgunblaðið,
Bílasalan h.f., Bifreiðastöð Odd-
eyrar, Súkkulaðiverksmiðjan
Linda h.f., Amaróbúðin h.f.,
Hagi h.f., Byggingarvöruverzlun
Akureyrar h.f., Bifreiðaverk-
stæði Jóh. Kristjánssonar h.f.,
Happdrætti D. A. S., Prentverk
Odds Björnssonar h.f., Leðurvör
ur h.f., Vikublaðið íslendingur,
Loftleiðir h.f., Markaðurinn,
Húsgagnavinnustofan Einir h.f.,
Fjórðungssjúkrahúsið, Sjálfstæð
ishúsið, Gufupressa Akureyrar,
Saumastofa Gefjunar, Dúka-
verksmiðjan h.f., Almennar
Tryggingar h.f., Sportvöru- og
hljóðfæraverzlun Akureyrar,
Verzlunin Eyjafjörður h.f.,
Verzlunin Drífa h.f., Olíufélagið
h-f-, □
MESSAÐ í Akureyrarkirkju n.
k. sunnudag kl. 10,30 f. h. —
Séra Halldór Kolbeins, fyrrv.
prestur í Vestmannaeyjum,
predikar. — Sálmar nr. 23,
354, 359, 5, og 684. — P. S.
MINJASAFNIÐ. Opið frá 1,30
til 4 e. h. alla daga nema
mánudaga. Á öðrum tímum
fyrir ferðafólk eftir sam-
komulagi við safnvörð. Sím-
ar 1162 og 1272.
MATTHÍASARSAFNEÐ opið
kl. 2—4 e. h. alla daga, nema
laugardaga.
NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4
síðdegis, daglega.
J^nttsímlutsafmíS er opið
alla virka daga, nema laugar-
daga, kl. 4—7 e. h.
DÝRALÆKNAVAKT næstu
helgi, kvöld og næturvakt
næstu viku hefur Ágúst Þor-
leifsson, sími 1863.
ÖRN SMÁRI ARNALDSSON
læknir, gegnir störfum mín-
um til 15. júlí n. k. Heimilis-
fang hans er Þingvallastræti
22. Sími 1542. — Jóhann Þor-
kelsson.
HEILSUVERNDARSTÖÐ AK-
UREYRAR: Eftirlit með þung-
uðum konum fimmtudaga kl.
4—5 e. h. — Ungbamaeftirlit
miðvikudaga og annan hvern
mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf
að pantast í síma 1977 og
1773. — Hvorttveggja þetta
fer fram í Hafnarstræti 81,
neðsta hæð. — Berklavamir:
Þriðjudaga og föstudaga kl.
2—3,30 e. h. og bólusetningar
fyrsta mánudag hvers mánað-
ar kl. 1—2 e. h. — Hvort-
tveggja í húsnæði Berklavarn
arstöðvarinnar við Spítala-
stíg.
F.U.F.-FÉLAGAR, AKUREYRI.
Gerið skil á seldur happ-
drættismiðum sem fyrst.
LEIÐRÉTTING
f EFTIRMÆLI um Eið Sig-
tryggsson, birt í 49. tbl. „Dags“
17. júní 1964, hefir orðið sú
prentvilla, að í fimmtu ljóðlínu
fyrsta erindis stendur::
— En þegar brestur band, sem
[tengdi
á vitanlega að vera:
— En þegar brestur taug, sem
[tengdi
til þess að það rími við næstu
línu — þessa:
tregasár er kveðja mín.
Óskast þetta hér með leiðrétt.
Vinsamlegast.
Jórunn Ólafsdóttir.
- Hátíðahöldin 17. júní
(Framhald af blaðsíðu 1)
manna bæ fyrir 70 þús. kr. Ætli
danshljómsveitirnar einar hafi
ekki hirt þriðjunginn af þessari
upphæð? Með þetta í huga ber
að þakka vel unnin störf og há-
tíðargestirnir komu, sem heild,
mjög vel fram og fjölmenntu,
þrátt fyrir það, að veðrið var
ekki eins og bezt verður á kos-
ið. □
HJÚSKAPUR. 17. júní voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju brúðhjónin
Unnur Guðrún Jóhannsdótt-
ir og Sigurjón Eðvarð Sigur-
geirsson ketil- og plötusmíða-
nemi. Heimili þeirra er að
Laxagötu 3 Akureyri.
BARNAHEIMILI I.O.G.T. að
Böggvisstöðum hefur starf-
semi sína í dag, laugardag. —
Börnin mæti við ferðaskrif-
stofuna Sögu, Akureyri, kl. 4
e. h. — Barnaheimilisnefndin.
FRÁ FERÐAFÉLAGI AKUR-
EYRAR. — Ferð um miðlands-
öræfin 11.21. júlí. — Verð kr.
2.000,00. Miðað er við að næg
þátttaka fáist. Innifalið kaffi,
mjólk, grautur og súpur. —
Ráðgert að aka suður Kjalveg
og þaðan austur í Skaftár-
tungur, um Þjórsárdal, Þórs-
mörk og Fjallabaksleið nyrðri
með viðkomu í Eldgjá og
Landmannalaugum. Síðan
austur yfir Tungná að Veiði-
vötnum og Þórisvatni í Jök-
uldal. Þaðan heim um Hóla-
fjall.
Þátttaka tilkynnist skrif-
stofu félagsins fyrir 3; júlí,
sími 2720.
Óska eftir að kaupa
notaða HEYKLÓ.
Baldur Halldórsson,
Hlíðarenda.
BARNAKERRA,
vel með farin, óskast til
kaups.
Uppl. i sínia 12G7.
RIFFILSKOT
Vestur-þýzk frá
DYNAMIT NOBEL
verksmið j unum.
Cal. 22: Short, long og
long rifle.
VERZLUNIN
EYJAFJÖRÐUR H.F.
HANDVERKFÆRI
Tökum upp alls konar
VERKFÆRI
eftir næstu helgi.
VERZLUNIN
EYJAFJÖRÐUR H.F.
Einlit, doppótt og rósótt,
samstæð, fimm litir.
MARKAÐURINN
Sími1261