Dagur - 20.06.1964, Side 5

Dagur - 20.06.1964, Side 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og óbyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. LANDRÝMIÐ OG SAMGÖNGUTÆKNIN Á UNDANFÖRNUM ÖLDUM hef- ur um víða veröld verið stöðugur straumur fólks úr strjálbýli til stór- borga. Ekki eru allir þessir fólks- flutningar þannig til komnir, að fólk hafi langað til borganna eða viljað yfirgefa heimkynni sín. Oft var ástæðan sú, að menn skorti jarðnæði eða afkomumöguleika, stundum ó- hagstætt tíðarfar eða plágur, sem spilltu jarðargróðri og eyddu bú- stofni, stundum breyting á fiskigöng- um með ströndum fram. Ýmsum vegnaði vel, en víða varð þorri inn- flytjendanna uppistaða fárækrahverf anna, öld eftir öld, sem svo margt hefur verið rætt og ritað um og ver- ið eitt mesta vandamál borgarstjóma og ríkisstjórna á þessari öld. En borgimar eiga líka sitt aðdrátt- arafl og hafa átt vegna ýmis konar þæginda, tilbreytni og möguleika, sem borgarbyggð fylgja. Þetta að- dráttarafl þekkjum við íslendingar vel í seinni tíð í sambandi við höfuð- stað landsins, sem nú er orðinn borg. Reykjavík er laus við ýmis vanda- mál, sem stórborgir annarra landa hafa tekið í arf og átt við að stríða frá fyrri öldum. En hún á við nú- tímasjúkdóma að stríða, eins og aðrar borgir, og hefur eins og þær, upp á margt að bjóða, sem talið er eftirsóknarvert. Jafnvægið í byggð landsins rask- ast meira og meira, ekki aðeins milli einstakra sveitarfélaga, heldur einn- ig milli sjálfra landshlutanna. Lands- byggðin utan Stór-Reykjavíkur virð- ist standa höllum fæti, og erfitt að fá ráðamenn landsins til að veita það viðnám, sem þörf er á. Það er til dæmis um sinnuleysi eða minni- máttartilfinningu gagnvert höfuð- borgaröflunum, að jafnvel sumir þingmenn kjördæma norðan lands og austan virðast hvorki geta verið hráir eða soðnir í því, hvort þeir eigi að beita sér af alefli fyrir virkjun Dettifoss eða álíka framkvæmd fyrir þessa landshluta. Um það skal ekki nánar rætt hér. Sumir eru farnir að spá því nú, að landinu eða landsbyggðinni muni á komandi árum berast hjálp úr óvæntri átt: Að liin hraðvaxandi samgöngutækni rnuni þróast á þann veg í heiminum, og þá einnig hér, að það þyki ekki eins eftirsóknar- vert og þótt hefur, að eiga heima í borgum, samgöngutæknin muni skajta fólki möguleika til að njóta þess eftirsóknarverða í borgarlífinu, ásamt því að njóta Iandrýmis, nátt- úrufegurðar og uppeldisskilyrða dreifbýlisins. Ef slíkir tímar renna upp á íslandi, sem orðið getur fyrr en varir, verður það talin dýrmæt gjöf að vera fámenn þjóð í stóru og fögru og heilnæmu landj. □ Vestur-íslenzku hjónin, Guðjón og Petrína. — Fjölskyldan á hinni myndinni. Vestur-íslendingar á ferð og þeir tala málið, eins og það var fyrir 80 árum MARGIR Vestur-íslendingar heimsækja „gamla landið“ hin síðari ár, og svo er enn í sumar. Blaðið hafði spurnir af þeim Guðjóni Árnasyni, Petrínu konu hans og Jóhanni syni þeirra, sem búa í Kanada en skruppu hingað til lands að heilsa upp á frændur og vini og til að sjá land feðranna. Við fyrstu kynni við fólk þetta vekur tvennt undrun: í fyrsta lagi hve þau tala góða íslenzku, án nokkurs erlends hreims, og í öðru lagi hve hjónin bera vel aldurinn. Guðjón er 73 ára en er enn þá, sem ungur væri, og frúin er hin glæsilegasta kona, eitthvað yngri, 10 myndarlegra barna móðir, og hefur unnið hörðum höndum við búskapinn með manni sínum. Þið eruð norðlenzk að ætt, heyrist mér? Já, við erum það, segir Guð- jón, og það heyrist eflaust á okkur. En við tölum eins og ætt- feðurnir, sem vestur fluttu, töl- uðu fyrir 80 árum. Við höfum haldið málinu, en hins vegar heyrum við notuð hér ýmis nöfn á hlutum, sem ekki voru til í gamla daga og við höfum ekki heyrt áður. Yfir það höfum við aðeins ensk orð. Ég er komin út af Arngrími Gíslasyni, sem er afi m'inn, frá Skörðum, segir frúin. Angantýr Arngrímsson, sem lengi var á Dalvík, er bróðir mömmu minn- ar og er nú háaldraður og blind- ur, vestur í Dýrafirði. Hann ætl- um við að hitta í ferðinni. Og ég er Eyfirðingur, ættaður úr Villingadal, segir Guðjón. Þar áttu í þann tíma heima þrír bræður: Jóhann Pétur, faðir minn, Þorvaldur og Valdimar, þeir voru Árnasynir. Ég fór þangað í fyrradag. Mér leizt svo á, að mig furðar ekki þótt faðir minn færi eins langt í burtu og hann gat komizt. En hvemig lízt ykkur á land- ið yfirleitt? Víðast er mjög fallegt, segja þau öll í kór. Og svo er fólkið okkur svo gott, að því er ekki hægt að lýsa. Já, hún Sesselja Eldjárn. Það er engin á flæði- skeri staddur, sem á Sesselju og Ingibjörgu systur hennar að vinum. Við erum búin að fara töluvert um og sjá svipmyndir af Norðurlandi. Það er mikið um hraun og grjót, en fólkið býr við eins mikla hagsæld hér eins og vestra og húsakynnin eru vönduð hér. Við vorum 18 klst. á ferðinni í gær og fórum aust- ur að Dettifossi, Ásbyrgi og Mý- vatnssveit, yfir 20 í hóp. Þú ert auðvitað fæddur vestra, Jóhann? Já, já, ég er þriðji ættliður- inn. Pabbi og mamma eru bæði fædd á Gimli. Það voru foreldr- ar þeirra, sem voru landnemar vestra, segir Jóhann. Hann er maður um fimmtugt og 8 barna faðir. Frúin segir nú, að móðir sín hafi dáið frá sér 10 daga gamalli, þar vestra, og að hún hafi verið eina manneskjan af svokallaðri „séra Hjörleifsætt“, sem vestur hafi farið. Ættfólk mitt hér heima vildi endilega að ég kæmi, einkum Sesselja. Og svo er ég hingað komin, loksins, og á gamals aldri. Björg frá Selá á Árskógsströnd og mamma voru systur. Þið hafið stundað búskap fyrir vestan? Já, bæði búskap og fiskiveið- ar í Winnipegvatni. Við búum vestan við vatnið, þar sem ís- lendingar komu fyrst. Bærinn okkar heitir Espihóll. Þar eiga drengirnir okkar 7 sumarbú- stað, eins konar sumarhótel, smáhýsi, sem er mikið sótt. Þarna er fallegt og mikið búið að gera fyrir staðinn. Upphaf- lega, þegar íslendingar komu þarna, lenti skipið, sem dró bát- inn þeirra í ofsaroki. Báturinn var höggvinn frá þótt ferðinni væri heitið lengra norður, og á tanganum var slegið tjöldum, þar sem heitir Víðinestangi. Þar fæddist fyrsta barnið, Jón Jó- hannsson. Staðurinn er því sögu ríkur. Vatnið eyddi tanganum sundur, en drengirnir lagfærðu það, er þeir eignuðust hann. Hvaða fiskur veiðist mest í vatninu? Hvítfiskur, bæði sumar og vet ur. Hann er mjög góður, alveg orðlagður, og í háu verði, veidd- ur í net, einnig undir ís. Svo er pikkur og gullaugu, eins og við köllum það. Svo var styrja þarna, en nú er lítið orðið af henni. En hvað segið þið um land- búnaðmn? Við stundum holdanauta- rækt. Við höfum Angus. Hol- steinkýr höfum við til að fram- leiða mjólk. Þær eru mjólkur- lagnar, en hafa fremur fitulitla mjólk. En ég er hissa þegar ég sé gripina hér. Þeir eru alla- vega litir. En vestra er nóg að sjá einn grip af hvoru kyni, því allir eru eins, í hjörðinni. Sama er að segja um kindurnar, þær eru blandaðar hérna. En kindakjötið er ákaflega gott hér og það gerir gróðurinn. Og hey- ið hérna er svo ilmandi og gott, að við höfum ekkert til samjafn- aðar. Það þótti gott áður að búa á 160 ekru landi. Þá var minna um vélar og verkfæri. Nú vilja allir búa stórt. Andinn er orðinn sá, að gleypa sem mest í sig. Sonurinn leiðréttir þetta og bætir því við, að stórvirkar vél- ar hafi skapað alveg nýja mögu- leika, sem áður voru ekki, og þá möguleika vilji bændur nota til hagnaðar og sé það eðlilegt. Svo kostar meira að lifa en áður. Allir eiga sína eigin bíla og veita sér meira en áður þekktist, segir hann. Hvað alið þið holdanautin lengi? Við höfum gert dálítið að því að selja kálfana á haustin, svona misserisgamla, og þeir gera svona 100 dollara og suma ölum við lengur. Kynbótagripir eru dýrir. Við keyptum t. d. naut- kálf fyrir 600 dollara. En hvað ræktið þið einkum á landinu? Til fóðurs ræktum við Alfa- Alfa og brúngras o. fl. 3—4 teg- undum sáum við saman. Við súrsuðum heyið, en erum hættir því. Geymum það í böggum, vél- bundnum. Þetta gengur mjög fljótt og vel. Af korntegundum er hveitið mest ræktað, svo hafrar og bygg, ofurlítið. Eiginlega er hægt að rækta hvað sem er, jafn vel epli, eins stór og góð og hér fást í verzlunum. En allt þarf sína hirðingu, og spurningin er því, hvað bezt borgar sig. íslend- ingum þykir víst ekki mikið til koma að sjá slétturnar okkar, nær endalausar. En þegar farið er um þetta land á þroskatíma akranna og öll þau ógrynni þroskaðs korns v.irt fyrir sér, þá fyllist maður aðdáun. Við fór- um í fyrra vestur að Kyrrahafi. Hugsaðu þér, eitt fylki aðeins fékk í fyrri hátt á fimmta hundr. millj. bússel af hveiti (bússel er 60 pund). En í fyrra fékkst lítið í Manitoba, því upp- skeran brást að miklu leyti. ] Kanada er björgulegt land, mik- ið matarland. Það er mikill hitaniismunur vestra? Já, á vetrum er grimdarkuldi, 70—80 gráður á Farenheit. En á sumrin er oft brennandi hiti, upp í 90—100 stig. Þessu venst maður. Vestra eru landflæmin mikil. Hér virðist ýmsum, sem t. d. yfir landið fljúga, ekkert land til að lifa á. En við erum búnir að sjá, hvað bændur búa þó vel á þessu landi, miklu bet- ur en ókunnugir ætla. Gróður- inn er svo framúrskarandi góð- ur, þótt hann sé ekki hávaxinn. En ekki er að efa, að bændurn- ir vinna hörðum höndum. Að þessu mæltu var blaðinu snúið við og gestirnir spurðu míkið um, hversvegna hér væru ekki ræktaðir „sláturgripir,“ þ. e. holdanaut. Skilyrði hlytu að vera mjög góð fyrir slíka fram- leiðslu. Samgöngurnar eru góðar vestra? Já, já, segir Guðjón. Þeir eru svo góðar að menn steindrepa sig á þeim. Ökuhraðinn er mik- ill, þi'átt fyrir ökureglurnar og umferðin er mjög mikil. Góðir vegir eru svo sem ekki hættu- lausir. Blaðið þakkax viðtalið við þessa hressilegu fjölskyldu og óskar þeim góðrar heimferðar. Dugnaður, góðar gáfur og heið- arleiki hefur skilað þessu ís- lenzkættaða fólki vel á leið í harðri samkeppni vestra. Og er það gleðiefni. E. D. Þátttakendur í firma- keppni B. A. Til Guðmundar Halldórssonar málara á 75 ára afmælinu 27. maí FIRMAKEPPNI félagsins er lokið fyrir nokkru og tóku 96 firmu þátt í keppninni. Sigur- vegari varð Halldór Ólafsson úr smiður, með 328 stig, en fyrir hann spilaði Halldór Helgason. Akureyrarmeistari í einmenn- ingskeppni varð Halldór Helga- son. Eftirtaldir aðilar tóku þátt í firmakeppninni: Halldór Ólafsson úrsmiður, Happdrætti Háskóla íslands, Kjötbúð KEA, Skógerð Iðunn- ar, Hárgreiðslustofa Lily Jak- obsson, Slippstöðin h.f., Bifreiða stöðin Stefnir s.f., Ullarverk- smiðjan Gefjun, Landsbanki ís- lands, Bifreiðaverkstæðið Baug ur h.f., Skóverzlum M. H. Lyng- dal h.f., Utvegsbanki íslands, Vikublaðið Dagur. Nýja Efna- lögin, Húsgagnaverksmiðjan Valbjörk h.f., Fatahreinsun Vig- fúsar og Árna, Rakarastofan Hafnarstræti 105, Bílasala Hösk uldar, Áfengis- og tóbaksverzl- un ríkisins, K. Jónsson & Co. h.f., Verzlunin Hlín, Valprent h.f., Sendibílastöðin, Fataverk- smiðjan Hekla, Fatagerðin Burkni h.f., Sigtryggur og Pét- ur, gullsmiðir, Raftækjaverzlun- in Raf, Tómstundabúðin, Kaup- félag Eyfirðinga, Brauðgerð KEA, Rakarastofa Sigtryggs .Júlíussonar, Vélsmiðja Stein- dórs h.f., Pétur og Valdimar h.f., Verzlunin Heba, Byggingarvöru verzlur. Tómasar Björnssonar h.f., M.b. Draupnir, Prent- smiðja Bjöx-ns Jónssonar h.f., Dagblaðið Tíminn, Plasteinangr un h.f., Bólstruð húsgögn h.f., Rafveita Akureyrar, Trésmíða- verkstæðið Skjöldur h.f., Hús- (Framhald á blaðsíðu 7). Ég veit eigi sjálfur hvað segja ber við sjötíu og fimm ára mánn, sem öðrum meira um mannheim veit og mannlífið skilja kann. Sem þekkt hefir soi'gir, ástaryl og æskuvonir og þrár, með í eynslunnar dýi'keyptu rúnaspor rist á enni og brár. Sú kvnslóð, er senn fer að líða undir lok, af lífskrafti átt hefir nóg. Þær, bjarkii-nar fremstu er bar mest á, áttu að baki sér þöglan skóg. Vér hljóðlátan fullti'úa hittum í dag sem hátt ekki í skóginum bar, en átti í moldinni íslenzku, rót sem aldrei slitin var. Þú fæddist er dimmt var við sjó og í sveit til sóknar á lífsgæðamið, er bai'nshendur erjuðu ógi'óin börð, frá erfiði veittust ei grið. Það var ekki siður að ala menn upp við ónytjungs ráðleysis dund. En, — bai'nsti'úin ávallt segir til sín, það sýnir nú öldungsins mund. En reynt var þó kannski að stela sér stund og stafa á lánsbókaspjöld. Að fullnægja æskunnar fróðleikans þörf var firra, á nítjándu öld, þá blásnauðum almúga ofdyrfð það var að ætla sér menntunar leið. Því bókvitið enginn í askana lét, en auður í moldinni beið. Þú borinn vax-st til þess að byrja þín spor er birta fór heldur til, en þráin til frelsis í blóðinu brann, — og brátt urðu þáttaskil. Þú þjóðfrelsisröðul sást rísa úr sæ og renna sitt hágönguskeið er náð var því marki, sem miðað var að á myi'kri og erfíðri leið. Þér gafst lítill tími fi'á erfiðisönn I að eiga þér hugðarmál. [ En oft þegar leiztu lyngheiðardýrð fór laðandi friður um sál. [ Þú þi'áðir, að geta þá góðfögru mynd 1 er gladdi þinn huga mest, — j hina íslenzkup fegurð — af lifandi list á léreftið snjóhvíta fest. i I I Loks, þegar brauðstritsins úti var ys, og aldurinn fæi'ði þér ró, ( en mæða og sorgir þér mættu um skeið l og máttinn úr höndunum dró. ) — þá fyrst gaztu æskunnar óslökktu þrá [ með athöfnum hrundið á leið. í litunum söngstu þann lofgjörðaróð, er leyndust í hugskoti beið. • \. Þú málaðir æskunnar ódáinslönd 1 og íslenzka bláfjallaró. [ Og tröll og álfa og englalið , og úfinn og í'eiðan sjó. Þú túlkaðir útlagans örbjarga neyð og auðlegðargengi valt. \ Þótt skipti frá grænu í grátt og dökkt, varp gleðin birtu á allt. [ Sú gleðin sem allir að endingu þrá t — en öllum er veitast kann, — | að vita sig hafa unnið allt j sem einkennir sannan mann, i að lita um öxl eftir langan dag j og lífið í hnotskurn sjá \ en geta til hvíldar gengið frjáls j með gleðinnar svip á brá. [ Svo kveð ég þig, fulltrúi hverfandi kyns, [ sem kól éi, þótt blési oft svalt, [ en styrktist við helkuldans harðneskjutök, með heiðri svo braust gegnum allt. \ Og megi svo verða frá kyni til kyns, j að kraftur sá eflist og þor, æðrulaus geðrór og efalaus trú, I sem einkenndi þjóðfrelsisvor! Kunningjar. Iðunn hristir af sér hugar-okið. Nú er síðasta frúin farin. Hún sagði víst góða ferð eða eitthvað þess háttar, áður en hún fór. Iðunn tók varla eftir því. Það er svo margt annað, sem sækir hart að henni. Hún hvarflar augunum um deildina sína enn einu sinni. Hún dregur saman flauelstjöldin. Síðdegis verður önnur hvitklædd kona komin í hennar stað. Iðunn gengur fram í biðstofuna. Þar biður enginn í svipinn. Þá er gott tækifæri til að kveðja vinnufélaga sína. Hún kveður þær allar með handabandi. í augum þeirra bregður fyrir bliki af þrá eftir að hafa sjálfar átt taekifæri til að leggja af stað slíka ferð! Já, Iðunn sér þetta greinilega. Jafnvel roskna forstöðukonan hefir þetta löngunarblik í augum, er hún tekur í hönd Iðunnar og nefnir ítaliuförina. En myndugleikasvipnum bregður lika fyrir aftur. Nú er það hún sem á að stjórna allri stofnuninni, þar til Björg hefir lokið námi sinu. Hún kveður því Iðunni með virðulegu fasi. Iðunn gengur hægt upp þrepin að fatageymslunni. Hún nemur snöggvast staðar undir hvelfingunni yfir trésúlunum tveim, meðan hún hneppir upp hvíta einkennissloppinn. Hún þykist finna það á sér, að þegar hún fer nú úr hvíta einkennisbúningnum sínúm, þá sé hún algerlega laus við hann, það sem eftir er ævinnar. Hún sér andilt sitt i þrihyrnda speglinum. Það er lika i síðasta sinn. Björg er að matreiða miðdegisverð þeirra, þegar Iðunn kemur upp í íbúðina hennar. — Farangur þinn er kominn um borð, segir Björg. Bæjarsendill- inn sem þú hafðir pantað, kom og sótti hann, segir hún. Iðunn segir fátt. Hún sér greinilega, að Björg saknar allra smá- munanna hennar, sem nú eru horfnir úr ibúðinni þeirra. Þær setjast við borðið, en segja aðeins orð og orð á stangli. Matarlistin er lítil, þótt maturinn sé góður. Hugurinn dvelur aðallega við það eitt, að eftir skamma stund mun Iðunn kveðja Björgu og íbúðina þeirra. Iðunn situr þögul langa stund. Hugur hennar fer víða. Hún er heima í foreldrahúsum. Læknishúsið er mjallahvitt með víðsýni út yfir stóra og fallega garðinn. Hún sér greinar aldintrjánna bogna undan þunga þroskaðra ávaxta, rauðkinnaðra epla og stórum gulum plómum. Hún sér augu mömmu blikandi björt af gleði, er þær ræða saman um listir, mæðgurnar. Og pabbi, já. Iðunn hefir á til- finningunni, að hann búist við, að hún eigi eftir að sýna, að hún sé verð þess trausts, sem þau hafi til hennar borið. En annars er hann fáorður um flest. Læknisstarfið er heimtufrekt. Og hugur hennar er sporléttur. Áður en varir er hún komin yfir að Hellulandi, til Jörundar! En nei, hún ætlaði alls ekki að hugsa þangað. Hún vill heldur hugsa til Gunnhildar og Ivars. Það var gaman að heimsækja þau í höfuðborginni, þegar hún kom að heim- an. En það hefði getað verið enn skemmtilegra, hefði Jörundur ekki verið svona rúmfrekur í huga hennar einmitt um það leyti, svo að henni leið illa. Æ, er hún nú aftur farin að hugsa um Jörund! Þær hafa lokið máltíðinni. Og miðdegishlé Bjargar er senn þrot- ið. Hún verður að fara aftur til vinnu sinnar í stofnuninni. — Ég kem á bryggjuna, þegar skipið fer, segir hún. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: | GULLNA BORGIN j — En ég vil samt kveðja þig núna. Iðunn tekur hönd Bjargar. — Ég mun sakna þín og allra gleði- stunda, sem við höfum átt saman. — Já, en hvernig heldurðu þá, að mér muni liða? segir Björg og strýkur hendi snöggt um augun. — Þegar frá líður, gleymirðu sennilega bæði mér og íbúðinni okkar hérna! Iðunn grípur fastara um hönd hennar. — Ég gleymi þér aldrei, Björg! Og ég gleymi aldrei þeim, sem ég hefi kynnst meira eða minna. Því sjáðu til ,Björg, mér eru allar manneskjur verðmætar! — Hversvegna? Hvernig? Björg horfir undrandi á Iðunni. — Það get ég ekki sagt þér. En kannski seinna, áður en langt er liðið, segir Iðunn lágt og brosir blítt til Bjargar. — En Björg, ég vona að þú viljir hugsa til mín öðru hverju sem beztu vinkonu þinnar. Og ég óska þér alls góðs alla þessa daga, sem við eigum eftir að lifa aðskildar, langt hvor frá annarri. Björg festir augun á einhverju langt undan. — Ég get varla trúað því, að lifið geymi mér nokkuð gott í vændum, utan vinn- unnar sjálfrar. Iðunn festir augun á Björgu. Hún er sterk og björt í augum. ■ — Allir eiga eitthvað gott í vændum, því verðum við að trúa. Sumum hlotnast það góða brátt, öðrum seinna. Þess vegna getum við horft með eftirvæntingu fram á móti hverjum nýjum degi. Ég skal segja þér, Björg, þú vekur upp hjá mér nokkrar ljóðlínur úr kvæði, sem ég gerði einu sinni: Sem lítill kyndill lýsir mér í leit um nætur-geim, og vonar-blySið vísi þér þinn veg um allan heim! Oft virðist braut þin brött og þung, og blasa við þér fár og grand. Brátt morgunsól rís björt og ung og breiðir dýrð um haf og land! — Ertu mér ekki sammála, Björg? Iðunn hristir hönd hennar ofurlítið. — Það verður mér vist erfitt að sjá lífið á sama hátt og þú, fyrst um sinn. En kannski einhverntima seinna. Og brosi bregður fyrir sem sólbliki á andliti hennar, en samtímis hníga tár hægt niður kinnar hennar. En Iðunn hefir samt eygt snöggt vonarleiftur í augum Bjargar, og það gleður hana innilega og vekur hjá henni trúha á, að Björg muni finna aftur gamla brosið sitt glaða, sem hún stráði svo ríkulega áður yfir alla þá, sem nálguðust hana og umgengust. Björg segir „góða ferð“ ög gengur ofan til vinnu sinnar, sem á að styrkja hana til að herða upp hugann og öðlast á ný trúna á lífið. Fallegi munnurinn hennar er alltof alvarlegur núna. En kannski einhverntíma seinna — — — Iðunni finnst biðtíminn furðu langur, þangað til hún á að fara. Hún hefir semsé lokið öllu hér heima, meira að segja allri borg- inni. Og hún hefir endurlifað alla borgina. Og hún hefir séð aftur gröf Kristins. Hún minnist þess, er hún stóð upp við gröf hans. Þá fann hún fyrst til þess í fullri alvöru, að borgin hérna var henni ókunnug. Hún rifjaði upp hugsanir sínar við gröf bróðursins. Og er hún fór þaðan, Iagði hún kross úr hvítum rósum á nafn-helluna á gröfinni hans. — i Æ, hvers vegna var hún nú að sökkva sér niður í þessar sorglegu hugsanir! Það væri þá betra að líta inn til Rossí og spjalla við hann. Hún veit, að hann er talsvert utangátta í dag. Hann hefir heldur ekki komið ofan i Stofnunina í dag, en snúist og ráðsmennsk- ast uppi í ibúðinni sinni. Henni skilst, að það hlýtur að vera ein- kennileg tilfinning að fara frá öllu þessu. Og hvers vegna fer hann? Hann hefir ekki viljað tala neitt nánar um það. Iðunni er kunnugt, að það hefur verið einhver óróleiki í honum síðasta misserið. Hann hefir aðeins lítið eitt verið samvistum við hana og Gilde-mæðginin. Og nú ætlar hann til Ameríku. Og í kvöld fer hann með sama skipi og hún. Þau verða þá samferða til Frakk- lands. Rossí hefur óskað að gera þessa lykkju á leið sína. Hann hafði nefnt einu sinni, að hann langaði til að sjá París. En þaðan fer hann svo vestur um haf til Ameríku. Henni dettur skyndilega í hug: — Það er ef til vill Haralds vegna, að hann fer með sama skipi þennan hluta leiðarinnar? Hún veit það ekki. En hún ætlar samt að líta inn til Rossí. Hann opnar hurð- ina og virðist dálítið hissa, en býður henni samt inn. Hún sér óðar, að hann er ákaflega órólegur. Hann tifar léttstígur fram og aftur um gólfið og reykir í sifellu. Iðunn setzt á stól með hlífðar-hjúp yfir og reynir að ná augum Rossis rólega og blátt áfram. En hann lítur undan. Yfir honum hvílir einhver ókunnugleiki. Það er sem allt umhverfis hann, einnig hún sjálf, sé honum óviðkomandi. Hún veit því varla, hvað hún ætti að segja. Hún segir þá eitthvað um morgunvinnuna í Stofnuninni. Hann svarar einhverju, eins og út í hött. Skyldi hann fylgjast með því, sem hún er að segja? Það heldur hún ekki. Hugsanir hans eru vissulega á allt öðrum slóðum. Framhald.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.